Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 7

Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 24. APRÍL, 1935 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. PÁLL ÓLAFSSON Eftir Þorstein Gíslason Þegar eg var fimm ára gam- all, fluttist eg með foreldrum mínum norðan úr Eyjafirði austur að Kirkjubæ í Hróar- stungu, en Hallfríðarstaðir, þar sem Páll Ólafsson bjó þá og lengi síðan, eru næsti bær við Kirkjubæ að vestanverðu. Páll var þá kvæntur Þórunni Páls- dóttur, frændkonu móður minn- ar; voru þær Þórunn móðir hennar, amma mín, og Þórunn kona Páls bræðradætur. Ein- um áratug síðar, eða þar um bil, miatl Páll Þórunni, og kvæntist nokkru síðar annari frændkonu minni, Ragnbildi Björnsdóttir. Voru þær, móðir mín og hún, systradætur og mikið vinfengi þeirra á milli. Páll var hálffimtugur að aldri, er eg man fyrst eftir honum, og kom hann á þeim árum oft að Kirkjubæ. Hann hafði alt annað snið á sér en bændur al- ment þar í grendinni, og voru þó margir þeirra gerfilegir og myndarlegir menn og héldu sig vel, eftir því sem um var að gera hjá alþýðu manna á þeim dögum. En Páll hafði á sér höfðingjasnið, sem svo mætti kalla, gekk' 'til fara eins og títt var um embættismenn og heldri menn upp til sveita, hafði stór og viðkunnanleg húsakynni, átti eldihesta, aldrei færri en tvo, sem varla voru snertir til annarar brúkunar en ferðalaga hans og konunnar. Hann hafði margt vinnufólk, en gekk lítt að vinnu sjálfur. En umsjón hafði hann með búi sínu, og mun þó sú umsjón eins mikið hafa verið hjá Þórunni konu hans, Þau voru talin allvel efn- uð, og höfðu þau efni að mestu leyti verið eign konunnar. Hún var prestsekkja, þegar hann giftist henni, og nokkuð eldri en hann, átti tvo syni af eldra hjónabandi, en þau Páll og hún eignuðust ekkert barn. — Gestagangur var jafnan mikill á Hallfríðarstöðum og gestrisni í bezta lagi. Brúin á Jökulsá ier þar ekki alllangt frá, en um hana lá þjóðleiðin frá Norður- landi til Austfjarða; fóru margir þá leið og höfðu þá gististað á \á MAIL THIS COUPON TO-DAY! To tKe Secrvtary: ^tt Dominion Ðusmeas ColUf* Winrupeg, MarutoKa WitKout oKligation, pleas« send mm full partnrulars of your courwi on Stmmlmr ' Uianns trammg. N«*»*e ^6cDominion BUSINES$ COLLEGE . Ós IHÍ'Mm! » WtMf IPEG Hallfríðarstöðum, PáU var orð- inn landskunnur maður fyrir kveðskap sinn, þegar eg man fyrst eftir honum, hafði átt sæti á Alþingi og var umboðs- maður Skriðuklaustursjarða. Þegar Páll giftist Ragnhildi, í árslok 1880, var hann nær því hálfsextugur að aldri. Þau bjuggu áfram á HaUfríðarstöð- um næsitu tólf árin, við góða líðan að öðru en því, að þau mistu börn sín ung, eitt eftir annað, og tóku sér það mjög nærri. Páll fór á þessum árum að tapa sér fyrir aldurs sakir og þurfti að losna við þær áhyggj- ur, sem því fylgdu, að veita stóru búi forstöðu. Hann seldi því jörðina haustið 1892 og þau hjónin fluttust með böm sín tvö, sem lifðu, niður í Loð- mundarfjörð, að Nesi. Efni þeirra gengu mjög til þurðar á síðustu árunum, eftir að Páll misti heilsu og tók að gerast ellihrumur. Hann lét af um- boðsstörfunum um það leyti sem hann fluttist að Nesi, en nokkru síðar fékk hann skálda- styrk úr landsjóði. Þau hjónin fluttust frá Nesi, nokkru eftir aldamótin, norður að Presthól- um, til séra Halldórs, bróður Ragnhildar, og voru þar um hríð en fluttust þaðan til Reykjavíkur, og þar andaðist Páll, hjá Jónl ritstjóra Ólafs- syni, bróðu'r sínum, 23. des. 1906. Þórhallur Bjarnarson lector, síðar biskup, flutti hús- kveðju við jarðarför