Heimskringla - 30.03.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 30.03.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 30. MARZ 1932 HEIMIKRINGLA 7. StDA ENDURMINNINGAR Frh fr* 3. bU. fræðiskóla með einni hæstu ein- kunn, mig minnir 98 stigum. En eg hefi ástæðu til að hugsa og halda, að það hafi verið sbilningslítill * maður, en vel næmur og líklega minnisgóð- ur. Hann taiaði í kirkjunni á Sauðanesi langt mál, heila ritningarkafla með litlum orða- mun og fljótandi mælsku, en Iýsti engri fyrirhöfn til skiln- ingsauka fyrir áheyrendurna. l*ar var munur að hlusta á séra Arnljót, þó hann færi hægar. Að þessari embættisgerð lok- Inni hvarf biskupinn óðara inn í stofumar til séra Amljóts. Eg var auðvitað ekki boðinn þar inn, en svo mikið var búið að gera, að eg vildi tala per- sónulega við biskupinn, og fá að vita til hvers hanri hefði komið. Var það til að kveikja bál, sem við gætum aldrei slökt, eða kæfa litla og langt til út- kulnaða neista, sem hefðu gert vart við sig í þessari sókn? Eg gerði honum ótal orð að finna mig út, en ekkert kom út af því, vissi líka að hann mundi ekki fá þau orð, því alt fólk á Sauðanesi var reitt við mig, nema séra ^rnljótur kanske, — mér fanst hann vera staddur ofan við þetta alt. Loksins fór eg inn óbeðinn og heyrði gleðihlátrana í stofunni, klapp- aði á dymar, en það var ekki anzað. I>á lauk eg upp og bað biskupinn að finna mig út. — Hann þagði eins og hann biði eftir leyfi frá hinu fólkinu. Eg gekk út og fór í huganum að stíla skammagrein, sem eg ætl- aðj að láta í eitthvert opinbera blaðið. Eg var ekki reiður við neinn nema biskupinn. Eg gekk fram og aftur á hlaðinu — en flestir vom farnir heim, — og eg var hálfnaður með grein- ina. Þá kom biskupinn út og stefndi til mín. Hreppstjórinn var hjá mér. Hallgrímur biskup Sveinsson var ekki höfðinglegur maður ásýndum. Hann hafði síðan hatt á höfði. Augun sá ekki, því hann gekk með blá gleraugu. Kinnaraar voru þykkar og síð- ar og svipurinn allur lítill. — Hann reyndi að vera þægileg- ur við mig; þó fann eg að hann langaði til að sýna mér fyrir- litningu. Eg sagði honum að eg hefði ekki kunnað við að fara burtu af staðnum, af því eg byggist við að hann amundi vilja tala við báða málsaðila og reyna að vinna eitthvað að sættum, þar sem hann hefði orðið var við óánægju. Hann sagði að hér væri lítil ástæða til óánægju, og hann mundi hins vegar tala við prestinn. Þá sá eg að erindi mínu var lokið. Maðurinn ósköp lítill og em- bættisrekstur hans aðeins gam- all vani. Spurningar þær, sem riann lagði fyrir söfnuðinn, van- hugsað og þýðingarlaust kák. Vanhugsað, af því þær neyddu söfnuðinn til þess opinberlega að kæra prestinn um það, sem á milli bar, en það hlaut að valda sársauka, sem ekkert var reynt að draga úr eða lækna. Eg hafði áður borið sérstaka meðeiginlega tiltrú og virðingu fyrir biskupum, og þýðingar- miklu og blessunarríku starn þeirra. En nú fór alt á auga- bragði út um þúfur, embættið innan tóma skriffinskuskemma, einungis til að safna skýrslum á einn og sama stað og nefna klerka í embætti. Seinna sá eg Hallgrím biskup á götu í Reykjavík. Þá vai hann sjáanlega heimaprúnkinn, en eg feiminn og lúpulegur frammi fyrir allri höfuðstaðar- dýrðinni. Eg sá að hann þekti mig, og kost átti hann á að gera góðverk með því að tala eitt orð hlýlega til mín — það hefði gefið mér hugdirfð að vera