Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 1
XLIX. ÁRGANGUR Ægilegt manntjón af jarðskjálfta á Formosa Taihoku, Pormosa, 23. apríl—- Á 2000 fermílna svæði á hinni fögru eyju Formosa, skamt undan strönd Kína, urðu svo stórkostlegir jarðskjálftar síð- ast liðinn laugardag og sunnu- dag, að til þess eru engin dæmi áður þar um slóðir. Um 3045 manns er talið að farist hafi, en 12000 meiðst meira og minna. Jarðskjálftarnir urðu mestir út um sveitir og þar sem ekki var þéttbýli svo eignatjónið var tiltölulega minna en ætla mætti. Einir fimm bæir urðu þó einnig fyrir talsverðu tjóni. Símasamband alt bilaði og fréttirnar voru sendar til megin- lands með bréfadúfum úr hem- um. Fjögra og fimm feta sprungur urðu sumstaðar á þjóðvegunum og jámbrautar lestir sátu þar sem þær voru komnar vegna bilunar á brautunum, Mörg heimili hrundu ofan á fólkið sofandi í rúmum sínum og fórst á sumum þeirra hver einasta manneskja. Lemstrað og limlest fólk lá klemt hér og þar í bæjarrúst- unum, veinandi og hrópandi á hjálp. Um 250,000 manns er talið að vera heimilislaust. Stjórnin í Japan sendi þegar skip með mönnum til bjargar hinum bágstöddu, læknum, vistum og aðbúnaði og vatni, því vatnsleiðslur biluðu nálega allar á jarðskjálftasvæðinu. Fyrir skemdum. er talið að 16,493 heimili hafi orðið og um 20,000 önnur hús, smá og stór. Fyrir slysinu urðu Kínverjar aðallega, er á eyjunni búa. Þeir eru þar fjölmennastir enda til- heyrði eyjan Kína þar til Jap- anar slógu eign sinni á hana árið 1895. Evrópumenn eru nokkrir á Formosa, en þá er sagt að ekki hafi sakað neitt. Þeir og Japanar sem til eyjar- innar hafa flutt, búa í höfuð- borginni Taihoku og Tainan, en þar urðu ekki að ráði neinir jarðskjálftar. Eyjan Formosa er 13,944 fer- mílur að stærð. íbúatalan er rúmar 3 miljónir. Ræktað er þar kamfóra, hrísgrjón, te, syk- ur, sæt-kartöflur, bómull eins- konar (ramie) o. fl.; þar er og fiskveiði æðimikil. FREGNSAFN Jarðskjálftar í Persíu í Persíu hafa verið jarð- skjálftar öðru hvoru síðan 12 aprfl. Er talið að þeir hafi orð- ið 483 manns að fjörlesti frá því þeir hófust og til þessa dags. * * * Áfengiskaup aukast Áfengiskaup jukust úr 25% í 40% hjá stjómarbúðunum f Winnipeg í gær, er verð vínsins var lækkað um $1.25 eða meira flaskan. * * * Viðskiftamálaráðherra Canada kemur vestur t gær kom Hon. R. B. Han- son viðskiftamálaráðherra til Winnipeg. Hann er á leið vest- ur í sléttufylki, og gerir ráð fyrir að staldra þar við um viku tíma og flytja ræður. 1 Winnipeg flytur hann ræðu er hann kemur að vestan 1 maí. * * * Nokkur Londonblöðin reið konunginum Það mun með öllu nýtt, að blöð á Bretlandi gagnrýni at- hafnir konungsins, en það gerðu sum þeirra s. 1. mánudag. Ástæðan var sú, að Breta kon- ungur sendi Hitler heillaóska- stoeyti á afmæli hans um síð- ustu helgi. Blöðum sem Hitler hata, fanst hann ekki verð- skulda þennan heiður. * * * Gjöf Canada Minningargjöfin sem Canada hefir ákveðið að senda Breta- konungi á 25 ára ríkisstjómar- afmæli hans, er kassi úr gulli. Er hann 18 þuml. langur, 14 þuml. breiður og 3 þuml. djúp- ur. 