Heimskringla - 30.03.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 30.03.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 30. MARZ 1932 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA var staddur í nálægð óvenju- lega þroskaðrar sálar, sem próf- uð hafði verið í deiglu langrar lífsreynslu, án þess að tapa við það nokkru af æsku sinni. Guðrún Þórarinsdóttir varð hverjum sem henni kyntist, því hugþekkari og kærari, sem þeir þektu hana meira. Hún var frjálslynd mjög í skoðunum, greind og vel lesin, hjálpfús við þá sem bágt áttu og vildi öll- um gott gera. Hún var sönn og göfug kona í fegurstu merk- ingu þess orðs. Jarðarförin fór fram frá út- fararstofu A. S. Bardals 15. marz s.l., að viðstöddum fjölda vina. Séra Benjamín Kristjáns- son jarðsöng, en Mrs. S. K. Hall söng einsöng. B. K. SJÓNLEIKIR f WYNYARD. Dregist hefur það helst til lengi, að geta þess sem vel er gert, að þessu sinni sem svo oft áður héðan að vestan. Afreks- verki næst lítur út fyrir að það sé, að skrifa héðan nokkrar fréttir, og liggur því við að eg fyrirverði mig vanmáttugan, að ráðast til slíkra hluta. Eg hafði verið að vonast eftir að sjá einhverja umgetningu, um leik þann er leikinn var hér fyrir skömmu, en þar sem eg hefi ekki getað orðið neins var af því tagi, finst mér nauðsyn krefjast, að ekki sé það látið falla svo í gleymskunnar gröf, að þess verði að engu getið. Eftir áramótin varð Vatna- bygðarbúum slíkt happ til, að séra Ragnar E. Kavran korn . hingað vestur til þeirra til dval- ar um tveggja mánaða tíma. \ Eitt af því sem sá þarfi maöur gerði, á þeim skamma tíma sem hann átti yfir að ráða, var það, að koma Ungmennafélagi Sambandssafnðar til þ^ss stór- ræðis, að sýna hér sjónleika. Leikur sá er fyrir vali varð heitir “Á Útleið”, eftir engelsk- an höfund, Sutton Vane, að nafni. Mig hafði um æði tíma langað til að sjá leik þennan. Pyrsta sinn er eg sá hans getið var í útdrætti úr bestu leikrit- um er leikin voru í New York 1925. Aftur sá eg hans getið í íslands blöðum, er verið var að leika hann heima á Fróni. Og Síðast fyrir rúmu ári eða svo er íslendingar í Winnipeg höfðu hann á dagskrá. Margir voru þeir dómar misjafnir er eg um hann sá, en allur fjöld- inn á þá leið að æsa ílöngun manns til að sjá hann, og skapa sjálfum sér álit á, hversu höf- undi hafði tekist með verkefni það er hann hafði valið sér til meðferðar. Ekki varð eg þar fyrir neinum vonbrigðum. Leik- urinn er nokkuð þungur, og myndi því ef ekki væri vel með farið, geta orðið þur á leik- sviði. Þess var þó ekki hægt að merkja að þessu sinni. Skarp ar myndir dregur höfundur upp, af ýmsum stéttum mannfélags- ins. Mátti með sanni segja, að leikurinn sé ofinn úr þessari alkunnu setningu: “Eins og þér sáið, munuð þér og einnig upp- skera’’. Að vísu verður ekki dauði laun syndarinnar hjá höf- undinum, heldur er hvert afbrot löstur, sem lífið sjálft heimtar að hver og einn lifi af sér, ef til framfara og fullkomnunar á að miða. Allur er leikurinn þrunginn viti, en að vísu lítið sem fólk geti hlegið að, og þá síst um- hungsunarlaust. Óbrotgjarn mun hann verða í minnum þeirra er séð hafa, enda hefir það fram komið síðan hann var leikinn hér að margvíslega hefir verið um hann rætt. Verða þar ýmsir dómar, eins og í