Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 30. NÓV. 1932 'Jíjchnskringla (Sto/nuS lSttJ Kemur út á hverjum miOvikuieffi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. (53 og (55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: SS 537 ___________ VerS blaðsins er »3.00 árgangurinn borglst fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON (53 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. (53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA (53 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” ls publistoed by and printed by The Viking Press Ltd. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 30. NÓV. 1932 H. G. WELLS OG NÚTÍÐIN. Það þykir flestum gaman að heyra skoðanir H. G. Wells, á svo að segja hvaða máli sem um er að ræða. Það þarf ekki að vera af því, að hann hitti markið öllum öðrum betur. Honum þykir meira að segja hætt við a ðskjóta fyrir ofan það. En það hendir sjaldan, að hann hafi ekki eitthvað annað um það að segja, en flestir aðrir, og þeir sofa vært, sem ekki rumska við það, hvað sem öðru líður, Fregnritari nokkur fann Mr. Wells að máli nýlega og leitaði skoðana hans um nútíðina, kreppuna sérstaklega. Stóð ekki á svörunum, og skal nú vikið að hinum helztu í þelm. Verkefni nútíðar kynslóðarinnar er að skapa nýjan mannfélagsheim, segir Wells. Hinum gamla heimi verður að tortíma, kasta út á sorphauginn. Nútíðar menn- íngin er annaðhvort dæmd til þess að kollvarpast, eða að verða ósegjanlega mikið fullkomnari og fegurri. Sem stend- ur er eg hræddur um að líkurnar séu meiri til að hún kollvarpist. Það eitt er víst, að þetta verður öld æsinga og ókyrða. Það er ekkert happ að vera fæddur á þessum tímum. Að minsta kosti ekki til þess að ætla sér að lifa friðsælu nægtalífi. t . , . , , . En hún verður úrslitatími þess, hvort menning vor fer í rústir, eða rís á ný á hærra stig. Þar er ekki um neinn meðal- veg að ræða. Menn halda að lausnin felist í því, hvort kapítalisminn eða kommúnisminn sigri. Þegar þeir tala um kommúnisma, eiga þeir við Rússland. í mínum augum er tilraun Rússa mjög gamaldags. Hún er aðeins endurbót á kenningu Karl Marx, en sú kenning er nú óraveg á eftir tím- anum. * • * Marx dó fyrir mörgum árum, og hann gerði ekki svo mikið sem að dreyma fyrir aðal vandræðaefni nútímans, sem er of- framleiðsla. Hann tilheyrði öld vinnu- þrælkunarinnar. Hagfræði hans var hag- fræði fátæktarinnar. Hann hefði aldrei haldið það geta átt sér stað, að meira yrði framleitt bæði af hrávöru og iðnaðarvöru, en heimurinn hefði not fyrir, og samt væru hópar manna, sem ynnu ekkert af því, væru at- vinnulausir. Nei. Marxisminn er úreltur. Lenin og Trotzky urðu þess áskynja, er átti að fara að stjórna eftir kenning- um Marx. Þeir urðu því að breyta henni margvíslega. Hjá því varð ekki komist. Rússlandi er því nú ekki stjórnað eftir kenningum Marx, heldur Lenins. En þrátt fyrir það held eg ekki að menningunni verði bjargað með belshe- vískum hætti eða aðferðum. Við Atlantshafsstrandarbúar þurfum einhvers annars með. Við verðum að sníða sjálfir bjargráða-áætlun okkar, eft- ir framkvæmdamöguleikum okkar, en ekki annara. Og eitt atriði þeirrar áætlunar skoða eg fólgið í því, að útgáfa peninga sé und- ir einni alþjóðastjórn, og að iðnaður þjóða sé á samhagnaðargrundvelli rekinn. Stór iðnaðarframleiðsla á séreignar- grundvelli verður að leggjast niður, vegna þess að hún er komin á það stig, að af henni getur nú ekki annað leitt, en óheyri lega