Heimskringla - 04.01.1933, Side 6

Heimskringla - 04.01.1933, Side 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. JAN. 1933. Jón fylgdi svo fóstra sínum inn í svefn- herbergi hans og beið þar til hann var kominn í rúmið. Þá gekk hann fram í dagstofuna aft- ur, settist í stól og fór að hugsa um, hvað bezt væri fyrir sig að gera. Löngun hans til að sjá Coru og tala við hana varð öllu öðru yfirsterkari; og ef ekki hefði verið orðið jafn áliðið, þá hefði hann farið að sjá hana tafar- laust. Hann mundi eftir að hún hafði blátt á- fram forsmáð hann fyrir framan þinghúsið þá um daginn. En honum fanst það ekki vera nein ástæða fyrir sig til þess að láta hugfall- ast, því að það gat skeð, að það hefði verið aðeins augnabliks geðshræring, sem því var valdandi. * “Eg verð að finna hana og tala við hana,” sagði hann við sjálfan sig. Og þannig endaði sá dagur, sem að sumu leyti var mesti gleðidagur lífs hans. — Endaði í örvænting og hálfgerðu vonleysi um uppfylling á hans einu hjartans ósk. Svo gekk hann til svefnher- bergis síns. Honum var erfitt um gang. Fætur hans voru eins og stirðir og hann var allur lamaður. Höfuð hans var svo þungt, sem væri hann með blýhatt á því. Hvert sem hann leit, sá hann andlit Coru, og ýmist ástúðlegt bros eða fyrirlitningu skína af því. Honum kom í hug að hann væri að veikjast, og að þetta væri fyrirboði hitasóttar. En jafnvel þó svo væri, varð hann að fara strax næsta morgun og finna Coru. 9. kapítuli. Þegar Cora gekk upp á áheyrendasvalirn- ar í þingsalnum áminstan dag, var hún búin að telja sjálfri sér trú um, að enginn efi væri á því, að Jón gerði eins og hún hafði beðið hann. Hún var sér þess meðvitandi, að hún væri talin af karlmönnum fríðasta konan í borginni, og að allir dáðust að fríðleika henn- ar, þótt hún gerði ekki hið minsta til að örva þá aðdáun þeirra. Hvað var það, sem ekki var fyrir hennar orð gerandi? Jón elskaði hana, það var hún viss um. Og hún hafði lofað hon- um að hún skyldi verða konan hans. Gat hann neitað henni um þessa bón hennar? Nei. Hún fann ekki að hann gæti það með nokkru móti. En samt — þegar hún gekk upp á sval- irnar, fann hún til einhvers ótta eða kvíða fyrir því, að hann mundi fara sínu fram, til- litslaust til vilja hennar. Sylvia Mason hafði komið inn á eftir henni, séð hana og svo sezt hjá henni. Og svo varð hún nauðug viljug að hlusta á þýðingarlaust mas úr henni um alt og ekkert. Svo kom Jón inn í þingsalinn. Hún gat ekki annað en horft stöðugt á hann. Hin sutta bið, sem svo varð á, fanst henni sem heilt ár. Svo stóð Jón á fætur til þess að flytja ræðu sína. Hún hlustaði með sérstakri athygli eftir hverju hans orði. Nú skildi hún alt. Hún kreisti fingurna inn í lófann. Andar- drátturinn varð örari. Svo hætti hún að heyra orðaskil. Hún hafði heyrt nóg. Þessi maður, sem hún hafði gefið hjarta sitt — þessi nafn- lausi maður — hafði bersýnilega/ virt að engu ást hennar og kastað henni frá sér. Hann hafði metið meira þetta, sem hann kallaði sannfæring, heldur en ást hennar. í mesta flýta togaði hún slæðuna niður fyrir andlit sér og sneri sér frá Sylvíu. Sjálfs- virðing hennar hafði verið særð. Hún strengdi þess heit þama strax, að hann skyldi líða fyrir þetta. Á þessu augnabliki hataði hún hann af öllu sínu hjarta og allri sinni sál. Hún skyldi aldrei líta við honum framar, hvað þá tala við hann. Ekki þess