Heimskringla - 30.03.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.03.1932, Blaðsíða 2
X. StÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 30. MARZ 1932 ÞRETTÁNDA ÁRSÞING ÞJOÐRÆKNISFÉLAGSINS FUNDARGERO. Séra Guðmundur Araason lagði til og Ami Eggertsaon studdi að nefndar áiitið yrði rætt lið fyrir lið. 1. liður. Ami Eggertsson lagði til og Halldór Gíslaaon studdi að þessi liður yrði viðtekinn óbreyttur. Samþykt. Um annan lið urðu talsverðar um- ræður. Dr. Rögnvaldur Pétursson taldi að örðugra mundi vera að fá auglýs- ingar fyrir árslokin, en ^ftir nýár. Auk þess væri það auglýsendum nokk- ur hvöt ,að vita að ritinu væri útbýtt á þinginu og að menn kæmi þá víðs- vegar að. Taldi annars heppilegt að leita álits þeirra manna á þessu máli, er við auglýsenda söfnun hefði fengist. B. Finnsson kvað það reynslu sína, að betra væri yfirleitt, að fá auglýsingar að haustinu eða að vorinu til, en í janúar og febrúar. Var þá leitað álits þeirra manna, sem haft höfðu undan- farin ár á hendi auglýsingasöfnun fyrir Tímaritið. Asmundur Jóhannsson lét eindregið þá skoðun I ljós, að heppileg- ast væri að binda útkomu Tímaritsins við þingtíma Þjóðræknisfélagsins eins og að undanförau. Kvað auglýsendur al- gerlega gilda það eina, þar sem hér væri um ársrit að ræða, hvort það kæmi út í desember eða mánuði eða tveimur seinna. Mætti alt að einu hefja auglýsingasöfnun snemma á haustinu og jafnvel í ágúst. Auk þess taldi hann febrúar einn hinn bezta mánuð til auglýsingasöfnunar. Arni Eggertsson benti hinsvegar á, að aðal ástæðan fyrir þessum lið hefði verið sú, að hann hefði rekið sig á, að ýms smá- félög væri fúsust á að auglýsa fyrir jólin en gætu ómögulega haft neina þörf fyrir auglýsingu í Timaritinu, þar sem það kæmi ekki út fyr en eftir hátíðir. Annars hefði nefndinni ekki verið neitt kappsmál um þenna lið. Guðjón S. Friðriksson gerði þá breytingar tillögu við liðinn og Sveinbjörn Gíslason studdi, að ritið væri framvegis gefið út á sama tima og að undanfömu. Var það samþykt. Liðurinn var siðan allur sam- þyktur með þessari breytingu. 3. liður. Dr. Rögnvaldur Pétursson lagði til og Guðjón S. Friðriksson studdi að liðurinn yrði viðtekinn óbreyttur. Samþykt. 4. liður. Dr. Rögnv. Pétursson benti á að samskonar samþykt hefði verið gerð í 2. lið nefndarálitsins um Tíma- ritsmálið á f. á. þingi. Féll þá nefndin frá þessum lið. Siðan var nefndarálitið borið upp og samþykt með á-orðnum breytingum. Forseti skýrði frá þvi, að einn maður úr fjármálanefndinni Bjami Dalman, hefði beðist lausnar úr nefndinni af þeim ástæðum, að hann væri í fram- kvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins og væri þá illa til fallið, að hann væri settur til að athuga sin eigin verk. Skipaði forseti með leyfi þingsins í hans stað i nefndina Th. S. Thorsteinsson frá Selkirk. Með því að engin nefndar álit lágu fyrir þinginu í bili vom tekin fyrir Ný mál. Guðmundur Jónsson frá Vogar hreyfði því að hann teldi þingtima Þjóðræknis- félap-s'*'s í febrúar óheppilegan fyrir sveitamenr af vmsum ástæðum. Taldi heppilegra að bingtíminn væri færður til marsmánaðar eða jafnvel nokkuð seinna á vetrinum og spurðist fyrir um það, hvort ekki mundi mega koma með til- lögu þess efnis inn á þingið. Séra Ragn- ar E. Kvaran benti á, að þeir sem koma vildu fram breytingum á grundvallar- lögum félagsins, skyldu lögum sam- kvæmt hafa gert stjórninni aðvart um það að m. k. þrem