Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 2
2. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. APRÍL, 1935 FRÁ ÍSLANDI eftir Vísi Úr Höfnum 30. marz Á fimtudaginn vildi það slys til í Höfnum, að maður féll af flutningabifreið, sem var á ferð, og lærbrotnaði, með þeim hætti, að annað afturhjól bif- reiðarinnar fór yfir hann. Var hann samdægurs fluttur í sjúkrabifreið í Landsspítalann í Reykjavík. Maðurinn heitir Olaf Eitter- svold og er Norðmaður, sem hefir verið við sjóróðra í Höfn- um í vetur. Róið var alment í Höfnum á fimtudag og miðvikudag, en afli var fremur tregur, einkum á fimtudaginn. í gær var þar stórviðri af landsuðri. * * * Úr Vatnsleysustrandarhreppi 30. marz Það sem af er vertíð, hefir sjaldan verið hægt að fara á sjó, sökum þess, hve veðrátta hefir verið stirð, og lítið aflast, þegar gefið hefir. Vélbáturinn “Huginn”, sem gerður er ú't í vogum, er búinn að afla um 230 skippund. Fjórtán opnir vélbátar verða gerðir út úr Vatnsleysustrand- arhreppi á þessari vertíð, á netaveiðar. Flestir eru þegar byrjaðir, og hafa þeir, sem lagt hafa í Garðsjóinn, aflað vel; sá hæsti um 2000 þorska, en lítill fiskur er kominn á grunnmið. * * * Sjónleikar Hellulandi 1. apríl Sýslufundur Skagfirðinga hefir staðið yfir á Sauðárkróki síðast liðna viku, og er honum ekki lokið enn. Samhliða fund- inum hefir farið fram sýning tveggja sjónleika. Er annar þeirra “Syndir annara”. Aðal- hlutverkin léku Eyþór Stefáns- son, sem Þorgeir ritstjóri, frú Jóhanna Blöndal sem frú Guð- rún, og Guðmundur Björnsson frá Veðramóti, sem Grímur yfirdómslögmaður. Þótti sjón- leikurinn takast ágætlega, og einkanlega þótti frú Jóhanna Blöndal leysa hlutverk sitt vel af hendi. Hinn sjónleikurinn var “Piltur og Stúlka”. Leiktjöld hefir mál- að Kristján Hansen, vegaverk- stjóri, og annaðist hann leik- stjórn og sá um útbúnað allan, og þótti útbúnaðar allur mjög góður, og leikurinn skemtilegur. Sjónleikimir voru sýndir sjö sinnum, og var aðsókn góð. Fleiri skemtanir hafa verið haldnar í sambandi við sýslu- fundinn, erindi flutt og mál- fundir haldnir. Skagfield söng á laugardagskveldið, og sam- koma var haldin til ágóða fyrir minnismerki Ma'tthíasar Joch- umssonar. Erindi um skáldrit hans flutti Gísli Magnússon í Eyhildarkoti, en séra Helgi Konráðsson og Sigurður Sig- urðsson sýslumaður lásu jafn- framt upp mörg kvæði hang. • * * * Fáheyrt tiltæk'í. — Reynt að vekja man upp frá dauðum 1. apríl Útvarpinu hefir í dag borist svohljóðandi skýrsla frá frétta- ritara sínum í Vestmanna- eyjum: Föstudaginn 23. f. m. tilkynti frú Anna Gunnlaugsson, ekkja Halldórs heitins Gunnlaugsson- ar læknis, lögreglunni í Vest- mannaeyjum, að þess hefði orð- ið vart, að grafið hefði verið í leiði manns hennar þar í kirkju- garðinum .nóttina áður, eða fyr um morguninn. Kom í Ijós, við athugun lögreglunnar, að grafið hafði verið niður á steinsteypu- lag, sem er í gröfinni, yfir kist- unni. Rannsókn var þegar hafin í málinu, og var samdægurs ung- ur maður, að nafni Árni Byron Sigurðsson, Hvítingavegi 12 þar í bænum, tekinn fastur, grun- aður um að hafa framið verkn- að þenna. Hann kveðst hafa ætlað sér að