Heimskringla - 04.01.1933, Síða 4
4. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 4. JAN. 1933.
®«intskrín0la
(Stofnuð 188S/
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537_____
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyriríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
RáOsmaður TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstj&ri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG 4. JAN. 1933.
BREYTING Á STJÓRNSKIPULAGI.
Það er um fátt meira talað á þessum
6Íðuistu tímum, en nauðsynina á breyt-
ingu á núverandi stjórnskipulagi í heim-
inum, enda gefa yfirstandandi tímar fylli-
lega efni til þess.
En þegar til þess kemur, að gera á-
kvéðna grein fyrir, í hverju sú breyting
skuli fólgin, vandast heldur málið.
Það er ofur eðlilegt. Sannleikurinn er
isá, að mönnum er ekki einungis óljóst um
hvert stefna skuli, heldur er þeim jafn-
framt dulið, hvernig það fyrirkomulag er,
sem breyta þarf.
Það getur ekki einn af þúsundi, sem að
því er spurður, sagt á hvaða lögmáli nú-
verandi þjóðskipulag hvílir.
Þú heyrir menn í hópum saman á göt-
um úti vera að skeggræða um breyting-
ar á þjóðskipulagi, eða breyta þurfi um
stjórn o. s. frv. En þegar spurt er um,
hverju eigi að breyta og hvernig, er vana-
lega steinhljóð.
Lögmál það er núverandi fyrirkomulag
byggist á, og um leið öll menning heims-
ins, er óhætt að segja, er verðlag fram-
leiðslunnar. Eftirspurn framleiðslunnar
skapar verðlagið, og eftir verðinu var svo
framleiðslunni hagað. En til þess að verð-
lagið ,sem grundvöllur, gæti bæði komið
því til leiðar, að ofvöxtur hlypi ekki í
framleiðsluna í neinum greinum, varð
verzlunin auðvitað að vera frjáls og ó-
hindruð um allan heim. Með þessu fyrir-
komulagi, að verðið fengi óhindrað að
ráða, þótti sýnilegt, að aldrei yrði meira
framleitt, en ástæða var til, eða eftir-
spurn eða sala var fyrir. Þetta átti að
halda jafnvæginu. Og það hefði eflaust
gert það, ef ekki hefði svo oft, bæði með
ýmsum stjómarráðstöfunum, svo sem
tollum, eða öðrum félagslegum samtök-
um, sýo sem með hækkun vinnugjalds,
verið brotið í bága við þessi lögmál. Enn
fremur koma lánveitingar bankanna til
framleiðslu ýmiskonar, oft herfilega í
bága við þetta lögmál og valda truflun á
sannverði framleiðslu, því athafnir þær,
sem af því spretata, eru oft án nokkurs
tillits gerðar, hvað þörfina í heild sinni
fyrir þjóðfélagið snertir. Sést þetta mjög
greinilega þegar bæir eru að byggjast
upp, því ofvöxturinn, sem í þá starfsemi
hleypur með köflum, hefir oft dregið ill-
an dilk á eftir sér.
Með þessum grundvelli, verðlagi hlut-
anna, mælir margt. Hann er eðlilegur og
virðist í raun og veru hafa skapast af
sjálfu sér, eftir ástæðum og ástandi. Hann
leggur og engin höft á einstaklingsfrels-
ið, eða ekkert svipað því og þó að í
staðinn fyrir hann væri nú einhver grund-
völlur lagður af stjórnum, er með ótak-
mörkuðu einræði hefði hendur í hári
stefna þeirra, er þjóðfélagið tæki upp,
eins og t. d. í stjórnarfarslegum skilningi
er gert á ítalíu og í Rússlandi. Þá ber
einnig á það að líta, að nútíðar menning-
in, hversu ábótavant sem henni kann að
vera, er sprottin upp í skjóli hans, og
með henni hafa mennirnir komist yfir
ósegjanlega margt dýrmætt. Á móti því
dettur engum heilvita manni í hug að
bera.
En eins og á margt má benda, er með
þesSum gamla grundvelli mælir, svo má
og á ýmislegt misjafnt benda í fari hans.
