Heimskringla - 11.05.1932, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRIMGLA
WINNIPEG 11. MAÍ 1932.
íiictmskringla
(StojnuS 188«)
Kemur út á hverjum miOvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
«53 og '855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86 537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyriríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
RáOsmaOur TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstfórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is publistoed by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG 11. MAÍ 1932.
“KREPPAN MIKLA’’
RæSa flutt á samkomu af
Ragnar E. Kvaran.
Mér er minnisstætt lítið atvik, er bar
til á skipi voru, heimfarenda, sumarið
1930. Eins og alla rekur minni til, hafði
mikill órói verið allan veturinn 1929-30
í fjárhags- og atvinnumálum. Um haust-
ið 1929 gerðist hið mikla kauphallarhrun
um víða veröld, sem ekki hefir átt sinn
líka frá því að veruieg heimsviðskifti
hófust. En vitaskuld hafði aðeins lítill
hluti manna skilyrði til þess að átta sig
á, hvað gjörst hafði, eða var að gerast í
raun og veru. Og þegar voraði 1930, áttu
inargir von á, að nú mundi smátt og
smátt taka að rofa til í atvinniumálum.
Eg er t. d. viss um, að flestir, sem í
íslandsförinni voru, hafi hugsað á þá
leið, að líkiega yrði hýrara yfir hugum
flestra kunningjanna, er eftir sátu, þegar
komið yrði aftur, heldur en verið hafði
þetta vor. Og atvikið, sem eg mintist á,
úti á skipinu, hefir rifjað þetta alt upp
fyrir mér að nýju. Einn daginn er sím-
skeyti um það í skipsblaðinu, að Hoover
forseti hafi sent út tilkynningu til al-
mennings þess efnis, að hann sé nú
genginn úr skugga um, að nú sé það
versta afstaðið í atvinnumálunum. Menn
skuli lítinn kvíðboga bera fyrir framtíð-
inni, því að úr þessu muni verðbréf fara
hækkandi og atvinnu aukast. Daginn
eftir kemur annað símskeyti þess efnis,
að þá um morguninn hafi ofsalegt hrun
orðið á kauphöllinni í New York og á-
ætlað sé, að 4,000 miljónir doliara hafi
tapast.
Nú skal eg vitanlega ekkert um það
fullyrða, hvort hræðsla manna hafi staf-
að af því, að Hoover sagði þeim að ekk-
ert væri að óttast. En gersamlega óhugs-
andi er það þó ekki. En mér eru sérstak-
lega minnisstæðar samræður manna um
fréttirnar á skipinu þenna dag. Meðal
annars hlýddi eg á tal nokkurra ment-
aðra Bandaríkjamanna í reykingsalnum
þá um kvöldið. Þótt undarlegt megi virð-
ast, þá var eins og þeim hefði létt fyrir
brjósti. Og á samtaiinu fanst, að þeir
höfðu borið einhvern kvíðboga fyrir þvi,
að ekki væri búið að býta úr nálinni með
tap manna. En nú virtist þeim, sem þetta
síðasta hrun hefði hlotið að hreinsa svo
til á fjármálasviðinu, að stórra tíðinda
væri naumast frekar að vænta. Þeir
vissu, að spákaupmenska hafði gengið
fram úr öllu hófi, en vætnu þess nú, er
komið væri ofan í botn á dalnum, að eft-
ir stundar bið yrði aftur tekið að sækja
upp í hlíðamar. Þeir töluðu mikið um
þessar sveiflur í atvinnuh'finu, sem allir
verzlunarmenn könnuðust við, er tap og
gróði skiftust á með nokkurra ára milil-
bili. Og flestum kom þeim saman um, að
ef verulegt “boom" væri ekki komið 1931,
þá hlyti það afdráttarlaust að koma árið
1932.
