Heimskringla - 20.09.1933, Side 6
6. SlÐA.
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 20. SEPT. 1933
JÓN STRAND
Saga eftir
PAUL TRENT.
Þýdd af
G. P. MAGNÚSSON.
“Eg sagði áðan, að eg tryði því, að Strand
væri saklaus af þeim óhróðri sem á hann væri
borinn,” byrjaði Sylvester. “Eg er algerlega
sannfærður u.m að hann sagði sannleikann
þegar hann sagðist ekki hafa vitað um inni-
hald skjalanna, sem hann undirritaði. Er það
ekki satt og rétt, sem hann sagði?”
“Það mun vera alveg rétt,” sagði Mason
þurlega.
“Og eg trúi því jafn fastlega, að South-
wold hafi átt þátt í að koma þessum leik af
stað, og leikið einn þáttinn sjálfur.”
“Þér er óhætt að bera mig fyrir því, að
hér voru tveir óþokkar að verki, og að South-
wold var annar þeirra.”
“Og þú hinn,” sagði Sylvester og horfði
einbeittum augum á Mason.
“Eg meinti í raun og veru aldrei að skaða
Strand. Mér var ekkert þessháttar í huga. Eg
misreiknaði dæmið frá fyrstu, eg trúði því
aldrei, að Jón væri jafn mikill staðfestu maður
og hann reyndist að vera. Þegar eg svo fann
það út, þá var eg kominn of langt. Eg fann
að maðurinn, sem var með mér í því, ajp reyna
á þennan hátt að bæla Jón til undirgefni og
hlýðni við vilja okkar og áform, var slungnari
en eg sjálfur. Nú hefir þú heyrt þessa skamm-
arlegu sögu. Eg var að berjast fyrir því, sem eg
áleit dóttur minni til farsældar, en Southwold
hafði í huga að tryggja vald sitt í stjórnarsess-
inum. Og það lýtur út fyrir að Southwold
hafi fengið það, sem hann var eftir. Eru
nokkrar fleiri spurningar?”
“Eg er nú ekki alveg viss um að South-
wold hafi enn fengið það, sem hann var eftir.
— Eg er viss um að hann hefir ekki fengið
það, og að hann fær það aldrei, ef þú vilt
slást í förina með okkur hinum til Loamshire
og leggja hönd að verki.”
“Það er einmitt það, sem eg var búinn að
hugsa mér að gera, en eg var ekki alveg bú-
inn að komast niður á þá vinnu aðferð sem
eg skildi taka. En eg get ekki skilið því þú
lætur þér svona ant um þetta mál.”
“Fyrir réttlætið vinn eg. Eg hefi alla
jafna haft mikið álit á Strand. Hann er
strang-heiðarlegur maður í alla staði og alls
ekki líklegur til að hafa gert það, sem á
hann er borið. Hann hefir orðið bráð djöful-
legra athafna ærulausra manna. Og nú verð-
um við að ná honum úr varga klóm — ertu
reiðubúinn að vera með?”
“Já, en heldurðu að þeir trúi mér?”
“Það er kanske ekki nauðsynlegt að
nefna Southwold fyrst um sinn í þessu sam-
bandi. Þú getur sagt að þú hafir verið að
nota Strand sem verkfæri í þínar eigin þágu.
— Þú getur sagt að hann hafi verið svikinn og
vélaður án þess þú nefnir Southwold.”
“Eg skil það. Þú ert sem sé að reyna að
hlífa Southwold og koma því svoleiðis fyrir,
að skömmin skelli öll á mér einum,” sagði
Mason reiður.
“Nei, eg er að reyna að hjálpa Strand.
Það mundi enginn maður trúa því, að for-
sætisráðherrann sjálfur gerði tilraun til að
eyðileggja framtíð nokkurs manns. Hugsaðu
um þetta atriði og veit eg þá, að þú sérð að eg
hefi rétt fyrir mér.”
“Eg treysti því, Sylvester að hér sé ekki
um ný svik að ræða, og kem því með ykkur
til Loamshire.”
