Heimskringla - 07.03.1934, Page 7

Heimskringla - 07.03.1934, Page 7
WINNIPEG, 7. MARZ 1934. HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. UPPREISNIN Á “BOUNTY’ og NÝLENDAN Á PITCAIRN Frh. frá 3. bls. nú kom það greinilega í ljós, að sú skifting hafði ekki verið heppileg. Fjölskyldurnar fjölg- uðu ekki allar jafnt, svo sumar fjölskyldurnar höfðu nú orðið hlutfallslega miklu meira land, miðað við fólksfjölda og þörf, svo margt af fólkinu var nú orðið sama sem landlaust. Ný- lendumennirnir sáu nú, að betra hefði verið að engin skifting h>efði verið gerð á landinu, en allir notið þess sameiginlega sér til lífsframfærslu. Nýlendumenn sendu brezku stjórninni þakklæti fyrir þá um- hyggju er hún bæri fyrir vel- líðan þeirra og kváðust mundu geta sent endilegt svar viðvíkj- andi flutningi úr eyjunni, með næsta skipi er þangað kæmi. Þetta spursmál, hvort þyrfti að flytja nýlendu fólkið burtu af eyjunni, lagðist í þagnargildi um nokkur ár, svo því var ekki hreyft; enda fólkið svo samgróið eyjunni sinni, að ekk- ert nema hin ýtrasta neyð, gat komið því til að yfirgefa þetta kæra ættland sitt. En þar eins og annar staðar, dregst til þess er verða vill. Fólkinu fjölgaði óðum og sniátt og smátt varð erfiðara að afla nægilegs viðurværis, svo loks- ins kom að því að gera út um þetta flutnings mál. Árið 1856 skipaði brezka stjórnin nefnd til þess að rannsaka ástandið hjá nýlendufólkinu og leggja til hvað gera skyldi. Um þetta leyti hafði brezka stjórnin ákveðið að leggja niður sakamanna nýlenduna á eyj- unni Norfolk. Fóru nefndar- menn því þangað að skoða eyj- una, í þeirri von að þar mundu þeir finna heppilegt framtíðar- land fyrir skjólstæðinga sína. Eftir að þeir höfðu skoðað eyna og kynt sér sem bezt, hin af- komulegu skilyrði er þar voru fyrir hendi, komust þeir að þeirri niðurstöðu, að hún mundi vera tilvalin staður fyrir fram- tíðar heimili nýlendumannanna á Pitcairn. Að þessu starfi loknu gaf nefndin út skýrslu um starf sitt og lýsingu á eyjunni Nor- folk, og landgteðum þar. Eftir- farandi eru helstu atriðin í skýrslu nefndaimnar: Eyjan Norfolk er fjórum sinn- um stærri að flatarmáli, en Pitcairn. Á eynni eru nægar byrgðir af vatni. Jarðvegur er góður, sérstaklega fyrir garð- ávexti, svo og fyrir ræktun ýmsra korntegunda, svo sem: rúg, maís og bygg; sætar kart- öflur þrífast þar mæta vel, og yfirleitt allflestar tegundir á- vaxta sem ræktaðir eru í Ev- rópu. Kaffi og tóbak þrífast! þar og sæmilega. Skógar em; ekki miklir, en nóg til nauðsyn-1 legra bygginga og eldiviðar. — Auk þessa eru á eyjunni 6000 sauðfjár og 1000 nautgripir.” Þetta eru aðal púntarnir í skýrslu nefndarinnar og þar eð( nefndin gat ekki fundið, neitt sem þeir héldu væri betur við hæfi Pitcairn-manna, lögðu , þeir til að nýlendufólkið á Pit- cairn yrði flutt til Norfolk. — , Brezka stjórnin féllst á þessar tillögur nefndarinnar og fól | landstjóranum á Nýja Suður- Wales, Sir William Dennison á hendur framkvæmd í þessu máli. Moresby aðmíráll, var sendur til Pitcairn til þess að vita hvort nýlendumenn vildu flytja til Norfolk, og búa þá undir að yfirgefa eyjuna sína. Þegar hann kom aftur til Nýia Sjálands, kvað hann fólkið vilj- ugt til að flytja til hinna fyrir- Ihuguðu heimkynna sinna. Var i því næst sent skipið “Juno’’, undir stjórn freemantels, flota foringja til Pitcairn, í því augna- miði að flytja nýlendufólkið til Norfolk. En þegar að því kom að yfirgefa eyjuna, þá bilaði hið eldra fólkið kjarkinn ,til að slíta sig frá þeim stöðvum, sem það var svo nátengt, og bundið þús- und böndum, reyslu og sögu- legra endurminninga. Yifrmenn- irnir á skipinu gerðu alt til að fá það til að fara, og bentu