Heimskringla - 11.05.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.05.1932, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRlNGLA WINNIPEG 11. MAÍ 1932. Á HÁSKA TIMUM | Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eítir George A. Henty i Doktorinn og hÍHir aðrir Norðurálfu- mennirnir höfðu sig sem fyrst upp á þak til að sjá hvað gerðist, og til að senda skothríð móti uppreisnarmönnum, ef þyrfti. í því skyni röðuðu þeir sex byssum handa hverjum þeirra á heptugan stað og biðu svo. Þær Isabel og konur þeirra Doolans og Rintoul, gátu með engu móti eirt niðri, og komu því upp á þekju h'ka. Þær og doktorinn stóðu sér og horfðu óþreyjufullar á heræfingavöllinn. Þeir majórinn riðu leið sína úr á heræf- ingaflötinn að venju, námu þar staðar og biðu svo í hnökkunum eftir því að liðsmennirnir kæmu út úr tjöidunum. "Þar eru þeir kvaddir til æfinga,'' mælti doktirinn, er hann heyrði lúðurþyt, "og þarna eru nú mennirnir að þyrpast út úr tjöldunum. Þarna sé eg Foster, rétt stíginn á bak hesti sínum. Ódeigur karl, sá Foster." Það var venja Sepoya að smátínast fram á flötinn, en nú var eins og enginn vildi fara af stað fyrstur. Riddararnir voru allir komnir á hestbak og höfðu raðað sér í fylkingu. Alt í einu reið af eitt byssuskot, Var það auðsæi- lega táknið, því um leið þustu aliir af stað með ópi og eggjunum og skutu af byssum sín um. Stefndi allur skarinn á þá majórinn, en þeir biðu ekki boðanna, heldur hleyptu á harða spretta heim að dómhúsinu. "Vertu óhrædd, góða mín," sagði dokt- orinn við Isabel. "Mér dettur ekki í hug að nokkur sé særður. Sepoyar eru lélegar skytt- ur, þegar bezt gegnir. Þegar þeir þá skjóta hlaupandi og í hálfdimmu, eins og núna, hæfðu þeir ekki heyhlöðu á tíu föðmum, nema þá óvart. En sjáum til, riddarar Fosters standa fast fyrir enn. Hann er ef til vill að tala um fyrir þeim. En hvað er nú? Þrír af þeim ráða til móts við hann. Hana, þar miðar einn þeirra á hann og hleypir af! Ónýtt skot! Kom hvergi nærri! — Þetta er myndarlegra!" — Þetta síðasta varð doktornum að orði, er hann sá manninn byltast úr hnaknum, eftir að Foster hleypti af. Hinir tveir hleyptu þá að honum, en hann hjó annan þeirra og skaut hinn. Aliir þrír voru fallnir í valinn, en Foster veifaði sverðinu og var augsýnilega að kalia til riddaranna, en þeir svöruðu því með ópi 8vo miklu, að heyrðist heim að dómhúsinu, og reið nú allur hópurinn að honum. "Flýðu, maður! Flýðu!" hrópaði doktor- inn, rétt eins og Foster myndi heyra til hans, þótt rödd hans í raun réttri bærist naumast fjórða hluta þeirrar leiðar. En svo var nú Foster ekki á því að flýja. Hann hleypti á sprett móti fylkingunni og hvarf inn í þyrp- inguna. Sást þá ekki um stund nema tiiburð- ir, sem lýstu höggorustu, og skothvelli marga var að heyra. En ait í einu sást Foster hinu- megin við fylkinguna, sem hann hafði rofið og rifið sig í gegnum. Orguðu nú Hindúar mikið og þreyttu við að snúa hestum sínum, til nýrrar atlögu gegn þessum eina manni. En áður en það tækist, hafði Foster sjálfur snúið við og hleypt aftur inn í fylkinguna. Var nú svo bjart orðið, að gerla sást, er hann ruddi sér braut í gegnum manngarðinn. Sverðinu hélt hann í hægri hendi og gekk það ótt og títt á þeim sem fyrir urðu, en í vinstri hendi hélt hann á pístólu og spúði hún í sífellu eldi og blýi. Á þessari reið hnigu tveir eða þrir af Hindúum, að því er séð varð frá dómhús- inu. — í þetta skifti sneri Foster ekki við aftur, en hleypti í spretta heim að dómhús- inu, með ailan hópinn