Heimskringla - 23.03.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 23.03.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 23. MARZ 1932 HEIMSKRINGLA 7. SEEXA dt ] N afns pj íöi Id *£ j OPIÐ BRÉF TIL HKR. Frh. frá 3. bls. hrjóstrugt og fremur ljótt. í dag er kona á lestinni, sem eg hefði tekið fyrir vinkonu mína, frú Jónínu Christie, ef eg hefði ekki vitað hana á ís- landi. Ennið, augun, allur and- litssvipur, kjálkar og haka, gátu verið hennar, þ. e. frú Christie. Aldrei hefi eg séð syst ur líkari. Stundum — oftast álítum við mennirnir slíka lík- ing stafa af skyldleika, lengst aftur í ættum, ef ekki nær. — Langt hlýtur sá skyldleiki að vera í ættum aftur, sem olli þessari líkingu, því kona þessi var ekki af íslenzku bergi brot- in — ekki einu sinni norræn, að því er hún bezt vissi. 14. ágúst er fimtudagur. — í dag er veður gott, þ. e. mátu- lega eða skaplega heitt. 1 alla nótt hefir lestin klifað gegnum fjöllin. Landslag breytilegt en hrjóstugt og hrikalegt. í dag sá eg það skrítnasta hús, sem eg minnist að hafa séð í þessu landi, lilaðið úr hellublöðum, sveigmyndað að ofan og þak úr sama. Þannig sá eg torf- veggi saman hlaðna yfir fjár- húsdyrum á íslandi í ungdæmi mínu. Og þannig hlóðum við saman smalakofa okkar. Hús þetta gat hafa verið 4 til 6 geta breitt, og lengdin sem eg sá, 6 til 8 fet, endinn, sem frá mér sneri hvarf inn í fjallið. Ef til vill hefir þetta bara verið námu göng eða mynni. Rennis Farry er ljómandi fallegur bær. Nafnið er plantað í hvíta steinsteypu í skrúð- grænni hallandi brekku, sem skreytt er blómabeðum. Á girð- ingarstólpum framan við brekk una eru blómapottar, og hvar- vetna fegurð og smekkvísi. Hér er sýnilega mikið að gera. — Járnbrautarteinar liggja fram og aftur svo tugum skiftir, sem sýnir, að hér hefir eitthvert járnbrautarfélag aðsetur, lík- lega Gr. N. Landið umhverfis sýnist frjótt, fagurt og vin- gjarnlegt. Sandy Point heitir annar smá bær, sem við förum gegnum eða fram hjá. Ennþá rennur á- in niðri í dalnum. Hvað lengi höfum við farið meðfram henni á ýmsa vegu og hvað oft yfir hana? Hvorugt þetta man eg nú. En mér finst hún hafa verið förunautur okkar, langa, langa- lengi, og mér er farið að þykja vænt um hana. Altaf eru fjöll- in að hækka, eða við erum að komast hærra og hærra upp — upp. Það mun réttara. Til Spokane komum við kl. 10.40 og förum þaðan kl. 11.20 eftir 40 mínútna dvöl. Hér var klukk unni seinkað í annað sinn um 1 klukkutíma — Fjallatími, sem kallað er. Hér datt mér í hug að síma heim, en hætti við það. Þorði ekki að hætta mér út í ókunn- ugleikann um hánótt. Til Wen- natchee kom lestin kl. 2 að næturlagi. “Gleymið ekki Wen- natchee-eplunum’’, stóð á aug- lýsingu fyrir utan búðarglugga rétt á móti okkur. Eg fer út og kaupi bæði epli og plómur. Man þá fyrst eftir því, að eg er ein- mitt stödd í eplabelti Washing- ton ríkis, og fanst mál til kom- ið að smakka nýja ávexti. Þess má geta að þessa nótt sat eg í dagvögnum, af því við áttum að koma snemma til Everett. En þangað var förinni heitið fyrir það fyrsta. Föstudaginn 15. ágúst vakna eg við skruðninga mikla, líkast því sem fjöllin í kringum mig væru að hrynja. Eg rauk á fæt- ur og fram í anddyrið. Vissi strax hvað það var, svo eg var alls ekki smeik. Lestin var að renna í gegnum hin miklu jarð- göng — seinasta nývirki, og mesta ef til vill mannlegs hyggjuvits —• 8 til 10 mílna löng. Og einmitt til að sjá þetta nývirki tók eg mér far vestur með þessari braut. En hér var ekkert að