Heimskringla - 24.05.1933, Side 3
WINNIPEG, 24. MAÍ 1933
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA.
Phone 22 935 Phone 25 237
HOTELCORONA
26 Kooma Wlth Bnth
Hot and Cold Water ln Every
Room. — $1.60 per day and up.
Monthly and Weekly Rates
on Request
Cor. Main & Notre Dame East
WINNIPEG, CANADA
BRÉF TIL HKR.
Hr. ritstj. Hkr.:
I>að hefir verið mér mikið
áhugaefin eins og mörgum öðr-
um hið fjárhagslega öngþveiti,
sem íslenzku blöðin í Winnipeg
hafa við að stríða sérstaklega
vegna þess að vanskil á hinni
árlegu borgun fyrir þau er aðal
orsökin. En af því að á úrslit-
um þessa máls hvílir sæmd
Vestur-íslenzka þjóðarbrotsins í
framtíðarsögunni þá treysti eg
og tel víst að málinu verði borg-
ið á viðunandi hátt. Þessi blöð
hafa verið íslenzka þjóðflokkn-
um ómetanlegt menningaratriði,
og milliliður á félagslífi þeirra.
Þekkingar uppsprettu á hinu
merkasta, sem er að gerast í
heiminum og sem mest er um-
vert hafa þau verið aðal að-
stoðin í viðhaldi hinnar íslenzku
tungu -meðal þjóðflokksins hér
vestra. Að því er mig sjálfan
snertir hafa þessi umræddu blöð
verið mér kærkomnir vikulegir
gestir. Þau hafa veitt mér marg-
ar ánægjustundir, en það, sem
sérstaklega hefir hrifið mig nú
í seinni tíð var bréfið úr Skaga-
firði, sem Heimskringla birti í
vetur. Það bréf var mér sannur
ánægjugeisli í myrkrið mitt.
í Skagafirði lifði eg æskuna
og fyrripart fullorðins áranna.
Þá reyndi eg að leggja mönnum
og málefnum alt það lið, sem í
mínu valdi stóð. Það er mér
því mikið gleðiefni að fá að vita
um þær andlegu og verklegu
framfarir, sem sveit,ungar mín-
ir hafa komið í framkvæmd síð-
an eg fór frá þeim. En það er
þó sérstaklega eitt, sem bréfið
skýrir frá, sem mér er nákomn-
ast ánægjuefni en það er viður-
kenningin um hin menningar-
legu afrek búnaðar skólans á
Hólum í Hjaltadal, en orsökin
til þeirrar náægju er sú að eg
var einn af þeim mönnum, sem
frá byrjun unnu að því að kaupa
jörðina og koma skólanum á
fót, og var síðan meðnefndar
maður í skólastjórninni þangað
til eg fór af landi burt 1887.
Allir aðrir, sem unnu við stofn-
un skólans munu nú dánir. En
fyrsti skólastjórinn mun vera
enn á lífi.
Ekkert getur verið ánægju-
legra fyrir gamalmennið en að
eiga þá meðvitund í fórum sín-
um að framkvæmdir hans í líf-
inu hafi borið góða ávexti, og
góðar afleiðingar, og þann á-
nægjugeisla meðvitundarinnar
getur engin frá mér tekið. Eg
er Heímskrínglu þakklátur fyrír
að birta þetta umrædda bréf, og
þó sérstaklega höfundinum, sem
samdi það og kunni að setja sto
fjölbreytt efni í svo skiljanlegan
og skipulegan búning. Eg sendi
svo öllum hlutaðeigendum í
umræddu máli mínar beztu ósk-
ir og beztu þakkir.
Athugasemd: í sambandi við
framanritaða grein vil eg bæta
þeirri bendingu við hvað fram-
tíð hinna umræddu blaða snert-
ir þá er auðsætt að þau verða að
fylgjast með tímanum og laga
sig eftir þeim breytingum, sem
altaf eru að gerast í háttum og
menning Vestur-íslendinga þar
sem þriðji ættliðurinn er nú að
taka við völdum í andlegu og
verklegu framkvæmdalífi þeirra
og þar sem stór hluti hans hefir
ekki lært íslenzka tungu virð-
ist óhjákvæmilegt að prenta
blöðin að einhverju leyti á
ensku tungumáli, og á þann
hátt geta blöðin verið þessum
þriðja ættlið sama aðstoðin eins
og þau hafa verið hinum fyrri.
