Heimskringla - 05.06.1935, Blaðsíða 6
«
6. SIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. JÚNÍ 1935.
I VÍKING
Eftir R. Sabatini
“Ekki bið eg þig að vorkenna mér, held-
ur miskunna honum.”
“Honum?” gall hann við og gerðist enn
grettinn.
“Oliver Tressilian.”
Hann slepti höndum hennar, hvarf frá
henni. “Guðs ljós!” mælti hann. “Ertu að biðja
Oliver Tressilian vægðar þeim trúníðing og
djöfli í mannsmynd. Ó, þú ert viti þínu fjær!
Þú ert brjáluð!” Hann var æfur af gremju.
“Eg elska hann,” svaraði hún, einarðlega
og þýðlega.
Hann setti hljóðan við það svar. Honum
varð svo um, að hann stóð kyr og glápti á
hana, alveg orðlaus, þangað til hann segir í
hálfum hljóðum:
“Þú elskar hann! Þú elskar mann sem
hefir farið með ránu'm um allan sjó, níðst á
trúnni, flutt þig burt nauðuga og ykkur Lion-
el, með ofbeldi, manninn sem myrti hann
bróður þinn!”
“Hann gerði það ekki,” svaraði hún
snarplega. “Eg hefi komist að því sanna í því
efni.”
“Af hans sögusögn, vænti eg,” sagði Sir
John, "og þú trúðir honum?”
“Ef eg hefði ekki trúað honum’ þá hefði
eg ekki gifst honum.”
“Gifst honum?” Var enginn endir á þess-
um hroðalegu atburðum, hugsaði Sir John
með hryllingi. “Þú giftist þeim alræmda ill-
virkja?” spurði hann.
“Svo gerði eg — í Alsír, kveldið sem við
lentu'm þar.”
Hann reiddi hnefana og sagði stundar
hátt: “Nú er nóg komið, sé guð mitt vitni. Það
er fullgild ástæða til að hengja hann, þó
ekki væri annað. Þú mátt treysta mér til að
rjúfa það skammarlega hjónaband, áður en
klukkustund er liðin.”
“Ó eg vildi að þú vildir hlusta á mig,”
bað hún. ,
Hann var kominn fram að dyrum, til að
skipa fyrir um aftökuna og svaraði þaðan:
“Hlusta á þig? Eg er búinn að heyra meir
en nóg.”
Þetta var þeim líkt af Killigrew ættinni,
segir lávarðurinn Henry Goade. “Þeir voru
ákafir í skapi, til ofsa gjarnt meir en íhugun-
ar( ærlegt fólk og hreint og beint, eins langt
og vit þeirra náði, en í það vit skorti skerpu.
Því verður vissulega ekki neitað, að Sir John
reyndist alt annað en glöggskygn í viðureign
sinni við Tressilian bræður, ekki síður en á
þessari stundu. Hann spurði alls ekki þeirra
spuminga nú, sem vitmanni hefði orðið fyrst
fyrir að spjTja. Líklega var það ekki annað
en forvitni á að heyra meira, sem dvaldi hann,
svo að hann gekk ekki burt, vildi vita hver
ódæmi Rósamundu kynni að detta í hug að
fara með.
“Sá maður hefir þjáðst,” mælti hún og lét
ekki á sig fá, þó hann tæki þeim orðum með
kuldahlátri. “Guð einn veit hvað hann hefir
tekið út á sá.1 og líkama vegna misgerða, sem
hann hefir ekki framið sjálfur. Mikið af þeim
þjáningum er mér að kenna. Eg veit nú að
hann var ekki valdur að vígi Péturs. Eg veit
líka, að hann gæti nú sannað það, svo enginn
gæti móti mælt, ef eg hefði reynst honum
holl og trú. Eg veit ennfremur, að hann var
handsamaður leynilega og fluttur burt, áður
en hann gat komið vörn við áburðinum, og að
þessvegna gat hann ekki lifað nema verða
víkingar. Eg átti mesta sök að þessu. Og eg
verð að bæta úr því. Vægðu honum fyrir
mig! Ef þér þykir vænt um mig . .
