Heimskringla - 03.07.1935, Blaðsíða 8

Heimskringla - 03.07.1935, Blaðsíða 8
8. SIÐA. HEIMSKRINGLa WINNIPEG, 3. JÚLÍ 1935 FJÆR OG NÆR Messur í prestakalli séra H. Sigmars sunnud. 7. júlí: Brown, Man., kl. 2. e. h. Mountain, N. D., kl. 8. e. h. Messan á Mountain á ensku. * * « Á leið til kirkju'þings Til kirkjuþings hins Samein- aða kirkjufélags íslendinga í Norður-Ameríku, sem haldið er í Wynyard, Sask., frá 28. júní til 2 júlí, streymdu íslendingar hópum saman upp úr miðri síð- ast liðinni viku héðan að aust- an. Við þessa varð Hkr. vör: Síðast liðinn miðvikudag kom Sveinn Thorvaldson, M.B.E. frá Riverton til bæjarins í bíl og hélt vestur; í för með honum voru kona hans, séra Eyjólfur J. Melan og kona hans. Á fimtudag lagði Dr. S. E. Björnsson frá Árborg af stað vestur. í för með honum voru kona hans og börn, Jóhann Sæ- mundsson frá Árborg og Mrs. P. S. Pálsson frá Winnipeg. Þetta sama kvöld lögðu af 1933 CHEV. MASTER COACH $575 BERIÐ SAMAN VERÐ CONSOLIDATED MOTORS LTD. Chevrolet—Oldsmobile Salar BETRI BÍLAR LÆGRA VERÐ 229-235 Main St. Ph. 92 716 stað með járnbrautalestinni frá Winnipeg til Wynyard: Mrs. Jakob Kristjánsson og börn þeirra hjóna, og prestarnir séra Guðm. Árnason, dr. Rögnvald- ur Pétursson og séra Jakob Jónsson. Á föstudag lögðu þessir sex bílar af stað úr þessum bæ vestur: Steindórs kaupmanns Jakobssonar og vor farþegar: Páll S. Pálsson, Gunnar Er- lendsson, Guðm. Eyford, Joch- um Ásgeirsson. Jakobs Kristjánssonar og voru farþegar ungfrú Rósa Ví- dal, ungfrú Helga Árnason, Mrs. G. Árnason frá Lundar, Þorleifur Nelson frá Clarkleigh, i Man. Björgvins Stefánssonar og voru farþegar: Bjöm Björnsson frá Lundar, ungfrú Ella vHall, Mrs. Rósa Hjartarson og Mrs. B. Stefánsson. Ólafs fasteignasala Péturs- sonar og voru farþegar: séra Philip Pétursson og kona hans, Mrs. Ó. Pétursson og börn þeirra. Þorsteins Borgfjörðs og voru farþegar: Ingi Borgfjörð og kona hans og Mrs. Þ. Borgf jörð. Josephs B. Skaptasonar og voru farþegar Mrs. J. B. Skapta- son og börn þeirra hjóna. Ólafs Péturssonar, B.Sc. og voru farþegar Thorv. Péturs- son, M.A., Mrs. R. Pétursson, ungfrú Hlaðgerður Kristjáns- son, Pétur J. Pétursson og Mrs. Margrét Markússon. Til baka var búist vlð að koma á þriðjudagskvöld. * * * “Sameiningin” hefir Hkr. ný- lega borist. Þetta hefti er al- gerlega helgað fimtíu-ára minn- ingu Hins ev. lúterska kirkju- félags íslendinga í Vesturheimi. Sögu félagsins skrifar prófessor Richard Beck. Aðrar ritgerðir Ekkert leyndarmál Mörgum hefir orðið, að rita fagra áætlun um tekjur sínar og útgjöld, en reynzt hún haldlaus, með undarleg- um hætti, í framkvæmdinni. Tíu dalir í buddu þinni freistast oft til að renna á aðrar brautir en þú ætlaðir þeim. Ekki viljum vér fullyrða, að “Deposit Acoount” jafni alt í einu skakkann á milli þeirra útgjalda, sem þú hefir áætlað og þeirra sem þú greiðir í raun og veru. Hitt fullyrðum vér að mjög mörgum verður “De- posit Account” að liði til að fara ekki fram úr áætluðum útgjöldum. Með því móti má forðast að höndla peninga í smáum upphæðum. Með sundurliðuðum reikningi er sýnt nákvæmelga á hverjum mánuði hve miklu þér hafið varið til fata, til fæðis o. s. frv. þá dylst aldrei hvert peningarnir hafa farið. D. A. skrifstofan á