Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.04.1935, Blaðsíða 6
6. SIÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 24. APRÍL, 1935 I VÍKING Eftir R. Sabatini “Og hver sem sá sanni tilgangur kann að hafa verið,” sagði Marzak, þá var hann annar en sá, sem þér var fyrirlagður, að sitja fyrir og ná sjóðfleyinu spánska.” “Þetta var það, sem eg vildi sagt hafa, sonur,” mælti Asad. Við það gerðist hann hnarreistur og segir: “Viltu segja mér vöflu- laust og lygalaust, hvert þitt markmið var?” “Hvemig þá?” sagði Sakr-el-Bahr og brá grönum. “Hefirðu ekki sagt sjálfur, að það markmið væri augljóst af því sem eg gerði? Því ætti eg miklu fremur að biðja þig skýring- ar. Eg má segja þér, herra, að alls ekki var mín tiltælun sú, að vanrækja það erindi sem mér var falið. En einmitt vegna þess að eg óttaðist, að ef óvinir mínir vissu af hennar hérveru, þá myndu þeir gera sér þann grun, sem þú lætur nú í ljós, þá tók ©g það ráð, að flytja hana leynilega.” “En minn sanni ásetningur var sá, ef þú. vilt vita hið sanna, að setja hana á land ein- hversstaðar á Frakklands strönd, svo að hún gæti horfið aftur til síns fólks og heimalands. Að því búnu ætlaði eg að vitja um hið spánska skip, í því örugga trausti, að mér hefði tekist það, með Allahs aðstoð.” Marzak gekk þá fram og mælti: “Satans hora! Hann er í sannleika faðir og móðir lyganna. Viltu útskýra þessa löngun til að losna við konu, sem þú ert alveg nýgiftur?” “Já,” urraði í Asad: “Geturðu svarað því? “í>ú skalt heyra hið sanna,” sagði Sakr- el-Bahr. “Lof sé Allah!” sagði Marzak, í háði. “En eg segi þér fyrirfram,” sagði víking- urinn, “að þér mun finnast það stórum ótrú- legra, en nokkurt skrök, sem eg gæti diktað. Það gerðigt fyrir mörgum árum á Englandi, þar sem eg er fæddur, að eg elskaði þennan kvenmann, en hún brá því ráði, af manna völdum og atvika, svo að eg bar til hennar heipt í hjarta, þegar eg fór burt. í gærkveldi kendi eg þess, að ást mín til hennar, sem eg hélt útkulnaða og að óbeit orðna, var enn lif- andi, með fullu fjöri og afli. Sú ást kendi mér, að eg hefði breytt rangt gagnvart henni og eg þráöit umfram alt annað, að bæta úr því böli, sem eg hafði valdið henni.” Hér þagnaði hann og eftir litla stund hló Asad hryssingslegum kuldahlátri, og spurði í þeim tón, sem sýndi hvemig hann mat þessa útskýring: “Hvenær hefir það skeð, að karl- maður sýndi ást sína til konu, með því að láta hana frá sér fara?” “Eg sagði þér fyrirfram, að þér myndi þykja saga mín ótrúleg,” sagði Sakr-el-Bahr. Marzak gaf sig fram og segir: “Er það ekki augljóst, ó faðir minn, að þessi gifting hans var ekki annað en látalæti?” “Augljóst eins og dagurinn er yfir okkur,” svaraði Asad. “Gifting þín var ekki annað en gabb, óguðleg háðung og spott við Sanntrúna. Þau óguðlegu látalæti hafðir þú í frammi til að hefta mína vild, notaðir þér hlýðni mína og trúfesti við Spámannsins heilögu lög, til þess að eg næði ekki til hennar.” Hér ávarpaði hann Vigitello sem stóð baka til við Sakr-el- Bahr, og segir: “Settu þennan svikara í fjötra.” “Himininn hiefir vísað þér á viturlega nið- urstöðu og réttan úrskurð, ó faðir minn!” gall við Marzak, fagnandi. En engir aðrir tóku undir það. “Sá úrskurður er líklegri til að vísa ykkur báðum leið til himins,” svaraði Sakr-el-Bahr, öruggur. “Vertu kyr!” sagði hann við Vigi- tello, er að vísu hafði ekki hreyft sig úr spor- unum. Þar næst gekk hann að Asad og mælti til hans, svo að ekki heyrðu aðrir en þeir sem stóðu næstir: “Hugsa þú ekki, Asad, að eg leggist, eins og úlfaldi, undir það sem þér líkar. Athuga vel hvar komið er fyrir þér. Ef eg kalla á sævarhauka