Heimskringla - 07.03.1934, Side 1

Heimskringla - 07.03.1934, Side 1
XLVIII. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 7. MARZ 1934. - NÚMER 23. FRÉTTIR SLEPPUR ÚR FANGELSI Úr Headingly-fangelsinu slapp síðastl. sunnudag 19 ára gam- all fangi, Tony Sitoski að nafni. Hann náði í sög og sagaði * í sundur járngrindurnar fyrir glugga fangaklefans. — Hann hafði verið dæmdur í 23 mán- aða fangavist fyirr þjófnað úti í Portage La Prairie, þar sem hann átti heima. Hans var ekki saknað fyr en um háttatíma á sunnudagskvöld og hefir því að líkindum haft nægan tíma að forða sér. Hann er ófundinn. (Síðari frétt hermir að hanní hafi náðst út við Rosser í Mani- toba). INSULL SKIPAÐ ÚR LANDI Samuel Insull var gefin skip- un um það s. 1. laúgardag að hverfa úr Grikklandi. Dvalartími j hans hefir upp aftur og verið j framlengdur í Grikklandi, en! það verður nú ekki lengur gert. Ætla menn að hann fari til Sýr-, lands. $15 FYRIR ORÐIÐ Handrit af bók, sem Charles l Dickens skrifaði fyrir 85 árum síðan um Krist, (The Life of Our Lord), hefir nýlega verið keypt, og er nú verið að gefa bókina út. Voru $15. greiddir fyrir hvert orð í handritinu. — Bókin er saga Krists og var skrifuð til þess að fræða börn j skáldsins um hann. Sagan er nú birt víða og meðal annars í blaðinu Winnipeg Evening Tri- bune. Hún er skrifuð á uúdur fögru og léttu máli, við hæfi barna að lesa. “RASPUTIN OG RÍKIД Það er nafn á hreyfimynd, sem sýnd hefir verið um allan heim s. 1. eitt eða tvö ár. Er hún um morð Rasputins. En rússnesk prinsessa Irena Yous- soupoff að nafni telur óþokka kind eina í myndinni, eiga að tákna sig. Er hún því að hefja mál á móti hreyfimyndahúsun- um, sem myndina hafa sýnt. Var síðast liðinn mánudag "kveðinn upp dómur í máli prin- sessunnar gegn Metro-Goldwyn Meyer félaginu. Vorú henni dæmdar $125,000 og félaginu skipað að sýna ekki myndina. Við réttar höldin játaði mað- nr hennar Prince Youssoupoff, að hafa verið einn af þeim er drápu Rasputin. Myndin gefur til kynna samband eitthvert milli prinsessunnar og Rasput- in. Eftir þennan málasigur prin- sessunnar er talið víst, að hún sæki mál á hendur hverju breyfimyndafélagi sem myndina hefir sýnt, í hvaða landi sem er. DJARFIR FANGAR John Dillinger, bankaræningi og manndrápari, rúddi sér leið út úr fangelsinu í Crown Point I Indiana s. 1. laugardag. Gekk hann með stórri byssu að fanga vörðum og öðrum, rak þá inn í fangaklefana ,tók lykla fang- elsisins af þeim og fór sjálfur út, en lokaði þá inni. Með hon- um við þetta var negri, sem einnig var fangi. Þegar þeir komu út, gengu ]>eir yfir að bílastöð, heimtuðu hraðskreiðasta bílinn og bezta bilstjórann og fóru af stað. Var alllengi ekið með þá, en þegar þeir voru komnir einar 50 til 60 mílur burtu, ráku þeir bflstjórann og mann sem með honúm var út úr bílnum og kváðust héðan af ætla að fara einir sinna ferða. Dillinger gaf bflstjóra vindling og $4. í pen- ingum, fyrir fargjald heim, kvaddi með handabandi og þaut af stað. Alla leiðina hló hann og gerði gaman að fangavörð- unum um leið og hann sagði frá, að vopnin sem hann hefði haft, hefðu einungis verið sóp- skaft og rakhnífargarmur. — Hann var í tugthúsinu fyrir rán og morð. Fundist hefir hvorug- ur fanganna ennþá. Gizkaði bílstjóri á, að þeir mundu halda til Chicago. “MUDDY YORK” Síðast liðin mánudag hélt Toronto-borg 100 ára afmæli sitt. Var borgin mjög prýdd og fór minningarathöfnin