Ef t. d. aldrei hefði verið brotið gegn
þessu lögmáli, að verð hlutanna réði,
hlaut framleiðslan að takmarkast við
Það. Það hefði samkvæmt því ekki verið
framleitt nema til næsta máls. Menn
hefðu látið hverjum degi nægja sinni
þjáningu. En þá hefði og heldur ekki
þurft mikið út af að bera, til þess að
framleiðsluskortur og hallæri bæri að
höndum. Menn segja nú að vísu, að
hungur sé ekkert þrautaminna, þó allar
kornhlöður séu fullar. En á þessu er þó
mikill munur, sá munur, að hallæris-
dauða hefir með því verið útrýmt úr
heiminum. Það hefir á unnist, með því
að brjóta þetta lögmál verðlagsins, og
að auka framleiðsluna.
Hagfræðingar heimsins héldu sér þó
framan af mjög bundnum við verðlags-
grundvöllinn. Og þeir meira að segja
gera það að mestu leyti enn. En það má
þó ef til vill skoðast frekar af því, að eng-
inn annar grundvöli'ur hefir verið fund-
inn ,og hagfræðiskenslan má í raun og
veru heita hvíla á honum, þó auðvitað
sé um leið tillit tekið til allra eða flestra
þeirra lögmála, er síðar hafa komið til
sögunnar í framleiðslu og viðskiftum.
Með þessum verðlagsgrundvelli og
frjálsri verzlun hefði verð framleiðslunn-
ar haldist lægra, svo lágt, að það hefði
takmarkað hana, nema þar sem hún
var auðveldust og ódýrust. í löndum þeim
isem framleiðslan hefði orðið erfiðari sök-
um veðurfars ög lítilla landkosta, hefði
samkepnin orðið henni að fótakefli. Má
t. d. taka dæmi, sem Canadamönnum er
kunnugt um af reynslunni. í Ástralíu er
svo miklu fyrirhafnarminna en hér að
rækta kvikfénað, að ekki er saman ber-
andi. Þar eru kýr ekki á gjöf nema einn
til tvo mánuði á ári, og sauðfé má heita
ganga sjálfala. Með viðskiftasamningum
Kingstjórnarinnar sálugu, kom það í ljós,
að Canada gat ekki kept við Ástralíu á
smjörmarkaði þessa lands, að ekki sé tal-
að um heimsmarkaðinn, né heldur um
sauðakjötsframleiðsluna. Og smjörgerð
og sauðfjárrækt, isem hér var komin á
talsverðan rekspöl, var steindrepin um
leið og Eyjaálfan fékk greiðan aðgang
að hérlendum markaði, vegna þess að
hún gat vegna landskosta og veðurfars
framleitt þessa vöru svo miklu ódýrar,
að ekki var við það hægt að keppa hér.
ög svona færi með hverja aðra fram-
leiðslu, sem um væri að ræða, hvar sem
væri. Samkvæmt verðlagsgrundvellinum
og frjálsri verzlun, yrði eiginlega að
skifta öllum heimimim í framleiðsludeild-
ir, þannig, að hver tegundin væri aðeins
þar framleidd, sem fyrirhafnarminst væri.
Og mundu menn þá, fremur en nú,
sitja hjá og lofa þeim, sem nú byggja
þessi héruð, að sitja að framleiðslu heims-
ins? Það verður auðvitað barist um þau,
alveg eins og gert hefir verið um aðra
bletti jarðarinnar, er um einhverja ábata-
von hefir verið að ræða. Stríð hafa flest
byrjað út af taumlausri frjálsri verzlun
eða ráni á slíku, þegar fleiri en einn eða
nógu margir hafa verið orðnir um bitann.
Einstöku hagfræðingar hafa látið á sér
heyra, að yfirstandandi kreppa væri hegn
ing á þjóðimar fyrir að hafa brotið gegn
þessu verðlagslögmáli framleiðslunnar,
með löggöf sinni í ýmsum greinum, því
alt slíkt hefni sín. í þessu getur nokkuð
satt verið. En hvers vegna hefir verið
brotið gegn þessu lögmáli? Það hefir
vissulega oft verið gert til þess að full-
nægja einhverjum kröfum, sem hinn “eini
sanni’’ grundvöilur gerði ekki: Það hefir
getað verið brýn þörf á því í einu þjóðfé-
lagi, þó þess hafi ekki gerst þörf í öðru.