því á, að ef þeir höfnuðu þessu til- boði sjómarinnar, gæti svo far- ið að erfitt yrði að útvega' þeim viðunandi dvalarstað síðar. — Þeir sýndu og fram á að eyjan þeirra væri of lítil til að fram- fieyta því fólki, sem á henni væri, og þessvegna ómögulegt ( farmtíðar heimili fyrir þá, er. j meir fjölgaði fólkinu. Loksins létu nýlendumenn til leiðast og tóku þessu tilboði og lögðu á stað frá Pitcairn laugardaginn 3. maí 1856, 194 að tölu, áleiðis til eyjarinnar Norfolk, sem ligg- ur 1800 mílum vestar og 100 mílum sunnar. | Það tók langan tíma fyrir þetta fólk að venja sig við þetta nýja beimkynni sitt, sem var I svo ólíkt eynni þeirra að flestu I leyti. Margir óskuðu sér heim til sinnar kæru eyjar aftur, en það var ekkert heimatak og engin farkostur fánanlegur. Þó ' komust tvær fjölskyldur af Youngs ættinni til baka árið 1858, og fáeinar aðrar fjöl- j skyldur fóru nokkrum árum seinna. Nýlendu fólkinu leið ekki vel á Norfolk og til allrar óhamingja hafði eyjunni verið lýst fyrir þeim miklu betri en hún var, sem varð þess vald- andi að fólkið varð fyrir mikl- um vonbrigðum. Nobbs reyndi alt hvað hann gat að gera fólkið rólegt, hann sýndi því fram á að það væri ógerningur að hugsa til þess að flytja til Pitcairn aftur, en hvatti það til þess að laga sig að landsháttum í þessu nýja beimkynni þeirra. Brátt kom í ljós að vatnsbirgðirnar voru ekki eins miklar og þeim hafði verið sagt, svo fyrsta sumarið sem þeir voru þar, horfði til ‘tcrar vandræða; þeir söknuðu margra af ávaxta trjánum frá Pitcairn og sérstaklega kókós- plima trjáanna. Jarðvegurinn var fremur ófrjór, svo erfitt var' að rækta aldini, og ýmsar teg- undir ávaxta sem þeir voru vanir að rækta á Pitcaim. Svo gengu oft langvarandi þurkar, svo aliur gróður skrælnaði og uppskera eyðilagðist, pöddur og' allra handa skorkvikindi, gerðu og mikinn skaða; og ofan á alt þetta var loftslagið miklu kald- ara en þeir höfðu átt að venjast svo nauðsynlegt var að hafa bitunar ofna í húsum að vetrin- um; en slíkt hafði nýlendufólk- ið ekki þekt áður. Auk lands- afurða höfðu þeir dálítinn styrk af hvalaveiði, sem þó bráðlega minkaði, sökum þess að hval- irnir voru eltir og drepnir af fjölda hvalfangara skipa frá ýmsum löndum. Karlmennimir voru bæði duglegir og áræðnir, þeir fengu sér skip og sigldu til Nýja Sjálands og seldu þar af- urðir eyjarinnar sem þeir máttu missa, sem var mestmegnis: appelsínur, sítrónur og ostar. Kvenfólkið sýndist að ýmsu leyti miður gefið en karlmenn- irnir og þannig svipa meir til formæðra sinna á Tahiti, en mennirnir. Árið 1859 kom landstjórinn til eyjarinnar og hafði í för með sér skólakennara, sem verða átti eftir í eyjunni og taka að sér kenslumál nýlendumanna, það var orðin brýn þörf fyrir að fá kennara til eyjarinnar. Nobbs gat ekki komist yfir að stunda kenslu, þar sem hann bæði var prestur og læknir fólksins. Sir Dennison, sem hafði mikla þekking á aldina rækt og langaði til að nýlendu menn- irnir gætu lært að notfæra sér sem bezt eyjuna, bauð Nobbs að taka með sér einn af sonum hans og koma honum til náms aldinarætkar- ENDURMINNINGAR Eftir F. Gu8mund*«on. í jarðyrkju og skóla í Sydney. Framh. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU The Vlklng Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- lr mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst aö verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leysL Látið oss prenta bréfhausa yðar og umsiög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD 853 SARGENT Ave., WINNIPEG ^ ^ 5ími 86-537 Framh. Það liggur í augum uppi hvað sem menn ráðast í, að hafa fyrir stafni í lífinu, hvað mikilli velferð það veldur, að þeir séu fyrirætlunum sínum og áform- um vel vaxnir ,en hversu al- gengt er það ekki í öllum stöð- um mannfélagsins að menn séu meira og minna ófærir um að leysa það vel af hendi sem þeir tþó hafa ráðist í. “Hann er nú bara bóndi,’ segja menn, já, svo er nú það. En hversu miklc þekkingu útheimtir það ekki að vera góður bóndi. Við höfum þúsundir af barnakennurum, sem eiga að leggja undirstöð- una að allri lífstíðar yfirbygg- ingu og velferð, yngri kynslóð- arinnar, barnakennara sem eru sjálfir þekkingarlausir um margt það sem nauðsynlegt er að innræta börnUnum annars- vegar og vara þau við á hina síðuna. Ef eg nú væri spurður að því,- hvort þessi íslenzka kaupmanna stétt sem eg hefi gert grein fyrir, hafi nú verið stöðu sinni svo vel vaxin, að eg geti þókst af henni þjóðarinnar vegna þá er nú því til að svara, að eg þekti fæsta af þeim per- sónulega svo mér sé hægt að dæma um kaupmannshæfileika þeirra, en það þori eg þó að fullyrða að sízt var framhjá þeim gengið, þar sem þó ann- ara þjóða menn lögðust á sund- ið á móti þeim. Eins og gefur að skilja þá þekti eg lang mest og bezt kaupmennina í Mozart, þá sem eg skifti nokkurnveginn eingöngu við í fjölda mörg ár, og mér er þægilega hægt að sanna það, að þeir menn voru í bezta lagi stöðu sinni vaxnir, svo aðrar þjóðir mundu ekki hafa lagt betur til þeirrar iðn- ar. Jóhann Kr. Johnson, hafði alla sína æfi, frá því hann náði með hökuna upp á búðardisk- inn, unnið við verzlun og þess utan gengið á verzlunanskóla í Kaupmannahöfn, það er að segja unnið á heildsöluskrif- stofu, þeirrar verzlunar sem hann þjónaði. Eg var undur vel kunnugur bókhaldi og regl- um þeirra manna, sem höfðu eins og hann yfirumsjón, mörg seinustu ár sín heima, við stóra verzlun á Austfjörðum, þá er kend var við Tulinius á Eski- firði. Reikningar gátu aldrei orðið skakkir hjá Jóhanni, því fjo-st var maðurinn fram,úrskar- andi samvizkusamur, og svo var öll hans reikningsfærzla að minsta koisti tvöföld og þar fyrir utan yfirlitin af félaga hans Þorsteini. Mér hefir tafist við kaup- mannastéttina, en það var fleira í þessari bygð sem íslendingar gengust fyrir, af því sem fjörugt og framkvæmdarsamt mannfé- lag, krafðist, til hraðstiígra framfara og jafnréttis við eldri bygðarlög. Um leið og bygðinni var skift niður í hreppa, sem náðu lengst út og suður fyrir þau takmörk sem Islendingar bjuggu á, þá urðu þó íslending- ar í öllum hreppunum meira og minna fyrir vali í sveitarstjórn- irnar, og skipuðu þeir þá víða vandasömustu sætin. Lengi var Jón Janusson skrifari sveitar- stjórnarinnar að Foam Lake. Fyrsti oddviti sveitarstjórnar- innar hér að Elfros, var bónd- inn Þórður Árnason og lang- oftast hafa íslendingar skipað það sæti hér, og nú í mörg ár sami maðurinn, Ágúst ísfeld. Mér er ókunnugra um nöfn þeirra íslendinga, sem skipað hafa vandasömustu sætin í vestari hreppunum hjá Wyn- yard og Kandahar. Fyrstu lækn- ar sem hér settust að voru úr hópi íslendinga. Þannig var dr. Sig. Júl. Jóhannesson einn fyrsti læknir hér, og réttlátt er að eg taki það fram, að jafnvel snemma á árum okkar hér, kom hingað og settist hér að ís- lenzkur læknir Dr. Jakobsson, íaf ns PJ iöl Id | J Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Blds- Skrlfstofusiml: 23674 Stundai aérstaklega lunirnasjúk dóma. Kr ati flnna á ekrlfstofu kl 10—lf f. h. og 2—6 «. h. Hetmlll: 46 Alloway Av«. Talaimli 831S8 Dr. J. Stefansson 216 MRDICAL A RTS BLDfl. Hornl Kennedy og Graham Stnndar rlnadsKn anarna- eyraa nef- ok kverka-ajflkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsímii 26 688 Helmtll: 633 McMlllan Ava 426*1 \ Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 22 296 Heimilia: 