grafa niður að kistu þeirri, >er Halldór sálugi Gunnlaugsson var jarðaður. í, og vekja Halldór Gunnl. til lífs, en hann kveðst hafa komist á þá skoðun, að slíkt væri unt, m. a. með því að hlýða á pré- dikanir á samkomu Hvíta- sunnusafnaðarins. Jón Hallvarðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyj- um, kom með Áma til Reykja- víkur síðastliðið laugardags- kvöld, og hefir honum verið komið fyrir á Kleppi til athug- unar á andlegu heilbrigði hans. * * * Frá SeySisfSrði 30. marz Snjór er hér orðinn mikill. Aflalaust er nú hér á Seyðis- firði. * * * Frá NorSfirði Norðfirði 1. apríl í gær var á Norðfirði stofnuð kvennadeild í Slysvamafélagi Íslands. Á Norðfirði og í nágrenni er nú mikill snjór, og allar skepn- ur á gjöf. Nokkrir bátar frá Norðfirði hafa róið ,en veitt fremur lítið. Sjö bátar þaðan eru komnir til Homafjarðar og Djúpavogs, til vertíðar þar. * * * Úr Höfnum 24. marz Samkvæmt heimild fréttarit- ara útvarpsins á Höfnum ganga þaðan á þessari vertíð 14 opnir vélbátar og einn lítill þilfarsbát- ur. Ógæftir og fiskileysi var framan af vertíð, en síðastliðna. 10 daga hefir verið róið stöðugt og aflast dável fyrstu dagana, en minna og misjafnt síðustu daga. Fiskur hefir nú verið stærri og feitari en mörg und- anfarin ár. * * * Ný hitaveita Sauðárkróki 23. marz Lokið er við hitavietu frá lauginni á Reykjum í sam- komuhús ungmennafélagg Lýt- ingsstaðahrepps. Pétur Sig- hvats á Sauðárkróki gerði verk- ið. Nýlega hafa verið tekin upp jarðepli úr garði þar. Voru þau aðeins að byrja að spíra. Mold var þur, og jörð alauð og þíð. * * * Nýr vélbátur Norðfirði 24. marz í gærdag hljóp af stokkum hér á Norðfirði nýr velbátur, Auðbjörg, eign Jakobs Jónsson- ar á Strönd. Báturinn er 15 'tonn að stærð, smíðaður úr eik, mjög vandaður að smíði og öll- um frágangi, og þykir í engu standa að baki erlendum bátum er hér þekkjast. — Yfirsmiður var Sigurður Þorleifsson. * * * Tvær ær ganga úti á T ungnamanna-afrétti 29 marz Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu í Biskupstungum skrifar útvarpinu 29. þ. m. — Á síðastliðnu hausti fundust á Tungnamannaafrétti tvær ær er gengið höfðu af slíðastliðinn vetur í svonefndum Fróðárdal, en hann liggur suðaustan undir Langjökli en í norðaustur frá Hvítárnesi. Ærnar fundust í fyrstu leltum, en voru svo styggar og viltar að þær náðust ekki fyr en í þriðju leit, eftir mjög miklar eltingar. Báðar ærnar virðast hafa verið ágæt- lega undangengnar, höfðu t. d. engu týnt af ull, en báðar voru lamblausar siem vænta mátti, Önnur ærin var tveggja vetra en hin þriggja. Jarðbætur voru með meira móti í Biskupstungum árið sem leið eða 13,237 dagsverk og er h*s HERMIT PORT and SHERRY Vín af “Veizlu-kosta” gæðum, á lágverði til hversdags nota! Nægilega gott til beztu “veizluhalda”, HERMIT PORT og HERMIT SHERRY er samtímis á svo lágu verði að gera það kleyft að nota það við hversdags máltíða- höld fjölskyldunnar .... þetta eru vörur frá stærstu vínökrunum í Canada og eru VARIN MEÐ HREINU DRUGU BRENNIVÍNI tii þess að vernda þeirra eðlilegu yfirburði að efni og gæðum .... Öllum falla Hermit Vínin, og daglega fjölgar því fólki sem nýtur þeirra, er áður vissu ekki um að það gæti staðið sig við að neyta þeirra! 