Heimskringla - 05.06.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 5. JÚNÍ 1935.
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
út á við, en einnig látið það
sýnast öllu gáfaðra og athug-
ulla en það í raun réttri er, og
glöggskygnara á lokleysur, svo
virðast mætti sem jafnan hafi
það fest auga á sérhverri fá-
rænu, aulaskap og axarskafti,
hindurvitni og hugsana mót-
setningu, en lofað þessu hyski
hinsvegar að leika sér, velta sér
fram og aftur, tylla sér á tá,
klæðast pelli og purpura eld-
iheitrar skoðana-sannfæringar,
ungum og gömlum til skemtun.
ar. En þetta hefir verið öðru
nær. Þeir sem gamlir eru i
landinu muna þá tíð þegar þetta
voru almennustu áhugaefnin.
Hin ýmsu geðbilunarstig, er gef-
in eru í guðfræðinni allskonar
heiti þóttu engin hégóma mál
heldur speki þungskilin og djúp
þangað til Káinn brá Ijósi upp
að þeim og glotti þau ofan í
jörðina, eða, að minsta kosti, í
felur. Minnist eg til dæmis
orðsins “afturhvarf”, hversu,
um eitt ákeiö, mikið fór fyrir
því í ræðum og riti. Um það
var ritað af innileik og blárri al-
vöru, hinum mismunandi “stig-
um” þess lýst með nákvæmni,
unz lýsingin varð nokkurnvegin
samhljóða sjúkdóms lýsingu á
manni er mist hafði vitið. Það
var ekki fyr en Káinn bar ljósið
upp að vitum þess að öll hin
mörgu svita-þvingandi orð er
um það voru samin féllu til
jarðar og hefir verið næsta
'hljótt um það síðan. Langar
fáa til að reyna list sína við
vísuna:
“Allir eiga afturhvarf
Afturhvarfið litla.”
Svona mætti telja upp sæg af
allskonar svonefndum “við-
fangsefnum,” slagorðum, snökti
og snöpuryrðum, yfirklæðning-
um og tildurmáli er Káinn hefir
komið fyrir. Þau hafa öll skift
um sess eða horfið, við það að
Káinn kvað,* má því segja að
með því kippi honum í kynið.
Hver segir nú eða skrifar “ella”
eftir að vísan varð hljóðbær:
“Það kom til hans gömul kella”
Ógagn hefir Káinn ekki gert
oss með þessu sveitungum sín-
um heldur varpað á oss slíkri
sæmd að vér megum vera hróð-
ug af. Þó komið geti það
manni í bobba að vera talinn
glöggskygnari en maður er og
næmari á skilgreiningu þess
skoplega og skýra þá er sá orð-
stír ekki óálitlegur til afspum-
ar.
Óvíða um sveitir * íslands
munu þeir menn finnast er eigi
hafa heyrt Káins getið. Þetta
getur líka komið sér vel. Þegar
tregt er tungu að hræra, og
heimamönnum og vestanmönn-
um gengur erfiðlega að láta
hugsanir sínar ná saman, —
því til túlks verður ekki náð
utan Reykjavíkur—er ibáðum ó-
hætt að fara að dæmi Heine’s
og hrópa: “A-a-a Káinn”.
Á gamanfundum og í gesta-
boðum er Káinn staddur og
skemtir þar einna bezt. Þessa
höfum vér öll orðið vör er átt
böfum því láni að fagna að
koma heim til ættjarðarinnar.
