Heimskringla - 04.01.1933, Side 5

Heimskringla - 04.01.1933, Side 5
WINNIPEG 4. JAN. 1933. HEIMSKRINGLA 5. StÐA þá hálfrar aldar hníg'ur sól í hafið minninganna. I>ar skín á glæstan Skagafjörð f skrúða mjallar björtum með vötrarblæ um ver og jörð, en vorsins yl í hjörtum. Þar sátum við með sveit um kvöld í sjafnar hlýju inni, og hálf þó nú sé horfin öld, er heilagt enn það minni. Því fögnum vér á stórri stund . og stillum dýpstu tóna, í þökk um margan fegins fund og fylgi ykkar hjóna. Með festu, táp og trygð á leið að tímans skylduverki, þið hafið fylgst um farið skeið og fágað ykkar merki. Að rétta hjálparhönd í nauð oss hæsta markið gefur. Þar Jón og Margrét eiga auð, sem aldrei moldin grefur. Hve ljúft er eftir langa tíð að lyfta sjón til baka, og faðma vorsins blómin blíð, sem benda oss að vaka. Það skapar andans aflið nýtt í örmum ljóss og friðar, með von og traust og haustið hlýtt, unz hnígur sól til viðar. M. Markússon. * * * GULLBRÚÐKAUPS LJÓÐ til Jóns og Margrétar Markússon 30. des. 1932. Er lengst í norður júní sunna svífur og sólskinskvöldið breytist ekki í nátt, þá háfjöll taka í Héraðs-vötn- um dýfur og himinn speglar þar sinn lita- mátt. Sú mynd að logastöfum lætur fallast og ljómar þeim, sem fer hinn eystri veg, — En þegar sól um haust að Sléttu hallast, er himins dýrðin mest í Winni- P«g- Er æfi-sólin hjúskap skinið hef- ur í hálfa öld, má fagrar myndir sjá í lygnum vötnum — liðin tíð, sem vefur í ljós-gullinni umgerð júní frá.— Og vestra’ er eins og himinn haustsins kvelda hér hafi litskrúð sumarblóma knýtt f sína glæstu aftanroðans elda sem endurskin, er sífelt ljómar nýtt. Og Jón og Margrét eiga unaðs myndir frá álfum tveim'ur — þess, sem var og er — því lífi þeirra, hlífa helgar kind- ir, sem hamingjuna geyma í brjósti sér. Og vinir bjartar, glaðar sýnir geyma og gulli skygða múnnin.ganna borg, frá glöðum stundum, bæði hér og heima, er hláturmildin kæfði alla sorg. í húsi þeirra hjálp stóð æ til boða og hressing, alúð, glaðværð, rausn og skjól. Og veglegast og vænst er líf að skoða, er velvild breytir skammdeginu’ í jól. Þær hlýju kveðjur, er þau gáfu öðrum á æfivegi, svífa hér í kvöld sem minningar á gullnum geislafjöðrum um genginn vég í þeirra háifu öld^ Og enn þá geymist æskuhitinn forni og óeytt f jör, sem margar þeirra spor. Þau rísa’ upp alt af ung á hverj- um morgni og ellibelgnum kasta sérhvert. vor. Og það er eins og himinn haustsins kvelda nú hafi litskrúð sumarblóma knýtt í sína glæstu aftan roðans elda sem endurskin, er sífelt Ijómar nýtt. Þ. Þ. Þ. DAUÐADÓMUR. kveðinn upp yfir þrem Soviet höfðingjum í Úkraníu. Þrír háttstandandi menn í kommúnistaflokknum og full- trúar Sovietstjórnarinnar í Or- ekhovskyhéraði í Úkraníu, hafa hlotið lífslátsdóm fyrir að svíkj ast um að innkalla korn af bændum samkvæmt því, sem stjórnin áskildi sér. Atta aðrir starfsmenn, er við þenna starfa voru riðnir, voru og dæmdir til 10 ára fang^lsisvistar. Úkranía, sem um eitt skeið var kölluð brauðkarfa Evrópu, er að vísu eitt mesta korntekju- land Sovietstjórnarinnar. En uppskera ársins 1932, og hlutur stjórnarinnar af henni, var ó- venjulega lítill. Mennirnir, sem taka á af lífi, eru kærðir um að hafa gengið slælega eftir hlut stjórnarinnar af sjálfseignarbændum, er ekki heyra til kommúnistaflokknum, og fyrir að hafa sent falsaðar skýrslijr til Sovietstjórnarinnar um uppskerumagnið. Fyrir það að aðstoða