Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 6
• BLAÐ8CDA H£lMSft*t#IQk.A WINNIPEG 30. NÓV. 1932 Allra augu störðu á Jón þar sem hann sat í þingsæti sínu og lét sem ekkert væri um að vera og tæki ekki eftir neinu sem fram fór í kring um hann. í hvert skifti , sem hann talaði um málin sem fyrir lágu, kom það fljótt í ljós að ekkert af því sem sagt hafði verið, hafði farið fram hjá honum. Hann sýndi ó- vanalega skarpann skilning á öllum málum. Mælska hans, kjarkur og einbeitni hreif menn svo, að jafnvel andstæðingar hans gátu ekki hjálpað því að dást að, á sama tíma sem þeim var það ljóst, að þarna var maður, sem þeir höfðu ástæðu til að óttast sem andstæðing sinn í stjórnmálunum. Verkamannaflokkur- inn var orðinn þreyttur á því, að hanga aftan í mönnum, sem leiðtogum, en brast kjark til að halda fram sjálfstæðum skoðunum þegar til úrslita kom. Nú voru þeir vissir um að hafa fundið þann mann ,sem hafði bæði kjark- inn, þrekið og viljann. Rétt áður þingfundi var slitið þennan dag, kom maður með bréfmiða og afhenti Jóni. Bréfið var frá Coru og hljóðaði svo: “Kæri herra Strand, viljið þér gera mér þann greiða, að koma til Berkeley Square í kvöld? Eg þarf nauðsynlega að finna yður að máli. Yðar einlæg, Cora Southwold.’* Jón braut miðann saman er hann hafði , lesið hann og stakk honum í vasa sinn. Það mátti sjá, að hann var í talsverðri geðshrær- ing. Jafn fljótt og þingfundi var slitið, rauk hann á fætur og út úr þingsalnum. Hann kallaði á ökumann og fyrirskipaði að aka með sig til Berkeley Square. Nú var hann ekki lengur neinn stjórn- málamaður eður neinn flokks leiðtogi heldur lét hann leiðast af einhverri tilfinningu, sem hann gat ekki fyllilega gert sér grein fyrir hver var eða af hverju hún stafaði. Það eina sem hann virtist hugsa um á þessum augna- blikum var það, að innan fárra mínútna yrði hann kominn til þeirrar stúlku, sem var alt til hans, — að honum fanst. Honum fanst hann ekki geta verið fjarvistum við hana nema stuttan tíma í senn. Og þó hafði hann ákveð- ið það, í hvert skifti, sem hann heimsótti hana, að láta það verða síðasta skifið. En svo þegar næsta heimboð kom frá henni, þá stóðst bann ekki mátið. Þegar hann kom til Berkeley Square, að þessu sinni, mætti honum þjónn við dyrnar, sem tók við yfirhöfn hans og hatti. Honum vár vísað inn í það herbergi, sem Jón þekti nú orðið svo vel og, sem honum var bara farið að þykja vænt um. Hann hafði aðeins tekið sér sæti, að boði þjónsins, er Cora kom inn. Aldrei hafði Jóni fundist hún líta út jafn elsku- lega sem nú. Klæðaburðurinn, göngulagið og svipurinn. Alt var svo aðlaðandi og elskuvert. Það greip hann einhver óstyrkur, er hann leit hana í þetta skifti. Hann hafði aldrei orðið var við slíka tilfinning fyr. Hann var þó alls ekki taugaóstyrkur maður í eðli sínu. Hann tók eftir því, að framkoma hennar lýsti dá- lítilli feimni. Og það hafði hann ekki orðið var við fyr. Hvað alt virtist öðruvísi nú. “Það var vel gert af yður að koma," sagði hún. “Þér vitið það, ungfrú Cora, að það halda mér engin bönd frá því, að heimsækja yður, eftir að þér hafið sent mér heimboð,’’ svaraði hann lágt. Hún tók sér sæti á legubekknum við hlið hans. Þau horfðu hvert á annað augnablik en hvorugt sagði orð. “Eg heyri sagt, að það eigi ekki að ganga til atkvæða í þinginu um þau mál sem rædd hafa verið, fyT en í næstu viku,” byrjaði hún samtalið og horfði ákveðnu augnaráði á Jón um leið og hún talaði. “Það mun rétt vera hjá yður. Eg hafði gleymt því,’’ sagði hann og hló við ofurlágt um leið. “Eg veit að þér gerið yður