Heimskringla - 11.05.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.05.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 11. MAÍ 1932. HEIMSKRINGLA Beck, fiskiverseigandanum, sem G. O. Einarsson lék. Má með sanni segja að honum varð eng in skotaskuld úr því, að fara svo með það, að áhorfendurnir klöppuðu honum verðugt lof í lófa. Hafði hann ágætt gervi og fas og málróm að sama skapi. Var hann ef til vill bezt- ur þar sem hann kom gríninu að, og þó var hrottaskapurinn hreint ekkert viðvaningslegur. Óvídu dóttur gamia Becks lék frú Þórunn Kvaran. Er það lang erfiðasta hlutverkið í þess- um leik, og eitthvert hið vanda- samasta, sem eg minnist að hafa séð á íslenzku leiksviði. Þar rekur hvað annað, létt- lyndi æskunnar, en þó með- aumkun með öllum og öUu, er bágt á og er undirokað, — lífsgleði á hæsta stigi, en jafn- framt löngun til að láta gott af sér leiða, enda er hún eftir- lætisgoð allra, er nokkur kynni hafa af henni. Tekst frúnni svo vel að túlka þessa eiginleika að hreinasta unun er á að hlýða. I>ó er það ekki fyr en í öðr- um þætti, að mér finst hún sýnaalveg óviðjafnanlega leik- konuhæfileika, og þaðan frá til leiksloka. Hún hefir lent í húsbruna og skaðast stórkostlega, svo andlit hennar er alt afskræmt. Gerbreytir þetta svo sálarlífi hennar að hún verður alt önn- ur manneskja. Nú hefir sezt að í sál hennar kuldi og harð- neskja. Henni finst hún alstað- ar mæta háði og fyrirlitningu. Bjartsýnin og blíðan er horfin, og fær nú enginn talið henni hughvarf, né veitt einum smá- sólargeisla inn í sál hennar. í þriðja og fjórða þætti koma enn nýjar byltingar í sálarlífi hennar — sorgin og ástin. Sú sanna sorg og hreina ást. Er það ekkl allra meðfæri að fara svo með þessar tilfinningar, að vel sé. En það tókst frúnni svo, að mér flaug ósjálfrátt í hug — og hefi síðan sannfærst um — að jafnmikla leiklist hefi eg ekki séð meðai íslendinga hér, síðan frú Stefanía lék hér í "Kinnarhvolssystrum". Mig brestur kunnugleika til að nefna alla með nafni, sem þátt tóku í þessum leik. — Frú María Björnsson lék ráðskon- una vel, og sýndi bæði skör- ungsskap og góðan skilning á hlutverki sínu. Væri mér Ijúft að geta horf- ið til Árborgar, þegar þessi á- gæti leikur verður þar sýndur næst, og þá að taka bæði leik- endur og leikrit til nánari í- hugunar, því oft verður mér að finna til þess, að vér íslend- ingar iðkum of mjög þá list, að þegja yfir öllu góðu. Alúðar þakkir, Árbyrgingar, fyrir þessa kvöldstund, og "good luck". VíSförull. 5. SÍÐA sem íslendingar, er hann þjón- aði. í fjölda tiifellum hefir hann gert uppskurði, upp á líf og dauða, með ófullkomnum tækjum úti á landsbygðinni og aldrei mishepnast. Dr. Jónsson hefir nú lagt nið- ur embætti sitt í Cypress River í bili, og er lagður af stað til Evrópu til frekara náms, við spítaia á Skotlandi og megin- landi Evrópu. Hyggst hann að verða í þeim leiðangri árlangt, og ef ástæður ieyfa, hefir hann í hyggju að heimsækja ísland. Áður en hann fór frá em- bætti sínu hér, gáfu vinir hans honum mjögvandaða ferða- kistu (Steamer Trunk), og fleiri gjafir. Tók fólk alment þátt í því, bæði hérlendir og landar hans. Má óhætt segja