Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 30. NÓV. 1932 HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSIÐA ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. FVh. I>að sögðu gömlu hjónin mér <að prestarnir á æskutíð þeirra hefðu gert sér miklu annara um siðferði manna nokkurn- veginn í öllum efnum heldur en átti sér stað á okkar dögum. Stranglega var litið eftir því, að ógiftar persónur lifðu ekki saman. Sigurður, sem var greindur karl, heyrði séra Hall- dór segja með miklum alvöru- svip, að enginn maður mætti lítilsvirða siðferðislögmálið, þar eð það væri undirstaða sannrar mannúðarbreytni, og að það leiddi oft til æfilangrar illdeilu, haturs og málaferla, að eign- ast óskilgetin börn, og slík • hörn væru réttlægri að erfða- lögum ríkisins. — Þá var og stranglega gengist eftir því, að konur væru leiddar í kirkju, ekki einhverntíma, þegar þægi- legast þótti, heldur eins fljótt og heilsan leyfði eftir að hafa alið bam. Og eins líka það, að vera ekki að draga það óþarf- lega lengi að láta skíra börn- in. Þá var það og algengt að lýsa til hjóna þrjá sunnudaga í röð, og bar þá hjónaefnunum að hafa áhrif á það eins mikið og þeim væri hægt, að fólk sækti kirkjuna þessa þrjá daga svo ekki yrði messufall, því að hezt var að ekki liði nema vika milli lýsinga. Enda gat svo far- ið ef margir sunnudagar féllu úr á milli lýsinga, að það yrði að byrja aftur. Ekki mátti lýsa nema eina lýsingu í einu, nema rík ástæða þætti til, svo sem ef hætt væri við að það fjölgaði hjá konunni áður en algengu. reglunni væri fullnægt. Undir þeim kringumstæðum var lýst í annað og þriðja sinn í einu. Það vissi Sigurður, að í eitt skifti var kvartað við séra Hall- dór yfir meinbug á tilstofnuðu hjónabandi, en enginn fékk að vita hvernig hann greiddi þá flækju, en hljóðalaust og mála- ferlalaust hvarf það mál úr sögunni. Það var sem sveitamenn tryðu á þessa prestaöldunga, og efuðust um að réttlætið í sam- húð manna og viðskiftum næði sér framar niðri, úr því þeirra misti við. — Aldraður bóndi einn í sveitinni, óheimskur en sérlegur í skoðunum sínum, sagði frá því, að eftir að séra Halldór féll úr sögunni, þá hefði verið tekið upp á því að draga frá og geyma, og sonur hans, sem hafði fengið ofurlitla til- sögn í reikningi hjá séra Lár- tisi Jóhannessyni, aðstoðar- presti séra Vigfúsar, hefði ver- ið skemdur með því að kenna honum þessa nýju aðferð í reikningi. Hann hélt að séra Halldór hefði ekki innleitt þessa nýju reglu. Hins vegar gat hann skilið, að þessi nýja að- ferð væri handhæg, þegar ætti að draga af mönnum og hafa svik í tafli. Kerlingar mistu sitt höfuðhár, hundarnir drápust úr fári, það skeði í fyrra, það skeði í ár, það skeður líklega að ári. (Jón Þorláksson.) Þannig endurtaka viðburð- irnir sig mann fram af manni, eins og steinninn flytur kerl- ingar á vatnsfletinum, og mark- ar sporin, þegar hann heggur niðri. Okkur hrýs hugur við taumhlýðni og vanþekkingu forfeðra okkar í ýmsum efn- um, fyrir aðeins einni öld aft- ur í tímann, eins þó við vitum að meira undrunarefni verður niðjum okkar hundrað ár fram í tímann, hvað seinir við vor- um að sjá og skilja, af því bil- ið er þá orðið lengra milli vor og þeirra, þar sem það er orð- ið eðli þroskans að stikla lengra til þegar fram í sækir. Fljótlega fór prestsetrið sjálft að taka stakkaskiftum, þegar séra Vigfús kom í Sauðanes 1870. — Eg hefi áður tekið það fram í endurminningum mín- um, að séra Vigfús var stór- huga framkvæmdamaður, og mestar verklegar framkvæmdir liggja eftir hann á Sauðanesi, allra þeirra presta, sem þar hafa verið. Þegar séra Vigfús hafði boðið gestum inn og leitt til sætis, þá gekk hann um gólf hjá þeim, hélt á neftóbaks- dósunum sínum, tók hvað eftir annað í nefið og spurði frétta mjög alúðlega, því hann var í einlægni gestrisinn maður. — Hann hafði manna bezt lag á því að komast fyrir það, til hvers sá var mest hneigður