fram með mikilli viðhöfn. Uppruna- lega nafnið á borginni, var “Muddy York”. BANKI RÆNDUR OG STÚLKUM STOLIÐ í bænum Sioux City í Suður- Dakota var banki rændur í gær og ekki einungis ærnu fé stolið, heldur einnig fjórum stúlkum, sem störfuðú í bankanum. Ræn- ingjarnir voru sex, vel vopnaðir og í bílum. Þó um þúsund manns sæu ránið fara fram, varð því ekki aftrað. Féð sem stolið var er talið að hafa numið alt að því $20,000. Það var Security National Bank, sem rændur var. Stúlkurnar ráku ræningjarnir inn í bíla sína og voru svo horfnir. Er óttast að þeim muni ekki verða slept, verði ræn- ingjum ekki náð, nema gegn ærnu lausnargjaldi. FRÁ fSLANDI Tveir menn reknir úr útevgsbankanum Rvík. 14. febr. Út af sögusögnum sem ganga í bænum úm fjársvik í sambandi við burtför starfsmanns frá Út- vegsbankanum, sneri Nýja dag- blaðið sér til bankastjórnarinn- ar í gær til þess að fá upplýs- ingar um þetta mál. Bankastjórinn skýrði blaðinu frá, að starfsmaður þessi við bankann hafi gert sig sekan um að veita “yfirdrátt” á reikningi án þess fyirfram að hafa fengið til þess samþykki bankastjórn- arinnar, eins og stranglega er fyrirskipað. Þegar uppvíst varð um þetta var starfsmanni þessum þegar vikið frá starfi, en “yfirdráttur- inn” tafarlaust innheimtur. — Hefir bankinn því ekkert tjón beðið af þessu, segir banka- stjórnin. Maður sá, er hér er um að ræða, og vikið hefir verið frá starfi, heitir Ólafur Friðriksson. Öðrum manni, Ingólfi Jóns- syni, hefir einnig verið sagt upp starfi sínu í bankanum, en ekki er það í neinu sambandi við brottvikningu Ólafs Frið- rikssonar. * * * Ungmennafélagar heiðra Gunnar Gunnarsson Rvík. 14. febr. Ungmennafélagar héldu fund í fyrrakvöld í Kaupþingssaln- um og var húsfyllir. Var þetta einn af þeim fundum, sem þeir kalla “Farfuglafundi”, en þar eru saman komnir ungmenna- félagar víðsvegar að úr öllum landsfjórðungum. Á þessum fundi samþyktu fundarmenn í einu hljóði að senda eftirfarandi símskeyti: Gunnar Gunnarsson, Fredsholm Birkeröd, Danmark. Fundur Ungmennafélaga víðs- vegar af íslandi hefir í kvöld hlustað á fyrirlestur Sigurðar Skúlasonar og sendir yður eftir- farandi kveðjur: Unga ísland hyllir hið mikla skáld sitt Gunnar Gunnarsson og árnar honum allra heilla. * * * * Fjórir menn kærðir fyirr landráð Rvík 13. febr. Eins og flesta bæjarbúa mun reka minni til, urðu töluverðar ryskingar hér á götunum u'm kvöidið 9. nóvember s. 1. út af því að hakakrossfáni hafði verið tekinn af þýzku skipi, sem lá hér í höfninni. Mál þetta hefir verið í rann- sókn síðan, hefir Ragnar Jóns- son fulltrúi haft rannsóknina með höndum. Niðurstaðan af rannsókn þessari hefir svo orð- ið sú, að Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason ritstjóri Verklýðsblaðsins hafa verið kærðir fyrir landráð. Alþýðublaðið hefir undanfar- ið flutt greinar eftir Þórberg Þórðarson, er hann kallar “Kvalaþorsti Nazista”. Út af ummælum í þessum greinum kærði Þýzka stjórnin. Málið var rannsakað, og nú hefir eftir boði dómsmálaráðherra verið höfðað opinbert mál á hendur Þórbergi Þórðarsyni og F. R. Valdimarssyni ritstjóra Alþýðú- blaðsins. Eru þeir einnig kærð- ir fyirr landráð. Grein sú, sem þessir menn eru kærðir fyrir bort á, er í 9. kap. hegningarlaganna, en sá kafli fjallar um landráð. Brot gegn þessari grein varðar fang- elsi, eða þegar málsbætur eru 20 til 200 ríkisdala sekt. —Nýja Dagbl. * * * Útbreiðsla