Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 24. APRÍL, 1935 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA. Dýrt frímerki Sú fregn kemur frá New það hæsta dagsverkatala í Ár- nessýslu það ár. Af þessu eru 7880 dagsverk túnrækt, 3350 dagsverk þurheyshlöður og 1114 dagsverk steyptar safn- þrær. — Túnin eru nú óðum að stækka, en þó leggja bændur meiri áherslu á það nú í seinni tíð að slétta gömlu túnin. All- margar sláttuvélar verða keypt- ar í sveitina í vor. Útvarpstæki hafa nú 80 af hundrað búendum í sveitinni. * * * Minrting Jóns Þorláksson Siglufirði 29. marz Verzlunum var lokað hér á Siglufirði í gær og fánar í hálfri stöng vegna jarðarfarar Jóns Þorlákssonar borgarstjóra í Reykjavík. * * * Úr verstöðvunum austan fjalls 25. marz í verstöðvunum austan fjalls hafa gæftir verið mjög stirðar það sem af er vertíð, en þá sjaldan að hefir gefið, hefir afli verið góður, og einstaka róðrar ágætir. Hæstur afli á bát í róðri var hjá bátnum Hólmsteini á Stokkseyri í fyrradag, 2000 fiskar. Úr Þorlákshöfn ganga nú í vetur 4 trillubátar, og hafa þeir fiskað frá 6 til 8 hundruð á skip í róðri, þá sjaldan að gefið hefir. Frá Eyrarbakka ganga í vet- ur 2 trillubátar og einn 12 tonna bátur, en auk þess er einn bátur þaðan gerður út úr Sandgerði í vetur. Frá Stokkseyri ganga 7 mót- orbátar, 11 til 17 tonna, og ein trilla. Byrjað var fyrst að róa þar og hefir oftar verið róið það an. Tveir bátar þaðan, Há- steinn og Hersteinn, eru gerðir út úr Sandgerði í vetur, og hef- ir þeim gengið ágætlega það sem af er. Aflann selja þeir Haraldi Böðvarssyni, óverkað- an á bryggju. Gæftaleysi Siglufirði 25. marz Hér á Siglufirði hefir verið gæftalaust undanfama daga og aflatregt síðast þegar gaf á sjó. Mikil snjókoma hefir ver- ið hér undanfarna daga og hríð í dag. Ríkisverksmiðjan veitir lítilsháttar atvinnu en annars er hér atvinnulaust. KVÆÐI Ort á 75 ára afmæli K. N. KÁINN Hátíðlega hugur minn Hneigja vill þér Káinn. Ýmsir meta orðstír þinn Ei þótt sértu dáinn. Spámannsefnin, oftast flæmd Út að “Berusandi,” Trauðla hreppa seim og sæmd Sjálf í eigin landi. Eftir lögum aldarsiðs Eins þótt mættir flýja, Þú hefir útfrægt, einn þíns líðs, Eyjafjörð hinn nýja. Engan skugga á þig bar —Ef menn löstum gleyma— Nema þann, sem núið var Á nef þér—þarna heima. Aurum þótt þú hafir hér Heldur fáum safnað, Veröld ekkert á hjá þér, Alt er löngu jafnað. Ætti hver, sem úttekt galt Af að takast hraður, Þú hefir lifað alt, alt, alt, Alt of lengi, maður. Samt þótt árin ögri þér, Altaf nálgist saxið, Hygginn maður hermdi mér Þú hafir yngst og vaxið. Bannið líka loksins ent Leysir fót og trúna. Tungan stirð á tú per cent. Talar liðugt núna. Sama kýmnin kom í ljós Kvað sem manninn hýsir, Klaustur eða kúafjós Kontór eða “freezir”. Sá, sem yzt og innra sér Ávalt nokkuð gaman, Heims af fleti hafinn er, Hlær að öllu saman. Jafnframt því, sm arnfleyg önd Einatt kvikan gleður, Þín er síðsta hjálpar hönd Hins, er lífið kveður. Ást og virðing áttu því Allra beggja megin. Bragadísin blíð á ný Bíður þín—með sveiginn. Einhvern vegin á eg grun: Af er skáldin stinga, Tóra lengst í minni nun Mark Twain íslendinga. P. B. TIL K. N. JÚLÍUS á afmælisdag hans 7. apr. 1935 Sá er feðra siður forn, Sem við nú uppfyllum, Er við kvæða konung vom Káinn fyrsta hyllum. Það er ætíð erfitt mér Orðum rétt að stilla, Nú er kvæðakonung vér Komum til að hylla. Káinn fyrsta kjósum vér Konung skemtibraga. Úr þvl sæti ei hann fer íslenzkunnar daga. Biðjum við þér Braga og Þór Brautargengi veita; Þín ei lengi þeim í kór, Þarf hún Freyja leita. Meðan ei er Mörlandans Móðurtunga dáinn Stíga munu stöðugt dans, Stökur þínar Káinn. Öll unz streymd er út í dá Óðs sídreymda þráin Öllum geymdur oss ert hjá Engum gleymdur Káinn. Vort um Frón og Vesturheim Vel þig hylla tungur; Þú ert orðinn yfir tveim Álfum stólkonungur. Meðan Káins orð við auð Andans klyngir slynga Er hagmælskan ekki dauð Okkar Norðlendinga. Hefir Óðar arfleifð hremmt, Æ að spaugi gáinn; Öllum skemti en engann skemmt. Altaf glaði Káinn. Miðlað snauðum mund ótrauð Málmi rauðum hefir. Listrænt brauð frá andans auð, Öllum bauð, og gefur. Þjóðin færir þér í dag, Þökk, með fullar hendur; En þér raular rímnalag, Reykja og Víkur Gvendur. Góði fyrirgefðu mér Gasprið