Eg veit ekki hvað margar vlsur
eftir hann eg heyrði síðastliðið
sumar, bæði á Akureyri og í
Reykjavík, en það var mesti
sægur. Pæstar eða engar þeirra
er að finna á prenti, furðaði eg
mig því á því hvernig þær höfðu
komist heim. Því þó skáldið
hafi skotið þeim upp í loftið,
eins og hann sjálfur kemst að
orði, hafa þær ekki fallið beint
til jarðar að fljúga austur yfir
Atlantshaf. Hvarvetna kvað það
við: Káinn er ykkar mesta kýmn
isskáld.” “Og ykkar líka”, bættu
sumir vestanmennirnir við. —
* Þau munnmæli ganga um
í Skagafirði, að Níels skáldi
Jónsson, afabróðir Káins, kvæði
niður draug í Húnavatnssýslu
er “Skinnpylsa” hét, og gert
hafði mönnum margar sjón-
hvelfingar og blekkingar.
Má það og líka til sannsvegar
færa. Þegar vér athugum
kýmnikveðskap eldri skálda
þjóðar vorrar, finat mér sam-
einast í eitt hjá Káinn flest ef
ekki alt það sem hjá þeim kem-
ur fram í ljóðum þeirra. Hjá
þeim flestum er kýmnin blönd,-
uð biturleik og gremju og ó-
vildar hugsun, til þess er fyrir
glettni þeirra verður, eins og til
dæmis hjá Ben. Gröndal eldra,
Bólu-Hjálmari og jafnvel hjá
Páli Ólafssyni, þó það sé einna
sjaldgæfast. Það kemur aldrei
fyrir hjá Káinn, hann er laus við
það. Mest svipar þeim saman
Sigurði sýslumanni Péturssyni
og honum og eru þessar vísur
Sigurðar:
“Álmatýrs er upphaf ljóst.” —
“Svo tiltalar sævarljóma svinn-
ust bríkin” —
“Dómara sæti aldrei á
Eikur sitja hringa”, o.s.frv., eru
furðu Káinskar. Þá svipar báð-
um saman í því að sumar vísur
þeirra verða að prentast með
grísku letri og einstöku með
strykum og púnktum þó auð-
veldara verði eigi aflestrar. En
þær festast þá því betur í minni
sem þær heimta meiri yfirlegu
og lesarinn á erviðara með að
stauta sig fram úr þeim.
Gaman Káins er græzkulaust.
Það sem hann hefir fram yfir,
öll íslenzk kýmnisskáld er orða-
leikurinn. Honum lætur það
mæta vel að leika þá list sem
Haraldur konungur Sigurðarson
bauð Sneglu-Halla, að mæla
nokkur tvíræð orð, og mörg
vísa hans er gersemi fyrir það
hvað honum lætur vel að búa
svo um eitthvert einstakt orð
að allar andstæðar merk-ingar
þess verða að koma í ljós. í því
er fólgin list, sem ekki er auð-
leikin. Þá leiðir hann og líka
í ljós, með þeim orðavending-
um, einskisvlrðið og yfirskynið
sem í orðum þessum felst og
þeim hugtökum sem þau eiga
að lýsa, og hátíðleik þeim er
bæta á upp ýmiskonar siði og
athafnir er aldrei voru á viti
bygðar. Sem dæmi mætti benda
á vísu eina er eg vil tilfæra þó
eigi ætli eg mér að fara með
ljóð skáldsins að honum við-
stöddum. Orðið “Halelúja” er
óviðfeldin hebreska í íslenzku
máli. Það minnir skáldið á
svipað íslenzkt orð er sómir sér
vel. Vísan er svona:
Hala á kú eg hata að sjá
Honum trúi eg ekki;
Heila-bú mitt hann vill slá —
Halelúja, segi eg þá. —
Fram yfir þá sæmd sem K. N.
hefir fært oss vesturheims sveit-
ungum sínum, hróður þann sem
lengi mun lifa, hefir hann kent
oss þetta og hitt eigi Síður en
vér honum. Eg held hann hafi
verið meiri og betri sáttasemjari
en allir hinir miklu friðarpostul-
ar til samans. Hann hefir far-
ið öðruvísi að en þeir. Hann
hefir gert ófriðarefnin sjálf að
engu, og með því að gera þau
að engu hefir hann gert oss erf-
iðara fyrir með að deila um
þau. Þegar deiluefnið er orðið
að fáráni eða helzt að engu, er
erfitt að halda áfram að þrefa
um það. Það geta engir nema
þeir sem alderi deildu um mál-
efni, en deildu samt, til þess
eins og þeir hafa komisit sjálfir
að orði: að missa ekki af sann-
færingunni!
