Heimskringla - 05.06.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.06.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5. JÚNÍ 1935. HEIMSKRINGLA 3. SIÐA. Morgun Eg hefi fáein eintök af þessu riti fyrir árin 1933—1934. Er það svo vel kunnugt hér vestra, að það þarf ekki neinna skýr- inga frá mér. Kak er saga af Eskimóa dreng með því nafni, og er höfundur- inn ungfrú Violet Irwin, en 'heimildir hennar eru úr dag- ibókum Vilhjálms Stefánssonar er hann iskrifaði með nákvæmni þau 11 ár, er hann dvaldi meðal þessara eiraldar Eskimóa. Það er gert ráð fyrir að þetta verði áframhaldandi rit til mentunar og fróðleiks fyrir uppvaxandi æskulýð. “Kak“ er einkar skemtileg og hugðnæm frá- saga. Band og allur frágangur í bez,ta lagi. Og björgin klofuðu Þetta er stórfeld og djúptæk ádeilu saga eftir hið þjóðkunna skáld Jóhannes úr Kötlum. Það munu misjafnir dómar um þessa bók, en enginn mun draga skó af Jóhannesi sem skáld- mæring í bundnu sem óbundnu máli. Og fáir munu fúsir að leggja þessa bók frá sér þar til þeir hafa lesið hana til enda. Hún er 326 bls. Allur frágang- ur vandaður. Einn af postulunum er ný saga eftir hinn góð- kunna höfund Guðmund G. Hagalín. Þeir sem hafa lesið 'hinar fyrri sögur hans, og þó einkum Kristrún í Hamravík, munu í þessari sögu kenna hinnar sömu snildar í frásögn og orðfæri. Þrjár aðrar smá- sögur eru aftast í bókinni. Mona er skáldsaga eftir hinn heims- fræga enska höfund Hall Caine. Er hún eitt stórfelt innlegg í binn mikla sorgarleik, þegar síðasta styrjöld spenti helgreip- ar um hálfan hnöttinn. Böðulinn Þetta er stutt saga eftir Par Lagerkvist, en hann er nú einn hinn frægasti skáldsagnahöf- undur Svía, og er þá mikið sagt. “Dagens Nyheter” segir um þessa skáldsögu: “Andi bókar- innar er andi kærleikans, og það er í nafni hans sem Lager- kvist ræðst á myrkraveldi böð- ulsins.” Sýnir eftir Sig. Eg^erz, er all- skemtileg bók, stuttar greinar um marga menn og xúálefni.' Eru þar ýmsir fróðleiksmolar, og vel er bókin til þess gjör að stytta mönnum stundir. Nökkvar og ný skip ijóðabók eftir Jóhann Frí- mann, Mjög lagleg ljóð, og prýðilegur ytri frágangur á bók- inni. Æfintýraleikir eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Eru þetta tvö leikrit ætluð fyrir æskulýð, og vel til þess fallin að sýna á leiksviði í félagsskap ungmenna. Ýmsar fleiri bækur fékk eg nú með þessari síðustu sending, en þó aðeins þau eintök, er ýmsir viðskiftamenn höfðu pantað hjá mér. Má þar í nefna hinar ágætu nýju útgáf- ur af Sögu Egils Skallagríms- sonar og Laxdælu, sem Fom- ritafélag Islands hefir gefið út. Þessar bækur ættu helst að vera í hverju einasta Lestrarfé- lagi hér vestra. Verð á þeim, í góðu bandi, er $6 hver bók. Eg vil taka það fram, að eg hefi aðeins fá eintök af hverri þessara bóka, sem eg get hér um og ættu því þeir er vilja eignast einhverja þeirra að OTegða skjótt við og senda mér pöntun. Sumir kvarta um það, að verð á íslenzkum bókum hér sé of hátt, og það er í rauninni mik- ið satt í því. Bókaverð á ís- landi er áreiðanlega í hámarki um þessar mundir, sem stafar að nokkru