þriðja gólfi, Hargrave. <T. E ATON GLOBELITE Bíla Battery 2 Volt Radio “A” Battery Biðjið um og krefjist Til sölu hjá og hefir með mæli frá helztu verzl- unarmönnum. Verzlunarmenn—skrifið eftir verðlista GLOBELITE BATTERIES LIMITED t Verksmiðja og aðal skrifstofa: 147 Pacfic Avenue -:- Winnipeg, Canada Stærsta verksmiðja f Vestur Canada er býr til Bíla, Radió, og ljósa áhalda batteriur eru ekki í ritinu. Myndir fylgja ritgerð dr. Becks af flestum ef ekki öllum kirkjum og prestum og stofnunum kirkju'félagsins, svo sem J. B. skóla og ellihæl- inu “Betel” á Gimli og ýmsum kirkjufélagsstólpum. Ritið er um 90 blaðsíður að stærð og prýði- legt útlits. Grein dr. Becks höfum vér ekki ennþá haft tíma til að lesa svo hægt sé að geta eða athuga innihald hennar, en fljótt á litið virðist mjög smekk- lega frá henni gengið, sem vænta mátti af svo vandvirkum rithöfundi. * * * Gleymið ekki! Spilakvöldunum í Goodtemp- larahúsinu á þriðjudögum og föstudögum. — Góð verðlaun! Gott músik! Inngangur 25c. Allir velkomnir. * * * Mr. Baldur Pétursson frá l Gimli og Miss Jennie W. Christ- opherson frá Baldur voru' gefin saman í hjónaband af séra E. J. Melan að heimili hans að Riverton hinn 17. júní síðast- liðinn. * * * Aukabiti til K. N. K. N. hefir kveðist á Við kvöldin löng fyrir morgun- inn. Rímlistin og raddhæðin rökuðu til sín verðlaunin. Upptökin: Landinn kvaðst á við myrkrahöfðingjan, sálin verðlaunin, landinn sigraði. — Vinni landinn og K. N. æfinlega, John S. Laxdal * • * Gísli Borgfjörð, sonur Mr. og Mrs. Th. Borgfjörð Winnipeg, varð fyrir meiðsli s. 1. fimtudag á byggingu þar sem hann var að vinna. Hann var ein 30 fet uppi í ibyggingunni og datt nið- ur á gólf. Þegar síðast fréttisf var sagt að honum hielsaðist etfir vonum. * * * Mrs. Ingibjörg Guðmundsson frá Santiago, Calif., kom til bæjarins s. 1. fimtudagskvöld. Ferðina kvað hún hafa gengið hið bezta og engar hindranir hvorugu megin landamæranna. Hún dvelur hér ákveðin tíma og telur sig hér eiga heima eigi síður en syðra. Hún biður “Hkr.” að flytja Californíu-vin- unum kær kveðju sína og þakk- læti. ÍÞRÓTTAYFIRLIT Einn af mestu sérfræðingum heimsins á sviði íþrótta- og líkamsmenningar heldur því fram að konur leggi miklu meiri rækt við líkamsæfingar en karlmenn, nú á síðustu ára- tugunum. Þær geri alt sem í þeirra valdi stendur til að þjálfa líkamann og fegra, og síðan farið var að útvarpa morgun- fimleikaæfingum, hafi reynslan sýnt, að margfalt fleiri konur en karlar noti þær æfingar. En konurnar hafa líka grætt á þessu, bætir hann við, því und- antekningarlítið er nú konan um fertugt, eins ungleg og áður gerðist um þær, sem voru aðeins tuttugu og fimm ára. Konan hefir lengt aldur sinn um 15 ár, án þess að eldast. — Betra að satt væri. Á ári hverju keppa háskól- arnir Oxford og Cambridge sín í milli í því nær öllum þeim í- þróttum, sem iðkaðar eru nú á tímum. Fræg um heim allan, er kepnin í róðri, sem Cam- bridge vann nú í 12. sinn í röð. — EftJrtektarverð er einnig kepnin í frjálsum íþróttum vegna þess hve oft fræknustu íþróttamenn þessara háskóla hafa sigrað er þeir keptu á öðrum vettvangi. I Oxford og Cambridge hafa margir Olymps sigurvegarar gengið í skóla v.