Heimskringla - 30.03.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.03.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 30. MARZ 1932 HEIMSKRINGLA 3 StDA THE MARLBOROUG H SMITH ST., WINNIPEO Wlnnlpeg’s Downtown Hotel COFFEE SHOP Open from 7 a.m. to 12 p.m. Speeial Lunch, 40c Special Ladies' Luncheon, 40c Seryed on the Mezzanic Floor Best Business Men’s Luncheon in Town, 60c See X's for our Winter Room Rates We cater to Functions of All Kinds F. J. FALL Mgr. PH. 86 371 FRÉTTABRÉF FRÁ LUNDAR. Loksins hefir þá ritstjóri Heimskringlu rétt bændum sína bróðurhönd, og boðið þeim að skrifa í blaðið álit sitt um lands- ins gagn og nauðsynjar, ásanxt fréttum, og ætiti /tjlaðiið að græða á því. En þá er spurn- ingin þessi: Tekur ritstjórinn þær greinir, sem koma í bága við stefnu blaðsins? Eg vona það, því annars græðir blaðið lítið’ á göfuglyndi ritstjórans. Nú ættu að nota tilboð þetta bændur og sveitamenn, og skrifa skýrar fréttir úr bygðun- um, og láta í ljós álit sitt a umbótamálum þjóðarinnar, á- standinu eins og það er, þvi nú er fólkið búið að fá nóga mentun til að dæma hlutdrægn- islaust um sameiginleg mál og flokksmál fólksins. Fyrir nokkrum árum las eg í Islandsblöðunum, að blaðstjóri einn kvartaði um að íslenzkir alþýðumenn rituðu of lítið { fréttablöðin á Fróni, og rit- stjórarnir yrðu að skrifa ná- lega alt lesmál blaðanna sjálf- ir. Sagði hann að það væri munur eða í Vesturheimi. Þar birtu íslenzku blöðin sífelt mik- ið af fréttum og alþýðlegum ritgerðum, sem hann áleit að væri hollara og fróðlegra að lesa, en léttvægan skáldskap og stjórnmálastælur, sem ann- ars fylla dáika blaðanna, að ógleymdum illdeilum þeim, sem þá voru á dagskrá, nefnilega beimfararmálið, og Ingólfsstæl- an, sem riðu gandreið í Lög- bergi í þann tíð, samanber vís- una eftir Pál: “Heim með sína sæmdar skeið sækja úr Ingólfs veri, og fara nú á fantareið fjórir á einni meri.’’ Þá gekk nu þorskurinn á miðin, sögðu íslendingar heima og var ekki beituvandur. En nú er komið vopnahlé, svo menn geta betur áttað sig á ástandi lands og þjóðar. Vil eg því nota tilboð ritstjórans og setja fréttabréf í blaðið, og auðvitað láta í ljós skoðun mfna á ýmsum þeim málum, sem nú eru á dagskrá. Fyrst vil eg þá bera upp þá ósk, því einskis má krefjast, að fyrsta síða Heimskringlu sé ætíð full af almennum fréttum, því nóg er til í dagblöðunum ensku að moða úr. En við, sem lifum úti í nýlendunum og bíðum með óþreyju eftir viku- blöðunum, bregður illa í brún, þegar þau koma fréttalaus, eft- ir að búið er að sækja þau lang ar leiðir á pósthús. Hér er nú Heimskringla frá 17. febrúar. í því blaði eru nú 3 dálkar rúmir af fréttum, en 40 dálkar af öðru lesmáli. — Fyrsta síðan er full af fundar- skýrslum, fundarboðum, þakk- argerðum og skáldskap, sem oss finst að mætti liggja dýpra inni í blaðinu. Og því miður er Lögberg ekki betra, farið nú að reka á reiðanum, stjórinn slitnað úr því og lífakkerið í laifsum sandi, svo mér flýgur í hug sálmurinn: “Hver sem við guð sinn heldur trygt, hús þess er ekki á sandi bygt”. Og þetta hefir alt farið svo hljóðlega undir rúmið, að hvorki hefir orðið hfbýlabrestur né héraðs- brestur í sambandi við það. Blaðið heldur þó nokkuð stefnu sinni í stjórnmálum og trúmálum, svo þá hiýtur þó bæði pólitík og prestur að róa í hálsi, sagði einn bóndi nýlega. Jæja, “ekki mun skuturinn eftir verða, ef vel er róið að framan”. Fréttir héðan tel eg fyrst, að hagur manna í þessari bygð er dágóður, borin saman við önnur héruð, sem aðallega er því að þakka, að bændur stunda hér eingöngu griparækt og mjólkurframleiðslu, af