leiti af því, að prent- pappír og lxvað annað er til slíkrar framleiðslu heyrir, er nú hvarvetna í afarháu verði, en alt slíkt verða íslendingar að kaupa frá útlöndu.m Svo legst við þetta háa verð flutnings- kostnaður hingað vestur, póst- gjald héðan til kaupenda og að- flutningstollur hér sem nemur 19 prósent. Eg reyni að setja verðið svo lágt, sem unt er, en ekki vil eg borga peninga úr minni buddu fyrir slíka skemt- an. Magnus Peterson RÆÐA BRETAKONUNGS Ræða Georgs V. Bretakon- ungs, er hann flutti á ríkis- stjórnarafmælinu, og útvarpað var ásamt öðrum ræðum um gervallan heim, var svohljóð- andi: Þegar þessum minnisstæða degi lýkur, verð eg að ávarpa þegna rnína fjær og nær. En hvernig á eg að koma orðum að tilfinningum mínum? Þegar eg ók í morgun til St. Páls- kirkjunnar og þaðan aftur í gegn um hinn fagnandi mann- sæg, og þegar eg hugsaði um alt það sem drifið hefir á daga mína og þjóðar minnar og heimsveldisins breska síðast lið- in 25 ár, þá hlaut eg að kom- ast mjög við. Engin orð geta lýst hugrenningum mínum né tilfinningum. Eg get aðeins sagt yður það, sagt minni ástkæru þjóð það að við drotningin þökkum af insta hjarta fyrir þá hollustu, og eg vil segja ást, sem þér hafið sýnt okkur á þessum degi og ávalt endranær. Eg lít yfir liðna tíð með þakk- læti til guðs. Þjóð mín og eg höfum lent í mörgum þrenging- um og hörðum raunum sameig- inlega, og þeim er enn eigi lok- ið. Á þessum fagnaðandegi hugsa eg með sorg til þess hve margir þegnar mínir eru at- vinnulausir. Þeir eiga það að oss, eigi síst þeir, sem fatlaðir eru á einhvern hátt, að vér sýn- EIGIÐ EKKI Á HÆTTU AÐ BÖKUN MISTAKIST . . ÞVf AÐ EIGA Á HÆTTU AÐ BÖKUN MISTAKIST MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA VAFASAMAN BAKING POWDER? MINNA EN 1c VIRÐI AF MAGIC NÆGIR í EINA STÓRA KÖKU OG ÞÉR ERUÐ VISS UM ÁGÆTAN ÁRANGUR. M-Kir MUS. CLARRY HUNT, nöal fœWufrœ'öliiK'ur fyrlr (Jll- lelt ProiluctM. Toronto. Leiðandt matreiðslufræðingar Canada vara við því að eiga á hættu að nota vafasaman baking powder i gott bökunar efni. .JÞeir mæla með MAGIC fyrir be/.t u kökurnar. LAliS VIrt AUtíN—StnMueflns liessl ft hverjum hauk er yfiur trjnninu fyrlr BftlNN TIIa l»vl atl MiikIc IlaklnK Powder er laus J CANADA viíí Alúii og önnur nkattleg; efnl. um þeim samúð og hjálpum þeim eins og vér getum. Eg vina, að á þessu hátíðarári muni allir, sem geta, sýna vilja sinn til þess að gera alt til þess að veita þeim atvinnu og glæða hjá þeim von. Önnur áhyggju- efni eru ef til vill í vændum, en eg treysti því að með guðs hjálp munum vér sigrast á þeim, ef vér tökum þeim með karlmen- sku og eindrægni. Þess vegna horfi eg öruggur og vongóður fram í tímann. Framtíðin er eign æskunnar og eg treysti því, að sjóður sá, sem stofnaður var að forgöngu míns kæra sonar, prinsins af Wales, til minningar um þetta ár, muni verða mörgum ungl- ingum víðs vegar um landið til efnalegrar og andlegrar hjálpar og menningar, svo að þeir geti orðið þarfir þegnar. Mig langar til þess að ávarpa börnin sér- staklega, og þá vil eg segja hverju þeirra, sem orð mín heyrir: Eg bið yður að