Heimskringla


Heimskringla - 28.09.1932, Qupperneq 6

Heimskringla - 28.09.1932, Qupperneq 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. SEPT. 1932 6 BLAÐStÐA ÁHASKATÍMUM | Saga frá uppreianinni á Indlandi. Eftir GEORGE A. HENTY “Ert það þú, Ahmed?” spurði þá einn varðmaðurinn. “Það er einhver drungi yfir okkur öllum í kvöld, við erum svo syfjaðir. Eg var um það að sofna sjálfur rétt áðan." “Já, það er mollu hiti í kvöld," svaraði Bathurst. Varðmanninum þótti eitthvað einkenni- legt við rödd Bathursts, því hann stökk á fætur um leið og hann sagði: “Hver ert þú?" Bathurst var þá í þriggja skrefa fjarlægð að- eins og var hann þá svo viðbragðsfljótur, að hann var búinn að reiða sveðjuna og veita varðmanninum banahögg áður en hann var alminnilega kominn á fætur. Þetta sáu hinir tveir og hrópuðu þeir nú af öllum mætti, að svik væri í bruggi, og hentust á fætur. Bath- urst b'eið ekki boðanna, en hjó báða banahögg í einu vetfangi, og viðstöðulaust hljóp hann nú sem mátti yfir að fangahússdyrunum, snéri lyklinum í skránni og opnaði hurðina. “Komdu nú og vertu fljót!” sagði hann. “Útverðirnir hafa heyrt kallið, svo nú er ekki til setu boðið. Sveiflaðu þessari Hindúaslæðu yfir þig.” 1 þessu dundu óþyrmileg högg á hliðinu. “En hvað um hinar konumar, Mr. Bath- urst. Geturðu ekki bjargað þeim líka?” spurði Isabel. “Alveg ómögulegt," svaraði Bathurst. “Jafnvel þó takast kynni að koma þeim út fyr- ir víggirðinguna, þá yrðu þær að vörmu spori umkringdar og teknar af lífi. Komdu!" og hann tók um handlegg hennar og hljóp með hana út að hliðinu. “Stattu þama," sagði hann svo, “þá verður þá að hurðarbaki þegar eg opna hliðið.” Svo kipti hann slagböndun- um frá hliðinu og fleygði því opnu og hrópaði um leið: “Svik og landráð! Fangamir eru að sleppa!” Um leið og hann slepti orðinu opnaðist hliðið og hermanna hópur ruddist inn með fasi miklu og skutu af byssum sínum í ráðleysi. Um leið og þeir ruddust inn smeygði Bathurst sér út úr hópnum og komst að baki hurðar- innar, þar sem Isabel stóð, og er seinasti her- maðurinn æddi fram hjá tók hann um hand- legg Isabellu og fór svo hart sem hún komst út um hliðið, meðfram veggnum að utan og yfir í skógarbúskann þar sem Rabda beið. Augnabliki síðar kom Rujub þangað líka, og brýndi þegar fyrir þeim, að halda viðstöðu- laust af stað og fara hljóðlega. “Við þurfum að vera gætin,” sagði hann, “því skothríðin vekur alla af svefni og alt verður í uppnámi." Samtímis heyrðust líka hróp og köll í öllum áttum, og menn voru á hlaupum hér og þar og allir stefndu að hliðinu. Þau Bathurst læddust hljóðlega áfram og héldu sig í skóg- artoppum og hrísi, þegar færi var þangað til þau voru sloppin út fyrir jaðra borgarinnar. “Treystirðu þér að ganga nokkuð til muna?" spurði nú Bathurst og snéri sér að Isabel. Það voru fyrstu orðin, sem hann talaði síðan þau komu út úr girðingunni. “Það held eg," svaraði hún. “En satt sagt veit eg varla hvert eg vaki, eða hvort mig dreymir!" “Þú ert vakandi, Miss Hannay, svaraði Bathurst, “og laus úr þessu hræðilega fang- elsi." “Eg veit ekki,” svaraði hún hægt og stilt og var sem hún ígrundað hvert orð sem hún sagði. “Eg er helzt ekki viss um neitt, því eg hefi verið svo undarleg síðan eg kom í þetta fangelsi. Mér hefir svo oft fundist eg heyra ókenda rödd ávarpa mig, þó enginn hafi verið sýnilegur, og þó engin umhverfis mig hafi heyrt það. Af því leiðir að eg er ekki viss hvert þessi lausn er virkileiki eða ímyndun.” “Það er virkileiki, Miss Hannay,” sagði Bathurst. “Taktu í hönd mína og þú sann- færist