mánuðum fyrir þing. Taldi hann þvi, að naumast mundi vera hægt að taka þetta mál inn á þingið. Dr. Rögnvaldur Pétursson las upp laga- ákvæði félagsins þessu viðvíkjandi og sýndl fram á, að þar sem Þjóðræknis- félaglð væri löggilt félag yrði að bera slíkar lagabreytingar undir samþykt rikisritara Canada og værl það ástæðan fyrir þessum fyrirvara . Crrskurðaði þá forseti að mál þetta gætl ekki verið tekið upp á þessu þingi með því að það skorti löglegan undirbúning.. Séra Guðmundur Amason taldi mik- inn vafa á því hvort heppilegt væri að breyta þingtímanum, en kvað ýmsar aðrar ástæður frekar liggja til þess, að aðsókn að þinginu væri 3topul. Væri sérstaklega úr hinum fjarliggjandi sveit- um mjög mikill kostnaður því samfara, að sækja þingið og beindi því til vænt- anlegrar stjómamefndar, hvort hún vildi ekki rannsaka möguleika á þvi, að kom- ast að samningum við jámbrautarfé- lögin um niðursett fargjald fyrir þing- gesti, eða heimila fjárveitingu úr félags- sjóði alt að $100.00 til að styrkja þá sem langt ættu að, að þriðjungi eða helmingi ferða kostnaðar. — Dr. Rögnvaldur Pétursson bar þá fram fyrir hönd fráfarandi stjómamefndar reglugerð í 9 liðum fyrir samkeppni um verðlaunabikar Þjóðræknisfélagsins svo hljóðandi: Regulations Goveming Competition For “Millennial Hockey Trophy”. 1. This Trophy, to be known as “Millennial Hockey Trophy", is donated by the “Icelandic National League” for perpetual annual competition in Hockey. 2. The Trustees of the Trophy shall be the Executive, for the time being, of the “Icelandic National League”. 3. The purpose of the Trophy is to promote interest in the game of Hockey among the young people of Icelandic descent and origin and their associates. 4. Competition for the Trophy shall be limited to clubs and teams whose per- sonell is predominantly of Icelandic descent or origin. 5. Any dispute as to eligibility for competition for this Trophy .either as to teams or individuals, shall be determined by the Executive of the “League” or by a committee thereof, appointed for the purpose, whose decision shall be final. 6. AIl players, to be eligible, must conform to the regulat’.ons goveming players of the Canadian Amateur Hockey Association. 7. The Trophy shall be presented annually to the winning team or club by the President of the Icelandis National League or by someone appointed by him. 8. Such winning team or club shall be responsible for the safe keeping of the Trophpy, and shall deliver same back to the Trustees thereof in the fir3t week of March in each year. 9. The terms and regulations con- tained herein may be revised or altered from time to time, as deemed desirable. by the executive of the Icelandic National League. Bjami Finnsson gerði tillögu og Guð- jón S. Friðriksson studdi að reglugerð- in verði samþykt óbreytt i heilu lagi. Sampykt. Með því að engin frekari ný mál lágu fyrir þinginu i bili og nefndarálit voru ókomin og liðið fast að hádegi, lagði Dr. Rögnvaldur Pétur3son til og Sv. Gislason studdi að fundarhlé yrði til kl. 2 e. h. Samþykt. Fundur tófst að nýju fimtudaginn 25. febrúar kl. 2. e. h. Forseti skýrði frá þvi um leið og hann setti fundinn að Bergthor K. Johnson hefði leyft sér að geta þess ,að hann ætti all gott safn af íslenzkum bókum, sem hann ætlaði sér að erfa Þjóðræknisfélagið að. Þakk- aði forseti þessa höfðinglegu gjöf og Arni Eggertsson gerði tillögu og Guðjón S. Friðriksson