Heimskringla - 23.03.1932, Qupperneq 5
WINNIPEG 23. MARZ 1932
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
Hefði eg verið konungur, mundi
eg hafa gefið þér gullhring, sem
stóð mörk, í skáldalaun, en nú
er ekki því að heilsa. Eg hefi
sjálfsagt ekki átt að verða kon-
ungur, fremur en drengurinn í
skrítlunni, sem spurði móður
sína: “Af hverju var eg ekki
guð, mamma?’’ “Eg veit það
ekki, barnið mitt. Það hefir víst
ekki átt fyrir þér að liggja, þó
nógar hefðirðu gáfurnar til
þess,’’ var svarið. — “Eg hefi
ekki stjörnuráð,’’ sagði kölski
við vinnukonuna í þjóðsögunni.
Sama má eg segja. Eg get ekki
launað þér skáldskapinn. En
eitt get eg gert: Ef nokkuð
verður af því að eg flytji Agli
frænda mínum kvæðið Eiríks-
jökuil, er ekki ómögulegt að
hann víki mér einhverju í
kvæðislaun, þó hann auðelskur
væri. Og verði það hringur,
heiti eg því að gefa þér hann. —
Þegar karlinn í kórnum leit
í kringum sig, og sá undrunina
á hverju andliti safnaðarfólks-
ins, varð honum þá fyrst ljóst
að hann var ekki skrýddur hinu
rétta brúðkaupsklæði. En hvað
í huga hans gerðist, veit eg
ekki, því engin svipbrigði sáust
á honum, en ólíklegt þykir mér
ekki, að hann hafi hugsað sem
svo: Ekki er eg orsök í þessu
siðgæðisbroti. Þið verðið að
eiga um það við meðhjálparann.
Hann hefði átt að líta fremur
eftir klæðnaði mínum en hver
eg var. Eg tel víst að gamli
maðurinn hafi verið vanur að
sitja í kór, og því fundist hann
vera þarna sem heima hjá sér.
Alt öðru máli er að gegna með
mig. Eg er óvanur hefðarsæt-
um, þess vegna feiminn og upp-
burðarlítill, þegar eg er þar
kominn. En þrátt fyrir það, er
eg þér meira en þakklátur fyr-
ir vinsemd þá og virðingu, sem
þú sýndir mér. Eg er — eins
og reyndar flestir, þó meiri
menn séu en eg — ekki laus við
hégómagirni, og finst eins og
unaðslegur ylstraumur líði um
allar mínar taugar, þegar mér
er heiður sýndur, ekki sízt, ef
það er gert á prenti. Og miklð
finst meira til sjálfs mín koma
eftir að hafa setið í kór, þó
ekki væri nema nokkur augna-
blik. Eg er ekki að hugsa um,
hvort eg á þenna heiður skilið
eða ekki, það er spursmál, sem
þyrfti að verða rætt, og nefnd
sem til þess væri kosin, og á
sínum tíma birti álit sitt opin-
berlega. En ekki býst eg við
að til þess komi, enda væri
mér ekki mikið um það gefið,
vil heldur sætta mig við það,
sem komið er, og una í óviss-
unni. Tel líka víst að vinir uún-
ir yrðu þar í minni hluta. Ekki
sízt ef maðurinn ,sem reit of-
lofsgreinina í Lögberg ekki alls
fyrir löngu, væri í nefndinni,
því hann virðist vera sérfræð-
ingur í þeirri grein. En ef svo
færi, sæi eg mína sæng út
breidda, ef alt dæmdist oflof,
sem þú hefir um mig sagt frá
því fyrsta. Vona eg að ekki
komi til þess, því þá væri útséð
um nafnfrægð mína eftir dauð-
ann, sem væri hið mesta tjón,
það sýna dæmin deginum ljós-
ara. Ef ritað hefði verið oflof
um þá Bólu-Hjálmar og Sig-
urð Breiðfjörð, o. m. fl., meðan
þeir lifðu í holdinu, hefðu þeir
algerlega farið á mis við allan
þann hróður, er þeim hefir
kveðinn verið síðan þeir hrukku
upp af.
