Heimskringla - 23.03.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.03.1932, Blaðsíða 4
4. BLlAOSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 23. MARZ 1932 Heintskringla (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VXKING PRESS LTD. 153 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tjrrirfram. Allar borganir sendist: THE VTKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Telephone: 86 537 Man. WINNIPEG 23. MARZ 1932 PRÓF. SIGURÐUR NORDAL. sækja íslendinga í Canada. — Mun hann fýsa að skreppa út í sveitir, og eftir því sem tími vinst til, augum líta bygðir og ból íslendinga. En lengur en tæpan hálfsmánaðar tíma mun hann ekki geta dvalið hér nyrðra. En er á meðan er. Og vel- komnari gest en prófessor Sig- urð Nordal ber hér ekki títt að garði. Svo mikið er óhætt að segja fyrir hönd íslendinga þeirra, er hann nú heimsækir. deildina bæði í því, er að safn- inu lýtur, og öðru. Málefni “Fróns” eru óþrjótandi. Og eigi nokkur mál stuðning skilið, eru það málefni “Fróns” og Þjóðræknisfélagsins. GOETHE OG DAGURINN í GÆR. FJÁRHAGSÁÆTLUN MANITOBA. Á nýafstöðu Þjóðræknisþingi var fáu eins fagnað og fréttinni um það, að von væri prófessors Sigurðar Nordals til Winnipeg með vorinu. Fregnin virtist svífa á menn sem vorboði í vetrarnæðingi. Vestur-dslendingar hafa þó nokkrum sinnum notið ánægju af heimsókn mentamanna heim- an af Islandi síðari árin. Hefir Þjóðræknisfélagið oftast átt einhvern hlut að máli um komu þeirra. Er það góðra gjalda vert því koma þessara manna hefir mjög stuðlað að því, að vekja áhuga og glæða skilning Vest- ur-íslendinga á því, sem er að gerast bæði í verklegum efnum og bókmentalegum á ættland- inu. Með þessu hefir og mörgum gefist kostur á að kynnast sum um af ágætustu mönnum þjóð ar vorrar ,er með ritum sínum hafa vakið hér sem annars- staðar eftirtekt. Hefir þetta alt margvíslegan ávinning í för með sér haft fyrir þá, er sam- band sitt við íslenzka þjóðstofn- inn meta nokkurs, og það gera flestir íslendingar vestra enn- þá, allir undantekningarlaust, ætti að vera óhætt að segja, er af barnsaldri voru, þegar þeir fóru að heiman, þó annað kunni stundum að hafa þótt brenna við. Prófessor Sig. Nordal er fæst- um íslendingum hér kunnur af öðru en ritum sínum. En þeim munu flestir þeirra nægilega kunnir til þess, að leika hugur á að kynnast höfundinum sjálf- um. Hefir oft minna til þess þurft en að vera í senn vísinda- maður og sagnaskáld, sem pró- fessor Sigurður Nordal er. Til Winnipeg kemur prófes- sor Sigurður Nordal að öllu forfallalausu mánudaginn þann 28. þ. m. Á miðvikudaginn 30. marz fiytur hann fyrirlestur í Fyrstu lútersku kirkju. Fyr þryti dagur en dæmi, ef minnast ætti, þó ekki væri nema hinna helztu starfa pró- fessors Sigurðar Nordals. Að- eins skal þess getið að hann hefir lengst af verið kennari við Háskóla íslands. Árið 1922 —23 var hann og rektor há- skólans. En jafnframt þessu að alstarfi hefir hann með hönd um haft öll þau bókmentastörf sem gert hafa hann kunnan íslenzku þjóðinni og öðrum þjóðum, því hann hefir einnig á öðrum málum ritað. — Það mætti því í raun og veru segja, að við þekkjum hann af því einu sem hann hefir í hjáverk- um unnið, þó ærið æfistarf væri það flestim. Sumir ef til vill ágætustu háskólafjrrirlestrar hans hafa enn pkki verið gefnir út. í vetur hefir hann flutt fyr- irlestra um norrænan og ís- lenzkaa skáldskap við Harvard Háskólann í Bandaríkjunum. En meðan hann dvelur vestra leikur honum hugur á að heim- Forsætisráðherra Manitoba- fylkis, Hon. John Bracken, sem einnig er fjármálaráðherra, lagði fram í þinginu s.l. mánu- dag fjárhagsáætlun