Heimskringla - 28.11.1934, Page 6
6. StÐA
HEIMSK.RINGLA
WINNIPEG, 28. NÓV. 1934
I VÍKING
Eftir R. Sabatini
Sir Oliver kendi þess, að hann var efa-
blandinn og segir áhyggjusamlega: “Guðs
miskunn! Þú efast en hún ekki. Þú varst
áður fjandmaður minn og síðan sáttur við mig
og tortryggur þó, samt getur þú efast um að
eg sé valdur að þessu. En hún . . . hún sem
elskaði mig, efast alls ekki um það!”
Hún svaraði honum og mælti: “Sir Oliver,
þetta sem þú hefir aðhafst, er mér um megn
að þola þér. Eigi að síður veit eg, hversu
mjög þú varst til egndar að vinna þetta verk,
því hefði eg getað fyrirgefið þér, þó alls ekki
hugsað til ráðahags við þig; fyrirgefið þér,
segi eg, ef þú hefðir ekki bætt þessu ofan á,
að gerast níðingur og synja fyrir verkann.”
Hann leit við henni, hvítur í framan,
sneri frá henni til dyra, nam staðar og mælti:
“Það er ljóst, hvað þú vilt. Þú vilt að eg
sé sóttur til dóms um þetta víg.” Nú hló
hann. “Hver vill kæra mig fyrir yfirvöldun-
um? Vilt þú, Sir John?”
“Ef jómfrú Rósamunda vill svo vera láta,”
svaraði riddarinn frá Arwenack.
“Ha, sé það svo. En þú skalt ekki ætla
mér, að eg láti leiða mig á gálga út af þeim
sönnunum, sem þessari jómfrú nægja. Ef
nokkur vælir kæru á mig, vegna þess að blóð-
ferill liggi að húsdyrum mínum og vegna
vissra hótana, sem mér urðu á munni í gær,
meðan eg var reiður, þá er eg albúinn til
dóms — en þann dóm skal með vopnum
heyja á holdi og beinum þess sem mig kærir.
Sá er minn réttur og honum skal eg halda til
hins ýtrasta. Efast þú um, hvemig guð muni
skera úr? Á hann heiti eg, að dæma milli
mín og þess, sem sækir mig um þessa sök. Ef
eg er sekur, þá láti hann hönd mína visna,
þegar til vopna viðskifta kemur.”
Þá svaraði Rósamunda, harmi tryld: “Eg
skal kæra þig sjálf. Þú getur, ef þú vilt,
heimtað rétt þinn af mér og banað mér eins
og þú slátraðir honum.”
“Guð fyrirgefi þér, Rósamunda!” sagði
Sir Oliver og gekk burt.
Hann reið heimleiðis með heift í hjarta.
Hann mátti ekki sjá fyrir, hverju fram myndi
vinda um sinn hag en svo reiður var hann
Rósamundu að hugurinn útrýmdi hrygð og ör-
vænting. Aldrei skyldu þeir festa hann á
gálga. Berjast skyldi hann við þá og draga
ekki af og ekki skyldi Lionel verða illa leikinn.
Við að minnast Lionels, snerust hugsanir
han lítið eitt. Hversu hægt átti hann með að
hrinda ákæru þeirra, hversu hægt að beygja
hennar drambsama hnakka til injnilegrar
forlátsbónar! Ekki þurfti nema eitt orð af
hans hálfu, en til þess vildi hann ekki hætta
lífi bróður síns.
Þá nótt lá hánn andvaka ,alla hina hljóðu
grímu og leiddi huga að því sem gerst hafði,
þykkjulaust, og þá skifti um hugarfar hans.
Hann rakti fyrir sér alla þá hluti, sem höfðu
leitt hana til að trúa þessu á hann, og neyddist.
til að skilja að henni var nokkur vorkun. Ef
þún hafði gert honum rangt til, þá hafði hann
ekki síður gert á hluta hennar. Hún hafði, svo
árum skifti, orðið að hlusta á það sem óvinir
hans sögðu um hann, og svo stórlátur og
harðfengur maður eignaðist marga óvini. Alt
það last, sem borið var í eyru hennar, lét hún
ekki á sig fá, af því að hún elskaði hann; við
bróður sinn hafði hún brotið bág út af þessu,
og nú kom alt 'þetta að henni í einu og
lagðist þungt á hana; þessa iðraði hana og
það studdi að því, að hún gerðist svo grimm
við sjálfa sig og aðra, að trúa því að bróðir
hennar hefði fallið fyrir elskhuga hennar. Frá
henni að sjá hafði hún stuðlað að dauða bróð-
ur síns, með því að elska svo þrálátlega þann
mann, sem bróðir hennar hataðist við.