Nokkrum sinnum hefi eg
verið spurður að því, hvort við
(þú og eg) hefðum þekst og
verið vinir heima á íslandi
Hefir svar mitt náttúrlega ver-
ið neitandi. Eins og þú veizt.
hötum við aðeins sést, en ekk
ert talast við. Eg var þá une-
lingur á 16. ári, en þú milli tví-
tugs og þrítugs, með glæsileg-
ustu ungum mönnum í Borgar-
Guðmundar bónda Stefánssonar ^ mikil áhrif, og komið hefir á
í Ferjukoti. Man eg vei eftir ^ daginn, það sem þú spáðir þá.
karli þeim. Fanst mér altaf, Magnús er fyrir löngu orðinn
hann hafa eitthvað meira við
sig en alment var um bændur
þess tíma, enda átti hann mynd-
arleg og vel gefin börn. Af
hvaða ástæðum menn hafa
spurt mig um kynningu okkar,
veit eg ekki. Hvort þeim hafa
þótt skrif þín um kvæði mín
lýsa fremur velvild en sannfær-
ingu — væri nefnilega “oflof’
er sunmm hættir við að bera á
vini sína. Eða þeim hefir þótt
ólíklegt að þú skrifaðir svona
oft og rækilega um þau í van-
þökk margra manna, ef við vær
um ekki persónulegir vinir. Tel
eg hið síðara öllu líklegra.
Það er eins og yfirborðið af
fólki gleymi því, að þegar menn
dæma um aðra menn og verk
þeirra, gera þeir það frá sínu
eigin sjónarmiði. -— Eg tala hér
ekki um þá ritdómara, sem
jórtra það, er aðrir hafa áður
sagt. Allir kannast við máls-
háttinn: “Sínum augum lítur
hver á silfrið’’, — en fáir eru
þau flón að þeir þekki ekki
silfur frá blýi. Einum geðjast
vel að því, sem öðrum finst lít-
ið um; en mörgum, a. m. k.
meðal íslendinga, hættir við að
álíta alt fjarstæðu eða jafnvel
vitleysu, sem gagnstætt er
þeirra eigin skoðun, sem stund-
um er frá öðrum lánuð, og verð
ur það oft upphaf að óþarfa
deilum, engum til ánægju eða
uppbyggingar.
Auðvitað má með sanni segja,
að nauðsynlegt er að rædd séu
áríðandi málefni frá sem flest--
um hliðum, en það á ekki við,
þegar um eins þýðingarlítið efni
er að ræða, sem það, hvort
einhver viss maður eigi hrós.
skilið fyrir eitthvað, sem hann
hefir gert, hugsað eða ritað.
Það er sannarlega ekki mörgu
orðið ábótavant í fari hins
breyska mannkyns, þegar farið
er að setja skorður við því, að
einum manni sé hrósað um of..
Betra hygg eg væri að byrja á
því að koma í veg fyrír það, að
pfmikið af óhróðri se hlaðið á
nokkurn mann.
Jæja, Lárus minn! Hvað sem
öilu lofi eða oflofi líður, heíir
þú sýnt mér mikla velvild með
hvi að birta almenningi álit þitt
á kveðskap mínum, því innan
liandar var þér að þegja, þo
þéi geðjaðist vel að honum, og
það hefir fjöldinn gerc. þótt
nokkrir velunnarar minir, kon-
ur og karlar, hafi sent mér hlý
íoisyrði í bundnu og óbundnu
máli í gegnum blöðin, sem eg
tn þeim mjög þakkiátur fyrir
Þú hefir ritað meira og minna
í hlóð og tímarit nú yfir 40 ár,
og nauða litla viðurkenningu
feugið, en margt onota orð,
eins og gerist og gengur. Alt
hefir það verið fjörlega fram
sett, á lipru og tilgerðarlausu
máli í nítjándu aldar stíl, sem
mér fellur bezt, enda erum við
báðir þeirrar aldar börn, sem
betur fór, jafnvel þó við aldei
kæmum inn fyrir skóladyr. —
Stöku sinnum hefirðu, sem við
flestir, farið utan við markið,
eða ekki beint boga þínum í
rétta átt. En þú hefir líka sýnt
manndóm þinn og drenglund
þína, með því að kannast við
það ótilkvaddur opinberlega, en
ekki reynt að klóra yfir mefí
krókóttum vífillengjum, er sum-
ir eru leiknir í. En oftast hefir
þú hitt markið, og það á rétt-
um tíma. Vel og drengilega
fórst þér, er þú með kröftugri
ritgerð vaktir athygli almenn-
ing sá skáldinu ©kkar góða, J.
