Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 30.11.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 30. NÓV. 1932 5 HLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA Okkar samtíð notar ekki bál- kesti til eyðingar framsækn- inni. Hennar vopn er kuldinn — ískuldi rógs og fyrirlitningar gegn þeim, sem djarfast sækja brattann tii sigurhæða frelsis- ins, fyrir alda og óborna. — En jökullinn bráðnar í sporum þeirra. Þeir marka ávalt hjarn- ið svo, að af braut þeirra lýsir á veg komandi kynslóða. Verk þeirra eru vitar, sem kasta bjarma in í óvissu þess ókomna. Og því er það, að altaf eru fleiri og fleiri — þótt seint gangi —- að þokast lengra og lengra í áttina til ljóss og dags. * * * Sérhver ný sannindi — sem réttara er þó að nefna nýja þekkingu, því allur sannleiki var til frá upphafi — eiga jafn- an formælendur fáa, og braut- ryðjandinn hnígur oftast í val- inn, fyr en hann sér starf sitt bera verulegan ávöxt. — Mörg slík dæmi má finna í annálum \lslendinga, því sem betur fer, nefir ísland átt — og á enn — eigi svo fáa öfgamenn — hug- sjónamenn. íslenzk saga geymir nöfn þjóðskörunga, listamanna og skálda, sem fórnað hafa lífi sínu fyrir heill og heiður þjóðar sinnar, hver á sínu sviði. Af þessum mönnum þekkist þjóðin. Þroski hennar er metinn eftir verkum þeirra. — Okkar samtíð getur talið nokkra brautryðj- endur í hópi íslenzkra manna. Hnitbjarga-búinn hinn snjalli myndasmiður Einar Jónsson hefir meitlað göfgi norrænnar lífsskoðunar í grjót og málm. Hugvit hans og hagar hendur hafa borið hróður íslenzkrar menningar út um heiminn. Stephan G. Stephansson kvað ljóð, svo magnþrungin af anda- gift, að kreddufesta og bölsýni hopuðu á hæli fyrir atlögum hans, og þeir sem kunnir eru Ijóðum hans, hafa fundið meira gildi, sannari kjama í sínu eigin lífi. — Þorsteinn Erlingsson risti tyldrinu og hræsninni svo nap- urt háð, að ómenskan skreið í felur undan egghvðssum stuðl- um ferskeytlanna hans. Hannes Hafstein, riddari norrænnar hreysti — glæsimennið mesta í hópi íslendinga á síðari árum, kvatti þjóð sína til mannskaps og dáða, stælti vilja hennar og framsóknarþrá. Honum var ljóst, að úr deigum málmi er auðið að gera eggvopn, með hæfilegri herzlu. Og að ekki var því ósvipað varið með mann eðlið, því — Ef kaldur stormur um karlmann fer, og kinnar bítur og reynir fót, þá finnur hann hitann í sjálfum sér og sjálfs síns kraft til að standa á mót. Hannes Hafstein bar gæfu til þess að hrinda í framkvæmd einu mesta menningarfyrirtæki þjóðar sinnar, þrátt fyrir harð- snúna mótstöðu öflugs þjóð- málaflokks, og óþarflega mikla afskiftasemi nokkurra manna í hópi Vestur-íslendinga. Eg get haldið áfram að nefna nöfn, en þið þekkið víst flest fslenka sögu eins vel og eg, og læt eg því staðar numið við þetta efni. * * * Flest yðar munuð vera kunn- ug þeirri trú Guðspekinga — eða réttara sagt deildar þess félagsskapar, er nefnir sig: “Stjarnan í austri’’, að á síðasta tug þessarar aldar áttu þeir von á því, að andi Jesú Krists tæki sér bústað í einhverjum manni hér á jörðu, og starfaði þannig sem fræðari á ný. Guðspeking- ar trúa margir sem kunnugt er, á endurholdgun. Eigi munu þeir all fáir — sem á tímabili að minsta kosti — álitu þetta fram komið, og að Jesú sé 'nú starfandi þár sem Kristriamurti 6r, hinn Indverski fræðimaður, skáld og fyrirlesari. — Fyrir