'Á lokið er letruð heilla- óskin og umhverfis orðin eru grafin skjaldarmerki allra fylkja Canada. Neðar á lokinu er skjaldarmerki Canada. En yzt á því er borði grafinn og em í honum lauf hlynarins cana- diska (Maple leaves). Innan á lokinu er mynd af þinghúsi Canada. Framan á kassanum eru staf- imir G. R. I. skýrt letraðir. — Fæturnir eru ofnir laufum hlynarins. Áletrunin á lokinu er þessi: “To His Most Excellent Ma- jesty King George V, humble address of the Senate and the House of Commons of Canada on the occasion of His Majesty’s Silver Jubilee, 1935. Gjöfin verður afhent konungi 6. maí. * * * Borah ræðst á Þjóðbandialagið í ræðu sem öldungur W. E. Borah, (republikani frá Idaho) hélt síðast liðinn föstudag í öldungadeild Washington þings- ins, réðst hann hlífðarlaust á Þjóðabandalagið fyrir fram- komu þess við Þýzkaland. Kvað hann það nú hljóta að vera öll- um ljóst, að þjóðabandalagið væri aðeins verkfæri í höndum vissra þjóða, í stað þess að vinna óháð og eindregið að heimsfriði. Frumvarp bar Borah áður upp í þingi, er að þvl laut, að banna að veita Evrópuþjóðum nokkurt lán. Sagði hann fé það lagt fram til þess eins að hrinda heiminum út í stríð. Undir það tók J. Hamilton Lewis öldungur frá Hlinoisríki. Bretland kvað hann ekki minn- ast á greiðsLu af neinu af biljón- unum, sem það skuldaði Banda- ríkjunum, en það básúnaði þá frétt út um allan heim, að rekstur þjóðarbúsins gengi svo vel, að tekjur og útgjöld sltæð- ust vel á. Eins væri með Frakk- land. Það lánaði Evrópuþjóð- unum fé upp á von og óvon til þess að þær gætu eflt her sinn, en skuld sína við Bandaríkin dytti því ekki í hug að greiða. Hann krafðist, að Bandaríkin heimtuðu greiðslu á stríðsskuld- um Evrópuþjóðanna. Þegar því væri til vegar snúið, væri næg- ur 'tími að tala um að lána þeim. * * * Stjórnin og Huey Long bítast Rooseveltsstjórnin virðist eiga í brösum við Huey Long öldung frá Louisianaríki. Fyrir helg- ina tók stjómin úr höndum ríkisstjóra Allan í Louisiana og samherja Huey Longs eftirlitið og útbýtingu atvinnuleysis- styrksins og fékk það öðrum manni á hendur. Yfir Eugene Talmadge, ríkisstjóra í Georgíu ríki vofir þetta einnig. Varð Huey Long svo reiður út af þessu, að hann hótaði stjórn Roosevelts því, að Louisiana- ríki skyldi brjótast úr ríkjasam. bandinu. Af því hefir nú samt ekki orðið enn ,enda gæti farið svo, að Huey Long gengi lengra með þessu en góðu hófi gegnir og fylgjendur hans væru fúsir að dansa með honum. Það WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 24, APRÍL, 1935 Avarp til vina minna Mountain, N. D. 6. apríl, 1935 Kæru vinir sem mig sóttuð heim, Og sem að hingað komuð mig að gleðja. Af öllu hjarta þakka vil eg þeim, Og þeim sem eru forvitnina að seðja, Því forvitnin hún fylgir manna sonum, Sem fæddir eru í þennan heim af konum Grunar mig að gamli Andri jarl Með gleðibros á vörum hefði setið, Hér í kvöld, og haldið ræðu snjall. Og hann gat bæði drukkið vel og étið, Eg heyri sagt, í hópi vina sinna Að hláturs efni þyrfti ’ann stundum minna. Þið sem hafið heiðrað mig í kvöld, Með heimsókn ykkar langt að komnu bræður, Það má kalla sorgleg synda gjöld, Að sitja kyr og hlusta á slíkar ræður Þó hólið sé af hlýjum þela spunnið Að hafa sjálfur lítið til þess unnið. Eg hefi aldrei getað list þá lært, Að láta orðin tignarlega gjálla Né hugsun mína í fagran búning fært, Og fjærri var mér nokkum mann að