Heimskringla - 28.09.1932, Side 7

Heimskringla - 28.09.1932, Side 7
WINNIPEG 28. SEPT. 1932 HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSÍÐA GEIRFUGLINN. Frh. frá 3. bls. SO centimetra á lengd. Á vís- indamáli er hann nefndur Alca (eða Plautus) impennis, og "bendir það nafn til að hann sé ófleygur. Vængirnir voru litlir, aðeins 16 centimetra eða þar um bil. Þegar ferðir tókust fyrst til Nýfundnalands var þar gríð- armikið af geirfugli, og kölluðu sjómenn hann pingvin. Síðan færðist það nafn yfir á álkurn- ar á suðurhveli jarðar. Nafn þetta er talið að vera af kelt- neskum uppruna og þýða hvít- iöfði (dregið af hinum hvítu skellum á höfðinu). Geirfugl og pingvin eru ekki náskyld. Sameiginlegt einkenni er að hvorirtveggja hafa mist eiginleikann til að fljúga. Hjá Pingvinunum eru vængirnir orðnir að nokkurskonar hreif- um, og notar fuglinn þá til að synda með. — Vængirnir hafa engin liðamót nema í axlar- liðnum. Bæði geirfugl og ping- vin gengu upprétt á landi. — Brjóstið hvítt, bakið dökt, eða svart, eins og hjá svo mörgum bjargfuglum. En þrátt fyrir þetta er ekki mikill skyldleiki með pingvinum og álkum, en til álkukyns telst einnig geir- tuglinn. Hér er um að ræða eitt af hinum mörgu tilfellum, þar sem svipuð lífskjör setja sam- eiginlegan svip á óskyldar teg- undir lifandi vera. Bæði pingvin og geirfuglar bafa átt heima á sjávarströnd- um, eða litlum eyjum og skerj- um langt úti í hafi. Þeim varð smám saman lítið eða ekkert gagn að því að geta flogið. Sundið varð þeim miklu dýr- mætara. Og þannig hafa væng- ir pingvinsins smám saman breyzt í liðamótalausa hreyfa. — Vængir geirfuglsins höfðu líka breyzt talsvert í sömu átt en þó hafði sú breyting ekki bomist jafn langt. Öll pingvin (af þeim eru nú taldar 17 lifandi tegundir) eiga heima á suðurhveli jarðar, að- allega við suður heimskautið. Ein tegundin á þó heima við suðvesturströnd Afríku, og 3 aðrar tegundir meðfram strönd- um Chile og Peru, á Galapagos- eyjum og á suðurströnd Brazi- líu. En geirfuglinn, sem er hin eina ófleiga álkutegund, sem menn þekkja, átti heima í norð- urhluta Atlandshafsins. Hafa leifar hans fundist víða á Norð urlöndum, svo sem Skáni, Jót- landi, nyrzt í Noregi (á Finn- mörk), á sunnanverðu Islandi, sunnanverðu Grænlandi, Ný- fundnalandi og suður að Flor- ida. En hann hefir aðallega verpt á skerjum og hólmum úti í hafi, þar sem hann var óhult- ur fyrir rándýrum. Staðhæfingar um það, að geirfuglinn hafi verið íshafsfugl, eru því rangar. Það er aðeins á Finnmörku, að fundist hafa leifar hans fyrir norðan heim- skautabaug. Vestan hafs hefir hann haldið sig miklu sunnar en austan hafs. Hið milda lofs- lag, sem golfstraumurinn veld- ur hér í norðurhluta álfunnar, er eflaust orsök þess, að hann hafðist hér við á norðlægari slóðum heldur en vestan hafs. Menn vita það, að mikið var um geirfugl á öllum varpstöð- um hans. Sérstaklega á þetta við um Nýfundnaland. Hann átti aðeins einn óvin, en hann hættulegan — manninn. Þegar um árið 1500 fóru mörg hundr- uð fiskiskipa frá Frakklandi, Spáni, Portúgal og Englandi til veiða við Nýfundnaland. Þau höfðu aðeins matvæli til farar- innar vestur yfir hafið, en er þangað kom lifðu skipsmenn aðallega á fugli og eggjum. Gekk það mest út yfir geirfugl- inn, því hann var stærstur, auð- veldast að veiða hann og egg hans stærst. Á Funkeyju, sem er við norðausturströnd