nokkrum árum átti eg tal um þetta efni við greindari mann af Skosku þjóðerni. Bar hann nokkurn kvíðboga fyrir því; að mannkynið myndi ekki þekkja Jesú þannig fram komin, að svo myndi fara sem fyr, að menn ættu örðugt með að átta sig á hver hann væri. Eg sagði Skotanum að mér fyndist það ekki skifta mestu máli, heldur hitt, að menn kæmu auga á verk hans og viðreisnar-starf- semi. —- Með öðrum orðum: Það stoðar lítið að muna nöfn- in, og þylja þau í ræðu eða riti. Það er athafnalíf einstakling- anna — átök andans — kyngi- máttur þróunarinnar, sem við megum ekki loka augunum fjrr- ir. Við megum ekki vera svo lítiisigld, að skifta okkur í flokka út af því, hvort háar hugsjónir koma fram hjá Dr. Rögnvaldi Péturssyni eða Hjálm ari A. Bergmann, K.C. Ef við gerum það, leyriist feigð í hverju spori. Við höf- um þá horft fram hjá aðal at- riðinu — kjarna málsins, en dýrkum umbúðir einar. Það er jafn fávíslegt og ef vér röðuð- um ljóslausum múrstöplum við brimsollna sjávarströnd, far- mönnum til leiðbeiningar í nátt- myrkri. Harmsaga fortíðarinnar, sem rituð er blóðstöfum á æfibrautir þjóðanna, harmsaga um kross- festingar, brennur, grjótkast og grimdarverk í ýmsum myndum, gegn þeim mönnum, sem öðrum fremur höfðu öðlast hæfileikann til þess, að vera boðberar sann- leikans og nema ný lönd þekk- ingar, þar sem áður grúfði rökk ur ögrandi óvissu, — á að vera nútíðinni hrópandi eggjan gegn þeirri hættu sem því er samfara, að troða járnhælum hrokans og heimskunnar um þá gróðurreiti sem mestan þroska bera í andans heimi. Auðnist okkur að sveigja hugi vora til samvinnu og samfylgd- ar við háar hugsjónir, þá er einkis að örvænta um framtíð vora. Þá verða vegleysurnar ekki eins ægilegar, þegar hönd styður hendi í átaki kynslóð- anna eftir þeim verðmætum sem ofin eru í hugtakið þroski. — Þá tökum við fagnandi hverj- um geisla, sem skín út í myrkr- ið — þá höfum við lært að nota okkur vitana. — Tilheyrendur! íslendingar hafa verið leitar- menn og landnemar. Útþráin hefir verið rík í skapgerð þeirra. En útþráin er ávöxtur þekking- arþorstans. Látum hugann reika 931 ár aftur í tímann, fáein augna- blik. Við skulum staðnæmast að Bröttuhlíð á Grænlandi. Það var óðal Eiríks rauða. Við göng- um í baðstofu og hlustum á samtal föður og sonar. Sonur- inn, 35 ára gamall, þreklega vaxinn, skaprór en einbeittur, segir föður sínum að sig fýsi að sigla á haf út, við hálfan fjórða tug manna. — Og hvert var erindið? Það var landa- leit! — Það var þessi “eilífðar útsær”, 'sem lokkaði og seiddi og bjó yfir leyndardómum — máske frægð og fé. — Sonur- inn biður föður sinn að vera með í förinni, því þá muni bet- ur ganga. Ferðin er hafin. En áður en til skips varð komist, meiðist gamli maðurinn á fæti og snýr heim. Nætur og daga er siglt í átt- ina til landsins, sem ímyndunar- aflið sá, einhversstaðar fyrir stafni byrðingsins. Þar kom að lokum að Leifur Eiríksson steig fæti á það land, er nú heitir Ameríka. Tvö ár líða. Við stöndum á fagurri hæð og sjáum hóp manna færast nær. Það er lík- fyigd. Það á að fara að jarða íslending. Það er Þorvaldur bróðir Leifs, efalaust fyrstur hvítra manna jarðaður í þess- ari heimsálfu. Hafði hann sjálf- ur kosið grafarstæði, er hann viési sig feigan af sári frá örv- um Skrælingja. — I SILFURBRÚÐKAUPI IV R og MRS. PÁLMASON Wlnnipeg, 14. növ. 1932 Að flytja orð