En hann þóttist hafa heyrt nóg. “Segðu
ekki eitt orð meira!” gall hann við eldrjóður í
farman. “Það kemur til af því, að mér þykir
vænt um þig og vorkenni þér, að eg vil ekki
hlýða á þetta. Það sýnist svo, að eg verði að
bjarga þér, ekki aðeins frá þessu illmenni,
heldur gæta þín fynr sjálfri þér. Eg verð að
hafa vit fyrir þér. Eg svikist um skyldu
mína gagnvart þér og um skyldu mína við
föður þinn sáluga og við bróður þinn, sem
myrtur var — sú kemur tíðin, að þú þakkar
mér fyrir, Rósamunda.” Enn sneri hann til
dyranna. Þá sagði hún, hátt og snjalt:
“Þakka þér? Rölva skal eg þér. Alla mína
æfi skal eg hafa óbeit á þér og hata þig eins
og morðingja, ef þú gerir þetta. Fól. Ertu
sjónlaus? Flón!”
Honum brá. Hann var maður ættstór og
auðugur og vanur þeirri virðingu sem þessu er
samfara, fljótur til, óttalaus og harðger — þar
að auki mikill heppnismaður, að því er virð-
ast má, og aldrei hafði það hent hann fyr, að
heyra svo aldráttarlausan og hreinskilinn dóm.
Ekki var hún fyrst til að halda hann grann-
vitran, en áreiðanlega fyrst til að segja honum
sjálfum frá því; aðra útífrá hefði dómur hennar
sannfært um, að hún var með heilum sönsum,
en frá honum að sjá var dómur hennar fulln-
aðar sönnun fyrir því, að hún væri ekki með
sjálfri sér.
“Uss!” sagði hann, milli vorkunar og
reiði, “þú ert fávita, alveg brjáluð; þú sérð
ofsjónir og talar óráð. Þú lætur eins og þessi
vítis púki í mannsmynd sé vesalingur, sem
hafi orðið fyrir óláni af annara misgerðum,
og eg orðinn morðingi og flón, fyrir þínum
sjónum. Guðs lifandi líf! Sei, sei. Eg bið
þess að þú náir aftur heilsunni, með hvíld og
itíð og tíma.”
Enn tók hann í snerilinn. í því bili var
hurðinni hrundið upp og inn kom lávarðurinn
Henry Goade (sem hann segir sjálfur frá),
svartklæddur frá hvirfli til ilja með gullfesti,
sem embætti hans fylgdi; það var ekki góðs
viti þeim sem kunnu að aðgæta það; hún
glitraði og glóði á hans breiðu bringu í ljóma
hinnar nýrisnu sólar, en sjálfur var hann rjóð-
ur í framan, góðmannlegur, með ljóst skegg
og blá augu; hann var nú alvarlegur á svipinn,
en sjálfsagt hýrnaði yfir honum við að sjá
Rósamundu. Hann hefir ritað svo:
“Eg varð mjög feginn að sjá hana svo
hressa og sjálfri sér líka og sagði svo.”
“Henni væri mikið betra að vera í rúm-
inu,” svaraði Sir Jahn, snöggur. “Hún er
ekki með sjálfri sér, alls ekki.”
“Sir John fer skakt með, lávarður minn,”
svaraði hún stillilega. “Eg er langt frá að
vera svo þjáð, sem hann heldur.”
“Því er eg feginn, góða mín,” svaraði lá-
varðurinn og eg geri mér í hug, að hann hafi
litið á þau, sitt á hvað og undrast hvað til
kom, að Sir John var svo æstur. “Það vill svo
til,” bætti hann við, dimmraddaður og hátíð-
legur, “að vitnisburðar þíns þarf við í þessu
alvarlega efni, sem nú stendur til.” Hann
sneri að Sir. John: “Eg sagði þeim að færa
bandingjann hingað til dóms. Ætli það reyni
of mikið á þig, Rósamunda?”