sjá, niðamyrk ur að kalla, því klukkan var enn ekki nema tæplega 5 að morgni þessa dags. Alt sem eg sá var svolítil ljósglæta og svart ir veggir. Loks skreið eða rann lestin út í dagsskímuna. Eftir það sofnaði eg ekki, enda tók nú óðum að birta. Nú runnu og allar ár vestur. Hvenær sú breyting varð á, vissi eg heldur ekki. Það er mikill hagnaður að því, að ferðast á bílum. Þá er maður, eða þarf maður ekki að ferðast á nóttunni — og ekki missa af neinu sem mað- ur vill sjá. Umhverfis eru enn fjöll snævi krýnd, þó nú sé áliðið sumars — ísland hér í Washington-ríki. En þau snjó- krýndu fjöllin hverfa skjótt úr þessu. Lestin rennur niður gegnum Skykomish, og enn þá niður — niður, þegar við kom- um til Monroe er lestin hálf tíma á eftir áætlun. Til Everett komum við kl. 6.30 að morgni þessa dags. Eg tók “taxicab’’ heim. Reyni að opna með lykli sem eg æfinlega hafði með mér að húsi þessu, en gat það ekki einhverra hluta vegna, — líklega af fátinu sem á mér var yfir því að vera kom- in heim, því hér býr Helen dótt- ir mín og maður hennar Gust- ave N. Dalstead. Gus kemur á svipstundu og opnar, Pal, — stór og mikill Collie hundur — ætlar að éta mig af fögnuði, svo Gus verður að halda honum. í sömu andránni kemur Heien. Það er gott að ferðast, — gott og gaman og gagnlegt líka, þeim sem hafa opin augu. Sér- I staklega þegar ferðalagið geng- ur vel, eins og mitt ferðalag gekk. Það er líka gott að koma heim •— betra, þegar allir, sem manni er ant um fagna heim- komu manns, þá hefir maður í sannleika ástæðu til að fagna henni. Þenna dag óku þau hjón til Seattle og eg með þeim, og sáum nokkra kunningja. Kom- um seint heim. Eg fer í bað, og því varð eg fegin, og úr því í rúmið í þetta sinn gott rúm, og varð því fegin. Það er gott að hátta í gott rúm, — vera kominn heim — eftir langa útivist. í rúminu fór eg að hugsa um Islands för mína, og tilfinningar mínar voru blandn- ar — ekki yfir ferð minni, því yfir henni er eg glöð — glöð. Gleði mín á þeim sviðum er óblandin. Eg hefi séð landið mitt og orðið hrifin af tign þess og fegurð. Eg hefi séð þjóðina mína, og fundið hana vinveitta oss, hinum fjarlægu frændum sínum. Þar heima, fann eg og foma vini, og frændur — vináttuna heila og frændsemi góða, þar sem slíks var von. Og eg hefi eignast, að eg held nýja vini og kæra. En þjóðin mín! Hvað er hún? — Hvernig er hún? Ung, heilbrigð og nokkuð hreykin yfir síðustu ára sigurvinning- um á öllum sviðum, yfir vax- andi velmegun og glæsilegum framtíðar horfum. Hún er sjálfri sér nóg. Pfún er rík af sjálfstrausti, er ung, frjálsmann- leg og drengileg, þrátt fyrir þúsund ár og meir. Á mikið af ágætis fólki á öllum svið- um, — sumir segja hana ráða- lausa með ungdóm sinn, sem ekkert aðhald þoli. Sennilega er eitthvað hæft í þessu, en máske ekki í stærri stíl en hjá flestum menningarþjóðum þess- arar aldar. Eitt er víst. Ung- dómur íslands er hugsandi glæsilega gáfað fólk. Fólk, sem yrkir og skrifar eins og það hafi lykla allrar vizku. Skilja alt milli himins og jarð- ar — í jörð, á og yfir, og þetta fólk veit og skilur að minsta kosti eins mikið — sennilega meira en ungdómur nokkurrar annarar þjóðar er líklegur til að vita. — Öfgafull — segir eldra fólkið — eins og æskunni hætt- ir til, — svo örðugt er að átta sig á, hvar vitið og gagnrýnin endar, og öfgarnar byrja. — Máske er eitthvað í þessu. Oft verður góður hestur ur göldum fola, segir ísl. máltækið. — En aldrei úr skaplausri skepnu — mætti bæta við með eins mikl- um sanni. Þessir ungu