Heimskringla - 11.05.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.05.1932, Blaðsíða 2
2. SIDA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 11. MAÍ 1932. LOKASENNA. "— — — eg trúi því, að deilur án umbótaráða 3éu gagnslausar. —--------Kirkjan á að vera siðmenningarskóli, andleg samúðaraflstöð og leið- arvísir til æðstu hugsjónar mannsandans." M. J. frá Fjalli. "En þegar þar að er kom- ið, veltur á miklu, að menn sóu undir það búnir, að hugsa djarft og rétt. Ekkert annað en algert afnám séreigna get- ur hjálpað; — — — Enginn gjaldeyrir má vera til, í nokk- urri mynd, engin fésýsla og engin skylduvinna." P. B., Hkr. 7. jan. 1932. Herra ritstj. Hkr.! Er nú til of mikils mælst, að þú setjir til síðu eitt horn í blaðinu með þessari yfirskrift og tilvitnun? Þar sem ræða megi þau mál, er tilvitnanirnar benda á. Það heillaráð, sem þú hefir upp tekið nýverið, að bjóða almenningi rúm í blaðinu fyrir bréf eða greinir, um á- hugamál alþjóðar, er mjög vin- sælt, og má óhætt fullyrða, að lesendur bíði með eftirvæntingu hvers blaðs, síðan þessi bréf fóru að birtast. Því svo má segja, að allir standi með önd- ina í hálsinum að hlusta eftir Devil's Food Layer Cake. 2/3 bolli smjör 1V4 bolll sykur 3 egg 1 bolli mjólk 2% bolli sæt- köku mjöli (eöa 2 bollar os 3 spænir af brauð mjöli. Vt teskeið salt 3 teskeiSar Magic Baking Powder 1 teskeitS vanilla lyf. 3 kökur ósætt súkkulaði, bræddu. SláiS smjörio' vel. Bætið sykur ; smám saman. Bætit5 í mjöli raeS geri í og salti og avo mjólk á víxl. Þá vanilla og bræddu súkku- latji. f*ekit5 um vel slegna eggja- hvítu. Látið i 3 layer cake pönn- ur og bakiS viS ofnhita um 350° F. í 30 mínútur. KælitS og þekiti meö þykku lagi af súkkulaSi eSa ís- ing. (Forskrift ,- Magic Cook Book). Ungfrú Gertrude Dutton segri frá hvernig hún búi til Devil's Food Layer Cake með Magic Baking Powder "Eg veit af reynslu", segir bökunarfræðing ur Wsetern Home Monthly, "að með Magic er bæði bragð og útlit þess sem bakað er betra. Vegna þess hve jafnt það er, er ávalt hægt að reiða sig á það." Og þessi dómur ungfrú Dutton er staðfestur af meiri hluta bökunar- fræðinga í Cana'la. Þeir nota ein- göngu Magic vegna þess þeir vita, að það er hreint og ávalt eins. Canadískar hÚ3mæður kjósa einn- íg Magic. Sannleikurinn er, að eng- inn Baking Powder í Canada selzt sezn hann. 1 smábakninga alla af fínni tegund farið að dæmi ungfrú Dutton. Notið Magic Baking Powder. hverju því, sem um mannfélags- mál er sagt eða skrifað. Enda bera flest bréfin, sem birt hafa verið, vitni um, að á því sviði er öll þörf útrásar á þessum reynslutímum. Það mun og vera sannreynt, að sé slík óró, sem nú er almenn, niðurbæld eða innibyrgð til lengdar, hlýt- ur hún, líkt og gufa í luktum katli, að sprengja af sér öll höft, og því fastar sem innilukt bt, því hættulegri kann sá vá- brestur að verða, þegar öll höft verða undan að láta. Frjálsar umræður eru því vafalaust ör- uggasta öryggislokan, og vei beim, sem á henni vilja sitja! Eg hefi tekið traustataki á fyrirsögninni, en vona að höf. (M. J. frá Fjalli) misvirði ekki, því heppilegra nafn verður vart fundið, yfir það stéttastríð, er nú stendur yfir'um heim allan, og sem haldast mun þar til yf- ir lýkur. Óvarlegt er þar um að spá. En meðan líf er, þá er líka von, en hún er frumhvöt lífsins. En lífið nú á tímum krefst þess, að tveimur herrum sé þjónað, og mikið furðar mig að læknirinn í Langham skuli ^kki skilja það, að Heimskringla er þar að ganga á undan með góðu eftirdæmi. Eða veit hann ekki að sósíalismi hefir aldrei átt slíkri útbreiðslu að fagna, sem á þessum allra síðustu tím- um? Og með því að læknirinn sv líklegur til að hafa