út í bláinn. Allra heilla óska eg þér Einkavinur Káinn. G. J. Davíðson “KÁINN” (75 ára) Bygðaskáld! Því bygða-líf blasir við hjá Káinn. Löngum öllu lífi hlíf, lifandi—og dáinn! Töfrar óðs í tilþrifum, tön frá öxi og plógi, svipbrigðum frá Sandhæðum, “sáningu” og skógi. Frumbýlingur, harpa hans helguð landnámsmönnum, birtir anda einyrkjans óðarmætti sönnum. Listin þjóðarlífi glædd, lífi í hverri bögu, yfirburðum öllum gædd íslendingasögu. Annara var óðarstarf erfi og brúðkaupskvæði, þektu eigi þjóðararf þeir—né lífsins gæði. Káins sí-ungt kæti-þel kvæða vaxtar sjóðu. Æðri tök þau virða vel verður oss að góðu. Lífsins skáld! því lífsins trú ljós er þinna ferða. Landar engir yngri’ en þú eldri fáir verða. Óðarbros og óðartár íslendingar muna, þaklta liðin lífsins ár, ljúfa samveruna. O. T. Johnson HEILLAÓSKASKEYTI send “Káinn” á 75 ára afmæli hans “Helgi magri” er stoltur af sveitunga sínum, afmælisbarn- inu og biður alla hollvætti ása- trúarinnar og dýrðlinga kristn- innar að leggja saman og vernda hann þessa heims og annars. Hjartans þakklæti vill undir- ritaður votta afmælisbarninu fyrir margar gleðistundir og nautn af ljóðlist hans. Lengi lifi Dakota skáldið. FriSrik Sveinsson —Winnipeg, 7. apr. 1935 Við komum að heilsa upp á Káinn Og kyrja með íslenzkum brag Þau sigurljóð sætust er kunn- um Við sjötíu og fimm ára lag. B. E. J. Heillaóskir og hjartans þakk- læti fyrir allar þær gleðistundir, sem íslengindar hafa notið af áhrifum ljóða þinna. “Einir”, Minneota K. N. Julius, Mountain, N. Dak. Dear Mr. Julius: , Please accept our heartiest congratulations on this your 75th birthday, and may we have the pleasure of having you with us for many more years. Respectfully yours, Bjornson Sigfusson Post. No. 227. American Legion, Mountain N. Dak. V. G. Guðmundson Post Adjutant. Kveðjuorð til K. N. Júlíus 6. apríl 1935 Islenzki karlaklúbburinn í Glenboro, Manitoba, sendir þér hérmeð hugheilar hamingjuósk- ir á 75 ára afmælisdegi þínum. Þú ert mesta kýmni- og gleði- skáld Vestur-íslendinga og hef- ir sungið fyrir þá því sem næst alla tíð þeirra hér í landi, og tónar þínir hafa verið sem svanasöngur á heiði í eyrum þjóðbræðra þinna hér. Karla- klúbburinn í Glenboro tekur því undir með öllum tslendingum fjær og nær á þessum heiðurs- degi þínum og þakkar þér fyrir sönginn og ljóðin, og óskar þér gleði og farsældar um ófarin æfiár. Með virðingu og þakklæti, íslenzki karlaklúbburinn í Glenboro G. J. Oleson, skrifari K. N. Julíus, % Rev. H. Sigmar, Mountain, N. Dak. íslendingar í Chlcago senda beztu lukkuóskir, lengi lifi og yrki Káinn. Þökk fyrir alt gam- alt og gott. Vísiir lcelandic Assn. of Chicago J. R. Björnson, forseti HITT OG ÞETTA Minsta ríkið Minsta ríkið í heimi er hvorki Andorra né San Marino, heldur heitir það Goust. Það er í Pyr- enafjöllum, 1000 metra yfir sjávarflöt. Það er aðeins 800 dagsláttur að stærð, og íbúar eru 150 og er það iein f jölskylda. Sjálfstæði þessa ríkis var við- urkent bæði af Spánverjum og Frökkum með friðarsamning- unum í Vestfalen árið 1648. í þessu ríki eru engir flokka- drættir óg það á hvorki þing né skráð lög. Landinu stjórnar sérstakt stjórnarráð ' og eru í því vitrustu' og reyndustu mennirnir og ákvarðánir þessa ráðs eru lög fyrir alla íbúana. Og þama ríkir friður og sam- heldni, sem gæti verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar. York að frímerkjakaupmaður Gordon Harmer sé farinn til Englands í þeim erindagerðum að reyna að selja eitt frímerki. Frímerki þetta er hið eina eintak, sem til er í heiminum af 1 cent frímerkjum þeim, sem gefin voru út í British Guinea, árið 1856. Eigandi þess er amerísk kona, og erfði hún það eftir mann sinn, alkunnan frí- merkjasafnara, Arthur Hind að nafni. Hann keypti það í París 1922 fyrir 158.000 kr., en nú er það talið 250,000 kr. virði. Lesb. NEGLECT to observe Traffic Laws Causes Accidents Your attention is drawn to the following taken from the Highway Traíhc Act and your observance of these will improve the safety of the Highways: Adequate brakes. Non-glare headlights—Rays not more than 42 inches above road. Motor vehicles occupying over 80 inches of width of highway must have two clearance lights indicating such width. Speed in cities, towns and villages not to exceed 