Heimskringla - 02.03.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.03.1932, Blaðsíða 7
WINNTPEG 2. MARZ 1932. HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA OPIÐ BRÉF TIL HKR. Frh. frá 3. bls. hugðnæmt að sjá. Kvað Heim- fararnefndinni fara eigi ólíkt og sagt hefði verið um guð al- máttugan til forna: Hann leit yfir alt sem hann hafði gert, og sjá, það var harla gott. Fanst l>a.ð, gem hún (Heimfararnefnd- in) hefði fengið, gott og bless- að. Var góður rómur gerður að orðum hennar. Hr. Christian Sivertz frá Vic- toria, B. C., kvað svo langt væri liðið síðan hann hefði haldið ræðu, að nú vissi hann ekki hvernig hann ætti að byrja. Sagði samt, að heimfar- argleðin myndi endast sér með- an hann lifði, og þakkaði Heim- fararnefndinni för sína. Ræða hans, sem var auðvitað dálítið lengri, var þó stutt og laggóð. Christian Sivertz er skýr maður í bezta lagi og þektur af mörg- um fyrir að vera það. Frú Ingibjörg Goodman kvað lífið samanstanda af því, að heilsast og kveðjast. Samfara því væri ávalt sorg og gleði. Fór um það hjartnæmum orð- um og sagðist fremur vel. Hún vill vera öðruvísi en annað fólk, og henni hefir tekist það. Sem líkræða var þetta fyrir- tak, heyrði eg ónefndan gár- unga segja viö sessunaut sinn. Enda mun þá flestum fremur hafa verið fögnuður en sorg í hug. Menn voru á heimleið, og sýndu að það var þeim kært — kært að koma heim, þrátt fyrir alt, sem nýlega var undangeng- ið. — M. J. B. kvaðst fara mundi að dæmi Sigríðar Swanson og halda enga ræðu. Einhver vitur eða óvitur maður hefði ein- hverntíma átt að segja: Mikil eru verkin gus, en meiri eru þó verkin mannanna. Mætti ef til vill heimfæra það upp á Heim- faramefndina. Persónulega ætti hún henni ekki meira að þakka en hverjum öðrum, sem förina hefðu gert góða með vingjarn- legu og glaðlegu viðmóti. Ferð- in hefði verið sér og öðrum á- vinningur á allan hátt. Sjálf hefði hún heldur viljað gefa tíu ár af æfi sinni, en verða af ferðinni, ef um annaðhvort hefði verið að ræða. Þessu skal þó hér við bætt, 1>Ó ekki segði eg það þá: Að hefði Þjóðræknisfélagið ekki tekið heimfararmálið að sér og : hvatt fólk til fararinnar seint J og snemma, er sennilegt að eg 1 og ef til vill margir aðrir, hefð- | um setið, eins og K. N. sagði: t *‘á hundsrassinum heima”. Fyr- i ir þá forstöðu stöndum við sjálfsagt mörg í ógoldinni þakk- lætisskuld við það félag, og þar af leiðandi auðvitað við nefnd- ina. En fyrst og fremst við Þjoðræknisfélagið. Því ættu menn seint að gleyma. Sagt var að einhverjir kirkju- lega sinnaðir hefðu fitjað upp á nef sín við samlíkinguna um verkin guðs og mannanna. En ekki var M. J. B. höfnudur hennar. Séra Guðm. Árnason þakkaði góðan félagsskap, sem öllum að sér meðtöldum, hefði verið ánægjulegur og mundi lengi minnisstæður. Ræða G. Á. var stutt en skemtileg. Því miður hefi eg ekki tekið nema kjarna hennar. Eg vil taka það fram, að hún var eitthvað það bezta, sem þar var sagt, og honum eiginleg. Mig rámar í ýmislegt úr henni, en ekki svo glögt, að eg geti úr þessu bætt, að öðru en því að gera þá játningu, að þá hefi eg verið