Heimskringla


Heimskringla - 04.01.1933, Qupperneq 7

Heimskringla - 04.01.1933, Qupperneq 7
WINNIPEG 4. JAN. 1933. HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. ENDURMINNINGAR Frh. frá 3. bls. “Eg er nú máske ekki nær- gætinn, en eg er heldur ekki búinn að klifra áttræðisaldur- inn, eins og þú, Ingibjörg mín, Og eg ætlaði engan efa að láta í ljós, en fræðast um það af þér, svo gamalli konu, hvað það væri nú kanske eitt fremur en annað, sem eftirlöngun þín þráði, og þú hlakkaðir til að höndla þegar yfir um kemur.” Hún hlakkaði mest til þess að að fá góða heilsu, og að finna litla drenginn sinn, sem hún hafði mist fyrir fjöldamörgum árum. Hún vissi að hann var orðinn stór og að hann mundi leiða sig og sýna sér margt fallegt, og uppfræða sig og leið- heina á allar lundir, og að þau þyrftu aldrei framar að skiija. Þá spurði eg hana ,hvort hún hlakkaði ekki til að siá mann- Inn sinn, sem var látinn fyrir mörgum árum. En hún þagði nokkra stund, þangað til hún ■sagði, að hann hefði oft verið ónærgætinn við sig. Þessi kona hafði aldrei verið mjög opinská eða málóð. En nú vildi hún fara að segja mér ýms atriði úr lífi sín>i, það sem henni var sér- staklega minnisstætt, fyrir sárs- aukann, sem því hafði verið- samfara. Eg varð fljótt var við, að hún var ekki eins þungt haldin, eins og mér hafði virzt í fyrstu. Niðurbældur grátur og erfið umhugsunarefni höfðu valdið því, að henni leið svo illa. Eg hlustaði því á hana með hluttekning og eftirtekt, lengi vel, og skýrði og studdi málstað hennar af og til, eins og mér hugkvæmdist að bezt ætti við: þangað til eg spurði hana hvort hún mintist ekki nokkurra sæluríkra augnablika í lífi sínu. Jú, það var til. Hún mundi eftir gleðjandi umhugs- unarefnum frá æskutíð sinni. Og þegar hún fór að segja mér frá því, þá fann eg að það var alt bundið við gestakomur og hátíðir á heimili hennar, og að þá hafði hún fengið meira og betra að borða. Hún kannaðist við að hafa oft verið svöng, en hi'rn var ánægð með það, því hún var sannfærð um að ann- að hefði ekki verið hægt. Þá mundi hún eftir sæluríkum stundum úr tilhugalífi sínu, og einni ógleymanlegri stund í mjög góðu veðri, snemma að morgni dags og að vorlagi úti á sjó með manni sínum. Þau voru þá að mestu leyti bjargar- laus, og hann vildi gera tilraun til að ná í fisk, en enginn afli var talinn að vera kominn inn á grunnmiðin. Hún vildi skreppa á sjóinn með honum, en hann tók því illa í fyrstu. En hún þóttist vita, að ef hún væri með þá fengju þau fisk. Og það varð úr að hún fékk að fara með honum. Þau fengu talsvert af fiski, og má nærri geta, hve huggunarrík áhrif það hefir haft á eðlis^stséður móðurinn- ar með tvær hendur tómar heimafyrir. En það minnisstæð- asta var þó, að maðurinn lét þá tilfinningu sína í Ijós, að afl- inn væri henni að þakka, hún hefði fengið fyrsta fiskinn, og altaf dregið þá fleiri og fallegri en hann. Eg ályktaði á þessa leið: Konan er af náttúrunnar hendi viðkvæmari og tilfinn- ingaríkari en maðurinn, þar fyrir utan hefir hún sem sjaldn- ast kost á að vera úti, á eðlileg- an hátt hlotið að vera hrifnari af vormorgunsfegurðunni og blíðunni en maðurinn: og enn- fremur hefir hún verið miklu bljúgari fyrir bráðu þörfinni á heimiiinu. Af þessum yfirburð- um 'varð hún vör við fyrsta hnotið á sjávarbotninum, en það kalla fiskimenn að hnjóta við, þegar fiskur rennur meðfram önglinum svo merkt verður, en festist ejkki á. Þá hefir og fyrsta hnotið vakið svo tilfinningu og! eftirtekt konunnar, að öngull- inn