kynsjúkdóma Rvík. 15. febr. Kynsljúkdómar hafa á síðari árum töluvert aukist hér á landi. Auk þess hefir syfilis, sem er skæðastur allra kynsjúk- j dóma, orðið hér landlægur síð-i an 1932. Hinar tíðu samgöng-^ ur við útlönd eiga sinn þátt í þessu. Það helzta, sem gert hefir verið til þess að vinna gegn veikinni, er að veita sjúklingum ókeypis læknishjálp. Allströng lög úm það, hvernig þeir er veikjast skuli haga sér hafa ver- ið gefin út. Skulu sjúklingar tafarlaust vitja læknis og hlýða hans fyrirskipunum. JafnVel hefir komið fyrir að menn hafi verið dæmdir eftir lögum þess- um í fangelsi. í mörgum lönd- um eru lög um varnir gegn kyn- sjúkdómum mjög ströng, og liefir sýnt sig að það hefir verið eitt bezta ráðið til þess að út- rýma þeim. Allmikil hjálp hefir hér verið að því að sjúklingar hafa fengið ókeypis læknishjálp. Á síðastl. ári komu t. d. um 300 sjúkling- ar til Hannesar Gúðmundsson- ar læknis. En sökum vöntunar á sjúkrahúsi fyrir þá, er sýkz^ hafa af kynsjúkdómum, hefir verið mjög erfitt að hefta út- breiðslu veikinnar. Nú er verið að ljúka við sjúkrahús, sem ætlað er ein- göngu fyrir þessa sjúklinga. — Mun það geta tekið á móti 15 sjúklingum. Rúm verða þar fyrir 10 manns, sem ætlast er til að fái ókeypis sjúkrahúsvist. Slíkt er nauðsynlegt, því ilt er það að skipa t. d. fólki, sem enga möguleika hefir til þess að greiða fyrir sig, að dvelja á svona sjúkrahúsi, og láta það fara á sveitina. Vonandi verður hið nýja sjúkrahús að miklu gagni í bar- áttunni gegn kynsjúkdómunum. —Nýja Dagbl. JÓN T ÓMASSON, 26. okt. 1892—3. febr. 1934 PRENTARI hvarf af alfara veginum, heilsu- _______þrotinn í heilsuleit, undir hinn jmyrka væng sjúkrahælisins, þar sem önn dagsins er snúið upp í þjáningu og andvökunni upp í !baráttúna við dauðann. Vér Ivildum ekki trúa því þá, að svo skamt væri eftir til skilnaðar- ins, sem raun hefir á orðið, þó hinsvegar væru skýr merki þess, jað batinn drógst.og hver dagur og vika fjarlægðu hann meir og ;meir hinu starfandi lífi. Vér jhéldum að fresturinn yrði jlengri, hann næði svo heilsu jsinni að einhverju litlu leyti aft- jur, að hann fengi snúið sér að ; því, sem hugur hans þráði á- jkveðnast nú, er hann gat lítið -fram og til baka og umhugsun- ar fresturinn gafst með sjúk- ------- jdómslegunni, en hversdags ann- Eins og um var getið hér í ir erfiðisdagsins og fásinni blaðinu 7. f. m. andaðist Jón vinnuþreytunnar höfðu slitið prentari Tómasson á St. Roche honum úr hönd. Hann gerði spítalanum aðfaranótt laugar- sér vonir um það sjálfur, því dagsins 3. febr. Var hann þá eiSi var honum auðið að hugsa búinn að liggja rúmfastúr í nær a annan veg. Enn var svo und- því heilt ár, veiktist 1. marz ur margt ógert af því sem 1933. Jarðarför hans fór fram hrifning æsku áranna fyrir frá Sambandskirkjunni fimtu- sannleik og skynsemd höfðu daginn næstan eftir, 8 s. m. fengið honum að gera. Enn Líkmenn voru fyrri samverka- voru stundirnar svo fáar, enn menn hans við Heimskringlu; svo shamt liðið af degi, að svo Björn Pétursson kaupmaður, er matti rirðist, sem ^ alllangur um nokkur ár stjórnaði prent- sP°iur væri eftir til sólarlags. smiðju Heimskringlu fyrst fyrir Kynni mín af Jóni Tómassyni hönd útgáfufélagsins, en síðar byrjuðu skömmu eftir að hann upp á eigin reikning. Vann kom til þessa lands fyrir 16 ár- Jón hjá honum öll þau ár. —um síðan. Hann var ungur Barney Finnsson; Karl Bar- maður þá — 25 ára