bændur þannig í því að halda sem mestu í sínum höndum af uppskerunni, en svíkja stjórnina um sinn hluta, voru menn þessir dæmdir land- ráðamenn og svikarar við þjóð sína og stjóm. Aftakan fer fram á þann hátt að mennirnir verða skotnir. LÆKNASKIFTI f gær var Lárus Jónsson, lækn- ir við nýja geðveikrahælið á Kleppi, leystur frá störfum þar, en við tók dr. med. Helgi Tómasson. Þau tíðindi gerðust í gær, að Lárusi Jónssyni, lækni, þeim er fyrv. heilbrigðismálaráðherra (dómsmálaráðherra) Jónas Jónsson frá Hriflu fól læknis- störf í nýja hælinu á Kleppi, eftir brottrekstur dr. Helga Tómassonar, var vikið frá störf- um þar fyrirvaralaust. Jafnframt var dr. Helgi Tóm- asson ráðinn til þess, að veita hælinu forstöðu. Viðtal við dómsmálaráðherra. Morgunblaðið náði tali af dómsmálaráðherranum seint í gærkvöldi og spurði hann um málið. “Mér hefir lengi verið Ijóst”, sagði Ólafur Thors, “að mikið skorti á að ástandið á Kleppi væri viðunandi. Þegar eg tók við dómsmálaráðherraembætt- inu, spurði eg þvf fyrirrennara minn, Magnús Guðmundsson, hvað hann hefði hafst að í þeim efnum, og tjáði hann mér, að hann hefði þá um skeið, kynt sér eftir föngum hverju fram hefði farið á Nýja Kleppi. Af- henti hann mér gögn þau, er hann hafði aflað í málinu. Eg hefi rannsakað málið til fulln- ustu. Tók eg síðan þá ákvörð- un að víkja yfirlækninum, Lár- usi Jónssyni, frá starfinu. Rök fyrir þeirri ákvörðun hirði eg ekki að greina að svo stöddu, en mun gera það, er mér þykir vera tilefni til. Að þessu sinni læt eg nægja að skýra frá því, að 'eg tel að það hafi verið með öllu óhjákvæmilegt, að víkja lækninum frá yfirlaéknisstarf- inu. Eg geri ekki ráð fyrir að það komi neinum á óvart, að eg sneri mér til dr. Helga Tómas- sonar með þá málaleitan, að hann tæki við yfirlæknisstarfinu á Nýja Kleppi, svo mikils og al- menns trausts sem hann nýtur. Úttekt spítalans. Dr. Helgi Tómasson fór inn að Kleppi í gær, til að taka út spítalann Nýja Klepp, ásamt rannsóknastofu áhöldum o. fl. Með honum fóru þeir þangað Guðm. Hannesson prófessor og Matthías Einarsson læknir. Er þangað kom og úttekt skyldi byrja, kvaddi Lárus sér til aðstoðar Guðmund Thoroddsen próf. og Björn Gunnlaugsson lækni. Var úttekt spítalans lokið seinni partinn í gær. —Mbl. 10. des. FROSTRÓSIN OG BLÓMIÐ. Frostrósin guðaði á gluggann minn, gaf mér í skyn um vilja sinn: hún fengi að vaxa í friði. Hún bað um að koma til blóm- anna inn, því bæði ylur og frostkuldinn legði sér mest að liði. En blómið við skjáinn bað mig þá að bægja hélurósinni frá, það kveldist af kulda sárum. Eg kveikti þá eld og húsið varð heitt, en hélurósinni varð það leitt, hún féll þar og flóði í tárum. Eg gat ekki bjargað báðum frá bráðum háska, er sótti á, en þá sást nú blessuð sólin. Qg blómið mót henni brosti þá, og bláliljur smáar þroskann fá. Eg uni mér hjá þeim um jólin. B. S. L. BRÉF TIL HKR. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Riverton, Man. 18. des. 193 Hr. ritstj. Hkr. Kæri vin! Eg sendi þér hérna vísur, er eg ætla að biðja þig að gera svo vel að taka í blaðið: íslenzkt vakir eðli og mál undir þaki þínu. Bræða klaka í hverri sál kvæðin Jakobínu. Andans gróða og gáfur ber göfugleikans drotning. Kvæðin góðu hennar hér hljóta þjóðarlotning. Eins um jól og árið nýtt eyðast gjólur harma. Verði bólið hennar hlýtt, hulið sólarbjarma. Magnús E. Anderson LEIFUR HRÚTFJÖRÐ. Æfiminning. TJÓN AF