radio samband við Ökugapann af og tO, væri mjög æskilegt, að hann vildi trúa Heimskringlu fyrir ^keytum þaðan, okkur til upp- byggingar, sem verðum að nota uxaganginn, og lifa á munn- vatninu, með dálitlu af sand- roki út í, en er þó sífelt ráðið til að halda spart á þeirri mun- iðarvöru. Nýkomin "Kringla" (27. apr- íl) er órækur vottur þess, sem að framan er sagt um þörfina á — og tilhneiginguna til um- ræðna um mannfélagsmál. Það blað er svo að segja fult af bendingum í áttina til nýrrar stefnu í velferðarskoðunum og hagfræðis viðhorfi, sem til úr- lausnar kunna að leiða, þeim vandræðum, sem yfir standa, og eykur mér kjark til að leita á náðir þínar með þessi þanka- brot, sem á eftir fara. Þó að sumt af þeim sé orðið fornsoð- ið, eru þau þó yfirleitt enn í sínu upphaflega gildi, að því er séð verður. Mér er sönn ánægja að sjá ritstjórnargrein þína, "Þjóðeign banka", hneigjast það langt hún gerir í umbótaáttina; með því eg hefi hér á eftir bent á, hvert það mál verði að stefna, og með því líka, að það er sá þungapunktur, sem alt annað verður að vegast á, og um það mál verður úrslitaorustan háð. Þá er og þess að gæta að hér í Canada stendur alveg sérstak- íega á í bankamálum á þessu ári en það er endurskoðun þeirra á næsta ríkisþingi. Væri þvi nokkuð mikið unnið, ef öflug- ur skriður kæmist á þetta mál áður en næsta þing kemur sam- an. En það getur aðeins orðiö með almennum og dýpri skiln- ingi á höfuðþáttum þess máls. En hvað megnar landinn í slíku ofurefli ?mun verða spurt. Þar til má svara: "Ei mun skut- urinn eftir verða, ef vel er róið að framan''. Enda eg svo þessi formála- orð. * * * Lokasenna M. J., P. B. og fleira. þegar þú útskrifast úr bekkn- um, sem hafa vilja, og þar til um. . j landnáms í hugsjónaheimi. — j Eg man það fyrst til þín, að Þar sem var grunnur langur til I eftir þig birtist samtal í Lög-. austurs og vesturs, með skil- bergi fyrir eitthvað 35 árum, eða meir. Ekki man eg efni eða nöfn. En það man eg, að þetta þóttu stórmerki á okkar barna- lega viðburðahimni, að maður úr nágrenninu gerðist svo djarfur, og varð svo forfram- aður að koma slíku á prent. Og það man eg líka, að eg í mínum barnaskap fór að apa þessa ritsmíð þína, í skrifæf- ingum heima hjá mér. Síðan hefi eg margt eftir þig lesið, og jafnan fundið hinn þunga undirstraum þessarar líf- rænu þrár, undir yfirborðs hæg- streymi Ijúfmensku og hóg- værðar. Margur mun óska, að velferðarmálum mannkynsins mæntti þannig á legg koma. En því miður eru það aðeins upprisugeislar morgunsólar hins upprennandi umbótadags, sem svo hógværlega fara. Stritið, umbrotin, hamfarir byltinganna, eymdin og grimdin, eiga enn eftir að kljást sem öndverðir ernir, með ógnum og braki, í þeirri ferlegu lokasennu, sem endar í þeim vábresti, sem skilja mun við mannkynið örmagna, eða máske útdautt af þessari jörð, — en við skulum vona rúmi að endilöngu, þar sást þú I mannfélags grundvöll þann, er j nú er á vorri jörð, en ófæddar j | kynslóðir eiga eftir að byggja, x ofan á. Þú tilheyrðir hinum | J norðlægu þjóðum. Þeim er ekki; 2 eins markaður bás og hinum | suðlægari. Þar sem þú sást' | skilveggi skifta byggingunni,. | með opnum dyrum þó, því þeim stendur einnig opið fyrir að skilja tákn tímanna, en sundur- lyndið aðskilur þær frá hinum. Þar voru ber gólf og veggir, sem táknar, að þar er alt til reiðu, þegar hin silfurtæra lind skilnings og drenglyndis verð- ur leidd um alt húsið, en hana eiga hinar norðlægu þjóðir. i norðurparti var einn geimur. Þar er ekkert sem aðskilur, en ruslið er enn á gólfinu, torf- mylsna hinnar úreltu mannfé- lagsbyggingar, sem reist var á hinum gamla mælikvarðanum (vinkli) er nú orðinn rústa- haugur einn. En þú sást með vakandi augum mannsandans, samkvæmt hinum nýja mæli- kvarða (vinkli), að rusl hrúg- unnar tók að minka, og hrað- streyma lindin kom í ljós, með öllum sínum hreinleika og feg- Sigurdsson, Thorvaldson GENERAL MERCHANTS CO. LTD. ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG Phone 1 RIVERTON Phone 1 HNAUSA Phone 51, Ring 14 MANITOBA — CANADA hólpið, annaðhvort þessa heims • urð, og hún kom frá fjallinu rinelmntuie mzAaqaiifK S Quiidmaeimttíute | "PhaltlamtÁaqaiine 'Laus viS álún". etning þessi á hverjum bauk er trygging ytiar fyr ir því, aí Magic Baking Powder er laust viö álún og önnur skaSleg t efni. eða annars, — gerir minst hvort er, — að kvöldi þess dags. Stephan G. sér glaðar sum- arvonir ganga fyrir gluggann sinn: "Báru hugsjónir heimsins Heilögustu ritning. Þar sem alþjóðir áttu, Eftir hvern sinn spámann, Öll sín vorkomu vitni, Vers og kapítula. Hófu sólar ljóðs söngva Samerfingjar jarðar. Sérhvert þjóðerni þekti Þar í sína tungu." En þetta getur ekki orðið fyr en þjóðUfið hættir að trúa "þvöldum sögulygum'' um sjálft sig. En í því netinu erum við nú fiskarnir flestir. Og það sem ömurlegast er, reynslan, sem er hinn eini auður er safnað verð- ur þessa heims og annars — hefir sýnt, að það eru kirkjurn- ar eða helgistofnanir ríkjanna, sem að riðað hafa netið, við- halda því og draga það fyrir i straumi mannlífsins, í þágu og til viðhlds ríkisvaldinu, sem ein- att hefir lifað á því að viðhalda fáfræði fjöldans, og niðurdrepa meðfædda bróðurhygð mann- anna, arfgengna frá ómunatíð skrælingja, eða jafnvel dýrs- stígi mannkynsins. Sannleik- urinn er, að við þörfnumst ekki guðfræðinnar, sem raunar er alls ekki til enn, þó nú séu má- ske meiri vonir að hún kunni að verða til í svo að segja ná- Iægri framtíð. Mikið fremur þörfnumst vér mannfræði, fé- lagsfræði, hagfræði; og mætti ekki bæta við einni fræðinni enn og kalla bölfræði? Ekki vil eg ganga fram hjá tillögunum þínum sex, þó hins vegar sé eg að mestu samþykk- ur P. B. Þó má þess geta, að fyrir þeim hafa umbótamenn þjóðanna barist árum saman, og árangurinn orðinn sá, að nú eru augu fjöldans að opnast fyrir aðstoð neyðar og hörm- unga og vonleysis um framtíð, opnast, og sjá að þær eru í öll- um meginatriðum óframkvæm- anlegar undir núverandi pen- ingavalds fyrirkomulagi. Pen- ingar eru nú rétthærri en hold og blóð, og voldugri en ríki og réttvísi, álíka viðkomuörir og stækustu pestargerlar, en að- eins þó í höndum vissra manna og undir vernd ríkja, og trú- girni fáfróðra. kjósenda. Drauminn þinn vil eg reyna að ráða, en þó nokkuð á ann- an veg en þú ætlar. Þar sem þú sást hina miklu sléttu, er hin mikla óræktaða og ónotaða auðn mannsandans, sem liggur heildarsjóð mannreynslunnar,' opin til ræktunar og afnota öll- Óskift þakklæti skuldum við þér, Magnús, fyrir alt sem þú hefir viljað og reynt — og gert, þrátt fyrir örðugar kringum- stæður, og — það sem fjöldan- um .virðist — ómögulegt að- stöðu í lífinu, — gert til að opna augu manna og neyða þá til að hugsa og skilja. Og djúpt hlýtur sú þrá að liggja í eðli þínu og tamning, að skila mann lífinu pundi þínu ávöxtuðu í í austri, sem altaf verður nógu hátt til að veita lífsins vatni um alla mannfélagshöllina, — hversu háreist sem hún kann að verða. En hvernig eru nú horfurn- ar, að draumur þinn rætist? Ekki verður annað sagt, en að horfurnar séu mjög líkleg- ar. Byrjað að austan frá eru Rússar fyrstir hinna norðlægu þjóða. Þeir hafa allareiðu með blóðugri byltingu, hafið nýtt tímabil í sögu mannfélags fyr- irkomulagsins, "sem heimurinn allur núna óttast og hatar — fyrir það hvað það er tiltölu- lega sigursælt," segir P. B. — Þá