Mér þykir ekki ósennilegt að hugsanir
alls þorra almennings hafi verið á næsta
skyidum leiðum sem þessum, um þetta
leyti. Það var óhjákvæmilegt sökum þess,
að flestir þeir menn, sem taldir voru hafa
mest vit á fjármálum og atvinnumálum,
fullyrtu þetta með rómi þeirra, sem tala
eins og þeir, er vald hafa. Margir vitn-
uðu t. d. til örðugleikanna 1921—22. Eft-
ir þá kreppu kom mikið athafnalíf víða
um lönd. Og í voldugasta landi heimsins,
Bandaríkjunum, var starfsemin svo fjör-
mikii, að það var ekki talin fjarstæða af
forsetaefninu Hoover, 1928, er hann full-
yrti, að atvinnuháttum þjóðarinnar váeri
svo vel' komið fyrir, að framar mundi
■ ►
. ; * • * y í
engin alvarieg kreppa koma fyrir í land-
inu.
En nú hefir þessi ófögnuður, sem vér
köllum “kreppuna miklu’’, ekki einungis
skoilið á í einu landi eða tveimur, heldur
hefir nú bráðum staðið í þrjú ár, færst i
aukana með hverjum mánuði, iæst klón-
um utan um alla heimsbygðina, og hvergi
glórir í skímu fram undan. Það er þess
vegna að verða nokkuð bersýnilegt, að
hér er ekki um neitt að ræða, sem venju-
lega hefir verið nefnt “sveiflur’’. í fjár-
máJum.
En hvað er þá í raun og veru að gerast
á þessum tímum?
Þegar þess er gætt, hve mikið er um
þessa spurningu ritað og rætt af lærðum
mönnum og reyndum, og þess enn frem-
ur minst, að fæstum þeirra ber saman
um verulega mikiivæg atriði, þá mætti
það virðast frekar fávísiegt verk fjrir oss,
sem fæst höfum hagfræðislega þekkingu,
að vera að velta spurningunni fyrir oss
á þessari vorsamkomu. Þegar eg t. d.
reyni að rekja upp í huga mér það, sem
eg hefi lesið síðustu mánuðina í blöðum
og tímaritum um gullforða og mynt, rík-
isskuldir, hernaðarbætur og tollmál og
fjöldamörg önnur atriði, sem í hvert
skifti hefir þá verið fullyrt, að væri hin
verulega orsök kreppunhar, þá verð eg
að játa, að eg hefi ekki nokkura áreiðan-
lega þekkingu á neinu þessara atriða. En
eg minnist þess þá jafnframt, að það
kemur ekki sjaldan fyrir, að lærðir menn
sjái ekki skóginn fyrir trjám — þeir hafa
svo mikla þekkingu á einstökum atrið-
um, og þeir stara svo fast á þau, að þeim
sést ekki sjaidan yfir það, sem kann að
blasa beint við augum þeirra, sem færri
hafa bjálka fjármálavitsins í augunum.
Það er meðvitundin um þetta, sem veld-
ur því, að eg dirfist að varpa fram fá-
einum athugasemdum um þetta mál,
sem allir eru annars að hugsa um.
Hvar kom kreppan fyrst, og hvar er
hún harðvítugust nú?
Atvinnuleysið er að öllum líkindum
skýrasta bendingin um báðar þessar
spurningar.
Þjóðabandalgið hefir gefið út skýrslur
um, að veturinn 1930—31 hafi tala at-
vinnuleysingja um heim allan verið milli
15 og 17 miljónir. Af þeim voru 5—6
miljónir í Bandaríkjunum, 3—4 miljónir
á Þýzkalandi, 2—3 miljónir á Bretlandi
og um ein miljón í Japan. í þessum fjór-
um ríkjum, sem samtals hafa einn sjötta
hluta af íbúatölu hnattarins, eru því sam-
an komnir þrír fjórðu hlutar atvinnu-
leysingjanna. Á næsta ári færist atvinnu-
leysið víðar yfir, og er áætlað, að um 30
miljónir manna hafi verið atvinnulausir
síðastliðinn vetur (1931—32). En af þeim
eru 9—10 miljónir í Bandaríkjunum, 6—
7 í Þýzkalandi, 3—4 í Bretlandi og 1—2
í Japan, svo að það ár er rúmur helm-
ingur atvinnuleysingjanna í þessum fjór-
um löndum.