studdi, að þingið greiddi hr. Johnson þakklætis atkvæði. Reis þinghelmur upp úr sætum sinum og þakkaði með lófatakl. Var þá fundar- gerð síðasta fundar lesin upp og sam- þykt. Nefndarálit fjármálanefndar lá fyrir þinginu og var lesið upp af formanni nefndarinnar Asmundi Jóhannssyni. Urðu um það talsvert miklar umræður og þótti mörgum nefndarálitið ómaklega harðort í garð stjómamefndar og ósk- uðu að það yrði ekki birt í því forml. Auk þess upplýstust við umræðumar ýms þau atriði, sem fjármálanefndin gerði athugasemdir við Kom þá fram tillaga frá séra Guðmundi Amasyni studd af Sveinblm! Gí3lasyni, að visa álitinu aftur til fjármálanefndar, til þess að hún leitaði sér nánari upplýs- inga um þau atriði er hún teldi athuga- verð og gæti borið athugasemdir sinar fram í þvi formi er þingheimur teldi viðupanlegt. Ti'lagan var samþykt með 29 atkv. gegr. !S. Þá var tekið fyrir álit Samvinnumála- nefndar við Island og lesin upp af dr. Rögnv. Péturssyni svohljóðandi tillaga: Samvinna við Island. Tillaga nefndar þessarar, að þessu sinni er að mestu leyti endurtekning á tillögu hinnar sömu nefndar er bprin var upp og samþykt á siðasta þingi. Nefndin leggur til: 1. Að þingið feli væntanlegri stjóra- araefnd framhaldandi framkvæmdir i því að komist geti i beinar skipaferðir að sumrinu, á milli álfu þessarar og Islands. 2. Að þingið feli stjómarnefndinni á þessu næstkomandi ári að fylgja þvi eftir við Ríkisstjómina i Canada að stofnaður verði námssjóður sá til minn- ingar um þáttöku fylkja sambandsins Canadiska i þúsund ára afmælishátíð alþingis er óbein loforð hafa fengist fyrir og upphaflega var farið fram á af Heimferðamefnd Þjóðræknisfélagsins. 3. Að þingið feli stjómamefndinnl að halda áfram að vinmi að því við Ríkls- stjómina í Canada að komist geti á hagkvæmt og beint viðsgifta samband milli Canada og Islands, og i því sam- bandi skipi Ríkisstjómin verzlunar um- boðsmann héðan er mælt getur á is- lenzka tungu, og búsetu hafi í Reykja- vík. A Þjóðræknisþingi 25. febr. 1932. Rögnv. Pétursson Jónas Jónasson Bergþ. E. Johnson. Bjarai Finnsson lagði til og Sig. Vilhjálmsson studdi að nefndarálitið yrði viðtekið í helld. Samþykt. Alit bókasafnsnefndar lágu þá fyrir. Nefndin hafði klofnað og las Friðrik Sveinsson upp álit meiri hlutans og gerði grein fyrir því, en ólafur S. Thorgeirs- son las álit minna hlutans. Vildi meiri hluti nefndarinnar að deildin “Frón” i Winnipeg fengi i sínar hendur þær bækur, sem Þjóðræknisfélagið hefði þeg- ar eignast, sem vísi að bókasafni, og að deildin annaðist síðan umsjá tilvonandi bókasafns, en minni hlutinn vildi að slíkt bókasafn yrði undir umsjá aðal- félagsins. Um þetta mál urðu töluverð- ar umræður. Asmundur Jóhannsson lagði á móti þvi að aðalfélagið starfs- rækti bókasafn í Winnipeg með því að það mundi hafa mjög mikla fyrirhöfn og kostnað í för með sér. Mundu deildir út um land gera kröfu til bóka úr safn- inu og væri það Þjóðræknisfélaginu al- gerlega ofviða að hafa kostnað og um- sjá af því. Hinsvegar taldi hann rétt að hvetja einstakar deildir til að reyna að koma upp bókasöfnum hjá sér. Taldi hann þann bókakost er Þjóðræknisfé- lagið hefði þegar eignast mjög lélegan og lítils virði og taldi sjálfáágt að þær yrðu afhentar deildinni “Frón” endur- gjalds og ábyrgðar laust, ef deildin ósk- aði eftir eða væri fáanleg til að takast mál þetta á hendur. Jónas Jónasson hallaðist frekar að þeirri skoðun að