Heimskringla - 23.03.1932, Síða 6

Heimskringla - 23.03.1932, Síða 6
6. SIÐA / HEIMSKRINGLA WINNIPEG 23. MARZ 1932 i Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A. Henty “Algerlega, Miss Hannay. Mér er heldur létt um að tala, en þó hefir komið fyrir, að mér hefir fundist það þreytandi, og það meira en í meðallagi, einkum ef maður hefir fyrir sessunaut einhvern bráðókunnugan á herstöð- inni, og getur þess vegna ekki haft ánægju af að tutla neinn nágrannann í sundur.” Kvöldið leið fljótt og höfðu allir ánægju af samsætinu. Þegar gestimir voru famir, viðurkendi Isabel, að kafteinn Foster væri kátur og skemtilegur maður. “Já,” svaraði majórinn, “hann er skraf- hreifinn og vel heima í öllu, sem samkvæmi gerir skemtileg. Eg hefi samt ekkert sérlegt álit á honum, og eg er hálf hræddur um að hann verði okkur ofjarl hér, af því þetta þorp er svo fáment.” “Hvernig á eg að skilja það, að hann verði okkur ofjarl?’’ spurði Isabel. Eftir litla umhugsun svaraði majórinn: “Hans flokkur er svo fámennur, að hann verður iðjulítill, og veit þá ekki hvað hann á að gera við sig.’’ “Þá getur hann verið á dýraveiðum," sagði Isabel. “Já, víst gæti hann það, en eg efa að hann sé hneigður til þess,” svaraði majórinn. “Hann er held eg meira gefinn fyrir samkvæmi og þess kyns félagsskap, og er, hugsa eg, hneigður fyrir billiard og spilaborð meira en holt er fyrir hann eða aðra. Af því hér er svo fáment, verðum við að gera okkar ítrasta til að sýna honum almenna kurteisi, en værum við í Cawnpore, mundi eg ekki æskja eftir komum hans í mitt hús.” “Eg held eg viti hvað þú átt við, frændi, en víst er hann skemtilegur maður,’’ svaraði Isabel. “Skemtilegur, já, eg skyldi nú segja það!’’ svaraði majórinn, og í þeim anda, að það leyndi sér ekki fyrir Isabel, að sá hæfileiki Fosters var nokkuð, sem majórinn bar enga virðingu fyrir. En Foster áleit augsýnilega, að hann væri velkominn gestur hjá majórnum, ♦því undireins næsta dag kom hann að heimsækja þau. “Eg hefi verið að dreifa nafnspjöldum mínum á meðal húsráðendanna í þorpinu, en þeir eru nú teljandi,’’ sagði hann. “Auðvitað kyntist eg Mrs. Rintoul í Delhi, samtímis Mrs. Doolan, en hinum er eg ókunnur. En það sýnist alt viðfeldið fólk.’’ “Það er einkar viðfeldið fólk,”’ svaraði Isabel. “Eg skildi spjald mitt eftir á heimili manns eins, sem nefndur er Bathurst,’’ hélt hann áfram. “Hann var ekki heima. Er það sami maðurinn, majór, sem fyrrum tilheyrði herdeild — eg man ekki hverri — og yfirgaf hana nokkuð skyndilega, mitt í styrjöld, í Runjaub-héraðinu ? ’’ “Já, eg hugsa að það sé sami maðurinn,” svaraði majórinn. “En eg veit ekkert hvenær eða hvernig hann yfirgaf herdeildina.’’ Hefði Foster verið majórnum kunnugri, þá hefði hann getað ráðið af rödd hans og svari, að hann vildi ekki vita né heyra neitt um það, en Foster skyldi ekki áherzluna, sem karl lagði á orðin, og bambaði svo áfram: “Þeir segja að hann hafi reynst heldur deiglyndur! Sé það sami maðurinn, þekki eg hann frá skólaárunum, því að við vorum þar saman, og nema hann hafi tekið stórum breyt- ingum síðan, hefi eg enga löngun til að kynn- ast honum á ný.’’ “Eg hefi mikið álit á þeim manni," svar- aði majórinn hálf styttingslega. “Hann og doktor Wade eru miklir vinir, og doktorinn hefir sérlegt álit á honum, og yfirleitt held eg að það sé álit manna, að Bathurst standi fremstur í flokki samverkamanna sinna sem hæfileikamaður.’’ “Eg hefi náttúrlega ekkert út á manninn að setja,’’ sagði þá Foster, “en hann var vesa- lings bjálfi í skóla, og við vorum held eg lítið til vina. Varstu honum kunnugur heima, majór?” “Eg kyntist honum fyrst á veðreiðunum í Cawnpore,’’ svaraði majórinn. “Hann kom að finna doktorinn og gisti hjá honum.’’ “Einkennileg fígúra, hann Wade!” sagði Foster. Isabel þoldi ekki mátið lengur, en sagði með áherzlu, sem ekki varð misskilin: "Hann er einn með góðsömustu og beztu mönnum, sem eg hefi nokkuru sinni kynst. Hann sá um mig á leiðinni út hingað, og það gat sannarlega enginn verið mér betri, eða auðsýnt meira göfuglyndi.’’ “Það efa eg ekki,’’ svaraði Foster, “en samt er hann einkennileg fígúra, Miss Hannay ef maður leggur þann skilning í orðið, að það merki þann ,sem er að miklum mun frábreytt- ur öðrum mönnum. Eg þykist líka vita að hann sé góður læknir, en jafnframt hygg eg að hann sé heldur óvæginn í orði, og segi sjúklingum ókryddaðan sannleikann.” “Það get eg ímyndað mér,’’ svaraði Isa- bel, “því doktorinn hefir óbeit á fleðuskap og húmbúggi. Og víst vildi eg ekki láta sækja hann til mín, ef ekkert gengi að mér nema í- myndunarveiki.’’ “Eg hefi augsýnilega gert meira en smá- ræði gönuhiaup þama,” hugsaði Foster, er hann gekk heim til tjalda sinna. “Majórinn vildi ekki að eg segði neitt um Bathurst, og ungfrúnni þótti það, sem eg sagði um læknir- inn. Skyldi henni líka hafa mislíkað það, sem eg sagði um Bathurst — undirferlis hundingj- ann þann! Það er enginn efi, að hann var hugdeigur. En hún er, að mínu áliti, sú stúlka, er ekki kærir sig um bleyður, og ef hún fer að spyrja út í hermenskusögu Bath- ursts, eins og eg hugsa að hún geri, þá hlýtur hún að frétta, að eg sagði satt. En hvað hún er lagleg, stelpu-anginn! Eg sá ekki fríðara kvenmannsandlit á öllu Englandi. Þar sem hún er nú hér, og Mrs. Doolan líka, þá kvíði eg ekki lengur vistinni í þessu leiðinda-þorpi.’’ Majórinn óttaðist að Isabel mundi spyrja sig um þessa sögu af Bathurst, og til þess að komast hjá því, fór hann út og burt undir- eins og Foster var farinn. Isabel varð því ein eftir og beið doktorsins með óþreyju, en hann kom æfinlega seinni part dagsins til að stytta henni stundir. “Jæja, góða mín, hvernig leið ykkur í gærkvöldi og hvernig leizt þér á nýja gest- inn?’’ spurði doktorinn undireins og hann kom. “Eg sá hann fara héðan fyrir lítilli stundu og þóttist vita að hann hefði verið að heimsækja ykkur.” “Það er langt frá því að mér lítist á hann,’’ svaraði Isabel alvörugefin. “Ekki það? Ja, þá er óhætt að segja, að þú víkur út af almennri reglu kvenna.” “1 gærkvöldi fanst mér hann vera furðu skemtilegur,” sagði Isabel í einlægni. “Hann var svo kurteis, og svo hefir hann eitthvað það við sig, að manni getur ekki annað en fallið hann í geð. En í dag reiddist eg við hann. Til að byrja með, sagði hann að þú værir sérlyndis-fígúra!’’ Doktorinn hló. “Það er nú nokkuð rétt, góða mín! Ekki er það skaðlegt,” sagði hann svo. “Og svo sagði hann Iíka —", hún efaði sig, en hélt þó áfram, — “hann sagði nokkuð sem eg er sannfærð um að er ósatt. Hann sagði að Bathurst hefði yfirgefið herinn, af því að hann hefði sýnt hugleysi. Það er ekki satt — eða hvað? Eg er viss um að það getur ekki verið satt!” Doktorinn þagði litla stund, en sagði svo: “Það er gömul saga þetta, og hefði gjarna mátt liggja. Eg held hvorki Foster, eða nokk- ur annar viti hvað rétt er í því máli. Það er deginum vísara, að segi maður sig úr hemum á styrjaldartíð, gjósa æfinlega upp sögur þeim manni til ófrægðar, og oft án minstu á- stæðu. En setji maður nú sem svo, að eitthvað sé hæft í þessum sögum, þá getur það undir engum kringumstæðum talist Bathurst til lýta, þar sem hann er ekki lengur í hernum. Staða hans og annara embættismanna út- heimtir ekkert sérlegt hugrekki.” “Það getur nú ekki verið alvara þín, doktor!” sagði Isabel. “Því sannarlega ættu allir menn að vera hugrakkir. Hvernig í ó- sköpunum getur nokkur maður borið virðingu fyrir manni, sem er bleyða? Eg get ekki í- myndað mér neitt slíkt!” “Hugrekki er einkennileg gáfa, góða mín, og engan veginn öllum jafnt gefið,” sagði doktorinn. “Það er bæði andlegt og líkam- legt, og margbrotið mjög í hvorri þeirri mynd. Sumir eiga ósköpin öll af h'kamlegu, dýrs- legu hugrekki, en eru bleyður í andlegum og siðferðilegum skilningi. Sumir eru hugleysis aumingjar í öllum skilningi, aðrir að nokkru leyti. Eg hefi þekt mann, sem ekki vissi hvað hugleysi var í skæðustu orustu, en hafði ekki hug til að snerta rottu eða mús. Eg hefi vitað hugrakkan mann alveg tapa sér af ótta í þrumuveðri. Þetta sýnir, að mennirn- ir eiga engan þátt í þessu sjálfir. Þeir eru þannig gerðir, og um leið var þeim þá alls- endis ómögulegt að ráða bót á því. Hvað Bathurst snertir, þá áiít eg hann sérlega göf- ugan og mikinn mann. Og það er eg viss um, að hann hefir meira en alment hugrekki j vissum greinum, þó vel geti verið að hann hafi minna en meðalskerf af því í öðrum, af því að hann er þá þannig gerður og getur ekki við það ráðið.” “Aðal-atriðið er að mínu áliti, að maður- , inn sé hugrakkur á vígvellin- um,’’ sagði Isabei. “Maður kallar ekki þann mann bleyðu sem hræddur er við mús, held ur þann' sem er hræddur á vígvellinum. Mér finst þess vegna að sá, sem þar er hræddur, sé bleyða í öllum skilningi. Mín skoðun hefir altaf verið að hugrekkið sé það, sem hvern mann gerir tilkomumestan, og eg hefi æf inlega öfundað karlmennina fyrir þann hæfileika, en að sama skapi fyrirlitið þá sem bleyður eru. Ef til vill getur það verið honum óviðráðan- legt, en eg get ekki að því gert, að mín til- finning er þannig eigi að síður. Að einn mað- ur er fæddur herfilega ófríður, og annar hálf- viti, það er auðvitað nokkuð, sem þeir eiga enga sök á, en mér finst öðru máli að gegna með hugrekkið, þó eg geti ekki gert mér grein fyrir þeim mismun. Að vera stór og sterkur en huglaus, er nokkuð, sem mér finst skipa karlmanni sæti skör lægra en kvenmanninum. Eg vil ekki trúa öðru en að hér sé einhver misskilningur, og að þessi saga sé ósönn. Eg hefi séð Bathurst æði oft síðan hingað kom, og þú hefir æfinlega talað svo vel um hann, að mér myndi sízt koma í hug, að hann væri — líkur þessu!’’ “Eg veit hvernig öllu þessu er varið, góða mín,” sagði doktorinn, “og þú mátt trúa því að það er ekki eitt atriði í breytni Bathursts er á nokkum hátt breytir áliti mínu á hon- um, og ennfremur, að hann að sumu leyti er með hugmestu mönnum, sem eg hefi kynst.” “Alt þetta getur verið satt, doktor, en þú ert ekki farinn að svara spumingu minni,” sagði Isabel. “Yfirgaf Bathurst herinn,,af því að hann var hugdeigur? Ef hann gerði það og þér var það kunnugt, því varstu þá að bjóða honum hingað? Hvers vegna varstu þá altaf að hæla honum? Því hældirðu hon- um ekki á þessa leið: Að öðru leyti er þessi maður góður og virðingarverður, en hann er sem fyrirlitlegast er allra hluta — hann er bleyða?’’ “Orð hennar og rómur lýstu svo djúpri og skerandi tilfinningu, að doktorinn svaraði með hægð, og þessu einu: “Eg vissi það ekki, góða mín, annars hefði eg sagt þér það undireins, að í þessu efni væri honum ábótavant, því eg skoða það heilaga skyldu hvers manns að segja sannleikann í hverju sem er, ef hann veit það rétta. En svo er hann nú ekki það sem þú sagðir.” Isabel hristi höfuðið. “Við skulum ekki tala meira um þetta, doktor,’’ sagði hún. “Það gerir mér ekkert, til eða frá, hvort Bathurst er hugrakkur eða ekki; það er bara dálítið óviðfeldið, að hafa verið svo vingjarnleg við mann, sem er —’’ “Segðu ekki meira,” tók doktorinn fram í. “Þú mættir þó æfinlega minnast þess, að RobinlHood FIiÖUR AF BRAUÐI ÚR ÞESSU MJÖLI, ER EKKERT SKILIÐ EFTIR Á BORÐINU Isabel hafði óafvitandi skipað Bathurst skör hærra en öllum öðrum mönnum, og bar margt til þess. Doktorinn hafði dálæti á hon- um, og hún hafði sjálf dáðst að iðni hans og atorku, þar sem allir aðrir hugsuðu aðeins um að skemta sér. Eldri menn en hann hlustuðu á orð hans og aðhylltust ráð hans. Hann var hæglátur og dró sig heldur í hlé, og var í því sem öðru gagnólíkur öllum öðr- um mönnum sem hún hafði kynst á Indlandi. Henni hafði þess vegna fundist hann vera mikiimenni, andlega ekki síður en líkamlega, og einn af þeim fáu mönnum, sem ætíð og æfinlega var óhætt að treysta. Hún hafði sjálf verið farin að hneigjast að skoðunum hans, var farin að hlakka til komu hans, og með sjálfri sér farin að viðurkenna, að hann nálg- aðist meir en ailir aðrir menn, sem hún þekti, það takmark fullkomnunar, sem hún hafði sett mikilhæfum manni. Og nú í einu hendings kasti var þessi loftkastaii hruninn til grunna. Honum var á- fátt í því, sem hún taldi karlmannsins fyrsta og tilkomumesta eiginleika. Hann hafði yfir- gefið herinn, og ef brottförin var honum ekki beint til vanvirðu, varpaði hún samt skugga á feril hans. Þetta var nokkuð, sem vinur hans, doktorinn, gat ekki borið á móti. — Gremjan yfir þessari uppgötvun opnaði um leið augu hennar fyrir þeim sannleika, en sem hún til þessa hafði ómögulega viljað játa fyrir sjáifri sér, og sá sannleikur var, að hún var búin að fá ást á Bathurst. Það var henni þungbærast af öilu. “Eg má þó æfinlega vera Foster þakklát fyrir það, að hann hefir opnað á mér augun áður en í ótíma var komið,’’ hugsaði hún og þerði um leið í bræði tár, sem voru að velta niður um vanga hennar. “Hvernig skyldi mér hafa liðið, hefði eg frétt það, þegar of seint var orðið að snúa aftur, að eg hefði fest ást á bleyðu — á manni, sem flúið hafði úr hernum af hræðslu? Eg hefði fyrirlitið mig sjálfa eins mikið og eg hefði fyrirlitið hann. Jæja, þetta er þá fyrsta lexían mín! Ytra álit skal ekki gabba mig f annað sinn. Heldur skyldi eg giftast Foster, þó sannar væru all- ar sögurnar um hann, heldur en manni, sem alræmdur er fyrir hugleysi. Foster er þó æf- inlega hugrakkur og hefir sannað það.” Doktorinn var í vondu skapi, þegar hann fór. hann er vinur minn. Það er þarfleysa fyrir okkur að jagast út af þessu, góða