öðr- um þeim umgetningum er eg hefi um hann séð. Er það aðallega framstilling persón- anna á leiksviðinu, sem tíð- ræddast verður um. Þær eru allar á útleið yfir dauðans haf. Hafa skilið við þetta líf, og önnur tilvera sem engin þeirra þekkir, en grípur þá misjöfnum geig hversu við þeim muni taka, hefir þegar tekið við þeim. Þjónninn Scrubby er eini maðurinn á skipinu • þegar hin koma um borð. Hann er gæzlu maðurinn frá strönd til strand- ar. Við sem í útkjálkabæum búum, eigum ekki oft því láni að fagna að sjá eins vel leikið og séra Kvaran leikur Scrubby. Oft er hann á leiksviðinu, en ekki hefur hann mikið að segja mest er það þegjandi leikur sem hann verður að sýna. Aldrei varð mér svo iitið til hans að ekki skini sama góð- leika göfugmenskan úr öllum svip hans og látbragði. Ekki felling né viðbragð, sem ekki væri í algerðu samræmi allan leikinn í gegn. Slíkir menn eiga gott — listina í sál sinni. Þá lék Árni Sigurðsson Ihyor ágætlega. — Drykkjuhrútinn, heigulinn, sem aldrei þorir að horfast í augu við alvöru lífs- ins, fórnar sjálfum sér meðvit- andi hugleysinu öllum fram- fara möguleikum lífs síns, en hefir þó altaf á samviskunni, að hafa svikið sjálfan sig og alt það sem er honum ágætast innfætt. Vel tókst Árna að bregða þessum eiginlegleikum Pryors Ijóslifandi upp fyrir á- horfandanum, og ekki sízt síð- ast. Þar sem hann ýtir frá sér glasinu, og ætlar loks, þeg- ar engrar undankomu er auðið, að spreyta sig á erviðleikunum. Mrs. G. S. Eyrikson lék frúna Cljveden-Banks afbragðs vel. Aldrei get eg séð að hún misti tökin um augnablik, á hégóma girndar látalátum dándiskon- unnar og uppskafningsins. Þetta er í fyrsta sinn er eg hefi séð hana reyna sig á að leika, en eg verð að vona að eg fái að sjá hana oftar. Fjármálamaðurinn Langley var og vel leikinn af Kristin Axdal. Að vísu dálítið ung- gæðislega, og tæplega nóg festa í gerfinu, en leikhæfni og tii- þrif sýndu að Kristin er gefið að verða góður leikari ef hann iðkar það. Umfangssvif og græðgi samvizkulausa fjár- málaprangarans, náðu hjá hon- um góðum og glöggum tökurn. Miss Mona Bjarnason lék gömlu þvottakonuna, frú Mid- get, afar eðlilega, lítilþægni lífsins, en þó festan og fórn- fýsin þegar á reynir kom þar vel heim, þá og nýstárleikinn yfir öllu því sem fyrir augun ber, hún iðar í skinninu allan leikinn yfir þessum undarleg- heitum sem fyrir eru að koma. Fas alt og gerfi ágætt. Séra Duke var leikinn af Gunnlaugi Eyrikson. Dálítið hikandi í fyrstu, eins og lurkar stæði í honum á óþægilegum stað, sem hvarf þó með öllu er fram í leikinn dró. Starfs- áhugi prestsins fann hjá hon- um góða túlkun mannsins sem leggur sig fram öðrum til lið- sinnis, vill í einlægni létta und- ir með lífinu, og Gunnlaugur kemur ágætlega fyrir á leik- sviði. Rannsóknardómarinn var EIis Gíslason. Mér fanst tæpléga nægilega einlægt gleðibragð yfir honum, eins og vantaði léttleika og jafnvel gáska. Hann er mikið fremur ráðanautur, sem vísar þarna fólkinu á á- fangastaði sína við lendinguna, heldur en dómari. Éinkum má segja það, þar sem hann er að setja inn sinn Duke inn í embættið, sem hann veit að kemur honum betur en nokkur annar ’hlutur. Alvörufestan fórst Elis betur, og viðskifti hans við Pryor var vel leikið. Þá er eg kominn að