Og Sylvester varp andanum léttilega því
honum fanst hann nú hafa unnið bardagann.
Bara að Mason tapaði nú ekki kjark á leið-
inni.
XLIV Kapítuli.
Jón hafði lokið við miðdagsverð sinn og
var nú sestur inn í setustofu gistihússins og
reykti pípu sína áður hann færi á fundinn sem
halda átti í bæjarráðshöllinni þá eftir miðdag-
inn. Jón var ekki með sinni vanalegu gleði —
hann var þungbúinn á svipinn og hugsi. Hann
vissi að innan fárra klukkustunda yrði dóm-
urinn kveðinn upp yfir honum og hann var
áhyggjufullur út af því, hvernig sá dómur
mundi hjóða. Hann bjóst eins vel við, að þeir
mundu neita að hlusta á hann. — Einnig gat
það farið svo langt, að hann væri ekki óhultur
þar fyrir líkamlegum áverka.
Síðan hann kom til Loamshire hafði hann
unnið hart bæði í bænum sjálfum og héraðinu
í kring um bæinn. Og eins og Philip hafði
skrifað Sylvíu, þá var hann sér þess vitandi,
að hann hafði unnið töluvert á og hafði nú
nokkra von um sigur.
“Hvaða ósköp ert þú fölur í andlitið,”
sagði hann við Philip.
En Philip svaraði engu. Það sem angraði
hann var ekki honum sjálfum víðkomandi held-
ur vini hans. Einnig hafði hann fengið sím-
skeyti frá Sylvíu þar sem hún segist vera á
leiðinni til Loamshire og bað hann að láta
ekki Jón vita neitt um það.
“Eg hefi beðið um lokaðann vagn fyrir
okkur,” sagði Philip.
“Eg hefi hugsað mér að ganga yfir að
fundarstaðnum,”/sagði Jón.
Þeir lögðu svo af stað saman. Það var
mikill mannfjödi á leið til bæjarráðshallarinn-
ar. Fólkið í Loamshire og nærliggjandi hér-
aði, hafði ekki fyrir mörg ár verið í slíkum
æsingi og nú. Það var sér þess meðvitandi,
og alt landið leit til þess og beið með óþolin-
mæði eftir dómsákvæði frá þeim í máli Jóns.
—Fólkið var hálf trylt af meðvitundinni um
það, að þeirra hlutverk væri áríðandi; undir
því væri komin velferð lands og þjóðar, hvernig
það leysti það hlutverk af hendi.
Mannfjöldinn kom auga á Jón og einhver
byrjaði að hrópa húrra fyrir honum; aðrir
tóku undir það, en sumir hrópuðu hið gagn-
stæða. — Jón var orðinn umkringdur af mann-
fjöldanum og Philip varð að ryðja þeim leið
með olnbogaskotum það sem eftir var vegarins
til fundarstaðsins, sem til allrar lukku var
ekki langur. Þeir náðu framdyrum hallarinn-
ar og komust inn eftir að hafa verið hrynt og
hrjáð talsvert en eigi þó til saka.
í biðsalnum voru nokkrir af fylgdarmönn
um Jóns og þeirra á meðal maður sá sem
fenginn hafði verið sem fundarstjóri fyrir
þennan fund, Joshua Sawyer að nafni. Hann
stóð á fætur er hann sá Jón koma inn; gekk
móti honum og heilsaði með handabandi.
“Þetta verður mikill fundur, hr. Strand,”
sagði hann og mátti sjá að taugar hans voru
ekki eins styrkar og búast hefði mátt við,
svona áður fundur var settur.