mína, þá veit Allah einn, hversu margir verða til að leggja þér lið. Þorir þú að hætta á það?” Þetta sagði hann alvarlega og hátíðlega, en alveg óttalaus, líkt og hann væri alveg viss um afdrifin. Augun glóðu undir Asads yglibrún, hann skifti htum og varð grár sem aska, í framan; hann skalf af reiði og röddin var hás, hann mælti: “Þú ódæma svikari . . .” “Nei, sei, sei,” sagði Sakr-el-Bahr. “Ef eg hefði búið yfir svikum, þá hefði eg ekki dregið að koma þeim fram, því eg vissi vel, að mikill meiri hlutur liðs er mín megin. Lát þú þögn mína sanna þér, að eg er þér trúr, Asad, og leyfðu ekki sjálfum þér, að hallast eftir Marzak þaraa, því að hann svífist einkis, ef hann getur svalað sínu hégómalega hatri til mín.” “Hlustaðu ekki á hann, ó faðir minn!” bað Marzak, heldur ákaflega. “Það má ekki satt vera, að . . .” “Hægir!” sagði Asad, honum virtist, alt í einu brugðið. Og hægir voru allir, meðan hæstráður strauk skegg sitt og rendi glitrandi augum milli Olivers og Rósamundu, og íhugaði það sem Sakr-el-Bahr hafði sagt. Hann var meir en smeikur um, að það væri satt og skildi, að ef hann léti til skarar skríða og Sakr-el-Bahr skyldi verða drjúgari, þá mundi sá víkingur taka ráðin, ekki aðeins á snekkjunni heldur í öllu Alsír landi og Asad steypast að fullu og öllu. Hinsvegar mætti vera ef hann brygði saxinu og skoraði á sanntrúaða að fylgja sér, að þeir þá héldu trúnaði við hann og fylgdu honum. Honum leizt það jafnvel líklegt, en svo mikið lá við, að hann gugnaði, sem aldrei hafði áður gugnað; Biskaine varaði hann við, í hljóði, en þess þurfti varla við. Hann leit við Sakr-el-Bahr, mikið óhýr- lega. “Eg vil íhuga það sem þú segir,” kvað hann. “óréttvís vil eg ekki vera, né fara eftir því einu, sem sýnist. Allah banni annað eins!” XVIII. Kapítuli Nú stóðu þau eftir, Rósamunda og Sakr- el-Bahr, og horfðust á, er Asad var burt geng- inn. Allra augu mændu á þau; jafnvel galeiðuþrælarnir, er varla skeyttu neinu, teygðu digra svíra, til að sjá svo óvænta og undarlega atburði, en í augum þeirra brá fyrir fjöri og forvitni, þó þreytuleg væri og döpur. Sakr-el-Bahr var bæði um og ó, honum ægði það sem orðið var og bjóst við öðru því verra, en þó létti honum að vissu leyti. Rósa- munda varð ekki falin öllu lengur, hvort sem var, í örkinni; þar hafði hún mátt til að dúsa í heilt dægur, þó ekki hefði verði ætlast til, að hún dveldi í henni lengur. heldur en meðan hún var borin á skip. Honum varð æ órórra, eftir því sem á daginn leið, að geta ekki leyst hana úr þrísund þeirri, en þeim þunga I' létti nú tortrygni Marzaks af honum og ill- vilji. Það var eini léttirinn í þeim háska, er þau voru stödd í — fyrir hann, sem einu gilti og fyrr hana, sem mest var um vert. Svo að hann huggaði sig við þann létti, og herti sig til, að taka því sem að höndum bæri, meðan á hikinu stæði, sem orð hans höfðú sáð í hjanta Asads. Honum þótti líka betra að nú hafði skift svo um með þeim Rósamundu, að hún gat ekki framar fundið til kúgunar af hans hendi, heldur voru þau nú undir sömu sökina seld, stóðu bæði í sama háskanum. Þetta var honum ljúf hugsun og því brosti hann við henni, þar sem hún stóð hjá honum í ljósa- skiftunum föl og tekin í framan. Það bros varð til þess að hún rétti fram báðar hendur til hans og spurði í lágum hljóð- ! um, nærri hásum: “Hvað nú? Hvað nú?” Hann svaraði, næsta róiegur: “Nú skul- um við bæði fagna því, að þú hefir losnað úr þeim verustað, sem var bæði óhægur og þér ósamboðinn. Leyfðu mér að leiða þig til þess, sem eg ætlaði þér, og þér hefði strax verið fenginn, ef Asad hiefði ekki slegist í för- ina.” Þar me*ð benti hann eftir