Heimskringla - 02.03.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.03.1932, Blaðsíða 2
2. SIÐA H HEIMSKRINGLA WINNIPEG 2. MARZ 1932. ÞRETTÁNDA ÁRSMNG WOÐRÆKNISFELAGSINS Þrettánda ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi var sett af for- seta félagsins Jóni J. Bíldfell, miðviku- daginn 24. febrúar 1932, kl. 1020 f. h. i samkomuhúsi íslenzkra Góðtemplara í Winnipeg. Hófst þingið með því að for- seti bað þinggesti að syngja sálminn 262 í vestur-ísl. sálmabókinni (Drottinn minn guð þú ert bjarg mitt og borg). Að því loknu flutti forseti ársskýrslu sína sem hér fylgir: Háttvirtu þingmenn! Arið sem liðið er síðan við vorum hér síðast saman komin, hefir verið eitt það erfiðasta, sem komið hefir, að minsta kosti í tíð þeirra manna, sem nú lifa. Það er eins og alt hafi komist á ringulreið, viðskifti manna, atvinna, framleiðsla, og afstaða manna til margs þess, sem áður þóttu grundvallaratriði mannfélagsins. Félagar Þjóðræknisfélag- sins og Islendingar allir eru að ganga í gegnum hreinsunareld, ásamt fólki flestra eða nálega allra landa heimsins, sem að öllum líkindum ekki sloknar fyr en hismið er útbrunnið og það eitt held- ur velli, sem hæfast er. En þrátt fyrir þær kringumstæður er eg ekki hér kom- inn til að flytja yður neitt vesaldarvíl eða sorgarsón. Slíkt hefir aldrei verið siður, eða eðlisfar norrænna manna. Andstreymið, hefir verið þeim eggjan og erfiðleikarnir þróttur og svo veit eg að enn er. En þótt harðæris tal hljómi fyrir eyrum manna daglega og að það, stari á móti manni nálega frá hverri síðu dagblaðanna og tímaritanna þá samt höfum við félagsbræður og systur fyrir mikið að þakka á árinu liðna. Heilsu- far manna hefir yfirleitt verið gott, samlyndi og einnig innan félagsins á- gætt og þótt máské að framkvæmdir á starfsmálum félagsins hafi verið hæg- farari á þessu ári, en sumum undan- förnum árum, þá vænti eg samt að þér megið vel við una það sem unnist hefir. Dauðinn hefir gengið um garð hjá meðlimum Þjóðræknisfélagsins, eins og annars staðar, og höggvið skarð í hóp- inn. .Við því er náttúrlega að búast — það er lífslögmál sem enginn má rönd við reisa og sem allir verða að lúta fyrr, eða síðar. A meðal þeirra félaga sem dáið hafa á árinu eru: Kjartan Helgason, prófastur í Hruna í Árnes- sýslu á Islandi; valinkunnur sæmdar- maður og hugljúfi hvers manns er hann þekti. Séra Kjartan var heiðursfélagi í Þjóðræknisfélaginu; mikilhæfur menta- maður og sannur þjóðræknis maður. A meðal þeirra þjóðræknisfélaga, sem dáið hafa hér vestra, minnist eg: Þorvaldar Þorvaldssonar, Riverton, Man. Magnúsar Jónssonar, Víðir, Man. Þórðar Axdals, Wynyard, Sask. Gunnars Gunnarssonar, Churchb., Sask. Nikulásar Snædals, Lundar, Man. Guðfmnu Eir.arsson, Selkirk, Man., Og í Winnipeg: Sigurðar Sigurðssonar frá Rauðamel; Brynjólfs Hólms; Hall- dórs Jóhannessonar; Þórarins ölafssonar og Jóns Eggertssonar. öllum þessum mönnum, og öðrum, sem gleymst kunna að hafa, en safn- ast hafa heim til feðranna á árinu vil eg í nafni Þjóðræknisfélagsins þakka samvinnuna. Trygð þessa fólks til þjóð- ræknismála vorra var mikil. Eg vil votta óllum aðstandendum þess samúð og hlut- tekningu félagsbræðra vorra og systra i skilnaðarsorg þeirra og söknuði. Um starfsmálin get eg verirt láorður, þvi væntanlega verða þau aLhuguð af yður sjálfum hér á þinginu. Þó ber að minnast á nokkur þeirra og er þá fyrst námssjóðsmálið. Þið minnist þess, að í sambandi vid heimförina