gamall — sten; Jón Samson, prentari; fyltur frelsis og framfaraþrá og Jack Townley og Herbert Gib- lönguninni til að verða hverju bons. — Útfararræðuna, flutti góöu málefni að liði. Hann séra Rögnv. Pétúrsson. Með því kom mér fyrir sjónir, á sama að æfiatriða Jóns er þar all hátt og hann mun hafa komið ítarlega getið er ræðan birt og öllum öðrum fyrir sjónir, er látin fylgja þessum'orðum. jhonúm kyntust, sem sjaldgæfur Jón tók all ákveðinn þátt í maður að mörgu, og flestu leyti. félagsmálum, heyrði hann til Og sú varð reynd mín, eftir því Þjóðræknisfélaginu frá því að sem viðkynningin jókst. Hið það var stofnað, prentara félagi skýra upplit hans, hinn góð- Winnipegbæjar um nokkurn mannlegi svipur, er yfirhvfldi tíma, og Sambandssöfnuði, átti rauna og þunglyndisblær, er gaf sæti í safnaðarnefndinni og var tilkynna einstæðingsskap, hin féhirðir safnaðarins um nokkur djúpbláu og gáfulegu augu, ár. Þá var hann og meðlimur, báru með sér, að á bak við Viking Press félagsins og í út-(þessa mynd, hvíldi óvanaleg gáfunefnd Hkr. um tveggja ára samúð, góðvild, trygglyndi, skeið. Lengst af eftir að hann (hreinskilni og viðkvæmni, er ef kom hingað til bæjar átti hann|til vill var þess valdandi, að heima hjá Bergsveini timbur- , hann dró sig meira í hlé en ann- meistara Long en síðari árin ars hefði verið svo það þyngdi hjá móðursystur sinni Mrs. J. hugsanir hans og dró úr lífs- Barsten að 701 Victor St. — gleðinni, einkum síðari árin. — Meðan á veikindunum stóð|J°n var tröll tryggur maður og reyndist hún honúm sem hin svo samrýmdur vinum sínum, bezta móðir, vitjaði hans í sjúk- að þeirra frami var hans frami, dómslegunni stöðugt og ráðstaf- þeirra velgengni hans velgengni, aði öllu fyrir hans hönd bæði °g niun hann oft hafa sett sig fyrir og eftir andlát hans. |í þeirra spor, svo að alt aðkast í þeirra garð, varð að persónu Ræðan Við þeim eg tek, í hliði nýrra heima sem hafa’ ei borðorð fyrir lifs síns vörð, en sinni önd og eilífðinni gleyma í önnum sinum við að bæta jörð— , , * _ • , , m ,, sem vit er trú, og viljinn bænagjörð. lata Þá Verða f^lr ÞV1’ Skyldu Andv. IV./213 legri móðgun gagnvart honum sjálfum. Þegar aðstaðan var sú, að hjá því varð eigi komist að einhver bæri skarðan hlut, vildi hann heldur bera hann, en Ein hjá mér sú vona viðreisn vakir á skari framtímans: Síðar verður þrekið þeirra þjónn í ríki sannleikans. Andv. V. 196 Vér erum hingað komin, þar rækni hans var frábær gagnvart þeim störfum er hann tók - að sér, svo að þar mátti honum á- valt treysta, og gaf hann sér hvorki hvíld né næði fyr en frá þeim var gengið á þann hátt Sem hann vildi. Þessi skyldurækni hans var óaðskiljanleg sann- sem glaumur og háreysti tím-j leilfsást hans og réttlætistilfinn- ans hverfur fyrir draumkyrð ^ ingu. Sá sem ekki er trúr því eilífðarinnar, til þess að kveðja sem í hönd hans er lagt er ekki tryggan drenglyndan og einlæg-! einlægur réttlætisvinur eður an vin, er var oss sumum, meðal þeirra kærustu samferðamanna, er vér höfum eignast á lífsleið- inni; hreinn og í hugsun og orði, tallaus gagnvart sjálfum sér og öðrum og að gáfnarfari °g glöggskygni meðal þeirra erlherðum hins stríðandi lýðs, framarlega standa. — Vér erum heldur og af hugsun þeirra og hingað komin til þess að fylgja skilningi. Hann var ófáanlegur Jóni Tómássyni fótmálin sein- ih að semja sig að því, sem ustu, til grafar. jskynsemi hans og skilningur Það er