dugnaði og þekkingu, og 40 ára reynslu, komu sér fljótt upp smjörgerð- arhúsi sjálfir, framleiddu ætíð bezta smjör og stjórnuðu þvi fyrirtæki farsællega. En næst- liðið haust seldu bændur smjör- gerðarhúsið, og þó ekki séu liðnir 6 mánuðir síðan, haía þeir fundið áþreifanlega til þess að slíkt var yfirsjón. Fiskiveiðar á Manitobavatni eru mjög stundaðar af hinum yngri mönnum, og aUmikijll fiskur dreginn á land. En verð er lágt á honum, sem öllum öðrum afurðum bænda, því auðkýfingar í Bandaríkjunum þurfa að draga allan arðinn af fiskinum, en veiðimaðurinn tel- ur sig heppinn, ef hann hefir klæði og fæði upp úr krafsinu, og er þó fiskiveiðin á vetrarfs afar hörð vinna og hættuleg heilsu manna og lífi. Þó tíðarfar hafi verið frem- ur gott í vetur, hefir þó gengið slæm kvefsótt og nokkur gam- almenni dá4ð, og hefir þess æ- tíð verið getið í íslenzku blöð- unum. Guðmundur Árnason er bú- settur prestur í þessu héraði, góður kennimaður og prýðis vel látinn, og gæti vel komist yfh að gera öll prestsverk hér, en því miður eru margir of kreddu fastir til að fylkja sér uni frjálslyndan prest, og er það hörmulegur misskilningur. Einhver farfugl frá Lúters kirkjufélagi í Winnipeg söng messu í Lundarbæ um jólin 1 vetur. En síðan hafa menn orðið að láta sér nægja að biðja fyrir sálu sinni sjálfir, enda verður það líklega affara- bezt, ekki sízt þegar hart er 1 ári, því það þarf mörg pund af smjöri með 12 centa prís, tii að borga sálusorgara 18 hundr- uð dala árslaun, og þá aðeins fyrir sunnudagavinnu, og 3 til 4 vikur við að fræða börn! “Við lifum í trú en ekki skoð- un,’’ sagði Negrapresturinn við sína svörtu safnaðarmenn hér um árið. Þið sjáið nú þarna Johnsons familíuna. Mrs. Johnson veit að hún er móðir barna sinna, en Mr. Johnson trúir því að hann sé faðir þeirra. Á boðunardag Maríu meyjar árið 1932. Sigurður Baldvinsson. BRÉF TIL HKR. 3212 Portland St. Buraaby, B. C. Hr. ristj. St. Einarsson! Eg hefi verið að hugsa um þessi bréf, sem eg hefi verið að senda. í fyrstu hélt eg að blað- inu myndi bjóðast svo mikið, að eg kæmist ekki að. En svo var það ekki tilfellið, því að- eins eitt kuri hefir ekki komið til grafar, af því sem eg hefi sent, og finst mér það betri út- koma en eg bjóst við. Af því að það eru töluvert deildar meiningar um ástæður fólks í hinum svokallaða mentaða heimi, héit eg að fleiri mundu til máls taka. Því eg héit að ástæður^ kring væru svo al varlegar, að þær þegar hefðu vakið fólk til umhugsunar og hennar alvarlegrar. Um þær á- stæður hafa aðeins tveir tekið til máls, þeir herra Páll Bjarna- son og dr. Jóhannes Pálsson. Bréf þessi eru svo vel og skýrt skrifuð, að enginn þarf lengur að velta vöngum hvoru megin höfundarnir eru. Einhvern veg- inn fór það svo, að við bréfi Páls var þagað, og af því að gamalt máltæki segir, að “þögn sé sama og samþykki”, þá finst víst höfundi þessa bréfs víst ekki ástæða til að segja meira, að svo komnu. Öðru máli var að gegna með bréf dr. Jóhann- esar. Þar fór, eins og oft heíii áður farið, að það er enginn tími til að ræða mál með still- ingu, sem þó er eina leiðin tii þess að ræða öll mál. Eg hljóp elns og flón að birta þessi bréf mín, án þess að spyrja um hvað þau ættu eig- inlega að hljóða, því það er alt annað að skrifa bréf til blaðs, sem býður manni pláss, eða skrifa eitthvert fréttarugl, sem manni er sama hvort birtist eða ekki. En þegar víðlesið blað býður lesendum sínum að taka til máls, þá finst mér stefnt tii nokkurskonar umræðu, og þá sjálfsagt um það efni, sem nú er mest rætt, nefnilega þessa miklu breytingu, sem komið hefir á atvinnu- og viðskiftalíf