Þá hefir hann verið sam-
ferðasveitinni til gleði og
skemtunar. Að fyndni hans og
orðaleik hefir ekki eingöngu
oft verið kýmt og ólund og ön-
uglyndi vísað burtu, heldur hef-1
ir það stælt hugann til fram-
sóknar og framtaka. Að geta
kýmt að óförum sínum í stað
þess að láta þær draga dáð úr
sér, er gagnlegur og góður lær-
dómur. Altaf er vandaminst að
gefast upp við hverja raun, en
það er síður hægt þegar sýnt
er fram á að raunin sé hlægi-
leg. Það er þá svo hætt við að
sá verði bæði hlægilegur í aug-
um sínum og annara er undan
henni lætur.
En svo væri skáldinu ekki
gerð rétt skil ef vér eigi mint-
umst þess að auk þess sem
hann hefir vakið hlátur, hefir
hann einnig vakið hinar við-
kvæmari tilfinningar. Og eg er
sannfærður um það að samúðar
tilfinning hans 'með þeim sem
teljast mega olnbogabörn er eigi
minni en með liinum sem á
torgi sitja og blása til gaman-
leika.
Manni verður hugsað til
vísna sem þessara.
Til Barns
Hreina ást og hjartans yl
Hef eg ekki að bjóða,
En alt sem skárz,t er í mjer th
áttu barnið góða.
Sjáðu þetta sjúka barn,
Svitinn döggvar brána.
Láttu drottinn líknargjarn
Litla kroppnum skána.
Stína litla
Síðan fyrst eg sá þig hér
Sólskin þarf eg minna
Gegnum lífið lýsir mér
Ljósið augna þinna.--------
En eg skal ekki hafa þetta
lengra, það átti hvort sem var
ekki að vera annað en “Seláh”
málhvíld milli þátta. Eg vil
þakka heiðursgesti,num, hina
glöðu samleið sem vér höfum
átt með honum hér á vestur-
vegur um meira en hálfa öld.
Eg óska að árin sem framund-
an bíða, megi verða honum
gæfurík, glöð og einn samfeld-
ur sólskinsdagur.
R. P.
MINNINGARHÁTÍÐ
f SKAGAFIRÐI
Um fjörutíu ára prestskapar
afmæli séra Hallgríms
Thorlacíus á Glaumbæ
Mjög fjölment og prýðilegt
samsæti héldu Skagfirðingar
sóknarpresti sínum séra Hall-
grími Thorlacíus í Glaumbæ
síðastliðið sumar í tilefni af
því að hann var þá búinn að
vera prestur þar í sókninni í 40
ár. Fyrir samsætinu stóðu
ýmsir málsmetandi menn í
sýslunni innan og utan sóknar-
innar, þó sóknarmenn hefðu
aðal forustuna. Samsæitið var
lialdið heima í Glaumbæ, þar í
túninu, sunnudaginn 10. júní
að afstaðinni messu. Var þar
slegið upp tjaldi því hinu mikla,
er Skagfirðingar notuðu á Þing-
vallahátíðinni 1930 og nefnt var
Skagfirðingabúð, borð reist upp
og sezt þar að ríkmannlegri
veizlu. Að borðhaldi loknu voru
fluttar ræður og kvæði.
Hefir Heimskringlu nýlega
borist ítarleg lýsing af fagn-
aðarmóti þessu, með bréfi er
einn, þeirra er þar var staddur,
ritaði nákomnum ættingja sín-
um hér í bæ, er oss var góðfús-
lega lánað til birtingar. Enn-
fremur var oss lánað afrit af
kvæði því, er Stefán Vagnsson
(bóndi á Hjaltastöðum, flutti
HRYNHENDA
flutt
SÉRA HALLCRÍMI THORLACfUS f GLAUMBÆ
á
40 ára prestskaparafmæli hans
10. júní árið 1934
Birta seint yfir sveit oss virtisít.