Nú er það á allra vitorði, að hverju leyti
þessi fjögur Jönd hafa að öðru leyti haft
sérstöðu meðal þjóða heimsins. Þessi
lönd byggja þær þjóðir, sem lengst eru
komnar í iðnaðarmenningunni. Og með
því að iðnaðarmenning er enn óþekt nema
í sambandi við þá þjóðlífsháttu, sem
kendir eru við orðið kapítalisma, þá má
segja, að atvinnuleysið hafi sorfið fast-
ast að þar, sem kapítalismi er víðtæk-
astur.
Þetta er fyrsta atriðið, sem sérstök á-
stæða er til þess að gefa gaum. Og vér
hverfum þá jafnskjótt að annari spurn-
ingu: Hvers vegna er svona náið sam-
band á milli kapítalisma og atvinnu-
leysis?
Vér skulum þá fyrst athuga, hvað auð-
magnið hefir haft með höndum t. d. síð-
astliðin 50—70 ár. Eftir að verulegur
skriður komst á vélaiðju, jókst fram-
leiðslan eins og kunnugt er, með sí-
vaxandi hraða. Þær þjóðir, sem fyrst
komust af stað, urðu að útvega sér hrá-
efni til iðjunnar og markaði fyrir fram-
leiðsluna. Beinasti vegurinn að hvort-
tveggja markinu var að leggja undir sig
lönd. Enda brugðu þær sér snarlega að
framkvæmdum. Brezka ríkið var 4,600,-
000 fermílur árið 1862, 1912 var það orð-
ið 10,800,000; franska ríkið var 400,000
fermílur árið 1862, árið 1912 var það orð-
ið 4,800,000; þýzka ríkið var 240,000 fer-
mílur árið 1862, árið 1912 var það orðið
1,200,000 fm.; land Bandaríkjanna var
1,500,000 fm. árið 1862, árið 1912 voru
fermílurnar orðnar 3,700,000.
Hinni vaxandi framleiðslu fylgdi sú
örasta mannfjölgun, sem þekst hefir enn
í sögu veraldarinnar. Bretland er hér liið
ákjóstanlegasta dæmi. Á fyrri helmingi
átjándu aldar jókst íbúatalan á Bret-
landseyjum um 6.6 af hundraði. Á síðustu
60 árum nítjándu aldar jókst hún um 104
af hundraði.
En slíkar tölur, sem þessar, segja þó
ekki nema hálfa sögu, því nú tókst hinn
mikli mannflutningur úr öllum höfuð-
löndum út í lendurnar, sem teknar höfðu
verið herskildi eða á annan hátt höfðu
komist undir yfirráð þessara máttar-
miklu þjóða. Og með útflutningi á fólki
hefst þá samtímis útflutningur á auð-
magni til þess að notfæra sér nýlend-
urnar. Og nú gerast þau tíðindi, sem
engan á sinn líka í sögu mannkynsins.
Þensla og máttur auðsins er svo mikill,
að á tiltölulega skömmum tíma er lífi
hvítra þjóða (og margra með öðrum lit)
bylt um frá rótum. Hið risavaxna net iðn-
aðarmenningarinnar þenst út yfir meiri-
hlutann af hnettinum; í möskvum þess
eru námur unnar, járnbrautarkerfi lögð,
hafskip smíðuð, verksmiðjur reistar og
stórborgir rísa af grunni. Lækir auðsins
runnu um allar álfur, þar sem þrenns-
konar skilyrði voru fyrir hendi. Auðurinn
flaut þangað, sem hið nýja land hafði
hráefni til þess að greiða fyrir: (1) verk-
smiðjuvörur heimalandsins, (2) vélar frá
heimalandinu til þess að vlnna hráefnin
með og (3) vexti af fénu, sem fengið var
að láni.
