Heimskringla - 05.06.1935, Blaðsíða 4
4. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. JÚNÍ 1935.
iíteiniskrinplci
(StofnuO 1SS6)
Kemur út á hverjum miSvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og S5S Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimis 86 537
Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist
fyrlrfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskifta bréf bl-aðinu aðlútandl sendlst:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla” is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telepihone: 86 537
WINNIPEG, 5. JÚNÍ 1935.
ENN UM BLÖÐIN
Frá því fyrst að hugmyndinni um sam-
einingu íslenzku vikublaðanna var hreyft,
hefir hún ávalt broltnað á þeim boða, að
talsmönnum hennar hefir 1 láðst að sýna
hinn raunverulega tilgang hennar; þegar
henni hefir skotið upp á Þjóðræknisþing-
u'm, hefir það sama brunnið við, og á því
sem skrifað hefir verið um hana og sem
byrjað var á, þegar útgefendur viku-
blaðanna fóru að minna áskrifendur á
nauðsynina að veita blöðunum drengilega
aðstoð á þessum krepputímum, eru þessi
sömu fingraför. Málið virðist með öðrum
orðum hafa verið mjög lítið hugsað áður
en farið var að ræða og rita um það.
Grein Sig. Júl. Jóhannessonar í síð-
ustu “Hkr”, er engin undantekning frá
þessu. Eins skýrt og honum er lagið
að setja skoðanir sínar fram í ræðu og
riti, hrekkur það ekki til, og menn eru
eftir sem áður engu nær um undirstöð-
una, sem með sameiningu' blaðanna á að
vera lögð íslenzku þjóðlífi hér itil velferð-
ar og tryggingar. Jafnvel þó samfara
því, að leggja blöðin bæði niður, sem nú
eru gefin út, sé fyrirgefningu synda að
fá fyrir þá, sem blöðunum skulda, er
nýju blaði ekkert borgnara með því, og
sízt fyrir það takandi að syndgað verði
upp á náðina hér eftir sem hingað til.
í upphafi greinar sinnar kemst læknir-
inn svo að orði: “Eftir því sem þjóð-
brotið er fámennara, ríður meira á því,
að þar haldist menn í hendur í samkepn-
inni við hin þjóðbrotin.
Þetta atriði hafa íslendingar ekki skilið
í liðinni tíð. Miklu af starfi þeirra og
styrkleika hefir verið varið í innbyrðis
baráttu — baráttu' um trúmál, þjóðrækn-
ismál, félagsmál og öll önnur mál milli
himins og jarðar.”
Þetta mætti til sannsvegar færa, ef hér
væri ekki um þann stóra misskilning að
ræða, að það er einmitt þeitta starf, þessi
barátta, ef betur á við að nefna það því
nafni, sem til þessa hefir haldið við hér
allþekkjanlegri mynd af íslenzku þjóðlífi.
Án þessa starfs hefði það að öllum líkind-
um nú þegar verið komið undir græna
torfu og íslendingar verið kviksettir,
grafnir lifandi áður en þeir dóu sínum
náttúrlega þjóðræknis-dauða, svipað og
segja má um fáeina íslendinga hér vestra,
sem staðið hafa utan við þessa “baráttu”
um itrúmál, þjóðræknismál og öll félegs-
mál. Þeir hafa vissulega ekki reynst
bjargvættur nokkurs, sem íslenzkt getur
heitið hér né heldur orðið sjálfum sér að
nýtari með því.
En, býst eg við að læknirinn segi, þetta
er ekki hugmyndin með sameiningu blað-
anna. Menn getur greint á í skoðunum
eftir sem áður, og látið þær óspart í Ijór
í nýja blaðinu'. En hvemig á að sam-
rýma það hugmyndinni um hitt, að þeir
eigi að hæitta baráttu um trúmál, þjóð-
ernismál, félagsmál og öll mál milli him-
ins og jarðar? Ef það er sú barátta, sem
hefir lamað kraftana, segir sig sjálft að
leggja verði þessi mál á hilluna og bægja
þeim frá þessu nýja blaði.
Svona holgrafin er grunvöllur hug-
myndarinnar um sameiningu blaðanna af
orðum þeirra sjálfra að dæma, sem for-
vígismenn hennar hafa gerst.