hlaut að hlýða hugsun henn 1 ar og vilja, svo að ekkert gat j nálægt honum komið nema að festa sig á honum. Undir þess- um og þvílíkum kringumstæð- um er líka hver taug í mann- inum samkvæm lífseðlislögmál- inu; með öðrum orðum, lýtur guðs vilja. En þá er almættið að svara þögulustu bæninni — stunum brjóstsins, — jafnvel þó hlutaðeigendur veiti því ekki eftirtekt. Þá sagði hún mér frá gleðj- andi umhugsunarefnum, þegar prestarnir heimsóttu hana, og skírðu börnin hennar eða hús- vitjuðu. Eg fann að það hafði jöfnum höndum bygt hana upp, skilningur og samúð þeirra, og það, að hún liélt að þeir hefðu fengið góðan greiða hjá sér, fundist til um myndarskap sinn. Á viðurkenningunni þurfa allir menn að halda, og bíða vakandi eftir henni, og finna hana stundum á ólíklegustu stöðum. Maðurinn, sem nýtur frá kon- unnar hendi daglega, sér kanske aldrei ástæðu til að viðurkenna hana, sökum afreksverka henn- ar, en hluttekningarríkur og góður prestur, skilur konuna og viðurkennir hana í þegjandi handtaki, sem fullvissar hana um að hún sé að leysa skyldu sína vel af hendi, og því gleym- ir hún aldrei. Þá fór hún að segja mér af verkahring sínum, en hann hafði verið hvíldarlaust strit frá því snemma á morgnana, þang- að til komið var lengst fram á nótt, alt árið í kring og ár eftir ár, alla miðju æfinnar. Og oft hafði hún nótt eftir nótt orðið að vera meira og minna á fót- um, að sætta svöng og köld börnin sín eða sinna þeim veik- um. Alt hafði þó þetta haft of- urlitlar upprofsstundir í för með sér, eins og frosnir veggirnir verða vingjarnlegir þegar sólinj skín, þó þeir beri ekkert líf með sér. En eitt var þó það, sem óðar skygði á alla gleði- geisla, og það var kvíðinn og áhyggjurnar fyrir því, sem fram undan var. Reynslan hafði á mörgum árum sannað það, að hið bjarta og blíða var hverfulla öllu öðru, svo kvíðinn sat altj af í föstum fötlum á herðunum J og hjartanu var hann orðinn! meðeiginlegur, og leiddi stöðugt með sér vantraustið, svo bar- í áttan hlaut að verða hvíldar-1 laus. Maðurinn hafði aldrei verið j vondur við hana, eftir því sem það -er alment kallað, fá- skiftinn, rólegur og orðvar, — siálfsagt kallaður góðmenni. Hann bara lét það stundum í ljós með fáum og meinlausum orðum, þegar hún kom of seint á engjarnar, eða ef bitinn hans var ekki kominn á borðið þeg- ar honum þótti við eiga, eða ef ekki var búið að bæta skóna — að hann skildi ekki hvað hún væri alt af að gera; hann skildi ekki þetta annríki inni í bæn- um, hann væri þó ekki svo stór. Og hann skildi það stundum ekki, því hún léti börnin skæla, eða hvort hún hefði gaman af því. Hann sá ekki ástæðu til þess að börnunum þyrfti að vera kalt, það mætti þá klæða þau meira eða breiða meira of- an á þau. Og ekki skildi hann, að þau væru svöng, ekki væri hann að kvarta, og gerði þó of- urlítið meira en börnin, og ein- hvern veginn hirfi þó það, sem lagt væri til heimilisins. Svo hélt hann nú líka, að það mundi ekki neinni vellíðan valda, þó skroppið væri til nágrannanna, ef henni fanst hún hafa gaman af að létta sér eitthvað upp. Þó hann kæmi daglega á næstu bæi í kindavafstri og nyti góð- gerða og nýrra tíðinda. Hann hafði þó ekki verið að leika sér, átti brýnt erindi, og skildi ekki að þáð hefði nein holl áhrif í för með sér, aðeins skiljanlega erfiðismuni, og væri sér ekki vorkent. Hann væri til með að hafa skifti og þurfa ekki að fara út fyrir húsdyr. Frh. N a fi ÍS PJ iöl Id 1 NÝ AÐFERÐ. við geymslu á kyldu kjöti og fiski. Fyrir nokkrum árum las eg