ljósa grein fyrir hversu þýðingarmikil persóna þér eruð þeim málum, sem greiða þarf atkvæði um? Það er á allra vitorði, að þér hafið stjómina í lófa yðar.” “Mér er ekki mögulegt, að tala um stjórn- mál í kvöld," sagði hann dauflega. “En eg er ákaflega hrifin af stjórnmálun- um, og-------- “Vitið þér, ungfrú Cora, hvaða þýðing þessir síðustu tímar hafa haft fyrir mig? Áður en eg kyntist yður, var líf mitt tilbreytingar- laust og — lítils virði. Sú hugsun böglaðist alla jafna fyrir mér að eg ætti engann föður; að eg væri einskis manns son, að því leyti að geta ekki tilrgeint hver faðir minn var. En þegar þér sögðuð mér, fyrir nokkru síðan, að slíkt gerði engann mun til yðar og að þér samt sem áður óskuðu eftir vinskap mínum, þá var létt af mér þungri byrði. Þér gáfuð mér kjark, og þá strengdi eg þess heit að gera nafnið Jón Strand þess virði að bera það.’’ “Þér eruð að því nú,” sagði hún og titraði rödd hennar ögn. “Vinskapur yðar hefir hjalpað mér. En svo hefi eg oft hugsað um það, hvort eg hafi gert rétt í því, að gera yður að einskonar hlut- hafa í raunum mínum." “Eg skoða þá tiltrú yðar sem heiður mér sýndan.” “Þér eruð jarlsdóttir og það skipar yður á þann bekk í mannfélaginu, að þér eruð sæm- andi félaginu, að þér eruð sæmandi hvaða manni, sem er í landinu. Eg, aftur á móti, veit ekkert hver faðir minn er. Eg er félaus og umkomulaus. Eg veit það gengur brjálæði næst, en -----.’’ Hann hætti við setninguna og rauk á fætur og stóð fyrir framan hana. Hún leit framan í hann sem snöggvast en leit svo undan. En hann sá eitthvað það í augum hennar, sem kom hjarta hans á örari hreyf- ingu, og hann þurfti að taka á öllum sínum sálar og líkams kröftum að halda til baka þeirri ástar yfirlýsing, sem komin var fram á varir hans. En honum tókst það. Hann rétti fram báðar hendur sínar til hennar og hún tók í þær og reis á fætur. “Cora!” sagði hann. “Eg veit, að eg á það á hættu að tapa vinskap yðar ef eg tala það, sem mér býr í brjósti. En eg verð að hafa alt eða ekkert. Þar til eg kyntist yður, hafðl kvennfólk enga þýðing fyrir líf mitt. Lýttu upp, Cora. Horfðu í augu mér." Hún leit upp til hans, og hann sá hvað í því augna tilliti fólst. “Cora!” sagði hann. “Eg elska yður af öllu hjarta mínu.’’ Rödd hans var lág og ó- styrk. “Eg elska yður jafn heitt og innilega, Jón,” svaraði hún. Jón lét hönd hennar falla niður og sté spor aftur á bak. “Eg get ekki trúað yður, Cora. Ó, að eg mætti taka yður í fang mér og — og kissa yður. En --------’’. “Jón, eg er yðar. Ger sem yður þóknast,” sagði hún blíðlega. Hann horfði á hana og fegurð hennar töfraði hann. Hann gat ekki staðist freisting- una lengur. Hann vafði hana örmum sínum sem þyrstur maður bergir af svala lind, svo svalg hann ástar kossa hennar. Nú skyldist Jóni það, að alt var fánýtt í heiminum, annað en ástin. Enda gaf hann til- finningum sínum lausan tauminn og naut ástar sælunnar í fylsta mæli. “Cora!’’ sagði hann um leið og hann lét hana lausa úr faðmi sér. “Eg hefi sömu til- finningu og sómamaður hlýtur að hafa þá hann er að fremja eitthvað sem samvizka hans býður honum að sé rangt. Eg finn að eg hefi engann rétt til að opinbera yður ást mína. En fegurð yðar trillir mig, og eg veit naumast hvað eg aðhefst. Taugar mínar eru óstyrkar. Setjið yður niður, kæra Cora. Eg hefi svo mikið við yður að tala.” Hann leiddi hana að stól og hún settist niður. Hann kraup við hlið hennar og tók hendur hennar í sínar. Nú var svipur hans rólegur og rödd hans með sínum vanalega styrkleik. “Hvað mun faðir yðar segja við mig?" spurði hann. “Hann mun aðeins óska eftir, að eg sé ánægð og lukkuleg. Honum er velferð mín fyrir öllu. Það hefir hann sagt og sýnt.” “Sú hugsunarsemi og umhyggja fyrir vel- ferð yðar getur orðið til þess, að hann sendi mig frá sér. Heimurinn mun trauðlega hugsa á sama veg og þér, að giftast nafnlausum manni.’’ “Sameiginlega getum vér gert nafnið Jón Strand svo stórt og mikið nafn að allur heim- urinn óttist það og elski. Eg elska og eg dái þann kjark, sem þér hafið sýnt. Það er eitt- hvað mikilfenglegt og aðdáunarvert við bar- daga aðferð yðar, með svo margt á móti yður en fátt með. Jón, þér eruð ungur maður enn- þá. Samt eruð þér afl og vald. Með aðstoð föður mfns og frænda, er engin komin til að segja, hvað hátt yður kann að auðnast að komast í heiminum.” Hún athugaði nákvæmlega hvaða áhrif orð hennar höfðu á Jón og virtist henni sem nú færðist dökt ský yfir andlit hans. “Eg er ekki alveg viss um að eg geti hag- nýtt mér hin miklu og góðu áhrif forsætisráð- herrans," mælti Jón dauflega. “Eg skii yður ekki,” sagði hún í ákveðn- um róm. “Sannarlega er það ekki áform yðar að styðja andstæðingalið stjórnarinnar?’’ “Það er áform mitt að gera það eitt, sem samvizka mín býður mér að gera. En, Cora. Eg hygg að við ættum ekki að tala um pólitík í kvöld,” sagði hann blíðlega um leið og hann lagði höndina um mitti hennar og dróg hana að sér. Það var sem hún reyndi að losa sig frá honum í fyrstu en svo leit hún upp til hans og augu þeirra mættust og svo varir þeirra. “Jón, eg elska yður, og eg vona að þér látiö skynsemina ráða fyrir yður og gerið hlutina ekki erfiðari fyrir okkur bæði en nauðsynlegt er,” mælti hún ofur blíðlega um leið og hún strauk vanga hans með sinni mjúku hendi. Þau töluðu saman nokkuð lengur, unz hann kvaðst ekki mega vera að því að dvelja lengur að því sinni. “Eg kem í fyrra- málið og tala við föður yðar,’ ’sagði hann og bjó sig til ferða. “Eg veit að faðir minn verður glaður að sjá yður og tala við yður. Góða nótt, minn kæri, fyrst við verðum nú að skilja.’’ Þau kistust marga langa og heita kossa að skilnaði. Á leiðinni heim til sín fanst Jóni hann enn finna snerting hennar heitu og mjúku vara á sínum vörum. Hann var veru- lega glaður í hjarta sínu og fanst hann vera sáttur við heiminn og alt sem í honum er. Stjórnmál voru mjög svo fjarri huga hans að þessu sinni. En það var ekki lengi. Þegar heim kom fór fóstri hans, að spyrja hann spjörunum úr um stjórnmál og hvernig gengið hefði á þinginu þá um daginn. “Jón,” sagði gamli Cobden. “Þér megið vera upp með yður í kvöld." “Eg er það líka,” sagði Jón og hugsaði til Coru um leið, en ekki yfir í þingsalinn. Ekki kom hann sér samt að því, að minnast neitt á hana við fóstra sinn að svo stöddu. Eins fljótt og hann gat, fór hann til her- bergja sinna, en ekki gat hann farið að sofa strax, það fann hann. Þau einu blíðu atlot, sem hann hafði orðið aðnjótandi um æfina, höfðu komið frá gamla Cobden fóstra hans. Sá maður, sem fer á mis við móðurástina hef- ir ekki hlotið sætleik lífsins. Fram að þessu kvöldi höfðu aldrei kvennmannsvarir snert hans. Nú var hann þess fullviss, að hún elsk- aði hann. Honum fanst sér þó naumast ó- hætt að skoða það, sem virkilegleik, að hún hefði hvílst í faðmi hans. “Og senn verður hún máske konan mín,’’ hugsaði hann að lokum hálf sofnaður. Ekki gat hann þó fest svefn. Hann lá í rúmi sínu og hugsaði um alla þá sælu og gleðidaga, sem biðu hans. Með Coru við hlið sér mundi hon- um aukast kjarkur og kraftur hundraðfalt. Hann ásetti sér að gera frægt það nafn, sem hann bar. Þegar hann gat svo