minn- ast þess að í framtíðinni eigið þér að verða þegnar heimsveld- is. Hafið þetta hugfast með an þér eruð að alast upp, og verið viðbúin þegar kallið kem- ur og verið stolt af því að helga ættjörð yðar starf yðar, hug og hjarta. Eg hefi orðið ihnilega hrifinn af öllum þeim heillaóskum sem mér hafa borist í dag frá sam- bandsríkjunum, nýlendunum, Indlandi og heimalandinu. Allir þér, sem orð mín megið heyra, hvor.t sem þér eruð fjær eða nær, hvort þér eruð hér í borg, í öðrum borgum eða þorpum, eða á afskektustu stöðum Bretaveldis eða, á sjónum, yður ávarpa eg að lokum af hrærðu hjarta með orðum þeim er Vic- toria drotning mælti á demants- afmæli sínu fyrir 38 árum, því að engin orð geta betur eða ein- faldlegar lýst tilfinningum mín- um nú: “Af öllu hjarta þakka eg minni ástkæru þjóð. Guð blessi yður!”—Mbl. FRÁ ISLANDI Fréttir eftir Vísi Karliakór Reykjavíkur syngur fyrir Ingrid prinsessu Stokkhólmi 13. maí Ingrid prinsessa, tilvonandi krónprinsessa íslands var hylt með söng af Karlakór Reykja- víkur í gær 12. maí í konungs- höllinni í Stokkhólmi. Söng kórinn fyrír prinsessuna í við- urvist föður hennar, Gustavs Adolfs, ríkiserfingja Svíþjóðar. Að söngnum loknum flutti krónprinsinn ræðu og þakkaði íslendingunum fyrir fagran og merltilegan söng þeirra og bað þá að flytja hlýjar kveðjur frá sér og Ingrid prinsessu til ís- lenzku þjóðarinnar. * * ¥ Söngförin 13. maí Mikil aðsókn var að síðari hljómleik kórsins í Oslo. Pró- fessor Paascke afhenti blóm frá Norræna félaginu. Á laugardag var hljómleikur í Gautaborg. — Myndir af kórnum og langar greinar birtast í öllum helstu blöðum ásamt lofsamlegum um- mælum um ísland. * ¥ * óvarlega farið með skotvopn Vestmannaeyjum 9. maí í gærkveldi, um klukkan hálf níu, er kvikmyndasýning átti að • hef jast í kvikmyndahúsinu hér í Vestmannaeyjum, reið af skot í sýningarsal hússins, og kom þegar í Ijós, að tveir menn höföu særst af skotinu. Stefán Árnason, lögregluþjónn, sem staddur var í salnum, sá hvar skotið reið af, og komst þegar að því, að það hafði hlaupið úr skammbyssu, sem 15 ára piltur var með. Við réttarrannsókn kom i ljós, að ,tvö skot höfðu verið í byssunni. Reið annað þeirra af er pilturinn þessi var að sýna öðrum 15 ára pilti byssuna. Skotið hæfði annan piltinn í brjóstið, og flagraði kúlan um 8 cm. undir húðinni, en gekk ekki á hol, og síðan út aftur og í handarkrika annars, og fór aðeins inn úr húðinni. Hvor- ugur þessara pilta er hættulega særður. Aflalítið var hér í Vestm.- eyjum í dag, enda lokabragur á öllu. Vermenn eru sem óðast að búa sig til heimferðar. * * ¥ Almennar fréttir Þingeyri 9. maí Barnaskóla Þingeyrar var sagt upp í gær. í vetur voru 50 nemendur í skólanum, og luku 10 þeirra fullnaðarprófi. Lýsisgjafir hafa verið teknar upp við skólann, og hafa börn þyngst að meðaltali í vetur um 2þ kílógr., en hækkað 5J cm. Niðurjöfnun sveitarútsvara í Þingeyrarhreppi lauk 1. maí. — Jafnað var niður 19,490 krónum á 286 gjaldendur. Stærstu liðir gjaldáætlunarinnar voru þessir Til fræðslumála 4,200 kr. Sýslu- sjóðsgjald 440 kr. Fátækrafram- færsla 5,800 kr og til