OFVIÐRI. Siglufirði 3. des. Ofsarok á norðaustan gerði hér í gærmorgun, svo menn muna vart slíkt. Hríð var um nóttina, en um fimm-leytið herti veðrið svo að óstætt var og ó- fært milli húsa. Hélzt veðurofs- inn fram um hádegi, en dró þá dálítið úr þótt ofsarok héldjst Mánudaginn 9. maí síðastlið- inn, andaðist öldungurinn Þor- leifur Guðmundsson Hrútfjörð, að heimili sonar síns og tengda- dóttur í Blaine, Wash., á 79. aldursári. Hann fæddist 16. okt. 11853, að Vígholtsstöðum í Lax- árdal í Dalasýslu. Foreldrar hans voru þau Guðpiundur Sæ- mundsson og kona hans Guð- rún Markúsdóttir, Magnússonar frá Svarfhóli. Tveggja föður- bræðra Leifs (svo var hann á- valt nefndur í þessu lan.di) er getið: Karvels og Jóns, er báðir voru bændur í Miðdalahreppi í Dalasýslu. Faðir Leifs mun hafa dáið meðan Leifur var enn korn ungur, og ólst hann upp hjá móðurbróður sínum, Magnúsi á Vígholtsstöðum (og í Lljáskóga- seli), til níu ára aldurs, og leið þar vel. Þá andaðist Magn- ús. Eftir það var Leifur á ýms- um stöðum, þar á meðal hjá Sumarliða pósti Guðmundssyni uppeldisbróður sínum, svo og hálfbróður sínum Jóhanni: þeir voru sammæðra. Loks for hann ung-fullorðinn til Hrútafjarðar og er þar í mörg ár, síðast að Fögrubrekku. Er ástæða til að ætla að í þeirri sveit hafi hon- um liðið vel, því að af henni tek til kvölds. Skemdir urðu miklar. Stórt ur hann sér nafn’ er hann flyzt Brown, Man. 24. des. 1932. Hr. ritstj. Hkr. Eg bið þig vinsamlega að bæta eftirfarandi orðum við grein, sem eg liefi sent Heims- j kringlu: Sönn jafnaðarmenska er inni! falin í hugarfarinu, mannúð og velvild, en ekki í því að raska séreign nokkurs manns. Hver á að njóta sinna hygginda og dugnaðar, sem orsakaði kyr- stöðu á mörgum sviðum. En efnamaðurinn á að leggja af frjálsri hendi og fómfýsi hjálp til hinna snauðu, sem er æðsta boð kærleikans. En það virðist óþarft að taka það frám, sem allir kristnir menn vita. En þyrfti nú að taka til greina, að fjárhagsfræðin er alstaðar um allan heim búin að sfcrika yfir andlega auðfræði, en þær höf- uðgreinar þurfa að haldast í | hendur. “Maðurinn lifir ekki af einu I saman brauði.” Það sýnist að; fólkið þyrfti að snúa til baka j um tvo eða þrjá áratugi, leggja niður ýmsar nautnir og prjál,! og reyna að skilja, hvað það þýðir að lifa heilbrigðu mann- legu lífi. Það þarf að fara að byrja aðra fræðslu fyrir böm- in Spakmælið segir: “Það sem! talað er við börn, er skrifað í| marmara. Það sem talað er við eldra fólkið, er skrifað í vatn.” Sláandi dæmi bendir á þetta. Séra Páll Sigurðsson í Bolung- arvík hefir sérstakar guðsþjón- ustur fyrir börnin að hæfi þeirra þroska og aldri. Málefni þetta tekur unga kynslóðin heima á íslandi til umræðu. Kommúnisfcum smá- fækkar, hverfa og deyja. Stefnu skrá þeirra með ofbeldi bætir aldrei böl mannkynsins, og hlýt- ur að hverfa eins og vetrar- gaddurinn fyrir vorgeislum sól- arinnar. Sigurjón Bergvinsson. Aths. — greinin sem um er ræfct í inngangi þessa kafla, var birt í síðasta blaði. — Ritstj. sjóhús, eign Ásgeirs Pétursson- ar og Co., bygt á síldarplássi hans í Hafnarfjörum, fauk, svo ekkert stóð eftir nema gólfið. Meginhluti þaksins hafði lyfst og svifið hátt í lofti yfir ljósa- staura,' liús og mótorbát, sem stóð á landi með reista siglu, og kom hvergi við neitt fyr en það lenti á íbúðarhúsi Péturs Bóas- sonar, nálægt 500 metrum of- ar. Fór það þar i gegnum hús- vegg á • nýju, járnklæddu