Heimskringla - 20.09.1933, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.09.1933, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 20. SEPT. 1933 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA. TRAUSTIÐ Traustið sem trúna fæðir og telur skýrust rök. Traustið sem gleði glæðir og gefur sterkust tök. Traustið sem tekur yfir og tendrar hjartans bál. Traustið sem lífið lifir og lýsir mannsins sál. I»að traust er trútt, í hjarta sér tekur fasta vist, því lýsir ljósið bjarta, sem lék um Jesú-Krist, það traust er bygt á þekking, þroskað, sem reynslan grær, því eyðir engin blekking, andlega sólin skær. Traustið takmarkar kýfið, tilhvetur sérhvern mann, leitandi að skilja lífið, ljósríka meistarann. Vakandi að feta veginn, vizkunnar mikla torg, treysta á guðs mátt og megin í mannsandans skólaborg. Eitt er að vona og vilja viti afskiftalaust. Hitt er að hugsa og skilja heilaga sannleiksraust. Hugsun og heiður geimur, híbýlin mörg og stór. Alstjórnar allur heimur, almættis dýrðarkór. Hugsaðu um hnatta geiminn, himnanna líf og sáj, fullkomna frjálsa heiminn, föðursins tungumál. Þó hóti kulda haustið og héli jarðnesk kvöld. Hví ætti að hvima traustið. Hvort missir drottinn völd ? Fr. G. SÍNUM AUGUM LÍTUR HVER I Á SILFRIÐ “Heyrðu kæri! hugsaðu þig um: hver saklaus hefir nokkurn tíma tortýnst, og hvar hafa hinir hreinskilnu ........ verið afmáðir? Eins og ; eg hefi séð að þeir, sem plægðu rangindi og sáðu .,ij, volæði uppskáru einmitt ,h hið sama. Fyrir guðs anda fíil., tortýndust þeir, og af anda hans nasa voru þeir eyði- lagðir.”—Jo. 4. K. Mér til “upplýsingar og skýring- ar og jafnvel velferðar í fram- tíðinni,” skrifar herra H. J. Haldórsson heila síðu af “Hkr.” 13. þ. m. Eg er honum þakk- látur fyrir þessa vilveld í minn gerð, því ekki er mér óljúfara að læra af honum en öðrum mönnum sem betur vita en eg sjálfur. Af fyrirsögn greinar- innar, sem er á þessa leið: “Enginn bað þig, orð til hneigja” (illur þræll þú máttir þegja) skilst mér að höfundur- inn vilji veita mér ofur hógværa ofanígjöf fyrir þá framhleypni mína að taka fram í um ræður, sem hann auðsjáanlega álítur að mér komi ekki við. Ef eg gæti fundið að eg hefði brotið einhverjar velsæmisreglur væri eg viljugur að biðja afsökun- ar ,en eg sé ekki að eg hafi gert það, og þessvegna tek eg ekki * ofan í gjöfinni eins og H. J. H. líklega ætlast til. Og skal eg skýra þetta með dæmi. Segjum svo að H. J. Haldórsson vildi fá sér sólbað á heitum sumar- degi og að hann fari úr fötum svo allir hlutar líkamans mættu, jafnt njóta sólarljósins, gengi síðan aftur og fram um göturn- ár í Wynyard, og ávítaði alla sem yrði það á að líta á hann, út um gluggana. Þeir sem taka sér fyrir hendur að rita í blöð um almenningsmál verða að sætta sig við það að aðrir hafi rétt til að athuga og dæma orð þeira. Þó H. J. H. kunni að hafa sést yfir þetta, þá er þessi réttur svo alment viður- kendur að manna munur kem- ur þar ekki til greina. Smæl- ingjar eins og eg mega því að ósekju leggja orð í belg þar, sem hinir stóru eins og H. J. H. og Dr. Sig. Júl. ræða. H. J H. kvartar um að eg hafi borið hann brígslum, en það er ein- hver misskilningur. Eg hefi enga tilhneiging til að brígsla honum um eitt eða neitt. Eg veit ekki til að eg hafi haft þá ánægju að kynnast honum neitt persónulega, og hefi því enga ástæðu til að bera hinn minsta kala til hans. Og þó svo hefði verið mundi eg ekki gera það að blaðamáli. En ritgerðir hans í Heimskringlu eða öðrum blöð- um, hefi eg fullann rétt til að tala um, og verður hann að sætta sig við þær ályktanir, sem hlutlaus athugun mín kann að draga út úr