og þjóðhátíðina á Islandi 1930 fór Heimfararnefnd Þjóðræknisfé- lagsins fram á, aö Canadastjórn mintist þess merkis-atburðar með þvi að setja til síðu $25,000 námssjóð, og skyldu vextirnir af honum notaðir til námsstyrk.j fyrir efnilega námsmenn frá háskóla Is- lands er fullnaðar nám vildu stunda hér vestra. Right Hon. W. L. McKenzie King sem þá var stjórnar formaður tók þessu vel, en tími vanst ekki á Canada þinginu 1930 til að koma þessu i fram- kvæmd. En áður en þing það var leyst upp lýsti Mr. King yfir því i þinginu, að ef hann yrði endurkosinn, því, kosningar stóðu þá fyrir dyrum eins og þið munið, þá skyldi hann minnast hins merkilega atburður í stjórnmálasögu Islands, sem þá var verið að minnast, á verulegan hátt. Hið sama gerði leiðtogi aðal and- stæðinga flokksins í þinginu, Hon. R. B. Bennett. Svo féll King-stjórnin. En Bennett komst til valda. En framkvæmdir þess- ara loforða urðu oss vonbrigði. Veittir voru á þinglnu aðeins $2500 sem minn- ingargjöf. Fyrirspurn var svo gerð til Heimfararnefndarinnar um það, hvern- ig að þessu fé skyldi varið. Nefndin kom sér saman um að þiggja ekki þessa viðurkenningu. A síðastliðnu sumri kom svo stjórnarformaðurinn, Hon. R. B. Bennett hingað 'til borgarinnar og átt- um við tal við hann fjórir úr Heim- fararnefndinni. hr. A. P. Jóhannsson, Dr. Rögnvaldur Pétursson, hr. Arni Eggerts- son og J. J. Bíldfell. Við bentum hon- um á, að í boði hans lægi lítilsvirðing, gagnvart hinni islenzku þjóð, og lslend- ingum hér og að það væri heldur eng- inn sómi fyrir Canadamenn og þess vegna gætum við ekki þegið boðið. Um málið var talað allmikið frá ýmsum hliðum og virtist skilningur forsætisráð- herrans skýrast allmikið við þær um- ræður og að skilnaði lofaðist hann til að taka málið til yfirvegunar aftur en litla von taldi hann á að veiting þessi fengist sökum peninga eklunnar sem á væri, nema að hún væri lögð fyrir þingið sem óafgreitt bindandi loforð, en til þess, að það væri hægt, sagðist hann þurfa á umsögn og aðstoð Mr. Kings að halda. Mr. King var svo á ferð hér í bæ í síðastliðnum mánuði, og áttu þá þessir sömu menn, ásamt J. T. Thorson, K. C, og dr. B. J. Brandson, sem góðfúslega hafa veitt þessu máli sitt óskift fylgi, tal við hann um málið og lofaði hann málinu sínu fullu fylgi. 1 þessu sambandi er mér ljúft að geta þess, að hr. Marino Hannesson lögfr., hefir stutt þetta mál, bæði með persónulegu samtali við stjórn- arformanninn, og með því að skrifa á- gæta skýringu á málinu til hans, og leiðandi þingmanna úr vesturfylkjunum. Þannig stendur mál þetta nú ,og er vonandi að það fái sæmilegri afdrif á þessu nýbyrjaða þingi, heldur en það fékk á því síðasta. Eins og yður er kunnugt, þá eru ekki allfá félög á meðal Vestur-Islendinga, er vinna og hafa unnið með dygð og at- orku í sömu átt og Þjóðræknisfélagið, svo sem lestrarfélög, iþróttafélög, söng- félög og máske fleiri. Með þakklæti ber að viðurkenna og þakka þá starfsemi alla. En ekki get eg varist þeirri hugs- un, að áhrifameiri yrði sú starfsemi, ef við gætum öll sameinast og stutt hvert annað í því að þroska þaö sem fegurst er í ættararfi vorum. Nokkurt umtal hefir átt sér stað á milli Þjóðræknisfélagsins og slíkra fé- laga. En það er aðeins eitt, sem telur um 140 félaga, sem gengur inn á þessu þingi, Iþróttafélagið Fálkarnir, sem vér bjóðum hjartanlega velkomna. Hin önn- ur koma væntanlega síðar, því óráð er að þvinga eða þrýsta neinu félagi til