Heimskringla - 03.07.1935, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.07.1935, Blaðsíða 1
XLIX. ÁRGANGUR WINNIPRG, MIÐVLKUDAGINN, 3. JÚLÍ 1935 NÚMER 40, Bardagi og blóðsúthellingar á strætum Regina-borgar Regina, 2. júlí — í gærkveldi sló í bardaga milli lögreglunnar í Regina og atvinnuleysingj- anna frá British Columbia. Einn lögreglumaður var drep- inn, en alls meiddúst 42 menn, voru 9 af þeim löreglumenn en 33 atvinnuleysingar. Frá orsökum uppþotsins er sagt á þá leið, að atvinnuleys- ingjar hefðu boðað til fundar og safnast saman á Market Square. Höfðu þeir byrjað á ræðuhöldum, en bæjarlögreglan kom þar á vettvang. Þegar tveir ræðumenn, og hét annar þeirra J. M. Toothill, verka- mannasinni og bæjarráðsmanns efni í komandi bæjarkosning- um, höfðu lokið máli sínu laust í bardaga. Tók fylkis- og landslögreglan brátt þátt í honum. Varaði bæði lögreglan og atvinnuleysingjar almenning við, að vera ekki nærri. Að einstöku manni und- anteknum hörfuðu íbúarnir til heimila sinna. Atvinnuleysingar stöðvuðu bílaumferð og hrintu sporvögn- um út af spori. Búðargluggar voru og brotnir. Grjótkast var mikið og skotum var tíðum skifst á. Loft var blandað tára- gasi. Þegar á þessum ólátum hafði gengið um hríð, tvístraðist hóp- ur atvinnuleysingja og æðinu linti. Evans leiðtogi atvinnú- leysingja ásamt 26 öðrum voru hneptir í varðhald. BRÉF TIL HKR. Á Atlantshafinu, 15. júní 1935. Herra ritstj. Hkr.: Svo sem mig hefir oft hent um æfina, er eg búin að lofa fleiri vinum mínum að skrifa þeim í sumar, en góðu hófi gegnir, eða auðvelt mun að efna. — Vil eg því biðja þig svo vel að gera, að ljá mér stöku sinnum rúm í blaði þínu. —lofa þér í staðinn, að langorð skuli eg hvergi verða. Vestur-ströndin, og Vestur- Canada er mér svo vinlega kunnugt — og viðdvöl mín í Winnipeg svo unaðsleg og hlý, að mér finst eg ekki fyllilega vera farin að heiman, eða lögð í langferð, fyr en eg skildi við vini og vandamenn í Wpg. um kvöld þess 5. júní, og lestin til Montreal tók fyrsta kippinn. — Eg sat æði tíma sem í leiðslu — tók snemma á mig náðir — og dreymdi börnin mín. — Já, “eg á sjö börn í sjó”, o. s. frv. — og hamúrinn falinn um stund. Næsti dagur virtist langur. Landslag, um gluggann, mest klappir og skógur, — lestin brunar áfram — regn ef út er komið. — Það var því með feginleik að eg fékk mér her- bergi í Montreal, fyrir sólar- hring, fastráðin í að fá mér göngutúr — skrifa svo ibréfin sem biðu næðis — og búa mig undir að sigla næsta dag. — Eg gekk og gekk — en eg reyni ekki að lýsa neinu sem eg sé aðeins í svip. — En í andrúms- loftinu varð eg greinilega vör við tvent — frönskuna og ka- þólskuna. — mér virtist kven- þjóðin vel búin, en ekki skraut- lega og minna um máluð andlit, en maður tekur eftir á svipaðri göngu um verzlunargötur stói- borganna vestur á strönd. Fysti dagurinn um borð á skipinu Duchess of Bedford, var hlýr og sólríkur. Flestir stóðu úti, til að njóta sem bezt grænskóga og glæsi-útsýnis á bökkum hins volduga St. Law- i*ence fljóts. Um kl. 6 leytið vorúm við í Quebec, og • send um frá okkur síðustu bréfin heim — til vesturheims heim. Næsta morgun brá mér í rence fljótinu þennan s.dags morgun. — En