heimsins. Eg heyri og sé í ritum og ræðum, feldan þann dóm yfii núverandi fyrirkomulagi, að það sé að bera sig sjálft til grafar, enda þótt sú jarðarför muni taka langan tíma. Þeir, sem hafa auð og völd, vilja náttúrlega ekki heyra þetta. Kalla það hrakspár. Aftur vant- ar bara samtök hjá fjöldanum, til þess að þessi breyting verði framkvæmd. Verður hægt að gera þennan óánægða fjölda á- nægðan, og hvernig? Er nokk- ur leið til að gefa öllurn vinnu, þeim sem vilja vinna, meó þeirri vinnuaðferð, sem nú er notuð? Stórþjóðirnar standa hissa og horfa á Japani, hvernig þeir fara að því að slátra Kínverj- um. Þeir eru þó varla farnir að fyrirverða sig fyir það, sem þeir hafa kent. Finst þeim nú ekki, að þeir hafi fengið óvita voða, sem gæti komið fyrir að yrði brúkaður á þá sjálfa? Nu mun sekt bíta sekan, því það sem þeir sjá Japani gera, eru þeirra eigin verk. Það má því geta nærri hvern ig hinni háttvirtu friðarnefnd líður, sem saman er sett af ijóðum með sörnu syndir að baki. Það sem liggur beinast fyrii er að gera öll stórgróðafyrir tæki að þjóðeign. Það getui ekki gengið mikið lengur, að þjóðirnar hafi inn á meðal síns eigin félagsskapar, félög sem græða á tapi þjóðanna. Með öðrum orðum, auðmagn ein- staklinga sem liafa bundist fé- lagsskap til gróða, eru orðin svo sterk, að þeim verður alt að lúta. Stjórnir, sem þjóðirn- ar kjósa, eru bara leiksoppu: auðvaldsins, enda meiri partur af þeirra flokki. Af þessu flýt- ur, að það eru menn úr mis- munandi flokkum og félögum, í stjórnum þjóðanna, og hvei hefir hag síns flokks eða félags í huga, svo að hagur þjóðarinn- ar vill gleymast. Þetta sýnir sig greinilega í ástæðum heimsin? nú. Því með öllum þeim verk legu framförum og þar af leið- andi auðsafni, gætu ástæðurnai ekki verið eins og þær eru, eí rétt hefði verið stjórnað. Eg býst við að mér verði svarað: Þessar fmmfarir hefðu ekki orðið nema fyrir gróðahugsun mannsins. Eg spyr: Geta það heitið framfarir, sem hafa þann ig lagaðar afleiðingar? Það er mikið talað um að hætta stríðum. Og hvers vegna? Af því þau þykja ekki sam- svara nútíðar siðmenning. — Samsvarar það nútíðar siðmenn ing, að svelta svo miljónum skiftir af hraustum og heilsu- góðum mönnum, konum og börnum? Það er búið að ala upp í heiminum tvær sortir ai slæpingjum, eða máske réttara sagt iðjuleysingjum. Aðrir, sem eiga of mikið, en hinir eiga ekki neitt. Báðir þéssir flokkai hafa haft miður góð siðferðis- áhrif á heiminn. Því lögmál lífsins er vinna. Og ef þau lög eru brotin, þá raskast siðferð- isþrekið. Af því leiðir að iðju- leysið er opinn vegur til óknytta og ósannsögli og óráðvendni, þar til maðurinn er orðinn reglulegur þræll reglulegs slæp- ingjalífs. Og þetta er það sern sumir kalla frelsi. Hér er þá orsökin að því böli, að öll fangelsi eru full, og ait af daglegir glæpir í viðbót. Það vantar stjórnarfarseg umráð yfir öllu, sem löndunum til- heyrir, og svo skyldurækni tii að sjá um að allir vinni, og þar af leiðandi hafi nóg til lífs- framfæris. Eftir eina kynsloð væru allir glæpir horfnir. Það er ekki að búast við betra en er, þegar maður er getinn, fæddur og upp altnn undii' ráns fyrirkomulagi. Svo framarlega sem þess: hvita gripdeilda kynslóö gerir ekki fljótar umbætur, verður henni blásið burt af þessum hnettinum eins og ryki af helgri bók. Með vinsemd og virðing, Sigurður Jóhannsson. þér sem notiD TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Blrgðlr: Henry Av*. Eart Phone: 26 36« Skrifstofa: 5. gólfl, Bank of Hamllton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. , Frh. Þá víkur nú sögunni aftur til séra