í ensku læknablaði, að enska heil1 brigðisstjórnin hefði skipað | nefnd af vísindamönnum, til j þess að rannsaka misfellur á kjötflutningi frá Nýja Sjálandi og ráða bót á þeim. Síðar sá eg þess getið, að nefndin hafði ýmsar uppgötvanir gert, bætt var frá því sagt, hver helst ráð hennar reynst ágætlega. Ekki var frá því sagt, hver hetzl ráð hún hefði fundið við frystingu eða flutning kjötsins. Próf. Niels Dungal sagði mér fyrir • ekki all-löngu, að starf nefndarinnar hefði leitt til þess að Englendingar starfræktu heila vísindastofnun í Cam- bridge til þess að rannsaka þetta mál betur, kælingu, frystingu og flutning matvæla, og hefði hún þegar ýms verk unnið, meðal annars viðvíkjandi flutningi á ávöxtum. — Mér flaug í hug, að ilt væri fyrir oss að fylgj- ast ekki með í þessu, hafa enga áreiðanlega vísindamenn, sem gæfu si gað slíkum nauðsynja- málum. Nú las eg þetta í amerísku læknablaði; “Tilraunin, sem rannsóknar- stofa ensku stjórnarinnar í Cambridge á kælingu og fryst- ingu, og fiskirannsóknastöðin í Aberdeen hafa gert, gefa góð- ar vonir um, að ný öld sé að renna upp, hvað geymslu og flutning matvæla snertir. Kol- sýra hefir verið mikið notuð til þess að frysta rjómaís og að halda fiski og öðrum matvælum óskemdum. Nú hefir það komið í ljós, að kolsýruna má nota til annars og meira, til kælingar og frystingar. Það er sannað, að fiski má halda glænýjum í langan tíma, ef hann er bœði hæfilega kældur og geymdur í kolsýrulofti. Einnig kjöt geym- ist sem glænýtt væri með þess- ari aðferð, ef tekið er strax ný- slátrað, og er laust við alla þá galla, sem frystingu fylgja. Það ætti að vera í lófa lagið með þessari aðferð, að flytja kjöt al- gerlega óskemt frá Ástralíu og Argentínu, en þýðingarmest er þó þetta fyrir flutning á fiski. Togari útbúinn með kolsýru- kælingu, ætti að geta flutt glæ- nýjan fisk frá fjarlægustu mið- um og jafnvel úr hitabeltinu, en þar hefir ekki verið fiskað fyr, vegna þess, hve erfitt hefir ver- ið að halda fiskinum óskemd- um, — en þar er fult af fiski.” Ekki er ólíklegt, að þetta mætti oss að gagni koma, en þá engu síður keppinautum vor- um. Gætum vér ekki orðið á undan þeim að kynna oss þessa nýung og hagnýta hana, ef hún reynist á góðum rökum bygð? G. H. —Mbl. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd nidK Skrifstof usíml: 23674 Stund&r sérstaklega lungrnasjúk- dóma. Er afl finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave Talfltml: 331.VH DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldft Talsíml: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — AB hltta: kl. 10—12 « h. og 8—6 e. h. Heimlll: 806 Vtctor St. Stmt 28 180 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL AHTS BLDU Horni Kennedy og Graham ðtumíar elnKÖngn niiK'iiH- ejrna nef- og kverka-aJAkdóma Er &D hitta frá kl. 11—12 f h og kl. 3—6 e. h Talafml t 21834 Helmlli: 638 McMillan Ave. 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Offtce tímar 2-4 Heimili- 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 22 296 Heimilis: 46 054 Simið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Niu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 The Viking Press, Lámited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leysL Látið oss prenta bréfhausa yðar og umsliög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKIilG PRESS LTD 853 SARGENT Ave., WINNIPEG veginum við eystri brúarendann á Sýkinu, og var fall hennar á að gizka tveir metrar. Einn mað ur, Guðm. Guðmundsson