26 oz. FLASKA ... $ .60 KASSI MEÐ 6 FLÖSKUM 3.00 'Srigit ’ L I M I T I J ’ L I M I T E D CANADA'S Largest Winery ESTABLISHED 1874 NIAGARA FALLS ONTARIO Sextánda Ársþing Þjóðræknisfélagsins FUNDARGERNINGtrR Framh. trtgáfumál Nefndarálit í útgáfumálinu— Nefndin leggur til: 1. Að útgáfu Tímarits Þjóðræknis- lagsins verði haldið áfram eins og að undanfömu, og felur stjómarnefndinni að sjá um útgáfuna. 2. Nefndin telur að með útgáfu barnablaðsins “Baldursbrá” sé þýðingar- mikið spor stigið til viðhalds íslenzks þjóðernis hér í Vesturheimi, og mælir með, að stjórnamefndinni sé falið að halda áfram útgáfu þess. 3. Þingið tjáir þeim, sem starfað hafa að útgáfu þessara rita þakklæti fyrir vel unnið starf. Winnipeg 27. febr., 1935. Guðm. Ámason Ami Eggertsson B. Theo. Sigurðsson Var álitið lesið af séra Guðm. Ámasyni og samþykt óbreytt. öll nefndarálit sem vora reiðubúin vora nú afgreidd og sagði forseti að ef • einhverjir hefðu mál að flytja, væri nú tækifæri. Nikulás Ottenson afhenti þá bókasafni félagsins bókagjöf. Einnig séra Guðm. Ámason fyrir hönd Jóns Kristjánssonar að Lundar. Voru báðar þessar gjafir þakkaðar af þinginu. Þá gat forseti þess að mætur gestur væri staddur á þingi og bað hann Guð- mund dómara Grímson að segja nokkur orð til þingsins. Lét dómarinn ánægju sína í ljósi að hafa getað komið á þingið og heilsað upp á gamla kunningja. Var nokkur tími eftir enn og bauð forseti þá fleiram að taka til máls. Virtust þá margir hafa ræður á reiðum höndum og tóku til máls Dr. Ófeigur Ófeigsson, Richard Beck, séra Jakob Jónsson, Á. P. Jóhannsson og J. J. Bildfell. Voru þetta alt snjallar og örfandi ræður og fjölluðu um þjóðemis- og samvinnumál. Er hér var komið gerði Á. P. Jóhannsson til- lögu og séra Guðm. Ámason studdi, að fundi sé frestað til kl. 10 að morgni. — Samþykt. A miðvikudagskvöldið 27. febrúar var hið árlega Islendingamót deildarinnar Frón haldið í Goodtemplarahúsinu. Var alveg húsfyllir og fór samkoman hið bezta fram. Á skemtiskrá var: 1. Ávarp forseta—S. Thorkelsson 2. Píanó Sóló—R. H. Ragnar 3. Hreyfimyndir úr Islandsför Ama Helgasonar, skýrðar af Dr. Rögnv. Péturssyni. 4. Kvæði—Dr. Richard Beck 5. Ræða—K. Valdimar Bjömson 6. Einsöngur—Ungfrú Lóa Davidson 7. Gamankvæði—Lúðvík Kristjánsson 8. Islandslag samið af Jóni Friðfinns- syni og spilað af strengjaflokk Pálma Pálmasonar. 9. Veitingar 10. Dans til kl. 2. f. h. Má óhætt fullyrða að allir hafi skemt sér hið bezta og á Frón þakklæti skilið að vanda svo vel til þessarar samkomu á ári hverju. Forseti setti fund að nýju kl. 10.30 á fimtudagsmorgun. Var siðasta fimdar- gerð lesin og samþykt. Winnipeg 27. febrúar 1935. Til Rithöfunda-sjóðs-ráðs-stjómar- nefndar islenzka Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg Kæru herrar: Þar eð þjóðræknisfélagið hefir til stofnaðan rithöfundasjóð, til styrktar viðhalds útgáfu söfnunar ritverka þeirra, sem rita á íslenzku máli hér vestra, því leyfi eg mér að fara þess á leit við nefnt félag, að það láti prenta til útgáfu, eitt handrit af mínum verkum, sem svarar $75 kostnaði. Enn fremur að