á eftir sér, og að auki sífelda kúlnahríð frá fótgönguliðinu. "Nú kemur til okkar kasta!" hrópaði doktorinn. "Sýnum nú piltum þessum, að þeir séu í skotfæri! En ekki megið þið skjóta of nærri Foster. Skjóti hver ykkar fjórum sinn- um, og hlaupið svo niður og Ijáið lið til þess að koma honum inn fyrir hliðið, en verja hin- um inngöngu. Eg held hann hafi sig undan þeim. Hann varð fyrri af stað en þeir og hefir ágætis hest.'' Svo miðaði doktorinn byssunni og hleypti af, og hinir gerðu það sama. Þrír riddarar steyptust af hestunum. — Fjórum sinnum skutu þeir þannig, og hlupu svo niður stigana og út í garð. Aðra byssuna fengu þeir maj- órnum og liðsforingjunum, sem þá voru rétt stígnir af hestum sínum, og sneru nú allir að hliðinu og biðu viðbúnir. Að tveim mínút- um liðnum var hiiðinu slegið opnu og Foster þeyttist inn á harðaspretti, og um leið riðu skot af fimtán byssum í garðinum, og féllu þá nokkrir af Hindúum. — í sömu svipan var hliðinu lokað og majórinn og þeir allir hlupu inn í húsið og upp á þekju, þar sem doktor- inn hafði ekki verið aðgerðalaus. "Drengilega af sér vikið!' 'sagði hann við. "Þetta kalla eg góða byrjun!" Liðsaflinn var nú orðinn svo mikill á þekj unni, að þegar allir í senn sendu kúlnahríð- ina í hóp riddaranna, sáu þeir sér vænst að hörfa frá, og hleyptu tafarlaust burtu yfir til herbúðanna. Foster komst ekki af ósærður. í reiðinni gegnum fylkinguna fékk hann sár mikið á annan vangann, og á undanreiðinni heim í vígið hafði kúla farið í gegnum vöðva á öðr- um handlegg hans. "Þetta hefirðu fyrir að vera í ryskingum við þorparana,'' sagði doktorinn, þegar hann bjó um sár hans. "Hér öslast þó einn á móti heilum herflokki, rétt eins og þú værir gam- all jórsalafari, en hugsar ekki út í það, að við þurfum að tjalda öllu því sem til er til varnar þessu ótrausta vígi og megum engan mann missa." "Já,1 eg held nú helzt, doktor, að einhver annar en eg þarfnist þjónustu þinnar, og það enda meira en eg," svaraði Foster. "Er einhver annar særðUr?"' spurði dokt- orinn. "Nei, ekki held eg að hann sé særður," sagði Foster, "en þegar eg gekk inn í húsið eftir að búið var að loka hliðinu, sá eg hvar Bathurst hailaðist upp að húsveggnum ná- hvítur í andiiti og titraði eins og strá fyrir stormi. Mér var að detta í hug að væn inn- taka af "holienzku hugrekki" kæmi honum vel!" "Þú ert ekki réttlátur í dómi um Bathurst kafteinn Foster," sagði doktorinn alvarlega. "Hann er maður, sem eg met meira en marga aðra. Að sumu leyti er hann hugstærri en nokkur maður, sém eg þekki, en taugakerfi hans er þannig gert, að hann bókstaflega þolir ekki skothvelii, og engan megnan há- vaða. Það er ógæfa, en undireins nokkuö það, sem hann getur ekki við ráðið." "Frámunaleg ógæfa, skyldi eg segja, ' svaraði Foster og hló háðslega, "einkum þeg- ar mikið liggur á, eins og hér núna, af því aö skothvellir og hávaði viija æfiniega vera sam- fara orustum. Væri eg þannig gerður, þá held eg að eg sendi kúlu í gegnum höfuðið á mér." "Já, það er nú ekki ólíklegt að Bathurst gerði það sama, ef hann ekki hefði meira vit í höfðinu en sumir,' 'svaraði doktorinn. "Nú értu nærgönguil, doktor, en svo lái eg þér það ekki,' 'sagði Foster. "Eg verð að fara, því nú er nóg að gera," sagði doktorinn. "Eg býst við að þessir ná- ungar afráði að gera áhlaup á vígi okkar undireins og þeir hafa talað saman." Og þegar doktorinn kom út, sá hann, að nú voru menn teknir til starfa. Majórinn hafði skipað fjórum mönnum að 'standa á verði uppi á þakinu, en hinir