Heimskringla - 13.04.1932, Page 4

Heimskringla - 13.04.1932, Page 4
4. BLAÐSIÐA ' HEIMSKRINCLA WINNIPEG 13. APR. 1932 Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537___________ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: the viking press ltd. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimslcringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 13. APR. 1932 ÁVARP til próf. Sigurðar Nordal.*) Eg get hugsað mér, þegar forsetinn lýsti því yfir um leið og hann kvaddi sér hljóðs, að nú taki sá ófagnaður við, af fögnuði þessum, að kailaður verði upp hópur manna er fari með ávörp og er- indi, að þá hafi heiðursgestinum flogið eitthvað svipað í hug og ofan á iiggur í þessari óprentuðu vísu eftir skáidið Ste- phan G. Stephansson: Einhver töf í öllum ferðum, Út að gröfunum, Lögð er að gjöf — sem lúta verðum, Lífs að nöfunum-------- Efni vísunnar, fljótt á litið, virðist vei'a hin sanngjarna kvörtun skáldsins, yfir hinum margvíslegu og tilgangslausu töf- um. 1 öllum ferðum er einhver töf. Hjá henni verður ekki komist. Hún fylgir æf- inni til enda. Hve óskemtlegar flestar tafir eru, þarf ekki að skýra. Við það kannast allir. Öilum er áskapað að vilja komast áfram og leiðar sinnar, hvort sem förinni er heidur heitið “í dýrðina í öðrum iönd- um”, eða eftir þjóðveginum fjölfarnasta og almennasta, veginum milli búrs og eldhúss, hina torsóttu dagleið Guðmund- ar ferðalangs. Allar tafir eru hvimleiðar, og þá eigi sízt þegar þær verða osök í því, að ferðamaðurinn verður úti — i göngunum. En svo felast aðrar hugsanir undir vísuorðum skáidsins. Honum var það ailra manna bezt iagið, með öliu sem hann orti, að stækka hversdags hugsun- ina á þann hátt, að láta hana bera jafn margfalda þýðingu og orðin létu til, er hann feldi í stuðla. Töfin er leið. Með henni er dvalið fyrir vegfarandanum. En þá líka seinkar ferð hans að hvörfum. Þess lengri sem töfin verður, þess lengur njóta þeir hans, er búa fram með veginum. Forstöðunefnd Þjóðræknisfélagsins ját- ar á sig þá sök, að vilja dvelja för heið- ursgestsins, en það er í hinum síðara skilningi, sem hún hefir löngun til þess, en eigi í hinum fyrra. Hún vldi gjarna, að þeir sem búa fram með veginum, fengju notið hans sem lengst. Skáldið er ekki að hirða um það, þo töfin skapi ferðamanninum óþægindi. Alt nýtlegt starf dregur þann dilk á eftir sér. Hann lítur svo á sem fyrir þau sé goidið með því, sem skálabúunum hlotn- ast með viðstöðunni. Ekki gefur hann sig heldur að því, þó hlutunum sé snúið við með siíkri kenningu. Launin falia ekki verkamanninum í skaut, sem verður er launanna, heidur þeim sem líka sitja að verkunum. Honum skilst, sem stök- um mönnum öðrum, að í raun og veru séu æfilaunin þannig greidd og aldrei á annan hátt. Þessi staki peningur fyrir víngarðsvinnuna, er honum ekki gold- inn, sem tafinn er við alþjóðarstörf, held- ur hinum, sem fram á elleftu stundu, bíður frammi á torginu, af því enginn býðst til að leigja hann, en gín við tú- skildingnum sem boðinn er, þegar vín- garðsherrann þarfnast hans, eða ein- hvers, til þess að halda um rekustkaft- ið.