eyðslu og síf’elda truflun í viðskifta- og starfslífinu. Á öldinni liðnu, virtist sérgróða rekstur- inn ganga sérlega vel. En á það ber að líta, að það sem bar hann uppi, svo sem gullfundir, landnám, og því um líkt, er nú úr sögunni. Við verðum að leita nýrra leiða. Það getur veríð að þær verði torfundnar. En eg er viss um að það er mannkyninu ekki um megn að finna þær. • • • Spumingin um það, hver spor þau væru, er þyrfti að stíga til þess að skapa þenna nýja mannfélagsheim, svaraði Wells á þá leið, að fyrsta sporið væri samhugur og þekking. Vísindin eru kom- in svo furðanlega á veg, að ef notuð væru í þjóðfélagsmálum, væri margt ó- trúlega ólíkt því sem nú er. En á móti þessu spyrna menn af þjösnaskap og ó- sanngimi. Fordóma og æsingar verður að uppræta. Sambúð þegnanna í þjóðfé- laginu verður að byggjast á samstarfi. En alt samstarf byggist á samhug og þekkingu. En við erum stútfull af gömlum, ó- heillavænlegum hugmyndum, sem með öllu verður að uppræta, ef vel á að fara. Tökum til dæmis trúna á vissa menn sem leiðtoga sína. Við höfum hvorki í stjómarfarslegu tilliti né neinu öðru neitt við leiðtoga að gera. Það sem við þörfn- umst eru leiðandi hugsjónir. Mennirnir verða að læra að treysta á sjálfa sig, ef þeir eiga nokkurntíma að læra að stjórna sér sjálfir. Þeir mega ekki blina á vissa menn. Þeir verða að brjóta seðstu hug- sjónimar sjálfir til mergjar. Til dæmis má benda á eitt dæmi í stjómarfarssögu Englands. Trúin á Glad- stone varð svo mikil, að menn gleymdu alveg hugsjónum frjálslynda flokksins, svo þær dóu út með honum. Menn dýrka leiðtoga sína sem mikla menn, og minn- ast þeirra oft með afkáralegum og heimskulegum fjálgleik, en steingleyma hugsjónum þeirra. Sannleikurinn er og sá um flesta eða alla leiðtoga vissra tíma, að þeir eru sinn- ar tíðar börn, og þó þeir sjái á vissu sviði fjöldanum lengra — sjaldnast þó nema í sérstökum atriðum — geta þeir aldrei gert sér, hversu framsýnir sem þeir em, rétta grein í öllum atriðum fyrir því ó- komna. Það verður verkefni eftirkom- enda þeirra, að glíma við breytingam- ar og ráða á sem farsælastan hátt fram úr þeim. Og þjóðhættirnir eru svo breytilegir, að það er hverjum einum manni ofvaxið. Mestu hugsjóna- menn hvers tíma verða að leiða hesta sína saman, og skapa hugsjónastefnu, er stýra skal eftir í það og það skiftið, þar sem öll aukin þekking og vísindi koma til greina. • * • En hvern þátt taka konur í að móta þenna nýja mannfélagsheim, sem hugur þinn eygir? spurði fregnritarinn Wells. Eg geri ráð fyrir að karlmönnum verði að mestu látið það verkefni eftir. Konur virðast yfirleitt ekki láta sig þjóðmál skifta í víðtækum skilningi. Þeirra mál- efni virðast vera á því sviði, er beint snerta manninn persónulega. Og sannleikurinn virðist sá, að þær sýni nú minni áhuga á stjórnmálum, en þær gerðu áður en þær fengu atkvæðis- réttinn og sígaretturnar. Ef til vill líta margar konur svo á, að með jafnri þátttöku við karlmenn í þjóð- málum, hafi þær ekki sama tilkall til ýmsra réttinda, er þær nú njóta sem konur, fram yfir karlmenn í þjóðlífinu. * # * En hvernig á að Jbúa menn undir þetta starf, að breyta mannfélagsskipuninni? Því svarar Wells á þá leið, að til þess þurfi að breyta skólafyrirkomulaginu frá rótum. Þegar börnin koma útiærð úr skólun- um, hvort sem barnaskólar kallast eða háskólar, er það eitt hið fyrsta sem þau reka sig á, að þau eru lítt hæf til nokk- urs starfs. Það sem heimurinn þarfnast mest með, eru sérfræðingar. En æskulýðurinn