Magnúsi Bjarnasyni, er hann
lét fyrst á sér bera, og var tek-
ið með ónotum og fyrirlitningu
af sumum lærðu mönnunum
hér vestra. Og ekki síður tókst
þér upp, þegar kvæði hans um
Árna lögmann Oddsson birtist
nafnkunnur sem gott og vin-
sælt skáld. — Og mjög er eg
þakklátur P. B., fyrir hina snild-
arlegu þýðingu hans á kvæði
Magnúsar “Sögunarkarlinn’’, er
skreytt er með íslenzku rími.
Við erum, Lárus minn, báð-
ir gamlir menn; dagar okkar
því bráðum taldir. Erum á eft-
ir tímanum, samkvæmt spek-
innar bók nútímans, og tel eg
okkur báðum til gildis. Eg
þorði ekki að draga lengur að
ávarpa þig í eitt skifti fyrir öll,
og þakka þér fyrir velvild þína
og sanngirni í minn garð frá
því fyrsta. Alt sem þú hefir
um verk mín skrifað, tel eg
mér til inntekta. — Vildi heldur
mega njóta þess lifandi en
dauður. Og í allri einlægni
skal eg trúa þér fyrir því, að
mér er hjartanlega sama, þótt
nafn mitt verði strykað út úr
lífsins bók þessa heims, — jafn
vel sett á svarta listann þegar
eg er dauður.
Eg ætla nú ekki að hafa
þenna pistil lengri, því eg veit
ekki nema þú verðir búinn að
gleyma upphafinu, þegar þú
lest niðurlagið. Svo er annað:
Eg ætla að biðja kunningja-
konu okkar, Heimskringlu, fyr-
ir hann, og verð því að taka til-
lit til hinna mörgu, sem njóta
vilja gestrisni hennar, þegar
þeir þurfa að tala um landsins
gagn og nauðsynjar. Nógu lengi
hefi eg þreytt suma gagnrýn-
inga með löngum kvæðum (eg
hefi aldrei mælt þau í þumlung
um), þó eg fari ekki að teygja
lopann í óbundnu máli.
Að endingu óska eg að æfi-
kvöld þitt verði blítt og fagurt.
— Aldurtili þinn hægur og ljúf-
ur, og fljót og krókalaus ferð-
in yfir á hin eilífu vonalönd
okkar dauðlegra manna.
Þinn einlægur vinur,
Þorskabítur.
ÆFIMINNING.
MAGNÚS GfSLASON
Með Magnúsi er genginn til
moldar einn af mætustu mönn-
um í hópi vestur-íslenzkra land-
nema. Hann var dugnaðar
maður og farnaðist vel efna-
lega. í allri umgengni við aðra
var hann hinn prúðasti mað-
ur, hæglátur og yfirlætislaus.
Greindur var hann vel, ræðinn
í hópi kunningja sinna, glað-
lyndur og trygglyndur vinum
sínum.
Hann var jarðsettur á Lund-
ar þann 28. febrúar. Sá, sem
þessar línur ritar, mælti nokk-
ur orð yfir kistu hans.
G. Á.
MinningarljóS um elztu íslenzka
landnámsmenn og konur
í Vesturheimi.
Lesið við jarðarför Magnúsar
Gíslasonar á Lundar.
firði á þeim árilm. Varst þú þá { Heimskringlu, sem er ágætt
í blóma lífsins í föðurgarði, kvæði. Hafði sú ritgerð þín ritstjóra í Winnipeg.
Þann 22. febrúar síðast lið-
inn andaðist að heimili tengda-
sonar síns Snæbjarnar Einars-
sonar á Lundar, Magnús Gísla-
son, 78 ára gamall.
Magnús sál, fæddist 18. marz
1854 í Bjarneyjum í Eyjahreppi
í Barðastrandarsýslu á íslandi.
