Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 30. NÓV. 1932 HEIMSKRINGLA 3 BLAtralE.-. Pknt »NS Pkou »» HOTEL CORONA M Rmbi WMfc Bltk Hot and Colé Water la Brary Room — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG. CANADA sín þjáning. Ólífur, mjólkurkaffi og nýtt slifsi. Lífið er auðvelt og fánýtt. Rétt í þessu var ver- ið að opna skrifstofuna, sem þú ætlaðir inn á, en meðan þú snerir þér við, er búið að loka henni aftur. En leikhúsin og bíóin eru troðfull. Fyrsta sýn- ing er klukkan sex, en höfuð- sýning dagsins byrjar klukkan ellefu að kvöldi. Klukkan tvö á morgnana er fult af fólki á götunum, caballeros, sem eru að fá sér frískt loft, slá fögrum konum gullhamra, og finna að Senor Azana, sem ekki þolir neinn samanburð við Senor Manza. Caballeros f Madrid þekkja mjög vel hvað það er að leið- ast, en þeir kæra sig ekki um að neinn sjái þá geispa. Þeir eru allan daginn að reyna að “drepa tímann”. Þeir drekka ekki kaffi, af því að þeir hafi ánægju af því, heldur aðeins til þess að drepa tímann. Tíminn er höfuð-óvinurinn. Flestir ca- balleros hafa mjög mikið að gera. Þeir eru áhrifamenn í 3 stjórnardeildum, skrifa í 10 blöð, starfa fyrir 15 stjórnmála- flokka og eru í þingum við fjölmargar konur. Þeir eiga enga stund handa sjálfum sér. Þegar caballero lofar að hitta vin sinn klukkan fimm, þá kem- ur hann klukkan sjö. Hann gat ekki komið fyr, vegna annríkis, þó hann raunar hafi setið á næsta kaffihúsi og verið að drepa tímann. Fyr á tímum voru hinir mestu lærdómsmenn heimsins Spán- verjar, en nú er önnur hver bók sem út kemur í bókasafn há- skólans, þýdd úr öðrum mál- um. — Þýzkir verkfræðingar standa fyrir byggingu hinna nýju húsa. í verzlunarfyrirtækj- um og bönkum er annar hver maður Englendingur eða Ame- ríkumaður. Spánn átti áður fyr glæsilega húsameistara, en nú á tfmum er spönsk húsagerðar- Iist einskis virði. Ungir rithöf- undar sitja á kaffihúsum í Madrid og stæla tízkuhöfund- ana í París, dást að Cocteau. Er nokkur sá meðal þeirra, sem 8é eftirmaður Cervantes? Lesb. Mbl. BEINAGRINDIN. Saga eftir Erl. Johnson. Aldrei er morgunfegurðin hreinni og tignarlegri f hinunm fræga stað Hollywood, en ein- mitt eftir að regnskúr hefir fall ið þar deginum áður. Hún hefir þá hrakið í burtu hina gletnis- fullu hafþoku, er virðist þrá að breiða sig yfir lög og láð. Ey- gló rís þá upp í heiði strax að morgni. Himinhvolfið virðist hafa hækkað, og eins og leggja sig fram um það að auka og fegra hinn Ijúfa og tæra him- inbláma sinn. Loftið er orðið léttara. Pálmatrén, blómin og allur fegurðar trjáskrúði andar þá þýðara og skerpir þannig lit- blæ sinn og angan. En vindur- inn sefur og skeytir ei neinu. Hólarnir með hús sín og kast ala, hreykja sér þá hærra, rétt eins og þeir hafi verið vaktir til þess af regnskúrinni. Sólin hef- ir skerpt birtu sína þenria morg- un, og hellir enn fegurri og biartari geislum sínum á hinn tignarlega háfjallagarð í bak- sýn og yfir alt umhverfið. Á skráuthýsin og fólkið og gang- stéttirnar. Og í einu orði sagt, á alla hluti hinna veraldlegu gæða. Á einum af þessum dýrðlegu morgnum var eg einn á gangi í Hollywood. Og þó gangur minn væri þar með öllu