Heimskringla - 30.12.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.12.1931, Blaðsíða 4
4. SÉÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 30. DES. 193T Hítmskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 _____________ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIM SKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 30. DES. 1931 ÁRASKIFTIN. Rithöfundurinn Charles Lamb sagði, að fyrsti janúar væri að líkindum eini dagur ársins, sem hverjum manni fynd- ist sig eitthvað skifta eða koma við. Þetta mun hverju orði sannara. Þegar . ómarnir frá klukkunum, sem hringja gamla árið út og nýja árið inn, eins og komist er að orði, berast oss til eyrna, er sem sálin vakni af dvala, og vér hlýð- um á þá með meiri gaumgæfni og ef til vill meiri alvöru en vér höfum áður fund- ið til. Oss verður undireins ljóst, að um leið og þeir ómar tákna áraskiftin, eru þeir að gefa oss til kynna, að á æfi- þræði vorum hafi einnig ein perlan ver- ið færð til. Vér teljum þær, ein, tvær, þrjár og upp að tíu. Og vér teljum svo í mesta lagi sjö sinnum tíu. Lengra þurf- um vér sjaldnast að halda því áfram. En ómar kluknanna minna ekki ein- ungis á það, að starfsæfi vor sé skammæ, þeir knýja oss til að líta til baka til ný- liðins árs. Og í huganum vaknar þá spurningin um það, hvort vér höfum ekki gert vora stuttu starfsæfi ennþá styttri með því, hve illa vér höfum not- að tímann, og hve mörg tækifæri vér höfum látið ónotuð, sem til þess buðust að verða sjálfum oss og öðrum til heilla og hagsældar á árinu. ♦ Spurningum þessum vildum vér lík- legast flest ógjarna svara. Vér viti^pi, hvað orðið hefir um efndirnar. Oss er það aldrei ljósara en nú, að vér höfum látið oss mörg tækifæri úr greipum ganga, er vér áttum kost á til að efla hag vorn og annara. En þótt hugsunin um alt þetta sé nú ærið döpur, megum vér ekki loka augun- um fyrir því, að ómar kluknanna boða' annað en tómar skuggamyndir vonbrigða og sorgar. Þeir boða nýtt ár. Og með því ný tækifæri. Það er undir því komið, hvað mikið vér kostum kapps um, að færa oss þau í nyt, hvernig oss farnast á komandi ári. Yfir liðna tímanum eig- um vér engin ráð. En ókomna tímanum getum vér ráðið, ef vér viljum. Liðna árið var þungt í skauti, eitt hið þyngsta og erfiðasta á marga lund, er vér höfum átt að venjast. Hvað olii því? Vér getum tæplega kent guði eða náttúrunni eða landinu um það. Það skal að vísu kannast við, að sumt sem um kosti þessa lands hefir verið sagt, megi heita ýkt. En samt sem áður má segja, að það hafi verið eins gjöfult og forsjónin eins miskunnsöm og áður við oss á liðnu ári. Hafi þetta að einhverju leyti brugðist, er það óframsýni sjáifra vor að kenna, en ekki landinu. Þó að mörgum hafi krept, sanna birgðirnar í forðabúrunum þetta. Þegar litið er á, hve fámenn canadiska þjóðin er enn, er viðurlitamikið til þess að hugsa, að eins stór hluti hennar og raun er á, skuli eiga við þröngan kost að búa, þegar þess er jafnframt gætt, að engin þjóð í heimi á líklegast af öðrum eins nægtabrunni að ausa og hún. Það hlýtur eitthvað meira en lítið að vera varhugavert við þjóðmenninguna, að slíkt skuli eiga sér stað hér, hvað sem öðrum þjóðum líður. Það er verkefni, sem þessari þjóð ætti ekki að vera um megn að bæta úr á komandi ári, ef allir sem einn leggjast á sveifina með það. Og felst ekki eitt- hvað af von og spám um að svo verði í ómum kluknanna við áraskifin? Að svo mæltu óskar Heimskringla vin- um sínum fjær og nær og öllum íslend- ingum austan hafs og vestan farsæls komandi árs. ÞESSIR GERA SKYLDU