nú senn ár, síðan hann sögðu honum að væri rangt, sannleikselskandi. Að Jón var hvorútveggja kom vel í ljós í afstöðu hans gagn- vart öllum mannfélags málum. Hann vildi ekki eingöngu stuðla til þess að losa ánauðar okið af hversu sem það var gylt, við hversu mikla hefð eða vana sem það hafði að styðjast, og hversu ósaknæmt sem það var látið sýnast. Honum var heimskan ekkert kærari fyrir það þó hún væri gerð aðgengi- leg með útskýringum er hjengu í lausu lofti. Ekki þó hún væri gerð svo til fara, að ekkert þyrfti á því að bera að það væri blettur á samvizku manna og réttsýni, að veita henni viðtöku. Svo einlæg var hollusta hans og lotning fyrir hinu sanna og lönguninn að afla því fylgis. — Það gerði hverjum gott að kynnast þessu drenglynda inn- ræti hans, og frá þeirri viðkynn- ingu var eigi annað hægt, að bera en traust og einlægan vinarhug til hans. Allir fundu að þessir eiginleikar sviku ekki. Jón var framsóknar maður, óhlutsýnn og hófsamur eins og allir þeir er fremur leggja eyra við rödd skynseminnar en glam- ri málamúgsins. Hann bar skelfing litla virðingu fyrir há- reystinni, og fanst ósennilegt að alvarleg hugsun bæri slííkan bvming. Jafn frábitinn var hann líka munn mýkinda hjálpræðis hjalinu, sem eins og ómálga barn myndar stöðugt til sama orðsins. Hann vildi finna í orð- um, ávísan á einhverja hugsun, er reyndi að gera grein fyrir lífinu' á einhvem hátt. Hann hafði hið mesta yndi af öllu er vel var sagt, hvort heldur það var í bundnu eða óbundnu máli. Enda ólzt hann upp við það. Jón fæddist um það leyti sem hin nýja sjálfstæðis og tilhreins- unar stefna fór að gera vart við sig í voru íslenzka þjóðlífi. Þor- steinn og Stephan G. eru byrj- aðir að kveða. Það átti fyrir honum að liggja að kynnast þeim báðum og fella til þeirra einlægan vinarhug. Áskoranir til íslenzku þjóðarinnar, að rísa upp, til manntaks og framtaks, vorú að láta meir og meir til sín heyra. Sjálfstæðiskröfumar voru að færast í aukana og áttu skamt í land, • til fullkominnar viðurkenningar, það var ársæld mikil fyrir þá sem þá fæddust og voru að alast upp. Fyrír jafn samúðarfullan og móttækilegan huga og Jóns, gat eigi hjá því farið að hann yrði snortin af anda þeirrar tíð- ar. Hrifningin varð margföld. Það var engin tilviljun, eftir að hingað kom, að hann skipaði sér úndir merki þjóðræknishreyf- ingarinnar og fylti flokk þeirra mann er tóku sér það leyfi að hafna og velja í trúarefnum, eftir því sem þekking, skynsemi, sannfæring og samvizka vísaði til. Trúarskoðanir Jóns kvik- uðú aldrei frá boði samvizkunn- ar eða sannfæringu; en það sem fyrir utan hvortveggja lá gat hann aldrei og vildi heldur ekki tileinka sér, sem trú. Það var sama undir hvaða nafni það gekk eða hverju það hét, til umbunar eða launa. Til einu launanna sem hann vonaði og lét sér nægja voru þau, sem veitast fyrir það að vera trúr sinni beztu vitund og beztu getu. Til hinna varð ekki unnið, þó öðlast mætti þau, með því að selja af sjálfum sér, einhvern hluta, einhvem ósýnilegan hluta sjálfsvirðingar, sannfæringar og hreinskilni og ganga á mála við það sem aldrei verður úr hug- anum skafið að annað sé en hé- gómi. Guðsdýrkun hans var sú, að leitast við á allan hátt að reynast meðbræðrum sínum svo, að hann vilti þeim ekki sjónir að neinu leyti. Traúst hans á lífinu var örugt, á varan- leik þess og gæðum, og á rétt- Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.