loksins sofn- að út frá þessum hugleiðingum sínum, varð það til þess, að ireyma um hana. Cora sá ekki föður sinn fyr en næsta morgun við morgunverðarborðið. Að máltíð- inni lokinni fylgdi hún honum eftir inn í lestrarsalinn. “Herra Strand hefir beðið mig að verða konan sín,” sagði Cora alveg formálalaust er þau voru komin inn í salinn. “Og þú hefir sagt: “Já, já," áður en hann var búinn að ljúka við setninguna,” sagði faðir hennar. “Eg sagði honum — með einu já-i bara — að eg skyldi verða það,” sagði hún gletnisleg á svipinn. “Hann gerði ráð fyrir að koma og sjá þig kl. ellefu í dag." Jarlinn sat hugsi um stund, og tók Cora nákvæmlega eftir svipbrigðum á andliti hans. “Cora!" sagði hann svo. “Við höfum alla jafna verið góðir vinir eins og dóttur og föður ber að vera. Eg hefi óbilandi traust á dóm- greind þinni. Er velferð þín og gleði í lífinu bundin við þennan mann?’’ “Já, eg elska hann.” “Þá verð eg ekki á móti þessum ráðahag." “Þú ætlar þá, faðir minn, að gefa sam- þykki þitt viljugur og afdráttarlaust. Gáðu að því, að Jón er stoltur maður.” “Eg mun viljugur samþykkja ráðahaginn, þar þarft þú engu að kvíða. Eg verð að játa, samt sem áður, að Jón er ekki að öllu leyti sá maður sem eg hefði kosið fyrir þig.’’ “En faðir minn. Eg hygg að konur velji bezt fyrir sig sjálfar í þessum sökum,” svo kysti hún föður sinn blíðlega. “En eg mun sakna þín dóttir mín," sagði hann lágt og horfði niður fyrir sig á gólfið. “Eg er ekki að fara neitt burt frá þér,” svo kysti hún föður sinn aftur og gekk út úr stofunni. Hún hafði naumast lokað hurðinni á eftir sér þegar föðurbróðir hennar, forsætis- ráðherrann kom inn í lestrarsalinn og tók sér sæti í stórum hægindastól gengt bróður sínum. “Cecil, eg er bara eins og á nálum,’’ sagði forsætisráðherrann er hann var sestur, um leið og hann hristi öskuna af vindlingi sínum ofan á öskubakkann. “Það er eg sömuleiðis,” sagði jarlinn bróð ir hans. “Það er þessi maður Jón Strand, sem orsakar mér einhverja ókyrð innan brjósts." “Sama niér. E ger eins og á glóðum. Eg veit alveg að hann muni ætla sér að skipa flokk stjórnar andstæðinga.” “Og hann ætlar að giftast Coru.’’ “Guð komi til!" hrópaði forsætisráð- herrann og stökk á fætur. Bráðlega settist hann aftur og féll í djúpar hugsanir. Jarlinn Iét hann óáreittann með hugeanir sínar og hvorugur mælti orð unz þjónninn opnaði djrrn- ar og tilkynti komu Strands. “Látið hann koma inn,’’ sagði jarlinn. “Já, sendið hann hingað," bætti Gerald, forsætisráðherrann við. Þegar þjónninn var farinn aftur, snýr Gerald sér að bróður sínum og segir: “Þér skulið lofa mér að eiga við þetta mál." Jón kom inn og heilsaði hann þeim bræðr- um alúðlega með handabandi. Hann sýndl enga undrun yfir því að sjá forsætisráðherrann þarna. “Cora hefir sagt mér frá öllu. Eg má eins vel láta yður vita það nú strax, að þér eruð ekki sá maður, sem eg hefði kosið fyrir hana,” sagði jarlinn er þeir höfðu heilast, og tekið sér sæti. “Eg er mér þess meðvitandi, herra, að eg er henni ekki í neinu samboðinn, en —” “En þrátt fyrir það, er eg ekki á mótl ráðahagnum,” tók jarlinn fram í fyrir Jóni. “Nú eins og er hefi eg enga stöðu, en “Það er um framtíð yðar, sem vér erum að hugsa," tók forsætisráðherrann fram í. Rödd hans var þrungin af stolti og stærilæit. “Eg skal játa, að það eru miklar líkur fyrir, að þér eigið eftir að geta gert nafn yðar stórt og víðþekt. Þér eigið yfir miklum hæfileikum að ráða, og eruð mjög snjall ræðumaður og sann- færandi í ræðum yðar. Þetta eru miklir kostir fyrir hvern sem þá hafa. En þér eruð ungur maður