SÍNA! Það dylst ekki að Canada er að byrja tóbaksrækt í talsvert stórum stíl. Sam- kvæmt skýrslum að því lútandi, hafa á þessu ári verið ræktuð um 48 miljón pund af tóbaki í öllu landinu. Og það er fullum 12 miljón pundum meira en fyrir ári síðan. Um áttatíu af hundraði af allri framleiðslunni er sögð vera í On- tariofylki. Markaðsverð þessarar framleiðslu nemur sem, næst 18 miljónum dala. Og markaðurinn fyrir hana má algerlega heita í Canada og á Bretlandi. Þó framleiðsla þessarar vöru sé lengst á veg komin í Ontariofylki, eru hin fylk- in einnig — og þar á meðal Manitoba — að fara af stað með hana. Hvort sem iðnaður þessi á hé'r framtíð eða ekki, munu fáir geta brugðið þeim, sem reykja um það, að þeir geri ekki sitt bezta til að efla hann! BANDARÍKJATOLLARNIR OG KREPPAN. í nóvemberhefti ritsins “Current His- tory” er grein eftir Reed Smoot um toll- mál Bandaríkjanna og áhrif þeirra á heimskreppuna. Með því að þeir eru fáir, sem greinagóðir geta heitið um toll- mál, nema ef til vill frá sjónarmiði stjórnmálaflokksins, sem þeir tilheyra, birtum vér hana hér í lauslegri þýðingu. Mr. Smoot er forseti fjárhagsnefndar efri þingdeildar Bandaríkjanna og annar höf- undur Smoot-Hawley tolllaganna. Að hann hafi öðrum fremur þekkingu á tollmálum, efast því enginn um. Grein hans er á þessa leið: Á síðari árum hefir sitt af hverju ver- ið sagt um tollmálastefnu Bandaríkj- anna, en það hefir ekkert betur en heims- kreppan sannfært oss um gildi hennar. Hinir erfiðu tíinar hafa knúð flestar þjóð- ir til þess að taka upp tollverndunar- stefnuna iðnaði sínum til lífs. Undir vanalegum kringumstæðum er tollvernd í því fólgin, að haldá jafnvægi á milli vöruverðs heima og erlendis. Nú nær þýðing hennar miklu lengra. Hún hefir á þessum óeðlilegu viðskiftatímum, sem við höfum átt við að búa, bægt frá iðn- aði vorum og framleiðslu, mikilli hættu, ef ekki forðað honum frá algerðu hruni. Það er ekki eins auðvelt mál ðg mörg- um virðist, að gera sér glögga grein fyr- ir áhrifum verndartolla á heimsverzlun- ina. Viðskifti hverrar einustu þjóðar í heimi koma þar til greina. Á seinni ár- um hafa risið upp tollmúrar á flestum landamærum, vegna kréí)punnar. Þeir eru afleiðing hennar, en ekki orsök. — Skipulagsleysið í vöruframleiðslu og út- býtingu gekk orðið svo langt í heimin- um, að óumflýjanlegt var að reisa toll- vegg við því, fil þess að regla og jafn- vægi kæmist aftur á þetta hvorttveggja. Kaupgeta allra þjóða hefir minkað. í löndum, sem aðallega framleiddu hráefni, hefir andvirði vörunnar hrapað ósegjan- lega mikið, og sala á heimsmarkaðinum hefir að sama skapi takmarkast. Þegar kaupgetan heima fyrir minkar þannig koma áhrifin brátt í Ijós á heimsmarkað- lnum. • Af þessari óreglububndnu framléiðslu og útbýtingu vörunnar, sem á var minst, er nú meira af óseldri vöru á heimsmark- aðinum, en nokkru sinni hafa verið dæmi til áður. Á síðustu áratugum var slíkt ofurkapp lagt á framleiðslu, að varan seldist ekki nærri því öll, og afgangurinn hrúgaðist upp óseldur ár frá ári, í ná- Iega hverju einasta landi. Þegar leið svo fram að árinu 1929, fór fyrir alvöru að slá í bakseglin. Það tók skriðinn af viðskiftaskútunni. Almenningi varð ekk- ert um sel og fór að minka kaupin og spara við sig. Og svo bættist atvinnu- leysi við, sem skerti kaupgetuna meira en nokkru sinni áður. HVað átti til bragðs að taka til þess að grynna á vöru- birgðunum og rýma til fyrir nýrri fram- leiðslu? Hver þjóð fór nú að leita er- lends markaðar. En þar sem af því gat ekki annað leitt en að offylla markað