Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 2
2 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 30. NÓV. 1932 FRÁ ISlANDI (Fréttir eftir Alþ.bl. og Mgbl. i pp til 2. nóv.) Einkennileg fjölskylduhátíð. verður á morgun (2. nóv.) á Úlfarsfelli í Mosfellssveit. Þá verður Vigdís Eiríksdóttir, tendamóðir Skúla Norðdahl á Úlfarsfelli. 100 ára gömul. Sama dag verður dóttir hennar, frú Guðbjörg Norðdahl, kona Skúla 68 ára. Ennfremur á þá afmæli fósturdóttir fú Guðbjargar, sem þar er á heimilinu, Guðrún Ell- iðadóttir Norðdahl. Vigdís hefir haft allgóða sjón fram á síðustu tíma, en heyrn- in hefir verið nokkuð sljó. Hún hefir verið mjög vel hagorð og kunnað fleira af ljóðum en flest annað fólk. Hún var gift Guð- mundi Einarssyni í Miðdal (Mos fellssveit) og bjuggu þau þar stórbúi langan tíma, og var Guðmundur hreppstjóri um 40 ára skeið. Hann var faðir Ein- ars í Miðdal. Vigdís gamla er hin mesta dugnaðar- og gleðimanneskja. Af börnum hennar eru nú ekki lifandi nema Guðbjörg Norð- dahl, Einar í Miðdal og Val- gerður kona Eggerts á Hólmi. Af barnabörnum á hún mesta fjölda og af bama-barna-börn- um milli 20 og 30. Af barnabörnum Vigdísar, er -eiga heima hér í Reykjavík og blaðinu er kunnugt um, má nefn^ Harald og Kjartan Norð- dal, frú Guðrúnu Eggertsdóttur frá Hólmi, Guðmund listamann og Hauk sundkappa frá Mið- dal, tvö eða þrjú önnur systkini þeirra og frú Sigríði hjúkrunar- konu (gifta F. R. Þorvaldssyni verkfræðingi). Líklegast er Vigdís gamla nú elzta kona á landinu. * * * Bifreiðin, sem kom úr Hornafirði. Klukkan hálf-tólf í gærdag kom hinga ðbifreið úr Horna- firði, og er það í fyrsta sinn, er farið hefir verið í bifreið alla leið frá Hornafirði til Reykja- víkur. Á fyrsta degi var farið að Svínafelli í Öræfum. Gekk ferð- in ágætlega yfir Breiðumerkur- sand, og varð ekki nema lítil töf við Jökulsá. Frá Svínafelli var farið kl. 5 á laugardags- morgun, og var fylgdarmaður yfir Skeiðarársand. Skeiðará, sem er austan við sandinn, og Núpsvötn, sem eru vestan við hann, voru mjög lítil, og gekk mjög vel að komast yfir vötn þessi. Aftur á móti gekk ferðin ekki greitt yfir Skeiðarársand, því að hann er mjög stórgrýtt- ur og var það versti kafli leiðar- innar. Voru ferðamennimir um nóttina í Flögu og Hrífunesi. Á sunnudagsmorguninn klukk- an sex var lagt af stað á Mýr- dalssand, og var hann greiður yfirferðar, nema hvað nokkur snjór var þar, og var komið til Víkur nokkru fyrir hádegi. Á Markarfljótsaurum var töluverð Y Alveg Rétti! Þunnur — sterkur — voð- feldur—alveg rétti papp- írinn til þess að “vefja úr sínar sjálfur”, með sem skemtilegustu og fljótustu móti. Hann er búinn upp «í bókar broti og — lim borinn. » C/0^ VINDLINGA PAPPÍR ur sandbylur, en að öðru leytí gekk ferðin vel, og var náð að kvöldi til Tryggvaskála og gist þar. Leiðin, sem farin var, er öll 512 km. (um 318 enskar mílur.) — Bifreiðarstjórinn var Óskar Guðnason, og var hann eigandi bifreiðarinnar, sem er ný Ford vörubifreið, yfirbygð. Meðal farþega voru Þorbergur Þorleifsson frá Hólum, Jón Guðmundsson í Höfn og Guðni Jónsson. Alls voru 10 