Heimskringla - 05.04.1933, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.04.1933, Blaðsíða 6
«. SlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. APRÍL 1933 liÓN STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. “Það eru taugar þínar Jón, þær eru áð gefa sig eitthvað. Þú leggur of mikið að þér, og svo er nú Cora §outhwold. Hún get- iur átt sinn hluta í því, að taugar þínar séu út úr lagi. Eg hygg, að hún muni alls ekki vera taugastyrkjandi,” sagði Cobden gamli og brosti. Svo réðist hann í það, að spyrja þeirr- ar spurningar sem legið hefir honum svo þungt á huga undanfarna daga. “Það mun vera búið milli ykkar fyrir fult og alt. Er það ekki?” “Já.” “Þá leyfðu mér að óska þér til hamingju af öllu mínu hjarta. Nú er því létt af huga mínum sem hefir kvalið mig um tíma. Eg hefi aldrei efað það, Jón, að þú ert skyn- samur maður.” Áður Jón gat sagt nokkuð frekar, kom joyce inn og svo fóru þau út, öll saman, og upp í bílinn sem beið þeirra. Philip var kom- inn út á undan þeim og beið þeirra. Hann opnaði bílinn fyrir þau og er þau höfðu tekið sér sæti, ætlaði hann að setjast hjá öku- manninum. “Það verður notalegra fyrir þig hér inni,” sagði Jón vinalega. Á leiðinni sat Philip alveg hljóður. En augu hans voru ekki aðgerðarlaus. Þau gengu frá Jóni til Joyce á víxl. Cobden tók eftir því og brosti. Er þau nálguðust fundarstaðinn heftist för þeirra fyrir mannfjöldanum sem þangað var að streyma að, og er fólk vissi að Jón var í þess- um bíl, byrjaði fólkið á fagnaðarópum. “Aðeins uppgerð ein,” sagði Cobden lágt, en gat þó ekki hjálpað því að gleðjast með sjálfum sér yfir fagnaðar látum fólksins, því það var þó Jóni hans, sem fólkið var að fagna — drengurinn hans. Joyce var heldur ekki laus við áhrifin af þessum fagnaðarlátum. Hún komst í svo mikla geðshræring, að hún 'vissi naumast af sér og gáði sín ekki fyrir olnbogaskotum þeirra er þrengdu sér gegnum mannþröngina til að verða fyrstir inn í fundarsalinn. Auka- sæti höfðu verið sett á ræðupallinn fyrir þau Cobden og Joyce, og aðra nánustu vini Jóns, eins og í virðingar skyni og þótti öllum það vel viðeigandi. Jón hafði dregist ögn aftur úr, það þurftu svo margir að heilsa honum og tala við hann. Ofurlítil bið varð því þar til hann sté upp á pallinn. Er hann gekk inn fundarsalinn stóðu menn á fætur og létu öllum fagnaðarlátum og buðu hann velkominn. “Hann er alveg viss um að ná kosningu,” sagði Joyce í mikilli. geðshræring, við Philip, sem fann að hún greip um handlegg hans um leið. Það var nokkur stund þar til fundarstjóri gat komið skipulagi á og kveðið til hljóðs. Hann byrjaði svo með því, að skýra tilgang fundarins en fólkið vantaði ekki að hlusta á neinar skýringar eða málalengingar, heldur hrópaði í sífeldu að það vantaði aðeins að hlusta á hr. Strand. “Er þetta ekki alveg yndælt?” sagði Joyce. Hún hafði fært stól sinn til á pallinum svo, að hún gæti séð framan í Jón meðan hann flytti ræðu sína. Fundarstjóra tókst ekki að þagga niður hávaðann í fólkinu. Jón stóð því á fætur og rétti upp aðra höndina til merkis um það, að hann vantaði þögn. En þá óx hávaðinn og fagnaðar lætin of ætlaði að æra Jón. Eftir nokkrar mínútur datt svo allt í dúnalogn. Joyce hafði ekki augu sín af Jóni, hún virtist ekki taka eftir neinum í salnum nema honum og er hann hóf sína skýru rödd, sem virtist smjúga gegn um merg og bein á hverj- um sem hana heyrði, þá varð Joyce svo frá sér numin að hún ósjálfrátt reis sem snöggvast úr sæti sínu. Hún