landsins, sem verið var að reyna að selja, og gera þar með ilt verra, gripu flestar stjórúir til þess ráðs, að vemda sína eig- in framleiðendur frá því að verða kaf- færðir í vörum frá öðrum löndum. Óeðlilegt virðist ekkert við það, að hvert land beri fyrst og fremst velferð síns eigin iðnaðar og verkalýðs fyrir brjósti. Það var bæði þetta og vöru- magnið á heimsmarkaðinum, sem flest- ar þjóðir hvatti til að hækka innflutn- ingstolla sína eftir stríðið. Frakkland, Þýzkaland, ítalía og Bretland höfðu hækkað tolla sína afnvel áður en Banda- ríkin endurskoðuðu tolllög sín árið 1922. Og síðan hafa margar Evrópuþjóðirnar hækkað tolla sina til muna. Á tveimur árum, eða síðan kreppan byrjaði, hafa fjörutíu og fimm þjóðir gert stórkostleg- ar breytingar á tolllöggjöf sinni. — Orð Hyde’s ritara (Bandaríkjanna) um að tollar Bandaríkjanna séu ekki bornir saman við tolla sumra annara þjóða, nema eins og mauraþúfa hjá fjalli, virð - ast ekki eins miklar ýkjur eins og sumir kunna að ætla. Iðnaður vorra tíma er kominn á það stig, að framleiðsla er tiltölulega auð- veld. Það eru engin vandræði orðin að framleiða meiri fæðu, búa til meiri fatn- að, reisa fleiri hús og smíða fleiri bíla, o. s. frv., en menn geta keypt. Þess vegna hefir sú kenning nú ekki orðið neitt gildi, að varan eigi að vera keypt þajr, sem kostnaðarminst sé að framleiða hana. Stærsta verkefni vort er að sjá um að allir, sem vinnufærir eru, hafi eitthvað að starfa. Og þar sem að vér gerum meiri kröfur yfirleitt' til lifnaðar- hátta, en nokkur önnur þjóð, verður þeirri kröfu ekki fullnægt með nokkru öðru móti en nægilgri vernd þeirrar starfsemi, sem vér höfum með höndum, fyrir utanaðkomandi áhrifum, sem að því lúta að lama hana eða draga úr henni. Hvað hefði það haft í för með sér fyrir Bandaríkin, ef þing þess hefði ekki látið sig það neinu skifta, er þjóðirnar út um allan heim voru að hafast að í tollmál- um og hefði ekki hækkað tolla sína? Bandaríkin hefðu orðið að haugstæðum fyrir hrúgurnar af öllum afgangs vöru- birgðum landa heimsins, eins og England er nú. Með urmul atvinnulauss lýðs í landinu, sem lífið dregur fram á stjórn- arstyrk, sem beinlfnis kemur þyngst niður á skattgjaldendum, er það land nú samt sem áður með hverjum mánuðin- um að verða meira og meira upp á iðn- að annara landa komið. Innfluttar vörur eru nú metnar 16 prósentum minni en þær voru fyrir ári síðan, en útfluttar vör- ur hafa minkað á sama tíma um 30 pró- sent. Hið aumkvunarverða ástand iðn- aðarins á Englandi, er auðsjáanlega af- leiðingin af því, að þjóðin er að reyna að berjast sinni baráttu við nútíðar við- skiftin, víggirðingaláus, þar sem þjóð- irnar, sem hún á í höggi við, berjast all- ar innan múra, sem þær hafa reist til verndar sínum heimaiðnaði. Einu sinni fyr á tímum, áður en fram- leiðsla var hafin í stórum stíl, ætlaði þing vort að lækna kreppu með þvf að lækka tolla. Kreppa þessi var 1893. Þeir sem gaumgæfilegast höfðu gagn- rýnt ástandið, héldu því fram, að ekkert nema óheft verzlun á heimsmarkaðinum gæti bætt tímana. Árið 1894 slakaði svo þingið á tollklónni til rnuna. Og hver var árangurinn? í stað þess að afnáni tollanna bjargaði landinu úr ógöngun- um, varð afleiðingin sú, að tekjuhalli stjórnarinnar varð meiri en hann hafði | nokkru sinni áður verið ,og kröggur og neyð landsins í heild sinni að mun meiri en nokkru sinni fyr. Jafnvel innflutn- ingur vöru minkaði svo gífurlega, að til þess voru fá dæmi áður. Þegar Wilson gerði síöustu tolllækkunina, minkaði út- flutningurinn niður í 81,050,000,000, úr $1,730,000,000, sem h: nn var árið áður en sú tolllækun var gerð. Þessari áminstu kreppu láuk ekki fyr en með kosningu McKinley’s, er til auka- þings kvaddi árið 1897, til þess að semja og löggilda nýja verndartollalöggjöf. Þá fór hagur landsins smám s^man batn- andi. Bæði útfluttar og innfluttar vör- ur jukust svo, að engin voru dæmi til áður. Og síðan hefir lieimsmarkaðurinn aldrei verið án verndunar. Þrátt fyrir nokkra tollækkun 1913, sakaði það ekki landið, því litlu seinna voru allir skæð- ustu viðskiftakeppinautar vorir komnir út í stríð, og iðnaður vor naut á þann hátt verndar, sem hann var sviftur heima fyrir, og mikið meira en það. Hlutlaus- um löndum opnast ávalt markaður hjá stríðsþjóðunum. En auðvitað getur það ekki talist með eðlilegu viðskiftaástandi þjóða. Vér eigum erfitt með að skilja, hvern- ig hægt er að skella skuldinni á Banda- ríkjaþjóðina fyrir stefnu annara þjóða í tollmálum, eins og nú virðist kepst við af mörgum, sem tollum eru andvígir. Það voru flestar þjóðir búnar að breyta tolllöggjöf sinni áður en þing vort gerði Smoot-Hawley toll- frumvarpið að lögum í júní 1930, og síðan hafa margar þjóðir breytt tolllöggjjöf sinni. Það hefir hver þjóð verið knú- in til þess vegna ástandsinS heimafyrir hjá sér. Það eru ekki nema þeir, sem enga hag- fræðislega þekkingu hafa á tollmálum, sem halda því fram, að tollastefna annara þjóða hafi verið tekin upp til þess, að hefna sín á bandarísku þjóð- inni fyrir aðgerðir hennar í tollmálum. Það sem aðallega skilur á milli Smoot-Howley tolllaganna og tolllöggjafar annara þjóða síðan kreppan DODD’S KIDNEY PILLS j I fullan aldarfjórðung- hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðrus sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- hófst, er einmitt það, hvað hún 50c askJan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá; Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. er^ miklu sanngjarnari en toll- löggjöf annara þjóða. Þó tollar einnar þjóðar geti sjaldnaSt verið bornir sann- gjarnlega saman við tolla ann- arar þjóðar, vegn margvíslegra gerólíkra ástæða í hverju landi fyrir sig, er hægt að bera tolla saman á sérstökum vöruteg- undum, og tollana í heild sinni er og hægt að bera saman með því, að taka allar innfluttar vörur til greina, bæði tollaðar og tollfríar. Hefir þetta efni nýlega verið rannsakað af ak- uryrkju stjórnardeild vorri. Kom þá í ljós, að fjórtán teg- undir af aðal bændavörum vor- um, sem nema 28 prós^nt af útfluttum bændavörum, eru tollaðar tvöfalt, þrefalt og fjór- falt hærra hjá 12 fremstu þjóð- um heimsins, en í Bandaríkj- meira flutt þar inn af tollfrí- unum. Gott dæmi af því er um vörum heldur en í nokkru hveiti. Innan eins og hálfs árs, öðru landi, að Englandi ef til hefir Þýzkaland hækkað tolla vill undanskildu, sem á við- sína á hveiti sex sinnum. Það skiftum við aðrar þjóðir lifir byrjaði með 49 centa tolli á! að miklu ieyti. helming framleiðslu vorrar til annara landa, gætu háir tollar orðið til alls annars en góðs. En þar sem vér höfum hráefn- ið, iðnaðinn og markaðinn alt í senn heima fyrir, er hægt að komast af án þess að sækja nokkuð verulega til annara- landa. Vegna þess er ekki rétt- mætt að bera Bandaríkin sam- an við England, ítalíu og Japan, sem svo margt skortir heima. fyrir, og verðg að sækja það til annara þjóða. En þrátt fyrir þessa góðu afstöðu Bandaríkj- anna, og það, að þau hafi í raun og veru meiri ástæðu til að byrgja sig inni með tollum en nokkurt annað land, er samt mælinum og endaði með $1.62. Á ítalíu hefir tollurinn hækk- að