Afnám Ástralíusamninganna, sem minst
var á, er glögt dæmi af þörfinni, sem
einni þjóð getur verið á að leggja toll
eða bann við innflutningi vissrar vöru.
En auðvitað er það ákerðing á frjálsri
verzlun og verðlagslögmálinu.
Á verkamannasamtök til að hækka
vinnulaun, minnast hagfræðingar einnig
sem truflun á sönnu verðmæti, telja það
hækka verð vörunnar um skör fram eða
óeðlilega. Enda þótt vinnulaun séu nú
ekki talin nema meim en 34 prósent við
húsabyggingar t. d. (sem miklu meiri
bein vinnugjöld er borgað fyrir en aðra
vinnu), og fari svo minkandi úr því, og
alt niður í átta prósent (við stóriðnað í
verksmiðjum), þá getur nú samt ein-
hverja verðhækkun leitt af “skrúfum’’
verkamanna, eins hagfræðingamir isegja.
En nú virðist reynslan alstaðar vera sú,
að hækkandi kaupgjald bæti hag almenn-
ings. Þar sem vinnulaun em há,' hefir
mönnum einhvern veginn tekist að láta
fara betur um sig. Þeir hafa notið lífs-
ins í fullkomnara skilningi. Og þegar
til alls kemur, er það nokkurs virði.
Á Indlandi og í Kína hefir lögmál verð-
lagsins eflaust miklu sjaldnar verið brot-
ið með kröfum um vinnulaunahækkun, en
hjá vestlægu þjóðunum. En lítið virðist
það hafa lyft þessum þjóðum menning-
arlega. Og ef vestlægu þjóðirnar hefðu
aldrei brotið gegn því meira en þær, er
vafasamt, að þær væru þangað komnar
nú, sem þær em í menningu.
Einstöku menn eru í miklum vafa um
það, að há vinnulaun og hátt verð vöm
borgi sig. Og að betur færi jafnvel, að
vöruverð væri sem lægst. En eins og á
hefir verið bent, virðist mat vinnunnar
í raun réttri vera mat á manngildinu. Og
það er spursmál, hvort að það er ekki sú
viðurkenning, sem felst í háu kaupgjaldi,
sem ástæða er til þess, að framfarír og
þroski vissra þjóða er svo miklu meiri en
annara þjóða. Hátt mat vinnunnar gæti
í vomm augum eins vel verið orsök fram-
faranna hjá mannkyninu, eins og nokk-
uð annað. Eitt er að minsta kosti öllum
ljóst úr daglega lífinu. Hvenær sem vinnu-
laun verkamannsins eru hækkuð, hefir
það ótrúlega örvandi áhrif á hann til að
leggja krafta sína fram. Og við þá æf-
ingu kraftanna eykst manngildi hans og
þroski. En það er þetta mat vinnunnar,
sem skort hefir hjá þeim þjóðum, sem
framfarimar hafa orðið minstar hjá, frá
þjóðfélagslegu sjónarmiði skoðað.
Það sem hagfræðingar því oft líta á
sem truflun á gmndvallarstefnu þjóðfé-
lagsins, er í raun og vem aðeins endur-
j bót á því. Það að lögmálið um verðlag
og frjálsa verzlun, er ekki ávalt og al-
staðar jafn farsælt, stafar af því, að það
stendur ekki alstaðar eins á í heiminum.
. Algild regla er óhugsanleg, nema að
svo miklu leyti, sem ástæður em hinar
sömu. Það eiga önnur lyf við sári á
í fingri, en við magaverk.
