Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. APRÍL, 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA blygðast mín, fyrir að hafa ort kvæði það sem eg held á og nú er orðið gamalt og gult í gegn, eins og eg sjálfur. I>á var eg ný búinn að láta prenta Kviðl- inga en svo tókst óheppilega til þegar þeir komu á markaðinn, að alt var að fara á höfuðið, verið að loka tugum banka á hverjum degi og allar afurðir bænda að hrapa í verði. Mér var ei'tthvað garmt í geði og kendi öðrum um það, sem var sjálfium mér að kenna, eins og vant er og oft vill verða. Eg fór að kenna í brjóst um sjálfan mig, í stað þess að skammast mín fyrir hroðvirknina og vit- leysuna, erindin eru svona: Alt breytist 1 rökkrinu sit eg og raula mín stef þá rifjast upp fortíðin öll. 1 huganum þokast eg skref fyrir skref um skriður og urðir og fjöll. Mig langaði stundum að lyfta mér ögn og lífga með kvæðum og söng. Mér leiddist hin eilífa þung- lyndis þögn því þá urðu kvöldin svo löng. Þá kvað eg það stundum sem . kallað er háð í kofunum sungið það var; því hégóma skapurinn hafði ekki náð því hámarki sem ’onum bar. Eg lyfti mér stundum á ljós- geisla væng og læddist um kofana hljótt, og margan sem hvíldi þar sjúk- ur á sæng eg svæfði með brosi um nótt. En svo þegar alt er nú komið í kring úr kafinu gægist það fljótt, að það sem eg yrki og það sem eg syng það þykir nú fólkinu Ijótt. Mig brást ekki viljan en breysk- ur eg var —er búinn að hreyfa mig ögn— og eldurinn brennur sem út- kulnað skar svo enda eg kvæðið með þögn. Þaraa sjáið þið að eg hafði verið vegin og léttur fundinn. Eg ætla að taka mótlætinu eins og sannur sonur víkinganna en ekki fara að víla og væla. — Síðan hefi >eg reynt að yrkja eins og ekkert hefði í skorist, reynt að skemta þeim sem vildu hlusta, með græskulausu gamni. Svo skal eg ekki tefja tíman að sinni með útúrdúrum en gefa öðrum tækifæri að segja eitthvað rétt til reynslu. Þakklæti mitt til allra verður að bíða betA >tíða. Að endingu vil eg þakka ykk- ur fyrir mig og konuna mína, nefnilega elli gömlu, sem situr hér við hliðina á mér og hefir stutt að því að eg gæti orðið þessara skemtistundar aðnjót- andi. Eg vona að eg fomermi hana ekki með þessum útúr- dúr en þó mun hún vera vön- ust við að hafa seinasta orðið. Eins og bam í bragði hress, Byrja sjötta árið, Þó má gjaman geta þess, Eg gleymdi að veifa hárið. Með þakklæ'ti fyrir góða á- heym. K. N. Júlíus Eins og kunnugt er er ka- þólskum prestum bannað að gifta sig og gyðingar mega ekki borða svína kjöt. Þaþólskur klerkur og gyð- inga prestur voru góðir kunn- ingjar og stríddu hvor öðrum í glettni stundum. Einu sinni segir sá kaþólski við hinn: “Hvenær ætlar þú að hætta þessari hégilju að borða aldrei svínakjöt?” “í brúðkaupsveizlunni þinni, vinur minn,” svaraði sá skrift- lærði. ÁVARP FORSETA Á AFMÆLISSAMKOMU K. N. JÚLIUS 6. apríl 1935 Háttvirti heiðursgestur! Kæru veizlugestir! Pyrir langa löngu síðan kom eg gestur til Mountain. Var eg þá ungur prestur og óframfær- inn. Svo vildi til meðan eg dvaldi hér að eg þurfti að skreppa til Park River, og fékk til fylgdar kunningja minn hr. J. J. Bíldfell, með sinn stóra og góða bíl. Þegar við vorum að fara af stað, komumst við að því að við þyrftum vindla til fararinnar. Eg hljóp inn í búð til að útvega þá, og var fljótt og vel afgreiddur. En þegar eg ætl- aði í flýti, að hverfa út aftur, gekk hraustlegur maður í dymar og varnaði mér út- göngu. Er hann hafði stöðvað mig, kastaði hann til mín þess- ari vísu: Fýrs’ti prestur sem eg sá Sálu mína blekti, Síðan hefi eg óbeit á Öllu presta-slekti. Éinhver fleiri orð féllu. En brátt slapp eg. Og í því að eg var að smeygja mér út, heyrði eg að maðurinn, sem í dyrnar hafði gengið var nefndur K. N. Júlíus. Æði löngu seinna kom að því að flytja búferlum til Moun- tain, og setjast hér að. Fór