Faðir hans var Gísli Gunnars-
son Helgasonar frá Sauðeyjum,
en móðir hans var Guðrún
Magnúsdóttir Einarssonar í
Skáleyjum. Sextán ára gam-
all fluttist Magnús í Rauðseyj-
ar til systur sinnar, sem Helga
hét og manns hennar Jóns, sem
jafnan var kendur við Rauðs-
eyjar, og dvaldi þar unz hann
fluttist vestur um haf, að und-
anteknum sex árum, er hann
bjó í Rúgeyjum. Árið 1877
giftist Magnús Þórdísi Magnús-
dóttur frá Sauðeyjum. Voru
foreldrar hennar Magnús Jóns-
son í Flatey og Björg Jónsdótt-
ir ættuð af Barðaströnd. Þau
Magnús og Þórdís fluttust vest-
ur árið 1893. Dvöldust þau
fyrsta árið í Norður-Dakota en
fluttust svo í Álftavatns bygð-
ina við Manitobavatn, námu þar
land og bjuggu upp frá því í
grend við þar sem Lundar þorp-
ið er nú. Nokkur síðustu ár-
in áttu þau þó heimili í þorp-
inu. Þórdís andaðist fyrir
þremur árum.
Þau Magnús og Þórdís eign-
uðust fjögur börn. Eitt þeirra
dóttir, Guðrún að nafni, dó
æsku, en hin eru: Jóhann, til
heimilis á Lundar, Guðríður,
kona Snæbjörns Einarssonar,
fyrrum kaupmanns á Lundar,
og Jens, sem á heima í Seattle
í Washington ríkinu. Stjúpdótt-
ir Magnúsar er Helga, kona
séra Stefáns Björnssonar á
Hólmum í Reyðarfirði, fyrrum
Það dimmir af nótt við dauð-
ans kall,
er dagurinn hinsti þrýtur;
og þjóðin kvartar við kappans
fall,
er kjarna sinn missa hlýtur.
Og lífsvonin kulnar í köldum
blæ,
er kvöldsól í hafið sígur;
og sorgin ríkir í sveit og bæ,
er sérhver landnemi hnígur.
Og sorgin og þögnin sanna bezt,
hve sárt er við þá að skilja.
En veikleikinn þá oss þjakar
mest
og þýðir ei neitt að dylja.
Vér kveðjum hetjur hins
stranga stríðs,
er stöðvaði enginn voði.
Um eilífð á gröf vors land-
námslýðs
skín landnámsins morgunroði.
Vér grátandi þökkum dáð og
dygð
og djörfung á lífsins vegi
og íslenzkan drengskap, trú og
trygð
og traustið, sem bilaði eigi;
vér syngjum vor döpur sorgar-
ljóð,
þá syrtir í dauðans geimi.
Þá landneminn deyr, er dæmd
mín þjóð
til dauða í Vesturheimi.
Vigfús Guttormsson.
Páskamessur í Argyle presta-
kalli: Baldur, 8 f. h.; Brú, 11
f. h.; Grund, 2 e. h.; Glenboro,
e. h.
* * *
Séra Egill Fáfnis frá Glen-
boro, kom til bæjarins í gær og
dvelur hér fram á föstudag.
* * *
Kvenfélag Fyrsta lút. safn-
aðar biður að láta þess getið,
að það hafi ákveðið að hafa
kaffiveitingar til sölu í fundar-
sal kirkjunnar strax að loknum
fyrirlestri próf. Sig. Nordal, aö
kvöldi þess 30. þ. m.
Fyrir Páskana—Eatonia
BOLIR—BOLGJARÐIR
Grant og hátt mitti — fagur-
lega bogadregið til brjósts og
mjaðma — það er fegurðar
myndin 1 93 2! Vaxtarlagi
þessu er auðveldlega náð með
Eatonia undirstöðuklæðnaði.
Bolgjarðir með tvennu móti
— sniðnar úr hinu fínasta
Rayon Brocade — önnur ein-
föld — hin með Swami Bras-
sierebryddingum. Báðar síðar,
með teygjanlegum geirum,
önnur með mttisbandi, hin
bandalaus. Stærðir 24 upp í
36 1 Pink lit ein-
ungis. Kosta ....
$1.50
Bolir, af þremur gerðum, hár
í brjóst, lágur í brjóst og
sveipaður. $2.00
Kosta
1 bol-deildinni, fjórða góifi við Hargrave.
^T. EATON C°u
LIMITED
SKRÍTLUR
Sá sem þetta ritar hélt einu
sinni ræðu á sveitasamkomu
fyrir minni íslands — og “lofaði
landið mjög”.