Of mikil framleiðsla er og eltt, sem
nútíðar menningunni er fundið til for-
áttú. En í sjálfu sér er hún aðeins vottur
um sigur mannsins á framfarabraut
sinni, einn hans mesti sigur. Þann hamar-
arinn hefir maðurinn klofið með upp-
götvunum vinnuvéla. Þó svo illa hafi
tekist til að þær vélar hafi verið eign
einstakra manna, er það ekki ástæða til
að harma, að menn hafa numið notkun
þeirra. En hitt, að þær svifta menn at-
| vinnu, er annað mál. Og við því er til
| lækning, sem öllum er auðsæ. Ef t. d.
ein vél vinnur verk 100 manna, og svift-
ir þá atvinnu, flýtur af sjálfu; sér að þess-
ir 100 menn ættu að eiga vélamar. Þær
voru enda til þess upp fundnar, að létta
undir vinnu þeirra, og verða þeim til bless
unar, í stað þess að svifta þá öllum bjarg-
ráðum.
En vélarnar og vélaiðnaðurinn hefir
ekki orðið til fyrír frjálsa verzlun eða
verðlagslögmálið. Þær hafa orðið til þrátt
fyrir það. Og svo er um margar veiga-
mestu framfarir nútíðarmenningarinnar.
| Þótt grundvöllur hennar megi ennþá heita
j hinn sami, að nokkru leyti, hafa svo
mörg mikils verð atriði komið til sög-
' unnar við þróun menningarinnar, að þau
j atriði mega eigi síður skoðast aðal grund-
j völlur hennar. Eða væri nokkurt vit í
j því, að fleygja frá sér notkun véla t. d.,
eins og margir leggja til að gert sé, í
stað þess að breyta svo til, að þær komi
öllu mannkyninu að notum?
Og hið sama er að segja um menning-
| una í heild sinni. Það væri meira unnið
með því að breyta henni, þar sem hún
þarf breytinga við, og efla hana enn í
það óendanlega, en að rífa hana niður, að
minsta kosti meðan ekki er neinn grtind-
völlur sjáanlega lagður, til þess að byggja
nýtt fyrirkomulag á.
Nútíðar menningarfyrirkomulag hefst,
eins og á hefir verið bent, á lögmáli verð-
lags, er frjáls verzlun á að halda í réttu j
horfi. En við reynsluna og aukna þekk- I
ingu og framför, hefir víða orðið að
j víkja út frá því lögirtáli. Sjái menn eitt-
j hvert fullkomnara lögmál til að byggja á
nýja menningu, væri ekki nema sjálfsagt '
að taka það upp. En fram hjá reynslu |
og þekkingu liðinna alda verður samt sem
áður naumast hægt að ganga.
Það er heldur hreint ekki víst, að breyt- l
ingarnar á nútíðar fyrirkomulagi, þyrftu '
að vera margar, til þess að menningin \
nyti sín í víðtækara skilningi ,og yrði !
j til meiri almennra heilla en hún er nú í j
j ýmsum greinum. Breytingar á peninga- |
niál'um og framleiðslumálum, væri að öll- (
í um líkindum það eina, sem með þyrfti.
Þótt hér hafi fljótt yfir sögu verið j
farið, og(ekki numið nægilega staðar við
j ýms atriði, er nauðsynlegt hefði þó ver-
I ið, skal samt að svo komnu ekki lengja
! þetta mál. Hins getum vér þó ekki látið
óminst, að áðnr en botninn er sleginn í
grein þessa, hve broslegt það er, að heyra
liberalar tala um stefnu sína,
sem framfara stefnu, þar sem
hún í raun og veru byggir á
fyrsta og langelsta stefnu-atrið-
inu í fyrirkomulagi því, sem við
eignm nú við að búa. Aðal-
málgagn þess flokks hér í Vest-
ur Canada að minsta kosti, blað
ið Winnipeg Free Press, og öll
önnur blöð sama útgáfu félags í
vestur landinu, hafa síðast liðin
tvö ár lítið á stjórnmál minst
að öðru leyti en því, er frjálsa
í verzlun áhrærir. Það má því
skoðast aðal-atriðið í stefnu-
skrá þeirra og flokks þeirra.