kann ekkert og veit ekkert til hlítar. Við verðum að breyta hugmyndum okkar algerlega um það, í hverju ment- un æskunnar sé fólgin. Og skólabækurn- ar, sem nú er oft lögð mest áherzla á að kenna bezt — helzt utan að — ættu sem fyrst að vera á bál bomar. Eg þekki ekki einn einasta skóla á öllu Englandi, sem ekki leggur meiri áherzlu á að kenna börnum það, sm einskis vert er fyrir þau, en hitt, sem lífsbaráttuna gerir þeim létt- ari. Það, sem börnum ríður mest á að læra, er hvemig líkami þeirra starfar, og hvern- ig starf manna í þjóðfélaginu, í hverju sem það er fólgið, snertir þjóðfélagsheild- ina í raun og véru. Það kæmi þeim að meira haldi, þegar út á starfsvið lífsins væri komið, heldur en þulumar um kon- unga og keisara, sem sagan er vanalega fylt með, en sem frá menningarlegu sjón- armiði er ekki annað en skrítlur. Þá eru kennararnir. Flestir þeirra em svo upp með sér, að þeir eru ekki ánægð- ir fyr en börnin skoða þá sem hina einu og fullkomnu fyrirmynd. Nútíðar kennar- ar eru ekkert betri með þetta en stéttar- bræður þeirra voru á Victoríu-tímabilinu. Enda koma unglingarnir hugsjónalausir úr skólunum, en fullir upp í háls af fá- nýtri manndýrkun. * * * En hvað er um íþróttalíf nútíðarinn- ar? Kemur það ekki að einhverju haldi við byggingu þessarar nýju mannfélags- skipunar? íþróttalífið er að svo miklu leyti mikil- vægt, sem það fullnægir líkamsþörfinni; svaraði Wells. íþróttir þurfa menn að hafa um hönd miklu meira, en nú tíðk- ast. Hvert stórhýsi, sem búið er í, ætti að hafa íþróttavelli, þar sem yngri og eldri geta æft og þjálfað líkama sinn. Miðaldra menn þurfa þjálfunar við al- veg eins og hinir yngri. En um þetta er ekkert hugsað. Engin stórhýsi í borgum eru með íþróttaskála útbúin. Að hafa hóf- legar líkamsæfingar um hönd, er þó engu síður nauðsynlegt en ræstun og þvottur. Hinar meiri íþróttir eru auðvitað óþarf ar fyrir líkamsheilsuna. Áreynslan, sem þeim er samfara, keyrir oft úr hófi. — Enda eru slíkar íþróttir oft skammæar, og ókleift að halda þeim við nema stutt- an tíma æfinnar. Við förum óskynsam- lega að ráði okkar í flestum greinum, og þurfum að yrkja á nýjan stofn í íþrótt- um og líkamsæfingum eins og öðru. * * * Sjóndeildarhringur manna þarf að víkka. Og það verður með því einu gert að efla þekkingu á veraldarsögunni, eins og hún er í raun og veru, en ekki með neinum uppspunnum sögum um það, sem á að hafa gerst, en sem aldrei hefir gerst. Með þetta fyrir augum, skrifaði eg Ágripið af veraldarsögu minni Hún var til þess ætluð að gera almenningi hægra með að skilja heiminn, sem við lifum í, f heild sinni. Og að þessu sama lýtur “Saga vísindanna’’, er eg hefi með tveimur öðrum mönnum ritað. Ennfremur bók, sem nefnist “Lífið, au^ur og sæla mann- kynsins’*. Með þeirri aukinni þekkingu á heiminum, sem þessar bækur veita, verð- ur skilningur manna gleggri á verkefn- um sínum. Eftir að nokkur hugmynd er fengin um lögmál þau, er öli heimsrásin veltur á, og menn fara að geta gert sér grein fyrir vídd og stærð, eða með öðrum orðum, hafa víkkað sjóndeildarhring sinn, eiga þeir hægra með en áður, að mæla verkefni sín og sjá hvað gera skal og hvað ekki. Menn líta þá hleypidóma- lausara og sanngjarnara, og með meiri skilningi á hlutina. Og með því skapast traust á möguleikana til framkvæmda á því, sem áður var álitið að óyfirstígan- legur erfiðleiki væri samfara. Með auknum skilningi og samhug er mannkyninu fært, að skapa sér nýjan og fegurri mannfélagsheim, en tæplega varanlegan