einkennilega sein að marka niður það, sem hann sagði. Má vera að eg hafi treyst minninu, af því að þar var um eitthvað sérkennilegt að ræða. En svo fór um sögu þá. Laxdal frá Garðar talaði vin- gjarnlega og vel til heimfarar- nefndarinnar. Vildi láta greiða henni trausts- og þakklætis- yfirlýsingu, og var það gert á venjulegan hátt, þ. e. með því að standa á fætur. Dr. Páll Vídalín Jameson, kvaðst óvanur ræðuhöldum, en talaði þó nokkur orð, blátt á- fram og vel. Hrópuðu nú einhverjir á Bild- fell og vildu láta hann segja eitthvað. Varð hann við þeirri ósk, en þá var komið svo mikið los á fólk, að eg heyrði ekki til hans. Þá mun séra Jónas hafa sagt eitthvað, en um það fór á sömu leið, að því er mig snerti, eg var að berast út úr salnum með straumnum, því nú vildu allir út, og það var gott að komast upp á þilfar og undir bert loft. Vildi fólk ógjarna missa af góða veðrinu, og hinu fagra útsýni, sem svo mjög heillaði hugi manna. Eg vil geta þess nú, áður en það gleymist, að á heimleiðinni vann séra Jónas A. Sigurðsson ósleitilega að því, að fjölga með- limuni Þjóðræknisfélagsins. Mér var sagt að hann hefði skrifað 100 nöfn á þann lista. Einnig skal þess getið, að á framannefndum fundi gerði Jón Bfldfell þá yfirlýsingu, að fólk vort fengi fría ferð frá Toronto til Niagarafossins og þangað eft ur, ef það vildi. Mun meirihluti fólks hafa sætt því boði. Á sama fundi voru og sungnir þessir söngvar: “Hvað er 9vo glatt’’, “Þú bláfjalla geimur” og “Ó, fögur er vor fósturjörð”. Frh. ÍSLENZK VIKA. Fyrir nokkru birtist grein í Morgunblaðinu eftir Gísla Sig- urbjörnsson um nauðsyn þess, að íslendingar reyndi að búa sem mest að sínu, að þeir ætti altaf að taka íslenzka ’fram- leiðslu fram yfir útlenda, efla íslenzkan iðnað, og kaupa ís- lenzkar vörur fremur en erlend- ar. Grein þessi varð til þess að nú hefir verið hafist handa um það að hefja alvarlega baráttu til þess að kenna íslenzku þjóð- inni að búa að sínu sem allra mest. Eru það ýms félög hér í bænum, sem standa að þessari hreyfingu og hafa stofnað með sér sérstakan félagsskap til þess að berjast fyrir þessu. Var fundur haldinn hér í bænum á föstudagskvöldið og mættu þar fulltrúar frá 30—40 aðal iðnrekendum bæjarins. — Voru það fulltrúar frá Félagi tórkaupmanna í Reykjavík, Fé- lagi matvörukaupmanna, Heim- ilisiðnaðarfélaginu, Iðnaðar- nannafélaginu, Sláturfélagi Suð urlands, Verkamannafél. Reykja víkur, Verzlunarmannafélagina Merkúr og Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Á fundinum var kosin fram- kvæmdanefnd 9 manna og eru í henni Helgi Bergs fprstjóri (formaður), Gísli Sigurbjörns- son (ritari), Brynjólfur Þor- steinsson (gjaldkeri), Tómas Tómasson ölge'rðarmaður, Að- alsteinn Kristinsson forstjóri (varaformaður), Tómas Jóns- son kaupm., Halldóra- Bjarna- dóttir kenslukona, Sigurður Halldórsson trésmíðameistari og Sigurjón Pétursson verk- smiðjuelgandi að Álafossi. Þessi nefnd hefir síðan kos- ið sér þriggja manna fram- kvæmdastjóm og eru í henni hinir fyrst töldu menli í stjórn- inni. Tilgangi sínum hygst for- göngunefndin aðallega að ná með auglýsingum