höf. láta alt fjúka sem þeim dettur í hug, og þeim dettur margt i hug ótrúlega skrítið, — og vit- laust, — segir gamla fólkið. — Sennilega en einnig ótrú- lega skarplegt og djarfmenn- legt. Þeir skilja sig ekki sjálf- ir, ákærir krítíkin og hristir fannhvíta lokka — uppþornaðr- ar elli, þar sem enn er um nokkra slíka lokka að ræða Æskan hlær, og skrifar — skrifar meira. Ritstjóramir taka það alt — einhverjir ritstjórar verða til þess, hvort sem þeir skilja eða ekki, því þar er um komandi höf. að ræða, og það er ekki viturlegt að styggja þá. Þeir eru vísir til að snúa örv- um sínum til þeirra ritstj. og þessar örvar eru beittar, hertar í háði ófyrirleitnar æsku. Þjóðin er breytt, ótrúlega breytt frá því sem hún var fyrir 40 árum. Þá var hún lömuð und an margra ára harðindum. Framtíðarhorfurnar alt annað en glæsilegar. Frá þessum horf- um fluttum við eldra fólkið, inn í örðugleika harðdrægs land- náms, og berum, margt af okk- ur, sýnilegar minjar þess, en þjóðin heima nú gerir. ísl. þjóð- in er bjartsýn og hefir ástæðu til að vera það. Það af fólki því, sem lifði gegnum síðustu harðindi er nú aldrað — svo aldrað og tiltölulega fátt, að lítið ber á því, — sumir virð- ast jafnvel hafa gleymt þeim, og það er gott. Aftur hefir fólk, upp að fertugs aldri ekk- ert af þeim að segja, nema af afspurn, — yngra fólk trúir þeim ekki, skoðar jafnvel sögur um þau, eins og marklitlar kerl- ingasögur. Alin upp við sí- batnandi lífskjör, með þau menningar skilyrði fyrir hönd- um sem landið hefir nú fram að bjóða, sem og aukna og bætta atvinnuvegi, verður breyt ingin á hugsunarhætti og út- sýn uppvaxandi kynslóða skilj- anleg og eðlileg. Margt annað kemur og til greina . En út í það fer eg nú ekki — ætlaði ekki einu sinni svona langt — varð að gera mér grein fyrir breytingunni. Ungdómurinn á íslandi er I hugsandi, vakandi, frjálslynt gáfað og gagnrýnið fólk, hefir vel mældan skerf af sjálfáliti já, og sjálfstrausti, og óbifandi trú á framtíð þjóðarinnar, dá- lítið ófyrirleitið — kanske, eða svo segir fólk þar — með þeirri '< virðingu fyrir lífsreynslu, skoð- ! unum og þekkingu eldra fólks- ins, sem það á skilið — senni- lega — en alls ekki meira. Já, íslendingar ( þ. e. heima) eru vel gefnir. Á því getur enginn vafi leikið. — það er deginum ljósara. í það heila, er eg ánægð — nei — stolt af því, sem eg sá af þjóðinni okkar á íslandi. Eg Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldfc. 8krif«tofu«ími: 23674 Slundar «érstakleg:a lungnasjúk dóma. Kr a8 finna á skrifstofu kl 10—1? f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Tals(n<l i 33158 DR A. BLONDAL S0J Medlc&l Arts Bldg Talsímt: 22 296 Btund&r sérst&klega kvensjúkdóma og b&rn&sjúkdóma. — At! hltta: kl. 10—12 « h. og 8—6 e h. Helmlll: 806 Vlctor St. Slmt 28 180 Dr. J. Stefansson 216 XhlDU'AL AKTS BLDG. Hornl Kennedy og Graham Stnvdar rlnKöncu ■iiK'na- ryrna nef- oi kverka-KjAkddniR Br atJ hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 8—6 e b Tnlnlmi: 21834 Helmfll: 688 McMlllan Ave 42691 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. { AO Centn Tazl • Frá einum statJ tll annars hvar ! sem er í bœnum: 6 manns fyrir j sama og einn. Allir farþegar á- byr^stir, allir hllar hitatJir. Sfaal 23 SM (8 lfanr) KUtur, töskur • ghúsgagna- flutningur. DR. L. A. SICURDSON 218-220 Medical Arts Bldff. Phone 21 8S4 Office timar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDIGAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 trúi æskunni