á ykkar degi Var ætlað mér — en slfkt var helzt um of; því einn er vandinn, satt þó reyndar segi, að sv^itin glaðvær taki það sem lof. Svo eg skal ykkur ekki mikið hæla og orð mín þó við samtíð mína sníð; en aðeins geta þess, sem margir mæla, að myndarhjón þið voruð alla tíð. Og það er nóg — og samt það mætti segja að Sveinn og Gróa reyndust mörgum vel; og nú í kvöld eg veit það allir eygja, þau áttu bæði veglegt hjartaþel. Og það er skylt að þakka á slíkum degi, að þakka dáð og manndómslyndið bjart; því hver, sem aldrei vék af réttum vegi, hans virðing beið við æfistarfið hart. Oss þakka ber — og því má ekki gleyma, og það skal verða sagt í mínum óð, að hjá þeim átti lag og listin heima, er löngum dáð er mest af frónskri þjóð. Því sjáið bömin — öll þau sýna og sanna að sigur býr í fögrum móðurdraum, og þau svo ung um leiðir listamanna öll leita fram og upp í tímans straum. Og má það ekki fögnuð ykkur færa, þið frjálsu hjón, og ykkar þjóðardeild, og af því líka öðrum hægt að læra, að ennþá ríkir dáð hjá Snælands heild? þar og annarstaðar hefir enn hinar mestu mætur á verkum Scotts. Hann var fæddur 15. ágúst 1771 í Edinborg og var ungur settur til menta. Hann var son- ur lögfræðings og tók sjálfur próf í lögfræði. Hann átti við veikindi að stríða á æskuámm og var þá títt hjá afa sínum uppi í sveit. Fékk hann þá mik- inn áhuga fyrir gömlum sögum, riddarakvæðum og ýmsum þjóðlegum fróðleik. Hafði hann alla tíð á námsárum sínum mikinn áhuga á slíkum efnum. Hann fékk embætti að afloknu prófi í Selkirkshire, og gaf sig að bókmentalegum störfum í öllum tómstundum sínum. Frægastur varð Scott fyrir skáldsögur sögulegs efnis. — Samdi hann alls 29 skáldsögur. Sumar sögur hans styðjast við sögulega atburði, þar á meðal “ívar Hújárn”. Alþ.bl. STUÐLAMÁL III. Þó að Ægir ýfi brá, auki blæinn kalda, ei skal vægja, undan slá eða lægja falda. (örn Amarson) Verki fram skal hugsjón hrinda, hún til sigurs alla ber. Láttu aldrei lífsins vinda leiðir velja handa þér. (Guðm. I. Kristjánsson) Lífið geymir líka huggun, eins og þessi vísa eftir Jóhann- es Örn Jónsson sýnir: Sorgin bætist særðri önd, sem á tárum lifir, þegar mætir hendi hönd harmsins bárum yfir. Og svo sættir vonin um betri tilveru mennina við erfið lífs- kjör: Bera skalt þú höfuð hátt, heims þó lánið þverri, því í vændum eflaust átt ekki líðan verri. Og nú er kveðjan — orð af insta grunni, að ennþá verði framtíð björt og heið: og alt sem fylgir fögru tímans unni, það fögnuð ykkur veiti á hinstu leið. Jón Kernested. SÓLSKINSBROSIÐ ÞITT. (Eftir Leonard Cooke) Þýðingin tileinkuð Gróu og Sveini Pálmason, 14. nóv. 1932. Þín ásýnd ljómar, ljúft þú brosir mér; hvað líf mitt væri kalt, í burt frá þér! Mín sáluhjálp er sólskinsbrosið þitt, í sælu þeirri nærist lífsþrek mitt. Þitt ástarijós eg öllum fremur kýs, því enginn þekti sælli paradís; á jörð né himni jeg veit enga sýn, er jafnast megi við sólskinsaugun þín. Þó dökkir skuggar sveipi land og sjá, og sólin öðmm dyljist himnum á, mér alt er bjart, því bezta lífs míns gjöf er brosið þitt — og lýsir fram að gröf. Þitt ástarljós eg öllu fremur kýs, því enginn þekti sælli paradís; á jörð né himni veit jeg enga sýn, er jafnist á við sólskinsaugun þín. Sig. Júl. Jóhannesson. Enn líða sex ár. Við sjáum dreng hjúfra sig að brjósti hvítrar móður.. Það er íslenzk kona — hin fyrsta