inngöngu, fyr en meðlimir félaganna sjálfra eru í fullu samþykki. Aukalaga-frumvarp verður lagt fyrir þetta þing, sem ákveður um inntöku slíkra félaga. Bókasafnið er eins og þér vitið, geymt hjá fjármálaritara. Það fer vel um það í bókaskápum og kössum og slitnar ekk- ert. Eg sé ekki að neinum gagnlegum tilgangi verði náð með því að láta safn- ið liggja þannig ár frá ári ónotað. Þeir sem gagn og -gaman hafa af íslenzkum bókum, smá-týna tölunni. Eg legg til að sa partur af bókasafni félagsins, sem hæfur er til útlána, verði opnaður nú þegar, f&ögum og öðrum innan bæjar mönnum til afnota. Sjóðstofnun. — Eins og mörg ykkar mun reka minni til, þá var á síðasta þingi samþykt að stofna rithöfundasjóð. Var það gert með sérstöku tilliti til hins vinsæ'la og víðþekta rithöfundar, J. Magnúsar Bjarnasonar. Dálítið fé 'gafst í sjóðinn þegar í byrjun, og ofurlítið hef- ir bæzt við á árinu. Það hefði að sjálf- sögðu orðið mikið meira, ef ekki væri jafnhart í búi hjá almenningi og nú er, því málið er hugðnæmt og vinsælt. Það er og ástæðan fyrir því, að gangskör hefir ekki verið gerð að því að safna i þenna sjóð af framkvæmdarnefndinni. En málið má ekki falla í dá, þó þröngt sé í búi, enda veit eg að það á of marga vini til þess. Bókasala á fslandi. — Við höfum á hverju ári sent Tímaritið og bæk- ur félagsins á bókamarkaðinn heima a lslandi. Umboðs- og útsölumaður félags- ins þar hefir verið Arsæll Arnason. Nú hafa reikningssakir við hr. Arsæl verið gerðar upp, og hefir samist svo um, að hann lúki skuld sinni við Þjóðræknisfé- lagið með því, dð afhenda því eigulegar bækur. Við samninga þessa hefir félagið notið aðstoðar herra stórkaupmanns Gunnars Kvaran, sem Þjóðræknisfélagið stendur í þakklætisskuld við. Verða bæk- ur þessar væntanlega sendar vestur áð- ur en langt um líður. Um framtíðarút- sölu á ritum eða bókum Þjóðræknisfé- lagsins á Islandi hefir verið samið við herra bóksala Eggert Briem i Reykja- vík. Arið 1930 gengust nokkrir áhugasam- ir menn fyiir stofnun félags, er þeir nefndu "Fálka". I það félag gengu all- margir efnilegir lslendingar, og tóku að æfa sig í hockey-leikjum á vetrum, en allskonar líkamsæfingum á sumrin. — Hefir félagið dafnað síðan með degi hverjum undir stjórn þessara áhuga- sömu manna, þar til nú, að það á yfir að ráða stórefnilegum íþróttamönnum og meyjum innan sinna vébanda. A síðasta þingi fdr stjórnarnefnd þess félags fram á fjárveitingu frá Þjóð- ræknisfélaginu, sem nam $25.00, og fékk hana. Var meiningin að kaupa bikar fyrir þá upphæð til að keppa um og auka þannig áhuga fyrir hockey-leikjum hjá yngri mönnum á meðal Islendinga. Þeg- ar stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins fór að yfirlíta bikara þá, sem völ var á fyr- ir það verð, fanst henni að þeir væru svo lítilfjörlegir, að þeir mundu hvorki ná tilgangi þeim, sem til var ætlast, né heldur að sú gjöf gæti verið til sóma fyr- ir Þjóðræknisfélagið. Svo við létum smíða blkar, s^m cr Hn rnesta gersemi. Er það silfurbúið drykkjarhorn. er stendur á ibenviðar-fæti og kostaði um $60.00.