Baráttuna um sjálft Þjóðræknismálið á
að leggja niður í nýja blaðinu af því hún
skiftir kröftunum.
í alvöru talað, er ekki auðvelt að gera
sér grein fyrir því, að lækninum sé það
með öllu óljóst, að hér séu til íslendingar,
sem ekki eru aðeins afskiftalausir um
það mál og veiti þrí ekki nærri alt
það fylgi, sem þeir gætu og málið á
skilið, heldur eru hér skipulögð samtök
til, sem ekki láta sér neitt fyrir brjósti “rifrildi og kjaftshögg á fundum”, þá er
brenna, þegar svo horfir við að vinna því
ógagn og leggja stein í götu' þess máls.
Blaðið “Hkr.” hefir eftir getu stutt Þjóð-
ræknissamtökin ihér og hefir, þó ótrúlegt
kunni að virðast sltundum orðið að draga
sverðið úr sliðrum gegn óvinunum. Þá
baráttu vita allir, sem læknir S. J. J.
þekkja, að hann álítur ekki hafa verið að
óþörfu háða. Og sjálfur myndi hann
ekki, þrátt fyrir að honum kunni að
vera meiri skapstilling gefin en öðrum
dauðlegum mönnum hh'fast neitt við að
ganga framan að óvinunum, ef á það
reyndi. En það er dáh'tið önnur spurning
en hitt hvort “sameinaða” blaðið gerði
það. Væri ekki “Heimskringlu” þar bet-
ur treystandi af liðinni tíð að dæma, en
nýju óreyndu blaði? Ætli að Þjóðræknis-
félagið teldi sér ekki haukinn þar vísari í
horni, sem hún er, en þetta nýja blað,
sem ekki vill eyða kröftum sínum eða
skifta í baráttu í þágu þess máls?
Á meðan íslendingar geta ekki samein-
ast um þjóðræknismálið, sem í raun og
veru' verður ekki séð, að þeir hafi ástæðu
sem nokkur veigur er í, til að vera skiftir
um, verður ekki komist hjá barátitu. Það
dettur engum sönnum íslendingi í hug,
að ganga á mála hjá þeim mönnum, sem
ættlandi og ættþjóð sinni hafa verið væg-
ast sagt til skammar í þjóðernismálunum
hér vestra.
Lækninum finst gömlu íslendingunum
hafa farist slysalega í því, að halda bér
við íslenzku þjóðlífi. En það sem hugg-
ar hann er þó það, að tímarnir séu að
breytast—og mennirnir með, Það getur
nú vel verið, að gömlu íslendingunum
hafi farist sittbvað illa úr hendi, en
versni nú samt sem áður ekki hagur ís-
lenzks þjóðlífs, er þeir leggja niður
“vopnin” í “baráttunni”, þá verður ekki
með sanngimi sagt, að þjóðlífsstarfið
hafi ver gengið en von var til. Enda þótt
vér vantreystum engu, uggir oss samt,
að að þeim borfnum, verði ís-
lenzkt þjóðlíf hér ekki blómlegra, en það
hefir verið. Grundvölíurinn sem þeir
hafa hér lagit, verður að minsta kosti
ekki haldverri eða valtari, en grundvöllur
sá sem reistur er á skrafi, sem í flestum
geinum má segja um, að sé út í hött
og við ekkert hefir að styðjast, nema
“lófaklapp” þeirra, sem reynslan hefir
sýnt, að er bókstaflega á sama, bvor
endinn er upp á á þeim, að því er afstöðu
þeirra áhrærir í þjóðernis málum. Það
má kalla þann flokk nýstefnumenn, tím-
ansmenn og því um líkt, en hver eru
glegst eyrnamörk bins nýja tíma? Að
því er þjóð- og félagsmál snertir eru
þau að dómi eldri og reyndari, há-
vaði uppgjafa fúskara, sem alt
fordæma í fari þeirra manna, sem af
ráði og dáð eru starfandi, ómenska, at-
hafnaleysi, kæringarleysi um alt, skiln-
ingsleysi ef ekki bláber heimska og hatur
og öfundsýki út af þvf að almennings
álitið .skuli ekki viðurkenna ávextina,
sem upp af þessu spretta, eins og at-
hafnamannsins, mannsins, sem fómfærir
sér fyrir það sem sjálfum honum og
þjóðfélaginu má að einhverju gagni
verða. Það getur vel verið að það sé í
augum einstöku íslendinga eitthvað hug-
rænt í hugsanaferli nútímans, en vér
eigum bágt með að skilja það hjá öðrum
en þeim, sem múgmenningin er farin að
festa rætur hjá, og að minsta kosti kunn-
um vér betur við norræna andann eins
og hann hefir komið fram í starfi gömlu
Islendinganna, sem hönd hafa lagt á plóg
til viðhalds íslenzku þjóðlífi hér, og út-
gáfu' íslenzku vikublaðanna hafa með
öðru haft með höndum.