með öðru. “AF BLINDU OG ILLVÍGU FLOKKSFYLGI”. Á fréttasíðu Lögbergs var grein í síðustu viku með fyrir- sögninni “Vonbrigði". Lætur ritstjórinn þar í ljós samhygð sína með almenningi yfir þeim vonbrigðum, sem hann hafi orðið fyrir, er ekkert uppgötv- aðist frekar um fjárþurð eða þjófnað við yfirskoðun bóka ýmsra stofnana fylkisstjórnar- , innar í Manitoba, svo sem vín- sölunefndar, símakerfisins og slysatryggingarinnar (Work- men’s Compensation Board). — “Af blindu og illvígu flokks- fylgi’’ gefur ritstjórinn í skyn að almenningur hafi gengið ljúgandi um götur og torg um fjáróreiðu í stjórnarstofnunun- um. Það er eina ástæðan, sem Lögberg sér fyrir orðróminum um hina grunsömu fjármála- gæzlu Brackenstjórnarinnar. Lögberg heldur víst, að vegna þess að það hefir þagað eins og bundið væri fyrir munninn á því um alt fjármálahneykslið í stjórnarstofnununum, að al- menningur þessa fylkis viti ekk ert um það. Það var um tíma ei tekið svo upp blað, annað en Lögberg, hvar sem út var gefið í þessu landi, að ekki væri bent með stórum stöfum á fjármála- hneykslið í stjórnarstofnunum þessa fylkis, sem einsdæmi í stjórnarfarssögu nokkurs fylk- is eða lands. Almenningur veit þetta alt saman, þótt Lögberg ekki viti eða þykist ekki vita það. Hlýtur þama annaðhvort um dæmafáa fáfræði að vera að ræða hjá blaðinu, eða að flokksfylgið er ekki síður full- þroskaður eiginleiki hjá því en hjá almenningi. Nei, mönnum var það orðið eins ljóst og nokkuð getur ver- ið, að fjárdráttur hafði átt sér stað í fjórum deildum eða stofn unum Brackenstjórnarinnar. Og mönnum var einnig ljóst, að af því stafaði fylkinu fjárhætta. Það er feit kýr, sem ekki er hægt að éta upp. Lögberg kann ast kanske við það úr ritning- unni, þótt því sé óljóst um hitt, að fylkis-beljan sé að verða býsna mjaðmaskroppin, af fjáróreiðunni, sem legið hefir í landi hér í fylkinu. Það þvær aldrei hneykslið af stjórninni, þótt sannast hafi, að þjófnaður hafi ekki átt sér stað i þremur stofnunum, sem rannsakaðar hafa verið af 7 alls. Sannleikurinn er sá, að al- menningur hefir látið sig fjár- málahneyksli Brackenstjórnar- innar alt of lítið skifta. Þegar til stykkisins kemur, borgar hann fyrir brúsann. Hann hefði fyrir löngu átt að vera risinn upp og búinn að segja við þessa fulltrúa sína: Hingað og ekki lengra. VITAR. UM KANTÖTU JÓNS. Línur hafa Heimskringlu borist frá manni í hópi fremstu íslenzkra hljóm- leikara í Winnipeg, um Kantötu Jóns Friðfinnssonar. Er í þeim tekið fram, að það hafi í alla staði verið mjög viðeig- andi, að draga athygli — eins og gert var í Heimskringlu fyrir skömmu — að þessari tónsmíði Jóns. Segir sá, er lín- urnar skrifar, að hann hafi kynst kan- tötunni, og að það sé skoðun sín, að fegurri íslenzkan samsöng en í henni feld ist, með orkestrunum er henni fylgja, gæti hann ekki hugsað sér, að föng væru á íslendinga á meðal. Er höf. sannfærð- ur um að það væri ein sú bezta skemt- un (treat), sem hér væri hægt að bjóða íslendingum upp á. Það getur því ekki skoðast að hafa að ófyrirsynju verið gert af Heimskringlu, að draga athygli að þessu máli Treystir hún því einnig að söngfélögin íslenzku eigi eftir að taka málið til íhugunar. Þau gætu fátt sér fyrir hendur tekið, er meiri vinsældum ætti að fagna og fylgi frá al- menningi, en að ganga til verks með að syngja kantötu þessa. (Erindi þetta var samið fyrir beiðni og til þess ætlast, að það yrði flutt af höf. á fundi deildar- innar Frón 26. nóvember s. 1. Stuttu ávarpi er hér