séður af höfðingja, en hann stilti sig um að ávarpa mig, og til allrar lukku átti eg ekkert erindi við hann. Mörgum kann að finnast að eg hafi orðið óþarflega marg- orður og þungorður um fram- komu biskupsins á Sauðanesi. En það er sízt að furða, eins lengi og illa er við séra Arn- ijótur bjuggum að þeirri éld- kveikju, að biskupi landsins viðstöddum og fjölda af utan- sveitarfólki. Eg veit að lesend- ur mínir hafa þegar skilið það, að eg felli eingöngu verð á séra Arnljóti fyrir metorða- girnd, sem mér hefir fundist til um í fari hans. Það er því skiljanlegt, að þó að við vær- um mjög á öndverðum meiöi hvor við annan um útsvar og fleira innbyrðis í sveitinni, þá olli það ekki jafn sárum sviða eins og þessi visitazía leiddi í ljós. Þegar við séra Arnljótur mörgum árum seinna vorum farnir að tala um visitazíuna, eins og fjarlægt óhappa tilfelli, þá fékk eg að vita, að hann var ekki síður reiður því van- hugsaða hneyksli heldur en eg- Frh. UM TÍMATAL. Eg sá í Heimskringlu frá 3. febr. s.l., bréf frá R. Árnasyni viðvíkjandi tímatali. — Kemst hann svo að orði: Svo er mál með vexti, að eg hefi oft orðið þess var, að fólk hefir dálítið skakka hugmynd um tímatal vort. Álítur t. d. að nú sé 32. árið af öldinni að byrja, í staðinn fyrir að öldin er 32 ára gömul.” Svo fer hann að rökfæra þetta me<3 því að segja: Sýndi eg honum þó fram á, að öldin myndi áreiðanlega hafa byrjað 1. janúar árið 1900 og verið eins árs gömul 1. jan- úar árið 1901.” Af þvi að eg fann mér erfitt að ganga inn á þessa skoðun, mælist eg til við Heimskringlu að fá að leggja nokkur orð tii þessa máls. Aðalatriði þessa máls finst mér að sé það, hver sé venja manna að raða niður tölum, þegar talið er til eins tugar. T. d. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 0 (10), í stað þess að telja: 0 (10), 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9. Og eins og tugur endar, en byrjar ekki á 10, svo endar og einnig öldin, en byrjar ekki á 100, og þar af leiðandi byrjar næsta öldin á 1, “svo lengi sem guð hefir þolinmæði yfir þessum heimi”. Samkvæmt venju syndugra manna bæði á fyrri og síðari tímum, þar sem tugakerfið er notað, alt frá dögum Gregorí- usar páfa til R. Árnasonar, er öldin talin að byrja á 1, og mun vera gert í framtíðinni, ef guð | vill svo vera láta. Tuttugasta öldin hófst 1901, i talið afhallandi kl. 12 (eða 24) ! á miðnætti 31. des. 1900, sem ^ var síðasta ár 19. aldar, og samkvæmt því veröa liðin 32 ár af 20. öldinni, 31. desember 1932, kl. 12 á miðnætti þess dags, ef heimurinn stendur svo lengi. Hvert fyrsta ár nýrrar aldar hlýtur að vera fyrsta ár hennar, en ekki síðasta ár næstu aldar á undan, þó að slæmt sé. « Ennftjemur »egir brélfrftar- inn: “Flestir kenna aldur sinn við áratölu síðasta afmælis, og sama gildir um tímatal f. f. K.” Já, flestir kenna aldur sinn við áratölu síðasta afmælis, nema þeir taki það fram að þeir verði svo og svo gamlir á næstkomandi afmæli. Lffsá- byrgðarfélögin miða aldur við síðasta afmæli, en margir al- þýðumenn komast þó svo að orði: “Hann verður nú 15 ára í næsta mánuði, ef hann lifir.” Er sú skýring fult svo almenn meðal alþýðu og hin — og al- veg eins rétt — og hjálpar meinloku bréfritara ekkert. Eg tek hér eitt dæmi: Maður sem var fæddur 3. febrúar ár- ið 1900, er nú 32 ára síðan 3. febrúar árið 1932. Og það var af því hann fæddist einu ári áður en hann var ársgamall, eins og mun hafa verið tilfellið með flesta menn — nema Ad- am. Hér er annað dæmi: Maður fæddist 3. febrúar árið 1901. Hann er því ekki 32 ára fyr en 3. febrúar árið 1933. Eins er með aldarárið. 