þeim. II. Og nú ætla eg að gera nokkr- ar athugásemdir við efni þess- arar síðari ritgerðar. Býst eg við að H. J. H. þyki eg ekki efnilegur lærisveinn því eftir að hafa lesið allar þessar “upp- lýsingar og skýringar” er eg engu nær því að samsinna því sem hann hefir að segja, en eg áður var. Ekki má H. J. H. saka mig um það að eg dró þá ályktun af orðum hans að hann hefði ekki lesið stefnuskrá Farmer-Labor flokksins það var hans eigin sök. Hann segir að sér hafi verið “bent á, fimtu greinina” og gefur þar með í skyn að áð- ur hafi hann ekki lesið hana. En nú kveðst hann kunna stefnu- skrá þessa utanbókar. Og hafa auk þess margann fróðleik “við hendina”. Þetta þykir mér vænt um að heyra, en þó hefði eg glaðst enn meir ef eg hefði getað séð þess vott að skilingur hans hefði vaxið að sama skapi, sem utanbókar lærdómurinn. Ekki ætla eg að eyða fleiri orð- um um “löglega lögbrotsmenn” eg gat þess í fyrstu að eg væri honum samþykkur í því að þörf væri á ýmsum breytingum á löggjöfinni. En sem lagabreyt- ingar þær, sem hann er; að tala um, og segir að Farmer Labor flokkurinn haldi fram og ætli að koma á ef hann kemst til valda, er það að segja: að þær eru mér vitanlega hvergi til nema í höfði H. J. H. Eg hefi ekki ennþá náð í stefnuskrá Farmer-Labor flokksins, en sá flokkur er nú sameinaður C.C. F. og verður þá stefnuskráin í öllum að;Uatiðu'm hin sama. í greininni sem H. J. H. tilfærir úr stefnuskránni er ekki eitt einasta orð er bendir í þá átt að flokkurinn hugsi sér að gera það að lögum að “svíkja allar bláfátækar ekkjur og gjald- þrota munaðarleysingja um borgun á réttmætum skuldum” og eg á mjög bágt með að trúa því að nokkur maður sem flokknum tilheyrir hafi látið sér slíkt um munn fara, nema ef vcra skyldi í gamni til að leika á trúgirni hans H. J. H., eða stríða honum. Alt hans tal um það sem hann nefnir “sátt- mála” Stubbs er því ekki nema ömurlegasta bull út í loftið. Mér þykir hálfpartinn fyrir því að þurfa að segja þetta með svona ákveðnum orðum; eg benti á það í fyrri grein minni en H. J. H. skildi þá ekki um hvað eg var að tala. Það sýna hin nýju dæmi, sem hann færir fram máli sínu til skýringar. Þessi dæmi hans eru sjálfsagt bæði listfeng og hjartnæm en eru einskis virði í þessum um- ræðum vegna þess, að það, sem þau eiga að sanna eða sýna er hvergi til. Þó Farmer-Labor flokkurinn létti af þjóðjinni þeim hluta skuldabyrðarinnar, sem •tilheyrir ekkjum og mun- aðaleysingjum, væri þjóðin jafn djúpt niðri í feninu eftir sem áður; svo frá þjóðhagfræðilegu sjónarmiði er þetta munaðar- leysingja mas, blátt áfram hlægilegt. Ekkjur og munaðar- leysingjar eiga aðra kröfu á hendur þjóðfélaginu, sem hefir dýpri rætur og meiri þýðingu heldur en þetta, sem H. J. H. hefir verið að tala um. Það er lífsframfærslu krafan. Sú krafa verður nú að lúta í lægra haldi fyrir okurvaxta kröfum auð- kýfinga. Hér í Manitoba var ekknaframfærslustyrkur lækk- aður, á síðasta þingi. En yfir miljón dala aukaþóknun greidd til lánardrottna stjórnarinnar og kallað “unfavorable ex- change”. Það sem C. C. F. (og um leið Farmer-Labor) heldur fram er það að breyta þurfi bæði skatta málum og almenn- um fjármálum (Public Finance) frá þvi sem nú er. Það þurfi að snúa við frá þeirri fjármála- stefnu sem ráðið hefir fram að þessu, hætta við lántökur og sívaxandi skuldir, en leggja skattabyrðina á herðar þeirra, sem færir eru um að borga. Draga auðlindir landsins úr höndum auðkýfinga og fá þær í hendur félagsheildarinnar og útrýma gróðabraski úr við- skiftalífinu. Að endingu er svo gaman að athuga niðurlags orð H. J. H. í þessum skuldamál- um. Hann segir: “Ef flokkur- inn (það er C.C.F.) hefði með þessu skuldabraski sínu dregið einhverstaðar línuna; ráðist á, til dæmis hinar svívirðilegu stríðsskuldir sem þrengdar voru upp á almúgann af fáeinum stjórnarvaldsmönnum lýðnum til skaða, svívirðingar og blóðsúthellingar, hefði verið sýndur dálítill snefill af skyn- semi.” Og ja, ja. “Fyrri má nú rota en dauðrota.” Gaman væri nú að heyra H. J. H. með sinni skörpu athygi útskýra þetta og samræma það því, sem hann hefir áður sagt. Hver munur ætli sé ,frá sjónarmiði hinnar ströngu skilvísi og ráð- vendni, á stríðsskuldum og öðr- um skuldum? Er nokkuð heið- arlegra að svíkjast um að borga skuld sem gerð er á stríðstím- um heldur en á öðrum tímum? Eru ekki skuldbindingar þær, sem stjórnin gerir í nafni þjóð- arínnar á stríðstíma jafn rétt- háar öðrum skuldbindingum? Getur ekki verið að einhver sem deyr eftirláti ekkju og börnum slíkt skuldabréf? Hvar er þá pundið, sem var á botni mælisins? Ætlar nú H. J. H. sjálfur að “gera svívirðleg lög- brot að lögum?” Hvað eru annars stríðskuldir? Er ekkij framfærslu eyrir særðra her-| manna stríðsskuld? Og hvernigj eru ríkisskuldir yfirleitt til orðn ar? Hve mikill hluti þeirra ætli sé til orðinn fyrir prettvísa fésýslu og lýgna pólitík? Þessi tvö átrúnaðar goð lýðsins, sem H. J. H. trúir bezt fyrir velferð “yfirstandandi skynslóðar” svo hún geti fengið komandi kyn- slóðum “hreint spjald” í hend- ur. Framh. SKYLDUVINNAN Skýring: Sveitarráð Bifrastar- sveitar lagði í ár $10.80 skylduvinnu á hvert heimilis réttarland, sem er þrefalt við það sem áður hefir verið. Motto: “Þar á og úlfs von, sem eg eryun sé.” Er Hitler eða Mussolini að halda innreið hér? —Hækkar ris á sveitarráði— Hvernig líkar þér að sigla þinni sálar fleytu 1700 til og hálshöggvast á höfuðdegi höfðingjum í vil? Fúnir náir fyrir löngu frá þeim rammaslag, harma niðri’ í gleymdum gröf- um gjöld sín enn í dag. Ætlarðu að standa í þeim spor- um upp á nýtt? — Eg spjrr: höfuðlaus í helvíti en hefja ekki styr? J. S. frá Kaldbak KORNRÆKT A fSLANDI Frh. frá 1. bls. Það er sannarlega ekki glæsi- legt útlit með afkomu landbún- aðarins íslenzka eins og stend- ur, og sé eg ekki hvernig úr því verður ráðið svo vel sé. Eitt tel eg þó miklu skifta, hvað gert vérður til að auka og útbreiða fjölbreyttari vöruframleiðslu í bygðunum. Tel eg bygg og hafrarækt, þ. e. akuryrkju, eitt af því nytsamasta er orðið gæti, og upphaf fjölþættari framleið- slu, og tryggari vörusölu ís- lenzkra sveita. Enginn má þó taka orð mín svo að eg telji að bændur eigi að hætta að rækta túnin sín og breyta þeim í kornakra, teldi eg slíkt mikið óráð, heldur hitt að kornyrkja verði á hverju bygðu bóli, sem einn þáttur í framleið- slustarfsemi búandans. Slík breyting mundi koma af stað fjölþættari framleiðslu. Akur- yrkjan kæmi skipulagi á jarð- ræktina, og menn ræktuðu fóð- ur- og manneldisjurtir til skiftis í akurlendinu. Framleiðslan gæti orðið: bygg, hafrar, kart- öflur, rófur, gras o. fl. Hin tíða jarðvinsla mundi frjófga jörð- ina og allar efnabreytingar yrðu þar örari en nú, mundi slík til- högun spara áburðarkaup all- mikið, því hver ræktun styður aðra. Hin tíða jarðvinsla or- sakar að torleyst efnasambönd' sém falin eru og stöðvuð í gras- gróinni jörð leysast úr læðingi og verða að nýjum nytjaplönt- um til lífsframdráttar. Það er þess vegna að korntækin á 2 og 3 ræktunarári þarf minni á- burð en túnrækt. Eg tel að tæpast geti til mála komið að kornyrkja verði rekin hér á landi sem ein framleiðslugrein út af fyrir sig, heldur í sam- bandi og sameiningu við aðra jarðrækt og búfjárrækt. Að rækta korn í sama landi leng- ur en 3—4 ár verður