Heimskringla - 11.05.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 11.05.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 11. MAÍ 1932. HEIMSKRrNl i.a 7. S!ÐA BRAUTRYÐJENDUR. Frh. fra 3. bla. semdum náttúrunnar. Lét liann sér ekkert það óviðkom- jmdi, er horfði til framfara og uytsemdar þjóðinni. Skylt er og að minna á Magnús Stephensen. Var hann l>æði framgjarn og stórhuga. Hann varð aðalforkólfur og brautryðjandi fræðslustefnurin- ar hér á landi. Þá voru engir alþýðuskólar komnir á fót, og engin blöð eða tímarit gefin út, <er alþýðumenn gætu fræðst af. Alþýða manna var því mjög lítUsigld og fákunnandi. Úr þessu vildi Magnús bæta og gerðist athafnamikill um bóka- útgáfu á íslandi í því skyni að glæða nýjan smekk og nyt- saman fróðleik með þjóðinni og koma löndum sínum í kynni við erlenda siðmenningu. Hélt Magnús fræðslustarfi sínu á- íram til æfiloka og horfði lítt í kostnað þann og erfiði, er af l>ví leiddi fyrir hann sjálfan, en hlaut mikið af óþökk í stað- inn. Hefir hann hlotið þann dóm sögunnar, að hafa verið einn hinn vitrasti höfðingi og mesti skörungur þessa lands um sína daga, þó að ýmislegt mætti finna honum til foráttu eins og flestum öðrum, því enginn er algjör. Um það leyti er Magnús Stephensen hætti starfsemi sinni, tók Baldvin Einarsson að gefa út "Ármann á Alþingi", <og tók það tímarit við af "'Klausturpóstinum" og öðrum ritum Magnúsar og hélt að ¦mörgu leyti fram sömu fræðslu stefnunni, þó að í öðru sniði væri. Baldvin var bráðgáfað- "ur maður og hafði eldlegan á- liuga fyrir málefnum þjóðar- Innar. Hann var og bráðdugleg- ur til starfa, sem sést á því að hann ritaði að mestu einn tíma- rit sitt jafnframt því að stunda háskólanám sitt af hinu mesta kappi. Hann lagði hina mestu áherzlu á uppeldi þjóðarinnar með nytsamri fræðslu og örf- andi eftirdæmi og vildi innræta mönnum þann hugsunarhátt, er horfði til sannra þjóðþrifa. En hans naut styttra við en skyldi, því hann varð mjög skammlífur. Enginn íslendingur fyrr á tímum hefir þó verið annar eins brautryðjandi í bókstafleg- um skilningi og Bjarni Thor- arensen, Hann lét ryðja ísl. ferðamönnum braut yfir kalda- dal og kostaði til þess fé úr eigin vasa. Hann gekkst og fyrir víðtækari vegaruðningi \im landið. Ekki hafa þó þess- ar framkvæmdir, þó nytsamar væru, gert Bjarna frægan. Nafn hans verður uppi, meðan íslenzk tunga er töluð, af því að hann var höfuðskáld ís|endinga á sinni tíð, og þó einkum fyrir það, að hann hóf nýja skáld- skaparstefnu hér á landi í ljóð- um sínum, hina svonefndu "rómantísku" stefnu. Hann er tilfinninganæmari og hugsjóna ríkari en skáldin á undan hon- um. Hann gerðist því braut- ryðjandi í skáldskaparlegu tilliti. Hann ruddi ekki aðeins braut yfir Kaldadal þann, er liggur milli Oks og Geitlandsjökuls; hann ruddi og braut yfir Kalda- dal mannlífsins með kvæðum sínum. Hann var heitur og fölskvalaus ættjarðarvinur. Þá eru hinir nafntoguðu Fjölnismenn: Tómas Sæmunds- son, Jónas Hallgrímsson, Kon- ráð Gíslason og Brynjólfur Pétursson. Tómas er þar frem stur í framfaraákafa. Að af- loknu prófi tók hann sér ferð á hendur suður um lönd, til að kynna sér menningu og háttu annarra þjóða; voru slíkar lang- ferðir fátíðar í þá daga. Á þessu ferðalagi var ísland jafn- an efst í huga hans. Hann vildi beina erlendum menning- arstraumum inn í íslenzkt þjóö- líf, ekki til að gera það ó- íslenzkulegra, heldur