hafði aldrei heyrt hann flytja ræðu á svona mannfundi fyr. Hún rendi nú augunum yfir mannfjöldann og sá hinar marg- breytilegu svipöldur á andlitum tilheyrend- anna. Síðan hún kom frá Ameríku hafði hún gert sér far um, að lesa sem mest hún gat um stjórnmál landsins og var því ögn farin að skilja í þeim. En aldrei gat hún skilið neitt í því, hvernig- nokkur maður eða kona, gat haft aðra skoðun á þeim málum en maðurinn, sem nú var að tala af svo miklum sannfær- ingar krafti. Hann útlistaði málið svo skyn- samlega og vel að hver maður hlaut að skilja hann. Hún kom auga á stúlku fram á bekknum, sem fyrir óskiljanlegar ástæður henni varð svo starsýnt á, að hún fyrirvarð sig fyrir hvað hún starði mikið á hana. “Hver er þessi stúlka þarna yfir á bekkj- unum í fínu yfirhöfninni?” spurði hún Philip. “Það er ungfrú Sylvia Mason, dóttir hr. Masons, sem Strand er nú í félagi með,” svaraði hann. “Ó!” var alt sem Joyce sagði. En hún leit aftur yfir til Sylvíu og nú með sérstakri eftirtekt. “Finst þér hún ekki vera lagleg stúlka? Ef hr. Strand vinnur sigur -í kosningunum, þá mun hann eiga h'enni mikið að þakka sigur sinn, því hún kvað vera með afbrigðum mælsk og vinna af kappi fyrir hann að kosn- ingunum og hafa mikil áhrif meðal verka- lýðsins. Finst þér hún ekki aðdáanlega fall- eg?” spurði hann aftur. “Jú—meir en svo,” sagði hún dræmt. Philip leit til hennar rannsakandi augnaráði er hann heyrði hve dræmt hún svaraði. Nú varð hugur hennar aftur allur hjá Jóni, sem nú var búinn að ná sér á stryk og talaði af meiri mælsku en nokkru sinni fyr. Hann sagðist vita, að mismunurinn yrði aldrei mikill á hverja hliðina sem hann kynni að verða. Þegar talin yrðu atkvæðin, gæti því hvert eitt atkvæði haft mikla þýðing fyrir sig og bað fólk að minnast þess, að hann væri sá eini af þeim þremur er sæktu við kosning- arnar, sem væri þeirra maður — fólksins mað- ur, laus við allar klíkur og öll flokksbönd.” “Þvílíkur maður að mega elska og vera elskaður af.” Þéssi hugsun flaug gegnum huga Joyce og truflaði hana svo, að nú heyrði hún ekki hvað' Jón var að segja. “Að vera elskuð af þessum manni. Gat nokkur kvenn- maður óskað eftir nokkru fullkomnara í líf- inu?” Jón var hættur að tala og lófaklapp og fagnaðaróp glumdi nú um allaaxsalinn. “Að vera elskuð af þessum manni!” þessi hugsun greip Jþyce aftur og aftur og einlægt varð hún sterkari og sterkari. Hana langaði svo til að komast eitthvað burt frá mannfjöldanum og hávaðanum og geta verið ein með þessar hugsanir sínar. “Okkur er bezt að hafa okkur burt héðan. Hr. Strand biður okkur að bíða sín niður í biðsalnum,” sagði Philip og tók á handlegg Joyce. Þau gengu svo niður af pallinum. Hún var að reyna að hrinda frá sér þessum hugs- unum, sem höfðu gripið hana svo föstum tökum. Hvaða ósköp höfðu komið yfir hana alt í einu? Jón var ekki sá maður sem hún hafði nokkurn rétt til, að hugsa sér annað en góðan vin, sem hún mætti aðeins sjá á- lengdar. Slíkar stúlkur sem ungfrú Cora og Syl- via Mason voru þær einu, sem hún vissi um, er höfðu rétt til að vera elskaðar af manni eins og Jóni Strand. Þetta var hún að reyna að telja sjálfri sér trú um, á leiðinni ofan í biðsalinn og heyrði því ekkert af samtali þeirra Cobdens og Philips. ; “Eg er glaður í dag. Þetta verður eftir- minnanlegur dagur,” sagði gamli Cobden með ánægjubros á andlitinu. “Eg álít að hr. Strand sé sigurinn alveg vís nú,” sagðí Philip. “Hvaða álit hefir þú á drengnum mínum nú?” spurði Cobden og vék sér