Sumarið beið að hefja skeiðið.
Kaldur stormur fór um foldu.
Fölnuðu blóm, en þögðu hljómar.
Sigraði þó með sínum vigri
sumardísin frost og ísa.
Sindrar nú yfir sjó og landi
sól og ylur norður að póli.
Vaka ljóð, þegar vængir blaka.
Vorið gefur oss aftur þorið
Hljóma látum hróðraróminn
Hefjum skál yfir gleðimálum,
Hyllum dátt í dýrum háittum
dreng, er við höfum oft og lengi
sótt að ráðum og sífelt þótti
sómi vorum kennidómi.
Áratugi fulla fjóra
framdir þú merkur kirkjuverkin.
Tendrað barst í traustri hendi
trúarblysið gegnum þysinn
hátt svo lýsti í allar áttir,
enginn þurfti að villast lengur.
Vaktir æ og horskur hraktir
heimskra gróm og villudóma.
Löngum hefir þú æsku unga
örfað og brýnt við fremdarsltörfin,
kveikt svo engin kredda slökkti
kærleiksbálið í þeirra siálum.
Vinum þínum þú varst í raunum
vemd og skjöldur á bak við tjöldin,
öldruðum jafnt sem hugarhreldum
huggun er þyngdi að raunaskugginn.
Ungur vanst þú okkar tungu
ástarheit. og því mun leitun
vera á þeim, sem þar er fremri
þjer, jeg greini af fullri einurð.
Þrungin mætti og málsins kyngi
minnist jeg tíðum ræðu þinnar,
er þú skýrðir vel fyrir virðum
Völuspá og Hávamálin.
Kennist löngum mikilmennið
málin hvar eru sótt og varin;
er við ræður rumskasit þjóðin,
rökum er teflt á móti sökum.
Gekk þá einatt glöggt um bekki
gustur, og fólkið tók að hlusta.i
allir létu ysinn falla,
er þú brýndir rödd á þingum.
Andstæðingum oft í vanda
ýttir þú á rökin hittinn.
Var því ei á allra færi,
að etja við þig, gamla heitjan.
Aldrei sástu á undanhaldi,
Agli líkur í styrjarflíkum
varðir stundum bæði borðin,
bilaði hvorki skap né orka.
Heill þjer, vinur! í hárri elli
hnegjum vér þér á slíkum degi.
Þökkum störf í þágu okkar
þráfalt unnin á kærleiksgrunni.
Hér er gott að gleðjast með þér
góðum drengjum. Svo mun lengi,
meðan áttu hress í háttum
hugans gamm og aflið ramma.
Stefán Vagnsson
heigursgestinum, og um er get-
ið í bréfinu. Hljóðar bréfið á
þessa leið:
“I vor var séra Hallgrímur
Thorlacíus búinn að þjóna sem
prestur í Glaumbæ nákvæmlega
í 40 ár. Síðastliðinn vetur höfðu |
margir vinir hans í prestakall-
inu tekið sig saman um, að
halda honum samsæti í minn-
ingu þess. Fóru þeir svo dult
með þetta, að séra Hallgrímur
fékk enga vitneskju um það fyr
en 3 dögum áður. Hinn 10.
júní (sunnudagur) hafði verið
valinn fyiár samsætið.
Effir Þingvallahátíðina höfðu
Skagfirðingar keypt tjald það,
sem' þeim var fengið til bústað-1
ar um Þingvallahátíðina, fyrir
1500 kr. Tjaldið rúmar um 1000
manns, og er gamalt hermanna-
tjald úr ófriðnum mikla, keypt !
af Englendingum, sem hin önnur |
tjöld hátíðarinnar. Líklega hafa
tjöld þessi aldrei komist á ó-
friðarsvæðið, þótt þau væru
búin til í því skyni.