ís- inda og íþrótta. Má nefna t. d. Lowe sigurvegarann í 800 m. hlaupi 1924 og 1928, Hampson sigurv. í sama hlaupi 1932, Tis- dall, Lord Burgley o. fl. í ár fór fram kepni milli O. og C. í frjálsum íþróttum í 67. sinn. A. G. R. Brown (kepti í fyrsta sinn þarna) sigraði í 440 y. hlaupi (402 m.) og setti nýtt met 49 sek. — I. C. Stothard og M. J. K. Sullivan hlupu /r enska mílu (ca. 804'/2 m.) á 1 mín 55.4 sek. -Virðast Englend- ingar því vel stæðir til að halda venjunni og ná sigri á 800 m. á Olympsleikunum. — I grinda- hlaupi 120 og 220 y. sigraði A. G. Pillsbrows á 15.6» og 25.3 sek. Míluhlaupið (1609 m.) vann Stothard á 4 m. 23.2 sek. og í 3. mílna hlaupinu sigraði P. H. D. Ward á 15 mínó 00.1 sek. — Þetta er eftirtektarverð- ur árangur, þegar þess er gætt að hlaupið var í mikilli rign- ingu. Þessir íþróttamenn láta áreiðanlega heyra frá sér síð- ar, þess vegna er vert að muna þá framvegis er þeir fara að keppa við íþróttamenn annarn þjóða. — Einkennilegt er pað,' hve lengi Englendingar eru á eftir öðrum þjóðum í stökkum ! og köstum. Sigurvegarinn íj langst. stökk 6 m. 95 cm., há- stökki 1. m. 73 cm. og í kúlu- varpi náðust 13. m. 34cm. enda venjulega fáir keppendur og lít- ill áhugi fyrir þessum íþróttum. Cambridge vann með 7 sigrum gegn 3. SKRÍTLUR * * * — Eg er svo óskaplega hrædd j um að eg verði grafin lifandi þegar eg dey, herra læknir. — Það þurfið þér ekki að vera hræddar um ef eg stunda yður þegar þar að kemur. * * * — Katrín, myndirðu ekki heldur vilja giftast mesta bján- anum í veröldinni, heldur en verða piparjómfrú? — Ó, Lárus, þetta kemur svo óvænt. ♦ * ¥ Árni kemur til Jóa nábúa síns og biður hann að lána sér reipi. — Það er mér alveg ómögu- legt, svarar Jói, því eg þarf að nota þau sjálfur. — Til hvers ætlarðu að nota þau núna? — Eg ætla að fara að binda sand. — Binda sand? Árni starir agndofa á Jóa og heldur að hann sé orðinn brjálaður. — Hvernig getur þú gert það? — Maður getur notað reipi til hvers sem vera skal, þegar maður ekki vill lána þau. * * * Presturinn: Eg veit til þess að menn hafa orðið blindir af því að drekka áfengi. Drykkjumaðurinn: Það er al- veg öfugt með mig, eg sé tvö- falt, þegar eg drekk. —Dvöl. Liðþjálfinn (við nýliðann): Til þess að þér getið munað hvað er til vinstri og hvað til hægri, þá skuluð þér bara setja það á yður, að á hægri hend- inni er þumalfingurinn vinstra megin ,en hægra megin á þeirri vinstri. * * * Móðirin: Mikið er drengurinn líkur föður sínum, ef maður tekur frá honum pelann, ætlar hann alveg vitlaus að verða. * * * Húsbóndinn: Heyrðu góða mín, hvað hefir komið fyrir? Hversvegna hefirðu plástur yfir vinstra auganu? Konan: Plástur? Það er nýi hatturinn minn. AÐALFUNDUR ÚTVEGSBANKANS MESSUK off FUNDIR í Mrkju Sambandssafnaöar Messur: — á hverjum sunnudegi kl 7. e. h. Safnaðarnejndin: Funoir 1. föátu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. KvenfélagiS: Fundir annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11. f. h. lagði fram endurskoðaða reikn- inga fyrir árið. Reikningurinn sýnir, að af- skrifuð töp hafa á árinu numið kr. 161,295,05, fasteignir voru lækkaðar í verði um kr. 174,- 747,73; afskriftareikningur lækkaði um kr. 250,000,00 Yfir- fært til næsta árs kr. 376,170,- 41. Sparisjóðsfé í bankanum nam við s. 1. áramót 6.9 milj. kr. Reikningur bankans var sam- þyktur. Tveir endurskoðunarmenn voru kosnir á fundinum, þeir Björn Steffensen (endurkosinn) og Ásgeir Ásgeirsson (í stað Halldórs Stefánssonar). Engin kosning fór fram í fulltrúaráð- ið á þessum fundi.