til að vekja landa sína af svefni og hrista úr þeim deyfðina og doð- ann og hvessa skilning þeirra og framfaralöngun. Þegar hann kom aftur úr suðurförinni, var hann með hugann fullan af heitri þrá eftir að vinna föður- landinu gagn með því að færá því eitthvað af því fagra og góða, er hann hafði séð. Þá var það, að þeir félagar stofn- uðu tímaritið "Fjölni". Með því riti hefst nýtt tímabil í sögu íslenzkra bókmenta og í menn- ingarsögu þjóðarinnar. Tómas var með sínum brennandi á- huga h'fið og sálin í Fjölnis- félaginu; hann vildi "brjóta skarð í stíflurnar og veita fram lífsstraumi þjóðarinnar", eins og hann sjálfur kemst að orði. Hann ritaði áhrifamiklar hug- vekjur um hag landsins 1 öllum greinum og eggjaði landa sína lögeggjan að hefjast handa og hrista af sér slenið. Páll Mel- steð, sem þekkti Tómas vel, kallaði hann "ólman mann". Honum mun hafa fundist hann þurfa að flýta sér að lifa og starfa landi og lýð til gagns, enda dó hann ungur. Vinur síra Tómasar og sam- ferðamaður, náttúrufræðingur- inn og "listaskáldrð góða", "hann sem kveða kunni kvæð- in' ljúfu, þýðu", Jónas Hall- grímsson, orti sín fögru Ijóð, sem enn í dag og á ókomnum tímum munun vekja unað og gleði í hverju óspilltu hjarta. Hann og Konráð Gíslason, hinn frægi málvísindamaður, unnu að því í sameiningu að hreinsa og fegra tungu þjóðarinnar, svo að hún birtist í fegurri og tignarlegri búningi en nokkru sinni fyr. Hefir starf þeirra a þessu sviði haft ómetanlega þýðingu fyrir íslenzkt þjóðerni. Um séra Tómas látinn kvað Jónas: Lengi mun hans lifa rödd, hrein og djörf um hæðir, lautir, húsin öll og víðar brautir, þá ísafold er illa stödd. Um Jónas kvað Grímur Thomsen: Náttúrunnar numdir. mál, numdir tungur fjalla, svo að gaztu stein og stál í stúðla látið falla. Um Konráð kvað sama skáld: Öllu því, sem íslands byggðir eiga að fornu og nýju gott, unni hann, feðra táp og tryggð- ir Taldi hann vorar beztu dyggðir, en út af dæju ólánsvott. Og enn kvað Grímur um Brynjólf Pétursson: Hverja réð hann rún, sem vildi, en reikning hjartað aldrei skildi. Brynjólfur var hjartahreinn gáfumaður. Skal þá að lokum minnt á þann manninn, sem nefndur hefir verið með réttu "óska- barn íslands ,sómi þess, sverð og skjöldur'". Það er Jón Sigurðsson forseti. Hann varði æfidegi sínum til þess verks, sem bezt er og fegurst, en það er að leysa þjóð sína úr læð- ingi, höggva af henni hvern hlekkinn af öðrum og ávinna henni frelsi. í verslunarmálinu hóf hann baráttuna, þar sem Skúli Magnússon hafði orðið að hætta við hálfunninn sigur og þó ekki það, og fékk því loks framgengt eftir harða sókn, að verzlunin á íslandi var gefin frjáls að fullu og öllu árið 1854. Hefir þetta fram- faraspor orðið landi og lýð eitt hið blessunarríkasta. Þá var hitt ekki síður mikils virði, að árangurinn af striti hans í þarfr þjóðarnnar var stjórnarskráin 1874, sem að vísu enganveginn fullnægði kröfum íslendinga, en veitti þeim þó góða fótfestu, sem '()^»04H O Prentun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD endaði með fullveldi tslands árið 1918. Jón Sigurðsson var frá því hahn komst á manndómsaldur og til æfiloka höfðingi og leið- togi íslendinga í öllum greinum. Framúrskarandi kjarkur og staðfesta var það, sem ein- kenndi hann mest, enda hafði hann sett í innsigli sitt orðin: aldrei að víkja (frá réttu máli). Jón Sigurðssno ruddi þjóð- inni braut til