Arnljóts. Haustið fyrsta er hann var á Sauðanesi, þá kærð hann útsvar sitt. Við höfðurn lagt á hann 130 króna auka-útsvar. Sá bóndinn, sem efnaðastur var talinn í sveit- inni, Vilhjálmur Guðmundsson á Ytribrekkum, hafði fengið 80 króna auka-útsvar. Hann átti mikið færra fé en séra Arnljót- ur og hafði engan æðardún. Séra Arnljótur hafði og um- fram hann 800 króna sóknar- tekjur, fyrir utan rnörg önnur hlunnindi af brauðinu. Okkur kom öllum saman um það, að útsvar séra Arnljóts ætti að vera mikið hærra en við gerð- unx það, og hafði eg sérstak- lega beitt mér fyrir því að hafa útsvar hans lítið fyrsta árið, af því flutningskostnaður hans að brauðinu hlyti að vera nokkuð mikill, og hann óvanur frá- breyttum búskaparháttum. Mér kom þessi útsvarskæra því mjög á óvart og illa. Eg hugs- aði nxikið um afstöðu séra Arn ljótar í þessu máli. Eg fann að af eigingirni væri kæran ekki gerð, því það nxinnir mig að hann færi ekki fram á meira en 30 króna lækkun. Eg treysti hins vegar svo mikið á skiln- ing hans, að eg sannfærðist um að kæran var ekki bygð á rétt- lætistilfinningu. — Tilgangui hennar gat ekki verið annar en sá, að brjóta hreppsnefndina til undirgefni og hlýðni. Og eg fyltist smám saman af brenn- xndi löngun til að glíma við séra Arnljót, reyna mig við hann í rökfærslunum um þetta mál. Mikið voru samt aðrir valdir að þessum ásetningi mínum. Eg hafði boðað kærendurna, einn annan mann, til umræðu á mínu heimili. Dagurinn rann upp í desembermánuði, bjartur og kaldur. Hreppsnefndin var til staðar og séra Arnljótur var kominn ásamt fylgdarmanm sínum, sem var systursonur hans og ráðsmaðurinn á staðn- um, Arnljótur Gíslason. Klukk- an tíu fyrir hádegi var byrjað að rífast, og haldið hvíldar laust áfram til háttatíma, eins á meðan etið var og drukkið Enginn komst að nema við séra Amljótur. Annað slagið | hjuggum við á aðalatriðunum, en eins oft slógumst við um ó- viðkomandi efni, sem drógust inn í svívirðinguna. Eii eg hugs- aði aðeins um það, að hvað vitlaust sem eg léti út úr mér við hann, þá skyldi þó fyigja því sá stormur, sem hann kysi ekki að standa úti í annað sinn, — sá stormur sem hann sannfærðist um, að hann væri ekki færum að kyrra, eða snúa í aðra átt. Um kvöldið var kom- in stórhríð. Eg bauð séra Arn- Ijóti að vera um nóttina, eu hann sagðist heldur liggja úti, en að gista hjá öðrum eins rnanni. Eg hefi alla mína æfi séð eftir því, iitlu seinna, hafi eg reiðst við menn og viðhaft brígsl og stóryrði, og nú bjóst eg ekki að hafa nokkura frið f mínum beinum í fleiri daga, eftir það sem eg hafði iagt af mörkum við séra Arnljót. En svo fór það, að þegar eg í næði hugsaði ítarlega um dagsverk- ið, þá sannfærðist eg um, aö hann hafði verðskuldað alt, sem eg sagði við hann, og að eg hafði heldur ekki verið að skilmast við neinn fávita. Kon- an mín stóð hjá mér og starði á mig, sagðist ekki hafa vitað að neitt slíkt byggi í mér. Það hefði verið ósköp ljótt að heyra til okkar, og mér fanst hún vera hálfhrædd um að þetta gæti komið oftar fyrir, en ekk- ert gat vakið iðrunartilfinning- ar mínar. Málið var ítrekað á hverju hausti, og tekið fyrir á hverjum sýslufundi í þrjú ár, og loksins vann eg það alveg. Eg stóö lika vel að vígi, því eg var einn- ig sýslunefndarmaður allan þann tíma, og þó eg ætti að réttu lagi að víkja sæti í sýslu- nefndinni, þegar þetta mál var tekið fyrir, þá hafði eg samt áhrif, sem eg varð var við og lét mér vel líka. Á þessu tímabili kom eg oft í Sauðanes, og sótti jafnvel séra Arnljót til að skíra fyrir mig. Við urðum að vinna ým- islegt saman, og má eg óhætt segja að eg varð lítið