sannarlega var samspil hljómsveitarinnar bjart- ur og eftirminnilegur sólstafur dagsins. — Og samskotin, 45 dollarar, gefnir í hljálparsjóð sjómanna. í dag var það sem við áttum að lenda í Glasgow, en erum tvo sólarhringa á eftir áætlan. — Þokunni hefir aldrei létt upp — og í grend við nýfundna land var haf-ís á sveimi — og fleiri skip að þræða, ör stilt, út1 eða inn. Stundum var algjör stanz — og lúðurinn hvein. Er út úr haf-ís hroðanum kom, færðist meira skrið á okkur — en það var svo drungalegt og kalt úti, að eg settist að við | skriftirnar mínar, og hefi reynt að nota tímann — svo heppin að vera heilbrigð — enda hefir aldrei verið mikið rót. Allur viðurgerningur er hinn ágætasti, og auðvelt að láta fara vel um sig. Það er hljóð- færasláttur og hreyfimyndir, dans og spil og útileikir, fyrir þá sem vilja taka þátt í slíku; einnig bækur til láns. — Eg varð forvitin við að heyra skozka samferðakonu segja frá íað næsti jlandstjórl Clanada, John Budhan, værfi skozkur rithöfundúr — fann sögu eftir hann — smellna skemtisögu — ef maður hefði tíma fyrir þess- konar. Dagblað er gefið út, um borð. Það flytur gott yfirlit yfir “heimsfréttir” — Þar sé eg að Evrópa hefir nánar gætur á því sem Mussolini bruggar — t.d. á orði að leyfa honum ekki flutning hers um Suez o. s. frv. — Aftur á móti sé eg ekk- ert um nýjasta glæpinn í Bandaríkjunum. — Hverskonar blaðamenska er þetta — húgsa eg sem hefi búið sunnan “lín- unnar” í 26 ár. Nú rofar fyrir sól — og um leið glaðnar yfir öllum. — Eg stenzt ekki þetta inniloft leng- ur — en fer út að ganga, og læra að berast ögn með straumnum! Kærar, innilegar kveðjur, til allra vina minna fyrir vestan haf!. Vinsamlegast, Jakobína Johnson brún — þokuhjúpur yfir öllu, og mjög lítið skrið á skipinu. Þoku-lúðurinn blés í sífellu. Eg hafði ætlað mér þennan dag úti, og að setjast ekki við neinar skriftir fyr en út á haf væri komið. en öðruvísi fór,—-Morg- unmessa, engelsku kirkjúnnar, var auglýst — þangað barst eg með straumnum. — Kom þaðan með þeirri tilfinning að þoku- loft mýndi víðar en á St. Law- SÍMSKEYTI FRÁ EIMSKIPAFÉLAGINU Árni Eggertsson fékk skeyti frá Eimskipafélaginu s. 1. viku um að hann hefði verið endur- kosinn til tveggja ára í stjórn félagsins. Ennfremúr, að fjög- ur prósent verði greiddir af hlutum félagsins fyrir starfsárið 1934. LIBERALAR VINNA ALGERAN SIGUR f FYLKI3K0SNINGUN- UM í NEW BRUNSWICK St. John, 28. júní — í fylkis- kosningunum sem fóru fram í New Brunswick í gær, unnu liberalar stórkostleggn sigur. Af 48 þingsætum alls, náðu liberalar 43, en conservatívar 5. í fylkinu voru conservatívar við völd. Fáir eða engir ráð- gjafanna náðu endurkosningu; svo ákveðinn var sigur liberala. Sá er við völdum tekur af fyrv. frsætisráðherra L. P. D. Tilley, heitir A. A. Dysart. Með þessum kosninga-úrslit- um, er þá conservatíva-stjórn eftir í aðeins einu fylki lands- ins, Prince Edward Island. Sigri þessum fagna liberalar auðvitað og þó aðallega vegna þess, að þeir ætla að hann boði gott í sambandskosningunum sem fara í hönd. En upp úr því er auðvitað ekkert leggjandi því hið sanna er, að stefna Dysart og Kings eru sitt-hvað. Annar trúir á framfarir, en hinn á