Vér mintumst á múgmenningu. Senni-
lega vita margir íslendingar ekki hvað við
er átt með því, sem ekki er von. Það er
ekki íslenzkt fyrirbrigði. Hún er ekki til
á íslandi og þrífst ekki vel nema í stærri
þjóðfélögum. En þar er hún alls staðar
nálæg. Það er ekki Indland eitt, sem
á sína “untouchables”, það eiga allar
stærri þjóðir þá á sína vísu. Samfara
hárri siðmenningu, á þar sér einnig stað
múgmenning, þ. e. flokkur manna, sem
svo lágt stendur í þroskastiganum, að
hann á ekki samleið með þeirri einu sið-
menningu, sem viðurkend er.
En hvað kemur þetta blaðamálinu við,
sem hér er um að ræða? Það kemur
því beint við að því leyti, að eftir því
sem bókaútgáfa hér verður litsnauðari,
og það verður hún með fækkun blaðanna,
eftir því fer andlegt sjálfstæði hnignandi.
Það er litauðgi íslenzkra bókmenta og
sjálfstæði, sem gert hefir íslenzka al-
þýðumanninn svo úr garði, að honum er
skipaður sess með siðmenningarflokkum
hverra þjóðar sem er. Og eins lengi og
hann vemdar þennan íslenzka menning-
ararf sinn sem bezt, enda þótt það kosti
ekki hætt við, að hann lendi í þeim flokki,
sem múgmenskan ríkir í, þó á meðal
stórþjóða búi. Gamalt íslenzkt máltæki
segir, að enginn verði óbarinn biskup, og
mun það orða sannast.
Annars virðist óttinn um það, að
það bægi íslendingum frá að taka hönd-
um saman, ef á liggur, þó þeir hafi ekki
sömu skoðanir á öllum málum undir
sólunni og eigi tvö blöð, með öllu til-
hæfulaus. Það hefir oft sýnt sig, er um
sérsitök og mikilsverð mál hefir verið að
ræða, að þeir hafa tekið dásamlega hönd-
Um ’saman um þau.
Þá minnist læknirinn á trúmálin og
þar telur hann ekkert geti staðið sam-
einingu blaðanna í vegi, þar sem íslend-
ingar hafi í fornöld komið sér saman um
að lögleiða kristni á íslandi árið 1000, og
Tjaldbúðarmenn og Unítarar hafi í nútíð
sameinast í einn söfnuð í Winnipeg. Þó
bæði þessi dæmi séu fagur vottur og eft-
irbreytnisverður um trúarvíðsýni, þá er
ekki eins auðvelt að framfylgja því og
ákjósanlegt er, allra sízt ef um kirkju-
eign er að ræða, sem handhöfum er ant
um og kostað hefir þá marga svitadropa.
— Dæmið af því hvernig farið gæti,
er Tjaldbúðar-kirkjan gamla, sem dr.