það taki að sér, með mér, útsölu á útgáfunni, og fái þannig að fullu endurborgun alla á útgáfunni. Vinsamlegast, S. Vilhjálmsson Þingmálanefnd Nefndin leggur til að þingið tjái skáld- inu Kristjáni N. Júlíus þakkir fyrir þann skerf sem hann hefir lagt til vestur-ís- lenzkra bókmenta og sendi honum heilla- óskir á 75 ára afmæli hans, sem haldið verður um 6. apríl næstkomandi. Ritara sé falið að senda hlutaðeiganda þessar afmæliskveðjur. Nefndin leggur til ,að þingið sam- þykki heillaóskir til Andrésar J. Skagfeld á Oak Ponit, og feli ritara að senda hon- um þær á 80 ára afmæli hans, 28. marz næstkomandi. Viðvíkjandi beiðni Sig Vilhj. vill nefnd- in fyrst og fremst benda á, að rithöf- undasjóður er ekki stofnaður til þess að kosta útgáfu nokkurra rita eða bóka, hversu verðmæt sem þau kunna að vera. Þess vegna getur ekki komið til mála að þinglð verði við þessum tilmælum. Samkvæmt tilmælum sem fram hafi komið, um það að skrá sú af enskum ritum um íslenzk efni, sem próf. Richard Beck hefir samið fyrir félagið verði birt innan skamms, svo að hún komi að not- um þeim, er vilja afla sér bóka eftir henni, leggur nefndin til að væntanlegri . stjómamefnd sé falið málið til fyrir- greiðslu. Álit um ný mál. Kom álitið í fjóram tillögum. Var hver tillaga tekin út af fyrir sig. 1 sambandi við fyrstu tillög- una mæltist séra Guðm. Áranson, sem las álitið, til þess að sem flestir færu sem kringumstæður hefðu. S. Vilhjálmsson lagði til og Ami Eg- gertson studdi, að fyrsta tillaga nefndar- innar sé viðtekin. Samþykt. önnur tillaga: Árni Eggertson lagði til og Loftur Matthews studdi, að önnur til- laga sé viðtekin. Samþykt. Þriðja tillaga: Guðmann Levy lagði til og Rósmundur Ámason studdi, að þriðja tillaga sé viðtekin . Samþykt. Fjórða tillaga: Séra Jakob Jónsson lagði til og Árni Eggertson studdi að fjóða tillaga sé viðtekin. Samþykt. Tók þá Sveinn Thorvaldson til máls samkvæmt beiðni forseta. Lýsti hann ánægju þeirra hjóna að vera á þingi. Þakkaði hann fyrir þá velvild, sem hefir komið frá Þjóðræknisfélaginu i sambandi við þann heiður, sem hann var sæmdu’ af konungi. Lét hann í ljós þá von að allir Islendingar sameinuðust um starf Þjóðræknisfélagsins. Bað forseti þá G. S. Thorvaldson lögmann félagsins, að mæla nokkur orð. Lýsti hann einnig á- nægju sinni yfir að vera staddur á þingi. Þá bað forseti Dr. Sig. Júl. Jóhannes- son að taka til máls. Dr. Sigurður hvatti Islendinga til samvinnu og sagði að Is- lendingar hér ættu að hafa eina kirkju, eitt blað, og eitt sameiginlegt samkomu- hús og ætti það að vera Góðtemplara- húsið. Þar ætti að vera bókasafn, lestr- arsalur, veitingarsalur og samkomusalur. Ættu allir Islendingar, hvaðan sem kæmu að geta mæst þar og ættu Góðtemplarar að gefa húsið, ef kæmi til slíkrar sam- eiginlegrar starfsemi. öll klofning tvístr- aði starfsemi félagsins og þvl fyr sem Vestur-lslendingar færa að starfa að þessum sameiningarmálum því fyr myndi áhrif þeirra í gegnum Þjóðræknisfélagið geta notið sín og belssast og orðið að verulegum notum fyrir þjóðarbrotið hér vestra. Var nú komið að hádegi og gerði J. K. Jónasson tillögu og Richard Beck studdi, að fundi sé