Heimskringla - 23.03.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.03.1932, Blaðsíða 1
PertKs The 4 STAR CLEANERS Men’s Suits SuHs $1.00 Hats 50c PHONE 37 266 PeetJís The 4 STAR CLRANERS Ladies’ Dresses Cloth, Wool <t aa or Jersey . 9 I »UU PHONE 37 266 XLVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 23. MARZ 1932 NUMER 26 FJÁRHAGSÁÆTLUN BRACKENSTJÓRNAR. Hér skal í eins fáum dráttum og unt er sýna merginn úr fjárhagsáætlun Manitobafylkis, sem lpgð var fram í þinginu s.l. mánudagskvöld. Öll útgjöld á komandi ári eru metin $13,692,044, en tekjur $13,717,658. Útgjöldin eru $1,013,486 lægri en s.l. ár. Tekjurnar einnig $987,842 minni. En nú býst stjórnin við í lok yfirstandandi fjárhagsárs, að hafa um $3,000,000 tekjuhalla. Til þess að titta í það skarðið á að nota afganginn af fénu frá sambandsstjórninni í eignasjóði fylkisins, en það mátti eina varasjóðsfé fylkisins kalla. Er nú erfiðara um lán en nokkru sinni áður, enda ákveð- ið að fylkisreksturinn verði þannig, að hönd selji hendi (on oash basis). F'yrir nýjum sköttum er gert ráð sem hér segir: Skattur á áfengi, tóbaki, vindlingum og vindlum, er nem- ur hálfri miljón dala. Skattur á vátryggingarfélög- um hækkaður úr 2 prósent upp í 3 prósent af öllum tekjum af vátryggingum. Skattur á bönkum hækkað- ur. Sem stendur borga þeir $2,400 af aðaibankastöðvum sínum, og $300 niður í $100 af útbúum. Nú verður skattur á aðalbönkunum $5,000 og útbú- unum $500 hverju. Skattur smærri félaga, sem ekki greiða corporation skatt, verður hækkaður úr 2 prósent af hreinum tekjum, upp í 5 pró- sent. Tekjuskattur nær nú til flestra. Hafi giftur maður í árs- laun $1500, greiðir hnnn skatt. Áður voru $3000 tekjur undan- til þessa unnið Bretakonungi í þingi. Kunngerði utanríkisráð- herra Breta, Rt. Hon. J. H Thomas, brezka þinginu í gær, að sér hefði borist tilkynning um þetta frá stjórn de Valera. Voru fréttir þessar alt annað en gleðiefni Bretum, því með þessu virðist ekki mikið skorta á, að írland hafi sagt upp stjómmálasambandi við Bret- land. Engum getur dulist, að de Valera hefir stefnt að því, að gera írland sjálfstætt ríki. Auð- vitað er eftir að vita hvernig Norður-frland snýst við þeirri stefnu hans. En standi ekki á Bretum að veita sjálfstæðið, er ekki líklegt að á móti því verði haft heimafyrir. De Valera neitar einnig að greiða Bretum bændalánsskatt- inn, er nemur 3 miljónum ster- lingspunda á ári. Stendur þann- ig á þessum skatti, að Bretar lánuðu írum fé til eflingar bún- aði, og áttu bændur að greiða það aftur, eins og þeir hafa gert. En írska stjórnin inn- heimtir skattinn af þeim, og það er féð, sem de Valera neit- ar að greiða Bretlandi. Að öðru leyti hefir de Valera lýst það áform sitt, að hækka tolla á vörum frá Bretlandi, og reyna í þess stað að koma upp iðnaði heima fyrir. Er því alt útlit fyrir, að til mikilla tíðinda sé að draga í írska heima- stjórnarmálinu gamla. 50 ÁR í WINNIPEG. Síðastliðin fimtudag voru 50 ár liðin frá því, er B. L. Bald- winson kom til Winnipeg. Hef- ir hann átt hér heima síðan. Mintist hann þessa dags með nokkrum vinum sínum heima hjá sér. í almennum málum er íslendingum kunnugt um störf þegnar. Ógiftir menn með $750 | hans. Hann var í mörg ár þing- árstekjum greiða nú skatt. Áð- maður, eigandi og útgefandi ur voru $1000 tekjur undan- þegnar. $300 reiknast nú af fyrir hvert barn. Áður voru það $500. Gasoline skattur hækkaður úr 5c upp 6c. Minkuð útgjöld eru um hálfa aðra miljón í stjórnardeildun- um. í deild opinberra verka eru útgjöldin lækkuð um $585,000; í heilbrigðismáladeildinni