æskilegt væri að sjálft Þjóðræknisfé- lagið stæði fyrir bókasafnsmyndun. Aðal atriðið væri samt að bókasafnið kæmist á og bækumar yTðu lesnar. Taldi heppílegast að þeir sem læsu bæk- umar borguðu fyrir þær. Dr. Rögn- valdur Pétursson óskaði eftir því, að bókasafns nefndin leitaði sér upplýsinga um hvort deildin “Frón” mundi vera fá- anleg að standa fyrir bókasafns stofn- un. Skýrði frá því að von væri all- mikillar bókasendingar að heiman, sem Þjóðræknisfélagið hefði tekið upp 1 skuld hjá elnum bóksalanum i Reykja- vík. Mundi því verða talsvert safn til að byrja með. Gerði þá tillögu að hvorttveggja nefndarálitinu verði vísað til baka til bókasafnsnefndarinnar og að hún reyni að koma sér saman um tillögu sina og leggi þær I aðgengilegra forml fyrir þingið. Gisli Magnússon studdi tll- löguna og gerði grein fyrir því, að ef það yrði að samningum að deildinni “Frón” yrði afhentar bækur Þjóðræknis- félagsins og hún starfrækti síðan bóka- safn til útlána, þá gæti það vel sam- rýmst við óskir þeirra, sem nýlega hefðu sent bréf inn á Þjóðrækinsþingið, þar sem þeir æsktu eftir stofnun lestrar- félags. Tillagan var samþykt. Þá var tekið fyrir samvinnumál við norræn þjóðræknisfélög. Dr. Rögnvald- ur Pétursson las upp svohljóðandi til- lögu . Saravinna við Norræn Þjóðræknisfélög. Nefnd sú er þingið skipaði til að í- huga þetta mál, leyfir sér að gera eftir- fylgjandi tillögur: 1. Þjóðræknisfélag Islendinga i Vest- urheimi telur það æskilegt að sem nákomnast og vinsamlegast samband geti myndast meðal frændþjóðanna norrænu er bygðir eiga hér í álfu, til þess að þær geti notið nákvæmari við- kynningar hvor af annari og átt sam- tök um þau efni er kynt getur þær að þvi er betur má fara i hérlendu þjóð- lifi og veradað og aukið getur sæmd þeirra og virðingu út á við og inn á við og varðveitt sjálfstæði þeirra og rétt- indi i landinu. 2. Að mál þetta sé falið væntanlegri stjómamefnd til meðferðar á næstk. ári. A Þjóðræknisþingi 25. febr. 1932. Rögnv. Pétursson A. P. Jóhannsson. Jón Asgeirsson. Gísli Magnússon gerði tillögu og Guð- jón S. Friðriksson studdi að nefndará- litið yrði viðtekið i heild. Samþykt. Fræðslumál. Svohljóðandi álit kom fram og var lesið upp af ritara: Nefndarálit. Nefnd sú, er skipuð var til að íhuga fræðslumálin, og leggja fram nefndará- lit, leyfir sér hér með að leggja fram eftirfylgjandi atriði: 1. Að Þjóðræknisfélagið efli af öllum mætti kenslu þá og uppfræðslu baraa og unglinga í isl. tungu og fræðum, iestri, framsögn kvæða, söng, og yfirhöfuð öllu þvi, er deildir hafa haldið við um undanfarin ár, og styðji að þvi af alefli, að alt slíkt þroskist og dafni. 2. Að stjómamefnd félagsins á næsta ári sé faiið að gera tilraun til að útvega hentugar kenslu- og lestrarbækur, fyrir börn og unglinga hér vestra heiman af Islandi, þar sem á þeim er hér tilfinn- anlegur skortur, eins og öllum er kunn- ugt. Winnipeg 25. febr. 1932. Ragnar Stefánsson Jón Húnfjörð Bamey Skagfjörð. Bjarni Finnsson gerði tillögu og S. Vilhjálmsson studdi að nefndarálitið yrði viðtekið í heild. Samþykt. VISS MERKI •ru vottur um sjúk ným. Gin Pills bæta fljótt og gersamlega, þar sem þær verka beint en þó þægilega A nýrun—og þannig bæta, lækna og styrkja þau. Kosti 50c i ÖUum lyfja búðum. 