strax um, að eg er áþreifanlegur. Rödd- in sem þú heyrðir var áþekk þeirri, er eg heyrði í Deennugghur. Með hjálp og samvinnu Rujubs og dóttur hans sendi eg þér þau boð, sem röddin færði þér." “Já, mér datt það nú einu sinni í hug, sem þú sagðir mér um þau feðginin, en þetta var alt svo undarlegt, og eg gat ekki áttað mig á neinu," sagði Isabel. “Eg hélt helzt að allar þessar hörmungar væru að svifta mig vitinu. Raunirnar voru miklar í Deennugghur en fyrir mig voru þær ekkert þar á móti því sem eg hefi liðið síðan, bæði í þessum hræðilega stað og í Bithoor. Það var lítið um glæsilegar von- ir í Deennugghur, en það báru sig allir vel, og hve illa sem gekk, þá held eg að enginn hafi verið algerlega vonlaus. Auðvitað vorum við þar svo mörg saman og alt vinafólk, og svo máttum við konurnar ekki láta á sjá á meðan þið karlmennimir börðust eins og hetjur. En hér, í fangelsinu í Cawnpore, ríkti algert von- leysi. Hér er ekki ein kona, að ekki hafi hún mist annað tveggja eiginmann eða föður. Af i í í Sigurdsson, Thorvaldson ltd. | GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG Phone 1 RIVERTON Phone 1 HNAUSA Phone 51, King 14 MANITOBA því leiðir að lífslöngun þeirra flestra er farin og þeim sama á hverju gengur. Þær tala helzt aldrei, nema í hálfum hljóðum, en ein altaf eins og í leiðslu. Þær sem enn eiga börn á lífi sitja altaf með þau og þrýsta þeim að barmi sínum eins og þær búist við að þau verið slitin frá þeim á hverju augnabliki. Örfáar bera sig vel, eru altaf á ferðinni til að þjóna þeim sjúku, til að hugga og gleðja, eins og Mrs. Hunter gerði í Deennugghur, en allur fjölclinn er svöna dapur og dofinn. Þessi vonleysis- dofi er eins og farg yfir öllum hópnum og hindrar allar kvartanir og kvein. Það væri huggun og svölun, ef við gætum grátið, en vonleysið er meira en svo, að það taki tárum, og það er þessi dofi og þessi sífelda þögn, er gerir lífið óbærilegt þama inni, — þögn og hvíslingar, eins og þar sem lík liggja á börum." “Og þú vissir a§ Mary Hunter dó í gær?” sagði hún svo spyrjandi. “Mrs. Hunter er hetja Hún lét enga sorg á sér sjá, en var altaf á ferðinni að hjúkra og hughreysta. Eg sagði henni frá seinustu boðunum, sem eg fékk, og bað hana að koma með mér, ef boðin reyndust meira en ímyndun, en hún neitaði. “Nei, Isa- bel,” sagði hún. “Eg veit ekki hvert þessi boð- skapur er draumur, eða hvort góðum guði he-f ir þóknast að vísa þér veg til að losast héðan, og sé svo, þá þökkum við honum fyrir það. En einsömul verður þú að fara. Það getur reynst mögulegt að bjarga einni konu en ómögulegt tveimur. Hvað mig snertir, þá bíð eg hér ró- leg eftir hverju sem guði þóknast að senda mér. Maðurinn minn er farinn á undan, og börnin líka. Eg er óháð nú og get máske huggað einhvera aumingjann og hjálpað öðr- um og hér sit eg því kyr. En þú ert ung og full af fjöri, og átt að eg vona margar ánægju- stundir ólifaðar. Mitt skeiðhlaup er þegar á enda, og jafnvel ef mig langaði til að lifa, þá dytti mér samt ekki í hug að bæta á byrði þína og vina þinna. Og trú þú mér til, að hættur og raunir mæta þér áður en stríðið er unnið. Hefði Mary mín lifað, þá hefði eg reynt að senda hana með þér, en guð tók hana til sín, — verði hans vilji. Far þú þessvegna einsömul út að glugganum, góða mín, og far að öllu eins og þér virtist þér vera sagt, en láttu samt ekki hugfallast, ef enginn kemur þá til að opna dyrnar. Reynist orðsendingin rétt, og þér gef- ist tækifæri að reyna að sleppa, þá hikaðu ekkí við að taka það. Guð veri með þér.” En veiztu það, að