kona af hvítum kynstofni, sem breiðir móðurást og umhyggju yfir hið unga líf, í því landi, sem í dag er bygt einni voldugustu þjóð heimsins — Ameríku. Um leið og eg get þessara at- burða, get eg ekki varist þeirri hugsun, að það landflæmi, sem vér köllum Vesturálfu heims, sé sæmilega vígt af íslendingum. Sumir hafa þá trú, að ís- lendingar hafi sérstakt hlut- verk að vinna í þesssu landi. — Þá gátu eftirlæt eg ykkur að ráða. Deildin “Frón’’ er grein af stofni Þjóðræknisfélagsins. En svo er það félag nefnt, sem stofnað var á grundvelli þeirrar hugsjónar, að varðveita íslenzk þjóðernisleg verðmæti hér vestra. Á því veltur mjög um framtíð félagsins, hvernig hin- ar ýmsu deildir þess rækja störf sín. Eg dreg ekki í efa, að deildin Frón muni í liðinni tíð hafa rækt félagsskyldurnar vel, eftir því sem aðstæður leyfðu. En betur má ef duga skal. — Deildin verður að leggja kapp á það að laða hugi æskufólks- ins til viðurkenningar á því, að íslenzk tunga og íslenzkar bókmentir feli í sér þá fjár- sjóðu, sem vert sé að sækjast eftir. Þið verðið að láta ykkur skiljast, að sú fyrirhöfn borg- ar sig, því án stuðnings æsk- unnar getur félagið ekki átt langa framtíð. Um leið og eg geri ráð fyrir að íslenzku kenslan haldi á- fram undir umsjón þessarar deildar, væri ekki úr vegi að hugleiða hvort ekki væri unt að færa út starfsemi hennar. Séra Ragnar E. Kvaran benti á það í ræðu nýlega .hvernig þýzkur æskulýður, s'em býr við neyð- arkjör, hefir tekið höndum sam- an til eflingar listum og and- legri þroskun sín á meðal. — Og að slíkt athafnalíf œskunn-* ar á tímum þrenginganna, sé glöggur mælikvarði fyrir því, hve menning þjóðarinnar eigi djúpar rætur. — Við búum við erfiða aðstöðu á margan hátt sem stendur; ekki síður félög en einstaklingar. En það er ekki næg afsökun. í Winnipeg er stór hópur íslenzkra ungmenna, sem eg geri ráð fyrir að tæki ýmiskonar fræðslu fegins hendi, svo sem í íslenzku, íslenzkum bókmentum, söng og hljóðfæra- slætti, líkamsþjálfan o. s. frv. íslendingar eiga stór og vönd- uð samkomuhús hér í borginni, og þeir eiga margvíslegum og góðum kenslukröftum yfir að ráða. En hvað er það þá, sem þeir ekki eiga? Skortir þá vilj- ann til samvinnu? Eg held að það sé ómaksins vert fyrir deild ina Frón að stofna til nýrrar leitar eftir ónumdu landi. — Og finnist það land í sál okkar eig- in æsku, efa eg ekki, að fyrir- höfnin fáist endurgoldin í fram- tíðinni. — Bók var prentuð á íslandi fyrir nokkrum árum, sem heit- ir “Vormenn íslands”. Ef eg mætti fara með bænar- gerð fyrir' fjöldann, vildi eg biðja um það, að í þeirri bók, sem af einhverjum verður skrif uð, einhverntíma í framtíðinni, með nafninu “Vormenn Can- ada”, — fyndust mörg íslenzk nöfn. Ásgeir I. Blöndahl. Walter Scott. Af tilefni þess, að í ár er öld liðin frá andlátsári skozka skáldsins og rithöfundarins Sir Walter Scotts, hafa minningar- hátíðir verið haldnar víða á Bretlandi og á meginlandinu. Hafa bókmentafélög aðallega haft forgöngu um þær. Þegar Walter Scott lézt, var hann fræg astur rithöfundur sinna sam- tíðarmanna, og þótt nútíma rithöfundar séu í meiri metum meðal yngri kynslóðarinnar Brelandi, þá er hitt jafnvíst, að mikill hluti þroskaðra lesenda Margeir Jónsson hefir safnað og búið bókina til prentunar. —- Útgefandinn er bókaverzlun Þorsteins M. Jónssonar á Ak- ureyri, 1932. í þessu