bóndi á Núpi, slasaðist með þeim hæ^ti að hann tví-kjálkabrotnaði, á miðjum kjálka öðru megin og uppi undir eyra hinumegin. — Annar maður, Jón Guðmunds- son bóndi á Torfastöðum, mun hafa laskast innvortis og leið honum ekki vel. Önnur meiðsl munu ekki hafa orðið teljandi. Orsök bílslyss þessa var sú, að stýrisumbúnaður bilaði. Til marks um ofviðrið má geta þess, að sýslumaður Rang- æinga og 20 menn með honum komust aldrei lengra en að Varmadal og voru þar veður- teptir lengst af dags. Talið er að um 300 manns hafi verið við jarðarförina. HVAÐANÆFA. FRÁ ÍSLANDI ^ iSísni 8)6-537 * Slys við jarðarför. Einar Jónsson fyrv. alþm. var greftraður að Keldum á laugar- daginn var, en ekki að Odda, j svo sem önnur blöð hafa skýrt j frá. Fór eittlivað af fólki héðan í úr Reykjavík austur til þess að ! vera við jarðarförina, og segir ;það svo frá, að veðrið þenna dag hafi verið með eindæmum vont, af frostlausu veðri að vera, ofsa- rok og rigning. “Rangæinga- búð” svo nefnd, en það er tjald mikið, sem Jón Ólafsson alþm. gaf Rangæingum fyrir Alþingis- hátíðina, var sett upp á greftr- unarstaðnum, með því að von var fjölmennis. Þessi mikla tjald búð rifnaði í tætlur um kvöld- ið í ofviðrinu. Flutningsbifreið austan úr Fljótshlíð með 20 far þega lenti á heimleið út af Rannsóknir á Hafsbotni. Undanfarin ár hefir Claude B. Mayo, kapteinn í Ameríska herskipaflotanum, farið 200 sinn um fram og aftur yfir Kyrra- hafið, í rannsóknarskyni á ber- skipinu Ramapo, sem er útbú- ið nýju'stu og fullkomnustu tækjum til dýptarmælinga og öðrum tækjum, sem notuð eru við rannsóknir á því hvernig sjávarbotninn er. Rannsóknim- ar hafa aðallega farið fram á svæðinu milli Norður-Ameríku og Kína, og hefir Mayo kapteinn nú fullgert uppdrátt af þessu svæði, eins og hann telur kthug anirnar hafa leitt í ljós, að þar sé á sjávarbotninum. Á þessu meginlandi, sem nú er sævi hulið, segir Mayo, eru gamlir árfarvegir, fjallatindar hærri en Mt. Everest, stórar sléttur og dalir alt að 6 enskar mílur á dýpt, og virkir eldgígir. — Upp- drátturinn er af svæði, sem er meira en helmingi stærra en Bandaríkin. Mest dýpi(6 mílna) var mælt fyrir austan Japan og í nánd við Filippseyjar. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON fSLENZKIR I.ÖGFRÆÐINGAB á oðru gólfi 325 Maln Street Talsfmi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvrkudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. tslenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur líkklstur og ann&st um útf&r- ir. Allur útbúna?5ur sá. bestL Ennfremur selur hann allskon&r minnisvaría, og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phonei H««»7 WINMI HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DK. 9. G. SIMTSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHER OP PIANO H«4 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir, 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sfmi: 96 210. HelmUis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— UaKK.ge nnd Purnltnre Morlai 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fr&m og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. fcilenxkiir UlKÍræMiiKur 0 Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 96 933 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Tnlntmlt 28 888 DR. J. G. SNIDAL TANNL4SKN1R «14 Somemet Bloek Portage Avenue WINNIPB4I BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri StUllr Planoa ng Orgel Slml 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.