gangveginum, sem lá að skutþiljum. Það vildi hún ekki, því að á skutþiljum sat Asad, undir tjaldi sínu, og Marzak, Bisk- aine og aðrir fyrirliðar með þeim. “Komdu,” sagði hann. “Ekkert er að óttast, ef þú lætur ekki á sjá.” “Ekkert að óttast?” tók hún upp og starði á hann. “1 þessum svifum að minsta kosti, alls ekkert,” svaraði hann, hvatlega. “Því sem fram vindur skulum við taka, með þeim ráð- um sem okkur gefast. En vertu viss um, að hræðsla styður ekki okkar ráð.” Hún réttist upp, líkt og hún hefði verið borin brigzli. “Eg er ekki hrædd,” sagði hún honum, og þó að hún væri hvít í framan, var tillitið stöðugt og röddin örugg. “Komdu þá,” sagði hann og nú hlýddi hún honum tafarlaust. Þau gengu saman aftur gangveginn og upp stigann á þiljur, en þeir sem þar voru fyr- ir störðu á þau, sumir forviða, sumir með illúð. Asad hafði augun á meynni, dökk og tindrandi, og leit aldrei af henni, meðan þau færðust nær. Hún bar sig vel og tígulega. líkt og hún yrði ekki vör við þá áfjáðu græðgi, en innra með sjálfri sér kvaldist hún, af skömm og óvirðing, sem hún gat varla gert grein fyrir. Sakr-el-Bahr fann til einhvers áþekks og færði sig svo, að Asad sá ekki til hennar. Hann nam staðar á þiljum, heilsaði eftir þeirrar tíðar tízku og ávarpaði Asad: “Leyf þú, hæstvirtur herra, að konan mín búi í því herbergi, sem eg hafði henni fyrir- búið, áður en eg vissi, að þú ætlaðir að sæma þennan leiðangur með nærveru þinni.” Asad leyfði það með því að veifa hend- inni, en ansaði ekki einu orði. Sakr-el-Bahr hneigði sig aftur og kipti til hinum rauðu, þungu tjöldum, frá dyrum lyftingar. Þaðan lagði ljós af lampa og stafaði roða út í rökkr- ið og á hvítan búning Rósamundu. Þannig sá Asad síðast til hennar, tindrandi og gráðug- um augum, svo steig hún inn fyrir og tjöldin féllu að aftur. Lyftingin var búin hægindi og silkivoðum í brekáns stað, lágu borði úr ýmislega litum viðum og lítil skál á úr málmi, í henni sviðn- uðu berkir með sætum ilm, sanntrúuðum til heilagrar hollustu. í einu horninu risu blá- menn Sakr-el-Bahrs upp af gólfinu og hneigðu sig; þeir höfðu skuplur mjallhvítar og hvítar skýlur, ella hefðu þeir tæplega sést í rökkrinu. Eftir skipun herra síns báru þeir mat á borð. hænsn soðin með hrísgrjónum, olivur og sveskjur, melónu, brauð og ílát úr leir, með tveim höldum, fult af vatni til drykkjar. Þar næst tóku þeir nakin sverð, stigu út fyrir og stóðu kyrrir fyrir dyratjaldi. Ekki var það gert til ögrunar og ekki gat Asad tekið því svo, heldur var það svo að virða, að þegar vitan- legt og viðurkent var, að kona Sakr-el-Bahrs var í lyftingunni, þá var sem þar væri kvenna- búr hans, og kvennabúr sitt ver karlmaður sem sóma sinn; sá staður er honum einum helgað- ur og engum öðrum leyfilegt að rjúfa þá helgi; því er það álitið sjálfsagt, að hver maður taki hæfilegar ráðstafanir gegn guð lausri viðleitni annara til að rjúfa þann helgi- dóm. Rósamunda settist á hægindið, krosslagði hendur í kjöltu sinni og sá niður á þær. Sakr- el-Bahr stóð hjá þegjandi og horfði á hana góða stund. Loksins bað hann hana neyta matar, “því að þú þarft kjarks með og krafta og hvorugt helzt, ef líkaminn er næringar- laus.” Hún hristi höfuðið; þó að hún væri búin að vera matarlaus æði lengi, þá bauð henni við mat. Henni var svo þungt, að henni fanst hjartað komið upp í háls, svo að hún náði varla andanum. “Matar get eg ekki neytt,’ ’svaraði hún. “Til hvers er það líka? Kraftar og kjarkur koma ekki að neinu haldi framar.” “Aldrei skaltu því trúa,” sagði hann. “Eg hefi tekist á hendur, að koma þér lifandi úr þeim háska, sem eg hefi steypt þér í, og það það skal