stefnu- laus, þá samt sem áður gat eg séð þar margt og mikið, mér tll dægrastyttingar og ánægju. Þegar eg kora niður á Vine Street og Hollywood Boulevard nam eg staðar ofurlítið, eins og ti! þess að virða þarna fyrir mér fólksfjöldann og umhverf- ið. Eg sé þá með öðru fleiru að þrjár persónur standa þar fyrir framan sérfræðinga lækna skólann. Fólk þetta virtist mér helzt standa þarna stilt og hreyf ingarlaust, og horfa stöðugt á einn af hinum mörgu og stóru gluggum, er sýna þar eitt og annað. Eg fór að hraða mér. Og ekki leið nú á löncu, bar til eg var orðinn sjónarvottur að því, sem þarna var til sýnis: stór og hrikaleg mannsbeina- grind hékk þar á stórum silfur- máluðum snaga, og á kringlótt- um palli fyrir framan hana lágu sjö höfuðkúpur, er báru það með sér að vera af fullvöxnum mönnum í fyrstu hélt eg að ekkert væri mjög athugavert við þetta, sér í lagi á þessum stað, þar til eg beyrði þarna laglegan miðaldra mann segja: “Þetta kvað vera beinagrind- in, er uppreisnarmaðurinn Villa lét hermenn sína grafa upp þegar hann var að brjótast til valda í Mexico.” “Og af hverju ætli hann hafi gert það?” spurði lítil og vel búin kona, er þama stóð líka. “Vitaskuld vegna gullsins, er Carlos Consetto lét grafa sig1 með,’’ svaraði maðurinn. Og þetta var alt og sumt, sem mað urinn virtist vilja segja, því að hann ypti öxlum og gekk þá burtu frá glugganum. Eg stóð þarna stundarkorn aleinn eftir að fólk þetta var farið, og lét hugann reika víða — út í lífið og dauðann. Eg fór að hugsa um að svona mundi eg sjálfur, verða eins og þessi hræðilega beinagrind, eftir að liggja nokkur ár í skauti jarðarinnar. Svo fór eg að hugsa þarna út í hvaða búning sálin mundi fá eftir dauðann. En það fann eg strax að var of- urefli hugsana minna. Líklega yrði það þó ofurlítið huggulegri búningur, en þessi viðbjóðs- lega beinagrind og hinar öm- urlegu höfuðkúpur, er þama virtust eins og stara framan í alla, er framhjá gengu. Svo sem eitt augnablik varð mér litið við, og sá eg þá að æði margt fólk var á þessari breiðu gangstétt, er prýða flest torg borgarinnar. Og bíla-um- ferð þarna mjög mikil eins og endrarnær. Fjórir menn höfðu nú stanzað við gluggann, og all- ir teknir til að glápa með mér á þessa hryggilegu yfirlýsingu dauðans. Alt í einu heyrði eg einn þessara manna segja við ann- an mann, er virtist eins og vera með honum: “Þetta er sagt að sé beina- grind af gamla Carlos Conset- to, er skotinn var í Mundo Dios, smábæ í Mexico, sem er nú lagstur í eyði fyrir löngu síð- an. Carlos Consetta var stór- auðugur þrælakaupmaður, sem vissi ekki aura sinna tal. En gæfa hans, hafi hún upphaf- lega verið nokkur, yfirgaf hann — að minsta kosti upp á síð- kastið. Enda eignaðist hann þá marga óvini, er háðu við hann einvígi; en altaf hafði hann bet- ur og við það jókst hatur til hans, og það virtist streyma að honum úr öllum áttum og fylgja honum til grafar. Sem má líka nærri geta,” bætti þessi maður við og stundi um leið þungan. “Það er sagt að Carlos Con- setto, er á að hafa lifað í þess- ari beinagrind, hafi látið jarða lifandi sjö af þrælum sínum. En af því að hann var auðugur, var hann í háum metum hjá kaþólsku kirkjunni. Þó mun