slept.) Löngu liðnu atviki bregður fyrir í huga mínum. Eg var á leið frá Islandi til Skotlands. — Skipið, sem eg var farþegi á, hafði hrept dimmviðri og þung- an sjó, það sem af var leiðinni. Kvöld eitt varð mér gengið upp á stjórnarpall skipsins, í von um að þar, við svalan kvöld storminn, fengi eg bót meina minna. En það var sjóveiki, sem að mér amaði. — Þar uppi mætti eg skipstjóra. Hann starði út í sortann og sýndist á- hyggjufullur. Eftir stundar bið veik hann sér að mér og spurði hvort eg hefði góða sjón. Eg kvað svo vera, enda var sjón mín þá óvenjulega skörp. Skip- stjóri kvaðst óttast, að skipið hefði borist út af rétti leið, en eftir vegalengd, sem farin hefOi verið, ættum við það kvöld að i * I fullan aldarfjórðung hafa Dodd'® nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frA Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. sjá vita nyrzt á Hjaltlandi, ef rétt væri siglt. Hét skipstjórl mér sérstakri glaðningu um kvöldið, ef eg kæmi fyrstur auga á vitann. Tók eg nú að stara út í myrkrið, og eftir ná- lega hálfrar klukkustundar sigl- ingu, virtist mér sem daufu leiftri bregða fyrir í þeirri átt, er skipið stefndi til. Eigi hafði eg þó orð á því, en beið enn nokkra stund. Sá eg þá tvö leiftur, eitt eftir annað, og sagði skipstjóra að rétt væri stefnt, því vitinn væri beint framundan. — Þó eg áður en þetta atvik gerðist, þættist hafa gert mér ljósa greín fyrir því, hver Iífs- nauðsyn vitarnir eru farmönn- um, þá held eg að geislar þeirra mannvirkja, er vér köllum vita, hafi við þetta atvik borist lengra og dýpra inn í hug minn, þar sem eg var sjálfur þátttakandi í leit eftir Ijósinu, umkringdur náttmyrkri og úfnum sjó, — þar sem líðandi stund gat breytt stormhvininum í Iíksöng og brimfallinu í klukknahljóm. * * * Þegar vér rennum. huganum yfir sögu þjóðanna, sjáum vér þrotlausa baráttu milli fram- taks og fásinnis — framsóknar og farartálmana. Með hverri þjóð geymir sagan nöfn, sem breiða bjarma yfir móðu með- almenskunnar — nöfn manna, sem bera af fjöldanum um and- legt atgerfi. — ^fanna, sem beindu samtíðar- og framtíðar- för mannkynsins frá hafvillum þröngsýnis og þekkingarskorts í áttina til þeirra Furðustranda, þar sem vit og víðsýni skapa djarfar hugsjónir og þroskaríkt nytsamt Iíf. Það er ekki sársaukalaus sannleikur, að snillingar þjóð- anna, frumherjarnir á sviði lista og vísinda, hafa jafnan átt í höggi við andúð og ofsóknir samtíðar sínnar, sem ekki gat dreymt dagdraumana með þeim, ekki séð sýnirnar, sem þeir sáu — ekkí eignast með þeim trúna á þróunarmátt lífsins, er bylt getur bjargþunga vanans og vansælunnar af vegi fjöld- ans, svo að sólris fegri fram- tíðar fáí hrakið burt myrkur vafans og efasemdanna úr mannheími. Hugsjónamennirnir! Það eru þeir, sem standa í því stórræði, að reyna að fegra og bæta lífið á jörðinni. — Fjöldinn kallar þá öfgamenn. Þeir eru klakabörn samtíðar sínnar oft og einatt. Þeir eru af fjöldanum dæmdir til hjarngöngu -— í andlegum skilningi talað — þegar þelr dirfast að spyrna fæti við lík- þornum vanans. Bruno og Huss voru öfga- menn sínnar samtíðar. Eldtung- ur voru látnar svíða líkami þeirra til ösku. Þeir eru langt frá því að vera einir um þau örlög, sem búin voru þeim, er lögðu í langferðina, til þess að “draga björg að Iandi úr djúp- miðum sannleikans.” — Hugsjónamönnum fyrri alda var búinn bálköstur. Lýðurinn vissi, að logi gerði hinum hættu legu mönnum fullkomln skil.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.