eg þá að kvíða fyrir því, að eg mundi verða að hafa eitthvert samneyti við kv..... prestahat- arann (mér varð rétt að segja orðið mismæli, svo að eg segði: “Kvennhatarann”, og ekki hefði það átt betur við!). En nú er eg búinn að vera hér heimilis- fastur nærri því 9 ár, og á þeim tíma hefi eg aldrei rekist á prestahatarann. En marga verulega notalega ánægjustund hefi eg hér átt með mannvinin- um og prestavininum K. N. Júlíus — hinu haga og snjalla kímnisskáldi Vestur-íslendinga, og hefi fundið að það er áreið- anlega satt sem Guttormur J. Guttormsson, skáld sagði, að “K. N. eys að brunni birgða brautir þeysir allra jarða, þessi geysir gamanyrða”. En nú er K. N. 75 ára ungur. Og bygðin hans kæra, mér er óhætt að leggja áherslu á orðið “kæra”, því Dakota bygðin ís- lenzka er honum mjög kær). Bygðin hans vill nú minnast þess með einu af sínum gleði- ríkustu gleðimótum. Því bygð- in finnur að Dakota-|slkáljdið hennar á það maklega skilið, svo oft og vel sem hann hefir skemt bygðinni með kviðlingum sínum og ljóðum og margskon- ar fyndni. Hún er þess minnug hvað hann hefir verið iðinn á því sviði. Eins og einn greind- ur bóndi sagði við mig um dag- inn: “í akrinum ljóða vel hann vann Viljugur alla daga.” I Og við það bætti hann þess- um spádómi, sem einhverntíma löngu síðar rætist: “Liðinn burt héðan lifir hann Laukur í túni braga.” Og til þess er vissulega gott að vita, að æði margir vinir og velunnarar skáldsins, og þar með nærri öll forstöðunefnd hins íslenzka Þjóðræknisfélags, hefir komið hingað í kveld og rill taka í hendur okkar og ganga í lið með okkur til að gleðja og heiðra skáldið. Á einum stað segir K. N.: Ef viljir þú í guðshús gá Að glæða trúarbrestinn Þá er fögur sjón að sjá Sólina skína á prestinn. En nú skín ekki sólin á prestin; því í kveld skín sólin á skáldið. Sólin á líka að skína á skáldið nú. Bygðín þín, K. N. minn, og vinahópurinn víðsveg- ar að, vill óska þér hamingju og blessunar. Við viljum láta þig baða í sólskini nú, — og svo út alla kvöldvökuna. Eg vona og óska að það megi v>el takast. Eg þarf ekki að hvetja til þess, kæru samkomugestir, að taka höndum saman um það, að gera þetta að gleðiríku fagn- aðarmóti; því til þess eruð þið hingað komin. “Nú látið gamm- inn geisa fram”. Það eru eng- ar torfærur á vegi. “Þegar vetur vikur frá Og veðrið fer að hlýna, Þá er fögur sjón að sjá Sólina okkar skína”. — á skáldið! H. Sigmar TIL K. N. JÚLIUSAR Á SJÖTfU OG FIMM ÁRA AFMÆLI HANS 6. apríl 1935 3047 W. 72nd St. Seattle, Wash. 1. apríl 1935 Kæri frændi: Almanakið heldur því fram að þú sért sjötíu og fimm ára gamall nú. Eg hefi alla til- hneigingu til að telja þetta markleysu samkvæmt öllum öðrum heimildum. Treysti mér þó ekki út í deilu um þetta efni einkum vegna þess að það kynni að valda nýjum flokka- drætti meðal Vestur-lslendinga, t. d. almanakssinna á aðra hlið en almanaksbrjóta á hina eða þá tímans og andans menn á öndvierðum meið hvorir við aðra. Svo tek eg eftir því að þeir vinir okkar séra Haraldur Sigmar og J. J. Myres eru bún- ir að taka afstöðu með því að fylgja almanakinu. Verður því víst þar við að sitja. En svona í kyrþey getur maður sjálfsagt haldið við sína skoðun án þess að saki eins og Galileó forðum. En hvað sem bókstafnum eða tölustafnum líður þá á þetta nú að vera heillaósk til þín á þessu merkis afmæli. Eg hefi saknað þess síðan eg fór úr ná- grenninu að geta ekki notið þess að þú komir að skrifta fyrir mér í hvert sinn er ný vísa verður til hjá þér, eins og hefðin var á. Brögðuðust vís- urnar oft vel heitar af pönnunni eða hvað þau nú heita hin andlegu áhöld skáldanna, er notast við framleiðsluna. Eg minnist þess er þú lékst þér að því að smella vísunum saman svo að segja fyrir augunum á mér eða þú rifjaðir upp fyrir þér gamlar vísur og gjörbreyttir þeim um leið án þess að vita af