fyrir framtíð lands og lýðs, með því aðhaldi fyrir stjórn-festu — sem þroski, gætni og lífsreynsla eldra fólks- ins gefur henni. Guð blessi ísland og íslend- inga, landið og þjóðina okkar allra, hvar sem við erum. Út frá þessum hugleiðingum Sofnaði eg, og dreymdi heim til íslands ,eins og mig hefir oft dreymt síðan. Næsta dag kom eg heim til Blaine, eins og þér er fullkunn- ugt um, Rósa mín. Þá er þessu langa bréfi lok- ið, með öllum sínum gögnum og gæðum, — öllum göllum og útúrdúrum, getið þið fyrir- gefið? Með þakklæti, vinsemd og virðing til allra, sem sendu mig heim, einnig beztu óskum — og kærri kveðju til K. N’s og Rósu Casper. M. J. B. P. S. til A. M. Ásgrímsson, að Hensel, N. D. Því míiður get eg ekkert sagt þér um Söngstjórann Sig. Þórðarson, annað eða meira en áður er gert. Líklega gæti söngmaðurinn okkar ágæti Sig. Skagfield sagt þér meira um hann, ef þú næðir til hans. Já, þeir syngja vel heima. Af því verður ekki ofsagt. Gaman þótti mér að heyra um Sigurlaugu á Brímnesi. Hún er ágætis kona, og ekki síður skemtileg fullorðin en hún hef- ir verið barn — þá hjá foreldr- um þínum. Ekki býst eg við að ferða- sagan verði sérprentuð. Það kostar meiri peninga en eg á ráð yfir. — Enda líklegt að nú hafi allir fengið nóg af henni. Með beztu þökk fyrir gott bréf, þín einlæg, M. J. B. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfr<r<Ungur 702 Confederation Life Bkig. Talsími 24 587 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LOGFRÆÐINOAB á oðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur &fl Lnudar og Giatli og eru þar afl hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. Islenskur LögfrœSingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur Itkki&tur og &nn&st un útf&r- lr. Allur útbúnaður s& beeti Rnnfremur eelur h&nn allakenar ralnniiv&rS& og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phonet MI80T WINIVIPM HEALTH réstored Lakningar án lyfja DR. 8. «. 8IMPSON, 8.B., D.O., D.O. Chronic Disaases Phono: «7 208 Suite 642-44 Somerset Rlk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBACHVBR BF FTAlf • R54 lANNIIIG ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipag Gegnt pósthúðinu. Sbni: 23 742 Heimllis: 38 828 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Bagfaft aard F«ratt«rc M«fi«ff 782 VlCTÖlt ST. SIMI 24.598 Ann&st aliskon&r flutninga fram og aftur um basian. J. T. THORSON, K. C. telenekur ll(frnlla|gr Skrifetofa: 411 PARIS BLDQ. Siral: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talafml i 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIK •14 Semerset Block Portftge Areaoe WINNIPBO BRYNJ THORLAKSSON SttngstjArl StHllr Pianes og Orgoi Slmi M 848. 594 Alverstoae Sk. 0)ll2l2ÍLíU VýUlýo, EXTRA PALE ALE WINNIPEG TELEPHONE-4IIII - 42304 IF1 3G 3E 3E 30 3E The Manitoba Cold Storage Co. LIMITED tS>tt©£inia<5 1903 . .g. .g. Wiimipeg', Man, PLÁSSIÐ ER 2,000,000 TENINGSFET, EÐA 35,000 TONN Elzta kæligeymslustofnun í bænum. ..ííi, 1 ; s- ■ Sérfræðingar í öllu, er lýtur að ávöxtum nýjum eða þurkuð- um, smjöri, eggjum, kjöti, o. s. frv. Því nær allar vandgeymdar fæðutegundir. REKUM VIÐSKIFTI YÐUR TIL ÞÆGINDA. '4 Sérfræðingar í öll- um nýjustu kæliað- ferðum, sömuleiðis í geymslu fiskjar. Því nær allar vandgeymdar fæðutegundir. SANNGJARNT VERÐ OG LÁG ÁBYRGHARGJÖLD SKRIFIÐ OSS VIÐVÍKJANDI KÆLIÞÖRFUM YKKKAR. THE MANITOBA COLD STORAGE CO. JL JL WINNIPEG, MANITOBA —■_iL_-,ir== DC“

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.