frelsis og hvers- konar framfara og varðaði veg- inn fyrir áfæddar kynslóðir. Þó hann sé hofinn af sjónar- sviðinu fyrir fullum 50 áruni, er hann enn í dag og mun lengi verða leiðtogi íslendinga í menningarbaráttu þeirra. Allir þeir Islendingar, er hér hafa verið nefndir, og vitan- lega ýmsir fleiri hafa á einn eða annan hátt vakað yfir málefn- um þjóðarinnar, eins og móðir yfir sjúku barni. Þeir eru sáð- mennirnir, sem gengið hafa út og sáð góðu sæði í akur þjóð- lífsins. Þeir eru vormenn ís- lands. Við njótum uppskerunn ar, þar sem þeir sáðu. Skylda okkar er, að minnast þeirra ætíð með þakklæti og lotn- ingarfullum huga. En það er ekki nóg. Sú skylda hvílir einnig á okkur að taka okkur þá til fyrirmyndar og reyna að líkjast þeim í daglegu lífi okk- ar og störfum. Brautryðjend- ur, í sama skilningi og þeir voru, geta að vísu ekki allir orðið. En ef hver og einn reyn- ir að feta að einhverju leyti í fótspor þeirra eftir þeim mætti sem honum er gefinn, þá full- nægjum við þessari skyldu. Ef við getum ekki orðið braul- ryðjendur, þá reynum að vera góðir liðsmenn. Þess væntir ísland bæði af mér og þér. —Dagur. PÁLSPISTLAR Hinir síðarí. 853 SARGENT Ave., WINNIPEG L ^ Sítni 86-537 ^ ^ Mínir elskanlegir! Síðan eg fluttist til Ameríku, hinnar nyrðri, og meðal ann- ars lærði hérlent kák hefi eg orðið margs þess var er varpað hefir nýju ljósi á ýmsar dæmi- sögur Meistarans góða, er eg með veikum burðum var að leitast við að túlka yður, í Litlu Asíu, endur fyrir löngu. Margar og skrautlegar kirkj- ur, með krossum og turnum, gefur að líta víðsvegar um þetta mikla gosen-land, sem þegnunum hefir verið kent að nefna "Land Guðanna". Ein þeirra rís áreiðanlega hærra í loft upp en turninn Babel, sem þér heyrðuð mig svo iðulega minnast á, og allar kenna þær sig á einhvern hátt við hinn sama Krist, er vér í öndverðu lútum og þjónuðum. En alt svo dýrlegar sem kirkjur þessar virðast vera, eru þó ýmsar hallir hér enn veglegri og stærri og þar sýnist ganga mik- ið á, bæði daga og nætur. Ferð- in á öllu er yfirgengileg og há- vaðinn ærandi. Það er engu líkara en allir væru altaf að flýja einhvern ófögnuð og hefðu engan frið í sálum sínum. Enn fremur ráfar óumræðilegur fjöldi fólks um götur allar og ber alt yfirbragð þess glöggan vott einhverrar óþreyju og von- leysis. Ólíkt því, sem áður var, eru nú margir orðnir skriftlærðir og fregnir um afrek og ástand lýða, letruð og skjalfest, ganga manna á meðal dag frá degi, svo enginn virðist þurfa að sitja í myrkri og óvissu um það, sem að er hafst. Sumt af því, er eg hafði orðið þannig var, er mér hin mesta ráðgáta, og vil eg nú, mínir elskanlegir, skýra fyrir yður atburð einn, er bendir all-sterklega á eðh og einkenni hinnar nýju menn- ingar, svo þér megið vera við öllu búnir ef þér skylduð reika út á vettvang eins og eg:— Maður nokkur, sem ekki neytti brauðs síns í sveita síns andlitis, og hafði því auðnast «s£ Nafnspjöld %&* Dr. M. B. Halldorson 401 Bny.l III.Ik Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Br aS flnna á skrlfstofu kl 10—12 f. h. ogr 2—6 e. h. Helmlll: 46 Alloway Ave Talafmli 33138 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg. Talstmi: 22 296 Btundar sérstaklega kvensjúkdóma ogr barnasjúkdóma. — AtJ hltta: kl. 10—12 « h. og 3—5 e. h. Helmlll: 806 Vlctor St. Siml 28 130 Dr. J. Stefansson 21« MEDICAI, AHTS BLDK Hornl Kennedy og Qraham Standar