Ný- fundnalands, eru enn í dag rétt ir hlaðnar úr grjóti, og inn í þær hafa sjómenn rekið geir- fuglinn í stórhópum, slátrað honum þar og saltað niður kjötið. Þarna hafa og fundist hrúgur af geirfuglabeinum. Þar hafa verið að verki menn, sem aðeins hafa hirt fiðrið af fugl- unum, en látið skrokkana liggja ' eftir. Viðkoman var lítil hjá geir-; fuglinum. Hann átti aðeins eitt | egg. Var því ekki að furða þó J honum yrði bráðlega útrýmt | með svona ofsóknum. Það er; líka talið að geirfuglinn hafi j verið aldauða við Ameríku-; strendur um 1700. Seinna féll: það í gleymsku að hann hefði I hafst þar við þúsundum sam- j an. Það var norskur vísinda- j maður, sem fann beinahrúgurn- | ar á Funkey, og eftir það hefir saga fuglsins þar verið rann- sökuð og ástæðurnar fyrir því, að hann skyldi hverfa. Hjá Islandi hefir aldrei verið eins mikið um geirfugl og hjá Nýfundnalandi, en þó lifði hann hér lengst. Eigi var það þó vegna þess að honum væri hlíft, heldur vegna þess hvað erfitt var og hættulegt að fara út í Geirfuglasker í sjó til fugla eða eggjatekju. Fyrir rúmum 100 kom upp eldur úti fyrir Reykja- nesi og sukku þá Geirfuglasker í sjó. Við það misti geirfuglinn öruggustu bækistöð sína, en fluttist þá til Eldeyjar. Seinustu fuglarnir veiddust 1844, og eft- ir það er geirfuglinn talinn aldauða. Um 80 geirfuglaham- ir eru til í veröldinni, og 60—70 egg, en sum þeirra eru brotin. Lesb. Mbl. Þýzkur hagfræðingur, er kom til íslands í vor, skrifar í þýzk blöð um veru sína. Hann tekur það fram, að grundvöll- inn að framförum, sem orðið hafa á síðustu árum, hafi hin íslenzka verzlunarstétt lagt, með því að koma hinni sívax- andi fiskiframleiðslu í verð í markaðslöndunum. ENDITRMINNTNGAR Eftir Fr. GuSmundsson. Ekki man eg hvað konan hét á kotinu við bratta lækinn sem fellur ofan í Svartá þar sem vegurinn ligur upp á Vatns- skarð, að morgunsárs-hillingar morgunkafið, sem við um nótt- ina ætluðum að fá hjá konunni í Bólstaðarhlíð. Ekki fer nú alt eins og ætlað er. Svo snemma vorum við komnir upp á Vatns- skarð, að morgunsár hyllingar náttúrunnar héldu öllu á lofti, langt fyrir ofan vanalega bæki- stöð, eins og rösk frammistöðu- kona heldur á kaffibakkanum á fingurgómunum ofar höfði sínu. Það var eins og Skagafjarðar- sýsla iðaði öll af kætinu í morg- ungeisla dýrðinni. Það var eins og Drangey hefði fengið lánað- ann Sleipnir, reiðhest Óðins, og væri að hossa hér í söðulinn til að heimsækja Tindastól. En mér sýndist Tindastóll líklegur til að ætla upp í dali þenna sama dag. Eg gat engin áhrif haft á þetta, langaði þó til að aðvara hann svo hann færi ekki á mis við þessa dásamlegu heimsókn. Eg ríghélt mér í hnakknefið svo eg tækist ekki á loft, bara af því að eg vissi ekki hvert eg átti að stefna, annars var eg fús að fljúga í “fangi þessu hunangið að sjúga.” Kaupmaður sigla kaus í dag en Kári sagði, á morgun. Nú loksins hefi eg fengið byi-- inn undir vængina, og flýg um allan Skagafjörð, þar eru frísk- ir og fríðir menn, og fallegar og blíðar konur, þar berast menn um á vængjum hugsunarinnar- inna og hyllinganna. Þaðan var Stephan G. kominn, hann hefir markað vængjatökin á loftið. Hversvegna eru ekki allir Skag- firðingar skáld? Eg sé það, Stephan hefir gengið upp á Tindastól til þess að steypa sér fram af honum og læra flugið, eða liggja dauður. Eins og Lundinn fer fyrst af stað frá hvassasta