« Vænti eg að þingið fallist á þá breyt- ingu félagsstjórnarinnar. Um bikar þenna var kept af Winnipegflokkunum í fyrravetur, þvi þá vanst ekki tími til víðtækari samkepni. En nú lítur út fyr- ir að samkepnin verði nokkuð víðtæk. því nú virðist sem hockey-leikarar frá Selkirk, Gimli, Árborg, Lundar og Glen- boro, muni taka þátt í henni, auk flokks- ins í Winnipeg, sem bikarinn hlaut í fyrravor. I sambandi við þessa íþróttaflokka skal þess getið með þakklæti, að enskur maður, Clarence Ackland að nafni, hefir gefið tíma sinn nú upp i tvö ár endur- gjaldslaust til að æfa þá. Er það ómet- anleg hjálp og óeigingjarn dréngskapur. Annan leikfimiskennara hefir félagið nú, hr. Karl Kristjánsson frá Akureyri á Islandi. Þökk eiga ailir þeir menn, sem fríviljuglega hafa gefið tíma sinn til stofnunar þessu félagi og þroska þess. Þeir sjá nú þegar mikinn árangur starfs síns. En hann kemur betur í ljós, þegar þeir, er þeir studdu unga á braut leikfim- innar, eru orðnir heimsfrægir íþrótta- menn. A síðasta þingi var stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins falið að leita fyrir sér með beinar skipaferðir á milli Ame- ríku og Islands, og möguleika á, að fá stjórn Canada til að skipa og kosta verzlunarerindreka á Islandi. Hvað beinu skipaferðunum viðvíkur, þá lét formað- ur Canadiska Kyrrahafs eimskipafélags- ins það í ljós, að félagið væri ekki ó- fúst á að hefja slíkar ferðir og halda þeim uppi — einni ferð á ári — ef far- þegar og vöruflutningar fengjust, svo að réttlætt gæti slika ferð frá fjárhagslegu sjónarmiði. En sökum kreppunnar verða framkvæmdir í þessu máli sæmilega að bíða betri tíma og hagstæðari viðskifta. Um verzlunarerindrekann er það að segja ,að nefndin hefir hreyft því máli. við verzlunarmálaráðherrann, Hon. H. H. Stevens, og lagt honum í hendur þau gögn í málinu, sem hún átti yfir að ráða. Og einnig hefir ritari nefndarinnar, dr. Rögnvaldur Pétursson flutt það mál per- sónulega við ráðherrann. Ekkert hefir enn áunnist í þessu máli, sem varla er heldur að búast við, þvi fæst tré falla við fyrsta högg. Verzlunarmálaráðherr- ann tók samt ekki illa í málið. Sagði að stjórnin hefði vakandi auga á öllum verzlunartækifærum, og vildi notfæra sér þau. Við mintumst líka lítillega á þetta mál við forsætisráðherrann, Rt. Hon. R. B. Bennett, er við áttum tal við hann um námsstyrksmálið. Spurði hann um, hvaða vörutegundir Canadamenn gætu helzt selt á Islandi, og svo, hvað Islend- ingar hefðu til að selja hér. Bentum við á ýmsar vörutegundir, og síðast varð okkur á að minnast á möguleika til brennisteinsframleiðslu. Varð þá eins og hann lifnaði allur við. Sagði að þar væri um merkilegt atriði að ræða, því Can- adamenn flyttu inn meira en 50,000 tonn af brennisteini árlega. Annars býst eg við að bæði þessi mál verði að bíða frekari framkvæmda, þar til að fram úr rætist með fjármála- og verzlunarástandið sem nú á sér stað. Gleðitíðindi tel eg það, að á þessu ári hefir Harvard háskólinn í Boston, Mass., kvatt landa vorn ,dr. Sigurð Nordal, til að flytja fyrirlestra um norræn frseði við þann merka skóla. A undanförnum ár- um hefir skólinn valið nafnkunna ensku- mælandi fræðimenn til að flytja slíka fyrirlestra um einhver ákveðin vísinda- leg efni. En dr. Nordal er sá fyrsti, sem valinn er utan hins enskumælandi heims, og er það stór heiður, ekki aðeins fyrir dr. Nordal sjálfan, sem er viðurkendur að standa með þeim fremstu á Norður- NÝRNA VEIKI Af henni leiðir að eitur safnast fyrir í líkamanum sem orsakar óþolandi gigt í baki, lendum og fótum. Takið inn Gin Pills til þess að bæta nýrun aftur og losast við eitrið Or líkam- anum. 217 GIN FILLS löndum í sinni vísindagrein, heldur og fyrir islenzku þjóðina í heild. Dr. Nordal er væntanlegur hingað vestur í lok marzmánaðar, að tilhlutan Þjóðræknisfélagsins. Dvelur hann