-------- Orðin fornu verða æ sönn, er hljómað ') Fíutt að Fort Garry Hotel mánudagskvöld- i« 4. þ. m., í samsæti er Þjöðræknisfélagið hélt prófessor SignjrOi Nordal. hafa yfir aldirnar með dulkendum til- finningablæ: “Eg hefi enn margt að segja yður.” Lærimeistarinn hefir ekki iokiö ræðunni. Hann lýkur henni að visu aidrei, en veitist tími til, mælir hann fleiri orð en búinn er, — ef honum dvelst. Og áheyrendurnir vilja dvelja hann, þó þeir jafnframt deili um það innbyrðis sín á meðal, hvort ekki séu þeir víttir fyrir vanrækslu í matarkaupum, þegar þeir eru varaði við súrdeiginu. Hann á enn margt eftir að segja þeim. Og áheyrendurnir eiga eftir að • segja honum margt. Þeir segja það aidrei ait, því hugsunin skapast seint, orðin seinna. Mannlegur hugur kemst aldrei að þeim lokum tímans að hann hafi frá öliu sagt, því tíminn iíður hvergi áfram í tómi. Þess lengri sem dvölin verður, þess fleiri mynd- ir koma í ljós, — við snúning fagursjár hugans, í litgiera-brotum æfi-atburðanna, — er eignast búning vitundar og veru- leika háifkveðinna orða. Að þessu athuguðu veit eg að heiðurs- gesturinn er svo góðgjarn að hann telur oss þessa töf ekki til skuldar. Eg styrk- ist í þeirri trú, þegar eg líka minnist þess, að starfið hefir honum verið gold- ið á þann hátt, sem eg gat um. Þegar norski víngarðsherrann leitaði hans, var hann ekki á torginu, enda tókust ekki kaupin með þeim. íslenzk þjóð hefir set- ið að iðju hans og afrekum. Þrátt fyrn það, þó getið hafi margra ágætra manna meðal þjóðarinnar, á þessum síðasta aldarfjórðungi, er jafnan munu í minn- um hafðir, hefði ljóminn orðið fölvari, er nú hvílir yfir landi og þjóð, heföi verka hans eigi notið við. Til sæmdar — til viðurkenningar hefir hann kallað, fyrir hönd þjóðar sinnar, af hinum síðari aldar norrænu drottin- völdum, er arfi hafa haldið fyrir íslend- ingum á svipaðan hátt og hinir fornu konungar héldu arfi fyrir sonum land- námsmannanna, og unnið sigur í þeim viðskiftum. Býr nú hver að sínu, ekki einungis í orði, heldur og í verki. Eng- um kemur framar til hugar að nefna Völuspá, konungasögurnar eða fornbók- mentirnar norskar. Sú þarfa skifting hefir komist á, að sundur er greint ís- lenzkt og norrænt, og býr nú ísland að sínum andlega fjárhlut á sama hátt, og það hefir áður verið látið búa að sinni veraldlegu fátækt og volæði. Þetta er mikils virði, en þó er hitt meira vert, að hann hefir greitt fyrir skilningi manna á hinum fornu lífsskoö- unum. Þær hafa nú stígið upp af djúpi liðinna alda, sem fullkomin heimsmynd, og er þeirri firru hrundið, að þær hafi verið gersneyddar anda og sál, og aliri skilgreining á mikilsverðum og lítilsverð- upri lífsins. Þær hafa tekið á sig svo skýrt gervi, að vér, þessarar aldar börn, finnum að vér eigum þar föður og móð- ur-hugsun í hverju orði þeirra. Svo er komið, að vér getum öll tekið hátíðlega undir með heiðursgestinum og sagt: “Eg gæti hugsað mér nútíma mann lifa og deyja upp á siíka trú.” Vér höfum lií- að og dáið upp á þessa trú í þúsund ár, án þess þó að oss væri það fyllilega Ijóst. Vér höfum fundið til mótsagnar hið innra án þess þó að vér höfum gert sjálfum oss grein fyrir því, í hverju mótsögnin var fólgin. Aðferðin, er heiðursgesturinn hefir not- að, og orðið hefir svo giftudrjúg, borið þenna árangur, er vér höfum vikið að, er ofur einföld. Hann setur meginatriðí hennar fram í þessari þreföldu regiu: I- — “Svo framarlega sem menn fara að fást við andlega hluti, eiga þeir ekki að nema staðar, fyr en að andanum er komið.” Þessa hefir eigi ávalt verið gætt. II. — “Að eigna ekki verkum iöngu lið- inna stórmenna sitt eigið andleysi.’’ Af því að þessa hefir ekki verið gætt, hefir vísindaiðjan oftast orðið bókstafsbundin og ófrjó. III. — “Enginn er fær um að rannsaka einstakt svið, nema hann kunni að sjá það í sambandi við lífið og menning- una.” Eg sagði að skýringar-aðferð heiðurs- gestsins væri ofur einföld. Eg held eg taki það til baka, nema yður finnist eigi vera til mikils mælst með þriðju greininni. Um ritskýringu heiðursgestsins verður ekki rætt. Hinn nýi skóli, er hann hefir hafið, viðurkennir þau sannindi, að gagnslaus' sé sú eign, er enginn nýtur, hversu dýrmæt sem hún kann að vera í sjálfu sér. Jafnframt því sem hann hefir heimt aftur í eign þjóðarinnar bókment- irnar fornu, hefir hann og gefið þær heim inum. Hann hefir leyst andann úr varð- haldinu, en í hans stað lokað þar inni, postulann. í þessu eru verk hans fólg- in, út á við. Inn á við hefir starfið sízt verið auð- veldara. I hinu helga riti, guðspjallinu Völuspá, sem heiðursgesturinn nefnir svo, er þess getið, að við sköpun veraldar hittuz æsir á Iðavelii og “smíðuðu auð”. Þar er svo að orði komist: Afla lögðu auð smíðuðu. Aðal starf heiðurðgestsins í þjóðlífi voru inn á við, hefir verið það, að smíða þjóðinni auð. Frá því að hann var ung- ur drengur, hefir hann smíðað þjóðinni auð, — auð viljans, auð sjálfstraustsins, auð hugsjónanna, auð draumanna, auð andans. Hann hefir brýnt fyrir þjóðinni, að hún ætti sig sjáifa, geti treyst sjálfri sér, geti leitt sig sjálf, geti borið höfuðið hátt, “í heiðurs auðlegð, þrátt fyrir alt’’. Hann hefir kent henni “at holt er heima hvat.” Hann hefir seitt fram sál henn- ar, og látið hana horfa á hana, sér til trúarstyrkingar og fullvissunar um, að hún eigi sál. Hann hefir látið hana horfast í augu við sjáifa sig. Verki þessu er iangt komið. Fyrir það verður seint fullþakkað. Þjóðin hans stendur í skuld við hann, fyrir þetta, heima á ættjörðinni, hér, og hvar annars- staðar sem vér búum. Eg vildi að hann vildi bæta við kraftaverkið, að til þess vildu honum hjálpa “Freyr, Njörðr ok Áss inn aimáttki", og búa svo um, að sál þjóðarinnar glatist aldrei, eidist aldrei en vaxi að vizku, náð og þekkingu um aldir alda. Eins og Æsir smíðuðu eigi auð sinn af engu, svo hefir og heiðursgesturinn eigi heldur smíðað þenna auð af engu. Þeir sem hlustað hafa á erindi hans þessa síðustu daga, minnast þess, hvert hann hefir sótt efnið. Úr vísnabrotum, leiftr- um, sýnum úr opinberunum föru- mannsins hefir hann teglt þessa gripi. Efnið er heima fengið, úr stofnbúi frum- stofnsins tevtónska, eigi óljós vottur þess “at holt er heima hvat’’.------ * * * Prófessor Sigurður Nordal, þú átt enn eftir að segja oss margt. Þú segir oss það ekki alt í kvöid. En til þess er þessi töf gerð, að vér sem flest fáum haft oið af þér, áður en þú ert aftur á burt. Vér glöddumst yfir því, er vér fréttum að þú værir kominn hingað til lands. Vér þráð- um að fá að sjá þig. Nú þökkum vér þér komuna og það, sem þú hefir til vor talað. Árnaður og góðhugur allra landa þinna hér, fylgja þér, er þú fer héðan. Og eg get bætt því við, að á meðan vér hvílumst hér á árum og hlerum upp til landsins, hlustum vér eftir því sem þú hefir að segja og minnumst þá komu þinnar hing- að, gleðjumst yfir viðkynningunni, þó stutt sé, og samverunni þessa daga. — Óskum vér svo að allar góðar dísir fylgi þér til frama og sigurs til ferðaloka. R. P. FJÁRHACSÁÆTLUN