í ræðu og riti. Munu blöðin hjálpast að því j að styðja hreyfingu þessa, og einnig mun útvarpið flytja á- skoranir til manna um það að | styðja íslenzka framleiðslu. — | Póststjórnin hefir og lofað að j láta gera “stimpla’, sem notað- ir verða á hvert bréf og stend- ur á þeim “Eflið íslenzkan iðn- að”, “Kaupið íslenzkar vörur”, eða eitthvað því um líkt. Þá verða og sendar litprentaðar auglýsingar út um alt land, til allra verzlana, þar sem skorað er á menn að styðja íslenzkan iðnað, og hér í Reykjavík verða hafðar sérstakar gluggasýn- ingar á íslenzkum vörum. Síð- an verður hafin hin svokallaða “íslenzka vika’’, þegar allir menn og konur, hvar á landinu sem eru, eiga að kaupa íslenzk- ar vörur einvörðungu. Þetta er fyrsta tilraunin, sem hér er gerð í þessu augnamiði. íslenzka vikan mun hefjast í byrjun aprílmánaðar, ef ekkert óvænt kemur fyrir, og eiga allir sannir og þjóðræknir íslend- ingar að taka höndum saman um samhjálp til sjálfshjálpar. Og svo er til ætlast að þessu verði haldiö áfram ár eftir ár. Mbl. Eg tapaði regnhlíf í dag. Hvernig vildi það til? Eg mætti eigandanum. BRÉF TIL HKR. Bellingham, Wash. 30. jan. 1932. Hr. ritstjóri Hkr. Viltu vera svo góður að gefa eftirfylgjandi línum rúm í blaði þínu Heimskringlu? Það er ekki að jafnaði, að Bellingham-íslendingar fylli dálka íslenzku blaðanna í Win- nipeg með fréttum, hvorki af sjálfum sér né öðrum. Má það þó merkilegt heita, af jafnstór- um íslenzkum hóp og hér er og margir fullvel pennafærir; já, miklu færari en sá, sem þessar línur ritar. Því hefir ver- ið svarað við mig, að íslending- ir í Bellingham séu svo fámenn- ir að þeirra gæti ekki, og því ekki ómaksins vert að eyða tíma í að líta á þá. Auðvitað eru þetta menn.-sem ekki vita betur. og því talsverð vorkunn. En sannleikurinn er sá, að tala ís- lendinga í Bellingham er um 170 eða vel það ,og meirihlut- inn ungt og upprennandi fólk, og sem hefir fengið alla þá mentun, er það sjálft hefir kos- ið sér, og því ekki neinir eftir- bátar nágranna sinna og full- komlega færir í hvern sjó. — En sleppum því og byrjum ann- arsstaðar. 19. desember áttu þau Mr. og Mrs. V. J. Vopni 25 ára gift- ingarafmæli. Gengust því nokkr ir kunningjar þeirra fyrir því, að halda þeim silfurbrúðkaups sam sæti. Laust fyrir klukkan átta um kvöldið var æði fjölmennur hópur kominn saman að heim- ili Mr. og Mrs. M.* Goodman, sem er næsta hús við Mr. og Mrs. V. J. Vopna, og halda svo í fyikingu yfir til heimilis þeirra Vopnahjóna. Hafa þau æði stórt og rúmgott hús, en ekki leið á löngu þar til fullskipað var orðið. Áttu silfurbrúðhjónin sér einskis von og hugðu9t verða í friði það kvöld. En margt fer öðruvísi en ætlað er, og mun þar hafa verið saman komnir um fimtíu manns, karlar og konur* Utan Bellingham-íslend- inga voru þessir viðstaddir: Mr. og Mrs. Joe Magnússon frá Blaine; Mr. og Mrs. H. L. Júlíus frá Point Roberts; Mr. B. Gísla- og Mr. S. Baldvinsson frá Mari- etta. — Litlu seinna var heið- ursgestunum vísað til sætis. — Forstöðunefndin bað Mr. Th. Anderson að stýra samsætinu, og ávarpaði hann gesti nokkr- um vel völdum