tveimur síðustu persónunum, elskend- unum, eða villingunum eins og Scrubby t nefnir þau. Þau eru hin einu sem vita hvar þau eru, vita hvað fyrir hefir komið. Það eru ástir í meinum, sem, til þess að fá að vera saman, grípa til örþrifaráðs að skrúfa fyrir gasið í herberginu sínu, og sofna svo svefninum eilífa. Þau vita að þau hafa gert eitt- hvað rangt, og eru haldin af eilífum ótta um hvað yfir muni drífa, hvert þau verði nú skilin í sundur, fái ekki að njótast í dauöanum. Miss Ólöf Axdal lék Önnu, Friðrik Bjarnason Henry. Þetta eru að mínum dómi erviðustu hlutverk leiks- ins. Miss Axdal hefir leikið hér nokkrum sinnum áður, oft vel, og betur en hún gerði að þessu sinni, hún var naumast nógu atkvæðamikil, átti erfitt með að láta innri ástríður, sem eru að berjast í brjósti hennar, koma út á yfirborðið. Friðrik hefir, að því er eg veit til, aldrei leik- ’tð áður, en tókst öllum vonum fremur með sitt erviða hlut- verk, lytalítill mátti leikur beggja heita, en býst þó við að betur hefði mátt takast. En til þess að þessar persónur komi eðlilega fram á leiksviði, þarf mikla æfingu og ná- kvæmni. Eg hefi í stuttu máli rakið feril leiksins og leikendanna, í þessum athugasemdum mín- um. Ekki á það að skoðast sem neinn dómur, heldur að eins endurminningar mínar, frá þessu eina sinni er eg sá leik- inn, og er það naumast nóg til þess að hægt sé að vega leik- inn og leikendurnar með hæfi- legri sanngirni. Eg hefi tekið eftir því áður, að viðvanings leikendur ná fyrst þá, festu í gerfi sínu er þeir hafa fengiö kynningu hlutverksins á leik- sviðinu sjálfu. Eitt má með sanni segja um þennan leik- flokk að allir kunnu prýðilega. Aldrei sá eg neitt hik það er oft vill verða, þegar einhverjum fipast eða gleymir úr “rullunni” sinni. Oft vill það líka verða hjá okkur Vestur-íslendingum, að íslenzkan á ekki upp á há- borðið hjá okkur á leiksviðinu. Að þessu sinni gætti þess sára- lítið. Miss Bjarnason átti á stundum, erfitt með íslenzka tungutakið, en þar málrómur og látbragð alt var breytt veitti maður smá mállýtum mjög litla eftirtekt. Aftur fanst mér bera meira á enskum hreim hjá Elis, þó orðalag væri rétt. Hjá öðr- um varð þess alls ekki vart. Má segja um það eins og leik- inn í heild sinni að framúrskar- andi vel hafi tekist. Aðeins rúman, mánaðar tíma hafði flokkurinn til æfinga, og allur fjöldi leikenda byrjendur á leiksviði. Er því aðdáunar- verðara hversu vel tókst. Þarna er hópur af ungu fólki, sem ekki þarf oft að leika til þess að listfengi náist á því sviði. V£ri vonandi að það ekki leggí árar í bát við svo búið, heldur taki sér þegar annað verkefni fyrir hendur, og láti sig litlu skifta erviðismunina, sem því vissulega eru samfara. Það er ekki margt sem eins eggjar fólk til áhuga og nánara félags- lífs, heldur en vel leiknir sjón- leikar innan bygða. Sást það glöggt að þessu sinni, sem ofJ áður, í því harðæri sem nú herjar á, að hvorki vetrargrimd né harðir tímar verða til að aftra því að fólk fylli leikhúsið, og njóti þess sem á boðstólum er. Ætti Ungmennafélagið ekki að láta hér staðar numið, heldur hleypa öðrum leik af stokkunum bráðlega umhverf- inu öllu til gagns og skemtun- ar. T. T. Áður á tímum meðan heim- urinn var á svo mikið lægra menningar stigi, togaði