Hr. Sawyer var mikils metinn verzlunar-
stjóri þar í borginni og gaf sig talsvert að
stjórnmálum. Þeir sögðu gárungarnir að hann
kynni lag á því, að fylla meirihluta flokk
æfinlega. Þó hann hefði gefið það eftir að
vera fundarstjóri að þessu sinni, þá var hann
nú farinn að iðrast þess. — Hávaðinn sem
barst fram úr fundarsalnum, hafði ekki góð
áhrif á taugakerfi hans, og hann jafnvel lét
það í ljós við kunningja sinn að hann skyldi
glaður gefa stórfé til að þurfa ekki að vera
viðstaddur á fundinum, hvað þá fundarstjóri.
Jón sá strax ásigkomulag hans, en það
var enginn leið til að fá annan mann í hans
stað nú, þar sem komið var að hinum á-
kveðna byrjunartíma og salurinn pakk fullur
af fólki.
“Hr. Sawyer, gerið svo vel og gangið
á undan inn í salinn,” sagði Jón eins og ekkert
væri um að vera.
Dyrunum var kastað opnum, og er fund-
arstjórinn, sem var vel þektur, kom inn í sal-
inn, byrjuðu lófaklöpp og óp. En er Jón gekk
upp á ræðupallinn mínkaði hávaðinn smám-
saman unz algerð þögn var komin á í öllum
hinum stóra sal. Alt í einu rak einhver upp
skellihlátur; svo stóðu margir upp úr sætum
sínum og hávaðinn byrjaði á ný. Jón leit yfir
mannfjöldann, góðlegur en einbeittur á svipinn.
Hann tók nákvæmlega eftir öllu og það heyrði
hann, að hávaðinn samanstóð eins mikið af
fagnaðar ópum frá fylgjendum hans, sem af
því, sem hann síðar kallaði — skrílslátum frá
andstæðingum hans.
Þegar Jón hafði tekið sæti sitt, mínkaði
hávaðinn svo nærri var hljótt í salnum. Ein
rödd skar þó upp úr — dimm og ruddaleg
rödd, sem túlkaði tilfinning þess er hana átti
með orðunum “Föðurlands svikari.”
Fundarstjóri stóð nú á fætur og byrjaði að
tala til fólksins, en þá óx hávaðinn og það var
hrópað í sífellu á Strand að byrja á sínum
Pílatusar þvotti.
“Gefið gamla Joshua tækifæri að tala —
honum þykir svo gaman að heyra sína eigin
rödd,” kallaði einhver. — Svo varð hlátur um
allan salinn.
“Herrar og frúr!” byrjaði loks fundar-
stjórinn er hlé varð á hávaðanum. “Eg skal
lofa því, að taka ekki upp mikinn tíma frá
ykkur með ræðu frá mér sjálfum. við erum
hér saman komin í dag til þess, að hlusta á
mál þess manns, sem er þingmaður fyrir þetta
kjördæmi.
Nú varð hávaði aftur; óp og köll. Fundar-
stjóri tók eftir því að hann hafði hlaupið á sig,
því hrópað var, að Strand hefði orðið að segja
af sér og væri ekki þingmaður þeirra.
“Sem var þingmaður okkar,” leiðrétti
fundarstjóri sjálfa nsig. “Við hljótum öll að
viðurkenna hugrekki hans, þar sem hann kem-
ur nú enn fram fyrir kjósendur sína, þrátt
fyrir þær kærur, sem á hann hafa verið
bornar. Hvað viðkemur sjálfum mér, þá vil
eg geta þess hér, að hr. Strand hefir aldrei
tapað minni tiltrú til hans.”
Er fundarstjóri sagði þetta, heyrðust fagn-
aðaróp víðsvegar úr salnum frá fylgdarmönn-
um Jóns.
“Mér hefir verið sagt að sannanir gegn
okkar fyrverandi þingmanni væru sterkar.”
Nú byrjuðu óhljóðln frá hinni hliðinni.
“Látum okkur heyra hvað hann sjálfur hefir
að segja sér til málsbóta,” var nú hrópað.
Þessi áskorun var endurtekin upp aftur og
aftur svo fundarstjóri komst ekki að til að
segja meir. Snýr hann sér því að Jóni ráða-
leysislegur og talaði eitthvað við hann, sem
ekki var hægt að heyra hvað var, en Jón
svaraði því, með því að kinka höfði og nú
stóð hann á fætur, en fundarstjóri settist nið-
ur og tók að þurka svitann af enni sér með
stórum vasaklút.