30 miíes per hour, and for trucks the speed shall not exceed 25 miles per hour. In any prosecution the onus of proof is . upon the accused driver or owner. Pull over to right on meeting traffic. Do not pass on steep up-grades, railway crossings or road intersections. Towing of persons on bicycles, tobog- gans, hand sleighs, skis or roller skates is forbidden. Criminal negligence and incompetence may result in loss of driver’s license. And the Unwritten Law Practice “Courtesy,” “Care” and “Co- operation” and Make Highways Safe. Issued by the Manitoba Government to secure the co-operation of Gitizens in preventing Highway Accidents. Hon. W. R. CLUBB, Minister of Public Works and Department of Labour. Cul this out for future reference NOTIÐ TVÖFALT sjálfvirkt bókarhefti Hið tvöfalda sjálfvirka bókarhefti í þægilegri vasa útgáfu varðveitir blöðin óskemd. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Árnes..................................F. Finnbogason Amaranth............................J. B. Halldórsson Antler....................................Magnús Tait Árborg......*.........................G. O. Einarsson Baldur............................... Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. O. Loptsson Brown.............................Thorst. J. Gíslason Calgary...............................Grímur S. Grímsson Churchbridge...................................Magnús Hinriksson Cypress River............................Páli Anderson Dafoe................................. S. S. Anderson Blfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale................................ólafur Hallsson Foam Lake..................................John Janusson Gimli................................... K. Kjernested Geysir..............................................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................G. J. Oleson Hayland.................................Sig. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa...................................Gestur S. Vídal Hove..............................................Andrés Skagfeld Húsavík............................................John Kernested Innisfail..........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar..................................S. S. Anderson Keewatin..........................................Sigm. Björnsson Kristnes...................................Rósm. Ámason Lanputh...................................b. Eyjólfsson Leslie............................................Th. Guðmundsson Lundar.............................................Sig. Jónsson Markerville...........................Hannes J. Húnfjörð Mozart.................................. Jens Elíasson Oak Point................................Andrés Skagfeld Oakview.......................................Sigurður Sigfússon Otto..............................................Björn Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Poplar Park........................... Sig. Sigurðsson Red Deer..............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..........................................Ámi Pálsson Riverton.............................Bjöm Hjörleifsson Selkirk...............................G. M. Jóhansson Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Swan River..............................Halldór Egilsson Tantallon...............................Guðm. Ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir...................................Aug. Einarsson Vancouver...................................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..................................... Winnipeg Beach....................................John Kernested ' Wynyard...............................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.....................John W. Johnson Blaine, Wash..................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg................;..................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, CaHf....Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St. Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarssos Upham...................................E. J. Ilreiðfjörö The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.