kven- fólkið pilsin upp að knjám en nú toga þær það nður að knjám. KEMBUR. Jóh. P. Sólmundsson. II. Hin norræna trú. Frh. Dr. Nordal segir að því hafi margsinnis verið haldið fram, “að Edda Snorra Sturlusonar sé ekki rit um goðafræði, held- ur kenslubók handa ungum skáldum. En hitt hafi höfund- inum varla v§rið sjálfrátt, að skrifa meira eða minna af goðasögum (og hetjusögum), um leið, því að án þess hafi ekki verið hægt að gera kenn- ingamar skiljanlegar.” “Þetta er auðvitað að nokkru leyti satt,’’ heldur dr. Nordal áfram. “Margar kenningar í Skáldskaparmálum eru undir- eins fullljósar af því að Gylfa- ginning') er í baksýn. En hins ber líka að gæta, að Gylfa- ginning er sjálfstæður þáttur Eddu, þar sem ekki er talað um kenningar, og fjölda margs getið’ sem varpar ekki ljósi á neitt atriði skáldamálsins.” “Hér verður að greina á milli tilefnis og framkvæmdar. Þó að það væri umhugsunin um skáklamálið, sem upphaflega kom Snorra til þess að sökkva sér ofan í goðasögurnar, og taka sér fyrir hendur að skrifa um þær, þá er fjarri lagi að hugsa sér, að hún ein hafi sí- felt vakað fyir honum. Þessar sögur voru svo fróðlegar og svo mikið íhugunarefni, það þurfti svo mikla íþrótt til að skipa þeim í kerfi og segja frá þeim, að áhugi höfundarins hlaut með pörtum að beinast allur að þessu. Annars hefði Edda aldrei orðið slíkt rit, sem hún nú er.” “Eitt af því sem sýnir þetta gjörla, er viðleitni Snorra til þess að gera grein fyrir, hvem- ig hin forna goðafræði sé til orðin.......Sem sagnakönn- uður hlaut hann að heimta nán- ari reikningsskil þess, hvað í þessum fornsögum, sem vitrir menn höfðu einu sinni fyrir satt haft- væri sannleikur og hvað lýgi. Og því næst, hvern- ig sannindin væru vaxin eða lýgin upp komin.” Það er framúrskarandi fræði- mannleg hófsemi, sem Dr. Nor- dal sýnir í nokkrum þessum síðustu setningum, þótt hann aldrei leyfi manni að gleyma því, hver afburðamaður Snorri var í gagnrýni. En greinilega var Snorri svo skapi farinn, að honum verður það ekki aðeins íhugunarefni, heldur lífsspurs- mál sérhverrar sálar, ættar eða þjóðar, að skynja sem gleggst sínar eigin rætur, ef hún ekki æskir sér þess, að glata sinni sjálfsvirðingu. Það er gott að gleyma ekki því. að fyrir hinn latínulærða Sæmund lætur þessi fósturson- ur Oddaverja þögnina nægja (eða hlífa), en sýnir það ljóst, hve Ijúf honum sé hin dýpsta lotning fyrir frumherja allrar íslenzkrar fræðslu, Ara. Hvor um sig þeirra manna, hafði jafnt verið nefndur ‘hinn fróði’, uppi á sömu tíð, öld fyr en Snorri. Þótt Snorri finni hirðina i Noregi hugsunarlausa á kveð- skap hennar eigin þjóðernis, og konunginn gersýktan af suð- rænu plágunni, að vilja sýnast einhver Davíð eða Salómon i rúmverskri útgáfu, þá býður Snorri öllu þessu andlega byrg- inn og treystir því, að hinir norrænu andans menn- skáldin, ranki við sér. Þau skil, sem Háttalykill á þeim að gera, var Heimskringlu síðar bezt trú- *) Þaö var prentvilla, að þetta orS var sett í fleirtölu í siSasta blaSi. ÞaS er ekki til nema ein Gylfaginning. Eins var meS orðiS "hreystiyrSi” í upphafi þeirrar grein- ar. Islenzk tunga talar ekki svo. Mætti kanske segja “hraustyrSi”, eins og "hraustmenni”, en þó öllu heldur eins og þar átti að standa, "hreystisvar”. andi til að gera