frestað til kl. 2 e. h. Sam- þykt. Forseti setti fund aftur kl. 2 e. h. Var síðasta fundargerð lesin og samþykt. — Lýsti forseti þá yfir að samkvæmt lögum félagsins færa nú embættismannakosn- ingar fram. Þar sem útnefningamefnd var kosin í byrjun þings, bað forseti for- mann nefndarinnar, Á. P. Jóhannsson, að leggja fram tillögur nefndarinnar. Voru þessir kosnir í nefndina: Forseti: J. J .Bíldfell Vara-forseti: Dr. Richard Beck Skrifari: Bergthor Emil Johnson Vara-skrifari: Sr. B. Theodore Sigurdson Gjaldkeri: Ami Eggertson Fjármálaritari: Guðmann Levy Vara-gjaldkeri: Walter Jóhannsson Vara-fjármálaritari: Dr. Ágúst Blondal Skjalavörður: S. W. Melsted. Endurskoðendur voru kosnir: Grettir Jóhannsson til 2 ára og Steindór Jakobs- son til eins árs. 1 milliþinganefnd í íþróttamál voru kosnir Dr. August Blöndal og Thorsteinn Thorsteinsson . I Rithöfundastjóðsnefnd til að starfa á árinu vora kosnir: séra Guðm. Ámason, séra B. Theodore Sigurðsson, J. K. Jón- asson, Sveinn Thorvaldson og Ami Egg- ertson. Þ. K. Kristjánsson lagði til og Rós- mundur Ámason studdi, að þessi nefnd megi bæta við sig, ef henni svo sýnist. Samþykt. Ámi Eggertson lagði til og K. Valdi- mar Björnson studdi, að fráfarandi nefndarmönnum, Á. P. Jóhannssyni og P. S. Pálssyni sé þakkað starfið á árinu Samþykt. Sextíu ára afmæli íslenzkra bygða Nefndin, sem sett var til að íhuga þetta mál, leyfir sér að leggja fyrir þing- ið eftirfarandi ályktun: Þar sem á komandi sumri er 60 ára af- mæli íslenzks landnáms í Manitoba-fylki og Minnesotaríki, leggur nefndin til, að væntanlegri stjómamefnd félagsins sé falið að eiga samvinnu um það við Is- lendingadagsnenfdir hvarvetna, að Is- lendadags hátíðahöld á komandi sumri séu sérstaklega helguð minningu þessa atburðar á virðulegan og viðeigandi hátt. Rögnv. Pétursson Richard Beck K. Valdimar Bjömson Th. Thorfinnson B. E. Johnson Var nefndarálitið lesið af Dr. Richard Beck. Tillögu gerði Thorsteinn Gíslason studda af Þórði K. Kristjánsson að álit- ið sé viðtekið eins og 1 -sið. Samþykt. Þingmálanefnd lagði þá fram álit um tvö ný mál. Fyrra málið fjallaði um 100 ára minningu séra Matthíasar Jochums- sonar, sem er á komandi hausti. Er mælst til að Þjóðræknisfélagið íhugi möguleika á að minnast þessa atburðar með að láta þýða úrvalsljóð hans á ensku eða á einhvem viðunanlegan hátt, að taka þátt í þessum atburði. Hitt málið er, að Þjóðræknisfélagið taki á einhvem hátt þátttöku í minnis- varðamáli skáldsins St. G. Stephanssonar. Þar sem hér er um umfangsmikil og vandasöm mál að ræða, telur nefndin, að þeim sé bezt borgið með því, að þirr feli þau stjómarnefndinni til athugunar. Þingmálanefndin Var nefndarálitið lesið af séra Guðm. Amasyni og skýrt nokkuð frekar. S. Vilhjálmsson lagði til og Th. Gísla- son studdi, að álitið sé viðtekið eins og lesið. Berytingartillögu gerði Ari Magnússon og A. Olson studdi, að 5 manna nefnd sé kosin að athuga þessi mál í samráði við stjórnarnefndina. Var breytingartillagan feld. Var þá aðaltillagan borin upp og samþykt. Sagði forseti þá að öllum málum væri nú lokið nema þeim, er færu fram við þingslit í kvöld. Kvaðst nú vilja gefa