vegna, að hún á- liti að framkoma hans gæti á nokkurn hátt beinlínis skaðað frænda hennar. Henni var sama um hina pólitísku framtíð Jóns. í sánn- leika stóð henni alveg á sama, hvort hann ætti nokkra framtíð, eða hvernig hún yrði. Hún hafði eitt sinn verið svo flónsk að láta sér ekki standa á sama um framtíð hans, og von- að að hann yrði mikill og háttstandandi mað- ur. Nú hafði hann fleygt frá sér tækifærinu til þess að verða það, og því ætti hún ekki að láta sér standa á sama? Já, auðvitað átti hún ekki að vera að angra sig neitt út af honum. En samt — henni fanst hún eiga svo erfitt með að hugsa núna. — Þessar hugsanir flugu gegnum huga hennar eins og leiftur. Nú fór hún aftur að veita athygli því, sem fram fór í kringum hana. Þrátt fyrir gremju þá til Jóns, sem hafði gripið hana, gat hún ekki að því gert að taka eftir, hvaða áhrif ræða Jóns hafði á allan þingheim. Henni fanst í bili, sem hún vera stolt af Jóni. Hún hugs- aði til þess, að þær varir, sem nú voru að flytja tilheyrendunum þann boðskap, sem snart huga þeirra svo mjög, höfðu oft snert hennar — af ást. Jón hafði sezt niður að ræðu sinni lok- inni, og Cora misti samhengi í öllu, sem fram fór. “Var ekki ræða herra Strands alveg skín- andi?’’ spurði Sylvía, en Cora svaraði henni engu. En þögn hennar varð samt ekki til þess að draga kjark úr hinni amerísku stúlku. “Er hann ekki aðdáanlega fallegur maður, Cora?. Augu hans eru bara himnesk, og svo blíð! En samt geta þau orðið svo harðneskju- leg stundum. Hann er sá eini Englendingur, sem eg hefi séð, sem mér finst að eg gæti elskað.” “Eg er sannfærð um að herra Strand teldi sér það mikinn heiður, ef hann vissi um það,” svaraði Cora þurlega. “Eg er nú alls ekki svo viss um það. Hann er ekki eins og svo margir aðrir — eft- ir dollurunum og centunum. Það er gallið við það að vera dóttir miljónamærings, að þegar sá tími kemur að eg gifti mig — sem eg veit ekki hvort kemur nokkurntímá, — þá mundi eg aldrei geta vitað, hvort maðurinn minn hefði gifzt mér eða peningunum mínum. — Stundum hefi eg nærri óskað að við værum fátæk.” Sylvía tók eftir því, að-Cora var ekkert að hlusta eftir því, sem hún var að segja. — Hún hætti því að tala við hana, og þögn ríkti hjá þeim, þar til þingfundi var slitið. Þegar þær komu niður af áheyrendasvöl- unum, mætti Sylvester þeim. Hann hafði um langt skeið litið hýru auga til Coru, en hún hafði aldrei gefið honum hina min-stu ástæðu til þess. Þegar þau mættust þarna, þá heils- aði hún honum að fyrra bragði mjög vingjarn lega og brosandi, en það hafði hún aldrei gert áður. Varð hann því hissa, og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Hún tók að ræða við hann svo dæmalaust vingjarnlega. Svo sá hún Jón og tók tækifærið strax að særa hann með augnatilliti sínu. En hún gat ekki að því gert, að hún fann til afbrýðissemi hjá sér yfir því, að hann stóð þarna á tali við Sylvíu, sem var nýbúin að láta í ljós, hvað mikið hún dáðist aö Jóni. Cora fyltist hatri á sjálfri sér, þegar hún varð að viðurkenna, að sú tilfinn- ing, sem gerði vart við sig hjá henni, væri af- brýðissemi. Hún hafði aldrei trúað því, að neitt þess háttar væri til, og sízt af öllu, að hún yrði nokkum tíma snortin af henni. Þeg- ar svo hafði borið undir, að talað var um það, sem kallað var afbrýðissemi, þá var hún vön að segja, að það væri sjúkdómur, sem stafaði af