sem hann talaði við. Honum lukkað- ist því öðrum betur að rata á réttu mennina til vissra fram- kvæmda. Það fann hann oft af litlum atvikum, sem aðrir veittu ekki eftirtekt. Hann var útsjón- argóður eins og hann var áræð- inn til verklegra framkvæmda, og hafði oftast rétta manninn til að fara á undan. Eg veit að allir þeir íslendingar, sem full- orðnir hafa verið á ættjörðinni, muna eftir því, hvernig skefldi fram af bænum í mikilli snjó- komu og harðindum á vetrum, og því dýpri og meiri voru skaflarnir, sem bæjarþorpin voru stærri um sig og reisu- legri. Fór þá oft svo, að menn höfðu engin ráð með að moka kvosir af þiljum fram, en neydd ust til að moka löng göng út frá bæjardyrum og alla leið fram úr skaflinum og flytja bæjardyrahurðina út á endann á þessum göngum og ganga þar frá henni, svo ekki skefldi inn í göngin. Þet'ta þótti krökkum mesta skemtun; það gekk næst jólaviðhöfninni. Hvítur snjórinn yfir og á báðar síður. Þegar verki þessu var lokið fengu þau lánaða rekuna og bjuggu til stofur og skápa á báðar síður út í skaflana, og fluttu sig bú- ferlum þangað á hverjum morgni, en leituðu þó oftast í átthagana á kvöldin. En allan snjóinn þurfti að bera út, og því meira sem stofurnar voru stærri, en það var ekki talið eftir, og mamma þurkaði vetl- ingana. Seinast voru búnir til gluggar alla leið út úr skafl- inum, en það tók kanske 6 feta langan broddstaf að bora glugg- ann út í sólskinið, og ekki ó- sjaldan þurfti að dýpka glugga- kistuna í framtíðinni. En það var bót í máli, að á þeim dög- um þurftu fullorðnu piltarnir PELtmERS COUNTRY CLUB j"reciai_ The BEER that Guards Q.UALITY Phones: 42 304 41lll — dt \ N afns pjöl Id ^J að taka ofan af gluggunum á hverjum degi. í minni búskapar- tíð á Syðralóni, kom lítil stúlka, sem eg átti, inn í baðstofu frá slíkri iðju. Hún var blóðrjóð í kinnum, en köld á höndum. — Henni var mikið niðri fyrir um aðdáanlega fallega og stóra snjóstofu, sem hún og fleiri börn voru búin að fullgera í snjóskaflinn. Gleðin og ákaf- lyndið lýsti sér í svipnum og orðunum. Um leið og eg endur- mintist minna æskudaga, bjó eg til þetta erindi: Fallegasta fljóðið, frjálsa stúlkan mín, ólgar æskublóðið út í svörin þín. Niðri í mold og melju myrkrið nýtur sín. Ofar húmi og helju hanga ljósin þín. Þetta er orðið goðgá og meira en nokkur útúrdúr. En það vakti fyrir mér að geta þess, að þegar séra Vigfús flutti Sauðanesheimilið, þá sá hann fyrir því, að aldrei skyldi þurfa að taka snjóreku frá aðaldyr- um steinhússins, með því að byggja háa skemmu jafnlanga húsinu beint út frá dyrunum, og með h'ér um bil 30 feta milli- bili; svo reiður er kári, sem elskar frelsið, að þurfa að troða sér þarna á milli, að hann lýð- ur ekkert snjókorn í sundinu. Og gætu fleiri gert honum þenna grikk. Okkur séra Vigfúsi kom hálf- illa saman, sem orsakaðist af því, að hann vildi ná undir stað- inn sneið, af ábýlis- og eignar- jörð minni, Syðralóni, eins og eg hefi áður minst á. Eigingjarn var hann þó ekki, en ásælinn staðarins vegna. Þó sumir segðu að hann væri reglulega eigin- gjarn, þá er það þó ekki rétt, og er hægt að sýna með rök- um að svo var ekki. Hann hefði getað grætt mikið meira á því að byggja aldrei steinhúsið, en hýrast í gamla bænum með sæmilegu viðhaldi, eins og fyr- irrennarar hans. Hann hefði getað grætt mikið meira á því að leggja ekki undir staðinn kotin, sem í kring lágu, en hirða árlega af þeim landskuldina. Hann hefði getað grætt meira á því, að eyða meiru af eggj- um úr varpinu, eins og áður tíðkaðist og hugsa ekkert um að fjölga fuglinum og stækka varpið, og mætti fleiri rök til færa. En hann elskaði Sauða- nes svo heitt, að hann gleymdi stundum sínum eigin sóma staðarins vegna. Hann átti eng- in börn og enga ástvini, sem voru líklegir til þess að njóta verka hans á Sauðanesi, og þó lét hann ekkert til sparað að hressa upp á staðinn, eftir því sem hans hugsjónir og