skjalla. En eitt er víst að hjörtun snertir helst Sú hugsun sem á bak við orðin felst. Og konumar, já, hvað er nú með þær? Þær koma eins og drottins sendiboðar Að færa okkur alt sem gleði ljær —Aftan skin og vorsins morgun roðar— Fegurð þeirra og guðdómlegu gæðum Geta skáldin aldrei lýst í kvæðum. Svo bið eg ykkur sem að sitjið hér Og sjáið hvað mér líður voða illa! Af frjálsum vilja að fyrirgefa mér Og fyndni mína skal eg reyna að stilla, Eftir því sem lífið endist lengur, Læra að þegja og vera “Góður Drengur”. Með vinsemd, K. N. vandaðra manna og verkinu að öllu leyti vaxinna, er falið ann- að eins starf og þarna er um að ræða. getur eins og eigi síður hent, öðrum löndum hafast við í þó hann þessa stundina telji sér flest fært. * * * Chorley Park til sölu Á fylkisþinginu í Ontario lýsti forsætisráðherra Mitchell F. Hepbum því yfir s. 1. fimtudag, að stjómin ætlaði að selja Chorley Park, bústað fylkis- stjórans ofan af höfði hans, ef viðunanlegt verð fengist fyrir eignina. * * * úrslita atkvæði í ræðu sem J. S. Woods- woodsworth, foringi C. C. F. flokksins hélt í Winnipeg s. 1. föstudag, kvað hann ekki búast við að flokkur sinn tæki við völdum eftir næsta kosningar, ien á hinu á hann von, að hann verði svo liðsterkur á næsta þingi, að hann hafi úrslita-at- kvæði. * * * Lægra vátryggingargjald Lloyds félagið nafnkunna á Englandi hefir lækkað vátrygg- ingar á vörum sem fluttar eru Hudsonsflóa sjóleiðina um 25%. * * * Bruni í Fisher Branch í bænum Fisher Branch í Manitoba brunnu þrjár búðir til kaldra kola á föstudaginn langa. Eldurinn byrjaði í bændabúðinni (Co-Operative Store). Vátrygging var sögð mjög lág á búðunum. * * * Flýr burtu með börn sín í Chentu í Kína ieru kom- múnistar að verða svo uppi- vöðslusamir að öðrum íbúum er ekki farið að standa á sama um það. Mrs. T. H. Williams heit- ir læknisfrú er þar býr með manni sínum, sem er prófessor við læknaskóla. í gær lagði frúin af stað með böm sín í loftfari burtu úr héraðinu af ótta við byltingu og yfirgang af hálfu kínverskra kommún- ista. Læknirinn mun einnig grípa fyrsta tækifæri að forða sér. Læknishjónin ieru bæði frá Manitoba. Frú Williams lærði hjúkrunarfræði á General Hospital í Winnipeg og maður hennar er útskrifaður af lækna- skóla fylkisins. Trúboðar og ýmiskonar umboðsmenn frá Chengtu og er mjög óttast að hörmungar bíði þeirra er eigi hverfa þaðan sem fyrst. * * * Forsætisráðherra New Zealands í Winnipeg Rt. Hon. G. W. Forbes, for- sætisráðherra New Zealands, stóð stund úr degi við í Winni- peg s. 1. mánudag. Hann var á leið til Englands til að vera á 25 ára ríkisstjórnarhátíð Breta konungs. Hann kvað tíma hafa bneyzt til batnaðar í New Zea- land. * * * Boris konungur tekur sér alræðisvald í hendur Síðast liðinn mánudag bárust fréttir frá borginni Sofia í Bul- garíu, um að Boris konungur hefði tekið sér alræðisvald í hendur. Stjómin fór frá völdum fyrir fjórum dögum. Um sættir áleit konungur ekki að ræða milli flokkanna og það gæti ekki nema á einn veg endað, með byltingu. Lét hann því taka fyrirliðana sem mest máttu sín og skjóta þeim í tugthúsið. — Hernum treysti hann ekki held- ur neitt of vel og kallaði því til sín 200 menn úr konunglega hemum, er hann fól að hafa hemil á