er Finnland sundurtætt af byltingum, Svíþjóð og Noregui á leið til blóðlausrar byltingar; Danir leiðtogar alls heimsins i búmensku og blóðlausum sósíal isma. ísland, nýviðurkend móð- ir lýðræðisins, með sívaxandi jafnaðarmensku fylgi. Og þá er bara okkar eigin Canada, þrælsliguð undir óseldum hveiti birgðum, og — að minsta kosti bændur vesturfylkjanna — und- ir óborganlegum skuldum, og hveitisalan öll undir högg að sækja í samkepni við Rússann sem getur ef til vill tvöfaldað sáðland sitt á hverju ári í næstu sex ár. Hvert benda þá vonir Can adabóndans? Það eru aðeins tvær sjáan legar leiðir, og þær eru: aum- asta leiguliða þrælkun, eða -----------og nú vil eg eiga fáein orð við vin minn, P. B., sem var svo góður að gera athuga- semd við lokasennu þína. Eg verð þvi að kveðja þig, Magnús minn Jónsson frá Fjalli áttræða óskabarn, að sinni. — — En nú sný eg mér að þér, P. B., sem þegar ert sekur fund inn að því, að hafa stefnt hin- um stórbrotlegustu býsnum fram á ritvöllinn, er eg minn- ist að hafa séð í íslenzku blaði. Ekki ætla eg að áfellast þig fyrir það, en tæpast þori eg að þakka þér fyrir. Þú kærðir þig naumast um það, þó þú ættir það máske skilið. En hitt get eg með engu móti þolað, að það sé þagað í hel, en þar er nú mest hættan, þegar ekki eru fúlegg eða skríll við hendina. Ekki vil eg þó samþykkja það með þér, að það sé alger kór- villa, að umbæta megi kapital- ismann. Og er það þá fyrsta sðnnunin fyrir því, að hvorki hefðir þú né aðrir þér sammála, nokkru sinni heyrst né látið til sín heyra, hefði þó ekki verið eitthvað ofurlítið að síga á ó- gæfuhliðina fyrir kapítalism- anum. Og engan líklega mun það dreymt hafa, að undir log- aði í djúpi tímans. En því má ekki gleyma, að kapítalisma eða hnefarétti er ekki fyrir um- bæturnar að þakka; né heldur það, að til eru göfugri öfl í þessum heimi. Þessu tilheyrir einnig það, sem þú segir um hringi og samlög og hálfan sósíalisma. Því þó þú álítir mennina yfirleitt góða, er það alkunna, að svo ólíkir eru þeir guðum, að sjaldan stökkva fé- lagslífs hugsjónir þeirra al- skapaðar og fullþroska fram úr höfðum þeirra. Þær bera oftar með sér þjáningar Evu eftir syndafallið. En mér virðist sem þú ætlist frekar til þess, eða þá einhvers Surtarloga, sem öllu óhentugu eyði, guðum og mönn- um, en sem félagslífið rísi upp eftir, í blóma og fegurð. — Og það er nokkuð mikið heimtað af íslendingum, að þeir gangi á undan í þeim leik, nema þá að þeir eigi dygga erindreka í and- stæðunni líka. En þó skal ját- ,að, að sízt er fyrir að taka, hverju hungur og nekt fá til leiðar komið. En mikið verður þroskahraði mannlegs skilnings að aukast, ef þetta á að takast innan 10 til 15 ára. En setjum nú svo, að þetta tækist eða skeði á morgun, eða um næstu áramót. Hvar eru þá tækin, sem til þarf að stjórna og skipuleggja? Eða á það bara að vera endurfæddur anarchismi með gamla Svartaskóla fyrir- komulaginu? Og er það nú víst að til fallist nægir Sæmundar, sem bera kunni nógu margar kápurnar, svo meistarinn verði af skólagjaldi og enginn verði seinastur gripinn? En með endurfæddum anar- chisma á eg við það vald, sem við tekur þegar kapitalisman- um verður steypt af stóli, og allir fá "ókeypis aðgang að öll- um varningi, sem þjóðin á". Er það ekki bara hjákonuhverf- an á tignarskrúða kapítalism- ans, sem hnefarétturinn íklæð- ist, þegar hann tekur með sér "sjö anda sér verri"', svo seinni villan verður argari hinni fyrri, ef það væri þá mögulegt? Eg skal fúslega játa, að það er þjóðræknislegt af þér, að vonast eftir, að íslendingar ríði fyrstir á vaðið í þessa átt. En þar er nú þegar sá hængur á, að þeir virðast hafa umbætt svo sinn kapítalisma, að