Þó hkiir islenzku, framtíðar ætt-
liðir hér hætti að nota og skilja
íslenzka málið eru þeir samt ís-
lendingar. Þeir þurfa því að
hafa blöð til að ræða mál sín
og halda uppi sæmd þjóðflokks-
ins í samkepni afburða mann-
anna, sem eru að skapa þjóð.
Framtíð blaðanna er algerlega
á valdi ungu samtíðar kynslóð-
arinnar, hún ætti því að hefjast
handa og safna nýjum kaupend-
um, taka þau í sína þjónustu og
gera þau að miðstöð á starfsvið-
um manndóms og menningar,
þjóðinni til uppbyggingar og
sæmdar.
Með virðing og vinsemd,
Magnús Jónsson,
frá Fjalli.
I NAZISTAR OG GYÐINGAR
Menn eiga yfirleitt erfitt með
að átta sig á því sem gerist í
Þýskalandi um þessar mundir.
Blöð stjórnarandstæðinga eru
annað hvort bönnuð eða undir-
gefin ritskoðun. Að eins eitt
blað í Þýskalandi, hægrablaðið
“Deutsche Allgemeine Zeitung”,
getur ennþá leyft sér að láta
sjálfstæðar skoðanir í ljósi, og
þó aðeins að nokkru leyti. Er-
lendir fréttaritarar eiga í hættu,
að þeim verði vísað úr landi, ef
þeir breiða út fregnir, sem Naz-
istum líkar miður. Eitt af stær-
stu blöðum Norðurlanda, “Göte-
borgs Handelstidning” hefir því
kvatt fréttaritara sinn í Berlin
heim — “þar sem honum 'var
ekki leyft að skýra frá því sem
hann vissi að var satt”. Við
þetta bætist, að Nazistar
þröngva andstæðingum sínum
til þess að bera til baka ýmsar
fregnir um ástandið í Þýska-
landi.
Samkvæmt opinberri tilkynn-
ingu frá miðstjórn Nazista-
flokksins eiga Nazistar að koma
því til leiðar, að sérhver Þjóð-
verji tilkynni kunningjum sín-
um og viðskiftavinum erlendis,
að friður og ró ríki í Þýska-
landi. Af þessum ástæðum
hafa margir Gyðingar í Þýska-
landi sent til útlanda skeyti, þar
sem þeir fuliyrða, að skelfing-
arfregnimar og kvíðvænlegar
fréttir um Þýzkaland séu ósann-
ar. Þessi svokölluðu “Goebels-
skeyti eru flest orðuð eins, að
líkindum að undirlagi yfirvald-
anna”. Af framangreindum á-
stæðum er oft erfitt að greina á
milli sannra og ósannra fregna
frá Þýskalandi.
Frá Þýskalandi hafa að und-
anförnu borist hræðilegar
fregnir um morð, ofbeldisverk,
misþjTmingar á föngum í
fangelsunum o. m. fl. Nazista-
ráðherrann Göhring hefir að
sumu leyti gefið þessum fregn-
um byr í seglin. Göhring hefir t.
d. sagt opinberlega, að lögregl-
an og Nazistaherinn eigi held-
ur að skjóta of mörgum en of
fáum skotum. Göhring hefir
ennfremur sagt opinberlega “að
það sé ekki hlutverk lögregl—
unnar að vernda 80,000—100,000
fanga í fangejsunum”.
Margar af fregnunum um of-
beldisverk í Þýskalandi eru
vafalaust ósannar. T. d. birtu
nokkur blöð þá fregn, að Naz-
istar hafi myrt kommúnistfor-
ingjann Thalmann í fangelsinu.
Nokkru seinna var erlendum
fréttariturum gefið tækifæri til
að tala við Thalmann og ýmsa
aðra fanga. Föngunum bar öll-
um saman um það, að fregnirn-
ar um misþyrmingar í fangels-
unum væru ósannar.
Með þessu er þó ekki sagt, að
engin ofbeldisverk haff verið
framin í Þýskalandi. Áreiðanleg
biöð víðsvegar um heim hafa
flutt fregnir um líkamlegar mis-
þyrmingar og jafnvel morð á
andstæðingum Nazista. Þessar
fregnir geta ekki allar verið
hæfulausar. Þótt hinsvegar alt
bendi til þess, að ofbeldisverkin
hafi ekki verið framin með vilja
stjórnarinnar. Jafnvel “Times”
talar um ógnaröld (terrorisma)
í Þýzkalandi og flytur nákvæm-
ar fregnir um ýms ofbeldisverk
af hálfu Nazista. Og “Times”
er blað, sem ekki er vant að
hlaupa með flugufregnir. M. a.
talar “Times” um að margir
hafi verið teknir fastir.af “prí-
vat” persónum og að þessum
mönnum sé haldið í varðhaldi
í “prívat” húsum í Berlin. Blað-
ið segir að meðal þessara fanga
séu heimsfrægir menn.