132 Sýningarmálið. Séra Banjamin Kristjánsson gaf þing- inu þar upplýsingar fyrir tilmæli sýn- ingamefndar, að hún hefði ekkert að leggja fyrir þingið. Formaður nefndar- innar Sigfús Halldórs frá Höfnum væri sestur að á Islandi og hefði hann lofað nefndinni að grenslast eftir og senda henni upplýsingar um hvort konur á Islandi eða landið yfirleitt hefði hugsað sér að taka þátt i sýnlngunni í Chicago 1933. Ef svo hefði verið að von væri sýningarmuna að heiman, þá hefði nefndinni virst ástæðulaust, að íslenzkar konur, sem búsettar væm I þessu landi og ættu ólíkt örðugra aðstöðu fæm að setja nokkra rögg á sig i þessu máli- Svar um þetta væri ekki komið enn að heiman og því teldi nefndin að hún gæti enn ekkert álit lagt fyrir þingið. Hins- vegar hefði nefndin alveg nýlega fengið skeyti frá Chicago, þess efnis að 19- lendingafélagið “Visir” þar í borginni hefði ákveðið að kjósa tvær nefndir, aðra til að taka á móti væntanlegum ísl. sýngingar-gestum og sjá um hús- næði handa þeim og hina tU að aðstoða Islendinga hér eða annarsstaðar, sem kynnu að hafa í hyggju að taka þátt í sýningunni. Bréfaskifti um nánari upp- lýsingar þessu viðvíkjandi mætti hafa við J. S. Bjömsson, 2221 South Cali- fomia Ave., Chicago. Gísli magnússon gerði tillögu og Sig- urbjöra Johnson studdi, að nefndin væri beðin að starfa áfram unz vissa væri fengin um þetta atriði. Tillagan var samþykt. — Arai Eggertsson mælti á móti þvi að Isl. hér í álfú væri að skifta sér af þessu máli og taldi það ekkert nema fyrirhöfn. I sama streng tók S. Vilhjálmsson. Forseti mælti þá nokkur orð i sam- bandi við bókasafnshugmyndina og taldi illa tilfallið að íslenzkum bókum væri hallmælt þótt gamlar væri. óskaði eftir að sem flestar íslenzkar bækur yrði varðveittar og haldið til haga, þvi að hvert bókasafn væri þvi auðugra sem það ætti fjölbreyttari bókakost og ósk- aði eftir að talað væri með virðingu um allar vorar bókmentir. Siðan á- minnti hann menn um að sækja Fróns- mótið sem ákveðið var að hefðist kl. 8. að kvöldinu. Fleiri mál lágu ekki fyrir þinginu i bili. Bar þá Jón Asgeirsson fram til- lögu og Benjamín Kristjánsson studdi að fresta þingstörfum til kl. 10 f. h. næsta morgun og var það samþykt. Að kvöldinu fór fram skemtisamkoma er deildin “Frón” stóð fyrir, og var vel til hennar vandað að öllu leyti. Skemti fólk sér hið bezta við ræðuhöld og söng- list og rausnarlegar veitingar. Að þvi búnu var dans stiginn fram yfir mið- nætti. Frh. 8RÉF TIL HEIMSKRINGLU. Los Angeles. Háttvirti ritstj. Hkr.! Fyrir skömmu síðan sá eg í Lögbergi að fyrv. ritstj. Heims- kringlu, hr. O. T. Johnson, var að hnjóða í þig út af því, að honum fanst þú mundir bera kala til Bandaríkjanna. Mér er öldungis óskiljanlegt, á hverju hann byggir þá skoðun. Eg hefi verið lesandi Heimskringlu í Bandaríkjanna frá neinum af ritstjórum hennar, hvorki þér né öðrum, að undanteknu því, að fyrir nokkrum árum birtist einu sinni grein í Heimskringlu, þegar fymefndur O. T. John- son var ritstjóri hennar, sem bar auðsæ merki kala til nokk- urs hluta Bandaríkjaþegnanna, í tilefni af verkfalli í borginni Seattle í Washingtonríkinu. — Þessi ritgerð var tekin úr tíma- riti í Bandarílfjunum og stíluð þýdd og birt í Heimskr. með feitletraðri yfirskrift, frá rit- stjóranum. Eg gerði lítils hátt- ar athugasemd við hana, sem birtist í blaðinu Voröid (óvíst að þú hafir lesið þá grein). Ekki lái eg O. T. Johnson það, þó hann vilji síður láta bendla sig við óþverramál það, sem nokktir óvandir menn hófu á hendur Halldóri Kiljan Laxness rithöfundi, því þeir sem þá málssókn hófu báru hvorki sæmd né sigur af þeim