rln«rtoKu anfttaa- eyrua nef- or kverka-ajokdoma Er ao hltta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Talatmli 21834 HeimiII: 638 McMlllan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office timar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LÖgfræðingur 702 Confederation Life Bklg. Talsími 24 587 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON fSLENZKIK LöGFRÆDIN'GAB á oðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson. Islenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, : Manitob*. A. S. BARDAL selur likklstur og annast um útfar- lr. AUur QtbúnaCur sa beitl Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phnoei 86 607 HIVMPBS að safna all-mörgum talentum, hafði afráðið að kaupa bifvagu ,- einn mikinn, konu sinni og börn um til augnagamans og upp- lyftingar. En svo stóð á, að flestir samsveitungar þeirra voru í anda og sannleika þrælar námufélags e$ns, er héraðið átti, 'eins og það var stórt til að vera, og höfðu því oftast lítið til munns og klæða; þvi þar sem svo til hagar er sveiti manna ódýr en lífsnauðsynjar allar með hæsta verði. Enn- fremur höfðu þrælarnir fram- leitt svo mikil kol að eigendurn- ir höfðu ákvarðað langvarandi uppihald í hagsmuna skyni. Máttu því þrælarnir og f jölskyld ur þeirra hafast við á eintómri trúarvon og allsleysi. Þetta alt saman vissu hjón- in með talenturnar, því þau höfðu framfleytt sér og auðgast á kaupsýslu við þetta fólk og v»ru nú orðin kjörum þess kunnug. Og þótt þau elskuðu sjálf sig og sín börn meira en náungan og niðja hans má segja þeim til verðugs hróss, að eftir nokkra umhugsun og sjálfsaga kom þeim saman um að neita sér um bifvagninn fyrirhugaða og láta talenturnar fyrir brauðmjöl handa börnum þrælanna. Pöntuðu þau því stórt vagnhlass af hveitimjöli, og létu það boð út ganga, að hver fjölskyldufaðir, aem til staðar kæmi á vissum degi, fengi mjölskamt fyrir fólk sitt ókeypis. En þá kom fyrir nokkuð það, sem vér, austurlandamenn, höfðum ekki fyrirséð. Strax og mjölvagninn kom á stöðina, gekk stór og tiginn hundraðs- höfðingi einn þar að með stórt og skrautlegt skjal í hendi, tók mjölið lögtaki og stefndi gjaf- aranum fyrir lög og dóm. Á- kæran var glæpsamleg hjálp- semi: og megið þér, mínir elsk- uðu, vita að við það brá mér mjög í brún. Sú hlið réttvísinnar, sem hér kom fram var sú hverfa mann- félagsmálanna, sem eg hafði ekki áður hugsað, og for- vitni ,eigi síður en undrun, ögraði mér til að fylgja málinu til úrslita. Það stóð ekki á löngu. Konu kaupmannsins, ól- gandi af hrygð og bræði, fór Frh. á 8 bla. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. SIMPSOX. N.O., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —:— MAN. MARGARET DALMAN TEACHKR OF PIAJIO 804 BANBriNG ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthú3inu. Slml: 23 742 HeimiUs: 3S S28 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— B«W •¦* F«r«it«r« MoTla« 762 VICTOB ST. SíMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um baeinn. J. T. THORSON, K. C. Islenxkur !58rfræ9lDffur Skrlfstofa: 411 PARIS BLDQ. Sirai: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard Sask. Talalmli 2H88S DR. J. G. SNIDAL TAIVJÍLÆKNIR 614 Snmrmt Blnck Portase An«nf WINNIPBO BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórt Stlllir Pianos og Orgel Simi 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.