konungsætt- inni. Með því að satt sé sagt, nógu satt, með skutilsveinsins hæversku og höfðingjans tign, ætti ekki sjálfsvirðing hlutað- eigenda að geta komist hjá því að vakna. Og Snorri fékk það, að hon- um væri gaumur gefinn, — af mönnum á bak við Hákon, — gaumur morðhnífsins. í hans sál hafði logað upp úr: Norðrið í uppreisn. Jón Arason táknaði síðar: Viðnám í norðri. Báðir fóru sömu för. og úr- slitin enn ekki sén. “Þessi spurning,” segir dr. Nordal næst á eftir þeim orð- um. er síðast voru greind hér að framan, “hvemig þau trú- arbrögð, sem menn trúa ekki sjálfir vera sanna opinberun, séu mynduð, hefur orðið fleir- um að áhyggjuefni en Snorra. Henni hefur verið svarað á ým- islegan hátt, og enn þá eru trúarsálarfræði og trúarbragða- saga að glíma við hana......... Nútímamenn munu yfirleitt þeirrar skoðunar, að hinar fornu goðasögur séu vísindatil- gátur á bernskuskeiði.......... Sú skoðun er í raun réttri ekki eldri en frá 18. öld........... Snorri skilur að persónugerving jaröarinnar og trúin á stjórn- anda himintunglanna séu upp- runalega vísindalegar ályktanir, er svo hafi verið klæddar í goð- sögulegan búning, án þess að nokkur brögð væru í tafli. . . . Hann var þarna alt of langt á undan samtíð sinni. Þetta var einangruð djúpsýn. Og svo hverfur hann að annari skoð- un . . . og fer með efnið af að- dáanlegri list........” “Formáli og umgerð Gylfa- ginningar eru eins og tvöfald- ur skíðagarður, sem Snorri 9míðar uríi heim goðanna. Þau slá varnagla um skoðanir Snorra sjálfs, um fram veru- leika- sem í goðatrúnni sé fólg- inn........En þegar inn fyrir skíðagarðinn kom, að því sem var sjálfur tilgangurinn: að skýra frá hinni fomu goða- fræði, var næsta spurningin, hvernig ætti að skipa efninu. . . . . Má raða þessu á marg- víslegan hátt.......En Snorri áttar sig fljótt. Fyrir hann, sem sjálfur var sagnaritari á meðal sagnaritara, var eðlilegast að gera goðafræðina að sögu heimsins, fjalla um efnið í tíma- röð, að svo miklu leyti sem það sjálft leyfði. Og þá var um leið lögð upp í hendurnar á honum heimild og fyrirmynd, Völuspá, sem hann sennilega hefur kunnað utan bókar frá barnæsku.# Völuspá má heita uppistaðan að Gylfaginningu. Báðar segja fyrst frá upphafi og sköpun heimsins, og síðar frá lokum hans í spádómsformi. Alt það efni, sem Gylfaginning hefur fram yfir Völuspá, og það er auðvitað gífurlega mikið, er ofið í þessa frásögn.” “Gylfaginning,’’ segir dr. Nor- dal síðast í þessum þætti, “er eitt af hinum eilífu verkum, sem barnið getur lesið næst á eftir stafrófskverinu (eg tala þar af eigin reynslu), og síð- an aftur og aftur, á öllum stig- um þroska og þekkingar, lesið sífelt með nýjum og nýjum á- rangri. Hún er í einu ljós og torskilin .... eftir því sem hver lesandinn legst djúpt í hana. Því að þótt heiðin lífs- skoðun njóti sín þar ekki tll fulls, þá er hennar ekki að leita í fullkomnari heild í neinu öðru verki.......” Því má ekki sleppa úr þess- um kembum, að svo er að sjá sem ræktunarmenn íslenzkra sálna um síðustu aldamót hafi sáð til þess> að upp sprytti með tímanum slíkur viðhaldsmaður hinna norrænu gilda sem dr. Nordal nú hefir reynst. Þá færðust þeir það í fang, séra Þórhallur Bjamason presta skólakennari (síðar biekup), og Pálmi Pálsson, kennari