allir voru að fylla pok- ana með mold og hlaða þeim innan við hlið- in. Konunum hafði ekki verið sett neitt fyrir, en þær fóru út í garð h'ka með þráð og nál- ar og saumuðu fyrir pokaopin jafnóðum og þeir voru fyitir. í þessu litla vígi voru saman komnir 76 manns, er þannig skiftust: Sex liðsforingjar, einn doktor, sjö borgarar, tíu fullorðnar kon- ur og átta börn á ýmsum aldri, eða þrjátíu og tveir Norðurálfumenn alls. Hindúar voru þar fjörutíu og fjórir, þar af sex vinnukonur, en þrjátíu og átta vinnumenn. Þegar allur þessi hópur keptist við að fylla pokana, gekk það verk fljótt, enda var búið að gera svo traust- an vegg innan við hljðin, eftir tveggja tíma vinnu, að fráieitt var að Sepoyar mundu geta hrundið þeim upp af eigin ramleik. "Ja, þá er nú næst að fylla 48 poka og gera með þeim skotgarð uppi á þakinu,'' sagði majórinn, þegar fullgerðir voru pokahlautarn- ir niðri. "Við þurfum nauðsynlega skotgarö á hverju horni uppi á veggbrúnunum, og hver garður þarf að hafa tveggja poka hæð." Það var rétt verið að enda við þetta verk, þegar varðmennirnir uppi sögðu þær fréttir, að Sepoyar væru búnir að kveikja i íbúðahúsum Norðurálfumanna. Sepoyar urðu reiðir, þegar þeir sáu að Norðurálfumenn ali- ir komust undan, en miklu reiðari þó, þegar þeir sáu, að þeir höfðu haft með sér mestall- ar eignir sínar, og til að hefna sín þeim mun betur, slóu þeir eldi í öll húsin, eftir að hafa tekið þaðan alla muni, sem til einhvers voru nýtir. Á miili þess, er þeir æstu eldana, skemtu þeir sér með því að senda skot eftir skot á dómhúsið. Þess hefir áður verið getið, að húsvegg- irnir risu tveimur fetum hærra en þekjan sjálf og mynduðu þannig vænan skotgarð, en alt miðbik þekjunnar reis jafnhátt veggjunum, og á hornin á því háþaki átti að hlaða pok- unum, tóif á hvert horn, og mynda þannig nýjan skotgarð fjögur fet á hæð, er þá reis fjórum fetum hærra en ytri skotgarðurinn. Þegar búið var að byggja þessa pokaveggi, voru tveir menn settir undir hvorn skotgarð, og voru til þess valdar beztu skytturnar. "Jæja, piltar, þá kemur nú til okkar kasta," mælti doktorinn með kæti, þegar hann settist innan við einn skotgarðinn á há- þekjunni, "og ekki skal eg trúa því að við eyðum eins miklu af blýi til ónýtis eins og þessir náungar þarna við eldana." Þeir • biðu svo ekki boð- anna, en tóku til að mæla Sepoyum í sama mæli og þeir höfðu verið að gera. En sá var munurinn, að virkis- búar fóru ósköp hægt að því og skutu tiltölulega sjaldan, en svo banvæn voru skot þeirra, að eftir litla stund þorðu Sepoyar ekki að sýna sig á bersvæði, en hættu að ónáða virkisbúa og földu sig á bak við húsin, sem voru að brenna. Isabel mætti Bathurst einu sinni, þegar hann var að bera poka upp á þekju. "Eg hefi setið um að ná tali af þér, Mr. Bathurst síðan í gærkvöldi,'' sagði hún þá, "en aldrei fengið tækifæri til þess. Viltu gera svo vel að ganga inn í geymsluherbergið, þegar þú kemur ofan aftur. Eg skal ekki tefja þig meira en augnablik." Þegar hann kom aftur ofan, gekk hann að dyrunum á geymsluherberginu, þar sem Isabel beið hans, en hann nam staðar á þröskuldinum. "Eg fer ekki lengra, Miss Hannay," sagði hann stillilega. "Eg held eg viti hvað þú ert að hugsa um að segja. Eg sá það á svip þín- um í gærkvöldi, þegar eg sagði majórnum frá viðureign minni við dýrið. Þú ert að hugsa um að afturkalla þau orð þín, að þú fyrirlítir huglausan mann. En gerðu það ekki. Þú hafð- ir algerlega rétt fyrir þér. Þú getur ekki fyrir- litið hugsleysi mitt meira en eg geri