sína fyrir komandi ár. Er skemst frá að segja að aldrei hefir hér slík fjár hagsáætlun fyr sést. Enda þótt tímar séu erfiðir og menn því gerðu sér ekki háar vonir um hag af stjórnarrekstrinum frem- ur en öðrum viðskiftarekstri, var ekki við eins hrapallegri út- komu búist og fjárhagsáætlun- in ber með sér. Eftir að búið er að gera ráð fyrir.. einnar miljón dala lækkun á útgjöldunum, með kauplækkun stjórnarþjóna og með því að leggja niður ýms störf, og á hinn bóginn fyrir einni miljón dala í auknum tekjum, með nýjum sköttum, sem í viðtækum og alvarlegum skilningi snertir almenning, er tekjuhallinn samt þrjár miljón- ir dala. Verður því ekki komist hjá því að jafna reikninginn með öðru en að láta greipar sópa um sjóð þann, er fylkinu hlotnaðist frá sambandsstjórn- inni síðari árin. Þó sjóður sá kæmi ekkert við rekstursreikn - ingum fylkisins og stjórnin hefði enga sanngjarna kröfu til þess sjóðs, fremur en annars fjár, er hún ekki átti, var nú 1 miljón í hann sótt s.l. ár. Og nú eru leifar hans teknar. Er því þetta varasjóðsfé fylkisins alt horfið og kúgildi staðarins upp etið af Brackenstjórninni. Brackenstjórnin getur sagt eins og hinn svallsami Frakka- konungur, Loðvík 15. sagði: “Það slarkast alt einhvern veg- inn af meðan eg lifi ,en eftir- maður minn fær að kenna á því.’’ BÓKASAFN ÞJÓÐRÆKNIS- FÉLAGSINS. Bjartasti heimurinn sem enn hefir verið skapaður er bókaheimurinn. .E n hvað sem því líður, hafa Winnipeg- íslendingar um langt skeið fund ið sárt til þess, að hér væri ekk- ert íslenzkt bókasafn til, sem almenningur hefði not af. Með það í huga að bæta úr þessari þörf, fór Þjóðræknisfélagið að viða að sér bókum fyrir tveim- ur eða þremur árum síðan. En enda þótt safn það sé mjög smávaxið ennþá, og standi til bóta, hefir nú verið gert ráð fyrir, að það verði opnað al- menningi til afnota, undir um- sjón þjóðr.deildarinnar “Frón’’, 1. apríl n. k. Bókavörður er Bergþór Emil Johnson, og er bókasafnið í búð hans, 888 Sargent Ave. Fyrir lán á bókum varð að setja of- uxlítið gjald, vegna þess að nokkur kostnaður er starfi þessu samfara. Er gjaldið frá hverjum, er nota vill bækurnar, þó ekki nema aðeins 1 dollar á ári. Og not bókanna eru öll- um íslendingum heimil, hvort sem Þjóðræknisfélaginu heyra til eða ekki, gegn þessu gjaldi og reglum þeim, er útláni bók- anna er samfara, og eiga menn um það við bókavörð. Vonar “Frón’’, að íslending- um í þessum bæ sé þetta starf kærkomið, og að þeir styðji í gær voru 100 ár liðin frá dánardægri þýzka skáldsins heimsfræga, Wolfgang von Goethe. Er sagt að Carlyle hafi árið sem hann dó, þeim orðum um skáldskap hans farið, að um hann bæri ekki að dæma fyr en að hundrað árum liðnum. Mikið er skrifað nú á tímum. Við lifum á sannkallaðri bóka- öld. En hvað mikið af því öllu verður lesið að hundrað árum liðnum, þó ekki sé meira í lagt?' Ef að líkum lætur, sára lítið. Þar skilur með yfirburða- manninum og miðlungsmann- inum. Homer, Dante, Ari. Snorri, Milton, Shakespeare, Ibsen og Goethe, lifa öldum saman í bókmentunum. Hinir eru aðeins augnagaman sam- tíðar sinnar, deyja út með henni í bókmentunum, eins raunverulega og í líkamlegum skilningi. Goethe hefir verið talinn eitt mesta skáld þýzku þjóðarinnar, og jafnvel þó lengra væri leit- að. Hann var hennar vitrasta skáld. En jafnfram hinna djúpu og djörfu hugsana, var lyríkin svo rík og fögur og heillandi í ljóðum hans, að ekkert þýzkt skáld, að Heine ef til vill und- anskildum, er þar talið jafnoki hans. Hún setur ekki aðeins tilkomumikinn fegurðarblæ á skáldskapinn, heldur gerir hann einnig þýðari og mýkri og að- gengilegri fyrir fjöldann, þótt