að sjaldan hafi fólk sýn\ manni sónia með meiri gleði, en hon- um í þessu tilfelli; enda voru þar til verðleikar meiri en al- ment gerist. Foreldrar dr. Jónssonar, eru Jón Jónsson, ættaður úr Vopna- firði, og kona hans Guðlaug Sigfúsdóttir, frá Straumi í Hró- arstungu á íslandi austanverðu. Búa þau í Selkirk og þar mun dr. Jónsson vera fæddur og upp alinn. Sól. Þú ótilkvödd vermir alt á jörð, jafnt útvalda sauði og geitahjörð, jafnt hveitið sem illgresið auma. Þín stærð er svo mikil, þinn máttur og hrós, að maðkétnum sálunum kveikir þú ljós og gefur þeim göfugri drauma. Og þó að þú skínir á skarn og hjóm jafnskært sem á fegurstu rósir og blóm, er ásýnd þín æ hin sama. Þín fegurð og birta ei fölskvast af því, þótt fáeinar gorkúlur haugunum í þér reyni að ögra og ama. P. S. Pálsson. DR. EYJÓLFUR JÓNSSON. í nokkur undanfarin ár hefir þessi ungi og efnilegi læknir verið starfandi í Cypress River, Man. Það hefir jafnan þótt í frásögur færandi, er íslending- ur vinnur sér góðan orðstír og á einhvern hátt skarar fram úr í samkepni í hérlendu mann- félagi. Og hér er maður, sem á góðum vegi er með að verða sjálfum sér og hinum íslenzka stofni til hins mesta sóma. Fer þar saman atgervi, dugnaður og mannkostir. Dr. Jónsson mun vera út- skrifaður í læknisfræði frá há- skóla Manitoba árið 1926. — Hann hefir stundað lækningar í Cypress River um 5 ára skeið. Fékk hann skjótt al- menningsorð á sig, og fóru vinsældir hans vaxandi með ári hverju og starfssvið hans mærðist út hröðum skrefum. Hann var vakinn og sofinn í embætti sínu og lagði við alla rækt. Hepnaðist honum svo vel lækningastarf sitt, að fólk fékk œ meira og meira traust á honum, jafnt hérlendir menn Þessi ungi læknir er ekki einungis beztu hæfileikum gædd ur, eins og þegar hefir verið sagt, heldur er hann líka þeim mannkostum búinn, sem trúlega munu gera hann að stórmenni er árin líða, ef honum endist þá líf og heilsa. Hann hefir gert frábæriega vel að ná því tak- marki, sem hann hefir náð. Hefir hann aldrei slegið slöku við. Hann hefir sett markið hátt og stefnt stöðugt að því. Hann er einn af þeim fáu Is- lendingum, sem ekki hefir sökt sér niður í efnishyggju heim. Starf hans og andlegur þroski hefir verið hans hæsta hug- sjón. 1 viðskiftum sínum við al- menning og ekki sízt fátæka, hefir hann sýnt svo mikla sam- vizkusemi og fórnfýsi, að færri munu dæmi slík meðal stéttar- bræðra hans. Er því ekki að furða þó fólk hér um slóðir beri hlýjan hug til hans. Er þó opinber starfsemi, jafnvel hvað vel sem hún er af hendi leyst, sjaldan borguð þakklæti hjá al- menningi. Jónsson læknir er yfirlætis- laus og prúður maður. Heldur sér lítt fram til auglýsinga. — Kappkostar meira að vera mað- ur en að sýnast. Veit eg vel að hann kann ekki að ofmetnast, þó um hann sé sagður sann- leikinn. Bezti hugur fólks hér fylgir honum yfir hafið, fylgir með athygli framasporum hans, havr sem þau verða stígin, en um fram alt óskar að fá hann aftur og njóta hans. Hann sigldi frá Halifax á- leiðis til Skotlands um eða laust eftir miðjan s.l. mánuð. 