Þessi þróun hélt áfram, þar til tók að
kreppa að um nýjar auðlindir, sem vexti
gætu gefið af hinu sívaxandi fjármagni.
Þrýstingurinn eykst, þar til tilraunirnar
til þess að stjaka öðrum frá lindunum,
verða að lokum að veraldarófriði. Og
eftir ófriðinn 1914—18 hafa 20 minni-
háttar ófriðir verið háðir.
Þetta er þá í stuttu máli hin mikla
saga auðmáttarins á dögum síðustu kyn-
slóða. Þótt fjöldi manna hafi átt kalt
ból í skugga hans, þá má þó með sanni
segja, að árangur hans hafi ekki verið
óglæsilegur. Hann hefir næst á mann-
holdi og drukkið blóð, en hann hefir þó
látið eftir sig efnalega ríkari heim. Hann
hefir sóað verðmætum hamsleysislega, en
hann hefir einnig skapað verðmæti.
En í allri starfsemi kapítalismans eru
margar furðulegar mótsagnir, sem nú er
að koma í ljós að eru beinlínis geigvæn-
legar í eðli sínu. Og með örfáum orð-
um vildi eg benda á nokkurar þeirra.
Sú er þá fyrst, að kapítalismi hefst
sem samkepnisstefna, sem vissulega hefir
ekki fátt til síns ágætis, en það er sögu-
leg sannreynd, að saga sérhverrar fram-
leiðslugreinar er ekki hálf-þróuð, þegar
hún tekur óðfluga að stefna að því að
verða einokun. Naumast er nú nokkur
undirstöðuframleiðsla til í iðnaðarlöndum,
sem ekki er á valdi tiltölulega fárra
manna í hverju landi. Og utan um heilar
greinar atvinnuveganna hvelfa svo risa-
bankarnir, eða þeir menn, sem eingöngu
fást við peningaverzlunina. Dæmi um
þetta er ástæðulaust að rekja, því þetta
er á almennings vitund.
önnur mótsögnin er sú, að auðmagnið,
sem byrjar með því að byggja upp lönd-
in — reisa borgir, leggja járnbrautir o.
s. frv. — hlýtur óhjákvæmilega að enda
með því að sjúga úr þeim merginn. Það
er t. d. ekki lítið eftirtektarvert í hvaða
átt auðmagni þessarar álfu hefir einkum
verið beitt, frá því um ófriðarlok. Það er
þegar búið að byggja upp álfuna að miklu
leyti og útflutningur á kapitali hefir far-
ið stórkostlega minkandi síðustu
árin — vitaskuld af því, að tekið er að
þynnast um þær auðl.ndir í lítt numdum
löndum, er gefi af sér skyndilegan gróða.
Enda gleypa nú mest fjármagnið fyrir-
tæki eins og kvikmyndatökur (og rekstur
kvikmyndahúsa) radiotæki, bílar, tog-
leður, silkistælingar og gosdrykkjafram-
leiðsla. Með öðrum orðum fyrirtæki, sem
ekki ættu að hafa netna mjög óbeina
hagfræðislega þýðingu. Féð leitar inn i
þessa farvegi af því, að sá atvinnurekst-
ur, sem skapar hinn eiginlega og veru-
lega auð veraldarinnar, gefur ekki af sér
nægilega rentu lengur.
En hvorttveggja er þetta smámunir i
samanburði við þriðju mótsögnina, sem
er ægilegust alls. Kapítalisminn byrjar
með því að örfa mannfjölgun svo mikið,
að ekkert líkt hefir áður sést, en endar
með því- að geta ekkert við þessar verur
gert.
Þetta liggur einnig í sjálfu eðli þess-
ara félagslegu hátta, sem nefnast kapí-
talismus. Og skrefin út að hengifluginu
hafa aldrei verið eins ört stigin eins og
á síðasta áratug.
Ófrðurinn sjálfur brá upp afar skýrri
og eftirtektarverðri mynd um þessi efni.
Talið er að ófriðarþjóðirnar hafi saman-
lagt tekið 65 miljónir manna
í herþjónustu á ófriðarárunum.