sjálfur. Þegar þú stóðst óhrædd upp á þekju og hprfð- ir á áhlaup uppreisnarmanna, stóð eg hérna uppi við vegginn úti fyrir og var nærri með- vitundarlaus af óstyrknum, sem á mér var. Hvað heldur þú um tilfinningar mínar, þar sem eg einn get ekkert aðhafst, ekki lagt hönd að verki með hinum, þar sem þó hver hönd er dýrmæt til að verja h'f kvenna og barna. Littu á andlit mitt! Eg veit að það er hvitt eins og pappírsblað enn, og sjá hendur mínar, þær titra enn! Það er þýðingarlaust fyrir þig að tala nokkuð. Þú getur máske aumkvast yfir mig, en þú hlýtur að fyrirh'ta mig eigi að síður. Þú mátt trúa þvi, að eg er ekki hræddur við dauðann, en álít hann sem lausnara, sem leysir mig frá hörmunginni og fyrirlitningunni, sem eg verð að þola." Um leið og hann slepti orðinu, snerist hann á hæli og gekk burtu. Rakst hann þá á doktorinn, sem þegar talaði til hans. "Komdu hérna inn, Bathurst minn góður," sagði doktorinn og dró hann með sér inn í herbergið, sem ætlað var fyrir lyfjabúð og lækningaáhöld. "Eg sá á þér að þú þarft hressandi lyf. Eg ætla að gefa þér engifer- blöndu." "Eg þarf þess ekki, doktor, og eg þygg ekkert sh'kt," svaraði Bathurst. "Eg tek ekki neitt áfengi til að framleiða kjark, sem ann- ars er ekki til. Það er ásetningur, sem eg vik ekki frá." "Þig skortir hvorki kjark né hug," sagði doktorimn með þykkju. "Eg er oft búinn að segja þér það, að taugaveiklun þín á ekkert skylt við hug eða kjark." "Kallaðu það hvaða nafni, sem þér sýn- ist, doktor, það kemur alt fyrir eitt," svaraði Bathurst. "En kínín skal eg þiggja, ef þú vilt gefa mér það, því eg er máttvana enn, en ekki dropa af áfengi." Doktorinn gerði það, en var hálfönugur út af þráa Bathursts, og skildu þeir svo. Að klukkustund liðinni hófst grimmileg skothríð úr þrem áttum. Sepoyar höfðu aliir flúið af bersvæðinu, þar sem húsin höfðu staðið, en sóttu nú að virkisbúum úr fylgsn- um sínum úr grendinni úr öðrum áttum. "Allir karlmenn upp á þekju!" hrópaði majórinn. "Fjórir að hverjum skotgarði á há- þekjunni, en þrír að hverjum garði á fram- þekjunni. Heldurðu að þú sért fær til að halda á byssu, Foster? Er ekki betra fyrir þig aö halda kyrru fyrir í dag? Ekki mun tækifæri bresta síðar." "Það gengur ekkert að mér, majór," svaraði Foster. "Mér er engin vorkunn að hleypa af byssu, þó eg hafi aðra hendina í fatla, því byssan getur hvílt á pokunum, í glufunum á milli þeirra, sem við horfum um. — En hamingjan góða!' hrópaði hann alt í einu ."Lítið þið bara á hann Bathurst! Hann er nábleikur og skjálfandi!'' Skothríðin var nú hvíldarlaus frá Sepoy- um, og voru nú virkisbúar teknir til líka. — Skothvellirnir voru miklir og ægilegur hvin- urinn, er kúlurnar sungu um loftið í kringum þá á þekjunni, en hærra reis þó kliðurinn af ópi og orgi Hindúa, í leynum sínum hringinn í kring. Bathurst var náfölur, en béit á jaxl og stóð hreyfingarlaus. Majórinn hljóp til hans. "Bathurst minn góður," sagði hann. "Það er mikið til að gera niðri líka. Vertu þar held- ur en hér." "Nei, hér á eg að vera, og hér skal eg. vera!'' svaraði Bathurst, en þó var sem hann Robín Hood FI/OUR ÞETTA MJÖL KOSTAR MINNA, VEGNA ÞESS AÐ FLEIRI BRAUÐ FÁST ÚR POKANUM segði þetta við sjálfan sig, fremur en majór- inn. Majórinn hafði ekki tíma til að segja meira, því í þessu hófst ægileg skothríð rétt. úti fyrir skíðagarðinum, og frá rústum hús- anna framundan. — Áhlaupið sjálft var nú virkilega að byrja. Sepoyar höfðu læðst á- fram þangað til þeir voru komnir alt að víg- inu, en voru þó enn í