S. J. J. minnist á. Að vísu' er óvíst,
að úrsliit þess Tjaldbúðarmáls hefðu orðið
þau, er raun varð á, ef Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði hefði um það dæmt, er sagan
hefir þau orð eftir, að svo vildi hann mál-
um miðla, “að hvorutveggja þafi nokk-
uð til síns máls.” En S. J. J. virðist
gleyma því, að hann er hér nú ekki og að
eftir öðrum lögum en hans var dæmt, er
þeir Tjaldbúðarmenn, er Unitörum sam-
einuðust um eina kirkju, voru sviftir
kirkju sinni af safnaðarbræðrum þeirra,
Tjaldbúðarkirkjunni, er nú er eign Fyrsta
lúterska safnaðar í Winnipeg. S. J. J
gat naumast brugðið upp skuggalegri
mynd en þessari af andlegu lífi
Vestur-íslendinga í sambandi við sam-
einingarmál blaðanna, en virða verður
honum það til vorkunnar, þó að atburð-
imir á íslandi árið 1000 og sameining
Tjaldbúðarmanna og Unitara, yrðu til
þess að vekja aðdáun hjá honum og
fögnuð yfir því, að slíkir vitar andlegs
víðsýnis skuli hafa logað og skuli enn
loga hjá íslenzkri þjóð.
Fáránlegt ranghermi, er oss grunar að
haldið sé fram í öðrum tilgangi en þeim,
að sameina blöðin, er það hjá <S. J. J. er
hann segir, að það hafi verið grundvöllur
sameiningar Tjaldbúðarmanna og Uni-
tara að nefna kirkju sína nýju nafni.
Unitara-flokkar um heim allan hafa á
annan tug ára verið að efna til samvinnu
við Universalista-kirkjur og hverja þá
kirkju er svo er víðsýn, að geta litið á
trúmál frá játningar- og kreddulausu
sjónarmiði. Þannig hefir myndast nafnið
Sambandskirkjur. Og því nafni heita all-
ar kirkjur íslendinga er frjálsitrúarstefnu
fvlgja, en ekki aðeins Winnipeg kirkjan
ein. Svo heita einnig flestar kirkjur þar
sem Unitarar hafa til samstarfs efnt við
aðrar kirkjur. En að Unitarar séu engir
til af því, að kirkja þeirra heiti sambands-
Kirkja, er svipuð vizka cg að halda fram,
að i'slenzku lútersku söfnuðirhir eða
kirkjurnar úti um bygðir, séu ekki lút-
erskar af því þeir heiti Lincoln-söfnuður
Melankton-, Herðubreiðar-, Sléttu-, Vík-
ur- eða Víðir-söfnuður. Það getur vel
verið, þó játað skuli að vér séum ekki
nógu kunnugir því, að á þessa bygða-
söfnuði sé litið, sem ólúterska eða illa
lúterska en réttmæti þess dóms myndi
efað af Þorgeiri lögsögumanni.
S. J. J. segir að lúterskir prestar heim-
an af íslandi og Unitarar prediki jöfnum
höndum í Sambandskirkjunum og sér
ekkert á móti því að nýja blaðið flytji
ræður þessara presta jöfnum höndum.
Heimskringlu hefir nú verið brugðið um
sitt hvað, af þeim sem helzt vildu hana
grafsungna, en það aatlum vér að henni
verði ekki með sanngirni á brýn borið,
að hafa neitað að flytja slíkar ræður. Og
þörf á nýju blaði til þess, er held eg ekki
mjög mikil ennþá.
S. VJ. J. segist viss um að 70—80% af
íslendingum mundu greiða ■ atkvæði með
sameiningu blaðanna. Enda þótt engin
vissa sé nú fyrir því, og það sé í alla
staði ólíklegt að íslendingar séu 70—80%
sameinaðir um þetta mál eða nokkurt
annað mál, eru dæmi til þess að ekki
standi á að atvkæði séu greidd með einu
máli eða öðru, þó fæstum af þeim, er at-
kvæðin greiddu með því komi til hugar
eftir það, að veita málinu nokkurt fylgi,
hvorki siðfræðislegt eða f járhagslegt. Það
er þó nokkuð til af íslenzkum stofnunum,
sem ríflegs atkvæðagengis hafa notið við
stofnun þeirra, en sem nú eru
að hrökkva upp af klaknum,
vegna þess að þessir sömu
menn vilja nú hvorki sjá né
heyra þær, eða veiita þeim lið-
sinni í orði eða verki. Um eina
slíka stofnun stendur nú styr
mikill í Lögbergi, er ágætt sýn-
ishorn er af því, sem hér hefir
verið haldið fram. Vér eigum
við Jóns Bjarnasonar skóla-
málið.