hlutunum. Þjóðin virð- ist ekki neitt óánægð með þetta og telur sig jafnvel ömggari fyrir þessar gerðir konungs. ÍSLENDINGUR HLAUT STARFIÐ Það er stundum á það minst í þessum bæ að Islendingar séu dauðir úr öllum æðum, en hvað sem því líður er það vist, að Óskar Ólafsson “plastrari” er það ekki. Við stjórnarbygg- inguna miklu, sem verið ier að reisa við Main og Water stræti í þessum bæ, hefir Mr. Ólafs- son orðið svo hlutskarpur, að hljóta “plastringuna” eins og hún leggur sig, og það er tals- vert verkefni. Um 40 “plastr- arar” mun til þess þurfa að leysa það af hendi og nærri eins marga til að vinna verkið með þeim. Þess þarf naumast að geta, að aðeins þeim, sem fylsta traust er borið til sem 2,000 menn gera uppþot í Vancouver í gær gerðu um 2000 at- vinnulausir menn uppþot í Van- couver. Þeir höfðu yfirgefið stjórnar-vinnuna í hinum svo- nefndu “camps”, af því að þeir sögðu viðurgerning þar illan. Uppþotið byrjaði með kröfu- göngu. Leituðu verkfallsmenn inn í vörubúðir, er á leið þeirra urðu, en þær höfðu flestar lok- að hurðum sínum. Búð Hud- sons Bay félagsins var samt ekki ein þeirra og streymdu um 700 verkfallsmenn þar inn. — Lenti þar brátt í ryskingar við lögregluna og voru glerskápar brotnir og hlutum grýtt og þveytt hingað og þangað. Loks varð verkfallsmönnum komið út. Komu þeir þá saman á götunni hjá bæjarráðshöllinni og sendu menn á fund borgar- stjóra McGeer. Fór borgar- stjórinn út með þeim, las yfir þeim lögin um uppreis'tir sem gerðar væru gegn þjóðfélaginu og bauð hópnum að tvístrast. Fyrir þá kvaðst hann ekkert geta gert, enda væri það verkefni sambandsstjómarinnar að sjá þeim fyrir brauði. Var upp- reistinni með þessu lokið og verkfallsmenn hurfu burtu. McGeer kvað uppþotið kom- múnistum að kenna. iSam- bandsstjómina kvað hann hafa lofað verkfallsmönnum að rann- saka kröfur þeirra um betra viðurværi, e neftir því hefði ekki mátt bíða. RÆÐA KRISTJÁNS N. JÚLÍUSAR Flutt á Mountain 7. apríl Nú fer að glúpna geðið Því gamanið horfið er Nú get eg naumast kveðið Því nú gengur fram af mér. Það er ekki vegna þess að eg álíti mig neinn ræðuskörung, að eg stíg hér upp í ræðustól- inn í kvöld, heldur er það hitt að forlögin hafa hrundið mér hingað. Ef eg hefði verið sjálf- ráður þá væri eg út í Grímsey eða suður í Mexikó. Þegar vinir mínir sögðu mér frá þe$S- ari heimskulegu fyrirætlun sinni, hélt eg í einfeldni minni, að eg myndi vera nógu tauga- sterkur til þess að mæta ykkur hér í kvöld og láta eins og ekk- ert hefði í skorist, en þegar komið var að áfangastaðnum fór fyrir mér eins og Pétri, að karlmensku hugurinn harði, horfin var allur burt, þá komu fram í huga mínum alskonar myndir af brúðgumum, sem eg hafði séð í lífinu, það eru víst þær aumkunarverðustu skepnur sem hægt er að finna undir sólinni. En nú kom samviskan til skjalanna; hefi eg ekki marg- sinnis glott að þessum vesal- ingum og með því aukið á þjáningar þeirra. Eg hefi nefni- lega skákað í því hróksvaldi að eg væri ekki í neinni hættu staddur og stundum nærri því gladdist yfir þeirra áförum og að sjá þá kveljast, en engin sína æfi veit áður en líður og nú sannaðist á mér hið fom- kveðna: : Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann. Nú finst mér eg gæti öfund- að þessa