var við óvináttu af hans hálfu, og er slíkt ekki lítilmannlegt. — Þvert á móti varð eg á þessu tíma- bili hvað eftir annað var við það, að hann tók svari mínu og vildi mér vel, og gladdist yfir því, ef mér vildu einhver höpp til. Eitt dæmi þess er það, að eg seldi tvo gamla kálfa í franska fiskiskútu, og fékk fyrir þá, i salti og brauði og veiðarfærunx .sjálfsagt tvö- falt verð. Næst þegar eg kom í Sauðanes, þá fagnaði hann mér í sambandi við þessa verzi- un mína, eins og eg hefði gert kaupin fyrir hann. Annars hefi eg aldrei þekt mann, sem gladdist eins af hjarta yfir velferð sveitunga sinna og nágranna, eins og séra Arnljótur gerði. Eg held að enginn sanngjarn nxaður, sem þekti séra Arnljót, muni neita þessu. Árið 1892, á útmánuðum, þá auglýsti Hallgrímur biskup Sveinsson í kirkjublaðinu, að ^hann ætlaði sér að visitera prestaköllin í Þingeyjarsýslu næsta sumar. Og til þess að leiða hlutaðeigendur í réttan skilning um það, hvað hann einkum hefði fyrir stafni, þá auglýsti hann spumingarnar sem hann legði fyrir safnaðar Phone 22 035 Phone 25 237 HOTEL CORONA 20 RoomM Wlth Bath Hot and Cold Water in Every Koom. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Kates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA Furðuleg leður-kvoSa. Sparar hverrl fj51akyldn marfca dollara Blessun á þess. um hallœris tíma. — hvorki nota5- ur hamar, naglar' e5a fleygar. — Sparnaðar leflorkvoltn má drepa eins og smjöri á brauö, storknar á einni nóttu, myndar vatnshelda, mjúka húTJ á sólann, er eykur endingu hans um marga mánuíi. Má nota til aó bæta hæia, gúmmí, bilg jarbir, bílaþök o. fl. Aflelim eln Mirrh, haukurina kont- ar nendur $1.00. Skóaóiun fer ekkl fram úr lOc. Kauplfi helna leitl. ECONOMY SALES CO. 176A Market St., Wlnnipeg. Man. Útsöiu og umboCsmenn óskast nefndiraar á þessu ferðalagi sínu, eins og til að komast eftir samvinnu og samkomulagi prests og safnaðar. Eg var safn- aðarfulltrúi í Sauðnessókn og hélt að þetta væri alt saman viturlega ráðið, og að biskup- inn mundi laga allar misfellur, ef til væru, þegar hann kæmi il sögunnar. Svo var komið sumar og við fréttum að bisk- uninn væri komínn innst í sysl- una, og vissum að hann færð- isi óðum nær okkur, og líklega höfum við haft auglýstan dag fyrir framan okkur. — Okkur xótti bezt viðeigandi að hafa almennan fund, og koma okk- ur saman um hvernig við ætt- um að svara spumingum bisk- upsins. Fundurinn var haldinn á Þórshöfn og var hann mjóg fjölsóttur. Mikið var á þessum fundi talað, og niðurstaðan varð sú, að kvarta yfir mála- ferlum prestsins og því, að hann húsvitjaði ekki. Ekki man eg að annað ætti að honum að finna. Öllum þótti sjálfsagt, að eg sem safnaðarfulltrúi fram bæri þessar kærur. Mig lang- aði til að fleiri reyndu glímu- tökin við séra Arnljót en eg, en það var ekki við komandi. Bisluipinn kom og eg svaraði spurningum hans eins og fund- xrinn hafði ákveðið. Eg skal viðurkenna það, að eg var svo vitlaus, að eg hélt áður en xessi athöfn fór fram, að hún væri nokkurs konar helgidóm3- rannsókn, sem blíðkaði hugar- farið og hjartalagið og leiddi til bróðurlegrar niðurstöðu um öll misklíðarmál. En eg verð að hafa leyfi til að segja það, að eg hefi aldrei tekið þátt í eins fáfen^ilöigum skrípaljeik. Eg man að Hallgrímur biskup Sveinsson útskrifaðist úr guð- UTh. á 7. bls. Drekkið meira af hreinni, kostamikilli gerilsneyddri City Milk Meðal hinna fyrstu skilyrða til að tryggja sér góða heilsu, á öllum aldri, og halda henni við, er að drekka á hverjum degi pott af City Milk. Sími 87 647

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.