Þetta skildist honum nú og kendi líkn-
stafa til dóms um hana. Hún mátti vera meir
en mannleg, ef henni var ekki svo innan-
brjósts, sem hann sá nú, að henni hlaut að
vera, og með því að hugarins umskipti mælast
við þau of, sem þau spretta af, þá var ekki nema
eðlilegt, að hún hlyti að hata þann freklega,
sem hún elskaði áður svo heitt.
Þennan kross var þungt að bera, en
vegna Lionels varð hann að hafa þol við,
sem honum var frekast lagið. Hann gat ekki
legið Loinel á hálsi fyrir vígið, og þóttist ekki
mega láta hans hlut við brenna til ag létta
þessum þunga harmi af sér. Þá mætti hann
sannlega heita níðingur, ef hann tæki það ráð
til að bæta um fyrir sjálfum sér.
En þó að hann liti ekki við því ráði, þá sá
Lionel það glögt og var með böggum Hildar;
hann var svo hræddur, að hann mátti ekki
sofa, þar af elnaði í honum hitasóttin, svo að
hann gerðist h'kur afturgöngu, bleikur og
tekinn og magur. Þá tók Sir Oliver hann
taki og talaði kjark í hann, svo að hann
hrestist. í sama mund komu og önnur tíð-
indi, sem dróðu úr kvíða hans; manndrápið
hafði verið kært fyrir yfirvaldinu í Truro,
og að um launmorð væri að ræða, en þaðan
komu þau svör, að sú kæra yrði ekki tekin til
greina. Ástæðan var sú, að þar réði mestu
herra Anthony Baine, sá er var sjónar og
heyrnar vottur að þeirri óvirðing, sem Sir
Oliver var veitt. Hann lýsti því, áð hvað
sem komið hefði fram við junghérrann Godol-
phin út af því frumhlaupi, þá hefði hann átt
það skilið, og hann mætti sjálfum sér um
kenna; þess vegna lýsti hann því, heiðþróaður
maður, að sér væri óleyfilegt, samvizku sinnar
vegna að höfða sakamál og fá stöllurum
stefnu' til að grípa hinn sakaða.
En tveim dögum síðar fann Sir Oliver, að
héraðsmenn voru í uppnámi út af úrskurði
meistara Baines; þá gerði hann boð eftir
presti og reið með honum á fund yfirvaldsins
í Truro, að flytja sönnunar gögn, sem hann
hafði falið fyrir Rósamundu og Sir John Killi-
grew.
Þeir gengu þrír saman í bókasal hús-
bóndans og þá tók Sir Oliver til orða: “Meist-
ari Baine, eg hefi frétt af þeim réttvísa og
drengilega úrskurði, sem þú feldir, og eg er
hér kominn til að segja eins og er, að mér
þykir þú afbragðs vel hugaður.”
Hinn hneigði sig, alvörugefinn. Sá mað-
ur var svo gerður af náttúrunni.
“En með því að eg vildi sízt, að þetta
kæmi þér í koll, þá kom eg hér, til að sýna
þér og sanna, að úrskurður þinn er réttvísari
heldur en þú jafnvel veizt af, og að eg framdi
ekki manndrápið.”
Hinir brugðust ókunnuglega við, báðir
tveir.
•
“Við ykkur hefi eg engin undanbrögð í
frammi, iþví megið þið trúa, enda skal eg
sanna að svo er, sem eg segi. Eg kom til að
birta þá sönnun, áður en það er um seinan.
Eg vil ekki, að hún verði héragsfleyg að sinni,
Meistari Baine, heldur að þú gerir bréf um
þessa sönnun, er fullgilt sé fyrir dómstólun-
um, ef þetta mál er sótt, sem vel má henda.”
Þessi vörn var kænlega sett. Þá sönnun,
sem fanst ekki á honum, bar Lionel á sér, en
hún mundi hverfa með tímanum, og ef það
yrði nokkurtíma opinbert, sem hann ætlaði nú
að sýna og sanna, þá myndi verða um seinan.
að leita annarsstaðar.