ekki arð- vænt hér á landi frekara en aniiarsstaðar á Norðurlöndum. Eg hefi þá drepið á það helsta, sem máli skiftir fyrir koryrkjuna, en vitanlega hefi eg ekki skýrt frá hvemig fram- kvæma skuli akuryrkju í einu og öllu. Besta fyrirkomulagið væri það, að bændur tækju kornyrkjuna upp og kæmi iðn- rekstur eins og t. d. haframéls- gerð o. fl. á eftir. Þó teldi eg það mikið happ fyrir þetta málefni ef unt yrði að koma á fót 1 eða fleirum stórbúum þar sem akuryrkja grundvallaði fóðurframleiðsluna og nýtt skipulag á framkvæmd búskaparins væri haft með höndum. Eg ræði þá ekki meir um þetta mál að sinni en vonandi verður tækifæri til að gera það betur síðar og einkum ef þér hafið í huga að ráðast í fram- kvæmdir á þessu sviði.” —Vísir. Vann fyrir kaupinu sínu List-málari nokkur, sem feng- inn var til þess að gera við og endurmála fölnaða og máða bletti, á hinum miklu olíu mál- verkum í gamalli kirkju í Bel- gíu; lagði fram renking yfir kostnaðinn, sem var að upp- hæð $67.30. Kirkjuvörðurinn krafðist að fá sundurliðaðan reikning, svo hann gæti séð hvað hvert um sig kostaði. Lagði þá málarinn fram eftir- farandi reikning: Fyrir að laga tíu boðorðin $5.22 Fyrir að gera bjartari log- ana í víti, setja nýja rófu á kölska, og aðrar smáviðgerðir á þeim gamla .................. 7.17 Fyrir að endur-glæða hreins-unareldinn, og lappa upp á glataðar sálir ................. 3.06 Fyrir að setja nýjan stein í slönguna hans Davfðs og stækka höfuðið á Goliat ................. 6.13 Fyrir að gera við skyrtu týnda sonarins, og hreinsa á honum eyrun 3.39 Fyrir að setja nýtt stél, og kamb á hanann hans Santi Péturs ......... 2.20 Fyrir að skreyta Pontius Pílatus, og setja nýjan borða í húfuna hans 3.02 Fyrir að endurfiðra og gylla vinstri vænginn á varðenglinum .......... 5.18 Fyrir að þvo þjón æðsta prestsins, og setja roða í kinnamar á honum 5.02 Fyrir að taka blettina af syni Tobíasar ......... 1.30 Fyrir að setja nýja hringi í eyrun á Söru ........ 5.25 Fyrir að skreyta örkina hans Nóa, og setja nýtt höfuð á Sem ........... 4.31 Samtals ........... $67.30 Nafni Lindberghs Þegar Lindbergh lenti í Godt- haab á Grænlandi, eignaðist kona landfógetans son. Dreng- urinn var síðan skírður Charles, og Lindbergh nafna hans boðið í skírnarveizluna. Lindberghsseðlar koma fram Áður en Lindbergh lagði á stað í flug sitt, lét hann það boð út ganga, að hann skyldi borga tvöfalda upphæð fyrir hvem þann seðil, er hann hafði greitt í lausnargjald bófanum, sem myrtu barn hans. Jafnframt beindi hann þeirri áskorun til allra banka, að athuga vel alla þá seðla sem inn kæmi. Fyirr skömmu kom maður inn í banka í New York og ætlaði að leggja þar inn 1000 dollara í seðlum. Þegar farið var að aðgæta númer seðl- anna kom upp úr kafinu, að þetta var nokkuð af þeim seðl- um, sem Lindbergh hafði sent bófunum . Lögreglan hefir tekið málið til athugunar. Gamlir reikningar í Úr í Litlu-Asíu hafa fund- ist reikningar frá slátrara, sem eru nokkur þúsund ára gamlir. Árangurslaust hafði, á sínum tíma, verið reynt að fá þá borg- aða. —Mbl. Innköllunarmenn Heimskringlu fCANADA: AmeB .. .... . ........................F. Finnbogason Amaranth .........................-.... J. B. Halldórsson Antler.....................................Magnús Tait Árborg ...............................G. O. Einarsson Baldur.................................Sigtr. Sigvaldason BeckviHe .............................. Björn Þórðarson Belmont .................................... G. J. Oleson Bredenbury...................................H. O. Loptsson Brown .. .. ......................... Thorst. J. Gíslason Calgary..............................Grímur S. Grímsson Churchbridge ...........................Magnús Hinriksson Cypress River........................................Páll Anderson Dafoe, Sask..................