SAMBANDS- STJÓRNARINNAR. Á undanförnum mánuðum hafa fáar stjórnir birt fjárhagsáætlanir, er hægt er að sega um, að gefist hafi á að líta. — Búskapurinn hefir víðast reynst hinn erfiðasti. Fjárhagsáætlanir fylkis- stjórna Canada hafa flestar verið með því marki brendar. Og ekki getur fjár- hagsáætlun Bandaríkjastjórnarinnar held- ur talist glæsileg, með sinn tveggja bilj- óna dala tekjuhalla, þó ekki sé augum lokað fyrir því, að þar er nægur auður i vösum einstakra manna. En þannig hefir nú þjóðarbúskapurinn gengið. Um fjárhagsáætlun sambandsstjórnar Canada hafa því líklega fæstir gert sér háar vonir. En jafnvel þó ekki verði sagt, að þjóðarbúskapurinn hafi gengið þrautalaust, eða gangi, er þó ekki annað hægt að segja en að útkoman sé furð- anleg, af fjárhagsáætlun Bennettstjórn- arinnar að dæma. Með því að minka útgjöldin alt að því 12 prósent í heild sinni, og auka tekjurnar með vægum skött- um, hefir stjórnin klifið þann tvítuga hamar, sem til þess þurfti, að útgjöld yrðu ekki tekjunum meiri. Má það krafta- verk heita á þessum eindæma erfiðu tímum, sem yfir þetta land, eins og allan heim, hafa um hríð gengið. Tekjuhallinn síðastliðið ár nam í heild sinni eitt hundrað og tíu miljónum dala. Meiru en helming af honum, eða fuli- komlega sextíu prósent, nem- ur styrkurinn, er veittur var til þess að bæta úr atvinnu- skortjinum, og uppbót sú á hveitiverði, er bændum var veitt er fyrir mestum hnekki urðu af verðfallinu. Að þessum tveim nýju útgjöldum frádregnum, og einum eða tveimur öðrum smærri, hefði stjórninni reynst all auðvelt, að standa af sér straum kreppunnar, án nokk- urrar nýrrar skatta-álagningai. Og þrátt fyrir alt, og það með, að hún hefir ekki af sér dreg- ið að veita fé, þegar brýn nauð syn bar til, svo að engin stjórn hefir líklega hlutfallslega þar eins vel gert og hún, eru þær stjórnir samt nauðafáar, ef nokkrar, sem fjárhaginn hafa betur varðveitt, en Bennett- stjórnin. Tekjuhallinn hefir að hálfu leyti verið afnuminn með sparn- aði í stjórnarrekstri, með kaup- lækkun stjórnarþjóna, og með afnámi ýmsra kostnaðarsamra fyrirtækja. Má þar fyrst og fremst telja póstflutning um Canada með loftförum. Auð- vitað er slæmt að þurfa aö leggja hann niður, þó vonandi verði ekki nema um stundar- sakir. En viðskiftalífið er nú ekki á þeirri fleygiferð, að lík- legt sé, að það bíði tjón við þetta. En kostnaðurinn er geysimikill, sem þessu er sam- fara. Það væri auðvitað æski- legast, að hægt væri að smíða vængi á járnbrautarvagnana, sem kornið flytja til sjávar- hafna, en til þess að færast það í fang eru tímar nú með óhag- kvæmara móti. Um sitt af hverju þessu líkt verður því að neita sér sem stendur. Kauplækkun stjórnarþjóna og þingmanna er að vísu einnig slæm. En á það ber að líta að flestir í þjónustu annara verk- veitenda, hafa ekki einungis orðið að sæta þessu sama, held- ur jafnframt styttum vinnu- tíma — og hrósa meira að segja happi, að hafa ekki tap- að vinnu með öllu. Að því er stjórnarþjónum við- víkur, hafa þeir haft sömu laun og áður, þrátt fyrir verðlækk- un og þar af leiðandi minkandi framfærslukostnað. — Kreppan hefir verið þeim hagnaður, er svo hafa verið settir. Og það hefir sannast þar sem oftar, að eins dauði er annars brauð. Þrátt fyrir alt það sem stjórn- arandstæðingar og verkamenn í sambandsþinginu, hafa á móti þessari ráðstöfun stjórnarinn- ar haft, hefir