eg stóð lengur við gluggann, en þú sagðir mér. Eg gat ekki slitið mig þaðan fyr en þú varst búin að fella mennina þrjá og hljópst að dyrunum. Þá hljóp eg þangað líka og mætti þér þar." “Það er sorglegt að þú skyldir horfa á þann leik,’ ’sagði Bathurst. “Því þá?" spurði hún. “Heldurðu máske að mig hafi hrylt við að sjá þig bana þessum illmennum, eftir alt sem eg er búin að reyna? Fyrir tveimur mánuðum síðan hefði mér ef- laust þótt það óskaplegt, en við höfum öll tek- ið stakkaskiftum á þessum tveimur mánuðum. Hugsaðu bara um hvernig alt var þá, og hvernig það er nú. Nú er ekki eftir nema þú, Mrs. Hunter, eg, og að þú segir í bréfinu, hann Mr. Wilson. Er hann virkilega sá eini, er slapp ? ” “Að því er mér er framast kunnugt,” svar- aði Bathurst. “Bara við fjögur!” sagði Isabel. “Allir hinir farnir! Frændi minn, Mary, Amy, Doolan fjölskyldan, hinn drenglyndi, góði doktor, öll börnin, — alt, allir farnir! Hefðu dymar verið opnar og eg haft nokkurt vopn, þá hefði eg hlaupið út og hjálpað þér til þess að vega þessa menn. Eg er oröin þannig innrætt nú. Mig hryllir við sjálfri mér stundum." Eftir litla þögn, hélt hún áfram: “Eftir þessu hefir eng- inn komist lífs af úr hinum bátnum, nema Wilson einn?" “Eg er hræddur um að svo sé," svaraði Bathurst. “Eftir því, er Wilson sagði mér, var hann að sökkva þegar hann hljóp útbyrðis. En nú skulum við ekki tala meira að sinni, Miss Hannay. Þú mæðist miklu meira ef þú ert að tala, en þér veitir ekki af öllum þínum kröft- um.” “Það er rétt,” sagði hún, “en segðu mér hversvegna þú tekur mig þannig burtu. Þú varst að tala um einhverja ógnar hættu. í hvaða mynd býztu við henni?” “Okkar hermenn ná til Cawnpore bráð- lega,” svaraði Bathurst, “og eg hefi ástæðu til að óttast að skríllinn geri upphlaup og máske brjótist inn í fangahúsið, þegar sýnilegt verð- ur að okkar menn mega betur." “En sannarlega er þá óhugsandi að þeir myrði saklaust og ósjálfbjarga kvenfólk og börn, sem aldrei hefir gert þeim minsta mein," sagði Isabel. “Það er ómögulegt að segja hvað þeir taka fyrir, Miss Hannay, og einmitt þessa vegna þorði eg ekki að láta þig vera þarna lengur. Eg skal segja þér meira um það síð- ar. En gerðu nú svo vel, og taktu um hand- legg minn, svo að þú hefir stuðning af mér, því með afturbirtu þurfum við að vera komin margar mílur burtu frá Cawnpore. Þeir kom- ast að því þá, ef ekki fyrri, að þú ert horfin, og verður þá undireins leitað að þér í hverjum kima og hverju fylgsni." Rujub var nú kominn út af veginum og fór þvert yfir akra og engi. Gengu þau nú þegjandi um hríð, en brátt tók Bathurst eftir því, að Isabel var að gefast upp. Kraftar hennar fóru mínk- andi að sama skapi og geðs- hræringar hennar minkuðu og fögnuður yfir lausninni. Rujub smá brýndi fyrir Bath- urst, að þeir mættu til með að ganga hraðara, en Bath- urst gat það ekki. Isabel hafði ekki þrek til þess. Hún lagðist æ þyngra á handlegg hans. v “Eg kemst ekki lengra,” sagði hún um síðir. “Það er langt síðan eg hefi gengið nokkuð, og svo hefi eg sjálfsagt veiklast af allri þessari innisetu. Eg er búin að reyna alt sem eg get, en get ekki lengur lyft fótunum. Látið mig verða hér eftir. Þú ert búinn að gera alt sem í þínu valdi stendur til að bjarga mér, en það á ekki að takast. Trúðu mér, eg er þér innilega þakklát fyrir það alt. Eina bæn enn. Ljáðu mér pístólu, því dauðann ótt- ast eg ekki, og lifandi skulu þeir aldrei taka mig aftur.” Bathurst svaraði henni ekki, en sagði við Rujub: “Við verðum að bera hana. Hún er al- gerlega uppgefin og það er engin