Þetta ljómandi tjald fengu
sóknarbörn séra Hallgríms lán-
að fyrir samkvæmið, reistu það
upp í túninu á sléttu'm bala
framundan kirkjunni, skreyttu
það með flöggum og blómum
og gerðu alt sem veglegast.
í vor sem leið var kuldatíð.
Hinn 10. júní heilsaði á hinn
bóginn heiður og fagur með
sterku sólskini, logni og miklum
hita. Hann var einhver fegursti
dagur sumsins. KJ. 12 kom
sóknarfólkið, sumt á bflum, aðr.
ir þeysandi á gæðingum. Síðan
var gengið í kirkjuna, er troð-
fyltist af fólki úr báðum sókn-
unum og síðan fór guðsþjón-
ustugerð fram.
Nokkru eftir að komið var úr
kirkju var séra Hallgrími boðið
til tjaldsins. Hélt einn vina
hans þar ræðu, lýsti tilgangi
samkvæmisins og bauð alla vel-
komna. Síðar var sezt að veg-
legri veizlu. Sagði einn maður,
er þarna var viðstaddur utan
prestakallsins, að hann hefði
aldrei setið veizlu, þar sem rík-
mannlegar hefði veitt verið.
Er setið hafði verið að veilt-
ingum nokkra stund, stóð einn
bóndinn upp úr sæti sínu, sagði
fyrst frá helztu æfiatriðum séra
Hallgríms og lýsti síðan æfi-
starfi hans og prestsverkum.
Hlóð hann á hann svo miklu
lofi, að séra Hallgrími fanst
hann ekki eiga meira en þriðj-
unginn. Bót var það samt í
máli, að séra Hallgrímur vissi
að þetta var hans hjartans
sannfæring, og hann skólageng-
inn maður vel gefinn. Au'ðvi'tað
hélt séra Hallgrímur svarræðu
og þakkaði honum fyrir hina
fögru lýsingu, en hann tók
jafnfram fram, að sakir langrar
vináttu þeirra hlyti hann að
hafa séð sig í of björtu ljósi.
Sjálfur sagðist séra Hallgrímur
finna bezt, að hann ætti ekki alt
þetta lof skilið. Þvínæst færði
gamli oddvitinn í sókninni séra
Hallgrími bók að gjöf frá söfn-
uðinum. Var það dýrindisút-
gáfa af “Heimskinglu” Snorra
Sturlusonar í logagyltu, dýru
skinnbandi með gullinni áletran
til séra Hallgríms frá söfnuðin-
um! Kostar bandið á bókinni
eitt útaf fyrir sig um 100 kr.
Meiri gjafir átti að gefa honum
en hann kom í veg fyrir það.
Ennþá var setið að góðgerð-
um alllanga stund. Þá reis úr
sæti vinur séra aHllgríms,
Stefán bóndi Vagnsson frá
Hjaltastöðum í Blönduhlíð. —
Hann hafði beðið um að fá að
Itaka þátt í samsætinu ásamt
konu sinni. Hann er annað
bezta skáld sýslunnar og “real
student” að mentun, stórgáfað-
ur maður komnin af hinni
gömlu, góðfægu Djúpadals ætt
Kkt og Jón Þorláksson fyrver-
andi náðherræ Fyrst flutti
Stefán langa og snjalla lofræðu.