hér aðeins um tveggja vikna tíma og flytur 3—4 erindi. Eitt á meðal ensku mælandi fólks. Tvö íslenzk erindi flytur hann hér í bæ, annað fyrir Jóns Bjamasonar skóla, en hitt alment íslenzkt erindi, og svo að likindum eitt erindi utan bæjar. Annar merkur Islendingur að heiman hefir dvalið hér vestra á þessu síðast- liðna ári. Það er hr. Sigurður Skagfield, söngvarinn góðkunni. Hefir hann, eins og þér vitið haldið söngsamkomur víða í bygðum Islendinga hér vestra, og al- staðar getið sér hinn bezta orðstír. Hann hefir hrifið fólk með hinni miklu og und- urfögru söngrödd sinni, sem hefir læst sig eins og leiftur inn í sálir manna og vakið öldur endurminninga og aðdáunar. Eg hefi nú nálega lokið máli mínu. Þó verð eg að minnast enn á eitt mál og það er útbreiðslumálið — aðalmál Þjóðræknisfélagsins. Eins og yður er kunnugt, þá hefir Þjóðræknisfélagið lagt allmikla áherzlu á útbreiðslumálið. Þa3 hefir sent menn út um bygðir Islendinga til að vekja menn og fá menn til að sinna málinu ,og það hefir lagt mikla rækt við íslenzkukenslu á meðal unglinga 1 Winnipeg og víðar, og fyrir allan þann áhuga ber að þakka. En samt er langt frá því að félagið hafi náð þeirri út- breiðslu, sem það þyrfti að ná, eða get- að vakið þann áhuga, sem þjóðræknis- málið verðskuldar. Og það gerir það aldrei á meðan að jafnmargir málsmet- andi Islendingar hér vestra standa utan félagsins og láta sig mál þess engu skifta, og nú á sér stað. Vér hinir eldri menn og konur, sem ábyrgð berum • á afstöðu hinna yngri Islendinga til þjóðræknismálanna, erum óðum að týna tölunni. Og ef þetta er ekki lagað áður en vér föllum frá, verð- ur ekki um neinn þjóðernislegan styrk eða þjóðernislega samheldni að ræða i þessari álfu. Eg legg til ,að á þessu komandi ári verði ítarleg tilraun gerð af Þjóðræknisfélaginu, til þess að ná starfs- sambandi við þá leiðandi Islendinga alla, sem utan félagsins standa. Að málið sé rætt við þá, og ef eitthvað í sambandi við Þjóðræknisfélagið eða fyrirkomulag þess sé í vegi fyrir því að samvinna ná- ist, þá sé það fært í lag. Látum oss gleyma öllum smámunum og persónu- legum misskilningi, en minnumst þess aðeins, að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér, og að aðalmarkmið okkar Islendinga er, "að verða menn með mönnum hér, þars mæld os3 leiðin er." J. J. BíIdfeU. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. En sú fegurð! Og það mikla þroskastig! En að nokkuð sku!i geta leynst í þessu ljósi? Og þá fanst mér að í kringum mig væru menn sem eg ekki sæi. Hvernig mmidi það vera nppi á fjallinu? Þá sá eg konu ekki alllangt frá mér. Strax þekti eg hana. Hún hafði heitið Rósa Jónsdóttir, á næsta bæ við mig, þegar eg var að alast upp. Man eg að hún þótti greind kona en heldur óþrifin. Fríð var hi'in ekki, en eg sá það aklrei, því hún var svo góð við mi eg kom á heimili hennar T1 ú n reykti munntóhak í litlum pípustúf á sínum hérvistai um, og hafði æfinlega glóðar- köggul efst í pípunni. Aldrei sást hún án pípunnar, þegar hún var ekki í kirkuj. Hún hvarf af okkar heimi, þegar eg var á litinn eins og loftið í bar nú með sér sæluríku að- gtæðurnar, hreinleikann og systurlundina. Kjóllinn hennar var á litinn eins o gloftið í kring, og fagurt blóm í hverri fellingu. "Eg bekti þig og fekk sérstakt leyfi til þess að tala rið þig fáein orð,'' sagði hún á aama hátt og fylgdarmaður minn hafði gert, og án þess að ps; heyrði nokkurn málróm. — "I>ér líð'ur