Hún réttist við og bar hátt höfuðið, líkt
og hún byggist til þolraunar, og svaraði:
“Nei, enganveginn, lávarður. Eg er fegin
og viðbúin.”
Sir John mótmælti snarplega: “Nei, nei,
gefðu ekki gaum að henni, Harry. Hún . . .”
Hér tók hún fram í:
“Helzta sakargiftin gegn bandingjanum
hlýtur að vera hvernig hann . . . hann breytti
gagnvart mér, því er ekki nema sjálfsagt, að
vitnisburður minn komi fram í meðferð sak-
ar.”
“Víst, víst,” sagði lávarðurinn, þó honum
þætti alt annað en glögt hvað hún ætti við
(svo segir hann sjálfur) : “með þvi móti þó,
að þú hafir ekki ilt af og ofreynir þig. Ef í
það fer, getum við komist af án þíns vitnis-
burðar.”
“í því efni skjátlast þér, lávarður minn;
það get eg sagt þér fyrir víst, að án míns
vitnisburðar getið þið ekki verið.”
“Látum svo vera þá,” sagði Sir John.
hvatlega og gekk til sætis.
Lávarðurinn hafði sín bláu augu á Rósa-
mundu, gaf henni góðar gætur og þreifaði á
skeggi sínu, sneri svo að dyrum og segir:
“Komið inn, herrar og segið þeim að færa
fangann hingað.” Þá gengu þrír fyrirliðar
Sir Johns í lyftinguna, til að sitja í dómi og
dæma um hinn handtekna trúníðing og vík-
ing, en niðurstaða þess dóms var fyrirfram
ákveðin.
XXV. Kapítuli.
Langt eikarborð stóð í miðri lyftingunni’
og þar settust dómsmenn öðru megin gegnt
dyrum er opnar stóðu og sól skein inn um og
sneru baki við vindaugum, er höfðu skyngt
horn í stað glers. Fulltrúi drotningar sat fyrir
miðju borði. Sir John honum næstur og hinir
sitt til hvorrar handar. Stóll var settur við
borðs endann fyrir Rósamundu, hún studdi
hnúum undir kinnar og olnbogum á borðið og
virti dómsmenn nákvæmlega fyrir sér. Manna-
mál heyrðist framan af skipi og hlátrasköll og
rétt á eftir kom Sir Oliver og tveir týgjaðir
menn sitt til hvorrar handar, með nakin sverð.
Hann nam staðar í dyrum, er hann sá Rósa-
mundu og augnalok hans titruðu lítið eitt, en
ekki brá hann sér að öðru leyti, gæzlumenn
vísuðu honum að ganga inn á undan þeim,
hann steig inn fyrir, með hendurnar bundnar
fyrir aftan bak, kinkaði kolli til dómsmanna
og segir með mestu ró:
“Gott veður í dag, herrar.”
Hinir virtu hann fyrir sér og lávarðurinn
horfði á klæðaburð hans hinn serkneska, með
mikilli fyrirlitning.
Eftir langa þögn sagði Sir John: “Þér er
vafalaust kunnugt sir, til hvers þú ert hingað
færður.”
“Naumast,” sagði fanginn. “En eg er í
alls engum vafa um, til hvers eg verð héðan
færður.” Hann var mjög stiltur og þó sóp-
aði mikið að honum. “Samt ræð eg í, úr því
þið berið ykkur svo dómaralega, að þið hyggið
á óþarfa látalæti. Ef þið hafið gaman af því,
þá er það ekki of gott fyrir ykkur, finst mér.