tækifæri, ef einhver hefði mál að flytja. Andrés Skagfeld tók fyrstur til máls og mintist á þá nauðsyn að leggja á- herzlu á íslenzku kenslu meðal unglinga. Kvaðst hann hafa stuðlað að því á Oak Point, að íslenzku kensla hefði verið höfð þar í vetur, og væri árangurinn góður. Hvatti hann Þjóðræknisfélagið að senda góða menn út um bygðir til að brýna þetta fyrir eldra fólkinu. Þá tók A. P. Jóhannsson til máls, I sambandi við auglýsendur I Tímaritinu. óskaði hann eftir að fólk léti félög og einstaklinga, er'auglýstu í Tímaritinu, að öllu jöfnu, ganga fyrir viðskifum sínum. Dr. Richard Beck gerði tillögu og S. Benediktsson studdi, að þingheimur votti Á. P. Jóhannssyni þakklæti fyrir dugnað sinn við söfnun auglýsinga í Tímaritið, með því að rísa úr sætum. Var það gert með lófaklappi. Vék þá J. J .Bíldfell úr forsetasæti, til að minnast á mál. Var það hin vænt- anlega koma Eingað söngkonunnar Rósu Hermannsson. Skýrði hann frá dugnaði hennar og hæfileikum. Sveinn Thorvald- son tók í sama streng og sagði að Rósa Hermannsson ætti allan þann sóma skil- ið, fyrir sönghæfileika sína sem við Is- lendingar gætum sýnt henni. Var orðið nokkuð áliðið er hér var komið, og gerði Richard Beck tillögu og séra Jakob Jónsson studdi, að fundi sé frestað til kl. 8 að kveldi. Var sú tillaga samþykt. Klukkan 8 að kveldi hófst samkoma með fjölbreyttri skemtiskrá. Var alveg húsfyllir, svo hvergi var autt sæti, og ber það Ijósan vott um hvað samkomur á þingum Þjóðræknisfélagsins eru orðnar vinsælar. Vár skemtiskráin sem fylgir: 1. Karlakór Xslendinga í Winnipeg 2. Erindi um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi—Dr. Richard Beck 3. Gamankvæði—Lúðvík Kristjánsson 4. Karlakórinn 5. Kviðlingar eftir K. N. Júlíus—Dr. Rögnv. Pétursson 6. Piano Solo—Ragnar H. Ragnar 7. Ræða—K. Valdimar Bjömson 8. Kvæði—Þórður K. Kristjánsson 9. Frumsamin saga—séra Jakob Jónsson Eftir að skemtiskrá var lokið var byrj- að á þingstörfum. Bað forseti skrifara að bera fram tillögu fyrir hönd stjómar- nefndar. Var hún þess efnis aðl heiðurs- félagar á árinu væra gerðir þeir: Friðrik Sveinsson málari í Winnipeg; Próf. Wat- son Kirkconnell í Winnipeg; Dr. Henry Goddard Leech, ritstjóri í New York; séra C. V. Pilcher í Toronto og Próf. F. S. Cawley í Cambridge, Mass. Mintist skrifari á starf Friðriks Sveins- sonar í þjóðræknismálum og að hefja hróður Islendinga meðal hérlendra manna. Var þetta í fyrsta sinn er hérlendir menn voru gerðir heiðursfélagar, og átti þaff vel við á 60 ára bygðar landnáms afmæli Islendinga hér vestra. Hefðu menn þess- ir lagt sérstaka rækt við íslenzkt þjóð- erni og þjóðræknismál á bókmentasviði, og ættu þeir slíka viðurkenningu sem þessa skilið. Ámi Eggertson studdi til- löguna um að gera Friðrik Sveinsson að heiðursfélaga. Dr. Richard Beck studdi tillöguna um hina fjóra og skýrði um leið frá starfi þeirra í sambandi við íslenzk- ar bókmentir. Var nefndartillagan sam- þykt með því að þingheimur reis úr sæt- um. Þakkaði þá forseti þinggestum kom- una og sagði þessu sextánda ársþingi Þjóðræknisfélags Islendinga í Vestur- heimi slitið. Frh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.