því, ellegar komst með fleiri en eina útgáfu af sömu nýju vís- unni með svo skjótum við- brigðum að mig svimaði. Á allar þessar kúnstir þínar glápti eg með forundrun og gleypti við öllu er til féllst. Síðan hefi eg ekki fengið að njóta neins eftir þig fyr en það er rokið. Er það góðra gjalda vert, þó ekki jafnist á við að fá vísumar glóðvolgar. Eg mundi nú setja upp á þig hið mesta hól fyrir alla frammi- stöðuna ef eg ekki væri hrædd- ur um að það yrði lagt út sem ættardramb. En ef eg væri ekkert skyldur þér mundi eg minnast á þær þakkir er þú átt óskiftar fyrir alla þá skemtun er þú hefir fært öllum íslend- ingum nú um ómælt skeið. Ert þú eitt af þeim fáu óskabömum listarinnar er allir íslendingar þekkja og meta. Hefir þú þann- ig reynst alt annað en liðlétt- ingur í því að halda uppi skálda heiðri ættarinnar ásamt Jónasi Hallgrímssyni og öðrum. Svo tel eg mér trú um að bygðin okkar gamla í Dakota hafi ver- ið þér hentug bækistöð fyrir framleiðslu þína. Hvergi ann- arstaðar hefðir þú getað lært Dakota íslenzku eins vel. Þökk, heill og heiður sé þér fyrir þann sess er þú skipar í íslenzkri ljóðlist. Þökk fyrir vináttu og trygð á liðnum ár- um. Megir þú njóta alls, sem fegurst er og bezt, til endur- gjalds. Með hjartfólgnustu kveðju og hamingjuóskum. Þinn einlægur, K. K. ólafson GÆTIÐ VARÚÐAR VARNIÐ SLYSUM “Holt er heilum vagni heim að aka”, segir hið fornkveðna, en þessa er ekki ávalt gætt sem skyldi. Slys á vegum og borgar strætum eru að verða tíðari með ári hverju. Ollir þeim óhöppum varúðar- og hirðuleysi er einhverjum er um að kenna, ökumönnum, óvita börnum, gesti eða gangandi. — Hefir þetta farið svo mjög í vöxt á síðari árum að stjórnir fylkjanna og landsins eru fam- ar að láta þetta til sín taka. Síðan um nýár hafa níu manns mist lífið við slys er stafað hafa af ógætilegri um- ferð eftir vegum og borgar- strætum innan Manitoba. Hafa slysfarir þessar verið nefndar einu nafni, bílslys og eftir því sem sjáanlegt er hefði mátt koma í veg fyrir þær allar ef varúðar hefði verið gætt. Eftir þeirri flokkun sem Manitoba- stjóm heifr látið gera út af rannsókn slysanna er aldurs- skiftingin þessi: Drengur fjögra ára gamall. Drengur sex ára gamall. Drengur tíu ára gamall. Maður tuttugu ára gamall. Tveir menn miðaldra. Maður fjörutíu og níu ára gamall. Maður sextíu ára að aldri. Maður sjötíu og sex ára gam- all. Slysin hafa orsakast á þenna hátt: Fótgangandi, orðið fyrir árekstri ................. 2 Á ferð yfir jámbraut ....... 2 Staðið við bíl að næturlagi .... 1 Ánekstur á flutnings bíl er stóð kyr ................ 1 Aðkomandi við bíla árekstur 1 Ofhratt ekið ............... 1 Barn á hlaupum yfir stræti.... 1 Slysin hafa viljað til á þess- um tímum sólarhrings: Að næturlagi .........-... 7 Að degi til .............. 2 Og á þessum mánuðum: — múar 1, febrúar 3, marz 4, og príl 1. Við skýrslu þessa hnýtir tjómin þessari athugasemd:— Bílakstur ávalt og æfinlega út- eimtir fullkomna aðgæzlu, svo ð bílstjórar þurfa að nota báð- r hendur, bæði augu og fulla kynsemi við aksturinn. Líf- ión þessi er af slysum þessum rsakast eru sorglegur fylgi- autur vorrar nútíðar menning- r og oftast nær stafa af hugs- narleysi. Vér ættum vissulega ð vera svo viti borin að vér ætum lært af þessum sorgar tburðum og látið dæmi þessi srða oss til varnaðar í fram- ðinni.” Hon. W. R. Clubb, ráðgjafi pinberra mála lætur nú birta í llum helztu blöðum fylkisins ðvörun og áskorun til fylkis- úa að fara gætilega og gera að sem þeir geta til þess að af- :ýra þfessum óhöppum. Lætur ann þess getið að hert verði á ftiriiti með keyrslu eftir þjóð- egum upp frá þessu. Árið sem >ið biðu 10 manns bana af bíl- lysum, en nú á þessum 4 mán- ðum, sem lðnir eru af þessu ri, eru dauðsföllin orðin 9. Er ví full nauðsyn til að almenn- ígur láti þetta til sin taka og eri það sem