Heimskringla - 23.03.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.03.1932, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 23. MARZ 1932 ELIS LEO og HENRY STONESON. Frh. frá 1. bls. þau mættu líta upp úr gröfum sínum að sjá mannkosti þá, er þau flest höfðu þroskað í svo ríkum mæli, og verið hafa hinni íslenzku þjóð sverð og skjöldur í gegnum aldastríð hennar, þró- ast og þroskast hjá öllum sín- um ættmeiðum, hvar sem þeir eru niðurkomnir í heiminum. Árið 1887 fluttist maður að nafni Þorsteinn Þorsteinsson úr landnámi Gríms Kveldúlfsson- ar vestur til Ameríku ásamt konu sinni Ingibjörgu Einars- dóttur, uppeldisdóttur Stefáns prófasts Þorvaldssonar í Staf- holti í Stafholtstungum. Bæði voru þau efnileg og vel gefin, og því líkleg til framsóknar og afkomu hér í landi. Hygg eg að þeim hafi tekist að yfirstíga erf- iðleika frumbýlisáranna mörg- um betur, þó eitt yrði Þorsteini ofraun, og það var nafnið. Það gekk ekki með nein*u móti í hlustirnar á enskinum, og því síður náði tungutak þeirra því. Svo til þess að koma í veg fyrir algera limlesting á því, lét hann tilleiðast að breyta því í Stone Stoneson. Eftir liðuga tveggja ára dvöl í Winnipeg, eftir að hjón þessi komu að heiman, fluttu þau vestur að Kyrrahafi, þar sem þau hafa dvalið síðan á ýmsum stöðum. En á Van- couver eyjunni, fæddust þeim, ásamt fleiri börnum, tveir syn- ir, Elis Leo og Henry, en þeir eru hér umtalsefni mitt. Árið 1929 var eg á ferð vest- ur í San Francisco, og hitti þar nokkra af kunningjum mín- um frá Winnipeg, og þar á með- al Sigfús Brynjólfsson, en hann er sonur Sveins heitins Brynj- ólfssonar, sem mörgum íslend- ingum var að góðu kunnur. Og þar sem erindi mitt var að hitta Ianda mína þar í borg, bauðst hann til að fara með mér í bif- reið heim til þeirra, sem eg nátt úrlega þáði með þökkum. Og á meðal þeirra fyrstu, sem eg heilsaði upp á, voru þeir Stone- sonbræður sem eg hafði aldrei áður séð. Sagði Sigfús mér að líklegast væri þá að finna á skrifstofu þeirra, því þeir væru starfsmenn miklir, og mundu ,arla heima sitja eftir að sól ,æri komin hátt á loft. Eg ’,purði hvað starf þeirra væri Hann sagði að þeir væru með atkvæðamestu bygginganijeist- urum borgarinnar, og að þeir væru víða og vel þektir. Svo lögðum við af stað og stefndi oigfús á hæð eina allmikla og óárennilega, sem þar rís upp jvo að segja í miðjum bænum. j]n ekki var eins ilt að aka upp á hana eins og í fyrstu virtist. £n þó vegurinn sé brattur og áæðin há, og þó að einhver , andkvæði hefðu á því verið, sem nú ekki varð, þá hefðu þau margborgað sig, því af hæð þeirri er eitt hið fegursta út- sýni, sem eg hefi séð í þessu iandi. Til norðurs, austurs, vest- urs og suðurs, blasir breiða stærri og smærri húsa við aug- anu nálega eins langt og séð verður, nema hvað fjörðurinn takmarkar bygðina til norðurs. En hinu megin við hann taki við aftur bæirnir Oakland og Berkley. En til vestiírs blasir við Golden Gate lystigarður- inn og hliðið sjálft með sinm töfrandi fegurð. Ofarlega í hlíð þessari liggur ágætur steyptur vegur, og fórum við eftir hon- i um um stund, þar til við kom- um nálægt suðurenda hennar, að einkennilega snotru einlyftu húsi, sem var þannig úr garði gert að óhugsanlegt var að "ara fram hjá því án þess að veita því eftirtekt. Þar beygði ^igfús af veginum og stöðvaði bíl sinn við húsið, sem stóð að- ins nokkur fet frá veginum. “Þetta er skrifstofa Stones- bræðranna,’t’ sagði hann um leið ig hann sté út úr bílnum. Hér eru engir græningjar að verki, hugsaði eg með mér, þá er eg var búinn að virða þessa krifstofu þeirra fyrir mér að itan, því þar var að líta tal- andi vott um stílfegurð og verk- prýði í smáu sem stóru, og var óví hin áhrifamesta auglýsing em unt var að hugsa sér. — 'ræðurnir voru báðir við og cku mér hið vingjamlegasta, 