46 054 RAGNAR H. RAGNAR Pianisti og kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 nokkru seinna, settist hér að Jóhannes læknir Pálsson, og seinast Kristján læknir Aust- mann. Állir hafa þessir læknar notið trausts og hylli alþýðu, öllu fremur en annara þjóða læknar, sem hér hafa setið þeim samhliða. f fögru og góðu vorveðri fara menn snemma á fætur út i sveitinni, til að sinna skyldu- verkunum, einn þessu, annar hinu, dagurinn verður því langur og lamandi, þó bann andi bb'tt á báða vanga, og miklu hefir verið afkastað, í þarfir hagsæld- arinnar, en í hverju er þá hag- sældin innifalin? Er aurasafn- ið undirstaða lífsánægjunnar? Þessi mikla spurning, er nokk- uð mikið innifalin í því, hvað menn skilja við lífsánægju. Ör- byrgð og aurasafn, eru and- stæður og hvortveggja vont, og mannlífinu óeðlilegt. Tilveru- stjóri ætlast aldrei til þeirrar útkomu. Hinir andlegu yfir- burðir mannanna yfir önnur dýr í náttúrunni, eru af mis- skilningi þess valdandi, að ör- byrgð og aurasafn nýðist á mannfélaginu. Einn fer allra aura á mis, og líður langa æfi margvíslegar líkamlegar þján- ingar. Annar safnar aura haug- um og öll hans iðja og hugsun isnýst um þær hrúgur. Hann er með fullan maga, fint klædd- ur, með dýra hringa á hverjum fingri, hrokafullur og stífur í trúnni á aurana, en ánægjan hans endar á löngu tímabili þegar yfir um er komið þangað til hann er orðinn andlega fá- tækur, og hefir lært að skilja hina sönnu lífsánægju. Eg treysti hinum betur sem ör- byrgð'ina leið, þá er þegar yfir um er komið, að vinna til lífis- ánægjunnar, sem hann frá upp- hafi þráði. En svo eg haldi mér við efnið, Þá fóru menn á löngu og blíðu vordögunum að þrá faðmlög fé- lagsgleðinnar, til samanburðar um æfintýrin, að finnast allir á einum stað, og samgleðjast til andlegrar uppörfunar, en þá vantaði samkomuhús, og það stórt, með sléttu' gólfi. 1 öllum bænum meðfarm járnbrautinni gengust íslendingar fyrir því, bæði peningalega og verklega að koma upp slíkum samkomu- húsum. Það sýndist mér, þegar eg ferðaðist um bygðina, að þessi samkomuhús væru öll á- líka stór, 60 fet á lengd og 30 fet á breidd, og 12 fet á hæð undir lausholt, bygð með tvö- faldri klæðningu utan á stöpla Frh. á 8. bla. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg Talslmi 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON fSLENZKIR LÖOFRÆÐINGAK I á oðru gólfi 825 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar ' að hitta, fyrsta miðvikudag i j hverjum mánuðl. M. Hjaltason, M.D. Almennar lækningar Sérgrein: Taugasjúkdómar. Lætur úti meðöl í viðlögum. Sími: 36 155 682 Garfield St. A. S. BARDAL selur likklstur og annast um úttar- lr. Allur útbúnatiur s& b«st! Ennfremur selur bann allskoaar minnisvarba og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. j Phonei 86 607 WINITIPM j HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, S.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAM. MARGARET DALMAN TEACHBR OF PIAlfO HM BANNING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Siml: 96 210. Heimllis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— B.KK.ar and Fnrnltnre Mmím 762 VTCTOR ST. SIMI 24.500 Annaat allskonar flutninga (rtn j og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. lelensknr HlgfrelllnKnr Skrtfstofa: Í01 GREAT WKST PERMANENT BUILDING Siml: »2 766 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talefmli »8 88» DR. J. G. SNIDAL TANKLÆKNIR 614 Somerset Bloek Portace Awenne WINNIPM Operatio Tenor Sigurdur Skagficld Slnging and Volce Cuituro Studio: 25 Muslc and Arta Bldg, Phone 25 506 Res. Phone: 87 43S

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.