hún hafa látið hann bæta sér fyrir þenna hræðilega glæp síð- armeir, og snúið því svo þann- ig, að þetta hafi verið nauð- synjaverk, öðrum þrælum til viðvörunar um hlýðni og und- irgefni.” “Eru þá þessar sjö höfuð- kúpur, sem hér eru, af þessum sjö þrælum?” spurði einn af þessum mönnum, er þarna voru nú staddir við gluggann. “Já, auðvitað,” svaraði sá er fyrst vakti máls á þessu. Þriðji nsa ’inn gaf m' í þessa samræðu og segir “Ó, drottinn minn, þetta er viðbjóðsleg saga! Það er eins og ríkir menn megi leyfa sér alt. En hefndin kemur þó síðar, og nú hefir þó lagst lítið fyrír kappann.” “Hvað áttu við með þessu?” spurði þá fjórði maðurinn, sem þarna var, og hafði ekki lagt neitt til málanna að þessu. “Eg meina, að nú er Carlos Consetto kominn hingað úr gröf sinni, eftir hundrað og tvö ár, er sagt er að liðin séu síðan hann var jarðaður, — bara í þessari viðbjóðslegu beinagrind sinni, er þið sjáið hér drengir, fyrir innan þetta gler. — Og þótt skóli þessi hefði keypt beinagrindina af Carlos dýru verði, af Mexico ræningjunum, þá mun hann lítið njóta þess nú. Auðvitað verðum við allir líkir þessu eftir dauðann,” bætti hann við með auknum ákafa; “og er þó óeðlilegt til þess að hugsa. En við hinir fáum þó vonandi að hvíla í friði í gröf- um okkar, hvað sem öðru líður, án þess að verða að verzlunar- sýnistákni, með sjö höfuðkúp- ur í eftirdragi.” Þetta samþyktu allir, sem þarna stóðu, og voru þeir nú orðnir nokkuð fleiri en í fyrstu. Því eins og á sér stað í stór- borgum, þegar einhverjir fara að glápa á eitthvað, koma þang að fleiri og vilja njóta góðs af forvitninni, sér í lagi á fjöl- förnum torgum. 1 þessu kom þarna afar stór og feitur svartklæddur lögreglu þjónn, með stóra skambyssu á annari mjöðminni; og fanst hon um víst að við værum orðnir fullmargir. Hann gekk inn á milli okkar og sýningarglugg- ans steinþegjandi, en rendi þó homauga, ýmist á okkur eða beinagrindina. Samtímis veifaði hann vinstri hendinni í áttina til okkar, en það átti að tákna, að við skyldum víkja frá glugg- anum og halda okkar leið. “Þessum mönnum er nú betra að hlýða,” sagði einn í hópn- um við mig, í mjög lágum róm, þar eð við gengum nú saman undur hægt og letilega frá glugganum, helzt eins og af hlýðni við hinn stóra lögreglu þjón. Við ráfuðum þarna sam- an — þessi maður og eg — á að gizka nokkur hundruð faðma; og eg spyr hann að, hverjir þessir menn hafi verið. sem stóðu þaraa með okkur við beinagrindargluggann. Hann kvaðst ekki hafa þekt þá. En af samtali þeirra kvaðst hann þó hafa heyrt, að einn þeirra að minsta kosti muni þó hafa lesið ofurlítinn sögubækl- ing, er skrifaður hafi verið fyr- ir löngu síðan á spönsku um Carlos Consetto, og löngu síð- ar hafi hann verið þýddur á ensku. “Einmitt það,” sagði eg, og spurði um leið þenna mann, er eg að sönnu þekti ekkert, nema fyrir skraf hans við gluggann, og svo af að hafa gengið þenna litla spöl með honum, — hvort hann sjálfur hefði lesið þenna bækling. “Já,’ ’svaraði hann, “eg hefi oft lesið hann niðri í lestrar- salnum í Los Angeles, og eg í- mynda mér að hann sé þar til enn.” “Jæja, er það svo?” sagði eg. “Þú þekkir þá ef til vill enn betur til þessa máls, en