vega 2,000. Hæsta útsvar er 2,930 krónur og greiðir það hlutafé- lagið Dofri, en næst hæsta út- svar greiðir verksmiðja Guð- mundar J. Sigurðssonar & Co., 1200 kr. Önnur útsvör eru ekki yfir 1000 krónur. Sýslufundur Vestur-ísafjarð- arsýslu var settur á Flateyri í dag. ¥ * ¥ Hornafirði 8. maí Úr Hornafirði símar fréttaritari útvarpsins, að þar sé kominn mikill gróður og búið að sleppa sauðfé. Sauð- fé er nú óvenjuhraust og vel fram gengið. Bátarnir í Homafirði róa stöðugt en afli er tregur. ¥ ¥ ¥ Frá Siglufirði 8. maí Vinnumiðlunarskrifstofan á Siglufirði tók ,til starfa í fyrra- dag. — Forstöðumaður er Guð- berg Kristinsson. Byrjað er að endurreisa og endurbæta flestar bryggjur sem skemdust á Siglufirði í vetur- náttaveðrinu síðastliðið haust. Við Ríkisverksmiðjubryggjurn- ar vinna 50 manns. Gufuskipið Snæfell, eign Kaupfélags Eyfirðinga, affermdi steinlím til Kaupfélagsins á [ Siglufirði í gær. Vélskipið Vor-' dag affermir timbur til hafnar- sjóðs. Timbrið á að nota í bryggjupalla bátahafnar Siglu- fjarðar, ,til endurbóta á Goos- bryggju og til stsekkunar voru- geymsluhúss hafnarsjóðs. Smíði stórhýsis Skipaverzl- unarinnar; eigrn Gustavs Blom- kvists, e rlangt komin. Verður það langstærsta -bús af þeirri tegund húsa í bænum. Á neðstu hæð verður vörubúð og vöru geymsla, en þrjár hæðir verða leigðar til gistinga og veitinga. Þórður Gunnarsson fyrrum útvegsbóndi að Höfða er látinn á heimili Þengils sona.r síns á Akureyri eftir allanga van- heilsu. 69 ára að aldri. ¥ ¥ ¥ Úr Árnessýslu 8. maí Tún eru nú að verða græn og nál er komin á engjar og út- haga. Allir eru hæ,ttir að gefa sauðfé og hrossum, og fénaður gengur vel fram. Allir barna- skólar í sýslunni ha'fa lokið störfum. í Villingaholtsskólahéraði héldu börnin skemtun við góða aðsókn, til ágæða fyrir ferða- sjóð sinn. — Börnin önnuðust skemtiatriðin. ¥ ¥ ¥ Síldarrannsóknir Árna Ftiðrikssonar Vestmannaeyjar 8. maí Varðskipið Þór kom til Vest,- manneyja í gær eftir að hafa veriö við síldarrannsóknir. Árni Friðriksson, sem var með skipinu, kveður þá ekki hafa fundiö hrygningarstöðvar síldarinnar, en síldarseiði fundu þeir út af Dyrhóiaey. Árni fór til Reykjavíkur með súðinni, en Þór heldur áfram rannsóknum og verður nú tog- að á Hraunum í kring um Eyjar með þar til gerðri vörpu. Síldar urðu þeir víða varir. Bátar ,taka nú flestir upp net sín, enda er afli orðinn tregur. Aflaleysi — fþróttamál Siglufirði 6. maí Ágætt sjóveður var hér á Siglufirði í gær og fóru nokkrir bátar á sjó og öfluðu sama og ekkert. í dag var byrjað á undirbúningi að sléttun íþrótta- vallar Siglufjarðar við Fjarðará, gegnt svonefndum Alfhól. — Knattspyrnuf élag Siglufjarðar, íþróttafélag Siglufjarðar og bæjarsjóður kosta framkvæmd- ir. Barnaskólanum á Siglufirði var slitið í dag. Þrjú hundruð börn sóttu skólann og 30 luku fullnðaarprófi. Lýsisgjafir og mjólkurgjafir voru í skólanum síðastliðinn vetur. Neysla var 2 tunnur lýsis og á 3 þús. lítrar mjólkur. Auk þessa um 200 kg, bætiefnabrauð. Tannlæknir starfaði 6 vikur og hjúkrunarkona allan vetur- inn. Hin vinsæla leið Islands Islendingar