í ís- lenzku við lærða skólann,’) að gefa út í handhægu formi, við unglinga hæfi, úrval íslenzkra fræða. Fyrsta kverið (þau urðu síðar mörg fleiri) var látið flytja efnið úr Eddu, svo sem því varð allra haganlegast fyrir komið handa æskulýðn- um, sem það var ætlað. Byrj- unin var, að formála loknum, “Upphaf heims”, og áframhald- inu var svo skipað svo sem bezt gerist í nokkrum Biblíusögum. Var sá einn munurinn- að alt efnið í Eddusögunum var upp- runnið í norðlægum löndum, og mun útgefendunum í kyr- þey hafa virzt það hollur heima fenginn baggi. Minnist eg ekki þess, að neínum yrði verk þeirra að sérstakri hneykslunarhellu. Ennfremur hafði séra Hall- dór Briem nokkru fyr (1886) gefið út “Yfirlit yfir goðafræði Norðurlanda”, með stuttum inngangi, sem nú má heita i mesta máta eftirtekarverður í ljósi hinna síðustu rannsókna. Suttan eftirmála endar hann á þessa leið: “Gæti þetta litla rit, sem ein- ungis er að skoða sem lykil að Eddunum, orðið til "þess að veita nokkra þekking á til- raunum forfeðra vorra til að skýra fyrir sér upphaf tilver- unnar, rás atburðanna og æðri stjórn á heiminum, og vakið eftirtekt á djúpsæi þeirra í þeim efnum þrátt fyrir huldu heiðindómsins, þá er tilgang- inum í fylsta máta náð.” Nú hefir dr. Nd^dal auðnast að láta viðhaldi gildanna vaxa svo fisk um hrygg, að Norður- löndin öl lhafa nú um góða stund mjög mikinn gaum gefið orðum hans, og hin enskumæl- andi lönd að lokum sæmt hann ótvíræðri viðurkenningu þess* að vert sé námsmönnum sín- um að setjast að fótum hans. Hefir vegur norrænna fræða aldrei fyr slíkur orðið, þótt fjöldi sérstakra fræðimanna í ýmsum löndum hafi öld eftir öld á það bent, hver andleg auðæfi lægju í norðri fólgin, ef þeim væri hæfilegur gaumur gefinn. * * * Norrænni sálhnýsni, — sem séra Halldór hvetur til, Þórhall- ur biskup styður að, og dr. Nordal kveður nú upp úr með, — hefir sárlega á síðustu tím- um verið til þess freistað, að játa sig einskonar aumingja hjá gullstraumi gasvélamanndóms- ins. Hafi ‘rómantískt’ andrúms- loft átt sér einhverja vindbelgi fyrir að svara, hefir raunsæis- öldin vel gætt þess, að gas- belgir tækju þeim fram. En ýmsar þrengingar á allra síðustu tímum hafa nú gert hinum gætnari mönnum það mögulegra en fyr, að koma henni að> þeirri áminningu, að grundvallarkenning aflfræðinn- ar sjálfrar sé það, að framknún- ingur og viðspyrna sé jöfn. All- ir sjá að framtíðin spyrnir í fortíð, eða fortíðin ýtir á fram- tíð. Nútíðin er ekki neitt, nema hinna tíðanna snertiflqtur, eitt og eitt hjartaslag. Og þó! Hví- lík óratfðar breytmg, þtegar annað hjartaslag ástvinar, ætt- ar eða þjóðar, kemur aldrei meir. Því er nú ögn í rénun sú lít- ilsvirðing, sem ótal, er vildu vera spámienn, hafa borgin- mannlega sýnt allri sagnfræði, öllum minjum sinna eigin ætt- leggja lífs-þroskunar, athlægt shkt ‘augun í hnakkanum’. Hvarvetna kysu þessir menn og aðrir sér þó, að vita nú sem fastast undir fótum, góða við- spyrnu. Ýmsa óar við því, að heila heimsbyggingu skuli reisa úr sagnlausri mýri við svarta hafið. Sandamir arabisku þykj- *) Eftir því sem hann sagði mér sjálfur, var hann frændi Bergmanns- fólksins hér vestra, séra Friðriks og hans ættar. Frh. á 8 bla.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.