farþegar í bifreiðinni, 8 karlar og tvær konur. * * * SauðaþjófnaSur í Reykjavík. í haust bar það við, að mað- ur einn sá í rétt kind, er hann hafði vantað í meira en ár. Mað ur þessi er fjárglöggur með af- brigðum og efaðist ekki um að þetta væri sín kind. En þegar hann fer að gá að, þá sér hann að búið er að marka kindina ofan í hans mark, og búið að setja brennimark ofan á hans brennimark, sem einnig var á kindinni. Lýsti maðurinn yfir þarna í réttinni, að hann ætti kindina, og fór með hana heim til sín. Maðurinn, sem kindin hafði verið mörkuð, er ríkur bóndi hér í Reykjavík. Fór hinn mað- urinn nú til hans og krafði hann um tvö lambsverð, því hann þóttist vita, að ærin hefði verið tvílemd eins og venju- lega, og fanst það vera minstu skaðabæturnar, er hann gæti farið fram á, að hann fengi lambsverðin borguð. En hinn brást illa við; sagðist ekkert vita hvernig á þessu stæði, að ærin hefði verið mörkuð með sínu marki, og í stuttu máli, “brúkaði bara kjaft”, sem kall- að er. Maðurinn, sem kindina átti, sá sér því ekki annað fært en að kæra þetta fyrir lögreglunni. Var nú kindin skoðuð og mark- ið, eða réttara sagt mörkin á henni, og duldist engum að hann ætti hana. Þegar bóndinn kom fyrir rétt, kendi hann manni um, sem hjá honum er, og nokkru síðar kom sá maður til eiganda kindarinn- ar og bauð borgun fyrir lömb- in. En þegar hann heyrði að sér væri kent um alt saman, varð hann illur við og sagðist ekkert hafa gert nema eftir beinni fyrirsögn húsbónda síns. Stendur málið því svona nú, en sé sá, sem kindin hafði ver- ið mörkuð, sekur um sauða- þjófnað, þá er hætt við að hann verði sakaður um að hafa mark að sér eða á annan hátt krækt í fleiri kindur, því eins og allir fjáreigendur hér í nágrenninu vita, þá hefir horfið margt fé hér síðustu árin, og er varla bráðapestinni um alt að kenna. * * * Reynitrén á Stafafelli. Fyrir tuttugu árum útvegaði ungur bóndi í Ausfcur-Skaftafells sýslu sér nokkrar reyniviðar- hríslur og plantaði þeim heima við bæinn sinn. Hann hirti þessi ungviði sín svo að þau döfnuðu vel, og eftir tvö ár bætti hann mörgum nýjum við. Hann lét sér ekki nægja það að brekkurnar ofan við túnið og langt inn eftir dalnum eru vafðar í birkikjarri og allskon- ar blómjurtum, eða þó kletta- frúrnar prýði standbergið ofan við bæinn og bláklukkumar fag urliti hólana í túninu. Hann vildi fá skóginn heim í hlað og hann fékk það. Reyniviðarhríslurnar eru nú orðnar að stórum og fallegum trjám, til prýðis og ánægju fyrir heimilið, og líka til gagns, því trén, sem eru í mörgum röð um, skýla alveg á einn veg afar stórum matjurtagarði. í sumar, er eg var á Stafa- felli, mældi eg hæð trjánna. — Hæsta tréð af þeim, sem nú eru tuttugu ára, var fimm metr- ar og 40 cm. (um 18 fet), en hæsta tréð af þeim, sem eru átján ára, var fimm metrar og tíu centinaetrar. Nú hefir ný- lega mörgum trjáplöntum yerið bætt við í garðinn. Sá sem plantaði þessum trjám sem eg hefi sagt frá, er Sigurð- ur Jónsson bóndi á StafaíVlli í Lóni. Eg vildi að sem flestir sveita- piltar vildu taka sér hann til fyrirmyndar í þessu efni. Geir Gígja. ♦ * * Rauðamelsölkelda til sölu. S. 1. sumar var auglýst uppboð á Rauðamelsölkeldu. Nú er aft- ur auglýst (í Lögbirtingablað- inu)uppboð á þríðjungi af henni til greiðslu 800 kr. skuld, auk vaxta og kostnaðar. Á uppboð- ið að fara fram hjá ölkeldunni 18. nóvember. Eigandi er skráð- ur Elling Waagaard. * * * Ógeðslegar aðfarir. 