eg efna.” Svo örugt talaði hann, að hún leit upp á hann og sá að útlit hans var ekki síður örugt og kjarklegt og þá verður henni að orði: “Víst eru öll sund lokuð fyrir mér!” “Hugsaðu aldrei, að þig skorti undanfæri, meðan eg er á lífi,” svaraði hann. Hún virti hann fyrir sér og það var ekki laust við, að bros léki á andliti hennar, þegar hún segir: “Heldurðu að þú eigir nú langt eftir ó- lifað?” “Rétt eins og guð vill,” svaraði hann, og brá sér hvergi. “Það sem skrifað er, stendur skrifað. Ef eg lifi svo lengi, að geta komið þér undan, þá . . . ja, þá hefi eg lifað nógu lengi.” I Hún spenti greipar, lét síga höfuðið og skalf lítið eitt, eins og af hrolli, segir svo dapurlega: “Eg held við séum bæði dauða dæmd. Því að ef þú lætur lífið, þá manstu, að eg hefi rýtinginn. Eg ætla mér ekki að lifa eftir þig-” Honum brá svo, að roði hljóp í kinnar hans, augun 'tindruðu og hann steig skrefi nær henni, nam þá staðar, þegar hún sagði: “Guð mun fyrirgefa mér, ef eg er knúð til þess, að taka hægari leiðina og þá heiðar- legri, því að sú leiðin er hægust, sir,” bætti hún við, honum til leiðbeiningar, var auðheyrt, “að gæta ávalt sóma síns.” “Eg veit að svo er,” svaraði hann, mjúk- lega, “eg vildi að guð hefði gefið mér, að fylgja þeirri leið.” Hann sagði ekki meira, líkt og hann ætl- aðist itil, að mýkt hans til iðrunar gerði henni að svara, örvaði hana til að segja að hún fyrirgæfi honum. En er hún þagði og sýndist annars hugar, varpaði hann öndinni og vék tali sínu að öðru: “Hér muntu finna alt sem þú þarft að hafa. Ef þig skyldi vanhaga um nokkuð, þá skaltu klappa saman lófunum, við það mun annarhvor blámanna minna koma til þín; þeir skilja, ef þeir eru ávarpaðir á frönsku. Eg vildi feginn hafa haft kvenmann með, til að þjóna þér, en það var ekki hægt, eins og þú munt skilja.” Hann gekk til dyra og þá kall- aði hún, í ofboði: “Þú ert að fara frá mér?” “Vitanlega. En vertu viss um, að eg verð ekki fjarstaddur. Og eins víst er það, að þú þarft alls ekki að vera hrædd, eins og nú stendur. Að minsta kosti er engu ver komið, en meðan þú varst í örkinni, nema því betur, að nú fer þó skár um þig. Vertu hughraust, fáðu þér að borða og hvíldu þig. Gæti þín drottinn! Eg kem aftur í fyrramálið, eftir sól- ar uppkomu.” Þegar út kom, sá hann hvar Asad sat og þeir Marzak. Þá var orðið dimt af nótt en stór ljósker héngu til og frá, svo að gerla sá eftir endilöngu skipi og á bera búka róðrar þræla, er héngu í hnipri á þóptunum og reyndu að sofa. Uppi glitruðu stjömur á dimmbláu lofti, en veðrið var svo kyrt og blítt, að ekki heyrði nema nið af smábárum í botni vogsins. Sakr-el-Bahr gekk þangað sem Asad og þeir Marzak sátu og bað um að fá að tala við hann einan. “Eg er einn,” sagði Asad, stuttlega. “Marzak er þá sama og enginn,” sagði Sakr-el-Bahr. “Mig hefir lengi grunað að svo væri.” Marzak brá grönum við og urraði á hann, orðlaus, en Asad varð svo við, er víkingurinn beitti svo orðhvötu spotti, mjúklátur og örugg- ur, líkt og ekkert hefði í gerst, að hann mátti ekki öðru svara til, en þeim orðum úr Kóran- inum, sem Fenzileh hafði nuddað honum um nasir, oft og tíðum að undanförnu, og hann l var dauðleiður á: “Sonur manns er partur af sál hans. Eg leyni Marzak engu. Þú skalt tala í hans viðurvist, ella þegja og fara burt.” Víkingur- inn svaraði þegar, djarflega og hæðilega: “Hann kann að vera partur af þinni sál, Asad, en eg geld Allah þakkir fyrir, að hann er ekki partur af minni. Og það sem eg hefi að segja, er að vissu leytl um sál mína.” “Þakka þér fyrir,” skaut Marzak við, “hve satt og rétt þú segir. Því að sá sem er partur af þinni sál er