taugaveiklun og stjórnleysi á sjálfum sér. Og nú fann hún svo greinilega til þess, að hún sjálf þjáðist af þessum sjúkdómi. Hvað henni gramdist það! “Eg verð að biðja yður að fyrirgefa, en eg má til með að hraða mér heim,” sagði hún og leyndi það sér ekki, að hún var í mikilli geðshræringu. Sylvester fylgdi henni þangað sem bíll hennar beið. Henni fanst það mikil fróun fyrir sig að vera komin burt úr mannfjöldanum og geta verið ein með hugsanir sínar. Nú þurfti hún ekki lengur að vera að halda tárum sínum til baka. Hún grét eins og barn. Þegar hún kom heim til sín, fór rakleitt til herbergis síns, og gaf þær fyrirskipanir til þjónustu- stiilka sinnar að hún vildi engan sjá. Bezt væri að segja, að hún væri ekki heima, ef eftir henni væri spurt. Hún læsti herberginu að inn- an. Nú voru engin tár lengur, heldur var það reiði og gremja, sem lýsti sér í svip hennar. Hún tók að ganga um gólf í herberginu, hægt í fyrstu, en smá-hraðaði á sér, unz hún var farin að fara svo hart, sem hún væri að vinna fyrir verðlaun í göngusamkepni. Hún var að hugsa um það, á hvaða hátt hún gæti sem bezt og fljótast hefnt sín á Jóni, og látið hann sem mest iðrast gerða sinna og líða fyrir þær, eins og hún liði nú. Jarlinn faðir þennar barði að dyrum, en hún neitaði að sjá hann. Það liðu margar klukkustundir, áður en hún fór að hátta, þá alveg uppgefin bæði á sál og líkama. Morguninn eftir, er hún var komin á fæt- ur, rendi hún huga sínum yfir það, sem skeð hafði daginn áður. Hún var óstyrk og föl og dökkir baugar fyrir neðan augun, og þroti í augnalokunum. En henni fanst sem það að- eins auka á fegurð hennar, er hún sá sig í speglinum. Hún mintist þess tíðum með sjálfri sér, að hún var fríð kona. Samt gat Jón feng- ið það af sér að kasta henni aftur fyrir sig. Faðir hennar sat að morgunverði, er hún kom niður í borðsalinn. Hún bauð honum góð- an daginn með kossi, eins og hennar var venja en hvorugt þeirra mælti orð. Hún leit á ‘nokk- ur bréf, sem komið höfðu til hennar, en hún fann ekki það bréf, sem hún hafði hálfvegis átt von á að hún fengi, en þó k*iðið fyrir að lesa, ef það kæmi. Hún las bréfin í flýti, og þó hún liti ekkert upp, var hún sér þess með- vitandi, að faðir hennar horfði á hana rann- sakandi augum. “Frænda þínum líður ekkert vel þenna morgun,” sagði hann svo, er hún hafði lokið við að lesa bréfin. “Eg get trúað því að honum líði ekki vel,’ ’svaraði hún. “Mig furðar stórlega á því að Strand skyldi gera sig að þessu flóni í gær, Cora. Hvað ætlar þú nú að gera?” spurði jarlinn og var auðséð á svip hans, að honum stóð ekki al- veg á sama hvert svarið yrði, sem hann fengi við spurning- unni. , “Eg skil ekki við hvað þú átt, faðir minn.” “Viðvíkjandi Strand, á eg við. Hvað hefirðu hugsað þér að gera? Mér skilst að það hafi verið einhverskonar trú- lofun á milli ykkar. Auðvitað hefir hann fyrirgert því öllu RoblnfHood FLáUR GOTT MATREIÐSLUFÓLK UM ALLA CANADA, NOTAR ROBIN HOOD MJÖL. nú. Cora, eg veit að þú munir ekki gera neitt heimskulegt í því sambandi. Þú þekkir frænda þinn og skapferli hans. Þú veizt að við erum fátæk, og að hann muni aldrei fyrirgefa Strand. Hafðu þetta alt hugfast.” Hún leit til föður síns og honum hnykti við er hann sá augnaráð hennar. “Og eg mun aldrei fyrirgefa honum held- ur! Eg hata hann —1 eins mikið og nokkur mannleg vera getur hatað,” sagði hún og setti annan