6. .maí 1932. C. J. Oleson. Glenboro, Man. RÉTTURINN TIL AÐ CERA RANGT. FYLKISBANKINN ENN. (Frh. frá 1. bls.) þetta að kenna — í augum Brackens og hans fylgiliðs. Að fara hér út í efnið í til- lögum W. Sanford Evans og S. J. Farmers, yrði of langt mál. En af því sem á hefir verið minst, er ljóst, að Bracken- stjórnin er ekki laus við ábyrgð ina af hruni fylkisbankans, þó hún samþykki það sjálf. Bæði minnihluta álitin og ræða Mr. Browns og annara, sem látið hafa til sín heyra, og ekki eru staurblindir fylgismenn, Brack- enstjórnarinnar, halda eindregið fram, að Brackenstjórnin sé Sumir hinna mest virtu með- borgara vorra, virðast vera mjög reiðir út í háttu og þjóðfélags- fyrirkomulag Rússa. Þeir láta þessa óánægju sína óspart í ljós, í ræðu og riti, og nota ó- spart hin fátæklegustu og fá- ránlegustu lýsingarorð, til þess að mála sem svartast það, sem þeir halda að sé stefna og til- gangur Soviet stjórnarinnar. Hver er ástæðan fyrir þessu? Því eru þessir virðulegu skatt- greiðendur og afturhalds skrif- ,finnar, svo gramir í geði yfir stjórnarfyrirkomulaginu í svo fjariægu landi? Við getum í- myndað okkur, að það sé margt rangt við stjórnarfyrirkomulag Rússa. Hafa þeir ekki eins mikinn rétt og vér til sh'ks? Eg er stoltur af að tilheyra þjóðfélagi, sem hefir unnið sér rétt til að halda við stjórnar- fyrirkomulagi, sem er að reyn- ast gallað og ófullnægjandi, til að vernda borgarana fyrir hungri og klæðleysi. Vér Ástr- alíumenn höfum alveg tak- markalaust vald til slíks. Vér getum steypt þjóðmálum vorum í hið hörmulegasta ástand, og enginn getur bannað oss slíkt. — Og það sem meira er, vér höfum notað þann rétt til hins ítrasta. Lítum aðeins á atvinnuleys- ið, sem vér höfum búið til. Hugsum aðeins um þau hundr uð þúsunda manna og kvenna, sem vér höfum svift atvinnu. Hugsum aðeins um örbirgð- ina og þær þjáningar, sem eru henni samfara, sem vér, sem fólk með fullum kjörrétti, verð- um að finna oss sameiginlega ábyrgðarfulla fyrir slíku á- standi. Hugsið aðeins um þá tugí þúsunda pilta og stúlkna, sem koma út úr skólunum árlega, fyrir hverjum vér höfum lokað öllum leiðum til gagnlegrar at- vinnu, svo að það er eðlilegt að þetta fólk líti svo á, að það hafi fæðst inn í heim, sem hafi ekk- ert við það að gera, og að þvi sé algerlega ofaukið. Hugsið um hið helfrosna iðn- aðar- og viðskiftaástand vort. Hugsið um fjárhagsástand vort, sem er á hraðri leið að lenda í svo algerlega vonlaus gjaldþrot, að fæstir láta sér detta í hug að annað sé fram- undan, en algert skuldafall, rétt eins og sh'kt sé hástig stjórnar- farslegra úrræða. Og ofan á alt þetta, og fjölda margt, sem eg hefi ekki nefnt. bætist svo það við, að vér höí- um í fylsta máta notað rétt vorn til þess, að alt þetta gæti átt sér stað. Er það þá ekki sanngjarnt að vér unnum Rússum hins sama réttar? Ef þeir láta sér illa takast meðferð sinna stjórnmála — eg segi ekki að þeir geri það — en ef þeir gera það, því ekki að lofa þeim óáreittum að stjórna sínu Iandi, sem þeim bezt líkar. Þrátt fyrir það, þó þeir kynnu að fara öðruvísi að því að gera glund- roða úr sínum málum, en vér. Vér getum altaf huggað oss við það, að þrátt fyrir það, þó vort, til að viðhalda því fyrir- komulagi sem lengst, sem er að reynast úreit og