í hans valdi stend- r að aftra þessari óhamingju. smíða hið mikla farþegaskip “Normandie”, sagði fyrir skemstu í ræðu sem hann hélt, að þótt dýrtíð og örðugleikar yxi ekkert fram úr þessu, væri engin von til þess að “Norman- die” mundi geta haft meiri tekjur af siglingum sínum, en rétt fyrir rekstrarkostnaði. Talið er að skipið muni kosta um 100 milj. króna þegar það er fullsmíðað. En skipið getur í hæsta lagi stundað sighngar í 20 ár. Nauðsynlega fymingu getur skipið sjálft fyrirsjáan- lega ekki greitt, og þess vegna verður ríkið að leggja fram ár- legan styrk til þess. Er talið að ríkisstjórnin hafi þegjandi tekið slíka skuldbindingu á herðar þegar fjármálaráðherr- ann krafðist þess að fullnaðar- smíði skipsins skyldi hraðað. Og það er sjálfsagt, sagði framkvæmdastjórinn, að ríkið styrki “Normandie”, því að það er hin besta auglýsing fyrir Frakkland í Ameríku, og auk þess hefir fjöldi manna, sem annars hefði verið atvinnulaus og upp á ríkið kominn, fengið atvinnu við smíði þess. Mbl. * * * Tvö hjörtu Það er ekki dæmalaust, að menn hafi tvö hjörtu. Þannig var um Joseph de Mai frá Nea- Iptel. Hann hafði tvö hjörtu og seldi brezkum háskóla líkama ’sinn fyrir of fjár. i # * * Þér sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgOlr: Henry Ave. Kast Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argryle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Ragmenni hafa stórt hjarta?.... Philip II. Spánarkonungur var allra manna ragastur. — Hjarta hans var eit'thvert stær- ista mannshjartað, sem skoðað hefir verið af vísindamönnum. * * * Þjóðhöfingja móðir María Theresia var sextán barna móðir. Þrjár dætur henn- ar giftust þjóðhöfðingjum og tveir synir hennar urðu keisar- ar. * * * | Hugprútt hjarta er lítið? Það er talið, að ljón hafi smæst hjarta allra rándýra. Maurapúki lá við dauðann og kallaði til sín ökumanninn sinn o gsagði: “Nú er eg að fara í langferð mikið örðugri enn nokkur sem þú hefir keyrt mig yfir.” “Hver veit, það verður þó að líkindum nokkuð undan fætis,” svaraði þjónninn. * * * Frúin, við gest sinn, frægan fiðluleikara: — Mikið ljómandi var þetta fallegt lag, svo taumlaust, en þó hrífandi. Var þetta eitt af yðar eigin verkum? Fiðluleikarinn, kuldalega: — Nei, náðuga frú, eg var að setja nýjan streng á fiðluna mína. x * * * Hún: Æ, hvað eg er þreytt. Eg er búin að sitja allan daginn við sauma. Hann: Nú, það hélt eg að væri ekki mikið erfiði. Það er ekki meira erfiði fyrir kven- man að sauma en fyrir karl- mann að flauta. Hún:.Jæja, þá getur þú tekið buxumar og flautað á þær þrem bótum. “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru tU sölu hjá höfuridiniuim við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu HV.r. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU Hin vinsæla leiö til Islands Islendingar er mikið hafa ferð- ast hafa orðið þess varir að þægindi, þjónusta og viður- gemingur á öllum skipum Canadian Pacific félagsins em langt fram yfir það sem þeir höfðu frekast bóist við. BEINAR FERÐIR TIL ÍSLANDS Skipaferðir tiðar og reglubundnar frá Montreal. Eftir fullkomnum upplýsingiun og bæklingum leitið til næsta umboðsmanns eða W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg Símar 92 456-7 CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS HITT OG ÞETTA “Normandie” getur ekki borið sig Framkvæmdastjóri gufuskipa ; félagsins franska, sem lætur GLOBELITE Bíla Battery 2 Volt Radio “A” Battery Ljósa Ahalda Battery Biðjið um og krefjist Til sölu hjá og hefir með- mæli frá helztu verzl- unarmönnum. Verzlunarmenn—skrifið eftir verðíista GLOBELITE BATTERIES LIMITED Verksmiðja og aðal skrifstofa: 147 Pacfic Avenue -:- Winnipeg, Carnada Stærsta verksmiðja í Vestur Canada er býr til Bfla, Radíó, og ljósa áhalda batteríur I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.