fótinn fast ofan í gólfið. “Það er leiðinlegt, þetta alt saman. Mér féll maðurinn mæta vel í geð, og jafnvel í gær- dag, er hann flutti ræðu sína í þingsalnum, gat eg ekki annað en dáðst að honum þrátt fyrir alt.” “Að hugsa til þess að eg skuli hafa kyst hann — og —” Lengra komst hún ekki með setninguna. Það komu tár fram í augun og hún gat ekki talað fyrir ekka. Faðir hennar gekk til hennar, tók utan um mitti hennar og kysti hana blíðlega á vangann. “Eg veit að þú gleymir bráðlega, að svo- leiðis maður hefir nokkru sinni verið til,” sagði hann brosandi, og reyndi til að hugga hana og gera hana rólega. Hún reyndi að brosa. Klukkustundu síðar kom þjónn inn til hennar og sagði, að Jón Strand væri kominn og óskaði eftir að fá að sjá hana. Svipur hennar varð kaldur og rödd henn- ar harðneskjuleg. Varir hennar saman klemd- ar og fingur hennar kreptir inn í lófann. Það var engu líkara en að hún væri að fá krampa- flog. “Láttu hann koma inn,” sagði hún svo og beit í sundur orðin. Þá stuttu stund, sem leið þar til Jón kom inn, notaði hún til þess að hleypa í sig kjarki og hörku. Þannig ætl- aði hún að taka á móti honum. . “Þér hafið ef til vill átt von á mér,” sagði hann um leið og hann kom inn, meira til þess að leyna óstyrk þeim, sem á honum var, en að hann hefði í raun og veru álitið, að hún byggist við honum. “Eg er alveg hætt að hugsa um, hvers eg megi vænta af yður ,herra Strand,” svar- aði hún kuldalega og einbeitt. !‘Það er eflaust ekki nema eðlilegt að yð- ur sé gramt í geði við mig, ungfrú Cora.” “Þakka yður fyrir.” “Mig langar að þér hlustið á það, sem eg hefi að segja. Eg þarf ekki að endurtaka það, að eg elska yður, Cora.” “Þakka yður fyrir. Þér eruð mjög góður að segja mér það.” “Eg endurtek það ekki af því, að eg viti ekki, að þér munið líta annan veg á það. Ef eg hefði gert eins og þér óskuðuð að eg gerði í gær, þá hefðuð þér trúað því, að eg elskaði yður. en þá hefði eg breytt móti minni betri vitund. Eg hefði selt heiður minn og sjálfs- virðingu fyrir — yður. Sá maður, sem þannig hefði farið að, væri þess ekki verður að verða eiginmaður yðar.” “Þetta hljómar vel í eyrum, en eg er því miður ekki fær um að taka neina hlutdeild í umtalsefninu.” Jón kom nær henni og tók aðra hendi hennar í sínar báðar. Hún kipti að sér hend- inni hranalega og leit til hans heiftaraugum. “Snertið mig ekki!” “Cora. eg veit að þér elskið mig. Þér haf- ið sagt mér það. Og þegar eg hefi gefið yður skýringu á afstöðu minni, þá veit eg að þér munuð skilja.” “Eg þarf engrar skýringar við frá yður. Þér hafið sýnt það svo ljóslega, að þér hafið kosið fylgi skrílsins fram yfir mig og ást mína.” “Eg þurfti að varðveita æru mína,” svar- aði Jón dauflega. “Sá maður, sem ætlar að gerast eigin- maður minn, verður að taka til greina vilja minn fram yfir alt — alt annað.” “Jafnvel fram yfir æru sína?” spurði Jón. “Eg fór ekki fram á að þér gerðuð neitt það, sem á nokkurn hátt skerti æru yðar eða væri yður til vanvirðu. Eruð þér að gefa það í skyn, að frændi minn, og þeir sem honum fylgja, séu ærulausir?” “Það er þýðingarlaust fyrir mig að reyna til að sannfæra yður nú,” sagði Jón og varp- aði öndinni mæðilega. Augu hans hvíldu á henni, og hann varð enn hrifnari en nokkru sinni áður af fegurð hennar og yndisþokka. Þau stóðu þarna hlið við hlið, og hönd hans snart óvart hendi hennar. Það var sem rafmagnsstraumur færi í gegnum hann, og hann misti stjórn á sjálf- um sér. .