1 nótt klukkan liðlega tólf gerðist sá atburður við Austur- völl, sem fátíður er, sem bet- ur fer, að karlmaður barði nið- ur stúlku og sparkaði síðan í andlit hennar. Er óvíst hvernig farið hefði, ef ekki hefði þama borið að söngvarann Eggert Stefánsson, sem tók manninn og hélt honum þar til lögreglan kom og fór með manninn í steininn (en Eggert Stefánsson er með sterkustu mönnum • á landinu, eins og vöxturinn sýn- ir). Þgar fréttaritari Alþýðublaðs ins kom snemma í morgun á staðinn, þar sem illvirki þetta hafði veríð framið, var gatan þar blóðug, og voru klest niður í blóðið nokkur löng kvenmanns hár. * * * Kvæðafélagið. Kvæðamannafélagið “Iðunn’' efnir til kvæðakvölds í Varðar- húsinu innan skams. Kvæðafélagið “Iðunn” var stofnað 15. september 1929. Til- gangur þess er að safna og varðveita frá gleymsku öll kvæðalög, gömul og ný, og vel kveðnar vísur. Að þessu hefir félagið unnið og heldur áfram að vinna að því. Vísurnar er líka hægt að geyma á papp- írnum: en kvæðalögin verða bezt varðveitt með því, að þeim sé komið á plötur. Þannig verð- ur kveðskaparlistin, sem ís- lenzka þjóðin skemti sér við og svalaði sér í margar aldir, geymd framtíðinni óbrjáluð. Til þess að koma þessu í verk, þarf félagið á fé að halda. í þeim tilgangi efnir það til kvæðakvöldsins, og jafnframt í þeim tilgangi öðrum að veita þeim bæjarbúum, sem kveð- skap unna, skemtunar- og á- nægjustund. Tvísöngslög verða kveðin og samkveðlingar og valdar til þess smellnar stökur. í félaginu eru milli tuttugu og þrjátíu afbragðs kvæðamenn. Úr þeirra hópi hafa verið valdir 7, sem kveða annað kvöld. Þar á meðal eru hinir þektu kvæða- menn, Kjartan Ólafsson bæjar- fulltrúi, formaður félagsins, og Bjöm Friðriksson. Alkunna er, hve hnytmiðað orðaval og hnittin svör eru í mörgum stökum. í þeim er varð veittur fjöldi snjallyrða, sem ekki mega falla í gleymsku, því að þau eru snar þáttur af þeirri menningu, sem bindur það í eina setningu, sem skvaldrarar þurfa hundrað setningar til að koma orðum að. * * * Kjötmarkaðurinn á Bretlandi. Svo sem kunnugt er minkar saltkjöts útflutningurinn héðan frá íslandi til Noregs að mikl- um mun. Því hefir hins vegar verið slegið fram og haldið að bændum, að það, sem tapaðist á norska markaðinum, mundi verða hægt að vinna upp á brezkum markaði. Og undiT það hafa samvinnufélög bænda verið að búa sig, að geta auk- ið útfíutninginn á frystu kjöti til Bretlands. En svo koma fréttirnar, sem skeyti Sveins Björnssonar sendi herra skýrir frá. Kenningin um að hægt muni að vinna það upp á brezkum markaði, sem kjötútflutningurinn til Noregs minkar, reynist ekki haldbetri en svo, að nú er að koma á daginn, að Bretai- ætla að tak- marka að miklum mun inn- ning á íslenzku kjöti, bæði af dilkum og fullorðnu fé, og