En hvað sem afstöðu íslend-
inga áhrærir skoðanalega til
þessa sameiningarmáls blað-
anna, er hún þrátt fyrir alt ekki
örðugasti hjallinn. Eins og bent
var á í grein vorri nýlega um
þetta mál, eru það fjármál blað-
anna, sem fyrst og fremst er
um að ræða. Með því að leggja
gömlu blöðin niður eins og la^
er itil af forvígismönnúm nýs
blaðs, er kaupenda tala sú,
sem þau hafa hlotið í hart nær
hálfa öld töpuð. Og að ná
henni aftur af nýju blaði, tæki
lengri tíma en hægt er að huga
því líf. Það eru fjármálin sem
eru líftaug blaðanna og þau
velta á stuðning kau'penda
þeirra. En gengur það þá ekki
brjálsemi næst, að kasta þeim
kaupendum frá sér sem blöð-
in hafa, til þess eins, að stofna
á nýjan leik að safna þeim?
S. J. J. segir mál þetta al-
varlegt. Það er satt. En hvers-
vegna lítur hann í grein sinni
ekki á það atriðið, sem alvar-
legast er í sambandi við það?
Hann minnist ekkert á þetta
áminsta fjármálaatriði. Ef það
er ekki alvarleg hlið á málinu,
er ekkert alvarlegt við það. Á
því veltur meira en nokkru
öðru, hvort hér verður nokkurt
íslenzkt blað til innan fárra ára,
ef ekki fárra mánaða. Svo
horfir málið við þeim er þetta
ritar að minsta kosti og ef til
vill æði-mörgum öðrum, er líta
á hag og ástæður manna nú og
vita hvaða erfiðleikum stofnun
nýs blaðs er háð. Það er ekki
hægt að segja, að málið sé í
hentugan tíma fram borið hvað
sem “missioninni” líður, sem í
því felst.
Hvernig stendur á þessari
kenningu um þörfina á' að
leggja blöðin Lögberg og
Heimskringlu niður? Það virð-
ist mjög alment viðurkent, að
þau hafi haldið íslendingum hér
í dreifingunni saman og verið
sterkasta taugin í viðhaldi ís-
lenzks þjóðlífs hér. Þau hafa
sýnt íslendingum bæði sem
heild og einstaklingum góðvild
og greiðvikni og viljað veg
þeirra í hvívetna. Þau hafa
staðið þeim opin, hafi þeir eitt-
hvað viljað segja, sem “upp-
byggilegt” var og jafnvel þó það
hafi ekki verið það. Þau hafa,
íslendingum til skemtunar,
stundum rifist og oft vakið með
því starfsáhuga í þeirra sérmál-
um hér. Hvers eiga þau nú
að gjalda, að lagt skuli vera til,
að þau séu afmáð af jörðinni,
fyrir annað blað, sem fyrirfram
er vissa um, að ekki geti meiru
orkað en þau vegna þess, að
það hefir til að byrja með alt
aðra og erfiðari afstöðu en
þau? •
S. J. J. segir að 70—80% ís-
lendinga bíði þessa með ó-
þreyju. Þá eru orð Þorsteins
heitins Erlingssonar um hvemig
þeim láti samtökin suður með
sjó, ekki orðin mikils verð, ef
samviniyihugurinn er orðinn
svona mikill. Á einu erum vér
samt hræddir um að S. J. J.
vari sig ekki, og það er þessu,
að þeir sem skraf eiga við hann
um þetta, eru bara að því sér
til dægrastyttingar í atvinnu-
leysinu, en dettur ekki í hug að
bera nokkra ábyrgð á afleiðing-
unum, ef sú breyting yrði á
blaðaúitgáfunni hér gerð, sem
hann kýs.
Bessi Byron, sonur Stefáns
Byrons á Oak Point kom til
bæjarins á föstud. Segir útlit
gott J>ar í grend.
FYRIR MINNI KÁINS
flutt á fagnaðarsamsæti er hon-
um var haldiS, 30. maí undir
forustu Þjóðræknisfélagsins, af
íslendingum í Winnipeg.
Herra forseti, kæri heiðursgest-
ur og vinir:
Eg þykist viss um það, að
allir sem hingað hafa sótt í
kvöld, hafa komið til þess að
njóta ánægjustundar með heið-
ursgestinum, skáldinu K. N.