úr 37 centum upp í 87 cent. Þegar menn eru að gera sér grein fyrir áhrifum tollvernd- ar á heimsviðskiftin, má ekki Á Frakklandi hækkaði hann úi > g]eyma þvl' ag taka ástandið 20 centum upp 85 cent. í Mexi- co úr 66 upp í 90c. í Banda- ríkjunum er tollur þessi 42c. Tollar annara landa á kjoti með í reikninginn. Þegar vér tölum um viðskifti Vor við önn- ur lönd, er spursmálið ekki það, hvort útflutningur eða inn- stinga ennþá meira í stúf við f]utningur vöru hefir aukist eða tolla vora. í Bandaríkjunum er tollur á svínakjjöti (shoulder ham) $3.25 á hverjum 100 pd. í Rússlandi er hann $70. í Búlgaríu, Chile og Argentínu frá $20 til $25. í Brazilíu, Júgó- slavíu, Uruguay, Noregi, Portú- gal og Rúmeníu, frá $10 til $20. Það er álit margra að tollar séu hærri í Bandaríkjunum en annarsstaðar. En það er langt frá því að svó sé. Frá hvaða hlið sem tollmál eru rannsök- uð, kenyur hið gagnstæða í ljós. Tökum t. d. meðaltal af tolli á öllum innfluttum vörum í nokkrum löndum fyrir árið 1930. í Japan er hann 7.3 pró- sent, Frakklandi 8.7, Noregi 10.1, Þýzkalandi 11.7, brezka ríkinu 12.6, Spáni 12.9, Banda- ríkjunum 14.8, ítalíu 15,4, Ar- gentínu 16.5, Chile 23.5 pró- sent. í Rússlandi eru engar t tollfríar vörur, enda er tollur þar svo hár, að skyldara á við aðflutingsbann en tolla ann- ara landa. Af þessu er ljóst, að Evrópu og Suður-Ameríku þjóðirnar eru engu ógjarnari á að grípa til tolla til verndar iðnaði sín- um en Bandaríkin. Innflutn- ingur bandarískra bifreiða er t. d. með öllu bannaðaur í sum- um löndum Evrópu. t • Vér mintumst á það, að það stæði ekki jafn vel á fyrir öll- um þjóðum að hlaða tollveggj- um um sig. Sum lönd verða að sækja svo margt til annara landa, að þeirra vegur er að að miklu leyti undir því kom- inn.. Þannig er ekki ástatt fyr- ir Bandaríkjunum. Þau geta framleitt alt sjálf, sem þau þarfnast. Þau hafa því, flest- um löndum fremur, góða og gilda ástæðu til að tolla inn- flutning vöru frá öðrum lönd- um. Samt sem áður hafa margar þjóðir hærri tolla en þau. Ef vér þyrftum að selja minkað í landinu sjálfu, held- ur hvort þau hafi minkað eða aukist hlutfallslega við erlend viðskifti annara þjóða. Árið 1913 námu útfluttar vörur frá Bandaríkjunum 12.03 prósent á heimsmarkaðinum (þ. e. af útfluttum vörum allra þjóða heimsins). Frá 1921 til 1925 námu þær 16.5 prósent. Árið 1928 15.6. prósent, en árið 1929 hækkaði talan aftur upp í 16.8 prósent af öllum útfluttum vör- um frá 67 helztu verzlunar- þjóðum heimsins. Árið 1930 var útflutningurinn hinn samt og árið 1928. Á tímabilinu síðan Smoot-Hawley lögin komu í gildi, liöfum vér ekki skýrslur nema yfir sex mán- uði frá 56 helztu viðskiftaþjóð- um heimsins. En þær nægja þó til þess að sýna, að áhrifin eru oss ekkert hættuleg. Yfir þessa fyrstu sex, mánuði nema út- fluttar vorur 16.2 prósent; næstu sex mánuöina áður námu þær 16.9 prósent. Það er þvt um ofurlitla lækkun að ræða, en minni þó en síðustif sex mánuðina áður en lögín öðluð- ust gildi. Frh. TIL VINAR MÍNS ÞORSKABÍTS. “Þá mun fyrst úr rosa rísa réttlætisins fagra sól.” Já, líklega þegar þú ert dauð- ur og grafinn, Þorskabítur minn, þá verður þú viðurkend- ur sem eitt af okkar allra beztu skáldum sem landnámstíðin hef- 1r átt og notið í síðastliðin 40 og 50 ár. Og engin ellimörk eru enn þann dag í dag á því, sem þú yrkir. Og kvæðið þitt núna síðast, “Jól” í Heimskringlu, er aftuVfararlaust, með sömu snildinni sem fyr hjá þér, að þar er ekkert tildur — of eða van — það er þungl og undir-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.