furða. Ef við bara hefðum nógu stóra voð, þá væri það vandalítið.” Rujub tók þegar dúk mikinn, er hann hafði sveipað um herðar sér, og breiddi á bal- ann við hliðina á Isabel, sem nú var lögst nið- ur alveg máttvana. “Lyftu henni yfir á dúk- inn, Sahib," sagði hann svo. “Svo höldum við um hornin á dúknum og höldum áfram. Hún verður létt byrði fyrir okkur þrjú." Þrátt fyrir boð og bann hennar lyfti Bath- urst Isabel yfir á dúkinn, og ætlaði svo sjálf- ur að bera þann endann, er höfuð hennar og herðar hvíldu á, en bað þau feðginin að halda um hin hornin á dúknum. “Nei, Sahib," svaraði Rujub. “Þunginn yrði þá allur þín megin. Við skulum báðir vera við þann endann, halda um sitt hornið hvor. Rabda ein. getur verið við fæturnar. Við getum líka skifst á eins oft eins og okkur sýnist.” Isabel hafði létzt að munm síðan styrjöldin hófst og reyndist hún í sannleika létt byrði fyrir þau þrjú, enda var nú hertur gangurinn að miklum mun. “En hvert ertu nú að fara, Rujub?” spurði Bathurst eftir litla stund. “Eg hefi ekki hug- mynd um hvar við efum.” “Eg held mig í grend við fljótið, Sahib," svaraði Rujub. “Eg er kunnugur hér alsstað- ar. Við getum ekki farið eftir þjóðveginum, því þar eru menn Nana, bæði Sepoyjar og Oude-menn, er á morgun eiga að taka á móti Bretum, að Dong. Og aðal-herflokkur Nana er ekki langt héðan. Við verðum því að fara sem fjarst þjóðveginum, en getum slagað þangað seinna, og farið á fund þinna manna, ef okkur sýnist, og ef þeir hafa yfir höndum að Dong. Brautin sem eg fer nú fylgir fljóts- bakkanum alla leið og þar þarf ekki að óttast menn Nana, af því Bretarnir koma hina leið- ina." Eftir fjögra klukkustunda ferð, sagði Rujub: “Þarna sérðu þéttan skóg framundan. Þar skulum við láta fyrir berast. Við megum vera þar óhult, því engir leitarmenn munu fara svo langt burtu frá borginni. Auk þess hafa Cawnpore-menn um annað að hugsa á morgun, en einn vesalings fanga, sem sloppið hefir, — ef þínir menn hafa yfirhöndina að Dong. Og svo vita þeir nú lítið um það hvort einn fangi hefir sloppið eða ekki, ef þeir hlýða skipun Nana, og gera það sem hann sagði fyrir, núna með afturbirtunni! Þeir fara þá varla að telja búkana!" “Eg get varla trúað að svo óskaplegur glæpur verði framinn,” sagði Bathurst. “Við sjáum til, Sahib. Eg sagði þér ekki alt sem eg vissi, af því eg vissi ekki hvert »kk- ur auðnaðist að ná ungfrúnni. Eg vissi að boðskapurinn var útgenginn, að verið var að senda boðin til allra ósvífnustu morðvarganna í borginni og í dögun skal verkið framkvæmt.” Bathurst ofbauð þessi frétt, því hann hafði til þessa þverneitað að trúa sögum í þessa átt, var ómögulegt að trúa að enda Nana Sahib vildi gera sig sekan í óumræðilegu níðings- verki. Þetta fékk svo á hann, að hann mælti ekki orð af munni fyrri en þeir voru komnir á áfangastaðinn inni í skóginum. Þá spurði hann hvar fljótið væri. “Rúmlega hundrað faðma til vinstri hand- ar, Sahib,” svaraði Rujub. “Þjóðvegurinn er til hægri handar, í hálfmílu fjarlægð. Við erum óhult hér." Eftir að hafa farið spölkom inn í myrkvið- arskóginn námu þeir staðar og lögðu dúkinn niður og settist Isabel þá undireins upp. “Ó- sköp eruð þið öll góð við mig," sagði hún. “Nú er eg orðin aflúin og ætlaði eg að fara að segja ykkur að eg gæti nú borið mig sjálf. Eg treysti mér til að ganga tímakorn nú, ef þifí viljið halda áfram." “Við ætlum að vera hér kyr þangað til undir kvöld á morgun, Miss Hannay,” svaraði Bathurst. “Rujub álítur að hér séum við úr allri hættu. Fyrst af öllu skalt.