nefinu í fuglabjarginu, og verður að' duga eða drepast. En það fljúga ekki allir eins og Stephan, þar til þeir finna eitthvað sem er nær himninum en Tindastóll. En þessvegna komst eg aldrei vestur að Klettafjöllum, að eg þorði ekki fram af Tindastóli. En nú er víst mál að halda ferð- inni áfram. Seint að kvöldi þessa sama dags komum við á Akureyri, og vorum þá orðnir margir á sam- ferðinni. Á Öxnadalsheiði náð- um við þeim séra Halldóri í Presthólum og Sigurði bónda Einarsyni á Sævarenda í Loð- mundarfirði, en hann var þing- vallafundarfulltrúi Norðmýlinga og með þeim voru tveir sunn- lenzkir kaupamenn. Þeir höfðu farið frá Reykjavík, sama dag og við en strax um morguninn, þar sem við fórum ekki af stað fyr en um miðjan dag. Þegar við komum út í Öxnadalinn, náðum við Dr. Þorvaldi Thor- oddsen, og fylgdarmanni hans Ögmundi Sigurðssyni, allir þess- ir urðu samferða austur á Akur- eyri. Mér þótti vænt um Dr. Þorvald, eins og öllum sem hon- um kyntust nokkuð til muna, þá voru þeir og skólabræður mínir Ögmundur og Sigurður, svo þetta var orðið heilmikið vina- mót. En hér skorti það á mína eðlilegu gleði, að Jakob var orð- inn veikur, af ofreynslu á-svo löngum dagleiðum sem við höfðum og svo litlum og óreglu- legum svefni. Kveið eg fyrir að hann kæmist ekki til Akureyrar þar sem vænta mátti fullkomn- ustu hjúkrunar, þó rættist svo úr því að hann komst á spítal- ann, og lá hann þar í fjóra daga og náði sér vel á þeim tíma. Hinsvegar var eg orðinn að einskonar steingervingi, allur dofinn, en fann hvergi til. Eftir að hafa borðað bezta mat og sofið vel í góðu rúmi um nótt- ina, þá var eg orðinn jafngóður næsta morgun. Nú var ekki um annað að gera en að skilja við Jakob, en hann var öruggur í anda, átti nú ekki eftir nema tvær þægi- legar dagleiðir heim til sín, og sagðist ekki fara fyr en hann væri vel ferðafær. Það fór vel um hann og hann átti marga kunningja á Akureyri. Nú þurfti eg ekki að spyrja til veg- ar, var kvikur í kunnugum ranni. Það er gaman að stíga yfir útidyra þröskuldinn þegar maður er að koma heim eftir langa útivist, þó eftir séu löng göng til baðstofunnar og hún !öng inn að hjónaherberginu og heima hvílunni. Það er eins og skjólið sé hlýrra og nái inn úr öllu, alt er svo falslaust og hraust, og ástin svo traust, eins og Guðmundur sagði það væri í heimbygð sinni. Eg hafði gam- an af að stíga yfir sýslumóta þröskuldinn á Vaðlaheiði þenna morgun. Þingeyarsýsla var síst fallegri yfir að líta en aðrar sýslur á landinu, en það var eins og hendurnar kæmu úr öllum áttum að heilsa og bjóða vel- kominn. Eg spurði kunningja minn séra Halldór, sem var rétt til hliöar, hvert hann sæi nokk- uð sérstakt? Nei. En það var nú ekki að marka, eg sá að hann var að hef ja upp Faðirvor- ið, því honum gekk hálf illa að muna það, það var svo óskylt málaferlunum, en nú sá hann Axarnúp og í anda prestakallið sitt. Það segir ekki af mínum ferðum fyr en eg kom að Heið- arbót undir Reykjaheiði, en þá voru ær reknar að kvíum um kvöldið og bað eg um að mega sofa þar í tvo klukkutíma, því yfir Reykjaheiði ætlaði eg um nóttina, og var nú orðinn einn minna ferða. Eg var vakinn, sem á Varmalæk á tilteknum tíma, og eftir að hafa þegið góðan greiða lagði eg upp á heiðina. Þoka var á heiðum uppi en sólskin niðri í dölum. Eg var vel á mig kominn en ó- lundarfullur einn í þokunni og mér varð ilt við ef eg