Það hefir verið slag orðið. Á
hitit hafa þa'u aldrei litið, að
framleiðsla í Canada, er líkleg-
ast eins kostnaðarsöm og ef til
vill í nokkru öðru landi, bæði
vegna legu landsins og veður-
fars og langra innanlandsflutn-
inga. Þetta gerir því ókleift að
keppa við önnur lönd á heims-
markaðinum og meira segja, á
heimamarkaðinum. En hvemig
færi um hag þess, ef heima-
markaðurinn yrði af því tekinn
og fyltur með annara þjóða
vöru, sem landið stæði í skuld
fyrir og yrði að greiða fyrir í
gulli eða lýsa sig gjaldþrota.
Það er sem sé kórvilla að segja,
að önnur lönd mundu að ó-
þörfu kaupa dýrari vöru af Can-
ada fyrir það, að geta selt því
sína vöru. Það er pólitízk blekk
ing ein. Utanlandsskuldir sínar
verða þjóðimar að greiða í gulli,
ef lánardrottinn þeirra hefir
ekki þörf fyrir framleiðslu þá
er þær hafa. á boðstólum. Liber-
alar sem telja sig eina stjóm-
málaflokkinn, sem með tímun-
um fylgist, trúir í raun og veru
á aldagömul, eða allra elztu
undiystöðu atriði menningar
vorrar og hanga á þeim eins og
hundur á roði, þó fáum líklegast
dyljjst, að tímamir hafa þó ofur
lítið breyzt frá því sem þeir voru
fyrir öldum síðan. Sé nokkur
stefna þröskuldur á vegi fram-
faranna og menningarinnar, er
það stefna liberalflokka þjóð-
anna sem svo nefna sig.
Álíka broslegt ástand má það
kalla er vart verður í fari sumra
landa vorra hér, er sífelt era að
hrópa um breytingar á þjóð-
skipulagi, en sem ekkert vita
eða skilja í því, hvorki að því er
snertir hið nýja ríki, sem þeir
eru að boða, né það, sem þeir
j hafa átt við að búa. Það væri
j efni fyrir leikrita höfund að
! gera sér mat úr, götu þjóðmála-
j skörungarnir sumir íslenzkir.
GULLBRÚÐKAUP.
Frh. frá 1. bls.
Mrs. Dóróthea Pétursson
Mr. og Mrs. S. S. Anderson
Mr. og Mrs. B. G. Thorvaldson
Mrs. Ingibjörg Sveinsson
Mr. og Mrs. Sveinn Thorvaldson
Próf. og Mrs. Þorb. Thorvaldson
Dr. og Mrs. G. J. Gíslason
Mr. og Mrs. Thorl. Thorfinnsson
Mr. og Mrs. H. B. Thorfinnsson
Mr. og Mrs. Arni Thorfinnsson
Mr. og Mrs. Pétur Thorfinnsson
Kristín Thorfinnsson
Mrs. Ingibjörg Bjamason
Mr. og Mrs. H. J. Líndal
Mr. og Mrs. Christian Goodman
Mr. og Mrs. T. H. Johnstone
Mrs. A. Jónatansson
Mrs. L. Burns
Miss J. Johnson
Mrs. Ingibjörg Goodmundson
Mr. og Mrs. John Hall
Mr. og Mrs. A. J. Johannson
Mr. og Mrs. Th. Borgford
Miss L. Thorvaldson
Mr. og Mrs. M. Magnússon
Mr. og Mrs. Ragnar E. Kvaran
Mrs. Guðrún Thorsteinsson
öm Thorsteinsson
Mr. og Mrs. Jakob Kristjánsson
Mr. og Mrs. Jón Asgeirsson
Mr. og Mrs. Kelly Johnson
Mrs. R. Jóhannsson
Helga Jóhannesson
Mrs. Margrét Sveinsson
Mrs. S. Pálmason
Doris Specht
Mrs. Fred Stephenson
Þau hjónin Jón og Margrét
eru bæði Norðlendingar að ætt.