1932 gat ekki verið liðið fyr en ári eftir að það byrjaði, sem var 1. janúar þessa árs. Til að finna aldur manns er óbrigðul regla. Hún er að draga fæðingarár hans frá ártalinu. Sé hann t.. d. fædd ur á árinu 1900, þá dregur hann 1900 frá 1932, koma þá niður 32 ,sem sýnir að hann er 32 ára einhverntíma á þessu ári. Hvenær, gerir engan mis- mun, hvað snertir aldursár hans. En að sama gildi um timatal f. f. K. (fyrir fæðingu Krists) er nokkuð annað mál. Tíma- talið fyrir fæðingu Krists kemur þessu máli ekkert við. Það er fæðingarár Krists, sem hér er um að ræða, og tíminn frá því niður til vor. Um fæðingarár Krists var mikil óvissa í önd- verðri kristni. Og var með sam- komulagi sett eitt ár sem fæð- ingarár hans, og ávalt síðan talið frá því. Er það því tíma- talið, sem hér er um að ræða. Eg sé í almanaki fyrir þetta ár, að tímabilið frá sköpun heimsins er talið að vera 5693 ár eftir tali Gyðinga. Sé 1932 dregið frá þessari tölu, koma niður 3761, sem væri þá fæð- ingarár Krists talið frá heims- sköpun. Sé nú þessi tala, 3761 dregin frá 5693, koma niður 1932, sem er árið í ár, en hvorki árið í ár né árið að ári. Sérhver maður fæðist á því ári, sem hann fæðist á, en ekki á ein- hverju núll-ári árið áður. Þess ber að gæta, að hafi fæðingarár Krists verið 3761 frá sköpun heims, þá varð hann ársgamall 3762 o. s. frv., og getur hver maður, sem kann ögn að reikna, sannfærst á þessu, þó með því móti að nota fleira en tóm núll og að láta þau þar sem þau eiga að vera. Hvort fæðingarár Krists var rétt eða ekki, kemur alls ekki þessu máli við. Þessu ártali var slegið föstu og við það var og er svo miðað. Svo nem eg nú staðar að sinni og bíð eftir fleiri upp- lýsingum. Winnipeg 25. marz ’32. S. B. Benedictsson. • • • • Aths. ritstj. — Margt er rétt Dr. M. B. Halldorson 401 Bord Bldff. Skrlfstofusiml: 23674 Stundar <4ri(tklcft lungnasjúk- dðma. Br aS flnna á skrlfstofu kl 10—II f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talsfmli 3»1!M G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 24 587 hermt í ofanskráðri grein. En það spaugilegasta við hana er, að hún sannar eigi síður mál- stað R. Árnasonar, en höfund- ar sjálfs. Og til þess að skýra það, skal bent á þetta: Kristur fæddist 25. desember. Hvaða ár? Að 7 dögum liðnum frá fæðingardegi hans, eða 1. janú- ar, byrjar árið 1 e. K. í tíma- talinu. Það ár (árið 1 e. K.) hlaut þá að byrja. En nú er Kristur ekki fæddur á því ári. Ef talin eru því árin frá fæð- ingardegi Krists, verða þau einu fleira en í tímatalinu. En af því leiðir að hver öld í raun og veru byrjar og endar vitlaust í tímatalinu, eða ári seinna en rétt er. Fróðleikur er lítill í þvi, að segja, að frá 1. janúar árið 1 og til 31. desember árið 1932, að báðum dögum meðtöldum, séu full 1932 ár liðin. Hitt er meiri fróðlekur, er sagt er, að þó einu ári sé bætt við, þá verði útkoman samt ekki nema 1932 ár. Það hljóta að vera al- manaka-útgefendurnir einir, er svo eru færir í reikningi, að komast að þeirri niðurstöðu að 1 lagður við 1932, sé 1932, en ekki 1933. Þegar um kristna tímatalið er talað, er vanalega sagt frá fæðingu Krists. Ef sagt væri t. d. að frá fæðingar-ári Krists væru 1932 ár, væri rétt með farið í tímatalinu. En nú er það ekki sagt, heldur frá fæð- ingu Krists (þ. e. fæðingar- degi) hans. Og þar sem sá dagur var á árinu fyrir 1 e. K., bætist það ár við áratöluna 1932, svo að áratalan, sem gef- in er í kristna tímatalinu, ekki saman við áratöluna (frá nýári til nýárs) í talinu í eiginlegri merkingu. 