aðgerða- leysi. Það sem Tilley tapaði aðallega á, var hans aðgerða- leysi. Því unir ekkert fylki nema Manitoba. Eftir kosningarnar 1930, var tala þingmanna Tilley-stjórnar- um á «mliðnu ári, en hver smá- lest kostaði 6 dali og 30 cent. Sú upphæð sem bændur fengu súrheyið, aðferð hans er merkt stöfunum A. T. V., er nú reynd í mörgum iöndum og þykir hafa kosti fram yfir aðrar aðferðir til súrheysgerðar, einkum þá, að fóðrið skemmist ekki, hvern- ig sem viðrar, ef henni er ná- kvæmlega fylgt. ¥ ¥ ¥ I East York í Toronto bilaði brú á fljóti einu í gær. Var um 40 manns á gangi yfir brúna og meiddust 24 af þeim og voru i sendir á sjúkrahús. Alvarlega er ekk-i sagt að neinn hafi meiðst. Á meðal þeirra er meiddust voru bæði konur og börn. ¥ ¥ ¥ Að tilhlutun landbúnaðar ráðuneytisins í Ottawa verða haldnar sýningar á hrossum; svínum, alifuglumí nautgripum og sauðfé í júlímánuði, á 'þess- um stöðum: Portage la Prairie og Dauphin, Man., Yorkton og Melfort, Sask., Red Deer og Camrose, Alta. Tvær fyrstú vikur ágústmánaðar fara sömu sýningar fram í Lloydminster, Sask. og Fort William, Ont. Fréttir af kirkjuþingi hins sameinaða kirkjufélags Þeir sem stunda sykurgerð í Canada kejgptu meir en 400 miljónir smálesta af sykurróf- innar 31 en liberala 17. í hlut flokkana féllú atkvæð- in þannig í þessum nýafstöðnu kosningum, að liberalar hlutu 320,659, en conservatívar 228,- 024. Atkvæðamunurinn sýnir eins og oft áður, að kosninga- fyrir þennan $2,599,833.60. * garðamat, nam 1 Ontario sækir maðkur á tó- baksakra, svo þá verður að sigurinn er ekki eins eindreginn verja með ýmsu kostbæru móti. og ætla mætti af þingmanna í Quebec gætir ormanna ekki. tölunni dæma. * * * FREGNSAFN Evans og Black, leigtogum atvinnuleysingjanna í Regina var neitað um lausn úr fangelsi Um 450 manns, sem til Win- g6gn vegi f ibæjarréttinum í Re- nipeg komu fyrir nokkru útan gina ■ gær úr relief camps í Manitoba, * * * tóku mathöllina á Princess og „ .. „ , , Ross heyrskyldi s. L laugardag, chewanfylkig j G Gardiner lét en þar eru máltíðir veittar at- vinnuleysingjum bæjarins. Þeg- ar lögregla bæjarins og lands- stjórnarinnar skárust í leik, urðu þeir auðvitað að láta af hendi herfang sitt. Hefir síð- an orðið að sætt, að þeim séu reist tjöld í gamla sýningargarði bæjarins til að hafast við í fyrst um sinn. ¥ ¥ ¥ Met í þolflugi, settu nýlega tveir bræður, Fred og Alex Key, sem heima eiga í Meridian í Missouri-ríki. Flugið tóku þeir 4. júní og því lauk ekki fyr en í gær eftir 27 daga, 5 klst. og 33 mínútur. Flugfar þeirra heit- ir “Ole Miss”. ¥ ¥ ¥ Á Frakklandi má bóndi sá hveiti í tvö ár í senn. ¥ ¥ ¥ blaðið Free Press hafa langa romsu eftir sér með fréttinni af uppþotinu í Regina, er öll laut að því, að kenna Mr. Bennett um það, en smeygja sjálfum sér undan allri ábyrgð á því. Ef það er ekki ósvikið dæmi af skítlegri flokksframkomu, væri gaman að vita hvar þess er að leita. Þrettánda ársþing kirkjufié- lagsins var haldið í Wynyard, Sask., dagana 28. júní til 1. júlí. Um 50 fulltrúar safnaða, kvenfélaga og sunnudagaskóla, sátu þingið. Erindi voru flutt af séra Philip Péturssyni ^m dvöl sína við háskóla íslands, af séra Jakobi Jónssyni um skriftir