Júlíusi, og til þess að hlusta á
ljóð hans og leikni í orðum og
“útleggingum” en ekki til að
hlýða á ræður. Enda hefir for-
stöðunefnd samkomunnar geng-
ið svo frá að engar ræður skulu
fluttar, og ekkert nema “mas”
eitt á milli kvæða er að vísu
getur farið svo, að ekki taki
ræðum fram. Þessi orð sem
sögð verða eru því ætluð til
þess að hvíla skáldið, við kvæða
lestur, vera einskonar málhvíld,
eða “selah” eins og stóð í hin-
um fornu þýðingum af Saltar-
anum. Svo mun og skáldinu
þykja vera nóg komið af ræð-
um ef hann rekur nokkurt
minni til þess sem gerðist á
Mountain fyrir nærri tveimur
mánuðum síðan.
Með þeseurn fáu orðum sem
eg flyt hér, hefi eg ekki hugsað
mér að ræða við skáldið, né
heldur um hann, nema þá að
litlu leyti, heldur við yður um
hann, og um það sem hann hef-
ir verið oss útfluttum íslenzkum
lýð í Vesiturheimi.
Mig minnir að það • væri
þýzka skáldið Hinricih Heine
sem gat þess á einhverjum stað,
að hvorki væri það fræði eða
fagrar listir sem ferjað gætu á
milli manna hugsanir þeirra svo
að þeir fengi skilið hvor annan
ef eigi töluðu sömu tungu,
heldur væri það nöfn manna, er
í persónu sinni sameinuðu höf-
uð sérkenni þjóðanna eða flutt
hefðu orðstír þeirra út fyrir
hina takmörkuðu bústaði þeirra.
Tekúr hann sem dæmi þessu til
sönnunar, að eitt sinn hitti
hann tiginborinn Austurálfu-
mann. Langaði þá til að láta í
ljósi aðdáun sína hvor fyrir
öðrum, en hvorugur skildi hinn.
Hugkvæmdist Heine þá að
nefna nafn þess manns er full-
komnasta tákn og ímynd var
hinnar austrænu menningar. Er
þeir tókust í hendur, hrópaði
hann með mikilli hrifningu: “A-
a-a Buddha!” Hinn svaraði:
“A-a-a Napóleon”! Nafnið Na-
póleon var ekki algengt nafn,
heldur táknyrði, lýsing allrar
hinnar evrópisku menningar!
Um oss íslendinga hér vestra
er ekki mikið vitað, né heldur
margt að segja, þó oss kunni
nú að finnast annað, en þó er
meira um oss vitað og meira
um oss sagt en annars hefði
verið, fyrir það að vér höfum
átt, einkum tvo menn, í hópi
vorum sem borið hafa oss út,
sem borið hafa hróður vorn út
um heim. Nöfn þessara manna
hafa í bókstaflegum skilningi
flogið á vængjum morgunroðans
og sezt við yzta haf. Þar hafa
nöfn þeirra kynt sig, og þá, og
oss öll, ekki sem innantóm
nöfn, heldur sem fjölskrúðuga
veröld og sem full virðulegt
mannlíf. Nöfn þessi, og þarf eg
naumast að nefna þau, eru nöfn
skáldanna tveggja Stephans G.
Stephanssonar og Káins. Þeir
hafa kynt oss hver á sína vísu.
iSpekin og hugsana snildin hjá
Stephani hefir kynt þjóðlíf vorit,
en látið það sýnast öllu meira
hugsandi og vitrara en það er,
alv.rugefnara og ræktarmeira
við sannindi og heilbrigt vit.
Engir vita það ibetur en vér sjálf,
hve heimsku-kær vér erum,
einkum og sér í lagi þegar um
margt er að velja og heimskan
er ekki öll eins. Gefur það hverj-
um kost á að hirða sitt og öllum
tækifæri, til þess að vera hver
upp á móti öðrum, en að vera
það, ber voitt um hið fullkomn-
asta sjálfstæði.
Fyndnin, gamansemin og
gagnrýnin er þeim fylgir, hjá
Káinn hafa kynt þjóðh'f vort