þú nú fá þér hressingu og sofa síðan eins mikið og þú get- ur. Rabda hefir Hindúa kvenklæðnað með sér handa þér og lit til að mála hörund þitt með» en það ligur ekki á að gera neitt af því fyrri en á morgun. Fljótið er bara fáa faðma héð- an, og getur þú því fengið tækifæri til að þvo- þér í fyrra málið.” Þegar þau feðgini og Bathurst fóru að heiman höfðu þau með sér körfu fulla af brauði og þremur vínflöskum. Hafði Rabda geymt körfuna á meðan hún beið þeirra fyrir utan fangahússgarðinn, en Rujub hafði borið körfuna síðan. Var nú ein flaskann opnuð og kom þá Rabda með ofurlítinn silfur bikar og helti í hann víni og færði Isabel. Hún drakk vínið og borðaði ögn af brauði, lagðist svo útaf hjá Röbdu og sofnaði vært nærri sam- stundis. Þau feðgini vildu ekki borða neitt, — sögðust ekkert þurfa fyr en með morgni, en Bathurst var lystargóður og hikaði ekki við*að seðja sig. Að því búnu lagðist hann til svefns og var sól hátt á lofti þegar hann vaknaði aft- ur. Var þá Rujub búinn að kveikja eld og var að sjóða hrísgrjón í keri yfir eldinum. “Hvar er Miss Hannay?” spurði han, er hann settist upp og sá hana ekki. “Hún er niður við fljót með Röbdu," svar- aði Rujub. “Hérna niðurundan hanga greinar trjánna svo langt út yfir vatnið, að þær geta setið þar og þvegið sér að vild, án þess nokkur sæi, þó á njósn væri fyrir handan fljótið. Eg ætlaði að vekja þig þegar ungfrúin reis upp, en hún sagði mér með bendingum, að lofa þér að sofa." Að hálfri stund liðinni komu þær Isabel og Rabda. Var Isabel þá komin í Hindúa- gerfi og var nú hörund hennar, andlit og háls, og handleggir og fætur upp fyrir ökla, mál- að, svo, að nú hafði hún nákvæmlega sama hörundslit og Rabda. Hún hikaði og var feim- in, er hún nálgaðist þá karlmennina, því eftir Norðurálfu skilningi var hún nú fáklædd mjög og að auki féll henni búningurinn illa. Nú hið fyrsta sá Bathurst hana á björtum degi, og varð honum bilt við. “Voðalega hefirðu brent þig, Miss Han- nay," varð honum fyrst að orði. “Það er ó- mögulegt að þú hafir fylgt reglunum, sem eg setti þér.” “Nei, eg gerði það ekki. Þú ert engin sök í að eg er þannig,’ ’svaraði hún. “Eg hafði blönduna miklu sterkari, en þú sagðir fyrir. Eg hugsaði ekki um neinar reglur, um ekkert nema það, að afmynda mig sem mest eg gæti. En svo er eg nú góð orðin nú hjá því sem eg var. Varirnar á mér eru nærri jafngóðar eins og þú sér, og sárin öll eru að gróa. Eg býst við að eg beri ör eftir, en það ollir mér engrar hugsýki.” “Það eru þjáningarnar sem þú hefir liðið, sem eg er að hugsa um," svaraðí Bathurst. “Hvað örin snertir, þá vona eg þau hverfi með tímanum. En skelfing hefirðu tekið út.’ “Mig sveið ákaflega um tíma,” sagði Isa- bel. “En nú í nokkra daga hefi eg varla fund- ið til sviðans, þó auðvitað séu fleiðrin aum, ef við þau er komið.” “Jæja, heldurðu þú getir nú ekki borðað ofurlítið, Miss Hannay?” “Jú, það er eg viss um, og strax á eftir skal eg leggja af stað og ganga eins lengi og þið viljið," svaraði hún. “Eg er alt önnur manneskja, eftir að hafa baðað mig. Það var ein stærsta neyðin í fangelsinu, að við fengum varla nóg vatn til að svala þorstanum og ekki dropa til að þvo okkur úr og því síður hár- greiðu, eða nokkur þess kyns þægindi.” Þau settust nú niður í grasið og snæddu úr körfunni, en Rujub og Rabda sátu sér og borðuðu hrísgrjónin og ekkert annað. “Hvað er orðið af Mr. Wilson?” spurðl Isabel. “Eg var að brjóta heilann um það í gærkvöldi þegar þið báruð mig, en var of þreytt til þess að hreyfa tunguna og spyrja um það.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.