heyrði eitthvað í sjálfum mér. Eg hafði aldrei fyrri farið þessa heiði, hinsvegar hafði eg oft farið Tunguheiði, norðar miklu á milli sömu héraða, en skærin rata götu sína, og lausu hest- unum varð engin skotaskuld úr því að halda veginum. Eg var kominn au-stur á miðja heiði þegar eg sé mér til skelfingar að Þverárhyrna og Sandfell, Gríðarfjöll austan við Axar- fjörð, komu ríðandi á móti mér, á risavöxnum hestum, þó eg nú færi þvert út af veginum á þanstökki, þá var engin leið að bjarga sér. Gat það verið eitt- hvað þokunni að kenna? Víst var það nú að lagast, þetta voru bara tröll úr Bláskógafjöllum, það gat nú verið nógu vont, en það var hreint ekki óhugsandi að Goði sem eg keypti af Kristj- áni á Reykjum mundi þó forða mér. Óvinirnir drógust saman og lækkuðu í lofti þangað til þetta voru orðnir þeir, skóla- bróðir minn Bjarni hestamaður og Jón Sigfússon ráðsmaður séra Arnljóts á Sauðanesi. Nú var farið af baki því Bjarni hafði æfinlega brennivín, og svo vissi hann að eg átti óum- flýjanlegt erindi við hann, sem eg hefi áður minst á í endur- minningum mínum. Ekki vil eg þreyta lesendurna með þeim skollaleik, sem við Bjarni fór- um í, en hann endaði með því, að eg fór heim með fallegasta og bezta hestinn sem Bjarni hafði eftir, fyrir hestinn minn, sem Bjarni seldi til Englendinga í ógáti. Eg var ánægður með leikslokin en ekki veit eg hvert Bjarni hefir verið það eins. Hesturinn sem eg hafði fengið og var nú sestur upp á var bleikur að lit, og hét Fífill. Eg hleypti honum á harðasprett og kvað gömlu vísuna. Fífilbleikan, fallegan fák eg vildi eiga, sterkan, þolinn, stöðugan, stóran, vakran, fjörugan. Þegar eg kom nokkru austar á heiðina, var það hið fyrsta verk morgunsólarinnar, að brenna þokuna upp til agna, eins og yfirvöldin brendu galdra mennina fyr á árum. Og það þótti mér þá sanngjarnt, fagn- aði yfir oförum hennar, hafði þó sífelt álasað fyrir galdra- brennurnar. Nú hafði eg færst í áttina, þekti nú alt sem fyrir augun bar, var farinn að sjá andlitin í huga mér og vina- brosin. Þegar brennur þokufok, þráðir geislar skína. Þessi fögru ferkalok, fæða gleði mína. Þverárhyrna sómir sér, sólin gyllir hana, Axargnúpur ögrar mér að yrða á kunningjana. Minna feðra morgunsól markaði æfikallið. Vekur yndi veitir skjól Valþjófsstaðafjallið. Eygló Tungufjalls í föt færði úr höfuð þingum. Sandfell gefur sauðakjöt sínum skjólstæðingum. Komin efstu fjöllum frá, ferðasönginn stillir, jöfn og þétt er Jökulsá, jötnakýrinn fyllir. 1 . N afns pj |0 ld Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er a« finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og; 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Taldfml: 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — AT5 hltta: kl. 10—12 « b. og 3—6 e. h. Heimili: 806 Victor St. Sími 28 180 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stnndar elngöngu aug'na- eyrna nef- ok kverka-sjflkddma Er ab hitta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Tahfini: 21834 Retmili: 638 McMÍllan Ave. 