leyni. Það eina, sem virkisbúar gátu, var að miða á blettina, þar sem reykjargusurnar frá byssum Sepoya risu upp. • "Ertu vitstola, Bathurst? Legstu niður, maður! Legstu niður! Fleygðu ekki lífi þínu þannig í þessa hunda!" Það var doktorinn, sem þannig hrópaði | og leit þá majórinn við, og sá hvar Bathurst stóð uppréttur á hægri þekjunni út við skot- garðinn, einmitt þar sem skothríðin var hvað mest. Þar stóð Bathurst með byssu í hendi og virtist stíga fram á fót. En ekki bar hann við að skjóta. "Ligðu niður, maður, undireins!" hrópaði þá majórinn, en Bathurst gaf því engan gaum og var majórinn í þann veginn að hlaupa til hans, þegar doktorinn og Foster sinn úr hvorri átt, hentust til hans í gegnum kúlnahríðina, þrifu sinn í hvorn handlegg og drógu Bathurst með sér upp á háþekjuna og í hlé við eina skotgarðinn. "Drengilega gert, herrar mínir!" sagði majórinn. "Það er mildi að þið komust klakk- láust af." Bathurst hafði brotist um fast í fyrstu, en var máttþrota orðinn, er á háþekjuna kom og lá nú hreyfingarlaus með aftur augun. "Ætli hann sé særður?" spurði majór- inn. "Það sýnist ómögulegt að hann hafi slopp- ið. Hvaða brjálæði kom yfir hann að gera sjálfan sig svona að skotmarki?'' "Eg held hann sé ósár," svaraði doktor- inn, "en eg held hann sé meðvitundarlaus. Við skulum bera hann ofan í herbergi mitt. —- Hérna er hönd mín, Foster! Eg veit að þið Bathurst eruð ekki vinir, en núna stofnaðir þú þér í lífsháska til að bjarga honum." "Eg hugsaði ekkert út í hver það var,'" svaraði Foster kæruleysislega. "En eg bara sá mann breyta eins og vitfirring, og hljóp því til að draga hann í hlé við garðinn. En víst er það, að eg hefi meira álit á honum nú, þó eg varla trúi því að hann hafi verið með öllum mjalla." "Hann vildi láta þá drepa sig, en það þrek og þau átök, sem tii þess þurfti, að ganga þannig á móti dauðanum, það er meira en við getum gert okkur grein fyrir, Foster,** sagði doktorinn með hægð. "Mér er vel kunn- ugt um veikleika hans. í andlegum skilningi held eg að ekki sé þrekmeiri maður til en hann, en taugakerfi hans er ekki sterkara en í lítilsigldri konu. Þar er nú sífelt stríð milli sálar- og líkamskrafta.*' "Þar kafar þú nú dýpra en svo, að eg> geti fylgt þér, doktor," svaraði Foster. "Eg kannast við hugrekki og hugleysi, eða bleyði- skap, en þenna dularfulla blending, sem þá talar um, er mér ofvaxið að skilja," og hann sneri burt og gekk að skotgarðinum. Þeir majórinn og doktorinn tóku nú Bat- hurst og báru hann ofan, en mættu Mrs. Hunter niðri fyrir í stiganum, er strax varð hrædd og spurði hvort hann væri hættulega sæður. "Hann er ekkert særður, Mrs. Hunter,'" svaraði doktorinn. "Hann stóð uppréttur út við skotgarðinn, þar sem skothríðin var sem. svæsnust, svo að við máttum hlaupa til og draga hann burtu. Afleiðingin af þeirri ofraun fyrir taugaveiklaðan mann, er eðlilega sú, að það hefir liðið yfir hann, en hann raknar bráð um við. Þú mátt koma inn, Mrs. Hunter, en ekki fleiri af konunum." En Mrs. Hunter hafði nýlega verið skipuð yfirhji'ikrunarkona. Majórinn fór strax upp á þekju aftur, ea doktorinn fór að lífga Bathurst, sem gekk furðu seint. Loksins opnaði hann augun og; gerði tilraun til að rísa á fætur, þegar hann sá doktorinn og Mrs. Hunter uppi yfir sér. En doktorinn lagði blátt bann við því. "Þú verður að liggja kyr," sagði hann. "Þú hefir breytt óvenju heimskulega og glæp- samlega! Þú varst augsýnilega að reyna að stytta þér aldur!" I.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.