viðfangsefnin kunni að vera torskilin honum. Það eru þess- ar raddir, sem hljóma eins og huliðsmál, eins og Stephan G. komst að orði, sem virðist vera skáldahlutur þeirra flestra sem þjóðskáldsnafnið bera. Þó minst sé hér á Goethe í tilefni af deginum í gær, var ekki hugmyndin að fara að skrifa um hann eða verk hans. íslendingar hafa um hvort- tveggja áður skrifað, og mörg íslenzk skáld hafa einhver af kvæðum hans þýtt. Jafnvel að- alverk hans “Faust”, hefir meira að segja að nokkru ver- ið þýtt (Bjarni frá Vogi hafði lokið við fyrri helminginn áður en hann dó). Skulu hér tvö eða þrjú erindi tekin upp úr þeirri þýðingu, til bragðbætis því, er hér að ofan er sagt: Tileinkun (beint til lesenda.) Þér nálgist aftur, andans hvikar sýnir, sem augað fyrr á tíð í þoku sá! Hvort skal nú freista, hugar gestir minir, að hafa yður fasta tökum á? Þér sækið á; sá andans hópur brýnir úr óskapnaði sprottinn. Ráðið þá! I geði vaknar mjúksár æsku ylgja, því yðar göngu máttkir töfrar fylgja. Og minning fylgir mærra gleðidaga og marga kæra skugga fyrir ber, þar með i för sem fom og hálf- gleymd saga hin fyrsta ásta og vinarsælan er; og gamlir harmar geðið aftur naga, á gatnaslitrum lifsins barma sér og geta þeirra góðu, er fyrrum hurfu og gæfan sveik, er raunir að þeim surfu. Nú mega þeir í mínum óði hlýða, þeir menn, sem fyrstu kvæðin þágu að mér, því tvístruð er nú fylking sú, hin fríða, og fyrsta bergmál söngs mins dáið er. Nú hlustar á mig ókunnmergðin lýða, um önd, við lofið jafnvel, hrollur fer. Og þeim, sem annars ljóð mín fyrr- um leyfðu og lifa kunna, forlög víða dreifðu. En þráin gamla aftur andann hrífur. Ingibjörg Pálsson 1894—1931 Eg mæni yfir hin myrku fjöll Og minnist daganna hinna, Er reisti eg gleðinni glæsta höll Á grunni vonanna minna. En aldrei eg varhuga við því galt Að völt er sú spilaborgin. — Og gleðin mér hvarf — mitt yndi alt, En eftir hjá mér var sorgin. En samt er eg auðugur enn í dag Að ástinni þinni, kæra, Og uppkveðin sorgin min er við lag, Sem yndi var mér að læra. Því meiri sem gleðinnar geisli var, Því grátlegri og meiri harmur Á kveikina lætur koma skar. Er kyn þó að vökni hvarmur? Þó missirinn á sig minni hátt Á málinu sínu hljóða, Eg hugga mig við að hafa átt Þig, hjartað mitt elskugóða. Og hafa þig eitt sinn átt að vin Er eilífðar nóg til gleði. Og hvað er eins sælt eins og sólar skin í saknandi döpru geði? Að hugsa um þig er huggun mín. Til harmsins eg þrái að finna. Eg þrái að syrgja og sakna þín Til síðustu stunda minna. í harminum sjálfum huggun er, Og hún er mér það að sýna: Þó geimur án takmarks sé missinn mér, í myrkrum hans stjörnur skína. Þú varst mér það alt, sem er yndislegt, Og ert það og verður löngum, Og það er sem hafi eg heyrt og þekt Þann hljóminn af lífsins söngum, Er leið í áttina upp og fram Að æðra og fegra miði, Og þá ei staðar en þagnar nam Á þessu — en ei öðru — sviði. Og eins og á hljómsins óm, sem ei dvín, Á orð þín eg fæ að hlýða; Og enn ertu nálæg, sem næst í sýn, Með nákvæmni alt að prýða. í augum barnanna okkar skín Þín einlæga hljóða blíða, Þín samhygð, þín alúð og ást til mín, Svo engu þarf eg að kvíða. (Undir nafni eiginmannsins.) Gutt. J. Guttormsson. I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. í æskuflokkinn minn að komast heim; og mér af vörum léttstígt ljóðið svífur með laufaþyti vöktum strengja- hreim; 3g táramildi hugann harða klýfur, en hjartað mýkist undan tökum þeim: Mér finst sem nútíð fjarri mér sjái, n fama æfi höndum grípa nái. eg EINN LfTILL PISTILL. til Lárusar Guðmundssonar. Heill og sæll, vinur niinn Lárus! Mér finst að ekki megi minna vera en