26. desember 1932, er Krist- ur kominn á 1933. aldursár. En tímatalið telur hann samt á 1932. aldursári upp til 31. desember. Þó hallinn sé ekki meiri en þetta ,er hann nægur til þess, að valda þeirri skekkju að um eitt ár er að ræða, fram DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg. TaUiml: 22 296 8tttndar aérstaklega kvensjúkdóma og oarnasjúkdónaa. — AB hltta: kl 10—19 • k. o* 8—6 e. h. Hetmlll: >06 Victor St. 8Iml 28180 Dr. J. Stefansson 2141 MBDIOAla ARTS BLDG. Horni Kennedy og Grah&m Staadar el«v0BKn « u »Tn a - ejraa nel- ov kTrrka-ajfikdAma Br &3 hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 3—6 e. h. Talatmii 21H84 Helmtli: 638 McMill&n Ave 42691 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Grnhnm. SO Ccnta Tail l>'r& einum sta8 tll annars hvar sem er i bænum; 6 manne fyrlr sama og einn. AUlr farþegar &- byrgstlr, alllr bilar hitaVlr. Slml 23 K06 (8 lfnnr) Klstur, töskur o ghúsgagna- flutnlngur. DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce tlmar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 28 840 Heimilis: 46 054 yfir þau, sem timatalið felur í sér. Bam sem fætt er á síð- ustu mínútu á gamlárskvöld, hefir lifað á tveim árum að einni mínútu liðinni af næsta nýársdegi, þó það sé vitanlega nema tveggja míriútna gamalt. En hvað sem aldri þess líður er nýtt og gamalt ár sitt hvort ár. Fleiri greinir hafa blaðinu borist, er í sama streng taka og ofanskráð grein, eri með því að þær kasta ekkert meira ijósi á þetta mál en hún, er til Iítils að birta þær. kristna tíma- ekki W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON fSLENZKIR LÖGFRÆÐINUAIt & oOru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur aS Lnudar og Gámli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfræðingw 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur likklatur oi annut um útfar* Ir. Allur útbúnaöur ii b-stl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarDa og legstelna. 843 8HERBROOKE 8T. Phoaei 8« 607 WIBNIPBO HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. 8IMP8ON. N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBACHBR OP PIANO MS4 BAITIVING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sfml: 23 742 Heimllls: 33 328 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— B.cceae aad Faraltare M.vtac 762 VICTOR ST. 81MI 24JSOO Annast allskonar flutnlnga fraxn og aftur um bæinn. Prentun- The Viking Press, Ldmited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leysL Látið oss prenta bréfhaiusa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VDUNG PRESSIID 853 SARGENT Ave., WINNIPEG Sími 86-537 J. T. THORSON, K. C. lelenekur ItffreMngur Skrlfatofa: 411 PARIS BLDO. Síml: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Telelmli 38 886 DR. J. G. SNTOAL TANNLÆKNIR 614 Sonerset Block Portate Aveoae WINNIPBO BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl Stllllr Pianos og Orgel Stmi 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.