hans. fallegustu húskveðju, sem eg hefi heyrt. Höfðu þeir séra Björn í Laufási, faðir Þórhalls biskups, og Páll verið aldavinir. Fljótsdalshérað, þar sem Páll lifði blómaskeið æfi sinnar, er eitt af stærstu og fegurstu hér- uðum landsins, og fólk hefir verið þar myndarlegra og betur ment en víða annarstaðar. Það er eingöngu landbúnaðarhérað, en stu'ttir og víða brattir fjall- vegir liggja þaðan niður í botna Austfjarðanna. Héraðið nær langt inn í land og falla eftir því endilöngu tvö stórvötn inn- an frá öræfunum og út til sjáv- ar. Jökulsá er straumhörð og ill yfirferðar, en Lagarfljót er víðast hvar lygnt eins og stöðu- vatn og ofan til er það breitt, eins og fjörður yfir að sjá. Stærri og minni stöðuvötn eru um alt Héraðið. Á vetrum eru þar svellalög mikil, svo að reið- vegir á ísum eru þar oft greiðir um löng svæði. Allir hinir efn- aðri bændur átti eldihesta á járnum og voru útreiðar engu ótíðari á vetrum en sumrum. Páll var mikill hestamaður og átti ágætis reiðhesta, eins og fyr segir. Gætir hestanna mik- ið í kveðskap hans og ferðalaga bæði vetur og sumar: Fölur máni’ á fölvann skín, fífa’ í skjánum brennur; yfir gljána’ og inn til þín alinn Gráni rennur. Dróttvakur er hann og fram úr þeim fer hann, þótt frosinn sé mellinn. Mölina’ og frerann með sköfl- unum sker hann, því skratti’ er hann hnellinn. Dýr þótti mér hann, en dæma- laust ber hann mig djarft yfir svellin, o. s. frv. Á hinum stærri hemilum á Fljótsdalshéraði var á þessum árum miklu fjölmennara en nú gerist. Bæði Kirkjubær og Hallfríðarstaðir voru meðal stærstu heimilanna á Úthéraði, þegar eg man fyrst eftir. Það var oft glatt á hjalla á þessum mannmörgu sveitaheimilum. gestum var vel tekið og ýmis- legt til skemtunar haft. Mikið var sungið og nokkuð dansað, Þegar eg man fyrst eftir, voru kvæðin úr Friðþjófssögu mjög sungin, og svo þjóðhátíðar- kvæðin frá 1874, ekki síst kvæði Páls: “Eyja stendur úpp úr sjó”. Eg man, að eg heyrði það lesið í grein í blaði þá, að þetta væri fallegasta þjóðhátíð- arkvæðið. En ekkert man eg, hvar þetta stóð. Það var fjöldi kvæða, sem sunginn var, miklu fleira, að mér finst, en nú er sungið. Sum kvæðin eftir Pál Ólafsson, sem þá voru mest sungin, finn eg ekki í Ijóðabók hans, og skal eg nefna nokkur: Nú er mikil blessuð blíða. Bænum geng eg glaður frá. Morgunsólin Fellið fríða fögrum geislum stráir á. Nú er sumar, nú er vor, Nú er dauðans kuldaspor að bráðna fyrir brosi þínu, blíða vor, í hjarta mínu. Önnur vorvísa, sem mikið var sungin, er þessi: Grætur fönn á fjallabrúnum, fossar kveða glieðilag; blómin gul á grænum túnum gróa, þróast nótt sem dag. Kveddu, spói, kvæðin þín, kveddu, blessuð lóan mín. Þið hafið fyrri sungið saman, syngið lengur, þet'ta’ er gaman. Og svo þessi fjöruga gaman- vísa: Hún Bína mín er svo brosleit mey og blíðari’ en nokkurt stúlku- grey, sem þekkt hef eg og þreifað á. Það vil eg öllum piltu'm tjá. Hörundið er hvítt sem mjöll og hárið er mjúkt og röddin snjöll, og lendar hefir hún liprar vél, lystugt dansar kátt með þel. Og augun tindra svo elskuleg, og öll er hún Bína dásamleg. Eg styn því margar stundir þær, sem stúlkan fríða trallar og hlær. 