ennþá og að mínu áliti er framtíð yðar undir því kominn hvaða afstöðu þér takið f yfirstandandi vandamálum lands og þjóðar, sem þingmaður. Eg veit að þér viðurkennið, að þér eruð ekki samboðinn frænku minni — bróðurdóttir minni. En svo erum við reiðu- búnir, að gleyma því ef þér getið sannfært okkur um að þér eigið framtíð sem sé einhvers virði.” “Eg mun alla jafna gera mitt bezta,” svar aði Jón. “Eins og eg var að segja áðan, þá trúi eg því fastlega, að framtíð yðar sé algerlega undir því komin hvaða afstöðu þér takið nú. Ef þér því getið sannfært okkur um, að þér takið ekki núna þá stefnu, sem getur orðið til þess að eyðileggja framtíð yðar, þá------.’’ “Látum okkur vera hreinskilna hvor við annann," tók Jón fram í fyrir honum. “Á eg að skilja orð yðar þannig, að það sé undir þvf komið hvort þér gefið samþykki yðar til gift- ingu okkar Coru, að eg snúist í lið með núver- andi stjórn?’’ “Yður mun óhætt að líta þannig á málið,” sagði forsætisráðherrann og horfði einbeitt- lega framan í Jón um leið og haqn talaði. Jón starði hálf undrandi á Gerald um stund, en sneri sér síðan til jarlsins og mælti: “Eg hefi þann heiður, herra, að biðja um samþykki yðar til þess, að Cora dóttir yðar verði konan mín. Eg get ekki trúað að þér eigið neina hlutdeild í þvf ráðabruggi ,sem bróðir yðar hefir lítilsháttar drepið á. Eg trúi því ekki, að þér skoðið dóttur yðar sem póli- tízka verzlunarvöru." Jón var kuldalegur og- einbeittur í röddinni og mátti sjá að hann var reiðubúinn að bjóða þessum tveim mönnum byrgin ef á þyrfti að halda. “Hér er ekki verið að gera tilraun til að gera neina kaupsamninga við yður. En þér verðið að skilja það, að við bræðurnir hljótum að líta fyrst og fremst eftir velferð Coru. Eg játa eins og eg sagði áðan, að þér standið til að eiga bjarta og góða framtíð ef þér eyði- leggið ekki alt með því, að stíga eitthvert heimskuspof að þessu sinni." “Herra!’’ sagði jón og lýsti sér fyrirlitning í róm hans. “Eg bíð eftir svari yðar, við spurn- ingu minni.” “Eg tók þá sömu afstöðu og bróðir minn í þessu máli. Eg skoða það enga ósanngirnf af okkar hálfu, þó vér krefjumst þess af yður að vita, frá yður sjálfum, hvar þér standið í þessu máli, sem nú er á dagskrá þjóðarinnar,” sagði jarlinn. “Eg er ekki hingað kominn til þess, að gefa yður né neinum öðrum, nein Ioforð um það, hvaða þátt eg skuli taka í þeim málum, sem kunna að koma fyrir á þingi. Eg mun haga mér nákvæmlega eftir þvf, sem sann- færing mín býður mér." “Þá er yður ef til vill ekki um geð, að lofa okkur að heyra, í hvaða átt að sannfær- ing yðar bendir nú viðkomandi þeim málum, sem rædd hafa verið í þinginu," sagði Gerald. “Þér eigið enga heimtingu á að vita, hver sannfæring mín er, og eg neita algerlega að opinbera yður hana hér á þessum stað. Yður mun verða full-Ijóst hver hún er — nægilega snemma fyrir yðar velgengni f stjömmálun- um. Aðferð yðar er mjög móðgandi og naum- ast sæmandi mönnum f yðar stöðum. Þér vitið um ást mína til Coru, og eruð að gera tilraun til þess, að fá Ioforð frá mér, um ein- dregið fylgi við stjómarflokk yðar, eða að öðr- um kosti hljóti eg að Ifða skipbrot í ástamál- um mínum. Þér vinnið sem tannahjól í hinni pólitísku vél yðar. Fótum troðið allar mann- legar tilfinningar, til þess að ná yðar eigin- gjama tilgangi. Og að Iaunum krefjist þér að alþýðan líti upp til yðar og hafi yður f háveg- um. Og nú viljið þér, að eg leggist við hlið yðar ofan í slíka saurvilpu. Það á að vera til þess að sjá framtíð Cöru borgið.” !

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.