“Eg segi þér satt, Sir Oliver, að þó þú
hefðir vegið hann, eftir þann ofsa, sem hann
hafði í frammi við þig, þá hefði eg ekki sakað
þig um annað eða meira, heldur en að veita
þursalegri frekju hæfilega refsingu.”
“Það veit eg, sir. En það varð ekki af
því. Ein sönnunin um sekt mína, og það sú
helzta, er sú, að blóðferill hafi rakinn verið
frá vettvangi, þar sem Godolphin fanst dauður,
að dyrunum hjá mér.”
Hinum þótti nú talið merkilegt; prestur-
inn starði á hann og deplaði aldrei augum.
“Það blóð gat ekki stafað frá hinum
vegna, og því er það auðsætt, að vegandinn
varð sár í viðureign þeirra, enda vitum við
það fyrir víst, af því að blóð var á sverði
Godolphins, þegar að var komið. Nú, Meistari
Baine og þú séra Andrew, skuluð vera sjón-
arvottar að því, að ekki finst svo mikið sem
nýleg skeina á mínum líkama. Eg ætla að
kasta klæðum og standa hér nakinn, eins og
þegar það óhapp henti mig, að villast inn í
þessa veröld, og láta ykkur sjálfa sjá þann
sann sem eg fer með. Eftir það vil eg biðja
þig, Meistari Baine, að gera bréfið sem eg
mintist á.” Nú tók hann að kasta klæðum.
“En eg vil ekki gera þeim dónum til eftir-
lætis, sem fara með sökina, að sýna þeim
þetta, ella kynnu þeir að láta sem eg væri
hræddur við þá. Eg verð að biðja þess, herr-
ar, að þið haldið þessu leyndu þangað til svo
kann til að bera, að atvik heimti að birt sé í
heyranda hljóði.”
Þeir sáu, að þetta var sanngjarnt, en hvor-
ugur trúði, að sönnun myndi fram koma. En
er þeir höfðu skoðað vandlega, datt alveg ofan
yfir þá, svo handvissir voru þeir um það,
fyrirfram, hvað satt værL En meistari Baine
gerði bréfið, sem hann var beðinn og setti
fyrir nafn sitt og innsigli og hið sama gerði
presturinn, til staðfestingar sem vitundar vott-
ur.
Sir Oliver var fámálugur og óhýrlegur í
heimleiðis, með skjöld þennan, og var létt í
skapi. Það pergament ætlaði hann að leggja
fyrir Rósamundu og Sir John, undir eins og
hættulaust væri og treysti því, að alt mundi
vel fara.
VI. Kapítuli
Dauf voru jólin á Penarrow og döpur í
Godolphin Court.
Sir Oliver var fámálugur og óhýrilegur í
þann tíð, sat löngum við eld og horfði í glæð-
umar, rifjaði upp fyrir sér hvert orð, sem
þau Rósamunda töluðust við; aðra stundina
var hann reiður henni, fyrir að hún skyldi trúa
þessu á hann, hina mjúkhuga og sorgbitinn,
að þau skyldu rata í raun þessa, og þá fanst
honum að henni væri fullkomin vorkunn, að
þrúa svo sterkum líkum.
Bróðir hans gekk þá dagana varlega um
hús, hafði sem hægst um sig og þorði aldrei
að rjúfa þagnarstundir Sir Olivers. Hann vissi
hvað til þeirra kom. 'Honum var kunnugt
um, hvað gerst hafði í Godolphin Court og að
Rósamunda hafði sagt Sir Oliver upp, fyrir
fult og alt, og þá rann honum til rifja, að
hann skyldi láta bróður sinn einan um að
bera þá byrði, sem sér væri skylt að bera sjálf-
um. Þet'ta lá svo þungt á honum, að eitt
kveldið mátti hann ekki þegja yfir því, nam
staðar hjá stóli brpður síns, lagði hönd á öxl
hans og tók til orða:
“Noll, ætli það væri ekki bezt að segja
hreinlega frá öllu saman?”
Sir Oliver leit við honum snúðugt og lét
brýr síga: “Ertu með öllu viti? Það myndi
leiða þig á gálgann, Lal.”
“Hver veit. Hvað sem því líður, þá þolir
þú nú meiri þrautir en hengingu. Ó, eg hefi
gefið þér góðar gætur á hverju kveldi þessa
síðustu viku og eg veit hvað mikilla kvala þú
kennir. Það er ekki rétt.” Og enn klifaði
hann á hinu sama — “Við ættum að segja
eins og er.”