bað svo, að eftir hálft annað ár verði ekki leyft að flytja til Bretlands nema tæplega tvo þriðjuhluta á móts við það, er flutt var þangað síðastliðið ár. í annan stað hafa Bretar einnig skuldbundið sig gagnvart Nýfundnalandi og Canada, til þess að halda áfram að leggja minst 19 prósent toll á fisk, sem fluttur er til Bretlands frá er- lenduum ríkjum, og bitnar það einnig á oss íslendingúm. — Þegar Ottawa samningarnir hafa verið staðfestir, fara aðrar þjóðir þegar í stað að reyna fyrir sér um samninga við Breta Nú hefir Sveinm Björnsson sendi herra fengið orðsendingu um það að fara til Lundúna til að kynna sér málið og undirbúa samningatilraunir við Breta, jafnskjótt og hægt er að kom- ast að þeim til þess. Síðan verða væntanlega sendir héðan til Bretlands, tveir sérfróðir menn um fisk- og kjötsölu, til þess ásamt honum að semja um inn- flutning til Bretlands á íslenzk- um afurðum, ekki aðeins kjöti, heldur og einnig fiski og fleiri vörum, en ekki mun verða hægt að komast að til þess að hefja slíkar samningaumleitanir við Breta fyrri en í fyrsta lagi um næstu mánaðamót, og ef til vill jafnvel ekki fyr en eftir áramót. — Nú var svo komið í Dan- mörku, að þangað var farið að flytja kjöt frá Argentínu og Þýzkalandi og víðar að. Fyrir því hefir nú verið lagður 1 kr. innflutningstollur á hvert kg. af kjöti, sem flutt er til Danmerk- ur frá öðrum löndum, nema héð an frá íslandi. Sú undantekning skiftir þó líklega litlu máli fyr- ir oss íslendinga, þar eð Dan- mörk er svo mikið kjötfram- leiðsluland, sem kunnugt er. Ríkisstjórnirnar f Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa þegið boð brezku ríkigstjórnarinnar um að hefja samningaumleit- anir um tollmálin í Lundúnum innan skams. Er búist við að samningaumleitanirnar hefjist innan tíu daga. Að því er frézt hefir, verður samningaumleit- unum hvers einstaks þessara þriggja ríkja haldið aðgreind- um. * * * Maður druknar. Gunnólfsvík 2. nóv. í gær hvolfdi bát með þrem mönnum í lendingu á Skálum. Einn maður druknaði, Jón Karlsson að nafni, útgerðar- maður frá Norðfirði. Hinir tveir sluppu ómeiddir. Lík Jóns er ó- fundið enn. — Mennirnir voru að sækja skipshöfn úr mótor- bát frá Raufarhöfn, sem lá með bilaða vél á Skálum. * * * Stúdentaráðið. Nýlega fóru fram Stúdenta- ráðskosningar í háskólanum og hlutu þessir kosningu: Sigurð- ur Ólason stud .jur., kosinn af fráfarandi Stúdentaráði. Oddur ólafsson stud. med., kosinn af læknadeild. Valdimar Stefáns- son stud. jur., kosinn af laga- deild. Gísli Brynjólfsson stud. theol., kosinn af guðfræðideild. Jóhann Sveinsson stud. mag., kosinn af heimspekideild .Kosn- ir almennum kosningum há- skólastúdenta: Baldur Johnsen, stud. med., Ólafur Geirsson stud. med., Viðar Pétursson, stud. med., Sölvi H. Blöndal stud. jur. — Formaður stúdenta ráðsin3 er Sigurður Ólason, rit- ari Sölvi H. Blöndal og gjald- keri Baldur Johnsen. SPÆNSKIR HEFÐARMENN. Eftir llya Ehrenburg. f Madrid fara menn seint á fætur. Geispandi búðarþjónar bera vörur sínar út til sýnis iim tíu-leytið. Póstur er fyrst borinn út klukkan ellefu, en um það leyti