þriðja bindi Stuðlamála, eru vísur eftir 22 alþýðuskáld, ásamt viðauka. — Vísurnar eru upp og ofan eins og gengur, en yfirleitt er verk safnanda og útgefanda þessa alþýðuskáldskapar lofsvert og veitir vafalaust ljóðelsku fólki marga ánægjustund. Því fjöldi vísna eru í öllum þrem bind- unum, sem eru prýðilega kveðn- ar og sumar hreinar perlur. — Yrkisefnin eru margvísleg. Mest ber á vísum um árstíðir, veðr- áttu, náttúruna og svo ekki að gleyma hestavísunum. Inn í þessar ytri lýsingar blandast svo ýmislegt um æfikjör og harma skáldsins. Þannig verð- ur vorið Sveinbirni Björnssyni tilefni til dapurlegrar sjálfslýs- ingar: Leysir mjallalín af brún, Ijómar allur særinn. Yfir hjalla, engi, tún andar fjallablærinn. .* Þó að skarti hús og hlað heiðisbjartar nætur, verður margt, sem amar að, af því hjartað grætur. Stundum er það söknuður- inn við ástvinamissi, sem hrýzt fram í hendingum, eins og í þessari vísu eftir Ásvald Magn- ússon: Reynslukyljur rjúfa grið; raskast vilja hugarsvið. Sorgarbyljir svifta frið. Sárt er að skilja kæra við. En svo vill skáldið ef til vill ekki láta uppi, hvað amar að. Þannig kveður Halla Eyjólfs- dóttir: Þótt eg sýnist sæl og hýr, sízt um tárin losi, enginn veit, hvað innra býr undir mínu brosi. Oftast er það ástin, sem eitt- hvað hefir brent. Því segir Guð- mundur Gunnarsson: Leggi menn á munaðshaf, minkar senn í vösum. Margur kennir óhægð af ástar brennigrösum. En svo er ógæfan líka hreint sjálfskaparvíti, og skáldið hefir það til að segja sjálfu sér ó- spart til syndanna: Anda napurt oft eg finn, — auðnu tapast vegur, asnaskapur allur minn er svo hrapallegur. (Þorsteinn Magnússon) Og ekki tjáir annað en að herða upp hugann, þó á móti blási: (Þórður Einarsson) Sýnist víða sælurýrð; sorgin flesta mæðir. — Lengst í fjarskans ljósadýrð ljóma sigurhæðir. (Elín Jónsdóttir.) Svipaða sögu hefir Gísli Helgason að segja í vísunni um veröldina: Veröld rýran veitir yl, volkar dýran anda; af því flýr hann einatt til æfintýralanda. Æfintýralöndin og Ijósadýrð fjarskans er líka hvorugt svo fjarri, eins og virðist, því: TWPHr'Wv -I** .H Borðin hýður báruflaumur, byrinn stríður greiðir för. Áfram líður æfistraumur, ekki bíður tímans knör. (Steinn K. Steindórsson) Og að leiðarlokum gleymist hið liðna fyrir fegurð nýrrar jarðar: Yfir sjónum geislar gá, gimi bláinn kynda: Sólarbráin signir á silfurgljáa tinda. (Steinn Sigurðsson) Sigurjón Friðjónsson ann því flestum fremur að kveða um riáttúruna og fegurð hennar. Og hann leitar uppi fegurstu orð tungunnar og kliðmýkstu bragarhættina: Logasíjur leiftra á ný ljósi' um slý og gjögur. Eldi vígir aftan ský eygló hlý og fögur. Sól í fangi víðavang vermir langar stundir: lög og tanga, lón og drang leggur vanga undir. Páll á Hjálmstöðum beitir rímleikni sinni aftur á móti aldrei betur en þegar hann yrk- ir um gæðingana. Þessar vísur fær Gráni: Hálsi lyfti listavel, löppum klipti vanginn; taumum svifti, tugði mél, tölti’ og skifti’ um ganginn. Margir njóta inni-yls, unaðs-bót þar finna. Nístur róti norðan byls naut eg fóta þinna. Stundum deila alþýðuskáld- in óvægið á samtíðina, eins og þessi vísa eftir Jósep Húnfjörð ber með sér: Heimskan krýnir hauðrið þvera, hér er fínast: ekkert gera, fleka, pína, falsa, þéra, fremur sýnast en að vera. Eimreiðin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.