vel?" þóttist eg segja. "Hér líður öllum vel, og framförin er aðal verkefnið. ekki einungis innbyrðis, heldin jafnframt til aðstoðar og liö- veizlu öðrum. Eg á stutt erindi. Þú manst að eg reykti sterkt tóbak. Það spilti heilsu minni. Og það vissi eg. En eg vissi ekki aS mlnn innri og æðri maður mundi á iöngu tímabili eftir burt för mína af jörðinni, ætlast til ¦ irra ranglátu áhrifa og eyða 'rá mér tíma til öfugra eftir- Iangana og tefja mig á frain- 'arabrautinni. Hugsaðu uni i og fáðu, þó að ekki væri nema einn mann, til að skiljo vandann, wm felst í þessari á- stríðu." — Þá hvarf hún eins cg loftið félli saman á milli okk- ar. Eg '^ekk þvert yfir blómabal- ann, ráðinn í því að komast upp á næsta þroskastig. Mátt- urinn til uppgöngunnar kom og hvarf með andardrættinum — eg kf;mst ekkert áfram. í þög- ulli bæn bað eg af öllu hjarta og öllum mætti, og eg þokaðist ekki upp eitt fet. Eg hugsaði um það, hvort bænin mín væri ekki eigingjörn. Jú, það fanst mér, og eg hélt áfram að biðja: Faðir, eg er áhald þíns máttar, láttu mig lyfta öðrum mörgum ofar í dýrðarljómann þinn. iáttu mjlg sjá meira og skilja )ðn:m mörgum til viðvörunar g þroska. Eg hækkaði óðum í brekkunni og þráði að vera á ^uðs valdi, á sama hátt og fylgdarmaður minn, sem flaut á loftöldunum, Eg var kominn upp á brekk- una. Þar mætti eg föður mín- um. Friðurinn, ánægjan, gleðin og kærleikurinn, var eins og ntótað á blessað broshýra and- litið hans. Mér fanst eins og hann bera af sér of skæra birtu. rétti honum hendina, með augun full af gleðitárum. Hann rétti mér sína hendi, og eg sá að við héldumst í hendur, en íí fann ekki til snertingarinn- xv. Og mér þótti það svo óvið- kunnanlegt, að eg vaknaði. — Ekkert vissi eg hvar eg var, eða hvað var að gerast. Fanst mér eg sjá veg gframundan mér eg sjá vegg framundan um stóð með stóru, fögru og skýru letri "83". En þá opnuðust dyr á veggn- iim og inn kom maður. Eg kannaðist vel við hann, en gat ekki komið fyrir mig hver hann var. Hann bauð mér góðan dag- inn með hvellum rómi og kunni eg þessu illa, og anzaði því ekki. Þá kom kona inn um dyrnar og með henni telpa. Hún sagðist koma hérna með fötin mín. Eg held eg hafi ekki svarað, en hugsaði um það, að hún hefði tekið þau í brekk- unni, og eg færi aldrei í þau. Svo lét hún þetta hjá mér á rúmið og kom eitthvað við mig um leið, og fór eg þá að átta niig. Konan sagðist ætla að sækja kaffið. Nú var eg farinn að skilja, að eg var í Tungu- s-eli, þekkja fólkið og vita hvern- ig á mér stóð. Þegar eg var bú- inn að drekka kaffið, sagði eg bjónunum drauminn, en það tók langan tíma, því þá mundi eg öll smáatriði betur. Eg lauk mínum erindum, og Grímur fylgdi mér á miklu betra vaði yfir ána til baka aftur, svo alt gekk vel heim. á leið- inni heim bankaði eg saman þessa þulu: Eg vakti um nóttina í veðri mildu, vorið hafði gert sína skyldu. Það var búið að bræða snjóinn úr búHarhögunum út við sjó- inn. Hafði nú snúist að gloppum og giljum og gljáhvítu barfenni á heiða- þiljum; gert það að krapi, sem barst út í ána, braut allar stíflur og rann út í ána, svo áin í gljúfrum við kolsvarta klakka kneifaði sopana og þaut upp á bakka, flóði yfir eyrar og flæddi yfir engi, pað er ekkert brauð til sem tekur þessu fram að gæðum, hreinleik og saðsemi CANADA BREAD Pantið Butternnt brauðin-- sæt sem hnotur--kjarngóð sem smjór FRANK HANNIBAL, ráðsmaður. V»<>«*»'>-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.