Auk þeirra var nærri ótöluleg-
ur grúi manna bundinn við
störf, sem beint lutu að hem-
aðinum. Nú er mannfjöldi svo-
kallaðra kaptíalistiskra þjóða
um 600 miljónir. Samkvæmt
því virðist, að unt hafi verið
að taka rúman tíunda hluta
þjóðanna — og það mennina á
bezta skeiði — setja þá í her-
þjónustu ,taka að líkindum tvö-
falda þá tölu til þess að sinna
öðrum hernaðarstörfum, og
samt gat það, sem eftir var af
íbúum landanna, haldið uppi
nauðsynlegum hagfræðislegum
störfum.
Um Bandaríkin hefir verið á-
ætlað, að þar hafi fimm miljón-
ir gengið í herþjónustu, og níu
miljónir sintu öðmm hernað-
arstörfum. En á sama tíma
voru taldar 42 miljónir manna,
sem atvinnu stunduðu. Sam-
kvæmt þessu hefir hernaðurinn
tekið þriðja hluta vinnandi
manna frá störfum. Og þrátt
fyrir þetta var magn fram-
leiðslunnar meira en áður hafði
verið.
Af þessu verður það fyrst og
fremst ályktað, að framleiðslu-
tækin em komin á það stig —
eins og nú virðist einnig vera
að koma á daginn—að ekki er
hugsanlegt að unt verði í fram-
tíðinni að útvega stórkostleg-
um hluta fullvaxinna manna
atvinnu undir kapítalistisku fyr-
irkomulagi.
Þetta em hin verulega ægi-
legu tíðindi, sem atburðir síö-
ustu ára virðast bera með sér.
Fjarstæðan með vexti af pen-
ingum er komin á það stig, að
hún er að stingast kollhnís.
Það er að koma að þeim tíma,
að heimurinn getur ekki lengur
borið rentubyrðina. Þetta hafa
fjáraflamennirnir fundið, og
fyrir því hefir verið lögð þessi
yfirgnæfandi áherzla á að spara
mannakaup með breyttum og
hagfeldari tækjum. Og þetta
hefir tekist fyrir gáfur hugvits-
samlegra manna. En þá hafa
menn einungis rekið sig á þann
nýja þröskuld, að ekkert var
hægt við vöruna að gera, eftir
að hún var framleidd, því að
mennimir, sem áttu að kaupa
hana, hafa ekkert fé unnið sér
inn til þess að kaupa hana með.
Hringur fjarstæðunnar hefir
náð saman og er að læsast í
eldi hungurs og hörmunga.
Þetta er “kreppan mikla’’.
Kapítalisminn er reistur á hugs-
uninni um arð og rentu, og
rentubyrði þjóðanna er nú tekin
að nálægjast það að jafnast á
við allar þjóðartekjurnar. Að
halda nú áfram í sama horfi
væri ekki ósvipað því, að ætla
sér að hnoða moldarköggul,
sem væri stærri en næmi allri
mold jarðarinnar.
* * *
DODDS
pKIDNEY|
k.PHLS A
' s';5 .
V.‘u!dÉr'tboVs‘S
^HEUMATjSr
I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’S
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðru
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfjabúö'-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd., Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
þess að losa þjóðimar við nokk-
urar miljónir manna. Hitt er
að láta þá deyja úr hungri.
Eg held að það sé mjög mik-
ils vert fyrir almenning að gera
sér ljóst, að það er engin fjar-
stæða að hugsa sér að annað-
hvort, eða hvorttveggja gett
borið að höndum. Þeir, sem
fylgst hafa með leiknum, sem
fram hefir farið undanfarið á
afvopnunarstefnunni í Sviss-
landi, geta ekki varist þeirri
hugstm, að stjórnarvöld hinna
stærri þjóða geri beinlínis ráð
fyrir ófriði — ef til vill ekki
innan ýkja margra ára. Og um
hungursneyð er það að segja,.
að hún er ekkert nýtt fyrirbæri
í mannkynssögunni. Og enn al-
gengara er þó hitt, að farsótt-
ir brjótist út, er viðnámsþróttur
manna hefir verið veiktur með-
ónógri fæðu og slæmum aðbún-
aði. Og vert er að hafa það f
huga, sem sagan ber svo marg-
víslegan vitnisburð um, að hver
stórmenningin eftir aðra hefir
liðið undir lok og horfið með
öllu af yfirborði jarðarinnar,
þegar menn hafa ekki haft
vitsmuni eða ráðrúm til þess
að snúast farsællega við breytt-
um atvinnuástæðum.