mín, og til þess að fyrirbyggja það, ætla eg að fara undireins.” Þegar hann var farinn, fór Isabel að yf- irvega orð hans. Hann hafði aldrei svarað spurningum hennar, en hann hafði ekki held- ur borið á móti sögunum um hugleysi Bat- hursts. Alt, sem hann hafði sagt, var í raun réttri afsökun fremur en neitun. Doktorinn var eins trúfastur vinur eins og hann var hlífðarlaus andstæðingur, og mátti af því ráða, að hefði hann getað borið þessar'sögur til baka, þá hefði hann gert það og gert það rækilega. Isabel þóttist því vita, að vænt eins og doktornum þætti um Bathurst, varð hann að trúa því, að honum væri áfátt í hugrekki. Auðvitað hafði hann sagt, að hann væri hug- stór maður í sumu, og gefið í skyn að honum væri kunnugt um eitthvert sérstakt tilvik, sem sannaði frábært hugrekki. En hvaða gagn var að því, ef hann mátti yfirgefa hermensk- una vegna hugleysis? Og hugleysi, sem sagt, var hræðilegasti gallinn á karlmanni, sem Isabel gat hugsað sér. Sögur af hetjum og hreystiverkum þeirra höfðu frá því fyrsta ver- ið eftirlæti hennar, og þar sem hún sjálf var full af af lífi og fjöri, þá var henni helzt ó- mögulegt að hugsa sér hugdeigan karlmann. Að Bathurst væri þannig, var henni þess vegna helzt ómögulegt að trúa. Það gat verið satt, eins og doktorinn sagði, að hann ætti enga sök á því sjálfur, en það breytti sann- leika sagnanna í engu. Það var máske meiri ástæða til að kenna í brjósti um hann, en að sakfella hann. En þess kyns vorkunnsemi á ekkert skylt við ást — hefir þvert á móti þau áhrif, að frækorn ástarinnar visnar. “Skollinn sjálfur hafi þenna afskiftasama fant!’’ hugsaði hann og um leið barði hann reiðhest sinn hranalega með svipunni, en það var sjaldgæft. “Þetta að koma fyrir, þegar alt var að komast í það horf, senr eg vildi. Mér var og er svo ant um þetta, og þó eg viti að Bathurst hefði aldrei minst á ástamál við hana fyr en eftir að hann hefði sagt henni alla söguna, eins og hann sagði mér hana, þá hefði eg ekkert óttast það, því orsök og af- leiðing fær alt annan blæ, þegar sagan kemur frá hans eigin vörum. Eg vildi gefa þriggja mánaða laun fyrir leyfi til að húðstrýkja þann dóna. Þó get eg nú ekki sagt, að hann hafi gert þetta í illum tilgangi. Honum gat tæpast verið kunnugt um að Bathurst var handgeng- inn majórnum, eða að hann væri að hugsa nokkuð í áttina til stúlkunnar. En nú er spurningin: Á eg að segja Bathurst að hún hafi heyrt um þessar sögur? Líklega er það réttara. En hér kemur þá majórinn og dokt- orinn stöðvaði hest sinn. “Nokkuð í fréttum, majór? Mér sýnist eins og eitthvað sé að.” “Já, og fréttimar eru slæmar, doktor,’’ svaraði majórinn. “Sendimaður er nýkominn með bréf frá óberstanum, þess efnis, að yfir- hershöfðinginn sé nýbúinn að fá skeyti, þar sem honum var tilkynt að nítjánda herdeildin í Berhampore, hafi neitað að taka við skot- færunum, sem verið var að útbúa. í gær hafði líka Sepoyi einn í þrítugustu og fjórðu her- deildinni í Barrackpore, kvatt liðsmennina til uppreisnar opinberlega, og þegar Bangh ad- júdant og annar liðsforingi hlupu til að grípa hann, særði hann þá báða, en ekki einn mað- ur í fylkingunni gegndi skipun þeirra að hjálpa sér og handtaka manninn. Nítjánda herdeildin verður leyst upp undireins og sú þrítugasta og fjórða sjálfsagt líka.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.