í seinni hluta f. m. birti Hitl-
er tilkynningu, þar sem hann
segir m. a. að nú verði ofbeldis-
verk í landinu að hætta. Dag-
inn eftir skrifar hægrablað
Deutsctíe Allgem. Zeitung m. a.,
að síðan þ. 16 marz hafi bæði
í berlín og víðar gerst viðburð-
ir, sem ríkisvaldið geti ekki þol-
að. Blaðið talar um ofbeldis-
verk, sem séu ekki síst óþolandi
af þeirri ástæðu að þau hafi
verið framin af 18—20 ára
gömlum skólastrákum. Blaðið
’ætur í ljósa gleði yfir tilkynn-
ingu Hitlers og segir að sérhver,
sem raski friði heimilanna
skerði persónulegt frelsi eða
verði sekur um aðrar refsinga-
verðar athafnir, verði framve.v-
is afhentur lögreglunni. Og nú
eigi lögreglan að fá tilkynningu
’im þá staði, þar sem “pólitísk-
um föngum”, handteknum af
“prívat” persónum, sé haldið i
^arðhaldi. Þannig talar blað,
°em er nákomið einum af
stjórnarflokkunum í Þýskalandi,
nefnil. þýsk-nationala flokknum.
Bæði framannefnd tilkynning.
Hitlers og ummæli Deutsche
Allgem. Zeitungs bera vott um
að fregnirnar um ofbeldisverkin
í Þýskalandi hafa ekki verið al-
gerlega hæfulausar.
Nazistar hafa árum saman
cáð hatri í garð Gyðinga. Það
má því tleja víst að ofbeldis-
verkin í Þýskalandi hafi ekki
síst bitnað á Gyðingum. Flótti
margra Gyðinga frá Þýskalandi
bendir til þess að svo hafi ver-
ið. — í lok f. m. sagði enski
stjórnmálamaðurinn Robert
Cecil lávarður í ræðu: “Þýski
sendiherrann hefir fullvissað
mig um, að stjórn Hitlers ætli
að binda enda á ofbeldisverkin
gegn Gyðingum”. — Nokkru
sðar gerða glöð Naz-
ist yfirlýsingu um Gyð-
ingamálin í Þýskalandi. Þar
er sagt, að “líkamlegar mis-
þyrmingar hafi átt sér stað um
tíma” en nú sé bundinn endi á
þetta. Þarna er vafalaust skýrt
rétt frá.
Sumstaðar erlendis hefir án
efa verið gert of mikið úr Gyð-
ingaofsóknunum í Þýskalandi.
Samkvæmt Nazistablöðum hafa
erlend blöð breitt út þær fregn-
ir, að hendurnar hafi verið
höggnar af handteknum Gyð-
ingum, margir hafi verið myrtir
og brytjuð Gyðingalík liggi í
hrúgum í Spree. Þessar og
svipaðar fregnir eru án efa reif-
arasögur. Annars er ekki kunn-
ugt í hvaða blöðum Nazistar
hafa lesið þessar fregnir.
Fregnirnar um Gyðinga of-
sóknirnar vöktu mikla gremju
meðal Gyðinga erlendis: marg-
ir þeirra komu sér saman um
að kaupa ekki þýskar vörur.
í lok mars, ákvað miðstjóm
Nazist-aflokksins þýska að úti-
loka Gyðinga í Þýskalandi frá
öllum viðskiftum. Flokksstjórn-
in skoraði því á alla Þjóðverja,
að hætta öllum viðskiftum við
Gyðinga, bæði kaupmenn,
lækna lögfræðinga og aðra Gyð-
inga frá 1. apríl kl. 10 árd, að
telja Nazistaflokksstjórnin sagði
að þetta væri vamarráðstöfun
vegna rógbHrðari'ns um Nazista
erlendis. Af Nazistablöðum má
þó sjá, að ástæðurnar til þess-
,ara ráðstafana voru að minsta
kosti meðfram aðrar. “Öll neyð-
in og vandræðin í Þýskalandi
eftir stríðið eru Gyðingunum að
kenna”, skrifar “Der Angriff”,
blað Goebbels, 28. f. m. Að und-
anförnu hafa Nazistar hvað eft-
ir annað brýnt fyrir þýsku þjóð-
inni, að ósigur Þjóðverja í
heimsstyrjöldinni, byltingin í
Þýskalandi haustið 1918, og öll
vandræðin eftir stríðið sé alt
saman verk Gyðinganna.