tilfinn- ingar leiddu til og lutu að. Það mun hafa verið um 1880, eða þegar séra Vigfús hafði verið tíu ár á Sauðanesi, að búið var að byggja steinhúsið að mestu leyti, svo að tiltæki- legt væri að flytja í það. En raunar var það ekki fullgert innan fyr en séra Amljótur kom í Sauðanes. Séra Vigfús var orðinn gamall maður, og því stirðari til stórræða. Hins vegar var og kirkjan orðin gam alt hús, og nú á óhentugum stað, þegar flutt hafði verið heimilið upp á hæðina. Fyrir- ætlanir og framkvæmdir prests- ins hneigðust nú mest að því, að byggja nýja kirkju líka uppi á hæðinni, áður en hann félli úr sögunni. Og því kom hann líka í verk. — Þegar svo þetta er haft í huganum, þá er sízt að furða, þó ekki væri alt full- gert. — Eg hefl áður getið um skemmuna, verðmætt hús sem hann bygði gegnt aðaldyrum steinhússins. En þar fyrir utan var hann búinn að byggja fjós, smiðju, eldhús fyrir stórelda og fjárhús eitt talsvert stórt nyrzt á hæðinni. Vatnsbólið var mjög óhentugt og erfitt eftir að flutt var upp á hæðina. Það var sótt í uppsprettu norðan við hæð ina, og var á að gizka einn fjórða part úr enskri mílu frá húsinu. Það útheimti því hest árið um kring, að draga vatnið í tunnum á sleða heim að bæn- um. Einhvern tíma varð eg þess áskynja, að séra Vigfús undi þessu illa, og hugsaði mik- ið um hvernig hann gæti kom- ist yfir vatn á auðveldari hátt. 0kunnugt er mér um, hvort hann var kominn að nokkurri niðurstöðu með vatnsbólið, en ekki var byrjað á neinum fram- kvæmdum í því skyni, þegar hans misti við. Síðan eg kom til Ameríku, er eg ekki efins um, að hjálpa hefði mátt eftir- löngun hans á léttan hátt, með því að leiða vatnið inn í hús- ið, og í hvert herbergi uppi og niðri. í fleiri en einum stað vestan í hæðinni niður af kirkj- unni, og að norðan og sunnan, sáust merki þess að vatnið kom undan hæðinni, og vatnsbólið sjálft var ríkasta sönnun þess, undan hallanum, við rót hæðar- innar. Upptök og afl vatnsins í díinu hlutu að vera frá hæð- inni. Ekki þurfti annað en að bora niður í gegnum klöppina hjá grunni hússins. Það hefði naumast orðið meira en 30 fet niður, eftir því sem vatnið kem- ur undan hæðinni, og hefði séra Vigfúsi ekki vaxið það í aug- um. En borunarvélina hefði hann þurft að kaupa, en hest- aflið gat hann notað. Eg hefi getið um þetta til umhugsunar fyrir Sauðanesprestinn á þess- um dögum, ef hann kynni að elska Sauðanes eins mikið og séra Vigfús. Frh. HITT OG ÞETTA Yfir Atlantshaf tvisvar á dag. Piccard prófessor kom til Os- ló um seinustu minaðamót og hélt þar fyrirlestur um hinar tvær flugferðir sínar upp í há- loftin. í lok fyrirlestrar síns mælti hann á þessa leið: “Flugferðir mínar upp í há- loftin hafa sannfært mig um það, að þar ferðast flugvélarnar í framtíðinni. Þar eru engir vind ar né veðrabreytingar. Þar er mótstöðuafl loftsins ekki nema einn tíundi hluti á móts við hið venjulega, og þess vegna geta flugvélar farið þar með þrisvar sinnum meiri hraða heldur en niður við jörðina. Þar verður flughraðinn áreiðanlega 600 km. á klukkustund. Og þá er svo komið að það er líkt og að bregða sér bæjarleið að skreppa vestur um haf. Þá geta menn flogið frá Osló að morgni, borðað morgunverð í New York og verið komnir heim aftur til miðdegisverðar. Þessa verður ekki langt að bíða.” Mbl. * * * * Stórt gjaldþrot. Samuel Insull, fyrverandi skrifari Edisons, var að undan- förnu forstjóri stórkostlegs sam steypufélags, sem fékst við rekstur á járnbrautum, rafstöðv um, vatnsveitum og gasstöðv- um. Félag þetta er nú orðið gjaldþrota og nemur gjaldþrot- ið 12,000 miljónum króna. Er um kent heimskulegu gróða- bralli. Áður en gjaldþrotið varð, flýði Insull til Evrópu og fór þar huldu höfði. Var þó lög- regla á hælum hans og elti hann borg úr borg og land úr landi. Seinast náðist hann í Aþenuborg og ætlar gríska stjórnin að framselja hann. — Mun hann innan skams verða fluttur vestur um haf til þess