eru ekki aðrir komnir á stjórnarskrifstofurn- ar en þjónar, og menn utan af !andi með umsóknir og erindi. Hinir stundvísari embættismenn koma til vinnu sinnar á há- degi, og með því að Madrid er embættismannabær, þá má öfgalaust segja, að í Madrid byrji dagurinn kl. 12. Hver sá Spánverji, sem notið hefir æðri skólamentunar, fyrir- lítur ríkið og alt seni heitir agi. “Kommúnismi er óhugsandi hér í landi. Við erum ekki Rússar. Við hyllum frelsi einstaklings- ins.’’ Það var Senor Leroux, er kpmst þannig að orði, og eitt- hvað svipað gæti hver ungur lögmaður hafa sagt. Allir halda fram athafnafrelsi og hafa horn í síðu ríkisins. En vilja þó helzt af öllu krækja sér í stöðu hjá stjórninni og hafa sig áfram á embættisbrautinni. Eftir byltinguna í apríl í fyrra var ómögulegt að komast inn í nokkra stjórnarskrifstofu. Þær voru allar í umsátursástandi, hver biðstofa var full, ekki af byltingamönnum, sem voru að oera fram harðar kröfur, heldur af kurteisum mönnum og prúð- um, sem voru að sækja um stöður. Allir, sem einhvern tíma höfðu rent hýru auga til ríkis- sjóðs, voru nú orðnir einlægir lýðveldissinnar. Þeir voru komn ir til þess að láta þess getið, að ósveigjanleg sannfæring hefði fram til þessa bannað þeim að þiggja stöðu af stjórnarvöldun- um, en nú væri þeim ljúft að ganga í þjónustu lýðveldisins. En þegar það spurðist að ekki stæði til að reka það starfslið, sem fyrir var, og að engar stöður væru lausar, þá kurraði hópurinn fyrirlitlega: “Og þetta kalla þeir stjórnarbyltingu!’' Þorrinn af embættismönnum og málafærslumönnum hefir nokkurn glæsileik til að bera en er fremur fáfróður. Þeir vita alt um afrek hinna frægustu nautabana, og þeim er leikandi létt um að hvísla skáldlegum orðum að þeim senoritas, sem þeir kynnast. En eg hefi talað við lögfræðing, sem er embætt- ismaður í dómsmálaráðuneyt- inu, og varð hvumsa þegar hann heyrði að til væri land sem héti Holland. Hann kann- aðist við þetta orð, en minti að það væri nafn á fjalli.. Ann- ar spurði mig, hvort Lenin væri ekki enn einráður á Rússlandi, og bar brigður á orð mín, þeg- ar eg sagði honum að það væru átta ár síðan Lenin dó. Spænskir embættismenn hafa ekki miklar tekjur, en í Madrid er hægt að eiga góða daga, þó maður sé því sem næst peninga laus. Spánskur hefðarmaður — caballero — sifcur allan daginn á kaffihúsum, drekkur vermóð til þess að efla matarlystina og etur ósköpin öll af ólífum, smá- kröbbum og jarðeplaspæni. All- ir þessir herrar eru glæsilega búnir. Á götunum úir og grúir af farandsölum, sem bjóða slifsi fyrir einn peseta (um 50 aura) stykkið, og þau eru með öllum regnbogans litum. Hver cabal- lero skiftir um slifsi á hverjum degi. Og þeir gleyma heldur ekik skónum sínum. Hvenær sem caballero finnur tvo kopar- peninga í vasa sínum, kallar hann af ánægju, eins og hon- um væri ljúfast að mega eyða öllum deginum í að láta bursta skóna sína. Ef hann er ríkur, þá lætur hann bursta þá einu sinni á klukkutíma, og þegar vel stæður caballero er á heim- leið undir morgunsáríð, þá læt- ur hann oft bursta skóna sína enn einu sinni. Englendingar raka sig