Síðan hóf hann lofdrápu þá er
hér með fylgir. Séra Hallgrímnr
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
TIHE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
BirgOlr: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA
gat þess að sér fyndist sem
haftn mundi kafna undir
öllu þessu mikla og óvænta lofi,
en þó bráðnaði hann ekki svo,
að hann yrði aliur að bráðnu
smjöri. Hann þakkaði skáldinu
kvæðið, en sagði jafnframlt, að
það minti sig á atvik úr Nor-
egs konungasögum, er þeir
Magnús konungur góði Ólafs-
son og Haraldur Sigurðsson
harðráði, föðurbróðir Magnús-
ar, sátu báðir að ríkjum í Nor-
egi. Dag einn hefði íslending-
ur, Arnór jarlaskáld, gengið fyr-
ir konungana og beðið sér lofs
að flytja þeim hvorutveggju
kvæði, en konungar hefðu þá
þótst vant við komnir að hlýða
á það. Kveld eitt síðar hefðu
konungar setið að drykkju og
verið allkátir. Hefðu þeir þá
boðið, að íslendingurinn skyldi
leiddur fram. Amór jarlaskáld
var þá niður við sjó að bika skip
sitt, en er honum komu boð
konunganna, hljóp hann tjörug-
ur eins og hann stóð heim til
hallar, og mæliti til dyravarða,
er ætluðu að varna honum inn-
göngu svo til reika: “Gefið rúm
skáldi konunganna.” Æddi hann
síðan upp að konungsborði.
Þá spyr Haraldur konungur:
“Hvorum skal fyr flytja kvæð-
ið?” Amór svarar: “læim yngri
(nfl. Magnúsi)”. “Hversvegna,”
spyr Haraldur. “Sökum þess,”
svarar Amór, “að það er mælt
á íslandi, “að bráðgjör (óþolin-
móð) sé barnalundin.” — Hóf
skáldið síðan Magnúsarkviðu,
sem er eitthvert stórfenglegasta
lofkvæði í fornum kveðskap. En
er leið á flutning kviðunnar,
tók Haraldur að ókyrrast og
mælti: “Ákaflega yrkir þessi
maður, og ekki veit eg hvar
kemur.” Haraldur var nfl. far-
inn að öfunda Magnús af lofinu.
Síðan flutti Arnór Haraldi kon-
uhgi fagra drápu, en er Harald-
ur var spurður, hvor kviðan
honum þætti betri, mælti hann:
“Sá er munur kviðanna, að
Magnúsardrápa mun uppi með-
an að Norðurlönd eru bygð, en
mín mun deyja með mér.”
Lofkvæði Stefáns vinar síns
sagði séra Hallgrímur að vak-
ið hefði þessar endurnnnningar
úr Noregssögu í hu'g sér, meðan
hann flutti það fram. Ekki
þætti sér nema eðlilegt að
einhverjum hefði skotist í hug
lík hugsun og Haraldi: “Ákaf-
lega yrkir þessi maður, og ekki
veit eg hvar kemur.” Enginn
fyndi betur en hann sjálfur
að vinátta þeirra löng hefði fág-
að sig í augum hans og lof
hans væri ekki við hóf, en í
drápu þeirri, sem hann hefði
flu'tt sér, væri svo mikill kraft-
ur, ljóðsnild og ljóðfegur&, að
það eiht myndi endast til að
halda henni á lofti. Ekki dytti
sér í hug, að kviða sín
myndi uppi jafn lengi og Norð-
urlönd væru bygð. Hinu sagð-
ist hann aftur geta búist við,
að hennar yrði minst, á meðan
að Glaumbæjarprestakall væri
til og stæði sem nú. Skáldinu
Stefáni Vagnssyni sagðist séra
Hallgrímur að endingu kunna
Imiklar þakkir, fyrst og fremst
fyrir forna vináttu, svo og fyrir
kvæðið. Skáldin hefðu jafnan
leyfi til, að kveða fast að orði
og mála með sterkum litum.
Er séra Hallgrímur settist
niður, stóð upp áéra Tryggvi
Kvaran, er tók þátt í samsæt-
inu. og sagðist ekki vita, hvort
liann æitti meir að dá, hið ljóm-
andi kvæði eða þakkar og svar-
ræðu séra Hallgríms.
Frh. á 8 bls.