Hins vil eg geta, að þið mættuð sýna jómfrú
Rósamundu þá nærgætni, að hlífa henni við
þeirri þreytu og leiðindum, sem er samfara því
erindi sem fyrir ykkur liggur.”
“Jómfrú Rósamunda vill vera viðstödd. ”
sagði Sir John, og hnyklaði brýmar.
“Ef ,til vill ræður hún ekki í . . .”
“Eg hefi sagt henni til þess, fullgreini-
lega,” svaraði Sir John, nærri með gremju.
Bandinginn leit til hennar, líkt og hann
væri hissa, sneri svo að dómsmönnum og seg-
ir:
“Fyrst svo er, þarf ekki fleiri orða við. En
áður en þið takið til starfa, vil eg minnast á
annað, sem eg vil að greitt sé úr. Eg gafst
upp með þeim' skildaga, að allir hinir fengju
frelsi. Þú munt kannast við, Sir John, að þú
hézt því og lagðir við drengskap þinn. Eigi
að síður finn eg mann á skipi þessu, sem var
áður á snekkju minni, hann var fyrrum ensk-
ur sjómaður og heitir Jasper Leigh, og hann
hefir þú í varðhaldi.”
“Hann drap Lionel Tressilian,” svaraði Sir
John kaldranalega.
“Svo má vera, Sir John. En það víg var
unnið, áður en eg samdi við þig og þá samn-
inga máttu ekki rjúfa því að æruskeröing
liggur við.”
“Talar þú um æru, sir?” sagði lávarðurinn
Henry.
“Um æru Sir Johns, lávarður minn,” sagði
fanginn og lét mjúklega.
“Þú ert hér staddur, sir, til að þola dóm,”
sagði Sir John, til áminningar.
“Svo hafði eg haldið. En til þess að
mega halda dóm yfir mér vanstu það, að lofa
að láta nokkuð í móti koma og nú virðist þú
vera sekur um að láta það bregðast. Svo virð-
ist, segi eg, en eg get ekki trúað öðru en að
maðurinn hafi verið tekinn í ógáti og að nægi-
legt sé, að eg segi þér til, að skipherran Leigh
sé í haldi.”
Sir John fór að skoða borðið; ekki tjáði
í móti að mæla, að hann hlaut, sóma síns
vegna, að láta manninn lausan, hvað svo sem
hann hafði unnið til saka, og að vísu hafði
hann verið dreginn á skip Sir Johns, svo að
vissi ekki af.
t
“Hvað á eg að gera við hann?” spurði
hann þverlega.
“Því verður þú að ráða sjálfur, Sir John.
En eg get sagt þér, hvað þú mátt ekki gera
við hann: þú mátt ekki hafa hann í varðhaldi
né flytja hann til Englands né verða honum að
meini á nokkurn hátt. Úr því að hann var
tekinn af ógáningi, að því er virðist, þá verður
þú að bæta úr þeim misgripum eins og þú
bezt getur. Eg veit með vissu, að þú munt
svo gera og þarf ekki um það að tala frekar.
Til þénustu, herrar” sagði hann svo, til að láta
þá vita að nú mættu þeir taka til við hann og
Sítóð nú og beið þess sem veða vildi.
Þá tók lávarðurinn Henry til máls, í alt
annað en vinsamlégum tón: “Við höfum látið
leiða þig hingað svo þú fáir að færa fram
ástæður, ef nokkur er til, á móti því að við
hengjum þig umsvifalaúst, eins og við höfum'
rétt til.”
Sir Oliver leit við honum líkt og hann væri
hissa og svaraði að lokum: “Það veit trúa
mín, að það hefir ekki verið vani minn, að
eyöa tíma í skraf.”
“Eg þykist vita, að þér hefir ekki skilist
fyllilega það sem eg sagði,” svaraði hinn. tigni
valdsmaður, og nú var rómur hans mjúkur
sem silki, eins og stöðu hans hæfði í dómin-
um. “Ef þú skyldir vilja kjósa sakamáls með-
ferð að fornum venjum og lögum, þá skulum
við flytja þig til Englands, svo þér megi það
veitast.”