lítil hætta virðist á, að sameinaðir kraftar ofbeldismanna — kapítalista og kommúnista — vinni núverandi samvinnustjórn þeirra mjög al- varlegan geig. Þó virðast þeir enn eisa nokkuð langt í land, að fyrirbyggja tæringu þá, er jafnvel takmarkaður kapítal- ismi óhjákvæmilega ber með sér, en það er misrétti stétta til arðs af afrakstri sínum, sem aðeins verður læknað með lög- jöfnuði kostverðs innan ríkis- takmarka. Frekar virðist mér og lítils að vænta af Vestur-íslending- um, til örvunar þeim heima í þá átt. Má þar til nefna til- fellið 1931 í Saskatchewan, þegar kornsamJagið hugðist aö fá lögleidda einkaverzlun með hveiti. Ekki bar á öðru en að landarnir legðu sitt fram þar á móti. En það var nú líka stærsta skrefið í sósíalisma átt- ina, sem stígið hefir verið í þessu landi. Tveir nafnkendir menn hófust þar handa, annar beint á móti löggjöfinni, en hinn ýfðist við því að samlagið stofnaði bókasafn, tll afnota meðlimum; og er þá lágt lot- ið, fyrir þó bókhneigðan ís- lending. Mörg fleiri smádæmi áþekk, mætti til tína í því sambandi, ef þess væri vert. En er nú ekki þegar nóg sagt um það sem er í hinu gamla fyrirkomulagi, og á- standið, sem er afleiðing þess? Væri nú ekki meiri ávinningur fyrir málefnð í held, að athuga gaumgæflega það, sem við á að taka, eða til umbóta væri, og síðan vegina, sem færir væru til útbreiðslu þess í hug- um manna og athöfnum? En athafnirnar verða fyrst að not- um, þegar þær hafa sýnt sig við kjörborðið. Þá verður fyrst að gera ráð fyrir að sósíalism- inn hafi sigrað og hlotið ör- uggan meirihluta í þingi, segj- um í Saskatchewan, — gerir minst til hvert fylkið er. — Að sjálfsögðu yrðu fjármál fyrsta úrlausnarefnið. En í þeim mál- um munu fylki þessa ríkis eigi eiga ákvörðunarrétt, þegar til skarar á að skríða. En það yrði óhjákvæmilegt þegar í byrjun, að setja á stofn ríkis peninga- stofnun eða banka, sem tæki við af prívatstofnunum þeim, sem nú starfa. Jafnframt yrði lögbann að leggjast á alla skuldheimtu einstaklinga, lán og vaxtatekjur og vixlunar af peningum, og alla peningaút- gáfu einstaklinga, að viðlagðri höfuðssök. í þess stað kæmi kostverðsmat allrar framleiðslu í ríkinu; og fyrir hvern kost- verðsdollar yrði ríkisbankinn að gefa út eða færa í inntektalið í viðskiftareikningi hvers ein- staklings, einn fullan dollar, sem víxla mætti í fullu gildi fyrir dollars virði af hverri ann ari frameiðslu, sem einstakling ur kann að þarfnast. Þó má sá seðill eða dollar aldrei skoðast sem verðmæti í sjálfu sér, held- ur aðeins sem víxill eða ávís- un á jafngildi í vöru, sem met- in hefir verið til jafnaðar kost- verðs. Lengra þarf naumast að fara að sinni. Hvorki Bennett eða neinn annar forsætisráðherra í hinum gamla sið, mundi líða slíkt fyrirkomulag, því þar með væri alilr máttarviðir kapítal- ismans fallnir. Það væru því nokkurn veginn viss vonsvik, að hugsa sér bylting til sósíal- isma í Canada, sem þeirri ríkis- heild sem nú er, næstu hundr- að árin eða svo. Eg held því að ekki væri úr vegi að athuga þetta nokkuru nánar, og það frá sjónarmiði manns, sem hér var innlendur og hafði um langan mannsald- ur hugsað og starfað að þess- um efnum; ekki í hægindastól, heldur í pínubekk þeim, sem allir þekkja, sem reynt hafa að hugsa og starfa sjálfstætt og frumlega. Maðurinn var félags- frömuðurinn, mannvinurinn og bóndinn Edward Alexander Part ridge frá Sintaluta. Allir, sem kynst hafa félags- viðleitni bænda í vesturhluta Canada, þekkja eitthvað tii mannsins. En bók hans, er út kom fyrir nokkrum árum, er óbrigðult minnismerki um það, hvað maðurinn var. Bókina nefndi hann "Stríð gegn fá-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.