hinir mennirnir, er þarna voru við beinagrindargluggann ? ’’ “Já, eg býst við því,” svar- aði samferðamaður minn, og eins og Ieit til mín rannsakandi augum. -— “Maður að sönnu getur ekki trúað öllu, er vefst utan um svona stórægilega at- burði. Þeir fléttast oft saman við fádæma kynjasögur, og svona sögum fylgja oft endalaus ar ýkjur," varð manninum að orói; og þóttist eg nú skilja, að liann mundi hafa nokkuð rétt fyrir sér í þessu atriði. Traust. mitt á orðum þessa manns srvrkt miöc mikið, og forvitni mín óx einnig. Mig langaði til r á • v)ryra meira um þessa sögu, þó hún á sama tíma bæri mér óviðfeldna dauðatáknssýn. er við báðir höfðum verið að horfa á fyrir stundu síðan. “Þessi voðalegi maður, Car- los Consetto, tilheyrði kaþólsku kirkjunni,” sagði nú félagi minn við mig, um leið og hann og eg námum staðar á strætishorni, til að bíða eftir merki um að við mættum halda áfram. Þetta varaði að sönnu ekki lengur en svo sem svaraði hálfri mínútu En á meðan leit þessi maður hálf ilskulega til mín, og sagði: “Eg legg það ekki í vana minn, að tala mikið við mér ó- kunnuga menn. Því ef við ger- 'um það, koma vondar afleið- ingar.” -— Svo hélt hann áfram: “Þú veizt það líka eins vel og eg, að við tölum saman á ensku máli og allir skilja er fram hjá okkur ganga, og eins þeir er við mætum.” “Þetta er rétt hjá þér,” greip eg fram í. “Nú, nú, lofaðu mér að skýra fyrir þér það, sem mig langaði til að segja við þig,” sagði hinn ókunni maður. “Þú getur verið einhver leynisnuðrari, fyrir alt sem eg veit, og nú eigi bráðum að koma það sama fyrir beina- grindina og höfuðkúpurnar og komið hefir fyrir áður.” “Hvað þá?’’ spurði eg hálf- vegis eins og forviða. “Líklega eitthvert manntjón.” En um leið og maður þessi slepti þessum orðum, vorum við rétt að koma að öðrum gatnamótum. En í því bili gell- ur við eitt af þessum mörgu og hvimleiðu neyðarhljóðum, er líða um borgina oft á dag, þeg- ar eldliðsvagnarnir þjóta fram hjá; og sama gildir um sjúkra- hússvagnana og lögreglubílana. Þessi feigðar- og angistarhljóð eru þau allra átakanlegustu hljóð, er hugvit nlannsins hefir getað komið inn í hina nýju vélamensku veraldarinnar. Þau smjúga í gegnum allar taugar, og ef til vill út í alla fingur- góma á taugaveikluðu fólki, og vekja óstyrk í sameiningu við hræðslu, enda leynir það sér ekki, ef menn gera sér far um að aðgæta það, hvernig angist- arsvipurinn kemur á andlit eins og annars. Allur gangur fólks- ins á strætum úti lendir þá vanalega á ringulreið. Menn og konur rekast á, sumt fólk þýtur þá í áttina, er þessi vein berast frá, til þess að vita hvað sé á seiði. Aðrir, er meira vit hafa, láta sér hægt og rólega, og láta sem ekki hafi í skorist. Vitanlega týndi eg þessum manni, er eg var að tala við, rétt í því, er þessi náhljóð — er eg kalla svo — dundu yfir. Því annaðhvort mun hann hafa orðið fyrir áhrifum hljóðsins, eða þá að hann hefir eins vel viljað verða laus við mig og forvitni mína, er hann hins vegar hafði lært að þekkja. 