Sir Oliver brosti dapurlega, tók í hendina
á bróður sínum og segir: “Þú ert vænn, Lal, að
hugsa svo.”
“Ekki er það mikið á við þína göfug-
mensku, að bera allan vanda og vá af því
verki sem eg framdi.”
Sir Oliver vatt við höfðinu' og horfði á
glóðina: “Uss, þeirri byrði get eg kastað af
mér, þegar eg vil. Sú vissa gefur manni þol í
hverri raun.”
Hann talaði í köldum og kærulausum
tón og Lionel hrylti við. Hann stóð lengi
þegjandi, velti svarinu fyrir sér og hugleiddi
þá dul, sem í því fólst. Honum hugsaðist, að
spyrja bróður sinn afdráttarlaust, til hvers það
benti, en hafði ekki kjark til þess. Hann
kveið því, að Sir Oliver gerði að vissu grun
sinn um, hvað í því fælist.
Hann hvarf burt eftir litla stund og lagð-
ist í rekkju sína. Dagana þar á eftir kvað við
svarið í eyrum hans: “Eg get fleygt frá mér
byrðinni hvenær sem eg vil.” Sú sannfæring
festist með honum, að Sir Oliver meinti, að
raunirnar væru honum léttbærari vegna þess
að hann gæti sannað sýknu sína með því að
koma upp hinu sanna. Honum þótti ólíklegt,
að Sir Oliver myndi svo gera. Hann var
sannfærður um að Sir Oliver ætlaði sér ekki,
að kasta af sér byrðinni. En þar að kynni
að reka, að hann skifti um skap. Byrðin
mætti vel verða honum þungbær um of, löng-
unin til Rósamundu verða of sterk, harmur-
inn of áleitinn, út af því, að hún héldi hann
fyrir morðingja bróður hennar.
Lionel hrylti við, inst í hugarins fylgsni,
að sjá til hvers þetta mundi draga fyrir hann.
Við þann kvíða kyntist hann sjálfum sér betur.
Honum skildist, hversu fjarri fór því, að
tillaga hans að segja frá öllu', eins og það
gerðist, væri af alhuga fram sett, það var
ekki annað en stundar uppþot af tómri til-
finning, það sá hann nú sjálfur, og að hann
hefði iðrast þess sárlega, ef tekið hefði verið
eins og hann talaði það. Og síðan kom sú
hugsun, að hann súálfur væri sekur um þann
kendanna áaustur, er leiddu hann langt um
fram það, sem hann í raun og veru vildi vera
láta — voru þá ekki allir menn með því marki
brendir? Mætti ekki svo fara, að bróðð-'hans
léti berast fyrir stundar ofi skapsmuna sinna,
finnast byrðin of þung, altof þung, og fleygja
henni frá sér í örvæntingar kasti?
Lionel reyndi að hugga sig við, að bróðir
hans væri þéttur fyrir og misti aldrei vald á
sjálfum sér. Þar í mót skaut hann því, að
engin vissa væri fyrir, að hið umliðna héldist
óbreytt, að hið sama kæmi altaf fyrir í fram-
tíðinni, sem borið hefði við á umliðinni tíð;
hvers manns þoli væru einhver takmörk sett,
hversu hraustur sem hann væri, og að alls ekki
væri ólíklegt, að þolinmæði Sir Olivers væri
nú fast að því þrotin. Nú var sökin miklu
verri, heldur en ef hann hefði játað hana á sig
strax, og miklu meiri líkindi til, að hann yrði
sóttur til dóms og dauða hegningar á gálga.
Ef hann hefði sagt hið sanna strax, þá hefði
verið gefin gaumur að því sem hann sagði,
með þvf að hann var haldinn fyrir heiðurs-
mann með óblettað mannorð. En nú myndi
enginn trúa honum. Þeir myndu draga það
saman, að hann þagði um vígið og að hann
lét það viðgangast, að bróður hans var um
kent, og kalla hann huglausan níðing, og að
hann hefði leynt manndrápinu af því, að
vissi eg sjálfan sekan um níðingsverk. Dæmd-
ur myndi hann verða og það með smán, fyrir-
litinn af öllum heiðarlegum mönnum, þing
örvert er enginn- myndi harma.