og sálgrenslan. Guðs- þjónusta var flutt sunnudaginn 30. júní. Prédikaði dr. Rögn- valdúr Pétursson, en séra Jakob Jónsson aðstoðaði. Á þingi kvenfélaga-sam- bandssins, sem haldið var- þ. 29 júní, flutti erindi frú María Björnsson frá Árborg um upp- ^ldismál og frú Ólafía Melan frá Riverton um friðármálin. Frú Guðrún Skaptason las upp erindi eftir ungfrú Lilju Thor- darson, sem ekki gat verið við- lagssambandið fyrir almennri samkomu. Flutti þar ungfrú Helga Árnason erindi um nú- tíma listir. Skemtiskráin var fjölbreytt og tóku þátt í henni meðal annara Karl Fredericks- son, W. Johnson, Árni Sigurðs- son og P. S. Pálsson. öll erindi sem flutt voru fengu einróma lof áheyrenda. Þrátt fyrir miklar rigningar og slæma færð, var þingið á- gætlega sótt af bygðarfólki, öðru hvoru húsfyllir. Viðtökur ágætar af hálfu bygðarfólks. Flestir er kirkjuþingið sóttu héðan að austan, komu til baka í gærkvöldi. Kváðu þeir færð hafa verið slæma. Ár flóðu víða yfir brýr og vegi. En ferða- lagið gekk samt slysalaust. Fundargerningur þingsins stödd um sjúkdómsvarnir. Aðjverður birtur, sem að úndan- kvöldi fyrsta júlí, stóð kvenfé- íförnu í Heimskringlu. FRA fSLANDI Aukinn mjólkurmarkaður Dr. Jón E. Vestdal hefir ný- lega látið í ljós þá skoðun sína, að hægt sé að auka sölumögu- leika mjólkur á innlenda mark- aðinum um meira en 2 /2 milj. sama akur lítra á ári með því að framleiða mjólkurduft og lögskipa síðan enginn að nota það í öll brauð. Prófessor virtanen í Finn-1 Aðalástæðan til þess, að dokt- landi hefir umbætt súrheysgerð,; orinn ber fram þessa stórmerku rneðal annars með því að itillögu er þó ekki sú, að auka stökkva vatnsblandaðri sýru á með þessu sölu á aðalframleið- Útgjöld Rooseveltsstjórnarinnar áætluð $8,000,000,000 á n.k. ári Washington, 2. júní — Áætl- uð útgjöld Bandaríkjastjórnar á komandi fjárhagsári er byrj- aði 1. júlí, nema rúmum 8 bil- jónum dollara (8,520,000,000). Að síðast liðnu ári undan- skyldUj. hafa ‘V afa útgjöld stjórnar- innar aldrei verið neitt svipað því eins mikil og þetta. En þá námu þau $7,258,000,000. Og tekjuhalli ársins, sem lauk s. 1. Rúmum helming af þessari sunnudag Var nærri 3|/2 biljón fjárhæð (eða $4,582,000,000) á að verja til atvinnubóta og •beins framfærslustyrks. Tekjur ársins býst stjórnin við að verði $3,991,000,000. — Verður þá tekjuhalli ársins 1936 $4,528,000,000. dollarar. Skuld landsins nemur nú alls rúmum 28 biljónum dollara. — Þegar Roosevelt tók við völdum nam hún nærri 21 biljón. Fyrir stríðið var hún rúmar 15 biljón- ir. sluvöru bænda, heldur engu síður hitt, að það hefir komið í ljós við fæðurannsóknir hans, að skortur er á svonefndum “mineralefnum” í fæðu okkar íslendinga. Mjólk er auðug af þessum efnum, og er því hægt að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja meiri og al- mennari neyzlu hennar. —Skutull. ¥ ¥ ¥ Norðfirði 4. júní Afli hefir verið dágóður hér á Norðfirði undanfarna daga en beituskortur er. Dálítið hefir veiðst af síld í reknet en ekki svo að fullnægi þörfum. ¥ ¥ ¥ 4. júní Ti| Hornafjarðar kom í fyrradag 8 smálesta vélbátur, frá Svíþjóð “Golv- strömmen” frá Stokkhólmi. — Bátsmenn eru fjórir. Hafa þeir gengið á jökla hjá