um $383,000; í mentamáladeildinni um $243,500, o. s. frv. Lögreglu kostnaður sparast fylkinu, svo að nernur $115,000, með sam- einingu fylkislögreglunnar og riddaralögreglu Norðvesturlands ins. Með öðrum orðum, vinnu- laun eru lækkuð, vinna mipk- uð, veiting til skóla, líknar- stofnana og almennra sjúkra- liúsa lækkuð. Af öllu þessu er vinnulauna- skattur almennings einna al- varlegastur. Þúsundir manna, ■sem ekki hafa áður greitt tekju- skatt, verða að greiða hann á komandi ári. Ógift fólk, er hefir $15 kaup á viku, greiðir tekju- skatt. Giftir menn með $29 viku kaupi greiða einnig skatt. Sést af þessu hve tekjuskattur þessi er nærgöngull. Og hið sama má um skattinn á smærri viðskift- um segja. Heimskringlu um skeið og ann- aðist sjálfur ritstjórnina. Einn- ig var hann nokkur síðustu ár starfsæfinnar aðstoðar fylkis- ritari í Manitoba. Baldvin varð 75 ára 26. október s. 1. haust (1931). PERLUR Fæst af þeirra fegurð ber að Fjölnis listadómi. í sögu þeirra ofinn er æfintýra ljómi. í björtu letri Ijóðamáls þó lofsins aldrei nutu. Við fannahvítann freyjuháls þær frægð og orðstír hlutu. En þó ei lengur þrúðgur sær sé þeirra grið^taður, litaeind og eðli nær enginn listamaður. í djúpum hafs er háðu för gegn haéttu og mörgum raunum, þeir þáðu fæstir kostakjör né konungsríki að launum. Vér allir höfum ungir lært, þó oft sé hugur gleyminn, að sannleiks perluskrautið skærst, það skín um allan heiminn. Og hvarvetna má heyra og sjá í höllum bókmentanna, að gnægð af perlu-auði á andi spakra manna. Er hlynur stendur beina-ber og björk með frosnar rætur, þó undra-perlur eiga sér þau eftir hrímgar nætur. Oft gægist máni um gluggann inn frá geimsins draumalöndum, og skýjafaldihn skreytir sinn með skygndum perluböndum. Ef þú í veldi vorsins býrð, sérð völl og aspir gróa. í allri sinni drottins dýrð sást daggarperlur glóa. En hafi hjartað sárum særst, og sorgin hugann málar, þá grátperlurnar glitra skærst frá grunni hreinnar sálar. G. Stefánsson. skattinum, en margir þingnaenn innan flokkanna eru hopum mótfallnir, og hefir frumvlarp- ið verið rætt af hita um tíma í þinginu. Öll líkindi eru þó tii að það verði samþykt, þegar til atkvæðagreiðslu kemur. ‘SKUGGA-SVEINN’ BANDARÍKIN AÐ VERÐA GJALDÞROTA, segir leiStogi Demókrata á þingi. SJÁLFSTÆÐISMÁL ÍRLANDS De Valera, sem við stjórnar taumunum tók nýlega á fr- landi, er nú búinn að tilkynna brezku stjóminni, að stjórn sín hafi numið úr lögum hollustu eiðinn, sem stjórn írlands hafi málaflokkanna eru með sölu Henry T. Rainey, frá Illinois, leiðtogi demókrata í neðri deild Bandaríkja þingsins, sagði í ræðu s.l. fimtudag, að Banda- ríkin væru komin að gjald- þroti, og að tekjur og útgjöld landsins yrði að jafna, hvað sem það kostaði skattgreið- endur, ef vel ætti að fara. Ef þetta væri ekki gert, kvað hann bráðan voða bíða þjóð- arinnar — voða, sem engan sinn líka ætti í veraldarsögunni. Tekjuhalla ársreikninganna kvað hann einnig meiri en sög- ur liefðu farið af hjá nokkurri þjóð áður. Þessi ræða Rainey var flutt, er umræðurnar stóðu yfir um söluskatts frumvarp Hoovers forseta. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að auka tekj- ur landsins um $1,096,000,000 (rúma biljón) á komandi ári Og með söluskatti, er neml $595,000,000, ásamt fasteigna- skatti, tekjuskatti o. fl., er hug- mynd stjórnarinnar að draga saman þessa biljón dala fúlgu. Leiðtogar tveggja aðal stjóra Seattle, Wash. “Skugga-Sveinn’’ (eða öðru nafni Útilegumennirnir), sjón- leikur í 5 þáttum eftir Matthí- as Jochumsson, verður leikinn í samkomusal íslenzku frjáls- lyndu kirkjunnar í Seattle, á horni 77th St. og 25th Ave. N. W., föstudaginn 1. apríl þ. á., og byrjar stundvíslega klukkan 8 síðdegis. Ennfremur verður leikurinn sýndur í samkomusal bæjar- ráðshússins í Blaine, Wash., á laugardaginn 9. apríl. Eins og öllum er kunnugt hefir “Skugga-Sveinn’’ átt meiri vinsældum að fagna með- al þjóðar vorrar en nokkurt annað leikrit, samið á íslenzka tungu, og liggja til þess mörg rök. Þótt leikurinn sé ekki beint sögulegs eðlis, heldur skáld- skapur einn, hefir höfundinum tekist svo snildarlega að fram- leiða marga mismunandi “cha- racters’’, er sýna sveitalíf, hugs unarhátt og önnur einkenni þjóðarinnar frá þeim tíma, að ekkert sem gert hefir verið í þá átt fyr eða síðar hefir betur náð tilgangi sínum. Það hefir verið venja með ís- lendingum í Winnipeg, að sýna leikinn á 10 ára fresti. Nú eru liðin yfir 20 ár síðan hann var leikinn hér á Kyrrahafsströnd- inni. Munu því íslendingar hér um slóðir fagna komu Skugga- Sveins á leiksviðið. Að þessu sinni hefir sérstak- lega vel verið valið í hlutverk in. Má t. d. nefna að höfuð- persónuna, Skugga-Svein sjálf an, leikur Gunnar Matthíasson (sonur skáldsins), og gefur það eitt út af fyrir sig næga trygg- ingu fyrir að vel muni fara. Margir aðrir af leikendunum hafa listræna hæfileika og eru vanir leiksviði. Ennfremur hef- ir verið vandað til allra bún- inga. Leiktjöld öll hefir málað Stephen Grandy. Þar má líta hina fegurstu fjallasýn, sem á hvergi sin nlíka nema í íslenzkrí náttúru. Hér má því eiga von á góðri kvöldskemtun. Munið dagana: í Seattle 1. apríl og í Blaine 9. apríl. FISKIMAÐUR VINNUR MÁL SITT. Fyrir skömmu síðan var dómur kveðinn upp í máli, er Friðrik Finnsson á Víðir, P.O., Man., hóf á hendur fiskifélagi er hann hafði selt birting, en ekki fengið andvirðið greitt sér. Fiskurinn var seldur vetur- inn 1930—31. Máli'nu lauk þann ig, að rétturinn dæmdi fiski- félagið til að borga á fullu markaðsverði allan þann fisk, er það hefði veitt móttöku fyrir þann tíma er innflutningsbann- ið í Bandaríkjunum var lög- leitt. Vegna þess að líkt mun ástatt fyrir mörgum fiskimönn- um á Winnipegvatni, eins og Mr. Finnsson, héldum vér að leim þætti frétt þessi athyglis- verð. G. S. Thorvaldson lög- fræðingur sótti málið fyrir hönd fiskimannsins, en H. V. Hud- son, K. C., fyrir fiskifélagið. Mun þetta eina málið er unnist hefir, er á móti fiskifélögunum hefir verið sótt, af hálfu fiski- manna. foreldrum sem framfærslustyrk hafa hjá bænum. ♦ * * Fjórtán miljón bændur í Rússlandi horfast í augu við hungur og allsleysi. Er það af- leiðing af uppskerubresti síð- astliðið sumar. Segja þeir, er kornsölu eru kunnugastir, að Rússland muni ekki hafa neitt af hveiti til útflutnings á yfir- standandi uppskeruári. * * * Til samveldisfundarins, sem haldinn verður í Ottawa á kom- andi sumri, koma þessir fulltrú- ar frá Bretlandi: Rt. Hon. Stan- ley Baldwin, stjórnarforseti; Rt. Hon. N*eville Chmaberlain, fjár- málaráðherra; Lord Hailsham, hermálaráðherra; Rt. Hon. J. H. Thomas, nýlenduráðherra; Sir Philip Cunliffe-Lister, ný- lenduritari; Rt. Hon. Walter Runciman, forseti verzlunar- ráðsins, og einhverjir úr akur- yrkjudeild brezku stjórnarinnar. Má af valinu í nefnd þessa sjá, að Bretum þykir mikils vert um mál þau, er fundur þessi hefir til meðferðar. Ætti Canada einnig að velja sína beztu menn í nefndina, af hvaða pólitísku sauðahúsi sem þeir eru. • • • í aukakosningu til sambands- þingsins, er fram fór í Atha- basca í gær, er kosningin talin vís Percy G. Davies, conserva- tíva, lögfræðingi 29 ára göml- um. Atkvæði