sömu píslarvotta, sem eru búnir að ganga í gegnum hreinsunareldinn, búnir að vera brúðgumar tvisvar og þrisvar silfur og gullbrúðgumar og sýn- ast fitna á gabbinu, en nú þegar kemur til minna kosta að sýna hvað í manninum býr þá er eg eins og fiskur á þurru landi eða fugl fjöðrum rúinn — ieða kanske réttast eins og rófu skelti refurinn. Eg var svo ör- uggur í mínum sjálfbyrgings- skap að mér gat ekki dottið í hug að einum eða neinum gæti dottið í hug að fara að draga mig fyrir almennings dómstól- inn í elli minni og reyna að kvelja úr mér þessa aumu líf- tóru, sem eftir er, en eg er að reyna að hughreysta sjálfan mig með þeirri tálvon að þetta kannske eldist af mér, en í millitíðinni vil eg biðja ykkur eins og írinn, þegar hann var að gera syndajátningu fyrir að hafa kristnað gyðing, sagði við skriftaföður sinn: “Be easy, holy father. If you cant be easy try- to be as easy as you can.” Eg hefði átt að fara fram á það við nefndina, sem stendur fyrir þessu frumhlaupi á hend- ur mér að sjá mér fyrir ein- hverri hjálp í viðlögum svo sem læknir og hjúkrunarkonu, sálu- sorgara og svara manni. Það hefði gert mig öruggari í bar- átt-unni fyrir tilverunni. Eg hefði þá ekki staðið uppi eins einmana eins og raun gefur vitni, eg hefi enga brúður til að halla mér upp að og til að leita styrk hjá, eins og hinir fyr á minstu brúðgumar. En þetta kannske eldist af mér, eða það skulum við vona. Eg ætla ekki að taka mikinn tíma hér í kvöld frá þeim sem eg veit að hafa margt og mikið að segja okkur til skemtunar og fróðleiks. Eg er hér bara eins °g þið, áhorfandi og áheyrandi, en fyrst eg er stíginn í stólinn langar mig til að reyna ögn að bera hönd fyrir höfuð mitt og leiðrétta misskilning sem mér finst hafi átt sér stað gagnvart mér. Það er almennur skiln- ingur hjá flestum að skáldin (en munið eftir að eg tel mig ekki í þeirra tölu. Hver er eg að lífs á leið, h'ki eg mér við Sírak.) eigi að vera brautryðj- endur og fyrirmynd lýðsins, bæði í kenningum.og breýtni, það er búið að hamra þessa kenningu inn í lýðinn í mörg þúsund ár, svo það er orðið hefð að ef skáldin vilja fá við- urkenningu, verða þau að ganga á undan með góðu eftir- dæmi; þetta er nú alt gott og blessað eins langt og það nær, en hér er einn agnúi á skáldinu. Og spámennirnir eru aðeins breyskir menn eins og við hinir. Ef að þau geta sannfært lýð- inn að þau séu að leiða hann til gæfu og gengis þá gott og vel, og við óskum þeim til lukku og komum á eftir. En það eru tvær hliðar á þessu máli, eins og öllum öðrum. Það hafa verið til skáld sem hafa alt aðra aðferð, þau hafa ekki gert sig að leiðtogum eða sagt, ef þið fylgið mér eftir skuluð þið fá gull og græna skóga heldur hafa þau verið eins og “hróp- andinn á eyðimörkinni”. Þau hafa séð hætturnar á veginum sem lýðurinn hefir valið sér og varað hann við þeim og ráð- lagt honum að finna annan, ef ské kynni að þar væri greið- færara og það er sá flokkurinn, sem eg hefi tilheyrt. Alt sem eg hefi ort og gert hefir verið öðrum til viðvörunar og þar er það sem eg hefi “sjænað”. Mér hefir verið það fyllflega ljóst að engum lifandi manni hefði dott- ið í hug að fylgja mér sem leiðtoga, en til viðvöunar á eg Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.