í Þýskalandi eru alls um 650
þúsund menn og konur af Gyð-
ingaættum, þar af 100 þúsund
kristnir. Forfeður margra nú-
lifandi Gyðinga í Þýskalandi
hafa flust þangað fyrir mörgum
manhsöldrum.
Nazistar berjast á móti Gyð-
ingum fyrst og fremst af þjóð-
ernislegum ástæðum. Eitt aðal-
atriðið á stefnuskrá Nazista
hefir lengi verið það, að ein-
göngu fólk sem er þýskt að
þjóðerni, geti notið ríkisborgar-
rétts í Þýskalandi. Atvinnu-
samkepni er önnur aðalástæðan
til baráttunnar á móti Gyðing-
um. Á keisaratímanum höfðu
Gyðingar í reyndinni ekki að-
ganga að ríkisembættum, en
beir fengu það eftir byltinguna
1918. Nazistar vilja aftur meina
Gyðingum aðgang að ríkisem-
bættum. Þár að auki vilja Naz-
istar draga úr atvinnuleysinu
meðal lögfræðinga og lækna,
'em eru þýskir að þjóðemi.
Nazistar vilja enn fremur úti-
loka Gyðinga frá öðrum at-
vinnurekstri, einkum verzlunar-
rekstri. Hin stóru Gyðinga-
vöruhús eru nefinlega hættuleg-
ir keppinautar smákaupmann-
anna, en margir þeirra eru fylg-
’smenn Nazista.
Viðskiftin við Gyðinga í
Þýskalandi voru aðeins stöðvuð
einn dag. Svo afturkallaði
nokksstjórn Nazista viðskifta-
stöðvunina. Það er sagt, að
Sdhact ríkisbandastj., Neurath
utanríkisráðherra og amerískir
fjármálamenn hafi varað Hitler
við að halda henni áfram, því
að hún mundi valda mikilli
truflun í atvinnulífi Þjóðverja,
hafa óheppileg áhrif á utanrkis-
verzlun og fjármál þeirra og
yfirleitt skaða Þjóðverja erlend-
is. Það hefir mælst illa fyrir, að
Nazistar hafa “æst stórþjóð upp
á móti varnarlausum minni
hluta”, eins og “Times” kemst
að orði. f enska þinginu hefir
Sir John Simon, utanríkisráð-
herra, lýst yfir því, að öll enska
þjóðin fordæmi atferli nýju
þýsku valdhafanna gagnvart
Gyðingum.
Með afurköllun bannsins
gegn viðskiftum við Gyðinga í
Þýskalandi er barátta Nazista á
móti Gyðingum langt frá lokið.
Flestum embættismönnum af
Gyðingaættum hefir verið vikið
frá embættum. Gyðingar rekn-
ir frá öllum blöðum og leikhús-
um og framvegis mega að eins
vera 35 málfærslumenn af Gyð-
ingaættum í Berlín (hingað til
um 2000). — Og nú á að tak-
marka aðgang Gyðinga að æðri
skólum.
Vafalaust sér Hitler um, að
“ekki verði skert eitt hár á
höfði Gyðinga”, en smátt og
smátt verða þeir sviftir öllum
tilverumöguleikum í Þýskalandi.
Khöfn í apríl 1933
—Mbl. P.
EVRÓPU VÍSUNDURINN
Flestir hafa heyrt talað um
vísundana í Norður-Ameríku,
sem langt fram á 19. öldina
reikuðu í miljónatali þar um
grassléttumar, en voru skotnir
niður á tiltölulega fáum árum,
eftir að járnbrautin var lögð
vestur, og var þá aldrei hirt
nema húðin. Leit um tíma út
fyrir að þessari tilkomumiklu en
meinlausu villinautategund
nyndi verða gersamlega út-
"ýmt, en svo varð þó ekki, þvf
nokkurar smáhjarðir varðveitt-
ust. En um langan tíma var
það svo, að þeim gerði hvorki að
fjölga eða að fækka. En eftir
að þeim voru búin ný friðlönd í
óbygðum norður í Canada og
flutt þangað hefir þeim fjölgað
mikið.