“En til varnaðar, svo þú treystir ekki því
um of, má minna þig á,” sagði Sir John, “að
sakir verða dæmdar í lögsagnar umdæmi
Kornbretalands, þar sem þær voru framdar og
þar ræður Henry lávarður lögum og rétti a:
hendi drotningar, með mikliím sóma.”
“Hennar hátign er heppin,” svaraði Sir
Oliver siðasamlega.
“Þú átt um að velja,” hélt Sir John á-
fram, “hvort þú vilt láta hengja þig á sjó eða
landi.”
“Það eina sem eg gæti haft á móti væri,
það, að vera hengdur á lofti. En eg býzt varla
við, að þið' takið þá mótbáru til greina,” var
hið gletnislega svar.
Lávarðurinn hallaði sér fram og áminti
fangann: “Leyf mér að biðja þig, sir, að gæta
hagsmuna þinna og forðast spé.”
“Eg skal taka það til greina, lávarður
minn. Því að ef þið ætlið að dæma mig fyri
víking, þá gæti eg ekki kosið á reyndari mann
í þeirri grein, bæði á sjó og landi, til að dæma
um víking mína, heldur en Sir John Killi-
grew.”
“Eg er feginn að eiga lofsyrði þín skilið,”
svaraði Sir John Killigrew stuttlega. “Vking
er vægasta sakargiftin á þig.”
Sir Oliver hleypti brúnum og sá vandlega
á dómsmenn, er voru allir alvarlegir á svip, ef
ekki hátíðlegir. Hann mælti:
“Þá mega hinar sakargiftir ykkar vera
sterkar — ella mun ykkur bregðast að sjá mig
spyrna gálgann ,ef nokkur réttvísi finst í
ykkar meðferð. Lýsið þeim sökum, herrar; eg
segi eins og er, að þið eruð skemtilegri en eg
vonaðist eftir.”
“Máttu neita því, að hafa farið með rán-
um á sjó?” spurði lávarðurinn.
“Nei. En eg neita því, að þið eigið dóm á
því né nokkur enskur dómstóll, fyrst eg hefi
engan hernað framið innan landhelgi á Eng-
landi.”
Lávarðurinn átti alls ekki von á þessu
svari og gat ekki gegnt því neinu. En samt
var það satt, sem fanginn bar fyrir sig, svo að
ekki varð mótmælt. Það er hætt við, að þó að
hann færi með dómara störf, þá hafi hann
verið alt annað en sterkur í lögspekinni. En
Sir John sá ekki eða kærði sig minna um
lagarétt og hafði svar á reiðum höndum:
“Komstu ekki með vopnuðu liði til Ar-
wenack og fluttir með ofbeldi þaðan . . .”
“Nei, nei, sussu nei,” mælti víkingurinn í
gletni. “Farðu aftur í skóla, Sir John, að
læra að sitt er hvað, sjóhernaður og konurán.”
“Þú mátt kalla það konurán, ef þú vilt,”
sagði Sir John.
“Nei, ekki ef eg vil, Sir John. Við skulum
kalla það því nafni, sem því ber, ef þér svo
líkar.”
“Þú ferð með vífilengjur, sir, það skal
ekki standa lengi.” Hann sló hnefanum í
borðið og varð rjóður í framan, er hann reidd-
ist. (Lávarðurinn Henry harmar slíkan hrana-
skap á annari eins stund). “Þú getur ekki
látið eins og þú vitir ekki, að konurán er
dauðasök samkvæmt enskum lögum.” Hann
mælti til dómsmanna: “Við skulum þá, ef ykk-
ur sýnist svo, láta sjóhemaðar sökina falla
niður.”