Jón er fæddur í Keflavík í
Hegranesi 1862, þar sem for-
eldrar hans bjuggu, Markús
Árnason og Filipía Hannesdótt-
ir, prests Bjamasonar á Ríp. —
Margrét er fædd á Tjöm í Svarf
aðardal, og voru foreldrar henn-
ar Jóhann Jóhannesson frá Una
stöðum í Kolbeinsdal og Guð-
rún Hallsdóttir hreppstjóra á
t fullan aldarfjórðung hafa Dodd’9'
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðm
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla.
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd., Tor-
onto, Ont., og • senda andvirðið þang
að.
Reykjum, Jónssonar. Var Hallur
sonarsonur Jóns læknis Péturs-
sonar í Viðvík, og þau því
bræðraböm, Jóhannes Guð-
mundsson sýslumaður Snæfell-
inga og Guðrún.
Brúðkaup sitt héldu þau Jón
og Margrét í Garði í Hegranesi
30. des. 1882. Voru þau gefin
saman af séra Árna Þorsteins-
syni, er þá var prestur á Ríp,
en síðar á Kálfatjörn. Reistu
þau bú að Enni í Viðvikursveit,
og bjuggu þar þangað til þau
fluttu hingað vestur 1887 og
settust að hér í bæ.
Allan hinn langa tfma, sem
þau hafa búið hér í bæ, — 45
ár — hefir heimili þeirra ver-
ið hið mesta greiðaheimili. Þang
að hafa komið, bæði gestir og
gangandi og jafnan verið veitt-
ur beini. Það var ekki ótítt hér
fyr á árum, að sveitungar þeirra
er komu að heiman, eða ein-
hverjir er til þeirra þektu, sett-
ist að hjá þeim um lengri eða
skemri tíma, meðan þeir voru
að kynnast og finna sér veru-
stað. Hið sama gilti um þá, er
komu utan úr nýlendunum, að
þeir leituðu gistingar hjá Jóni
og Margréti. Þá voru og náms-
sveinar utan úr bygðunum ár-
um saman til húsa hjá þeim, og
það oft margir saman. Leituðu
þeir þeirra, fyrir þá hjálpsemi,
sem þeir urðu þar aðnjótandi,
og umlíðunar á fæðiskostnaði,
því fæstir höfðu fé til brýnustu
nauðsynja. Mátti svo að orði
kveða, að hús þeirra væri eins-
konar “stúdentagarður” þá um
lanaa, hríð. Var það ómældur
greiði og hjálp, sem þau unnu
hinni yngri kynslóð þeirra ára.
Þar var og jafnan samkomu-
daður yngra fólks, því glaðværð
og góðlyndi auðkendi jafnan
heimili þeirra.
Fyrir alla þessa góðfýsi og
greiðasemi hafa þau hjón eign-
ast fjölda vina, sem dreifðir eru
nú orðnir út um álfuna. Unna
beir þeim þess að þau njóta nú
hinnar rósömustu og áhyggju-
lausustu æfi, eftir langan erfið-
isdag. Bæði hafa þau jafnan ver
ið hinir mestu iðjumenn, og eiga
fyllilega þann vitnisburð skilið,
er felst í þessum orðum Sveins
kaupmanns Thorvaldsonar, í
samúðarskeyt.i hans til þeirra:
“Hinn auðnuríki og starfsami
æfiferill þeirra, er sönn fyrír-
mynd, öllum sem hafa átt því
láni að fagna að kynnast þeim.’’
Tvö böm hafa þau hjón eign-
ast, er bæði era upp komin og
búa hér í bæ: EntgHráð, gift Páli
S. Dalman, og búa þau með
þeim í húsi þeirra að 854 Ban-
ning St.; og Jóhann Philip, gift-
ur Ástu Helgadóttur.
Allir hinir mörgu vinir þeirra
óska þeim að æfikvöldið megi
verða þeim giftudrjúgt og gleði-
ríkt, og að þau eigi eftir saman
að líta marga “sól af einum
hóli”. R. P.
* * *
Til Jóns Markússonar og Mar-
grétar Jóhannsdóttur,
í gullbrúðkaupi þeirra 30. des.
1932.
Nú endurljóma æksuból
við óminn tímans hranna,