óhæft, fyrir velferð mannanna á komandi tíð. Guðm. Eyford þýddi úr Australian Worker. ábyrgðarfull fyrir, hvenig fyrh bankanum er komið. Það mundi margt fari illa úr hendi, og bezt sjást, færi fram almenn stefni í ranga átt, er það þó atkvæðagreiðsla um það mál. stór huggun að vér notum frelsi TAMIN SÆLJóN 52 ára reynsla. Eftir C. F. Adams. Sú var tíðin, að tamin sæljón voru látin sýna ýmsar listir á fjölleikhúsum, og þótti hin bezta skemtun að. Það var sá, er þetta ritar, sem fyrstur manna kom fram á sjónarsviðið með sæljón, er sýndu listir. En 52 ár eru nú umliðin frá þeirri stundu, er eg tók upp á sh'kum sýningum fyrir almenning. En eg er nú orðinn 72 ára að aldri og vona að geta rækt þetta sama starf til æfiloka. Sæljónin eru selategund og mjög skynugar skepnur. Má í rauninni segja að hið eina, sem þau vanhagi um, sé málið. Þegar eg var drengur, var eg á amerískum fiskiskipum við Al- aska, og kyntist eg þá vel lífi og háttum sæljónanna. Mest dáðist eg að þvi hvað þau virt- ust friðsöm, en einnig að hóp- leikum þeirra og að því hvað þau voru fljót í förum um land og sæ. — Það dálæti, sem eg hafði á þessum skepnum, óx eftir því sem árin hðu, og að lokum gerði eg samning við skipstjöra á véiðiskipi um það, að hann skyldi veiða fyrir mig sæljón til tamninga. Skipstjór- inn átti 1200 feta langt net, sem hann notaði til að veiða í fiski þá, er styrjur heita, og var slíkt net einkar heppilegt til sæljóna veiða. Upp úr fyrstu sæljónaveiðiför inni hafði eg einungis 7 lifandi sæljón, því vegna ókunnug- leika míns drógum við netið of seint upp lir sjónum, svo að þau sæljón önnur, er í því voru, druknuðu. Mér var þá ókunn- ugt um að sæljón geta í mesta lagi verið 20 mínútur í kafi í einu. Eg fór með sæljónin sjö tii New York, en þar var eg hér um bil búinn að missa þau. Þau gerðu sem sé eins konar sultar- verkfall. í átta vikur vildu þau ekki neyta neins matar, vildu meira að segja ekki sjá uppá- haldsrétti sína, lax og makril. Þau urðu þó ekki hungurmorða, og var það að þakka spikinu, hinum mikla fituforða á líkama þeirra. Dag einn byrjuðu þau svo að eta á nýjan leik, og þá var nú tekið til matar síns! Þau átu hvorki meira né minna en 150—180 pund af fiski daglega; var það helmingi meira en venjulega. Það mætti næstum því kom- ast svo að orði, að sæljónin væru fædd skrípaleikarar og loddarar. Sæljónin mín lærðu alveg af sjálfum sér að leika sér að knetti og eftir að þau höfðu leikið sér á þann hátt í vikutíma, vildu þau ekki við annað fást. Þá kendi eg þeim einnig að handfjatla trumbur, bjöllutrumbur, xylophona, har- monikur, cornet og önnur hljóð- færi og að "leika" á þau. Eg var þá búinn með þessu móti að koma upp "hljómsveit" og þurfti eg nálega engar breyt- ingar á henni að gera í þau 30 ár, sem eg ferðaðist um með hana. Ails staðar þar sem eg hélt sýningar var mér tekið með kostum og kynjum. Menn voru ákaflega hrifnir af að sjá sæ- Ijónin leika listir sínar. í flokki mínum átti eg í 34 ár karlsæljón, sem hét Glut; hann var 500 pund á þyngd. Eg eignaðist hann þegar hann var tveggja ára gamall, og þegar hann dó fyrir um það bil tveim árum síðan fanst mér rétt eins og ættingi, sem