Nú byrjuðu andstæðingar Jóns fyrir al-
vöru með árásir á hann — kölluðu hann ýms-
um ónöfnum, hlógu að honum, bentu á hann
og lítilsvirtu á allan þann hátt er þeir gátu við
komið. En ekkert þetta virtist hafa áhrif á
Jón, og það sá hann að þeim þótti verst. Hann
stóð þarna á pallinum og beið þess, að sér
yrði gefið tækifæri að taka til máls. Svipur
hans var góðlegur og djarfmannlegur, og bros
lék um varir hans.
“Eg fer ekki fram á annað frá ykkar hálfu
en sanngimi og réttlæti sagði Jón með skærri
röddu er hljómaði um allan salinn, eins fljótt
og hann fékk tækifæri fyrir hávaðanum, að
taka til máls.
Það varð steinhljóð strax. Menn gátu
ekki annað en borið virðingu fyrir þessari rödd
sem .var svo skír og hrein, og hinn góðlegi
svipur og djarfmannlega framkoma hlaut að
koma hverjum einum til að hlusta og hugsa.
Jón fann samt sem áður að mikill meiri hluti
fundarmanna voru móti honum.
“Herrar mínir og frúr,” byrjaði Jón aftur
“Mér þykir sérlega mikið fyrir því, að þessi
fundur hér í dag skyldi verða nauðsynlegur, en
mér kemur ekki til hugar að flýja það mál-
efni sem fyrir fundinum liggur. Eg stend því
hér frammi fyrir yður kærður um föðurlands-
svik og öll önnur möguleg svik. Já, það eru
svik að bregðast trausti þeirra, sem bera til
manns traust, aðallega mun eg vera sakaður
um, að hafa svikið yður til þess að auðga
minn eigin hag fjármunalega.” Það varð and-
artaks þögn. “Eg geri þá yfirlýsing hér, að
þessi ásökun er með öllu röng og engin fótur
fyrir henni.”
Fundarmenn höfðu orðið svo hugfangnir
af rödd hans og framkomu, að nú gerði enginn
hinn minsta hávaða, svo Jón hélt áfram máli
sínu.
“Eg átti engann þátt í félagsmyndunar
hugmynd hr. Masons. — Eg hafði enga hug-
mynd um hvað hann hafði í huga, ef eg hefði
vitað það, þá hefði eg unnið á móti því af alefli.
Eg skal viðurkenna, að það sem eg segi hér nú,
er ekki í samræmi við þær sögur sem út eru
bornar um þetta mál. — Það eru til sérstök
skjöl, sem bera mína undirskrift — eg þræti
ekki fyrir að hafa skrifað undir þau skjöl, en
eg segi að sú undirskrift mín var fengin með
svikum og undirferli.”
“Sannaðu það,” kallaði einhver.
“Því miður get eg ekki leitt sannanir að
því. En eg vil biðja ykkur að líta til baka yfir
starf mitt í þarfir almennings. Eg hefi gert
alt sem eg hefi getað til að bæta hag alþýð-
unnar. — Eg legg heiður minn og fyrrum
starfsemi mína í yðar hendur. — Það er ekki
nema tiltölulega stutt síðan að þið senduð mig
á þing sem erindsreka yðar. — Þegar kosn-
inga úrslitin þá voru gerð kunn og eg var kos-
inn með miklum meirililuta atkvæða, var eg
stoltur maður, og fann mikið til þeirrar virð-
ingar og þess trausts sem þér sýnduð mér.—Nú
kem eg til yðar aftur, beygður en ekki brotinn
maður. — Svo lengi sem eg hefi krafta mun
eg ekki hætta fyr en eg hefi sannað sakleysi
mltt.