hólmi. Mér var vel kunnugt um það, því málið kom undir dóm í borg inni Los Angeles, þar sem eg hefi verið búsettur um nokkur ár. Laxness var algerlega fund- inn sýkn saka og málið dæmt dautt og ómerkt. En óþarft var það af herra O. T. Johnson, að fara að skrökva því að Laxness hefði verið gerður landrækur úr Bandaríkjunum, því hann fór til íslands af fúsum og frjálsum vilja og án nokkurrar tilhlutunar frá stjórnarvöldum Bandaríkjanna, eins og gefur að skilja, þar sem fram koma hans var án allra saka, að dómi réttvísinnar. Við Bandaríkjaþegnar erum mjög viðkvæmir fyrir landi voru og þjóð, sem við berum ótakmarkaða ást á og virðingu fyrir, svo mikia, að við erum hvenær sem með þarf reiðubún ir að fórna fjöri, fé og jafnvel frelsi, sem við þó framar öllu öðru metum. Við berum virð- ingu fyrir fána og stjórnarskrá Bandaríkjanna, svo að nærri stappar tilbeiðslu, þrátt fyrir það þótt hvorttveggja sé stund- um óvirt af þeim, sem kjörnir hafa verið til að vera forverðir laga og réttinda. Við beygjum okkur með þolinmæði og eins og góð börn þolum hirtingar- vöndinn fram til næsta nóvem- ber að minsta kosti. Við ber- um ótakmarkað traust til Bandaríkjaþjóðarinnar, þrátt fyrir það þó hún nú um tíma hafi verið hnept í herfjötur heimskreppunnar, svo að nærri stappar hallæri, með forðabúr ’ull matar. Athafnalífið er bunl ið með keðju sem saman stend- ur af þrem hlekkjum, sem fcst- ir eru hver f annan: Of miki! fram'.eiðsla, vanneytni og at- vinnuleysi. Vanneytnin skapar offramleið.riu, og það hvoic- ^veg^ja sftur atvinnuieysi og atvinuleyr ið skapar hitt hvort- tyeggja ineð þverrandi kairp- getu. Þjóðin losnar ekki úr fjötrunim fyr en keðj^n er slitin. Mtjornarvöldin, nieö fot- setann í broddi fylkingar, verða að brjóta þessa hlekki. Hoover forseti hefir gert tilraun til þess, en ennþá sem komið er hefir það lítinn ávöxt borið. Hann réði bændum til að minka fram leiðsluna, til þess að grynna á fúlgunni í forðabúrunum. Ef þeir hefðu ekki verið forsetan- um vitmeiri, og farið að ráðum hans, mundi nú vera hungurs- neyð fyrír dyrum. Styrkur til banka og iðnaðarfyrirtækja ber vonandi með sér batnandi tfma, samt því aðeins að at- vinnuleysið hverfi, sem því mið- ur er mjög hæpið, því forset- inn vill ekkert til þess leggja, því það muni skerða siðferðis- ástand verkamanna. Atvinnu- leysishlekkurinn er það, sem mest ríður á að brjóta, til þess að velmegun endurreisist i landinu. • • • Óskiljanlegt er mér með öllu sannkristilegt sálarástand þess prestsins, sem var að amast við prestaræðunum, sem birtar hafa verið í Heimskringlu, þvi betra guðsorð og kristilegn hugsunarhátt hefi eg hvergi fundið á minni 65 ára æfi, nema ef vera skyldi hjá Haraldi heitu um Níelssyni. Og þó að prestur- inn (sem síðar staðhæfir að hann iesi ekki þessar ræður), sé sjálfur svo andlega hreinn og heilbrigður, að hann þuríi ekki lækninga við, þá ætti hann ekki að sporna við því að sauð- mórauðar sálir villuráfandi hjarðar fái að njóta þeirra lífs- linda, sem frá þesstim ræðum f Heimskringlu streyma. Þorgils Ásmundsson. meira en 40 ár, og hefi aldrei orðið var við neinn kala til til fráfarandi borgarstjóra Se- attleborgar, Mr. Ola Hanson, ÞESSI ÁGÆTI VINDLINGA PAPPÍR Hreinn .. . þunnur . . . sterkur . . . þjáll. Hann brennur jafnt og án sviða. Búinn upp í tvíröðuð, þægileg, sjáif- gerð smá hefti. Cbwdjecf&L- VINDLINGA-PAPPÍR

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.