2. kafli. Eg þóttist nú hafa mist af miklu, að tapa þessum manni, er auðvitað gat sagt mér miklu meira um beinagrindina og höf- uðkúpurnar, hefði hann viljað. Samt varð eg láta mér það lynda, og datt mér í hug, að eg skyldi enn á ný heimsækja beinagrindina í glugganum, ef ske kynni að eg yrði einhvers meira vísari. Nú var þetta orðið svo margt, er mig sárlangaði til að vita um, viðvíkjandi öllu, er eg var aðeins byrjaður að grafast eftir. Eg sneri því við sem fljótast og hélt aftur til beinagrindar- gluggans. Gekk samt undur hægt og rólega, og þó tók það mig ekki lengi, þar til eg var aftur tekinn til að horfa á þessa hrygðarmynd í leifum dauð- ans. Þegar eg nú í þetta síðara sinn kom að glugganum, varð eg þess var, mér til ergelsis, að stór og feitur lögregluþjónn var á vakki hér og þar nálægt beina grindarglugganum. Altaf var harna fólksstraumurinn samir og jafn; lögregluþjónninn færast lengra og lengra frá clugganum, svo nú gafst mér tækifæri til að virða betur en áður fyrir mér beinagrindina og höfuðkúpurnar. Nú tók ec eftir því að beinagrindin var vandlega krókuð saman með sterkum silfurvír. Og svo sá eg að eitthvað hafði verið skrifað á höfuðkúpurnar, hverja fyrír sig. En eg gat ekki séð nema orðin á fremstu höfuðkúpunni. og þau voru þessi: % “Sirvaci V mi replica”, en það þýðir á íslenzku: “Svaraðu mér”. Þetta þótti mér heldur en ekki undarlega til orða tekið, og ennfremur að þetta skildi vera skrifað þarna á nábleikan og móleitan kúpuskallann. Þarna fanst mér eg fá heil- mikið umhugsunarefni, því að þetta hlaut þó að hafa eitt- hvert hugtak á bak við sig. — Hvernig svo sem að því var var- ið, var ekki hægt úr því að ráða. Rétt í þessari svipan var þarna brugðið á rafljósum, því nú var farið að halla ■degi. En við það skýrðist sjón mín til muna, og það svo mikið, að nú gat eg séð áletrun á öðrum tveim höfuðkúpum í viðbót við hina fyrstu. Á annari þeirra stóðu þessi orð: “Sabe V leer escriber?” En það þýðir á íslenzku: “Þekkir þú ánægju?” En á hinni stóð í ögn stærra letri: “Mi lo dicho.” Það þýðir á íslenzku: “Eg hefi sagt frá.” Alt jók þetta á undrun mína. og eftir að hafa skrifað alt það, er eg gat lesið á höfuð- kúpunum, i vasabók mína, fór eg aftur að hyggja betur að beinagrindinni, og sá þá glögt að lítil gullplata hékk við neðsta rif hennar hægra meg- in. Og þar stóð nafnið Carlos Consetto. “Jæja," hugsaði eg, “þetta er betra en ekki’’ því það sýndi þó, að rétt hefðu þessir menn, er eg fyrst hitti vi ðgluggann vitað nafnið á beinagrindinni. Og eg sannfærðist nú þarna um það, að eitthvað fleira í þessu sambandi, mundu þeir hafa hlot ið að fara rétt með. Nú er þá næst að geta þess, að með þessari löngu stöðu minni í þetta sinn, hafði eg dregið hálfu fleiri áhorfetndur að glugganum en áður. Svo mér fór að þykja minn vegur bezt- ur, að yfirgefa hið fyrsta þenna hálf-hryggilega en þó undar- lega stað. Svo eg tók það fyrir að yfirgefa glugga þenna og ganga heim til mín, sem held- ur var ekki langt að fara. — Enda vissi eg nú fyrir víst, að mín^biði kvöldmatur heima hjá Guðnýu dóttur minni á N. Mc- Cadden Place. Þegar eg kom heim, þá spurði dóttir mín mig, hvað hefði kom ið fyrir mig.” “Þú hefir ekki sést í allan dag,” sagði húni “og eg ætl- aði að biðja þig að ganga í matsölubúðina fyrir mig, og vökva blómarunnana fyrir fram an húsið.” Eg varð þarna strax dálítið