væri mér kær, væri að skilja við. Það mun varia henda, að eg rekist nokk- urn tíma á jafnviturt sæljón. Hann gat talið upp að 10 og svarað spurningum um tölu á þann hátt, að hann velti sér yfir hana (tölurnar voru ritaðar í röð með stóru ietri.) Þess má h'ka geta, að ætíð þegar hann hafði matast stangaði hann úr tíönnum sér með hinum löngu klóm á lummunum (framlimun- um). Sæljón verða all-oft blind þau eru orðin gömul, og var Glut blindur síðustu sex ár æfi sinnar, en hann gat samt hald- ið áfram að sýna listir sínar. Glut vildi ekki híýðnast nein- um öðrum en mér, og honum var mjög illa við kvenfólkið, — var stækur kvenhatari, og skai hér minst á dáfítið atriði því viðvíkjandi. Á sýningum mínum hafði eg geysi-stóran glerkassa fullan af vatni, og í honum lét eg þrjá kvenseli sýna ýmsar listir, er þeim höfðu verið kendar. Stúlka sem var með mér til aðstoðar, var niðri í kassanum hjá sæljóu unum og stjórnaði þeim (vatn- ið náði henni rúmlega upp í mitti). Það mátti aldrei hleypa Glut úr búri sínu og niður í vatnskassann á meðan ungfrúin var þar, því þá hefði hann óð- ara rifið hana á hol. Nú bar svo við að eg opnaði kvöld eitt í ógáti búrið, sem Glut hafðist við í, en hann þaut þá eins og kólfi væri skotið að vatnskassanum, steypti sér nið- ur í vatnið og hefði vafalaust rifið ungfrúna í sig, ef hin sæ ljónin, sem í kassanum voru, hefðu ekki lagt sig þvert í veg- nn fyrir hann og tafið fyrir honum, og gat þá stúlkan kom- ist upp úr kassanum á meðan. í flokki mínum hafði eg meðal annars sæljón, sem var með afbrigðum grimt og hug- að; rak það stundum upp ógur- legt öskur. Sæljónið og aðrar selategundir eiga í stöðugu höggi við erkióvin sinn, hákarl- inn; hann hefir sterkari kjálka en sæljónið, en það er aftur á móti hugaðra og hraðara í snúningum. Árið 1922 drap sæljón, er eg átti, sem hét Butt, tvo hákarla á ströndinni við Sidney (í Ástral íu). Voru þeir hvor um sig ná- lega 20 fet á lengd og um það bil 1500 pund á þyngd. Butt var ekki einu sinni tvær min- útur að því að drepa þá. Þetta var hreystilega gert þegar tekið er tillit til þess, hve smávaxinu Butt var, vóg einungis um 140 pund); þess má einnig geta, að hann hafði á þeim tíma, er hér um ræðir, verið ófrjáls í 12 ár. Er nú best að skýra nánara frá þessu. Mjög er sótt til strandarinnar í nánd við Sidneyborg til sjó- baða. Þykir ströndin þar um 6lóðir einkar hentug til baða, en þó er sá ljóður á, að hákarl- ar eru oft í sjónum úti fyrir ströndinni. Bæjarstjórnin í Sidney lét því gera vírnetsgirð- ingu frá ströndinni í stórum boga til þess að hákarlarnir gætu ekki komist að þeim stað, þar sem baðgestirnir syntu og léku sér í sjónum. En svo bar við að í ofviðri miklu skemdist girðingin á einum stað, og kom- ust tveir hákarlar inn á hið af- girta svæði, og varð það til þess, að enginn þorði að baða sig þarna. Þetta þótti slæmt, og var eg beðinn um að láta sæ ljónin mín reyna aö drepa há- karlana. Félst eg á það og lét nú Butt reyna sig. Stakk hann sér í sjóinn þar sem hákarlarnir voru, en þeir skiftu sér ekkert af honum fyrst í stað. Aftur á móti virtist Butt veita þeim nána athygli. Og þegar hann var búinn að leggja