Bónda einum sem hlýddi á,
þótti nóg um lofið, og komst
han nsvo að orði við sessunaut
sinn, að ræðunni lokinni:
“Hann ætti að búa sjálfur á
einhverjum fj.... kotra.... og
verða heylaus og allslaus -
já, og taðlaus!’’
Mbl.
• * *
Reykvíkingur sigldi til Hafn-
ar .Hitti hann danska hefðar-
frú, er spurði hann hvernig
ferðaveður hann hefði fengið
yfir hafið.
“Udmærket, Frue, udmærk-
et,” sagði ferðamaður, sem eigi
var fullfermur í dönskunni —
“det var “lögn” hele Vejen.’’
Mbl.
Innköllunarmenn Heimskringlu:
í CANADA:
ArneB.................................F. Finnbogason
Amaranth ........................... J. B. Halldórsson
Antler...................................Magnús Tait
Arborg.................................G. O. Einarsson
Baldur..............................Sigtr. Sigvaldason
Beckville ............................ Björn Þórðarson
Belmont .................................. G. J. Oleson
Bredenbury..............................H. O. Loptsson
Brown.............................. Thorst. J. Gíslason
Calgary............................ Grímur S. Grímsson
Churchbridge.........................Magnús Hinriksson
Cypress River............................Páll Anderson
Dafoe, Sask............................. S. S. Anderson
Ebor Station..............................Ásm. Johnson
Elfros.............................J. H. Goodmundsson
Eriksdale .............................. ólafur Hallsson
Foam Lake..............................John Janusson
Gimli.....................................B. B. Ólson
Geysir......................................... Tím. Böðvarsson
Glenboro..................................G. J. Oleson
Hayland...............................Sig. B. Helgason
Hecla................................Jóhann K. Johnson
Hnausa...............................Gestur S. Vídal
Hove..................................Andrés Skagfeld
Húsavík..................................John Kernested
Innisfail ......................... Hannes J. Húnfjörð
Kandahar .............................. S. S. Anderson
Keewatin...........................................Sam Magnússon
Kristnes..................................Rósm. Árnason
Langruth, Man............................. B. Eyjólfsson
Leslie...............................Th. Guðmundsson
Lundar ................................. Sig. Jónsson
Markerville ........................ Hannes J. Húnfjörð
Mozart, Sask....................................... Jens Elíasson
Oak Point..............................Andrés Skagfeld
Otto, Man..................................Björn Hördal
Piney............................... .. S. S. Anderson
Poplar Park............................Sig. Sigurðsson
Red Deer ........................... Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík ................................. Árni Pálsson
Riverton ............................ Björn Hjörleifsson
Silver Bay ............................ Ólafur Hallsson
Selkirk................................... jón Ólafsson
Siglunes.................................Guðm. Jónsson
Steep Rock ............................... Fred Snædal
Stony Hill, Man........................... Björn Hördal
Swan River.............................. Halldór Egilsson
Tantallon........................................Guðm. ólafsson
Thornhill..........................Thorst. J. Gíslason
Víðir...................................Aug. Einarsson
Vogar..................................Guðm. Jónsson
Vancouver, B. C ..................... Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis................-.........August Johnson
Winnipeg Beach........................J0hn Kernested
Wynyard ..\...........................F. Kristjánsson
f BANDARÍKJUNUM:
Akra ..................................Jón K. Einarsson
Bantry............................... E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash...................... John W. Johnson
Blaine, Wash....................................... k. Goodman
Cavalier ........................... Jón K. Einarsson
Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Edinburg............................Hannes Björnssoa
GarCar................................S. M. BreiðfjörB
Grafton...............................Mrs. E. Eastman
Hallson...............................Jón K. Einarsson
Ivanhoe..................................G. A. Dalmann
Milton..................................F. G. Vatnsdal
Minneota.................................G. A. Dalmann
Mountain...........................Hannes BJörnsson
Pembina............................Þorbjöm Bjamarson
Point Roberts.........................Ingvar Goodman
Seattle, Waeb........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
.............................. Jón K. Binarsson
uPham.................................. E. J. Breiðfjörð
The Viking Press, Limited
% ____________
Winnipeg, Manitoba