er mikið hafa ferð- ast hafa orðið þess varir að þægindi, þjónusta og \iður- gemingur á öllum skipum Canadian Pacific félagsins eru langt fram yfir það sem þeir höfðu frekast búist við. BEINAR FERÐIR TIL ÍSLANDS Skipaferðir tíðar og reglubundnar frá Montreal. feftir fullkomnum upplýsingum og bæklingum leitið til næsta umboðsmanns eða W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg Símar 92 456-7 CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Árnes.......... Amaranth....... Antler......... Árborg......... Baldur......... Beckville...... Belmont........ Bredenbury...... Brown........... Calgary........ Churchbridge... Cypress River.... Dafoe........... Elfros.......... Eriksdale...... Foam Lake...... Gimli........... Geysir.......... Glenboro....... Hayiand........ Hecla.......... Hnausa.......... Hove........... Húsavík........ Innisfail.... Kandahar........ Keewatin....... Kristnes.....'. Langruth....... Leslie.......... Lundar......... Markerville.... Mozart.......... Oak Point....... Oakview........ Otto........... Piney.......... Poplar Park.... Red Deer....... Reykjavík...... Riverton........ Selkirk........ Steep Rock..... Stony Hill...... Swan River...... Tantallon...... Thornhill...... Víðir........... Vancouver...... Winnipegosis... Winnipeg Beach Wj-nyard....... ....F.- Finnbogason ....J. B. Halldórssön .......Magnús Tait ....G. O. Einarsson ..Sigtr. Sigvaldason ....Björn Þórðarson .......G. J. Oleson ....H. O. Loptsson ....Thorst. J. Gíslason ..Grímur S. Grímsson ....Magnús Hinriksson .......Páll Anderson ....S. S. Anderson J. H. Goodmundsson ....ólafur Hallsson ....;..John Janusson .......K Kjernested ....Tím. Böðvarsson ........G. J. Oleson ....Sig. B. Helgason ..Jóhann K. Johnson ....Gestur S. Vídal ....Andrés Skagfeld ....John Kernested ..Hannes J. Húnfjörð ....S. S. Anderson ....Sigm. Björnsson ....Rósm. Ámason ........B. Eyjólfsson ..Th. Guðmundsson .......Sig. Jónsson ..Hannes J. Húnfjörð .......Jens Elíasson ....Andrés Skagfeld ...Sigurður Sigfússon .......Björn Hördal .......S. S. Anderson ....Sig. Sigurðsson ..Hannes J. Húnfjörð .......Árai Pálsson ..Björn Hjörleifsson ....G. M. Jóhansson .......Fred Snædal .......Björn Hördal ....Halldór Egilsson ....Guðm. ólafsson ..Thorst. J. Gíslason ....Aug. Einarsson ,....Mrs. Anna Harvey John Kernested ..S. S. Anderson í BANDARfKJUNUM: Akra............................... Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.....................John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................jacob Hall Garðar................................s. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson............................ Jón K. Einarsson Hensel.............................. J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Cahf....Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St. Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W Svold.................................Jón K. Einarssop Upham...............................E. J. ílreiðfjörö The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.