Hoffelli. ¥ ¥ ¥ Norðaustan ofviðri Trillubátar sökkva á Ólafsfirði Vélbáta rekur á land Ólafsfirði 10. júní Aðfaranótt hvítasunnudags, um kl. 5, herti snögglega á norðaustan veðri, sem hafði staðið undanfarið, og rokhvesti með krapahríð. Flestir bátar lágu þá á höfninni hér í Ólafs- firði, eða alls um 18 trillubátar og 9 stærri vélbátar. Þegar leið á morguninn, herti stöðugt á veðrinu og brimið jókst. Á níunda tímanum sukku fyrstu trillubátarnir, en stærri báta tók að reka, og áður en langt um leið, hafði 5 stærri báta tekið á land og 13 trillubátar sokkið. Einn stærri bátanna, “Sævaldur”, er gjörónýtur og tveir aðrir, “Þór” og “Kári” mikið brotnir. Allmörgum trillubátum var bjargað á land. Sumir eru gjörónýtir, aðrir mik- ið brotnir. MÖrgum hafði ekki verið bjargað, er síðast fréttist, en búist er við, að þeir séu ó- nýtir. Öll fjaran við kauptúnið var j þakin rekaldi. Tjónið er feikna mikið og margir hafa mist al- eigu sína. ¥ ¥ ¥ Vinsla og útflutningur vikurs Akureyri 8. júní Sveinbjörn Jónssonýbygginga meistari, er nýkominn hingað til Akureyrar, austan úr Axar- firði, frá því að athuga skilyrði til þess að ná vikri úr Jökulsá og skipa honum út í Búðlunga- höfn. Telur hann aðstoðuna betri en hann hafði búist við, góðan botn og 7 metra dýpi örstutt frá landi. Ennfremur góð aðstaða til rafvirkjunar. — Horfur um sölu á vikri til út- landa fara batnandi, og er ætl- unin, að gera dálitla tilraun með fleytingu vikurs í Jökulsá og útskipun í Búðlungahöfn í sum- ar. FYRSTI KVENLÖGFRÆÐING- UR fSLANDS Nýlega lauk úngfrú Auður Auðuns embættisprófi í lög- fræði við háskólann. í tilefni þess hitti fréttaritari Mbl. hana að máli. — Fyrest af öllu er nú að jafna sig eftir prófið og njóta þess að það er velyfirstaðið, sagði Auður Auðuns, er eg hitti hana, glaða í vinahóp, nýslopna frá prófborðinu. — Já þér gekk vel prófið, fékst góða I. einkunn? —• Já, eg er a. m. k. ánægð með það. — Og þú hefir áhuga fyrir lögfræðinni? — Það getur maður vel sagt. Reyndar held eg að fáir lög- fræðinemar séu mjög hrifnir af faginu fyrst í stað, en það kem- úr. Og eftir því sem maður kemst meira inn í leyndardóma lögfræðinnar, vex áhuginn — það er mín reynsla. — En--------- — í guðsbænum ekkert blaðaviðtal, segir Auður hálf- skelkuð, nú fyrst verður henni það ljós, að hún er að tala við fréttaritara. Eg sé að kunningjarnir bíða óþreyjufullir eftir að fá Auði — sóma íslenzkra kvenna — í hópinn, og flýti mér að segja: Nei, nei, ekkert iblaðaviðtal. Mig langar aðeins til að vita, hvað lögfræðingurinn, okkar fyrsti kvenlögfræðingur ætlast nú fyrir? — Það er ekkert ákveðið enn þá, það eru líka tæplega liðnar 15 mínútúr síðan eg losn- aði frá prófborðinu. En eg mun gefa mig að lögfræðisstörfum með tímanum. En eins og eg sagði áðan, ætla eg fyrst að njóta lífsins og safna kröftum, unz eg tek til starfa. — Og þegar þú ert orðin sýslumaður — ekki njjög langt — upp í sveit, kem eg aftur og heimsæki þig í nafni Morgun- blaðsins. — Vertu velkomin, segir Auð- ur blátt áfram og alúðlega, eins og henni er lagið, en þó glettn- islega, og með það kveð eg okkar fyrsta íslenzka, efnilega lögfræðing.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.