-............ S. S. Anderson Elfros...............................J. H. Goodmundsson Eriksdale ................................ ólafur Hallsson Foam Lake............................................John Janusson Gimli...................................... K. Kjernested Geysir....................................Tím. Böðvarsson Glenboro................................... G. J. Oleson Hayland ................................ Sig. B. Helgason Hecla...................................Jóhann K. Johnson Hnausa..........wm «r« ;• .......... Gestur S. Vfdal Hove......................................Andrés Skagfeld Húsavík...................................John Kernested Innisfail ............................ Hannes J. Húnfjörð Kandahar ........................... S. S. Anderson Keewatin .. ..............................Sigm. Björnsson J.O'. iTKf „ , Kristnes . . .. ...........................Rosm. Árnason Langruth, Man................................ B. Eyjólfsson Leslie................................Th. Guðmundsson Lundar ................ Sig. Jónsson Markerville .......................... Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask............................... Jens Elíasson Oak Point...............................Andrés Skagfeld Oakview .............................. Sigurður Sigfússon Otto, Man. ..<............................... Björn Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Poplar Park..............................Sig. Sigurðsson Red Deer ........................... Hannes J. Húnfjörð * Reykjavík................................... Árni Pálsson Riverton .............................. Björn Hjörleifsson Selkirk........ • • • • • • • •»••••••••••••••••••••»• G. M. Jóhansson Steep Rock .................................. Fred Snædal Stony Hill, Man............................. Björn Hördal Swan River............................... Halldór Egilsson Tantallon..................................Guðm. Ólafsson Thornhill................... .... Thorst. J. G4slason Víðir.....................................Aug. Einarsson Vancouver, B. C ....................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis............................. Winnipeg Beach...........................John Kernested Wynyard..................................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Akra ....................................Jón K. Einarsson Bantry................................. E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........................ John W. Johnson Blaine, Wash................................ K. Goodman Cavalier .............................. Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.................v............Hannes Björnssoa Garðar....................................S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson............................. .... Jón K. Einarsson Ivanhoe.................................Miss C. V. Dalmann Milton......................................F. G. Vatnsdal Minneota................................Miss C. V. Dalmann Mountain...............................Hannes Björnsson Point Roberts............................ Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold .................................. Jón K. Einarsson Upham................................... E. J. Breiðfjörð T he" Viking ■1 Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.