orðum, sagði frá tilgangi samkvæmisins og bað heiðursgestina og alla vel- komna. Söngstjóri Mr. A. Ágústsson var beðinn að spila fyrir fyrsta versinu af sálminum “Hve gott og fagurt og indælt er”. Síðan las séra V. J. Eylands kafla úr biblíunni og flutti bæn. Sungið síðasta vers af áður- nefndum sálmi. Ávarp Mr. Th. Anderson, og afhenti hann brúðhjónunum $25.00 í silfri að gjöf. Sungið “Hvað er svo glatt Þetta brauð er eiginlega MATARBÆTIR . . . ROYAL YEAST gera það létt og lystugt. Ferskar, bragðmiklar sneiðar af eplum. Sykur. Smjör. Sáldur af Kanel. Látið þetta í hið venjulega brauðdeig .... Sjá hér er kominn ljúffengur eftir- matur! Það er ofur auðvelt að búa- til ljúffeng brauð, þegar Royal Yeast og Royal Sponge* for- skriftir eru notaðar. Þessar al- mennu þurrágerkökur geymast svo mánuðum skiftir óskemdar. Hafið birgðir af þeim við hend- ina til nota við heimabakstur. Yður mun langa til að nota forskriftir Royal Yeast mat- reiðslubókarinnar. Skrifið Stan- dard «Brands Limited, Fraser Ave. and Liberty St., Toronto eftir ókeyyþis eintaki. HOIXENZK EPLAKAKA (*Royal Sponge Kecipe No. 2) Hrærið % bolla af smjöri með '■< bolla af sykri. Bætið 1 þeyttu eggi við, V* bolla af mjólk og 1% bolla af Royal Yeast Sponge*. Hnoðið upp í það í mjúkt deig 3l/2 bolla af hveitimjöli og V2 teskeið af salti. Látið deigið í fituborna skál og lof- ið því að standa á hlýjum stað (um IV2 kl.t.) unz það hefir vaxið um heíming. Drepið þá deiginu yfir botn og hliðar á bökunarskúffunni. Drep- ið yfir það bráðnu smjöri og stráið svo sykri yfir. Skerið þrjú epli í sextán stykki og stingið þeím á röð i deigið í kring. Stráið yfir með kanel og leggið svo ofan á smá- bita af smjöri. Látið þetta svo hef- ast i hálftíma og bakið. Efnið er nóg í tvær kökur. •ROYAL YEAST SPONGE: Upp- leysið eina Royal Yeast köku 1 V2 mörk af volgu vatni (í 15 minútur). Hrærið 1 matskeið af sykri út i hálfa mörk af mjólk. Bætið í tveim uppleystum gerkökum. Bætið svo við einum potti af hveitimjöli. Hrær- ið vel sainan. Setjið yfir það og látið standa á hlýjum og súglausum stað yfir nóttina, unz það hefir vax- ið um helming. I'etta á að gera 5 til 6 bolla af brauðsoppu. at : N laf ns PJ iöl Id j Dr. M. B. Halldorson 401 Boy <1 Hldft. Skrifntof usími: 33674 Btundar sérstaklega lungnasjúk dóma. Br alS flnna á skrifstofu kl 10—12 t. h. ok 2—6 e. h. Heimili; 46 AUoway Ave TalRfnili .Cti.v* DR A. BLONDAL 802 Medlcal Arts Bldg Talsíml: 22 29« fitandar aératakleaa kvenslúkddnia 0* barnasjúkdóma. — AB hltta kl. 10—12 • k og 3—5 e h Kalmlll: 80« Vletor St Slml 28 130 Dr. J. Stefansson Sl« MgDICAL ABTS BLDG. Hornl Kennedy og Oraham • tnadar •lngónKn auekia- r;m. ur i- uti KVfrkn-itjoKiiAinH Kr afl hltta frú kl. 11—12 t b o* kl. 3—5 e 1 TnlMimi: 21M34 Keimilt: »138 McMtllan Av« 426V MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. 