5>eir eru yfirlætislausir menn, ilþýðlegir og blátt áfram. A5 allarsýn eru þeir meira en meðalmenn. Þeim er vel farið í heimtar nýjan MOÐ Oss langar til að biðja yður að skoða hinar miklu birgðir af vor kjóium, kápum, föt- um, loðkrögum, pilsum og treyjum. Nýjir KJÓLAR >ór munuð finna til ánægju yfir að vera í Georgettes, sléttu sUki o. fl., með flúri og skærum litarblendingum. Stærðir 14 upp í 44. $7.95 upp í $25 NOTIÐ YÐIJB HINA VINSÆLXJ LÁNSKILMÁLA Þér borgið fáeina dali niður og svo afgang- inn viku eða mánaðar- 1 ill lega. KÁPUR l’ndursamlega þrúðar, lagð- ir rfkuiegum loðbryddingum, fagurlega sniðnar. .1 hinum vinsæia Polo eðo MUitary móð. $1 g-95 upp í $39 50 íiíSG^ 396 PORTAGE AVE. andliti, svipurinn hreinn og góðmannlegur, en þó djarfmann legur. Og þetta voru þá ís- lenzku piltarnir, sem voru að brjótast fram í fremstu röð í einni af aðal atvinnugreinum San Franciscoborgar, sem er stærsta og mannflesta borgin á vesturströnd Ameríku. Eg býst við, að það sem af er sögu þessara bræðra, líkist sögu margra ungra íslendinga hér í landi. Þeir ólust upp með foreldrum sínum á Vancouver eyjunni og á Point Roberts, þar til aldur og atorka gerði þeim kleift að fara að létta undir með þeim við daglega vinnu, því á þeim tímum sat hún í flestum tilfellum fyrir skóla námi og skemtunum, sem á sið- ari árum að íslendingar, sem aðrir, hafa gefið sig svo mjög við, sér til vafasams gagns í sumum tilfellum. Bræður þess- ir fóru því mjög á mis við skóla lærdóm í æsku, en lögðu þeim mun meiri stund á vinnuna, helzt trésmíði, sem þeir urðu fullnuma í. Auk þess tók Henry ið stunda gufuvélafræði og náði fullnaðarprófi í þeirri grein. Fram að þessum tíma ber lít- ið við í lífi þessara bræðra, sem sérstaka eftirtekt veki, enda eru þeir báðir á unga aldri. En þó bendir atvik, sem kom fyrir 1917 á, að þeir hafi verið bún- ir að vekja eftirtekt á sér og afla sér trausts, því þá er Elis fenginn af auðugu verzlunar- félagi til þess að vera yfirmað ur og aðalumsjónarmaður við a ðbyggja geysi stórt fiskniður- suðuhús norður í Kitchecan Alaska, og var hann þá 24 ára gamall. Og að því verki loknu er honum falin forstaða stöðv- arinnar, sem sannarlega var ekki neitt barna meðfæri. Tók Elis þá Henry bróður sinn norð ur til sín fyrir vélstjóra. Svo er að sjá sem eigendur stöðvar þessarar hafi verið vel ánægðir með frammistöðu El- isar, því á næsta vori (þessi fiskiniðursuðuhús eru aðeins starfrækt að sumrinu) fer hann aftur norður og er þar um sumarið. En haustið 1918 er hann kallaður í Bandaríkjaher- inn og fór þá tafarlaust til her- búðanna, en þar veiktist hann af flúnni og gekk hún svo nærri honum, að óvíst er að hann bíði þess nokkurntíma fullar bæt- ur. Fór hann því ekki í stríðið. Enda komu stríðslokin áður en hann og félagar hans gátu komist til herstöðvanna í Ev- rópu.. Um jólaleytið 1918 fékk Elis boð frá félagi í Seattle, og er hann beðinn að koma til viðtals þetta fyrsta starfsár þeirra fé- laga, gafst þeim kostur á að byggja marghýsta íbúðabygg- ingu (apts.) fyrir írska konu auðuga þar í borginni. Gátu ieir félagar með einhverju móti komist yfir byggingarefnið, en tryggingu fyrir að geta leyst verkið af hendi og gert það vel, urðu þeir að gefa, og var það meira vandamál. Enginn þeirra átti neitt, sem til greina gæti komið við þá byggingu, og leit því út fyrir að þeir yrðu þess vegna að hætta, og láta einhvern þektari og ríkari taka hana að sér. En þá datt þeim í hug að leita með vandræði sín til Gyðings nokkurs, sem eins og margir aðrir af hans þjóð- flokki var loðinn um lófana. Þeir taka því það ráð að leita tí Gyðingsins. Sögðu honum frá öllum málavöxtum og biðu svo svarsiris. Gyðingurinn hlust- aði á mál þeirra. Virðir þá fyrir sér nokkra stund og segir svo: “Gott og vel, eg skal ganga í ábyrgð fyrir ykkur.’’ — Hvað meira hann hefir sagt, veit eg ekki, en eftir eins árs viðskifti við þá félaga, komu 10 þúsund dollarar í vasa Gyðingsins hreinum ágóða. En þeir félagar voru líka orðnir sjálfstæðir menn — sjálfstæðir efnalega svo þeir þurftu ekki á slíkum ábyrgðarmanni að halda— sjálf stæðir hvað viðskiftaþekkingu snerti og sjálfstæðir á von- bjartri framtíðarbraut, þar sem fyrstu og erfiðustu torfærun- um hafði verið rutt í burtu, og þeir hafa heldur ekki látið gras- ið vaxa undir fótum sér á þeirri braut. Árið 1922 voru þeir allslausir og óþektir, árið 1932, 10 árum síðar, eru þeir annað stærsta húsabyggingafélagið í San Francisco, og undantekn- ingarlaust það vinsælasta. Þeir félagar hafa aðallega lagt fyrir sig að byggja íveru- hús af ýmsri stærð, og því líka á mismunandi verði, upp á sín- ar eigin spítur aðellega — en sjaldan unnið fyrir aðra. En þó hefir það komið fyrir. T. d. árið 1929 lét bankastjóri eins af stærstu bönkunum þar í borg, byggja fyrir sig íveruhús. Bauð hann verkiö út og fékk mörg tilboð í það, og það frá mönn um, sem erfitt var út á að setja. En hann tók ekkert af tilboðum þeim, er honum bár- ust, en í þess stað kallar hann þá Stoneson bræður á fund sinn og biður þá að byggja hús- ið fyrir sig, leggja til efnið og færa sér svo reikninginn. Það er ekki oft á þessum síðustu og verstu tímum sem maður rekur sig á annað eins og þetta. við ráðsmhnn félagsins. Varð Drengskapur, sem verðskuldar hann við þeirri ósk. — En slíkt traust, er gullinu dýrari, erindið var það að biðja Elis að taka að sér umsjón og yfir- stjórn á byggingu niðursuðu- og það bezta við hann er, að hann skuli vera íslenzkur. — Húsið sem bankastjóri þessi lét stöðvar norður í British Colum- j byggja og þeir Stoneson-bræður bia. Tók Elis það verk að sér j höfðu í smíðum kostaði yfir þó heilsulítill væri, og vann við j $50,000. það í þrjú ár, unz því var að fullu lokið. Á þeim árum vann bróðir hans Henry í lath-verk- smiðju, er þeir bræður keyptu í félagi við aðra. En það fyrir- tæki mistókst og mistu þeir bræður aleigu sína þar. Snemma vorsins 1922 halda þeir bræður suður til San Fran- cisco. Var þar næga vinnu að fá við trésmíðar. En þá veiktist Elis hættulega, og hét því, að ef hann kæmist aftur á fætur skyldi hann halda sem skjótast burt frá San Francisco, því hann kendi loftslaginu um van- heilsu sína. Hann komst á fæt- unr og hrestist allvel. Þó varð ekki af því að hann færi burtu, en í stað þess mynda þeir bræð- ur félag við íslending, sem þar var fyrir, Hjört Friðrik Þor- steinsson, góðan dreng og góð- an smið, og tóku að vinna upp á sínar eigin spítur. Það tókst. Fengu þeir brátt meiri vinnu, en þeir gátu sjálfir annað. Mér er ekki kunnugt um hve afkastamiklir þeir félagar voru fyrstu fjögur árin e'ftir að þeir byrjuðu á byggingastarfi sínu fyrir alvöru. En eg veit að þeir unnu dag hvern frá því snemma á morgnana og fram á kvöld alla vinnufæra virka daga, og gengu svo bræðurnir stöðugt á kvöldskóla í þrjú ár, til þess að jafna upp sem bezt, það sem þeir höfðu mist í æsku, þegar þeim gafst ekki tími til náms- ins. Árið 1926 bygðu þeir upp á sínar eigin spítur 83 hús og seldu öll. 1927 seldu þeir hús upp á miljón dollara og áttu þó eftir 24, sem kostuðu frá $9000 upp í $40,000. Árin 1928—29 fóru þeir sér hægara, en bygðu þó nokkur vönduð og dýr hús. Árið 1930, þegar verzlunarkrepp an var að leggjast á, seldu þeir 101 hús, og síðastliðið ár, 1931, 126 hús. Á þessu geta menn séð að hér er ekki um neina Þegar kom fram á sumar smávegis umsetningu að ræða né atorku. Eg tel alveg víst að hér sé um að ræða þá stórkost- legustu verzlun, sem á sér stað meðal íslendinga í Ameríku, og frá því sjónarmiði einu, er það þess vert, að á þessa menn sé opinberlega bent. Einnig eru það álitnar góðar fréttir, þegar að menn af