að Joyce, sem rankaði nú við sér. “Hann er undursamlegur maður. Því- líkt mikilmenni. Þú hefir vissulega ástæðu til að miklast af honum. Þú hefir gert fyrir hann alt það, sem nokkur faðir hafði gert, og eg elska þig fyrir það,” sagði Joyce en gáði svo að hvað hún hafði sagt. Hvaða ástæðu hafði hún til þess að elska Cobden fyrir það, sem hann hafði, gert fyrir Jón? Cobden leit til hennar spyrjandi augum og brosti svo. “Hvað skildi tefja Jón? Það er orðið á- liðið dagsins,” sagði Cobden. Rétt í því kom Jón inn í biðsalinn og Sylvia með honum og á eftir þeim kom svo hr. Mason. “Joyce, ungfrú Mason óskar eftir að kynn- ast þér,” sagði Jón og gekk til þangað sem Joyce stóð. Hann var rjóður í framan og feimnislegur á svipinn. Sylvia gat verið mjög aðlaðandi þegar hún vildi, og f þet.tíj. skifti vildi hún það. Joyce féll henni vel í geð strax og þær fóru að tala saman um fundinn, og þeim kom saman um það, að Jón hlyti að vinna sigur í kosningunum. “Mig vantar að þið komið og hafið kvöld- verð með okkur,” sagði Sylvía. Hr. Strand. Nú er starf yðar á enda, og á morgun hafið þér algerða hvíld. Komið því öll heim með okkur föður mínum.” Hún sá að Philip fór að draga sig fjær þeim. “Þér verðið að koma einnig, hr. Cranstan,” sagði hún því til hans. “Leyfið mér að gera yður kunnugann föður mínum.” Hr. Mason virti Philip fyrir sér á þann hátt, sem hann hefði aldrei séð neitt líkt fyr. Philip féll það ekki sem bezt en lét þó ekki á bera. “Við höfum mæst áður,” svaraði hr. Mas- on. “Hraðið yður nú fólk eg er orðinn hungr- aður. Þessir stjörmálafundir sannarlega gefa manni matarlyst, hr. Strand.” XXII. Kapítuli. í fyrstu var þessi stund, meðan á máltíð- inni stóð, ekki sem ánægjulegust og Sylvía óskaði að hún hefði aldrei boðið þeim heim. Hugur Jóns var alt annarstaðar og þegar talað var við hann, svaraði hann aðeins eins- atkvæðis orðum. En svo kom Philip öllu til hjálpar. Hann fór að tala glaðlega um alla heima og geima og kom lífi og fj.öri í samræð- urnar. Sylvia brosti blíðlega til hans um leið og hún stóð upp frá borðinu og fylgdi Joyce inn í setu stofuna. “Það virðist sem yður hafi líkað vel ræða hr. Strands í dag,” byrjaði sylvía er þær höfðu tekið sér sæti. “Það er ekki hægt annað en láta sér líka vel svoleiðis ræða. Ó, eg yrði fyrir svo mikl- um vonbrigðum ef hann tapaði kosningunni á morgun,” sagði Joyce og stundi armæðu- lega. “Hefir þú þekt hr. Strand um langan tíma?” “Nei, aðeins tæpar tvær vikur, — síðan eg kom til Englands. Hann hefir verið ósköp góður við mig.” “Vilt þú ekki segja mér eitthvað af sjálfri þér? Við ættum að vera vinur,” sagði Sylvía góðlega. “Eg á enga vini utan frænda mínum, hr. Cobden og svo hr. Strand,” sagði Joyce og tók svo að skýra Sylvíu frá í stuttu mái, æfi sinni í Ameríku. “Þú sérð nú er þú hefir heyrt sögu mína að vinskapur milli okkar er óhugsandi. Við erum af svo gjör-ólíkri stétt mannfélagsins,” sagði hún svo að endingu. “Heimska! Peningar eru ekki svo þýð- ingarmikið atriði þegar til alls kemur. En það eru bara þeir sem aðskilja okkur. Þér hlýtur að leiðast einni þarna hjá gamla Cobden og þeim hinum karlmönnunum. Hví kemur þú ekki og lifir hér með mér? Það yrði skémti- legra fyrir þig.” “Nei, þakka þér fyrir samt,” sagði Joyce óhikandi og einbeitt svo, að Sylvía varð undr- andi yfir svarinu. Hún hafði búist við að Joyce þægi þetta boð hennar jafn óhikandi og hún nú neitaði því. En hún lét ekki þarna staðar numið. “Þú segist vera mjög fátæk . Eg hefi