En gegn þeirri bölsýni, sem
þessar hugsanir vekja, er ekki
nema eitt læknislyf. Það er, að
kynna sér sem vandlegast þau.
öfl og þá strauma, sem nú erUi
að leitast við að koma þjóðh'f-
inu inn á aðrar brautir. Og tit
allrar hamingju eru þau öfl
ekki með öllu máttfarin. Enr
þau eru því miður margskift og
klofin. Og hver stefnan kann
að hafa til síns ágætis nokkuð,
en vafalaust býr engin yfir
þeirri lausn gátunnar, sem telja
verði heildarlausn. En sé engra:.
bragða leitað, þá er stefnt beintr
fram af björgunum. Því í þung-
um skýjabökkum kreppunnar
er ein setning letruð: Dagar
kapitalismans, \ því formi, semi
vér höfum þekt hann, eru tald-
ir, eða dagar menningarinnar
eru taldir.
En þá er spurningin eftír:
Hvað tekur nú við?
Verði engin gagngerð breyt-
ing á félags-skipulaginu sjálfu
í tiltölulega náinni framtíð,
þá er ekki sjáanlegt að forlög
atvinnuleysingjanna geti orðið
nema á tvo vegu, eða á annan
hvorn veginn af tveimur. Það
er fyrirsjáanlegt að styrkveit-
ingar til lífsviðurværis, eins og
á Englandi, geta ekki haldist
til langframa, að öllu öðru ó-
breyttu. Fjárhirzlais sligast und-
ir því. Tryggingar fyrir atvinnu-
leysi, eins og á Þýzkalandi,
geta heJdur ekki staðist til
lengdar, ef iðnaðurinn fer sjálf-
ur í kol. Og að halda lífi í
mönnum með bónbjörgum, svo
sem víðast tíðkast í Banda-
ríkjunum, er þó versta hhit-
skiftið. Þetta eru alt örþrifsráð,
sem aldrei verða nema skamm-
góður vermir.
En þegar þetta þrýtur, virð-
ist tvent til, ef ekki er gerð til-
raun til þess að breyta sjálfum J
grunni viðskiftalífsins. Annaó
er að hafinn verði nýr veraldar-
ófriður, og kúlur, eiturgas og
önnur hjálpartæki notuð tii
AUGU ÁSTARINNAR.
Það er einkennilegt, hvernig
smáatvik geta framkallað í
huga manns liðna atburði, og
látið menn fara að hugsa um
það að nýju.
í Heimskringlu frá 4. þ. m,
er örstutt auglýsing um, að,
þessi ofanskráði sjónleikur verði
sýndur í Árborg 13. þ. m., og
sömuleiðis í Riverton fáum dög-
um síðar. Fór eg þá að hugsa
um kvöldstund, sem eg var
staddur á Gimli síðastliðið haust
þegar þessi sami flokkur sýndi
þenna leik, undir stjórn séra
Ragnars E. Kvaran, öllum við-
stöddum til mikillar ánægju og
leikendunum til verðugs hróss.
Ekki þarf að taka það fram
að leikurinn var ágætlega æfð-
ur, enda er séra Ragnar fær-
astur allra íslendinga hér að
hafa leiksýningar með hönd-
um. Er hann smekkmaður með
afbrigðum og ágætur leikari.
Tók hann og eitt aðal hlutverk-
ið “Röd höfuðsmann’’, og fórst
það snildarlega.
Þá má ekki gleyma gamla