vorri þjóð hafa grætt fé eða eru á vegi til að verða auðugir menn. En beztu fréttirnar eru það, þegar ásamt velgengninni að drengskapur, og drengskaparorð vex og þrosk ast í fullu samræmi við hin ver- aldlegu gæðin, eins og á sér stað hjá þeim Stonesonbræðr- um í San Francisco. Síðustu orðin, sem dr. Jón Bjarnason talaði opinberlega til Vestur-íslendinga, voru að mig minnir þessi: “Fornrit íslenzk fræða oss um það, að Jón Ögmundsson fyrsti biskup á Hólum, hafi á unga aldri farið út í heim til þess að leita að landa sínum einum ágætum, er hvarf, og í bókstaflegum skiln- ingi týndist í erlendu mannlífs- hafi, hafi fundið hann og haft með sér heim til íslands. Mað- ur sá var Sæmundur Sigfússon, sem seinna var nefndur “hinn fróði’’, enda eitt hinna stóru ljósa í bókmentasögu vorri. Á3 sínu leyti eins fann Brynjólfur Sveinsson Hallgrím Pétursson. Hann fann hann tvisvar, fyrst hjá járnsmiðnum úti í Dan- mörku og síðar í kotinu á Suö- umesjum. Einn ávaxtanna og ekki sá minsti, af 300 ára minn ing Hallgríms Péturssonar víðs vegar um bygðir fólks vors, ætti að vera sá, að íslendingar leiti uppi alla þá hina ungu menn af þjóðflokki vorum, sem týnst hafa, og láti ekkert íslenzkt, sem er gott og frá guði, týn- ast.’’ ’ Ekki býst eg við að sann- gjarnt væri að krefjast þess af íslenzku blöðunum hér vestra, að þau leituðu uppi alla þá hina ungu menn af þjóðflokki vor- um, sem enginn veit nú deili á. Hitt ætti ekki að vera þeim um megn, að vaka yfir og vernda frá gleymsku og glötun minning þeirra manna og kvenna af vorri þjóð, sem eft- irtekt vekja með atorku sinni, drengskap og dáð, ásamt kepn- inni við annara þjóða fólk — alt slíkt á að ritast með óafmáan- legu letri á minnisspjöld vor ís- lendinga. Jón J. Bildfell. VISS MERKI um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag- teppa og þvajg'steinar. GIN PLLLS lækna nýrnaveiki, með því að deyfa og græSa sjúka parta. — 50c askjan hjá öllum lyfsölum. 131 ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Þótt margt fleira þessu líkt kæmi til orða, þá er eg ófáan- legur til að skrásetja það. Mér leiðist það, og eg veit að mörg- um líkar það ekki. Eg hefi að- eins sagt þessa sögu til að sýna hvað Benedikt var alþýðlegt ljúfmenni, og hvað honum var þægilega hægt að setja sig inn í hina fáfengilegustu draumóra óupplýstra alþýöumanna, þó hann hina stundina væri ofur- efli lærðustu spekinga í landinu í vandamestu málum þjóðarinn- ar. í þessari sömu ferð skýrði eg Benedikt frá fyrirætlun minni, að stytta veginn frá Syðralóni að Sauðanesi um 750 faðma, eða rúma sjö tíundu parta úr enskri mílu. Hann varð allur að eyrum og vildi strax fá að vita hvernig þessu væri varið. Eg sýndi honum fram á hvernig vegurin lægi í stórum sveig austur fyrir alla foræðis flóa, upp í svonefndan Markgrófar- ás, en kostaði hins vegar ekki nema þrjá litla brautarstúfa, að leggja veginn norður í gegn um svonefnt Reiðholt, en það gerði veginn svona mikið styttri. Eg sagði honum að við gætum ekki farið þetta með hestana, en eg skyldi senda með hestana í kring, ef hann vildi ganga með mér. Já, það vildi hann, og var hvorttveggja, létt- ur á fæti af svo gömlum manni og svo einlæglega sinnandi öll- um framförum. Hann var á ferðinni til að halda manntals- þing í Sauðanesi. Þetta var á hans leið, og hann að nokkru leyti kunnugur. Þegar Benedikt var búinn að sjá hvað eg hafði í Fyrir Páskana NÝR£MÓÐINS HATTUR Til þess að hinn nýji vorklæðnaður yðar sé fullkominn í öllum efnum, þá þurfið þér að fá einn af þessum nýju höttum sem vér nú höfum til sýnis fyrir $2.95. Með hinu snotrasta lagi, Ijós brúnir og gráir á lit, bera þeir með sér vorhugan endurvakinn. Á ÚTSÖLU $295 Holt Renfrew Linuted ---Prosperity Courts the Man Who Looks the Part-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.