trúlaus og guðlaus mannhundur.” “Tunga þín, Marzak, er skotfimi þinní lík.” “Já — að því leyti að hún hittir svik,” svaraði hinn, þegar í stað. “Nei — lík henni í því, að hitta ekki það sem hún miðar á. Nú bið eg Allah að fyrir- gefa mér. Á eg að reiðast öðru eins tali? Hefir ekki sá Eini margsannað, að sá sem kallar mig trúlausan hund, sé lygari á leið til Pyttsins? Myndi Allah veita trúlausum aðra eins sigra og hann hefir mér gefið, á herflot- um vantrúaðra? Fólski guðhatari, vendu tungu þína á betra tal, svo hinn Alvitri banni þér ekki hennar not.” “Hægan!” tautaði Asad. “Hroki, þinn er ekki tímabær.” “Svo má vera,” mælti Sakr-el-Bahr og hló við. “Og skynsamlegt tal mitt kannske líka. Úr því að þú vilt halda þessum sálufé- laga þínum hjá þér, þá hlýt eg að tala í hans áheyrn. Hefi eg þitt leyfi til að setjast?” Svo að honum yröi það ekki bannað, settist hann við hlið Asads og tók þegar til orða: “Herra, sundurþykki er upp komið okkar á milli, sem ættum að standa einu megjn að dýrð Islams.” “Þér er um að kenna, Sakr-el-Bahr,” svaraði hinn, fýlulega, “og þér ber að bæta úr því.” “í því skyni vildi eg ná tali af J)ér. Orsök þessa sundurþykkis er þaraa,” og benti <um öxl sér til lyftingar. “Ef við færum burt þá orsök, þá mun sundurþykki okkar hverfa og alt verða gott okkar á milli.” Hann vissi vel, að aldrei myndi um heilt gróa með þeim Asad, hann hafði boðið vald- hafa byrginn, skotið honum skelk í bringu, með því að hnekkja vild hans og valdboði og vissi vel, að öðru eins var ekki ætlað að koma fyrir aftur. Hann vissi gjörla, að ef hann færi aftur til Alsír myndi lífi sínu lokið. Eina ráð hans til að bjarga lífi sínu, var það, að hefja uppreisn og láta til skarar skríða. Þetta eitt mátti Asad hræðast, og eftir því gerði hann ráð sitt. Asad horfði þegjandi á hann, leiftrandi augum og spurði svo: “Hvernig taka burt þá orsök? Viltu gera yfirbót fyrir þín guðlastanlegu hjónabands látalæti, segja skilið við hana og láta hana af hendi?” “Ekki er hún tekin burt með því,” svar- aði Sakr-el-Bahr. ‘‘Athuga vel, Asad, hver skylda þín er við Trúna. Aðgættu, að velferð Trúarinnar er undir okkar samþykki og sam- verknaði komið. Væri það ekki syndsamlegt, að hleypa nokkru að, sem rofið gæti þá sam- vinnu? Nei, það sem eg fer fram á er það, að mér leyfist, og fái jafnvel aðstoð til, að koma fram því áformi, sem eg hefi ráðið og sagt hreinskilnislega til. Við skulum sigla héðan strax, til Frakklands, og skjóta henni þar á land, svo að hún komist aftur til fólks síns og við verða lausir við þann óróa, sem af henni stafar. Síðan skulum við sitja fyrir skipinu spánska, því að nógur er tíminn, hér eða annarsstaðar, taka fjársjóðinn heraámi og sigla svo til Alsír aftur. Þar með skulum við svo gleyma öllu, sem okkur hefir á milli borið. Viltu gera þetta, Asad, Spámanns- ins heilaga lögmáli til dýrðar?” Beitan var kænlega sýnd, svo að Asad grunaði alls ekki, né hinn tortrygna Marzak, að þetta var agn og annað ekki. Sakr-el-Bahr var að bjóða sitt líf, hinni vallenzku mey til lífs og frelsis, og bjóða það svo, að hann vissi ekki af því sjálfur. Asad hugsaði fyrir sér og þá tók freisting- in itökum á honum. Hyggindin eggjuðu hann að taka þessu boði, að láta sem gróið væri um heilt þeirra í milli, koma Sakr-el-Bahr aftur til Alsír og láta kyrkja hann þar, að þeim fjar- verandi, sem nú vildu veita honum fullting til uppreisnar. Þetta var vitanlega viturlegasta ráðið og sjálfsögð aðferð til að losna við und- irmann, sem hættur var að hlýða og lúta, og sýndi að hann gat verið hættulegur keppi- nautur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.