eg þakki þér fyrir ávarpið, sem þú sendir mér í Heimskringlu 30. des. 3. I. Þess vegna sezt eg nú niður að “pára þér fáeinar línur” áð- ur en við siglum rúntina af til fyrirheitna landsins. Þú hefir oft áður minst mín opinberlega og ávarpað mig á þinn sérkennilega hátt, og feng- ið óþökk fyrir. En samt hefirðu ekki látið þér segjast. Og nú gengið svo djarfmannlega að verki — hvorki meira né minna en að leiða mig til sætis i himnaríki, og það innarlega í kórnum. Eg segi þér satt, að eg roðnaði út undir eyru, þegar eg var kominn innan um ann- að eins stórmenni, og hjartað seig til muna, þegar Sighvatur hlassaði sér niður við hliðina á Steingrími. Það var næstum meira en mín smæð gæti bor- ið og lá nærri að eg yrði að gjalti, en sem betur fór varð ekki af því. En þá rifjaðist upp fyrir mér atvik frá ungdóms- árum mínnum. Það skeði í þann tíma, er siður var að leiða f kórinn alla utansóknar- menn, það er að segja, þá sem áttu jörðina, sem þeir bjuggu eða höfðu einhverjar mann- virðingar — voru hreppstjórar eða sveitarnefndarmenn, að eg ekki tali um þá sem voru í klæðisfötum eða stýrimanna- treyju, eða voru á dönskuni skóm, jafnvel þó það væru “klossar”. Alla slíka meiri- háttar menn þótti sjálfsagt að setja í kór. Væru konur eða dætur slíkra manna með þeim, fengu þær sæti sem næst prest- konunni. Það var ein af e*i- bættisskyldum meðhjálparans1 að hafa vakandi auga á því, a8 utansóknar heldri menn sætu ekki meðal almennings í fram- kirkjunni; var hann því á stöð- ugri rannsóknarferð fram og aftur um kirkjugólfið fyrripart messunnar, eða svo lengi sem líkur þóttu til að nýrra gesta væri von. Eitt sinn, að sumarlc^gi, við messugerð, var djákninn á fyr- nefndu ferðalagi um kirkjuna. Sér hann þá aldraðan mann sitja í fremsta bekk karlmanna megin — sem nefndur var sakamannakrókur — illa klædd- an og í meira lagi óhreinann, eins og títt var um langferða- menn í alþýðustétt. Stanzar nú djákninn nokkur augnablik, gengur síðan til hins illa klædda manns, réttir honum þegjandi hendina og ýtir honum á und- an sér alla leið inn í kór. Allir ráku upp stór augu við þessa óvæntu sýn, og glott lék um varir hinna alvarlegustu manna, en lágur kliður af hvískri og niðurbældum hlátrum barst um alla kirkjuna. Varð gárungun- um matur úr þessu, sem entist þeim messuna út. Eftir á frétt- ist að þessi gamli maður var aldavinur meðhjálparans, vel þektur merkismaður úr fjar- lægri sveit, sem var á langferð, en vildi ekki fara framhjá kirkj- unni meðan messan stóð yfir. Laumaðist hann því svo lítié bar á inn í sakamannakrókina til að njóta guðsorðsins eins og aðrir. Þarna varð velviM og viðurkenning meðhjáli>arans or- sök til almenns hneykslis. Þannig hefir þú, vinur minn, að líkindum orðið valdur að hneyksli í hugum sumra manna — sjálfur veiztu hvað við því liggur, — vona eg samt að þér, næstum áttræðum manninHm verði fyrirgefið þetta, þó yfir- sjón þín sé í stærra lagi, — — að leiða eitan af lélegri hag- yrðingum Vestur-íslendinga inn í helgidóm höfuðsnillinga ís- lenzkra skálda í öðrum heimi. — “Svo stór synd engi er’’. Þrátt fyrir þetta er fjarri mér að taka slíkt illa upp. þvert á móti. Eg einmitt miklast af því, það er ekki svo oft að eg fæ slíkan virðingarsess. Reynd- ar varð honum Valtý okkar Guðmundssyni einu sinni á sú skyssa, að setja mig á bekk með St. G. St., og þótti það ærin yfirsjón; óvíst að hann hafi fengið fyrirgefningu áður en hann dó. Þykir mér leiðin- legt, ef hann hefir goldið þess hinumegin. Já, vinur minn, eg tek það fram aftur, að eg er upp með mér af hinu snjalla ávarpi þínu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.