að standa fyrir máli sínu. Lesb. Mbl. * * * Hernaðarflugmenn vilja frið Tveir flugmenn, sem urðu nafnfrægir í stríðinu mikla, Þjóðverjinn Major Ritter von Schleich, kallaður “svartt ridd- arinn”, og Englendingurinn Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd BI«Ik Skrifstofusími; 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er atJ flnna á skrlfstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave Tahfmi: 331.1N DR A. BLONDAL «02 Medical Arts Bldg Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdðma. — AC hltta: kl. 10—12 * h. og S—5 e h Heimlll: 806 Victor St. Simt 28 180 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL AHTS BLD6. Horni Kennedy og Oraham Standar elnKöngu auifni- eyrna nef- ok kverka-ijðkdðma Er a6 hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 3—6 e h l'alntmi t 21*34 Helmili: 638 McMlllan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office timar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 Simiff pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 Major Christopher raper, kall- aður “vilti majórinn”, eru að hugsa um heimsflug í samein- ingu til þess að prédika frið á jörðu. Þeir voru fyrir skemstu báðir í boði hjá borgarstjóran- um í Manchester, og fórust borgarstjóra þá svo orð um fyrirætlanir þeirra: “Slíkt flug gert í þágu friðarins, hlýtur að hafa geysimikil áhrif um allan heim. Nú er það svo, að allur heimur virðist telja nauðsyn á stríði. Heimurinn hefir ekkert lært af því, þótt miljónir félli og miljónir manna yrðu ósjálf- bjarga örkumlamenn í stríðinu, né af þeirri heimskreppu, sem siglt hefir í kjörfar stríðsins.” Lesb. Mbl. * * * Eiturgeymi frá stríðinu rekur á land á Englandi. Hjá Fleetwood í Lancashire rak nýlega sjö metra langan geymi úr látúni. Þótti þetta merkisgripur og fór fjöldi fólks til þess að skoða hann. En þeg- ar fregnin um þenna reka barst út, sendi flotamálaráðuneytið brezka sérfræðinga þangað til þess að skoða hann, og kom þá í ljós að geymir þessi var hlað- inn eiturgasi, og var það nægi- lega mikið til þess að drepa 30,000 manna, eða alla íbúana í Fleetwood. Segja sérfræðing- arnir, að það hafi verið mesta mildi að forvitið fólk, sem kom til þess að skoða geyminn, skyldi ekki opna hann af rælni. Talið er að eiturgeymir þessi muni vera kominn frá skipi, er sökt var á stríðsárunum, og hafi hann verið að velkjast í sjónum allan þenna tíma. Mbl. * * * Á hverri mínútu deyja 68 menn, 97,920 á dag eða 35,740, 800 á ári. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bkif. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAB á offru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur aff Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson, tslemkur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur llkklstur og innirt um Atfar- lr. Allur útbúnatlur sá beitl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvartla og legstelna. 848 SHERBROOKE 8T. Phonei 86 «07 WINNIPIQ HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N<D„ D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBACHRR OF PIAIfO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnlpeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 96 210. HelmUis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— RiKKiKf and Furnltnre Hotíbi 762 VICTOK ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fr&m og aftur um bælnn. J. T. THORSON, K. C. latrnrkur l«gfripblngur Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 96 933 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Taletmli 38 88» DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someriet Block Portage Avenae WINNIPD6 “Hvers vegna kallaðirðu ekki þegar hann kysti þig?” “ó, mamma, eg er ekkl búk- talari.” BRYNJ THORLAKSSON SöngstjArl l Stlllir Planos ng Orgel Siml 88 845. 594 AlventtM M.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.