á ráðin með sjálfum sér hvernig árásinni skyldi hagað, réðist hann óð- ara að öðrum þeirra, en eg gat ekki séð bardagann á milil þeirra, með því að hann var háður þar, sem ekki sást í botn. En eftir stutta stund kom skrokkurinn af hákarlinum upp á yfirborðið allur sundur flak- andi. Það hafði ekki tekiö Butt nema tæpa mínútu að drepa hann. (Eg hélt á úri mínu í hendinni á meðan bar- daginn stóð yfir til þess að sjá hve langan tíma hann tæki.) Að svo búnu hófst árásin á hinn hákarlinn. Var það einhver allra hraðast og grimmilegasta barátta um h'f og dauða, er eg hefi séð og mátti að þessu sinni vel sjá bardagann, með því að hann var háður alveg við yfir- borð sævarins. Hákarlinn þaut áfram með geysihraða og Butt á eftir og reif hann með hinum hvössu tönnum sínum ýmist bita úr baki hákarlsins eða kviði. Maður gat varla fylgt með augunum hinum örskjótu hreyfingum Butts í sælöðrinu. Þetta var grimdarlegur, hræði- legur bardagi, og varð sjórinn roðinn blóði á stóru svæði. Að stuttri stundar bið var Butt bú- inn að gera út af við hákarlinn. Bardaginn stóð ekki yfir í nema 45 sekúndur. Mér er ekki fullkomlega ljóst hvort sæljónunum er einkum og sér í lagi ilia við drykkjumenn, en svo einkennilega vildi þó til, að aliir þeir, sem urðu fyrir því að sæljónin nu'n bitu þá, voru drukknir. í Montrealborg bar það eitt sinn við, að Glut beit drukkinn mann í hendina. Mað- ur þessi hafði veðjað við félaga sína um að hann skyldi fara ofan í glerkassann til Gluts og klappa honum á kollinn (þetta gerðist í fjarveru minni). Hann gerði það h'ka, en Glut fann vínþefinn af honum og beit hann, til allrar hamingju þó ekki nema í hendina, en hæg- lega hafði það getað atvikast svo að hann hefði bitið hann, ekki í hendina, heldur í höfuð- ið — og það hefði verið öllu verra! Einu sinni drap Glut pokadýr í kjallara Chicagoleikhúss nokk- urs. Maður einn, sem átti að heyja hnefaleik við pokadýrið, ætlaði að fara með það upp á loft og teymdi það í bandi á eftir sér, en þegar pokadýrið var komið á móts við búrið, sem Glut hafði við í, staðnæmdist það alt í einu. Eg bað þá mann inn að fara undir eins á brott frá búrinu með dýrið, en hann glotti við tönn og mælti: "Þér getið verið óhræddur um það, að pokadýrið fer ekki að rífa sæljónið í sig. Það er að vísu ágætt í hnefaleik, en það bragðar ekki ket.'' "Verið þér ekki að þessu þvaðri maður!" mælti eg. "Sæ- ljónið gæti rifið pokadýrið á hol." "Hvað er að heyra!" anzaði þá maðurinn hlæjandi. "Þér vitið ekki hvers konar skepna pokadýrið er. Jafnvel tígrisdýr mega sín lítils á móts við þau. Þér megið trúa því, að poka- dýrið kann að verja sig." Maðurinn var enn að tala við mig, er pokadýrið teygði höfuð- ið inn í búr Gluts. En á sama augnabliki tók Glut undir sig stökk úr horni búrsins og læsti tönnum sínum á kaf í barka pokadýrsins, en það hné dautt til jarðar. Maðurinn varð sem þrumu lostinn og horfði forviða á pokadýrið, sem hann fyrir skammri stundu hafði teymt á eftir sér, en nú lá steindautt við fætur hans. —Alþb. En hvað þau skemta sér vel saman þessi ungu. Eru þau nýgift?" "Já, en ekki hvort öðru."

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.