Jón leit til hliðar þangað, sem hann
sá að allra augu störðu, og sér til stór undrun-
ar sá hann hvar Sylvester var að stíga upp á
ræðupallinn. Ekki mínkaði undrun hans við
það, a ðrétt á eftir Sylvester sér hann hvar
Mason kemur og fer upp á pallinn á eftir Syl-
vester, og þar næst stúlkurnar þrjár.
Honum fanst hann hljóta að vera farinn
að sjá ofsjónir. — Hann væri búinn að fá
hitasótt og væri nú með óræði. Hvað gat
þetta þýtt? — Voru þau þangað komin sem
vinir eða sem óvinir? Hann varð svo undr-
andi, að hann gat ekki haldið áfram ræðu
sinni í bili. Fundarmen komu nú auga á
Sylvester og þektu hann. Hann hafði verið
þingmaður þeirra um eitt skeið og í vali við
undanfarnar kosningar. Menn byrjuðu nú að
hrópa og láta fagnaðarlátum í virðingarskyni
við þennan mann. Jóni kom vel þessi útúrdúr;
hann fékk tækifræi að átta sig á hverju hann
skyldi bæta við það, sem hann hafði allareiðu
sagt.”
“Eg hefi engin önnur ráð, en að skilja
mál mtit eftir í yðar höndum,” hélt Jón áfram.
“Eg hefi engar sannanir fyrir hendi til að
sanna yður sýkn mína, og----”
“Eg hefi þær.”
Sá sem tók nú fram í fyrir Jóni, var hr.
Mason, sem flestir fundarmenn þektu sem eig-
anda verkstæðanna þar í bænum, og sem gaf
meir en helming bæjarbúa atvinnu.
“Sest þú niður hr. Strand, meðan eg
segi nokkur orð til fundarmanna.”
Það var skipun í rómnum, en þó svo hefði
ekki verið, kom Jóni ekki til hugar að óhlýðn-
ast. Það vaknaði von í hjarta hans og svitinn
rann af enni hans, sem orsakaðist af einskon-
ar innbyrðis áreynslu, en ekki af því, að svo
heitt væri í fundarsalnum.
“Flest af yður vitið hver eg er, en þeim
sem ekki vita hver eg er, vil eg segja, að eg er
Silas Mason, og hefi eg komið hingað í dag,
til þess, að leiðrétta það, sem rangt er.”
Mason fann til þess, að honum hafði ekki
í annan tíma æfi sinnar liðið jafn vel og þessi
augnablikin. Hann fann til stórrar ánægju í því
verki sem hann ætlaði nú að fara að vinna.
“Ef til vill eigið þér hér ekki gott með að
skilja starfs-aðferðir okkar Ameríku manna —
en svo gerir það ekki mikið til. — Eg ætla
mér tað reyna að gera yður þetta mál, sem
hér er um að ræða, skiljanlegt. Síðan eg
fyrst kom til þessa lands, hefi eg alla jafna
verið að leita eftir hagkvæmum möguleikum
til að auka við peninga mína, að mér hefði
nokkrum tíma síðan hugði eg, að mér hefði
hepnast að finna aðferðina. Eg undirbjó alt
með sérstakri nákvmæni og fyrirhyggju. Eitt
með öðru var það, að kaupa verksmiðjurnar
hér í þessum bæ. Starfið var orðið umfangs-
mikið og eg fann að eg þurfti hjálp. Eg þurfti
mann sem var góðum hæfileikum gæddur. —
Áreiðanlegan og ábyggilegan mann. — Helst
einhvern sem mátti sín eitthvað í stjórnmálun-
um, og þennan mann fann eg þar, sem hr.
Strand var. Eg fékk hann svo í þjónustu mína
og gerði hann að félaga mínum. En til að
segja sannleikann eins og hann er, þá var
hann verkfæri í míum höndum; félagi að nafn-
inu til, án nokkrar þekkingar eður vitneskju
um það, sem eg var að framkvæma bak við
hann.”