“Cora, eg elska yður!” sagði hann af miklum æsingi og þreif hana í fang sér. Þó hún reyndi að slíta sig af honum, hélt hann henni fast að brjósti sér og kysti hana, — ekki einu sinni, heldur mörgum sinnum. Loks tókst henni að losa sig og færa sig fjær honum. — Brjóst hennar bifuðust ákaflega og augu henn- ar leiftruðu. “Óþokkinn þinn!” hrópaði hún fyrirlitn- ingarleg á svipinn, um leið og hún sló hann þéttings högg á aðra kinnina. “En þér eruð unnusta þessa óþakka!” sagði hann og var ertni í röddinni. “Eg 'er unnusta þess mann, sem aldrei hefir verið til, — manns, sem á ekkert nafn, enga ætt. Manns sem veit engin deili á sjálf- um sér. Eg blygðast mín, þegar eg hugsa til þess.” Þessi skeyti hennar hittu markið. Hann kiptist við er hann heyrði orð hennar. Hún tók eftir því, og hugsaði sér því að pína hann eftir mætti, og hélt áfram: “Eg hefi nú séð þess merki, að sá mað- ur, sem eg í fljótfærni minni og af barna- skap lofaðist til að verða eiginkona, er ekk- ert annað en það sem hann er sagður að vera, fæddur og laugaður í saurrennum borgar- innar.” “Cora!" “Mér til skammar elskaði eg hann, á meðan eg vissi ekki, hver og hvað hann var. Og eg leyfði honum að kyssa mig, leyfði hon- um að saurga varir mínar með því að snerta þær með sínum vörum . En nú hafa augu mín opnast. Eg sé og skynja.” Jón var orðinn hvítur sem nár í andliti, nema blettur sá á kinninni, þar sem hún hafði slegið hann, hann var rauður. “Þér þurfið ekki að segja meira,” sagði hann. “Að sumu leyti hafið þér rétt fyrir yð- ur. Eg hefði ekki átt að kyssa yður, eg við- urkenni það yfirsjón mína; en fegurð yðar tók frá mér alla sjálfstjórn.” Hún horfði á hann, og svipurinn var ekki eins hörkulegur. Svo byrgði hún andlitið f höndum sér. “Þér eruð illmenni!” sagði hún og líkami hennar hristist af ekka. Hann stóð hreyfingarlaus á gólfinu fyrir framan hana. Ást og blíða skein úr augum hans. Þetta var í fyrsta skifti, sem hann hafði séð hana gráta, og hann var sjálfur orsök í því. Hvað átti hann að gera? “Eg skal fara,” sagði hann. Nærvera mín angrar yður.” Hún svaraði'engu, en grét nú ákafar en fyr. Hann settist á stól tók hönd hennar í sína. “Þér vitið að eg elska yður, Cora. Þér komuð inn í Iíf mitt eins og geisli frá sólu. Þér getið aldrei skilið, hvaða þýðingu ást yðar hefir fyrir mig. Þér voruð í mínum huga meiri, stærri og göfugri en nokkur önnur kona í heiminum. Eg dýrkaði yður, og þegar þér fóruð fram á það við mig, að eg fylgdi frænda yðar að málum, tillitslaust til minna eigin skoðana og sannfæringar, þá gat eg samt ekki annað en elskað yður og dýrkað! — Svo hætt- uð þér að vera gyðja, og urðuð einungis fyrir- gengileg jarðnesk vera eins og eg sjálfur.” “Hann gladdist yfir því í hjarta sínu, að gráti hennar létti, en hann vissi ekki af hverju. Gátu orð hans hafa haft þau áhrif? “Elsku Cora! Við elskum hvort annað. Látum hvort okkar um sig njóta þeirrar ást- ar. Reynið að sætta yður við ástina en hætta að hugsa um stjórnmál. Komið, og verið mín eftir sem áður.” Það varð þögn. Hvorugt þeirra sagði orð. Hún hafði ekki dregið að sér hendina, sem hann hélt í. Það gaf honum kjark og áræði. Hann tók hinni hendi um mitti hennar og dró hana að sér. Hún sýndi enga mótspyrnu. við hlið hennar og

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.