hús- inu á báðum hæðum og inn í herbergin. Helgi læknir Guð- mundsson hvíldi þar á efri hæð og braut brakið rúmið, sem hann lá í og stóðu spítnabrotin í gegnum sængurfötin og yfir í vesturvegg herbergisins. Helgi meiddist vonum minna en er þó nokkuð þrekaður, enda gamall maður. Skemdir á húsinn voru metnar í dag á 4500 krónur. — Sumt af brakinu úr Ásgeirs- húsinu fauk lengst upp í fjall. Braut það rúður í mörgum hús- um og orsakaði minni háttar skemdir. .Tárnþak fauk af húsi Jó- hanns Guðmundssonar verk- stjóra ríkisverksmiðjunnar, og þök fuku af húsi Guðmundar heitins Skarphéðinssonar og húsi Magnúsar Blöndals. Olli jámfokið miklum skemd- um-á ljósa og símaneti bæjar- ins og ýmsum húsum. Vildi það til láns að engin umferð var, sökum þess að mest járnfokið var fyrir fótaferðartíma, og þá Ifka varla fært út úr húsi fyrir veðurofsa, ella talið víst að slys hefði orðið á mönnum.. Nokkurn hluta af þökum tók af síldarhúsum Ragnarsbræðra og minniháttarskemdir urðu á mörgum húsum. Reykháfar fuku og rúður brotnuðu að kalla má í hverju húsi. Bátar slitn- uðu frá bryggjum, en skemdust lítið, því að sjólaust var að j kalla. Nokkuð af heyi fauk hjá j mjólkurbúinu á Hvanneyri. — j Stórhríð hélzt þar til í gær- | kvöldi, en var létt upp í morg- j un. Skemdir urðu miklar á ! Ijósanetinu. Er talsverður hluti 1 bæjarins ljóslaus, en síminn bil- i aði einnig. Munu staurir hafa 1 brotnað allvíða. Vísir. eigi önnur systkini Leifs vest- ur um haf. Á skeiði æskunnar, sem helzt er varið til náms, mun Leifur hafa alist upp við fátækleg og andstæð lífskjör. Mun hann aldrei neinnar • skólagöngu né tilsagnar hafa notið, og var h^nn jafnvel fremur stirðlæs alla æfi. Með Þorleifi er þó kvaddur einn hinna fróðustu manna, er gerast meðal alþýðu. Hægt las hann, en trúfct, og skildi eigi við þær bækur, sem honum þótfcu nokkurs virði, fyr en hann var orðinn þeim þaul- kunnugur. Ljúfasta umtalsefni hans var sagan og landafræð- in. Þar var hugurinn öllum stundum, miklu fremur en á verkefnum daglegs lífs, og var hann þó löngum eitthvað að iðja. Jafnvel síðustu sfcundirnar fyrir andlát hans var hugsana- lífi hans og minni svo farið, að hvaða ókunnugur maður, sem á hann hefði hlýtt, gat vitað, að hér var um greindan og ó- venjulega fróðan mann að ræða. Fornsögur íslands virtist hann kunna utanbókar. Þjóðleg ar sagnir vorar og ættfræði voru honum mjög á minni. Svip- að má segja um mannkynssög- una í heild, þegar frá er tekin Ameríkusagan, sem hann aldrei kynti sér neitt að ráði. Og oft vakti það undrun tilheyrenda, hve ítarlega hann gat lýst lands lagi og staðháttum, víðsvegar um Evrópu, einkum þar sem stórviðburðir sögunnar höfðu farið fram. Fyrir því kvað Hall- dór Sæmundsson nágranni hans við andlát hans: “Fyrir handan sjónarsvið, sístarfandi í næði, Leifs mun andinn una við ! uppheims landafræði.” vestur 'um haf árið 1883, þrí- tugur að aldri. Settist hann fyrst að í Winnipeg og dvaldi þar í 4 ár. Þaðan hélt hann til Duluth, Minnesota, og dvaJdi þar í nærfelt 40 ár. Vann þar fyrstu árin í harðvörubúð. Síð- an tók hann upp mjólkurverzl- un, og stundaði hana alla tíð — síðast í samstarfi við sonu sína — fram til ársins 1925. — Fluttist hann þá með Birni syni sínum vestur á Kyrrahafsströnd { og dvaldi hjá honum síðan, íj p>ag segja menn, er þektu Blaine, til dánardægurs. jLeif heitinn í hálfa öld, að hann í Ðuluth kvæntist Leifur Sól- veigu