Þessi yfirlýsing hr. Masons orsakaði tölu-
verða ókyrð og hljóðskraf í fundarsalnum. En
svo kom kyrð á aftur er hann hélt áfram máli
sínu.
“Hvað viðkemur undirskrift hr. Strands,
undir þessa sérstöku pappíra, þá vil eg nú
skýra yður frá hvernig henni var varið. Eg
lagði svo fyrir, að fjöldi skjala og pappíra skildi
lagður fjTir hr. Strand eitt kvöld sem eg hafði
beðið hann að koma og undirrita ýmiskonar
samnings skjöl sem félagi minn í starfrækzl-
unni hér. Eg hafði komist eftir því, að hr.
Strand hafði mörgu að sinna þennan dag og
þetta kvöld, og þar á meðal kærustu sinni, er
hann hafði eignast þá um daginn. — Eg vissi
því að hann mundi verða í flýti þegar hann
kæmi og vildi dvelja sem styðstan tíma. Þeg-
ar svo skjölin voru lögð fyrir hann, sagði eg
honum að ekkert af þeim væri sérstaklega
mikils varðandi, en hann þyrfti að undirrita
þau, ásamt mér, formsins vegna. Hann las svo
yfir efstu skjölin, tvö eða þrjú, og fann að eg
mundi hafa satt að mæla — skrifaði síðan
undir þau öll án þess að lesa önnur en þau
efstu í bunkanum.”
Nú varð hávaði mikill og menn farnir að
kalla til hr. Masons ýmsum ljótum orðum, en
hann lét það ekki hafa nein áhrif á sig, heldur
hélt hann áfram máli sínu:
“Eg þykist vita það fullvel, að eftir þessa
yfirlýsing mína, muni England ekki vera neinn
staður fyrir mig að dvelja í eftirleiðis. — En
þrátt fyrir það hefí eg nú gert hana og er
reiðubúinn að hlýða yðar dæmi. — Mig vantar
að hreinsa nafn þess manns, sem hér situr við
hlið mína á þessum ræðupalli, af þeim bletti
sem eg setti á það án nokkrar saka og án þess
að vera verðskuldað á nokkurn hátt. Eg er
fljótur að sjá menn út við fyrstu viðkynningu
og mér missýndist ekkert þá er eg sá herra
Strand í fyrsta skifti — eg sóttist þá strax
eftir, að fá hann fyrir starfsmann minn. —
Hann hefir verið starfsmaður minn og félagí
nú um nokkurn tíma, og það get eg vitnað að
betri mann er ekki að finna þó víða sé leitað.
— Hann er svo sérstakur maður, að slíkan
hefi eg engan fyrir hitt áður — hefi eg þó
kynst þúsundum manna, bæði hér í landi og í
Ameríku — það er ómögulegt að freista hans
með neinu, ef hann telur það andstætt sinnl
sannfæringu og gagnstætt boði samvizkunnar.
— Hann er gáfaður, mentaður, athugull og
skarpur. — Hann er maður, sem þér hafið á-
stæðu til að miklast af. — Nú hefi eg lokið
máli mínu; eg hefi ekki meira að segja. —
Hafi eg ekki gert mál mitt einhverjum yðar
nógu ljóst, þá er eg hér, viljugur að svara
spurningum sem að mér yrði beint um málið.
— Svo þegar eg kem heim úr þessari ferð,
mun eg birta í blöðum landsins þessa yfirlýs-
ing mína.”
Svo varð þögn og hann leit yfir mann-
fjöldann.
“Eru nokkrar spurningar?” spurði hann
svo.
En enginn virtist hafa um neitt að spyrja.
Það voru allir svo agndofa og undrandi yfir
því, að þessi hvíthærði miljónamæringur skildi
koma þarna fram og viðurkenna slíkt ódáða-
verk á sjálfann sig. En svo hafði hann hald á
fólkinu — það varð að leita til hans eftir at-
vinnu sinni — lífsbrauði sínu. Þeir gátu ekki
annað en tekið þessu öllu með þögn og þolin-
mæði.