lengi verið að hugsa um, að ráða til mín stúlku, sem væri á líkum aldri og eg er, mér til samfylgdar og skemtunar á heimilinu. Og nú vantar mig að geta fengið þig til þess að vera hjá mér. Viltu ekki koma til mín. Það skal fara vel um þig og þú skalt ekki þurfa að vinna annað en það, sem þér gott þykir?” “Eg get ekki skilið við frænda minn. Hann þarf mín við,” svaraði Joyce jafn ákveð- in og fyr. Það var eins og dökk slæða væri dregin fyrir andlit Sylvíu og hana setti hugsi. Þetta voru stór vonbrigði fyrir hana. En það glaðn- aði svipur hennar er hún sá Jón koma inn í stofuna. “Hr. Strand!” sagði hún. “Eg hefi verið að gera ungfrú Arnold kostaboð en hún hefir neitað að þiggja það. Viljið þér nú ekki reyna að fá hana til að ganga að boðinu?” “Hvaða kostaboð er það?” spurði Jón. “Eg hefi boðið henni að koma hingað og lifa hér með mér. Það yrði svo mikið ánægju- legra fyrir okkur báðar.” “Og hvað segir þú um það?” spurði Jón og leit til Joyce. “Eg get það ekki; frændi minn þarfnast mín,” svaraði Joyce lágt. “Já, þú munt hafa rétt fyrir þér Joyce. Gamli maðurinn þarfnast þín við.” “Eg hugsaði að þér munduð leggja mér liðsyrði í þessu máli, hr. Strand,” sagði Sylvía óþolinmóðlega. Hún átti því ekki að venjast, að haft væri á móti því, sem hún óskaði eftir. “Kanske að þú sjáir þig um hönd. Eg læt því boð mitt standa gott og gilt, fyrst um sinn.” Joyce kvaðst vera henni þakklát fyrir það. Þau fóru svo af stað heimleiðis. Á leið- inni bað Joyce Jón, að segja gamla manninum ekkert frá þessu tilboði sem Sylvía hafði gert henni. “Eg skil þig,” sagði Jón. “Og eg er þér sérlega þakklátur fyrir það, sem þú hefir nú allareiðu gert fyrir frænda þinn. Eg veit, að það er fyrir þín orð, að hann er farinn að minka svo mikið ófengisnautn sína.” “Eg vona af heilum hug, að hann hætti því með öllu,” sagði Joyce glöð yfir hugsun- inni um það, hvað hún væri þó komin langt með ætlunarverk sitt í þessu atriði. Jón fór ekki inn í setustofuna þegar heim kom, heldur rakleiðis til herbergja sinna og Philip með honum. “Eg er feginn að þetta verk er nú á enda,” sagði Jón. “Aðeins nokkrar klukku- stundir meir, og maður fær að vita um árang- urinn af starfi sínu.” “Hefir þú ekki góða von um sigur?” spurði Philip. “Nei, ekki get eg sagt, að eg hafi það. Eg geri frekar ráð fyrir að eg tapi, en ekki fyrir Sylvester samt sem áður.” “Það er skammarlegt að þeir skulu hafa beitt jafn miklu afli á móti þér, sem þeir hafa gert, og viðhafa jafn ódrengilega aðferð í kosninga baráttunni,” sagði Philip fullur gremjú til andstæðinga Jóns. Jón brosti bara góðlátlega að athuga semdum Philips. “Hver er nú að koma?” spurði Jón er barið var að dyrum á herberginu. “Eg veit það ekki, en eg skal fara til dyra og sjá hver það er,” sagði Philip og fór fram að dyrunum en kom að vörmu spori aftur. “Það er einhver ókunnugur maður, sem segist vilja fá að tala við þig. Þegar eg spurði hvað hann héti, þá segir hann að það skifti engu máli hvert nafn hans væri.” En gesturinn hafði ekki beðið þess að sér jo-ði boðið inn, heldur kom hann inn á eftir Philip og stóð nú við dyrnar á herberginu. “Gott kvöld, hr. Strand,” sagði komumað- urinn, sem var enginn annar en Gerald South- wold forsætisráðherra. “Vilduð þér gera svo vel og láta þjón yðar vera hinumegin hurðar fyrir augnablik? Eg þarf að tala við yður einan nokkur orð.” Philip leit til Jóns sem gaf honum bending um, að bezt væri að hann gengi út úr her- berginu á meðan. Philip skildi bendinguna