Um Evrópu-vísundinn hafa
litlar sögur farið, enda hafa
ekki verið til af honum á síðari
tímum nema smáflokkar, og að
eins á tveimur stöðum: í Bía-
lovic-skógi í Lituaniu (Lithauz-
in) og í óbygðum í Kákasus-
fjöllum. Heyrðu hvorir tveggju
hóparnir undir veldi Rússakeis-
ara fyrir stríð. Var vísundanna
gætt vandlega á fyrnefnda
staðnum, því þar var veiðigarð-
ur keisarans, en sagt er að þeg-
ar stríðið geisaði á þeim slóð-
um, hafi þeim verið nær útrýmt.
En nokkuð er til af vísundum
þessum í dýragörðum, því þeir
þrífast þar sæmilega og tímgast
þar. Má meðal annars sjá þá í
dýragörðunum, sem íslendingar
helzt heimsækja, sem eru dýra-
garðarnir í Kaupmannahöfn og
í Edinborg.
Evrópu-vísundurinn er nokk-
uð minni Aexti en sá ameríski,
og ekki með eins mikla kryppu
um herðarnar. Er mælt að
Ameríkutegundin geti orðið
þriggja metra löng (nautið) og
alt að 1000 kg. að þyngd. En
Evrópu-tegundin er nokkuð
minni. Vísunda-kjötið er ágætt
átu, og óþekkjanlegt frá nauta-
kjöti.
í ráði er nú að koma upp frið-
landi fyrir Ev’rópu-vísundinn í
suðurhluta Bæjaralands í Þýzka
landi, en féð, sem til þess þarf,
leggur ríkissjóður Bæjaralands
Þér sem notið
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
BirgOlr: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - CÆÐI - ÁNÆGJA
fram að mestu, en sumpart Vís-
undafélagið, sem stofnað hefir
verið til þess að hrinda þessu í
framkvæmd. Hefir land þegar
verið ákveðið til þessa, og legg-
ur ríkið það til, svo sem timbur
til girðinga kringum það og
timbur til skjólhúsa og fóðrun-
arstöðva. þar sem umsjónar-
maður á að búa, og gefa á vís-
undunum ef aftök verða. Ekki
verður byrjað þarna nema með
þremur dýrum, tveimur kúm og
einu nauti. Ætlar dýragarðurinn
í Berlín að lána aðra kúna, en
hin tvö dýrin á að kaupa, ef þau
ekki fást gefins eða lánuð, sem
sumir gera sér von um. O.
—Alþbl.
NÝLENDAN í
SKORESBY-SUNDI
Grænlendingarnir, sem fluttir
voru til Skoresbysunds 1924,
voru 85 að tölu. Þeim hefir
farnast vel í hinum nýju heim-
kynnum sínum og eru nú órðn-
ir 150. Hafa fáir dáið, en
mikið fæðst af börnum. Sagt
er að björgulegt sé þarna við
Skoresbysund fyrir Grænlend-
inga, mikið þar af sel, rostung,
náhveli, refum og björnum, og
dálítið af sauðnautum, en þau
eru friðið. Höfðu Grænlend-
ingarnir í fyrstu tekið bannið
við að skjóta þau bókstaflega
og drápu eitt eða tvö þeirra
fyrsta veturinn með því að rota
þau. Nokkuð er þarna líka af
fugli á sumrin.
Sagt er að þarna við Skores-
by-sund sé nóg rúm og veiði
fyrir all-stóra Skrælingjabygð,
enda er þarna um stórt svæði
að ræða. Skoresbysund er ekki
sund, eins og haldið var þegar
því var gefið nafn, heldur geysi-
stór fjörður, sem skerst inn í
austurströnd landsins. —Aliþbl.
“Endurminningar”
FriSriks Guðmundssonar eru til
sölu hjá höfundinum við Mo-
zart, í bókaverzlun ó. S. Thor-
geirssonar og á skrifstofu Hkr.
Fróðleg og skemtileg bók og
afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25.
Prentun
The Viklng Press, Limited, gerir psentun smáa og stóra, fyr*
ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega
og fljótt og vel af hendi leysL Látið oss prenta bréfhajusa
yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta.
Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi.
THE VIKING PRESS LTD.
853 SARGENT Ave., WINNIPEG
«ími 86-537 *