kindarlegur á svip, býst eg við, og vissi naumast hverju eg ætti til að svara; en sagði þó eins og í nokkurskonar vandræðum mínum, að eg hefði verið að athuga lítilsháttar, er borið hefði fyrir mig uppi á Holly- wood Boulevard, og hefði verið eins og eg hefði ekki vel get- að slitið mig frá því. Guðný brosti nú blíðlega og sagði:; “Eg held að þetta vinnuleysi þitt ætli að gera þig vitlausan, pabbi.” “Nú, jæja þá,” varð mér að Þér sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA orði, og reyndi svo að víkja samræðu okkar að því, hvort eg gæti þá ekki vaknað snemma næsta morgun og vökvað blóma runnana, og sættumst við bæði á það, nokkurn veginn. Eftir kvöldverð tók eg strax til að lesa kvöldblaðið. Rakst eg þar strax á grein eftir Wil- liam Hearst um ameríska póli- tík, eða með öðrum orðum um stjórnfræði. Höfundur greinar þessarar hélt því fram mjög stranglega, að þeir einir auð- menn, er legðu sem mest af mörkum í forsetakosningasjóð- inn, væru ávalt gerðir að sendi- herrum, án allra þar til heyr- andi hæfileika, með þeim afar- háu launum er þessir sendiherr- ar fengju. Komst Hearst að þeirri niðurstöðu, að Banda- ríkjaþjóðin fengi þar ekki pen- inga sinna virði. Fyrst og fremst staðhæfði hann, að þessi em- bætti væru að mestu leyti ó- þörf, því konsúlar gætu alveg eins leyst þau störf af hendi, ásamt sínum embættum. Út frá þessbm lestri sveif á mig hinn sætasti svefn, er mér dettur oft í hug að sé frændi dauðans, enda þótt hann gefi oss endurnæringu og friði vorn líkama og sál. Mig fór eitthvað að dreyma um beinagrindur þessa nótt. En það var eitthvað svo óljóst, að eg gat ekkert heildaryfirlit feng ið úr því, og sízt ráSið nokkuð í það, þegar eg vaknaði næsta morgun. Eg vökvaði nú blómabeðin og allar trjáplöntur umhverfis hús dóttur minnar þenna morgun, eins og við höfðum talað um kvöldið áður, þar til Jerry Uhlic maður dóttur minnar, sagði að eg ætti að koma inn og borða morgunverð. Eg fann sjálfan mig eitthvað hljóðann og stúrinn fremur venju þenna morgun, en vissi þó ekki í raun og veru, hvað því olli. En það sá eg á Jerry og Guðnýu, að þau tóku eftir því að eg var eitthvað breyttur, en sögðu þó ekkert um það. Þegar svo Jerry fór til vinnu sinnar, og kvaddi mig og konu sína, er fylgdi honum til dyra. Heyrði eg þá álengdar að dótt- ir mín sagði við hann: “Það held eg væri bezt, að við töluðum ekki mikið við pabba núna, því hann sýnist vera svo daufur og niðurbrot- inn ,og styggur í lund, að eg held helzt að hann sé að fyllast hatri við alt og alla." “Nei, ekki held eg það,” heyrði eg þá að Jerry svaraði. “Eg held bara að hann sé dá- lítið þreyttur á lífinu, og þaS er nóg. — Good bye, dear.” Þegar nú Guðný kom inn til mín aftur sagði eg henni að eg ætlaði upp á Hollywood Boule- vard. “Gengur nokkuð að þér, pabbi,” sagði hún, “eða ertu lasinn? Þú ert eitthvað óvana- lega daufur og undarlega hljóð- ur.” Frh. Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu HeimskringlU með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. * * * “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundimum við Mo- zart, í bókaverzlun Ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.