<—Mbl. Islenzkar bækur til sölu hjá MAGNÚSI PETERSON 313 Horace St., Norwood, Man. Canada Aðalfundur Útvegsbankans var valdinn í Kaupþingssalnum 9. júní. * Fulltrúaráðið gaf skýrslu um starfsemi bankans s. 1. ár og Pelisslers Framúrskarandi að Vinsældum Tegundirnar eru Pelissiers Club Bjór Banquet 01 Fæst í kössum í bjórsölu- búðunum og í flöskum á öllum helztu Hótelum. Engin lyfja efni eða blönd- unar efni eru notuð Pelissiers Ltd. Brewers WINNIPEG, MAN. Auglýsing þessi er ekki birt aS bot5i G. L. C. Commission er ber enga á- byrgb á því sem sagt er um efnisgæði vörunnar. Saga Eiríks Magnússonar (í kápu) ...................$2.25 Ljóðmæll DavítSs frá Fagraskógi I og II bindi (i banðl) hver bók 2.00 íslenzk-ensk og Ensk-íslenzk orCabók eftir G. Zöega, ný út- gáfa, aukin, i ban^i, alls ..... 8.00 ‘‘Þyrnar", ljóðmæli Þorst. Erlings- sonar, í góðu bandi, nitiursett verð ......................... 2.00 “Harpa't úrval íslenzkra söng- ljóða, í bandi ................. 1.50 Ljóðabók eftir Einar H. Kvaran (skrautband) ................... 3.00 “Gæfumaóur”, eftir Kvaran (í bandi) ......................... 3.00 “ísiendingar”, eftir D. G. Finn- bogason ...................... 5.00 ‘‘Morgun’’, tímarit dulspekinga, árgangarnir 1933—1934, hver á 3.50 “Kak”, saga eftir dágbókum hins fræga norðurfara Vtlhjálms Stefánssonar, í góða bandi _____ 2.00 “Og björgin klofnuðu”, skáldsaga eftir Jóhannes úr Kötlum, i kápu $2.75, í bandi ............ 3.50 “Einn af postulunum’’, skáldsaga eftir Guömund Hagalín, í 'kápu $1.75, i bandi ................. 2.25 Framtítiarlíf og nútimaþekking eftir séra Jakob Jónsson (í bandi) ......................... 2.50 ‘‘Mona’’, skáldsaga eftir Hall Caine (i kápu) ................. 1.25 “Bööullinn”, skáldsaga eftír Par Lagerkvist (í kápu) ........... 1.00 ‘‘Sýnir’’, eftir Sig. Eggerz (, bandi) ........................ 2.00 “Nökkvar og ný skip,” ljóðmæli eftir Jóhannes Freeman (í bandi) ......................•„.... 1.50 Æfintýraleikir, eftir Ragnheiði Jónsdóttur (ódýrt band) ....... 1.00 Sögur Tarzans, eftir Edgar Rlce Burroughs, alls um 1400 bls.... 4.25 1 þessu ofangreinda vertii er meö- talits flutningsgjald til kaupenda. Þar sem bækurnar eru fáanlegar bætSi í kápu og bandi, er betra at5 kaupa þær innbundnar, því atS slíkt band fæst hér ekki fyrir þann vertSmun, eiSa neitt því likt. » . > V *.V - - ■ rJj|s*>X. :>• V;v«,í •.» .•••. • • *;• •_ •; • •* '• •;.; Phone 201101 MODERN DAIRIE' I____LIMITtD_____ / Hin vinsæla leið til Islands Islendingar er mikið hafa ferð- ast liafa orðið þess varir að þægindi, þjónusta og viður- gerningur á öllum skipum Canadian Paeific félagsins cru langt fram yfir það sem þeir höfðu frekast búist við. BEINAR FERÐIR TIL ISLANDS Skipaferðir tíðar og reglubundnar frá Montreal. Eftir fullkomnum upplýsingum og bæklingum leitið til næsta umboðsmanns eða W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agent, C.P.B. Bldg., Winnipeg Símar 92 456-7 CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.