30 Cents Taxi Frá einum sta15 til annars hvar sem er í bænum: 6 manns fyrir sama og einn. Allir farþepar á- byrgstir, allir bílar hitatiir. Sími 23 NJ»« (8 ltnur> Kistur, töskur o ghúsgarna* * fl utningur. DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce tímar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 sem góðra vina fundunr”. Ávarp Mr. Þórðar Ásmunds- sonar. Er hann lögfræðingur og kom austan frá Norður Da- kota s.l. haust að líta sér eftir stöðu. Sungið “Ó, fögur er vor fóst- urjörð. Ávarp, Mrs. Jóhanna Good- man. Sungið Fósturlandsins freyja. Ávarp, Mrs. Christine Swan- son. Sungið: “Kona mannsins króna”. Ávarp, Stefán Johnson Sungið “Heyrið vella á heið- um hveri”. Ávarp, Mr. E. M. Einarsson. Sungið “Eg elska yður, þér íslandsfjöll”. Ávarp, séra V. J. Eylands. Sungið “Ó, guð vors lands”. Þakkarávarp frá brúðhjónun um flutt af séra V. J. Eylands. Frú V. J. Eylands söng ein- söng, “Um sumardag”. Var síðan sezt að borðum og framreiddu konur kaffi og allskonar sælgæti, en þó skaraði kakan fram úr því — hún var hreinasta meistarastykki. Mr. og Mrs. V. J. Vopni hafa búið hér í 24 ár. Eru því af mörgum þekt og vel kynt. * * • Þann 19. nóvember s. 1. and- aðist hér í Bellingham Mrs. Halldóra Kristjánsdóttir Laxdal eftir langvarandi heilsuleysi, 75 ára að aldri. Hafði hún búið liér í 35 ár (eða um það). Mrs. Laxdal var góð kona og um- hyggjusöm móðir. Vel greind og hafði yndi af góðum bókum. Hún var hjálpfús og vildi öllum gott gera, og oft gaf hún af litlu, því ástæður hennar voru stundum ekki sem beztar. Hún var virt af öllum er lienni kynt- ust. Mrs. Laxdal var systir þeirra bræðra Kristjáns Kristjánsson- ar trésmiðs í Wlnnipeg og Bjöms Kristjánssonar alþingis- manns í Reykjavík. Hún eftir skilur mann sinn, Mr. G. J. Laxdal til heimilis í Seattle og 5 mannvænleg og uppkomin börn, 3 dætur og tvo syni, öll til heimilis í Bellingham, og eru þau þessi: Mrs. E. W. Fras- Frh. á 8 bla. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bkig Talsími 24 587 , W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆBINGAB á oðru gólfi 325 Maln Street Tals. 24 963 Hafa einnlg skrifstofur a8 Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, tslenskur Lögfrerffingnr 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur likklstur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaöur aá bextl Ennfremur welur hann allskonar minnisvaröa og legstelna. 843 SHERBROOKE 8T. 1'hoBf i N6 60T WINPIIPB« HEALTH RESTORED Lækningar án lyfj*. DR. 8. Ö. SIMPSON. S.D., Ð.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Someriet Blk. WINNIPEG — MAN. f MARGARET DALMAN TEACHRR OF PIANO Ntv4 RANNIN6 ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegat pósthúsinu. Sfmi: 23 742 Helmllis: 33*2* Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— H.Kc.Vf a.l FMvttir. M.Ttic 762 VICTOR ST. SIMI 24.56* Annast allskonar flutnlngn fnn og aftur um bseinn. J. T. THORSON, K. C. falenikur IttKfrwQlncur Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Síml: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. T.latml t 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNhÆKNIR 614 lomeriiel Hloek t*ort«fe Aveuue WINNIPEG BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stillir Fianos og Orgei »mi 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.