'einnig um' ýms af kvæðum hans. Sumarið, sem eg var í þriðja bekk Latínuskólans, var eg á Hvítárdölum í Borgarfirði, hjá Andrési Féldsted bónda þar. sem var þjóðkunnur merkis- maöur á sinni tíð. Hann var hagmæltur og fékst dálítið við kveðskap, einkum ferskeytlur Hann mintist oft á skáldskap Páis við mig, og gat eg látið hann heyra ýmislegt, sem hann hafði ekki heyrt áður. Virtist mér liann liafa meira dálæti á Páli en öllum öðrum íslenzkum skáldum. Stundum var hann að bera þá saman Pál og Grím Thomsen, sem þá var þingmað- ur Borgfirðinga, og fanst hon- um lítið til um kveðskap Gríms. Hann sagði, að allir gætu barið saman rím á sama hátt og Grímur Thomsen. En um Pái var alt öðru máli að gegna. Og Andrés var engin undantekning að þessu leyti. Kveðskapurinn var á þeim tímum metinn líkt og hann gerði, mjög alment að minsta kosti. Ef kvæðabók hefði komið út eftir Pál á þeim árum, hæfilega stór, með góðu úrvali af kvæðum hans, þá hefði hún náð miklum vinsæld- um. Það helsta, sem skrifað hefir verið um Pál, er æfisaga hans, eftir Jón Ólafsson, prentuð framan við ljóðasafn Páls, sem út kom árin 1899—1900. Er kveðskap Páls þar vel lýst, svo sem vænta mátti, þótt í stuttu máli sé. ‘‘Hann verður ekki tal- inn einn af þeim, “sem hæstum tónum nær af landsins sonum,” segir þar......... “Páli liggur ekki mjög hátt rómur, og rödd- in er ekki ýkjasterk; en sé á hitt litið, meö hverri list að röddinni er beitt, þá yerður Páll í fremstu röð. Mér er vafa- Eg veit ekki> úvemig á þvíjsamt_ hvort nokkurt íslenzkt stendur, að engin af þessum vísum, sem eg kann frá barn- æsku og lærði af því, að heyra þær iðulega sungnar, skuli ekki finnast í kvæðasafni Páls, og sé eg ekki betur en að þær hefðu átt að vera þar, jafnvel frem- ur en ýmislegt af því, sem tekið hefir verið þar inn, því kvæða- bókin er stærri en hún að réttu lagi hefði átt að vera, of margt tekið þar inn, og er þetta al- gengur galli á útgáfum ís- lenzkra kvæðabóka. Það er altaf verið að tína inn í kvæða- safn Jónasar Hallgrímssonar, með hverri nýrri útgáfu, kvæði, sem> finnast eftir hann til og frá í handritasöfnum, mörg frá unglingsárum hans, eða jafnvel vísur, sem honum eru eignaðar frá bernskuárunum. En þetta er af misskilningi gert og á ekki að eiga sér stað. Bólu- Hjálmar hlaut skáldfrægð sína m. a. végna þess, hve vel Hannes Hafstein valdi úr kvæð- um hans, er hann sá um út- gáfu þeirra nokkru eftir dauða Hjálmars. Stóra útgáfan af Bólu-Hjálmarkvæðum, sem kom fram löngu síðar, þar sem alt er til tínt, sem í náðist, hefir engu aukið við skáldfrægð Hjálmars, þótt margt sé þar í, sem át'ti fullan rétt til að komast þar inn. Fyrra bindið af þessari stóru útgáfu seldist nokkuð, en síðara bindið mun enn í dag liggja að mestu óselt. Menn höfðu skapað sér ákveðnar hug- myndir um Bólu-Hjálmar af litlu útgáfúnni og urðu von- sviknir, þegar stóra útgáfan kom, fanst þar ekki vera sá Hjálmar, sem þeir könnuðust við. skáld hefir haft hagmælsku til jafns við hann; fram yfir hann hefir enginn haft hana. Þetta hefir verið honum náttúrugáfa, sem hann hefir tamið og æft með fullri meðvitund. . . . Eng- inn hefir orðið jafnsnjallur Páli í því, að gefa listfagran og orð hagan myndbúning þeim skáld- legu 'tilfinningum, sem lifa í al- þýðubrjósti; með öðrum orðum: að ,gefa alþýðu yrkisefnum al- þýðlegan, skáldlegan búning með einfaldri en sannri list.” Framh. HITT OG ÞETTA eftir Vísi Kórónaður áður en hann fæddist Það mun þykja ötrúlegt, að nokkur konungur hafi verið krýndur áður en hann fæddist. En þó hefir þetta borið við. í Persíu' kom það fyrir (á fjórðu öld) að Shah Hormonz konungur andaðist, en kona hans var þá með bami. — Ó- vissan um það, hvort barnið mundi verða drengur teða stúlka varð til þess að æsa vonir prinsa nokkurra af Sassonætt um það, að svo gæti farið, að völdin félli þeim í skaut. Borg- arstyrjöld var yfirvofandi, og nú varð eitthvað til bragðs að 'taka, til þess