hafa talin verið í 211 kjördæmum af 219. Hefir Davies um 300 atkvæði fram yfir næsta keppinaut sinn, Isaac S. Doz, liberala. Tveir aðrir sækja, annar undir merkjum bænda, en hinn óháður, en út- séð er um að hvorugur þeirra nær kosningu. • • * Lögregla Manitobafylkis hef- ir nú verið sameinuð lögreglu norðvesturlandsins — (Royal Canadian Mounted Police), og er því ekki nein fylkislögregla hér framar til. Sambands- stjórnin sér með öðrum orðum um lögreglueftirlitið, og sparar það fylkinu stórfé. Hið sama hefir smbandsstjómin nú gert fyrir öll smærri fylki landsins eða öll nema Ontario og Que- bec. ELIS LEO og HENRY STONESON. ’’en orðstír deyr aldrigi hveim sér góðan getr.’’ í íslendingabók stendur: “Oþr dóttir Ketils flatnefs, hersis 1 nóræns, bygþi vestr í Breiþafirþi. Þaþan ero Breiþfirþingar comn- er’’. Með sama rétti mætti segja: Vestur á Mýrum bygði Grímur Kveldúlfsson. Frá lion- um eru Mýramenn komnir. Enginn ætli, að eg ætli hér að fara að rekja ættarsögu Oþr gða Auðar Ketilsdóttur, né lield- ur Gríms Kveldúlfssonar, þó að Elis Leo Stoneson hvorttveggja væri hugðnæmt umhugsunarefni, eins og ávalt, þegar um sérstaka mannkosti eða afburða þrek er að ræða, sem miðlað hefir af andlegum auði sínum og dáðríkri dreng- lund samtíðarmönnum sínum og eftirkomendum, eins og þau tvö, sem hér um ræðir, gerðu. Og þó að nú séu liðin þúsund ár síðan þau voru uppi, lifir orðstír þeirra enn í fersku minni ætt- þjóðar þeirra, höfðings lundin og hetjuandinn hefir gengið í arf, mann fram af manni í ætt- um þeirra og afkomendum alt fram á vora daga. Eitt af því verðmæta í lífinu FRA ISLANDI ÝMSAR FRÉTTIR. Tekjuhalli Bændalánsdeildar Manitobastjórnarinnar hækkaði síðasta fjárhagsárið, sem endaði 30. apríl 1931, úr 168,874 upp í $1,022,204. Orsökin til þess- arar hækkunar er starfskostn- aður er nemur $85,197, og $768, 159, er strikað var út af bók unum sem óinnkallanleg láns- skuld. • • • Fimtán hundruð börn hafa Skipastóll landsins. í árslok 1931 voru alls skrá- sett á landinu 88 gufuskip, 642 mótorskip og 5 seglskip, eða alls 735 skip, sem voru samtals rúmlega 39 þúsund smálestir (brúttó). * • • Gjaldþrot 1931. Samkvæmt innköllun í Lög- birtingablaðinu urðu 36 gjald- þrot árið 1931, og er það miklu hærri tala en áður. Gjaldþrotin skiftust þannig: 1 Reykjavík 12, aðrir kaupstaðir 14, verzlun arstaðir 7 og sveitir 3. Meiri- hluti þeirra er gjaldþrota urðu, störfuðu að verzlun og útgerð. — Meðal þeirra voru 3 hlutafé- lög og eitt samlagsfélag. Auk þess var Síldareinkasala íslands tekin til skiftameðferðar í des- ember s. 1. ár. • • • Faraldur í fuglum Það er engu líkara en að banvæn pest sé í álftum í vet- ur. Auk merktu álftarinnar, er fanst í Höfnum, hafa fundist þar margar álftir dauðar. Er sýnilegt að þær hafa sjálfdauð- ar orðið, og ekki getur það ver- Henry Stoneson fæðst í Winnipeg í vetur af ið af hungri. eru fyrirdæmi atorkusamra, framsýnna og drenglyndra manna og kvenna, er veginn ryðja og sýna þeim sem meiri máttar eru leiðina til meiri þroska, göfugri hugsjóna og fullkomnari drengskapar, svo þeir megi verða að nýtari og betri mönnum. En af slíkum fyrirdæmum er saga okkar ís- endinga rík, og er það ekki hið minsta verðmæti hins þjóðern islega arfs. Það er því ávalt gleðiefni, þegar maður sér slík ættareinkenni að verki í lífi og starfi íslendinga, og eg er viss um að það mundi líka gleðja, ekki aðeins ættmóður Breiðfirð inga og ættföður Mýramanna, heldur og ættfeður og ættmæð- ur hinnar íslenzku þjóðar, ef Frh. á 2. bls. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.