Því svaraði lávarðurinn hægum rómi:
“Ef rétturinn skal hafa framgang, þá getum
við ekki annað. Krafa fangans er réttmæt,
við megum ekki dæma um það mál, úr því að
hann hefir ekki herjað í landhelgi né rænt
ensk skjp, svo vitnast hafi.”
Rósamunda brá sér við, tók olnbogana af
borðinu, krosslagði handleggina, hvíldi þá á
borðinu, hallaði sér fram og hlýddi til, fráneyg
og dálítið rjóð í framan, henni létti, þegar lá-
varðurinn dró af sakargift bandingjans. Sir
Oliver tók eftir henni í laumi og undraðist
þessa breyting, svo og stillingu hennar. Hon-
um tókst ekki að gera sér gein fyrir afstöðu
hennar til sín, þegar hún nú var komin til vina
sinna og verndara.
Sir John fylgdi fast því sem fyrir lá og
segir hvatskeytlega: “Það má svo vera. Við
skulum sækja hann um konurán og rnorð
Hefirðu nokkuð fram að bera gegn því?”
“Ekki neitt, sem þér myndi þykja nokk-
urs um vert,” svaraði Sir Oliver, feldi þá niður
glettnina og segir reiðilega: “Okkur er bezt
að hætta þessum skrípaleik, þessum dóms og
réttar látum. Festu mig á gálga eða drektu
mér, láttu svo búið. Hafðu víkinga sið, því að
Nþá atvinnu kantu. En í drottins nafni! sví-
virtu ekki drotningarinnar vald með því að
leika dómara.” ,
Sir John stökk upp, æfareiður. “Himininn
nefni eg til, þú ósvífni hrotti . . .”
Lávarðurinn Henry bað hann vera stiltan,
tók í handlegg hans og þvingaði hann að
setjast, ávarpaði svo fangann:
“Sir, ósamboðið er þitt tal þeim manni,
hverja glæpi sem hann kann að liafa framið,
sem er alþektur að því, að vera hreystimaður
og gildur til karlmensku. Þín afbrot eru svo
alræmd, að ekkert nema dauðasök liggur við,
fyrir hverjum enskum dómstóli, sérstaklega
það sem olli því að þú straukst og að þú
komst aftur til Arwenack og framdir ofbeldis-
verk. Eigi að síður, sá kostur stendur þér til
boða að verja mál þitt þar í landi. En ef eg væri
vinur þinn, Sir Oliver, þá skyldi eg ráða þér til
að hafna þeim kosti og una skyndidómi sem í
víking gerist.”
“Herrar,” svaraði Sir Oliver, “ykkar rétti
til að hengja mig hefi eg aldrei neitað. Eg hefi
ekki fleira að segja.”
“En eg hefi.” Svo skarst Rósamunda
loksins í leikinn; hún talaði rösklega og skarp-
lega, stóð upp við borðsendann og allir horfðu
á hana. Sir John talaði til hennar og stóð
upp líka:
“Rósamunda! Leyfðu mér að biðja
þig . . .”
Hún hélt upp hendinni og blakaði til hans
snúðugt og nær því fyrirlitlega, og segir:
“Fyrst eg er sá kvenmaður, sem Sir Oli-
ver er sakaður um að hafa rænt, þá er víst
fult eins hentugt, áður en þið farið lengra út í
þær sakir, að þið fáið að heyra hvað eg muni
vitna fyrir enskum dómstóli.”
Sir John ypti öxlum og settist aftur. —
Hann þóttist vita, að hún vildi hafa sitt fram,
þó ekki væri til annars en eyða tíma og
lengja banastund hins fordæmda.
Lávarðurinn Henry talaði til hennar með
lotningu í róm og fasi:
“Úr því að bandinginn neitar ekki sökinni
og úr því að hann er svo vitur, að 'hafna
réttarfars dómi, þá þurfum við ekki að ónáða
þig, jungfrú Rósamunda, og ekki muntu verða
krafin vitnis fyrir enskum dómstóli.”