að afstýra vand- ræðunum. Þá komu dulspek- ingar þjóðarinnar til sögunnav og lýstu yfir því, að drotningin mundi fæða sveinbarn í fyllingu tímans. — Persar trúðu vitring- unum og létu þegar undirbúa krýningu hins ófædda konungs. Fór svo krýningin fram með Páll varð, eins og Bólu- mikilli viðhöfn og eftir “kúnst- Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœöingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Hornl Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hdtta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa eiiínig skriístofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikuda* * 1 hverjum mánuði. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Desígns , Icelandic spoken M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lœtur úti meðöl 1 viðlögum Sími: 36 155 682 Garfield St. Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsími 30 877 ViBtalstími kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT RAGNAR H. RAGNAR Pianisti og kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúslnu Sími: 96 210 Heimilis: 33 328 MAKE YOUR PLEASANT LUNCH HOUR DATES AT The 1 jHarlborougf) ^otcl A Service to Suit Everyone ; LADIES MEZZANINE FLOOR ; . 11.30 to 2.30 Special Luncheon 35c | BUSINESS MEN CLUB | • LUNCHEON—11.45 to 2.30 i Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fr&m og aftur um bœinn. 50c and 75c also a la carte COFFEE ROOM (Men & Women) SPECIAL LUNCH, 12-S..40c SPECIAL DINNER, 6 to 8-.50c Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringki Borgið Heimskringlu J. T. THORSON, K.C, Islenzkur lögfrceOingur Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Simi: 92 755 Hjálmar, landskunnur fyrir kveðskap sinn; án þess að menn ættu nokkurstaðar aðgang að ho'num í heildarsafni. Kvæði hans komu út til og frá í blöð- um og í söfnum, sem í voru tekin kvæði eftir ýmsa. En langmest bárust kvæði hans og vísur út um landið á vörum manna. Stöku'r hans voru hnitnnar, svo vel kveðnar og auðlæðar, að þær flugu frá manni til manns og bárust j arinnar reglum”. — Drotningin lá í hvílu mikilli, í mesta viðhafnarsal ríkisins, klædd fullum skrúða, og um- hverfis hana safnaðist mann- fjöldin. Konungskóróna Sass- an-ættarninar var nú tekin og lögð á líf drotningar og þess vandlega gætt, að valinn væri hinn réttasti staður — þar sem undir mundi hvíla hinn óborni konungur. Dulspekingar Persa urðu landshornanna milli án þess að j sannspáir að þessu sinni sem þær kæmu á prent, og svo var oftar. Hið ófædda barn reynd- ist drengur, eins og þeir höfðu sagt fyrir. — Ríkti hann langa æfi og bar konungsheitið Sapor II. * * * Hefnigirni Frú Mathilde Kovacs reiddist mjög grimmilega ættingjum sínum sakir þess, að þeir hefði sýn't eftirlætis-köttum hennar megna ókurteisi. Hún hefndi sín litlu fyrir andlát sitt með þeim hætti, að brenna til ösku stórfé, sem annars kostar h^fði runnið til ættingjanna, sem “móðguðu kettina”. Frá þessu var á sínum tíma sagt í mörg- um blöðum í Vínarborg. — Kerlingin dó 1917. * * * Ætt Napoleons Ættarfræðingur spurði eitt sinn Napoleon um ætt hans. Napoleon svaraði: Eg þarf enga ætt sjálfur, eg er einn af þeim mönnum, sem verða ættfeður. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talsimi: 2t SS9 Dr. J. G. SNIDAL TANMLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG VIKING BILLIARDS og Hárskuröar stofa 696 SAROENT AVE. Knattstofa, tóbak, vlndlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendingar skemta sér.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.