Með þessum hugarburðum komst hann að
þeirri skelfilegu niðurstöðu, að með því að
reyna að hlífa sér, hefði hann riðið sér þann
hnút, er hann fengi með engu móti leyst. Ekki
þyrfti annað, en að Oliver segði frá hinu'
sanna, þá væri úti um sig. Og þá rak aftur
að þeirri spurningu: Hvaða vissu hafði hann
fyrir því, að Oliver segði ekki frá?
Hræðslan við þetta kom að honum öðru
hvoru, fyrst í stað, en elti hann brátt, bæði dag
og nótt, og þó hitasóttin væri af honum runn-
in og sárið gróið, þá hélzt það, að hann var
magur, hvítur og tekinn til augnanna. Og satt
að segja gaus launhræðslan upp í augum
hans, nærri á hverri stundu. Hann gerðist
styggur og hrökk saman við hvað lítið hljóð
sem var, og nú treysti hann Oliver illa, en sú
tortryggni kom fram í undarlegum ónotum,
sem brutust út þegar minst varði.
Einn síðari hluta dags gekk hann í mat-
salinn, en þar þótti Sir Oliver betra að vera,
en í öðrum stofum hallarinnar Pennarrow, og
þá sat hálfbróðir hans hugsi, með hökuna í
lófanum og olnbogann á hné sér og starði í
eldinn. Þetta var húsbóndanum á því heimili
orðið svo títt, að Lionel var skapraun að, svo
sem þá var farið geðsmunum hans; honum
fanst fálæti það og afskiftaleysi með ráði
gert, að í því væri orðalaust álas, sem stefnt
væri til sín. Þá lét hann í ljósi þá bræði, sem
lengi hafði þróast í honum og segir fýlulega:
“Hví situr þú svona alla daga, við eld
eins og kerlingar?”
Sir Oliver leit upp, átti varla von á því-
líku ávarpi.. Frá Lionel leit hann út í
glugga og segir:
“Það rignir.”
“Það var ekki vani þinn að flýja undan
rigningu að hlóða glóð. En nú- gildir einu.
hvernig úti er, hér hefstu við. Ferð aldrei út
né að heiman.”
“Til hvers?” kvað Sir Oliver, þýðlega sem
fyr, en þó kom hrukka milli hans svörtu
brúna, því að hann kunni ekki vel þessu til-
tali. “Heldurðu að mér þyki gaman að mæta
illúðlegum augnagotum og sjá alla stinga sam-
an nefjum til að þylja bölbænir um mig í
hljóði?”
Lionel kvað við, eldur brann úr augum
hans, hann mælti: “Svo er þá komið. Þú
gekst í þetta sjálfviljugur, mín vegna, og nú
slettir þú því eins og brigsli.”
“Hvað?” mælti Sir Oliver, forviða.
“Það var brigsl í því sem þú sagðir. —
Heldurðu að eg skilji ekki hvað undir því býr?”
Sir Oliver stóð seint á fætur, horfði á
bróður sinn, hristi höfuðið og brosti við.
“Lal, Lal!” sagði hann. “Þér er ekki full-
batnað sárið ennþá, drengur minn. Um hvað
hefi eg brigslað þér? Hver var dulin í orðum
mínum? Ef þú vilt líta rétt á, þá máttu skilja
að meiningin var þessi: ef eg fer að heiman,
þá á eg nýjar útistöður vísar, því að skaps-
munirnir hafa ekki mýkst og eg vil engan súr-
skap þola né illar augnagotur. Annað ekki.”
Hann gekk til bróður síns, tók um herðar
í hans, hristi hann, hélt honum frá sér og virti
hann fyrir sér, en Lionel lét slúta höfuðið og
roðnaði við.
“Flónið mitt væna!” sagði Oliver. “Hvað
gengur að þér? þú ert fölur og magur og
alveg ólíkur sjálfum þér. Eg kann ráð. Eg
skal búa skip og taka þig með mér á mínar
gömlu veiðislóðir. Þar er nokkuð við að
fást og þar muntu ná fjöri þínu, taka aftur
gleði þína — og hver veit nema mér takist
það líka. Hvað segirðu' nú?”
Lionel leit upp fjörlega. Þá kom honum
nokkuð í hug, en sú hugsun var svo dónaleg,
að hann roðnaði við aftur, því að hann
1 blygðaðist við. En hún festist við hann. Ef
hann sigldi burt með Oliver, þá mundu allir
j segja, að hann væri samsekur bróður sínu'm
um níðingsverkið.