Björnsdóttur, Snæbjörns- sonar, frá Ási í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hún var al- systir Blaine væri drengur góður og ráðvand- ur, greiðvikinn og orðvar um annara sakir. En þverlyndur gat hann þó stundum verið og Þóris Björnssonar {; skapheitur, einkum ef ræfct var Móðir þeirra var Þor-!um áhugamál hans og skoðan- björg Sigurðardóttir frá Fagra- neskoti í Aðal-Reykjadal. ir. Fylgdist hann þar með af Iffi og sál, og steig skap hans ört, og hneig, eftir umtalsefn- Börn Leifs og Sólveigar urðu j{nu ]y[eg næstum því barnslegri 5. Dó hið elzta nýfætt; hin lifa: | ákvefð gramdist honum, er sag- Björn, bóndi í Blaine, kvænturj an jýsti yfirgangi heimskunnar Ástbjörgu, dóttur Þorkels Jóns- | Qg nimenskunnar, eins og hann sonar, er flutti vestur um haf dáðist að merkisberum dreng- frá Vestmannaeyjum og lengi bjó í Selkirk, en síðan í Blaine. Skúli, búfræðingur og búnað- arráðunautur fyrir St. Louis County í Minnesota, kvæntur Ruthe Hoxie, af skozkum ætt- um. Skafti, verkamaður í Dul- uth, kvæntur Arba Whiting, af ensk-frönskum ættum. Díana, gift Howard Rankin, lækna- skólakandídat, af skozk-amerísk um ættum. Alsystir Leifs var Margrét, kona Kristins Gunn- arssonar í Duluth, og fluttust skapar, hreysti og fræðimensku. Mátti af þessu manninn kenna — óskólagenginn, en mentaðan á huga og hjarta. Hann var jarðsettur miðviku- daginn 11. maí, síðdegis, að við- stöddum fjölda bygðarbúa. Út- faraathöfnin fór fram í íslenzku fríkirkjunni. Hafði hann verið einn af stofnendum þess safn- aðar. Undirritaður jarðsöng. Friðrik A. Friðriksson. SAGA FÁLKANNA Byrjun sögunnar “The Romance of The Falcons,” skrifuð af Fred Thordarson, birtist 14. desember í tímaritinu “Canadian Sports and Out- door Life”. Margar myndir, gamlar og nýjar ,af klúbbnum og skauta- köppum hans, birtast með sögunni. Um leið og Islendingar gerast áskrif- endur að þessu prýðilega úr garði gerða tímariti, sem í næstu 5—6 heft- um, flytúr hina glæsilegu sögu íslenzkra hockey-leikara, frá þvi fyrst að klúbbarnir Víkingar og I. A. C. voru stofnaðir, eru þeir að veita aðstoð íslenzkri íþróttastarfsemi, þvi áskriftargjöldin, sem koma þannig inn, ganga til Fálkanna. Nú hefir klúbburinn flokka í Juvenile (undir 18), Junior (undir 20), Intermediate og Senior. Eftir átta ár eru þeir nýkomnir af stað aftur, en í þetta skifti með mikla áherzlu lagða á að styðja og æfa yngri Xslendingana, sem halda eiga uppi sóma og frægð okkar á komandi árum. Væri það vel gert að styðja þá og veita eftirtekt íþróttum þessara ungu pilta okkar. Nota má “Coupon” það, sem prentað er hér að neðan”. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU Nýtt íslenzkt skip. Hið nýja skip Eimskipafélags Reykjavíkur, “Hpkla”, kemur í dag. Er það um 1200 smálestir. Það kemur frá Blyth á Eng- landi, með kolafarm til Guð- mundar Kristjánssonar. — En nokkuð af farminum á að fara til Keflavíkur. Skipið kemur með póst. COUPON I am interested in the “Romance of the Falcons”. Please, make me a subscriber to CANADIAN SPORTS AND OUT_ DOOR LIFE. Name ......................................... Address .................................................. $1.00 per year. Turn this coupon in to F. Thordarson, Sec.-Treas. Falcon Hockey Club, c.-o. The Royal Bank of Canada, Sargent and Arlington, Winnipeg, Canada, or telephone to residence evenings: 35 704.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.