og fór út. “Það er álit manna, að þér munuð tapa við atkvæðagreiðsluna á morgun,” byrjaði Gerald. “Og hann Sylvester yðar á enn minni sigurs von en þó eg. Hann fær að sitja að skófunum, eins og fleiri, sem verða að treysta á það, sem þér úthlutið þeim af náð yðar,” sagði Jón með kulda, hæðnis röddu. “Eins líklegt að Sylvester nái ekki heldur kosningu og er því sú hætta nú yfirvofandi að stjórnin tapi þar einu sæti.” “Þar er eg yður sammála. En ef svo fer, hverjum er þá um að kenna? Ekki bað eg Sylvester að sækja móti mér. Þér vitið nátt- úrlega ekkert hver bað hann að sækja. Nei, það stendur ekki til að þér vitið neitt um það.” “Það er enn ekki of sent, að tryggja yður sæti í öðru kjördæmi. Þér hljótið að viður- kenna, að mér hefir alla jafna verið umhugað um, að komast að samningum við yður.” “Já, nokkrum sinnum hafið þér reynt að freista mín. Og nú vil eg láta yður vita það, í eitt skifti ennþá, að allar samningstilraunir yðar við mig eru þýðingarlausar. E!r við töl- uðum um þetta síðast. lét eg yður hreinskiln- islega yita ástæðuna. Eg mintist á hr. Cob- den í því sambandi, þó eg vissi þá ekki eins vel og eg veit nú, ástæðuna fyrir þeim kala sem hann ber í brjósti sínu til yðar.” “Eg fer nú að álíta að þér séuð ómögu- legur stjórnmálamaður. Það eru nær 30 ár síðan eg þekti York Cobden. Eg er ekki hér til þess, að verja framkomu mína gegn hon- um.” “Hún var glæpsamleg og óhugsandi frá nokkrum öðrum manni en yður, af öllum þeim mönnum sem eg þekki og hefi kynst við.” “Eg skal jafnvel fara svo langt að viður- kenna að hún hafi ekki verið réttmæt. Eg var ungur í þá daga. Það er þýðingarlaust fyrir okkar málefni að ræða hér mína liðnu æfi, sem stjórnmálamaður er eg virtur af fólkinu, og það vitið þér. Engin getur sagt að eg hafi svikið flokk minn eða vini. Hreinskilnislega sagt, hr. Strand, þá fellur mér vel við yður að svo mörgu leiti, og það er yðar vegna, að eg er hér kominn í kvöld. Þér bíðið ósigur á morgun í kosningunni, og án minnar aðstoð- ar mun yöur ganga illa að ná sæti í öðru kjördæmi. Menn, sem hafa skoðanir líkar þeim, sem þér hafið, eiga örðugt uppdráttar í hugum fólksins, — sem betur fer. Þess vegna munuð þér ekki komast á þing og fram- tíöarvonir yðar allar kolivarpast. Aftur á móti þurfið þér ekki annað en láta í ljós vilja yðar um það, að sameinast mínum skoðunum og munu þá vegirnir til framtíðarframa standa yður opnir.” “Eg neita algerlega,” sagði Jón vondur og grimmúðlegur á svipinn. “Eg skal aldrei við- urkenna yður, sem leiðtoga minn í neinum skilningi. Eg get ekki aðgreint eða sundur- liðað yðar stjómmálalíf frá yðar prívat lífi. f mínum augum eruð þér fyrirlitlegur glæpa- maður í stjórnmálalífi yðar af því þér eruð það í prívat lífi yðar.” “Strand! Yður mun iðra þessara orða síðar,” sagði Southwold og var nú auðséð, að hann átti örðugt með að stilla sig. Hann fann að orð Jóns lýstu einlægri fyrirlitning á honum á öllum sviðum. Honum hafði aldrei fyr verið sagt svo bert til syndanna. “Eg hefi gert mitt ítrasta til að hjálpa yður. Nú getið þér lítið eftir yður sjálfir hér eftir,” sagði hann. “Eg kysi fremur að falla og bíða ósigur f öllum mínum fyrirtækjum í lífinu, en að eiga velgengni mína yður að þakka að nokkru leyti. — Yðar kvennníðingnum, þrælmenninu, sem-----” “Hægan! Jón Strand,” grenjaði Gerald. “Mig undrar stórlega að þér skulið geta gengið uppréttur fyrir skömm á sjálfum yður, vitandi að----”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.