oft tvisvar á dag, en GI6T kemur af þvl að nýrun hreinsa ekki eitraðar sýrur úr bióðinu. n~\n Pills 7eita lækningu með pví að eyðileggja sýrur þessar og koma nýrunum aftur til að starfa eðlilega. — Kosta '50c spánskir caballeros eru aftur á móti gersamlega hirðulausir um andlit sitt, og raka sig oft ekki í þrjá daga í röð. En um skóna sína hugsa þeir meira. Þeir verða að vera skínandi all- an daginn. Giftur caballero á náttúrlega heimili og mörg börn. Hann er talsvert af deginum heima hjá sér, þar sem konan hans er að elda “cocido’’ og stagar sokka. En jafnvel beztu vinir hans vita ekki hvar heimili hans er. Né hver er kona hans. Því á Spáni er heimili og fjölskylda fullkomið einkamál, eins og rúm sem ekki hefir verið búið um, er í öðrum löndum. Caballero hittir vini sína aðeins í klúbb- um og á kaffihúsum. Spánskir klúbbar minna lítið á enska. Englendingar fara í klúbbinn til þess að vera í friði, og í klúbbnum þeirra er hljótt og dimt. En spánskir klúbbar líkjast búðum með stórum glugg um, lifandi caballeros eru þar til sýnis eins og varningur, þar sem þeir sitja í stólum sín- um og horfa út á götuna. Það er einskonar gluggasýning á vel klæddum borgurum. Stund- um er stólum raðað í langa línu eftir götunni meðfram klúbb- byggingunni, og þar sitja með- limirnir og svipast um. En þeir eru minna gefnir fyrir að sitja I hugsi en að tala saman, og f i öllum spönskum klúbbum er á- | kaflega hávært. Fyrstu dagana ] eftir byltinguna stóðu stólarn- í ir fyrir utan bygginguna auðir. ! Hinir spönsku caballeros voru í nokkurri óvissu um merkingu orðsins “lýðveldi”. En þeir j höfðu von bráðar jafnað sig ! og tekið upp sína gömlu siði, \ að sitja úti þegar sólskin var, og við gluggana, þegar rigndi. Því ættgöfugri, sem einn ca- ballero er, þvi minna er hann hneigður fyrir vinnu. í einu blaðanna, “E1 Liberal”, er csér- stakur dálkur þar sem ættgöf- ugir menn auglýsa eftir þörf- um sínum, og þessi auglýsing er gott sýnishom: “Ungur mað- ur af háum stigum æskir þess j að kynnast hjartagóðri konu á sama aldri, sem geti hjálpað honum. 150 pesetar á mánuði”. Og hér er önnur af þessum aug lýsingum: “Svarthærður mað- ur, 24 ára að aldri, vill kynnast fallegri konu, sem ekki er leng- ur ung. Efni hans em lítil og honum ríður á 125 pesetum.’’ Þegar embættismaður hefir tapað peningum í spilum, þá reynir hann oft að bæta s^r það með því að krækja í mút- ur. Lögreglumenn standa t. d. vel að vígi, þegar tveir bílar rekast á, því að sá sem borgar meira, verður talinn saklaus af slysinu. Embættismenn bæjar- ins eru líka oft mestu aflaklær. Alkunnugt er, hvernig einn bæj- armálabraskari í Madrid varð rfkur á því, að taka að sér að koma upp nýjum götusalern- um. Hann tilkynti eigendum fínna húsa, að hann yrði því miður að láta byggja saleral rétt við hliðina á garðinum þeirra.' Veðlánabúðimar í Madrid eru mjög mikilsvarðandi stofnanir. í dag leysirðu veð þitt út hjá okraranum, á morgun ferðu til hans aftur, með úrið þitt, yfir- frakkann eða rúmábreiðuna. Allir láta hverjum degi nægja

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.