það ekki neiti sérstaklega .hrifið til[finnngar vorar. Það hefir satt að segja verið miklu ríkara í huga vor- um, hvernig hagur þeirra al- þýðumanna væri, hvort sem verkamenn eða bændur eru, er kreppan hefir annaðhvort svift atvinnu, eða viðunanlegu verði á framleiðsluvörum. Vér vitum að þrátt fyrir þessa kauplækk- un þingmanna og annara stjórn ar vinnuþræla, þurfa þeir aldrei að súpa þann bikarinn, eða fjölskyldur . þeirra, sem þessir áminstu menn hafa orð- ið að gera. Hinn helminginn af tekju- hallanum ,eða um 55 miljónir ] dala, verður auðvitað að hafa ■ upp með nýjum sköttum. Eru þeir meðal annars fólgnir í því, að skattur viðskitftastofnana I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. (corporations) er ofurlítið hækk aður, tekjuskatti breytt, þann- ig að nokkru færri eru undan- þegnir en áður, en sem ekki nær þó til annara en þeirra, er meiri tekjur hafa en alþýðumenn yf- irleitt, söluskattur er hækkað- ur lítið eitt, og nýr sakttur er löggiltur á framleiðslu iðnaðar- vöru, og frímerkjaskattur á á- vísunum hækkaður um eitt cent. í aðra hönd gefur mest skatturinn af tekjum, er nema frá 5—20,000 dölum á ári. Þeir verða eflaust nokkuð margir einnig, er tekjur hafa frá þrjá- tíu og fimm hundruðum til fimm þúsund, er nú greiða ein- hvern skatt, sem ekki gerðu það áður. Aðrir skattar eru ó- beinir og verða ekki neinum sérstaklega tilfinnanlegir. Yfir- leitt koma þessir nýju skattar ekki niður á öðrum en þeim, er svo rífar tekjur hafa, að það snertir lífeyri þeirra ekkert. Þó hér sé ekki um mikla skatt- hækkun að ræða, eða ekki meiri en það, að viðskiftameun og þeir aðrir, er skattinn greiða, hafa látið á sér heyra að þeir væru engan veginn óánægðir út af honum, er það samt að virða við stjórnina, að þeir koma niður á þeim er færastir eru um greiðsluna. Aldrei hafa reksturútgjöld sambandsstjórnarinnar verið lækkuð neitt Iíkt því, sem í þessari fjárhagsáætlun stjórn- arinnar er gert. Kveður svo mik ið að þessu, að sú spurning vaknar í huga manns, hvort að þarna sé ekki að fara af stað heilbrigð stefna í þá átt, að fækka stjórnarþjónum og minka reksturkostnaðinn til muna. — Vegna núverandi ástands í at- vinnumálum, getur það að vísu orðið erfitt, að framfylgja þeirri stefnu, en hitt vita allir, að hef- ir viðurlitamikið verið til þess að vita, hve taumlaust mönn- um hefr verið hrúgað í stjórn- arstöður undanfarin ár, sem það hefir í för með sér haft, að stjórnarreksturinn er orðinn að þeirri byrði, sem sjáanlegt er að senn muni sliga þjóðina, haldi slíkt áfram. Stjórnarsetriö hefir verið gert að nokkurs konar mauraþúfu pólitískra púðurvasa, sem aldrei hefir neitt legið eftir, og að engu eru öðru þektir en því um dagana, að hafa verið kosningarellur af ómerkilegra tæi. Að þetta spor Bennettstjórnarinnar verði byrj un til þess, að slétta úr þessum mauraþúfum og létta dálítið með því byrði borgara lands- ins, er vonandi. Það er hægt að finna eitthvað þarfara við fé almenni\igs að gera, á þessum tímum, en að ala slíka legáta á því. En hvað sem um þetta mál- efni má segja, geta menn ekki rengt sig um það, að fjárhags- áætlun Bennett stjórnarinnar ber það með sér, að sá er eng- in skræfa, er um stjórnvöl heldur, og heilu og höldnu sigl- ir stjórnarskútunni í höfn, þrátt fyrir brim og boðaföll síðastlið- ins árs.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.