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office tímar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL, ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 Það hafði tekið svo langan tíma að ragast í hrossakaupun- um við Bjarna. Hinsvegar hefi eg aldrei verið eins vel ríðandi. Sjálfur hafði eg fjóra reiðhesta og þar fyrir utan reiðhest séra Ólafs á Svalbarði, er eg hafði lofað móður hans og bróður, gistivinum mínum í Reykjavík, að brúka ekki neitt á leiðinni heim, og það hafði eg trúlega haldið. Nú var eg ráðinn í að fara upp á Axarfjarðarheiði, ' þegar eg væri búinn að hressa G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklg. Talsimi 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LöGFRÆÐINO AR á oðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur likklstur og annast um útfar- tr. Allur útbúnaBur sá. beztl. Ennfremur selur hann allskonar minntsvartia og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phonei 86 807 WINMPia mig vel hjá séra Þorleifi á Skinnastöðum fyrst og svo fast við heiðina hjá kunningja mín- um Birni í Sandfellshaga, þó hallaðist nú þessi ráðagerð dá- lítið. Það var eins og hestarn- ir vissu að það var að færast að ferðalokum. Nú gat það þó ekki verið nema um tvo af þeim að ræða, sem eg kom með að heiman nema þeir hafi haft einhver ráð að segja lagsbræðr,- um sínum ástæður allar. Það mátti heita að þeir þverskæru Jökulsá á sundinu, svo mikið kappsmál var þeim að komast yfir hana. Hún er þó þung á ferjustað í Axarfirði. Fyrstur kom Fífill minn upp úr ánni, hristi sig hraustlega, og leit eftir næringar skilyrðum, hann var og ólúnastur. Seinna átti það fyrir Fífli mínum að liggja, að komast í voðalegann lífsháska við þessa sömu á út undir sjó. Við vor- um þá nokkrir á ferð að vetr- arlagi ætluðum á sýslufund sem haldinn var á Húsavík en þá lá beinna við að fara yfir ána á ferju út undir sjó. Við vorum komnir að ferjustaðnum, og all- ir komnir af baki, og teymdum hestana að ferjunni þar sem við sprettum hnökkunum af og lét- um þá í ferjuna. En á eyrinni rétt ofan við árvatnið sökk Fífill minn ofan á sandinn eins og á sund, svo það flaut upp á bakið aftan við hnakkinn, en eg hélt í beizlistaumana, á svip- stundu strokkaði hann sig upp úr pittinum og stóð á eyrinni hjá mér svo sem þrjú til fjögur fet frá hættunni. Ferjumað- urinn sagði það hefði hjálpað honum að hann gerði viðbragð- | ið strax, og svo kraftalega og | það að eg tók í taumana á Þá var eg kominn að Jökulsá ! sömu stundu. Það nötraði á í Axarfirði, og kallað ferju því ( honum hver vöðvi þegar hann komið var lengst fram á dag. kom upp úr pyttinum. Enginn HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 DANNlNti ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. SSmi: 96 210. HeimUis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Bagzaze and Furnllnre Mortnz 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. lnlenzkur lögfrirblnKnr Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 96 933 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. gat séð þessa hættu á eyrinni, og ekkert bar á þessu annar- staðar á sandinum í kringum okkur, en við urðum allir hræddir og þorðum varla að róta okkur. — Svo er eg þá aftur kominn á þjóðveginn við Jökulsá á Ferjubakka. Þar skamt fyrir innan ferjustaðinn er svokallað Grettishlaup á ánni. Er til ljómandi laglega samin þjóðsaga í sambandi við það. Frh. Talxlmli 28 888 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 014 Somerset Block Portage Avenne WINNIPVti BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl Sttllir Pianoa og Orgel Siml 88 345. 594 AlveratoM St.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.